Lögberg - 07.12.1944, Blaðsíða 1
PHONES 83 311
Seven Lines
AvwV^
X \ A1
«o7*6 anA For Better
Coí- , Dry Cleaning
and Lanndry
PHONES 86 311
Seven Lines
U\\vW
iot
teA
, prU L
,erers a"'
10 ^ Service
Co^-
Satisfaction
57. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGIN.N 7. DESEMBER, 1944
NÚMER 4^
Námsmenn frá Islandi
“Kátir piltar”, karlakór er syngur á Æringjamóti, sem
haldið verður í Sambandskirkjunni 8. desember.
Fremri röð, frá vinstri: Jóhannes Markússon, Jóhann
Pálsson, Gunnar Erlendsson, söngstjóri, Guðjón Guðmunds-
son, Gústaf Jónsson.
Aftari röð, frá vinstri: Anton Axelsson, Kristján Mikaels-
son, Magnús Ágústsson, Hjalti Tómasson, Jón Sveinsson,
Halldór Bech, Gunnar Fredireksen.
SVEITAFÉLAGA
SAMTÖKIN í MANITOBA.
Samtök þessi hafa nýlega
lokið ársþingi sínu hér í borg-
inni, og eftir þeim skýrslum,
sem fram voru lagðar, stendur
hagur þeirra nú í miklum blóma.
Sveitamálefna-ráðherra fylkis-
stjórnarinnar, Hon. William
Morton, s k ý r ð i erindrekum
þingsins frá því, að við árslok
1943 hefðu 130 sveitir af 17U>, átt
inneignir í bönkunum, sem num-
ið hefðu $1,700,000. Árið 1933
voru það aðeins 25 sveitir, sem
höfðu tekjuafgang í peningum.
Mr. Marton beindi athygli erind-
reka að því, að ems og sakir
stæðu, teldi hann ekki ráðlegt að
lækka skatta. Þá lét Mr. Marton
þess jafnframt getið, að við
fjársafnanir til sigurlánsins,
hefðu sveitarfélaga samtökin
fylkisins, keypt freklega $2,500,-
000 í Sigurláns verðbréfum.
Áminst ársþing var næsta fjöl-
sótt, og yfir því ríkti hvarvetna
hin ákjósanlegasta eining.
Til forseta fyrir sveitafélaga-
samtök þessi yfir næsta starfsár,
var kosinn Hugh Maclntyre frá
Pipestone.
FYLLIR SJÖUNDA TUGINN.
Þann 30. nóvember síðastlið-
inn, átti forsætisráðherra Breta,
Mr. Winston Churchill, sjötugs-
afmæli; var hann hyltur í á-
kafa af öllum þingflokkum, er
hann gekk til þingsætis síns þá
um daginn; elzti þingmaður
n e ð r i málstofunnar, Will.
Thorne, 87 ára að aldri, sem
jafnan hefir talist til hins ó-
háða verkamannaflokks, varð
til þess fyrstur þingmanna, að
flytja Mr. Churchill persónu-
legar árnaðaróskir. Mr. Church-
ill nýtur enn beztu heilsu; hann
rís árla úr rekkju, og gengur
eins og berserkur að hinum dag-
legu störfum sínum þegar eftir
morgunverð; hann er enn sami
vinnuvíkingurinn og hlífir sér
lítt. Síðustu tvö stríðsárin hefir
Mr. Churchill verið á ferð og
flugi um allar lifandi jarðir, og
setið ráðstefnur með forustu-
mönnum hinna sameinuðu
þjóða, ýmist í Washington, Que-
bec, Teheran, Cairo, eða Mosk-
va; það sýnist ekki skipta miklu
máli hvað Mr. Churchill leggur
á sig; honum segist svo frá, að
hann finni sjaldan til slíkrar
þreytu, er orð sé á gerandi.
HÚSATJÓN Á ENGLANDI.
