Lögberg - 07.12.1944, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER. 1944
3
Ársskýrsla skrifara
Fyráta lút. safnaðar
fyrir 1 944
Herra forseti! Kæru safnaðar-
meðlimir og vinir Fyrsta lút.
safnaðar!
Sem skrifari fulltrúanefndar-
innar legg eg fram eftirfarandi
skýrslu. Starf fulltrúanna er að
gæta hagsmuna og fjármála safn-
aðarins. Skýrsla þessi verður að-
eins samandráttur á því, sem
hefir gjörst á árinu og sem alla-
reiðu hefir verið birt vikulega í
blaðinu okkar, og sem ykkur
öllum er að mestu ieyti kunn-
ugt, ennfremur mun eg leggja
fram eitthað af því sem fram
undan liggur. Fyrsti lúterski
söfnuður hefir haft mörg merkis
ár á þessum síðastliðnum 66 ár-
um, og er það skoðun mín að
síðastliðið ár standi þeim fylli-
lega á sporði.
Veðskuldin.
Fyrsta verk framkvæmdar-
nefndarinnar var, að komast
niður á einhvert fyrirkomulag
með að ná upp nægilegu fé til
að borga kirkjueignina að fullu.
Skipulagning sú, er var gerð,
reyndist ótrúlega vel fallin, og
hafðist upp upphæð sú, sem var
farið fram á, $4500.00, á mjög
skömmum tíma. Það er ekki full-
trúunum að þakka heldur safn-
aðarmeðlimunum í heild, sem
urðu við tilmælum okkar í svo
ríkum mæli; og sýnir það glöggt
hvað safnað&rmeðlimir vilja
leggja á sig fyrir kirkju sína. Er
það góðs viti.
Að lokinni fjársöfnuninni var
efnt til samkomu þar sem veð-
bréfið var brennt með virðu-
legri og ánægjulegri athöfn. Nú
er kirkjan okkar eign, og von-
um við, sem elskum þessa stofn-
un, að aldrei muni aftur hvíla
skuld á henni. Við þökkum öll-
um, sem hlut áttu að máli með
að koma þessu í verk.
Viögerðir.
Mörgum var farið áð þykja að
neðri salurinn væri farinn að
þurfa hreingerningar við. En
þegar sú frétt barst okkur til
eyrna, að hinn vel æruverðugi
biskup yfir íslandi væri að koma
vestur um haf sem erindreki ís-
lenzkra stjórnarvalda til að sitja
25. ársþing Þjóðræknisfélags ís-
lendinga í Vesturheimi, ákvað
stjórnarnefndin að hefjast handa
og gjöra smá breytingar og mála
neðri salinn. Nokkrir úr stjórn-
arnefndinni tóku að sér að veita
forstöðu þessu verki. Vegna þess,
hve tíminn var naumur, leituð-
um við til safnaðarmeðlima og
annara til að vinna þetta verk.
Var unnið að kappi og áhuga
og verkið búið á skömmum tíma,
þótt allmikið þurfti að gjöra.
Söfnuðurinn er í þakkarskuld
við utansafnaðarfólk, sem lagði
vinnu sína til þessa verks án
nokkurrar borgunar. Það var að-
eins borgað fyrir efni.
Merkisatburðir.
Til merkisatburða á liðnu ári
ber fyrst að minnast þess, að
einn af hinum áhrifamiklu safn-
aðarmeðlimum, Hjálmar A. Berg
man, var skipaður dómari í
hæstarétti Manitoba fylkis.
Seinna var hann gerður að for-
manni framkvæmdarnefndar
Manitoba háskólans, Nefndin og
söfnuðurinn samgleðjast honum
með þennan tvöfalda heiður.
Söfnuðurinn finnur djúpt til
þess mikla missis er hann beið
við fráfall heiðursforseta safn-
aðarins, Dr. B. J. Brandson, er
verið hafði áratugi einn af hin-
um sterkustu og einlægustu
máttarstoðum safnaðarins. Það
vakti almennan fögnuð meðal
safnaðarmeðlima er Dr. B. J.