Churchill forsætisráðherra
skýrði nýverið frá því í brezka
þinginu að frá þeim tíma, er
Þjóðverjar fyrst hófu hinar
grimmúðugu sprengjuárásir á
London og Suður England, hafi
þriðjungur allra húsa á þessu
svæði annaðhvort verið jafnað-
ur við jörðu, eða sætt mikjls-
háttar skemdum; það fylgir
sögu, að hinar mannlausu flug-
vélar Nazista, hafi valdið mestu
tjóninu. En þrátt fyrir alt þetta
hefir brezka þjóðin ekki látið
nokkurn minsta bilbug á sér
finna; hún hefir tekið þessum
áföllum eins og svo mörgum
öðrum með stillingu og dæma-
fárri hugprýði; hún hefir marg-
faldað vopnaframleiðslu sína
eftir sem áður, og framleitt
jafnframt meira af matvælum
en nokkru sinni fyr.
EKKI MYRKUR í MÁLI.
Hon. Solon Low, leiðtogi So-
cial Credit samtakanna í Can-
ada, komst svo að orði um póli-
tíska þrumuveðrið, sem geysað
hefir í Ottawa undanfarið, að
það væri “glæpsamleg flónska
að knýja stjórnina um þessar
mundir til kosningabaráttu, eins
og stríðsviðhorfinu, og aðstæð-
um heimafyrir, nú væri háttað.
EFTIRMAÐUR
CORDELLS HULL
Roosevelt forseti hefir valið
Edward B. Stettinius, yngri, til
þess að takast á hendur forustu
utanríkisráðuneytisins í stað
Cordells Hull, er nýverið lét af
embætti vegna helsubilunar.
Mr. Stettinius hefir verið að
stoðar utanríkisráðherra um
nokkurt skeið við góðan orðstír.
•
NÁLGAST LANDAMÆRl
AUSTURRÍKIS.
Rússneskar hersveitír e r
komnar yfir Danube um 100
mílur frá Búdapest, og hafa náð
hinu rammbyggilega Pecsvígi
þaðan sækja þær fram í ákafa á
leið til Balatonvatns og austur
rísku landamæranna; þá hafa
rússnesku herjirnir einnig rutt
sér braut með heljarafli-yfir tor-
færa fjallvegi í austuhluta Slóv-
akíu, þrátt fyrir ítrekaðar til-
raunir Þjóðverja til gagnsóknar.
Fregnir frá Moskva gefa í skyn,
að jafnskjótt og Ungverjaland
sé leyst úr þrælaviðjum, megi
Austur-Prússland eiga von á
góflunni. Hersveitir Rússa á
áminstum vígsvæðum, eru undir
forustu Fedor Tolbukhins yfir-
hershöfðingja, þess, sem hrifsaði
Belgrade úr klóm Nazista í okt-
óbermánuði síðastliðnum.
HERSKYLDU MÓTMÆLT
t
Nokkur hluti landvarnarliðs-
ins Canadiska, sem bækistöð
hafði í Vernon, B.C., hélt mót-
mælafundi vegna þeirrar ráð-
stöfunnar sambandsstjórnar, að
hrinda í framkvæmd lagaheim-
ild, sem afgreidd var á þinginu
veturinn 1942, er veitti stjórn-
inni sjálfdæmi til þess, að kveðja
menn til herþjónustu utan Can-
ada, ef hún kæmist að niður-
stöðu um, að slíks væri brýn
þörf. Nú hefir hinn nýi her-
málaráðherra, General Mc-
Naughton, gefið þjóðinni þær
upplýsingar, að meginþorri hins
canadiska landvarnarliðs á á-
minstum stað, hafi tekið hinni
nýju stjórnarráðstöfun með
fullri stillingu, og að það hafi
verið innan við tuttugu og fimm
af hundraði, er sýndi mótþróa
eða andúð.
DREGUR SIG í HLÉ.
Hon. C. G. Power, er nýlega
sagði af sér flugmálaráðherra
embætti í sambandsstjórn vegna
ágreinings út af herskyldumál-
inu,hefir lýst yfir því, að hann
muni að fullu og öllu draga sig
í hlé af vettvangi stjórnmálanna,
og gefa sig framvegis við mála
færslu. Hann hefir átt sæti í
þingi síðan 1917 sem þingmaður
fyrir Quebeckjördæmið hið
syðra.