Brandson var, skömmu fyrir
andlát sitt, gerður heiðursdoktor
í lögum við Manitoba háskól-
ann. Þá var það og söfnuðinum
fagnaðarefni er forseti íslenzka
kirkjufélagsins, séra Haraldur
Sigmar, var sæmdur doktors-
gráðu í guðfræði við Uníted
College í vor sem leið. Þann 19.
ágúst s. 1. var presti safnaðarins,
séra Valdimar J. Eylands, boðið
til New York til fundar við
fyrsta lýðveldisforseta íslands,
herra Svein Björnsson. Full-
trúanefndin hélt fund jafnskjótt
og henni barst fregnin um heim-
boðjð til eyrna og taldj það
sjálfsagt, að hann fengi frí frá
embættisstörfum til þess að
takast áminsta ferð á hendur.
Frá ferðinni skýrði séra Valdi-
mar all ítarlega í ræðu, sem hann
flutti í kirkjunni og síðar var
birt í báðum íslenzku vikublöð-
unum.
. Vert er að þess sé getið, að
safnaðarnefndin lánaði fúslega
kirkjuna fyrir glæsilega hátíð,
sem þar var haldin að kvöldi
þess 16. júní í tilefni af endur-
reisn ísl. lýðveldisins, sem fram
fór á Þingvöllum daginn eftir.
Séra Valdimar var forseti þess-
arar hátíðar.
Biskupinn yfir tslandi, Dr.
Sigurgeir Sigurðsson, sem eins
og kunnugt er heimsótti þjóðar-
brot vort, sem send'fulltrúi ís-
lands stjórnar á 25. ársþingi
Þjóðræknisfélagsins og auðsýndi
söfnuðinum margháttac5a sæmd,
meðal annars með því að flytja
útvarpsprédikun frá kirkjunni,
verður koma hans til okkar seint
fullþökkuð.
Skrá yfir meðlimi í
herþjónustu.
5. desember síðastliðinn, fór
fram guðsþjónusta, sem tileink-
uð var meðlimum og vinum
þessa safnaðar, sem höfðu hlýtt
kalli til herþjónustu. Skrautrituð
skrá með nöfnum þessa fólks
var gerð af hr. Gissuri Elías-
syni. Hinn alúðlegi fylkisstjóri
Manitoba, hr. R. F. McWilliams,
K.C., sýndi söfnuðinum þá sæmd
að vera við morgunguðsþjón-
ustuna og að henni lokinni af-
hjúpaði hann skrána, sem var
búið að innramma. Var hugur
safnaðarins samstilltur í sökn-
uði og bæn við þetta tækifæri.
Olíumynd.
Safnaðarnefndin hafði leng.
fundið til þess, að það væri óvið-
unandi að mynd af Dr. B. B.
Jónssyni heitnum væri ekki í
kirkjunni. Nefndin ákvað s. 1.
marz, að þetta mætti ekki drag-
ast, og afréði að láta mála mynd
af Dr. Jónssyni hjá einum af
nafnfrægustu listamönnum þess-
ar borgar. Var sérstök minn-
ingarguðsþjónusta helguð Dr. B.
B. Jónssyni, sem um næstum
því aldarfjórðung hafði þjónað
söfnuði þessum með myndar-
skap, dygð, einlægni og trú-
mensku. Aldavinur Dr. Jónsson-
ar, Dr. B. J. Brandson, afhjúp-
aði myndina. Athöfn þessi fór
fram 19. marz að viðstöddu
miklu fjölmenni.
Starfsfólkið.
I byrjun þessa starfsárs, eða
réttara sagt í september byrjun,
lét hr. Einar Haralds af embætti
sem eftirlitsmaður kirkjunnar,
eftir margra ára vel unnið starf
í því embætti. Safnaðarnefndin
var svo lánsöm að eiga kost á
að ráða hr. Sigurð Einarsson,
sem eftirmann hans, og er það
von okkar að hann múni reyn-
ast söfnuðinum ágætur starfs-
maður, og bjóðum við hann vel-
kominn, og einnig bjóðum við
honum alla þá samvinnu, sem
við getum látið honum í té.