RÍKISSJÓÐUR
MEÐEIGANDI í FLUGFÉLAGI
ÍSLANDS MEÐ 50%
HLUTAFJÁREIGN
Fram er komið á Alþing
stjórnarfrumvarp, þar sem ríkis-
stjórninni er heimilað að leggja
fram fé, úr ríkissjóði til aukn-
ingar á hlutafé Flugfélags ís-
lands, þannig að ríkissjóður elgi
50% af öllu hlutaféinu.
Þegar Flugfélag fslands hefir
breytt samþyktum sínum í sanv
ræmi við þetta og ríkissjóður
er orðinn eigandi að helmingi
hlutafjár félagsins, getur atvinnu
málaráðherra veitt félaginu
einkarétt til flugferða hér
landi og til útlanda með far
þega, póst- og farangur (3. gr
frv.) Félagið skal þá og vera
undanþegið tekju- og eignar
skatti og útsvarsgreiðslu eftir
efnum og ástæðum.
í greinargerð segir svo:
Flugsamgöngurnar eru nu
orðnar svo verulegur þáttur
samgöngumálum vorum, að nauð
syn ber til að ríkisvaldið hafi
veruleg afskifti af rekstri þeirra
og styrki þær eftir því sem föng
eru á. í þessu augnamiði er lagt
til í frumvarpi þesm. að ríkis
sjóður efli Flugfélag íslands
h.f. með verulegum fjárframlög-
um. Hlutafé Flugfélagsins er nú
um 1.000.000 kr., en heimilt er
samkvæmt samþyktum þess að
auka það upp í 1.500.000 kr.
Framlag ríkissjóðs gæti þá orðið
samkvæmt frumvarpinu um
1.500.000 kr.
Ef þessi leið yrði farin, verð-
ur að teljast eðlilegt, að Flug-
fqlagi íslands h.f. yrði veittur
einkaréttur til flugferðA hér á
landi og til útlanda með farþega,
póst og farangur. Með þessu fyr-
irkomulagi yrði stjórn þessara
mála einfaldari, reksturinn örugg
ari og ódýrari.
Skipulag það, sem frumvarpið
gerir ráð fyrir, er sniðið eftir
því fyrirkomulagi, sem haft var
á flugsamgöngum flestra Evrópu
landa fyrir núverandi styrjöld.
MbJ. 22. sept.
BÆNDASKÓLI
fSKÁLHOLTI
Eiríkur Einarsson hefir ný-
lega borið fram frumvarp í Efri
deild, þess efnis, að skóli sá,
er ákveðið er í lögum að reistur
skuli á Suðurlandi, verði í Skál-
holti. ,
•í 1. gr. frumvarpsins segir,
að þrír skólar skuli vera hér á
landi, sem veita bændaeínum
nauðsynlega sérþekkingu til
undirbúnings stöðu þeirra. Skal
einn skólinn vera á Hólum í
Hjaltadal, annar á Hvanneyri í
Borgarfirði og hinn þriðji í Skál-
holti í Biskupstungum.
1 greinargerð seg:'r m. a. að
Búnaðarfélag fsland:, hafi á sín-’
um tíma tilnefnt 3. menn til að
gera tillögur um hvar hinn fyr-
irhugaði bændaskóli Sunnlend-
inga skyldi standa. En svo illa
hafi til tekizt, að nefndarmenn
hafi ekki orðið sammála. Hafi
2 þeirra, Steingrímur Steinþórs-
son búnaðarmálastjóri og Jón
Sigurðsson alþm. lagt til að skól-
inn yrði í Skálholti, en einn,
Guðm. Þorbjarnarson Stóra-
Hofi, hafi lagt til að skólinn yrði
í Kálfholti í Ásahreppi (Rangár-
vallasýslu).
Þá bendir flutningsmaður í
greinargerð á ýms atriði, sem
hann telur mæla með því, að
skólinn verði reistur í Skálholti
frekar en í Kálfholti m. a. það,
að miklir möguleikar séu til
fjölbreyttra búnaðarfram-
kvæmda í Skálholti, landrými
sé þar nægilegt, nógur jarðhiti
og jörðin prýðilega í sveit kom-
in, þegar hin fyrirhugaða Hvít-
árbrú hjá Iðu verður reist.
Vísir, 22. sept.
0r borg og bygð
Minningarsjóður
frú Jórunnar Líndal
Mr. Ralph Maybank, M. P.
$25.00. Elín Anderson, Winnipeg
$10.00. Mrs. John Bracken, Ott-
awa $25.00.
Með þakklæti.
Mrs. J. B. Skaptason.
KAPELLA VIGÐ AÐ
DRANGANESI.
Sunnudaginn 3. sept. var vígð
kapella á Dranganesi í Stranda-
prófastsdæmi og voru um 300
manns viðstaddir, og er það ó-
venjulegt, að svo margir menn
séu samankomnir þar á staðn-
um. Biskup framkvæmdi vígsl-
una, en sóknarpresturinn, séra
Ingólfur Ástmarsson að stað í
Steingrímsfirði, var honum til
aðstoðar, á s a m t prófasti
Strandaprófastsdæmis, s é r a
Jóni Brandssyni.
Kapella þessi er sambyggð
skólahúsinu. En prédikunarstóll
og altari haganlega og smekk-
lega fyrir komið í' austurenda
byggingarinnar.
Þegar kennsla fer fram í
skólahúsinu, er lokað fyrir kór-
inn með sérstökm útbúnaði.
Kapellan, ásamt kenslustof-
unni rúmar alls að 200 manns
í sæti.
Vígsluathöfnin fór mjög há-
tíðlega fram og var húsið yfir-
fullt af fólki. Söngur var á-
gætur og hafði hann verið æfð-
ur sérstaklega undir þessa at-
höfn. Eftir vígsluathöfnina
fluttu þeir ávörp og erindi,
biskup, prófastur og sóknar-
prestur. Athöfnin stóð yfir
rúmar 3 klst. Ríkti almenn á-
nægja meðal fólksins yfir deg-
inum. Veður var hið bezta.
Ástæðan til þess að horfið var
að því ráði að gera kapellu í
skólahúsinu, var sú, að Drangs-
nessbúar hafa til þessa átt kirkj-
usókn að Kaldrananesi, en þang-
að er svo langt frá Dranganesi,
að ókleyft má teljast fyrir sókn-
armenp að sækja kirkju að
vetrarlagi. Vegna þessa kom
kirkjustjórninni . og fræðslu-
málastjóra saman um það, að
rétt væri í þessu tilfelli að veita
leyfi til þess að skóli og kirkja
yrðu sambyggð, þar eð hin fá-
menna byggð á Drangsnesi væri
Dess ekki umkomin að byggja
sína eigin kirkju.
—Vísir, bf. sept.
Icelandic Canadian
Evening School.
Þann 27. nóv. flutti Dr. R.
Beck fyrirlestur, “The Classical
literature of Iceland”. Þeim sem
á erindið hlýddu getur ekki dul-
ist hvern fjársjóð er að finna í
gullaldarbókmenntum íslands;
og verður það nemendum skól-
ans enn ný hvatning til þess að
fullnuma sig í íslenzku, svo þeir
fái kynnt sér þessar frægu bók
menntir á frummálinu.
Næsta kenslustund verður
mánu^agskvöldið, 11. desember, í
Fyrstu lút. kirkju, séra H. E
Johnson flytur fyrirlestur á
ensku, “The Icelandic Republic
930—1262”.
Allir eru beðnir að vera komn-
ir í sæti sín |yrir kl. 8.15. ís-
lenzkukenslan byrjar kl. 9.
Aðgangur 25c. fyrir þá sem
ekki eru innritaðir.
H. D.
••
Dagblöðin í WinnÍDeg létu þess
getið í fyrri viku, að Joe Magnús
son fiskimaður í Riverton, mundi
hafa drukknað í Winnipegvatni
niður um veikan ís.
•
Þann 12. október s. 1., voru
gefin saman í hjónaband
London á Englandi, Pilot Officer
Leonard Skúli Guðiaugsson og
Miss Debora Tomlinson. Brúð
guminn er sonur Magnúsar G
Guðlaugssonar og Ólínu konu
hans, sem búsett eru að Clair-
mont, Alta.
KOSTAR VM 2 MILLJÓNIR
AÐ ENDURBYGGJA
ÖLFUSÁRBRÚ
Nefndarálit um tillögu til
þingsál. um endurbyggingu Ölf-
usárbrúar hefir nú verið lagt
fyrir sameinað þing og í því
segir meðal annars: Fyrir all-
löngu hefir vegamálastjóri lok-
ið við að gera uppdrátt og á-
ætlun um kostnað við smíði
nýrrar brúar á þessum stað, og
var kostnaður við brúargerðina
áætlaður 1.600 þús. kr. Gera má
samt ráð fyrir, að kostnaður við
hana nemi nú um tveim millj.
kr. Fjárveitinganefnd leggur ein
dregið til, að hafinn verði nú
þegar undirbúningur að smíði
nýrrar brúar og því verði hrað-
að svo sem mest eru föng á.
Vísir 22. sept.
EMBÆTTISMENN
ÞJÓÐRÆKNISDEIDARINNAR %
“FRÓN”
Guðmann Levy, forseti.
Jónbjörn Gíslason, vara-forseti.
Sigurbj örn Sigurðsson, ritari
Ólafur Jónasson, vara-ritari.
Jochum Ásgeirsson, féhirðir.
Davíð Björnsson, vara-féhirðir.
Karl Jónasson, fjármálaritari.
Yf irskoðunar menn:
Grettir L. Jóhannsson.
J. Th. Beck.
KOMNIR INN I
SAARDALINN
Amerískar hersveitir eru
komnar inn í Saardalinn, sem
er eitt auðugasta landsvæði Þjóð
verja af hverskonar náttúrufríð-
indum; einkum eru þar kolanám-
ur miklar, sem Þjcðverjar, að
minsta kosti á stríðstímum mega
illa án vera; hafa Bandaríkja-
menn þegar tekið bæinn Soor-
lautern, sem er aðeins um sex
mílur frá höfuðborg Saarhéraðs-
ins.
ymimmmmmijwmm
Dr. Richard Beck
Valinkunni vestur-íslendingur,
vorrar þjóðar ljós á rnennta braut,
okkar feðra eðli hlaustu slyngur
öruggur að heyja dagsins þraut.
Lýst af frelsi landsins unga merki
lyfti þinni sál með dáð og fjör,
drenglundaður dags að skyldu verki
djarft þú beittir glæstum andans hjör.
Þinna kosta þættir aldrei leyndust,
þér var gefin festa, táp og dygð,
holl og vinsæl ráð þín jafnan reyndust
rakin glöggt af lífsins mennt og trygð.
Ætíð varstu oss í fjarlægðinni
einlæg bending til að stefna rétt,
Geyma íslands óð og sögn í minni
áform þitt var traustu ráði sett.
Frjáls og glaður fram í raun og verki
fús þú réttir styrka bróður hönd.
Víkings ættar viljinn þátta sterki
vígði brú að kærri feðra strönd.
Þú varst líf og þróttur okkar máli,
þakkir lýða og virðing hlaust í gjöld.
Undan þínu andans segulstáli
eldur brann, og fægði dagsins skjöld.
Norræn þjóð í nýju fósturlandi
nam og geymdi dýran ættar sjóð !
Vestræn menning, víkings hönd og andi
vafurlogum gyllir tímans flóð.
Lifðu, Beck, um langa heiða daga
ljúfar þakkir fyrir göfugt starf.—
Lifi manndáð, mál og ljóð og saga,
móðurlandið sem oss gaf í arf.
— M. Markússon.