Um sama leyti urðu breytnig-
ar um organista og söngstjóra,
Mrs. E. ísfeld, sem hafði gengt
starfinu með hinni mestu prýði
og einlægni í tvö ár. lét af því
starfi, var henni þakkað fyrir
alla fyrirgreiðsluna í söngmálum
safnaðarins. Miss Snjólaug Sig-
urðson, sem safnaðarnefndin
hafði gefið “leave of absence”
tveimur árum áður, var ráðin a
ný til að stjórna báðum kórun-
um og einnig sem organisti, við
bjóðum hana velkomna.
Nefndin fór þess á leit við
Mrs. Lincoln Johnson, að hún
gerðist einsöngvari í kórnum, og
varð frúin góðfúslega við til-
mælum okkar. Nefndin er viss
um það, að hin fagra rödd Mrs.
Johnsons mun styrkja kórinn að
miklum mun.
Látnir nefndarmenn.
Síðastliðinn febrúar varð
nefndin og söfnuðurinn í heild
fyrir því tjóni að missa einn af
sínum ötulustu stuðningsmönn-
um, hr. Thorstein Stone, sem
um margra ára skeið hafði a
margvíslegan hátt unnið og
styrkt að málefnum safnaðarins
með einlægni og kristilegum á-
huga. Við samnefndarmenn hans
söknum hans mikið, og sannast
raumferulega máltækið “Eigi
veit hvað átt hefir fyr en mist
hefur.”
Hinn elskaði heiðursforseti
safnaðarins og nefndarinnar var
kallaður seinna. Nefndin hefir
jafnan metið með aðdáun þann
mikla styrk, sem hann veitti
okkur á svo margan hátt til að
ráða fram úr vandamálum okk-
ar, hann var okkur ráðhollur í
öllu, þegar við leituðum ráða
til hans. Hans starf fyrir þenn-
an söfnuð mun lengi verða
minnst.
Nefndin tjáir ekkjum þessara
starfsbræðra, og einnig sifjaliði
þeirra, alúðarfyllstu hluttekn-
ingu í sorg þeirra. Guð blessi
minningu þeirra.
Fjármál.
Féhirðir safnaðarins mun
skýra ykkur all-ítarlega frá fjár-
hag safnaðarins. Nefndin er í
þakkarskuld við safnaðarmeð •
limi fyrir það, hve vel þeir hafa
brugðist við er nefndin hefir
leitað til þeirra um peningafram
lög; ef á annan veg hefði verið
hefði nefndin ekki getað afkast-
að því starfi, sem hún hafði hug
á að vinna. Þið hafið gjört okk-
ur verkið létt og ánægjulegt.
Við þökkum ykkur öllum fyrir
samvinnuna.
Breytingar á hitaveitunni.
f haust þegar við tókum til
starfa með endurnýjuðum kröft-
um eftir sumarið, var tekið til
alvarlegrar íhugunar þá nauð-
syn,' að til að spara eldiviðar-
kostnað þyrfti að gjöra eitthvað
við miðstöðvarofninn. Var kos-
in nefnd til að fá sérfræðinga
til að fá tillögur þeirra í þessu
vandamáli. Niðurstaðan varð
sú, að okkur var ráðlagt að
setja inn “Stoker” og einnig að
breyta til með hitunarfyrirkomu
lagið. Voru mörg tilboð lögð
fram til að gjöra þetta verk, og
eftir mörg fundarhöld og heila-
brot, var verkið gefið út. Nú
er kominn “Stoker”, sem dælir
kolum í ofninn, og. er það von
okkar, að hann spari okkur tölu-
vert árlega í peningaútlátum, þó'
ekki sé minnst á vinnu eftirlits-
mannsins. Ennfremur var svo
breytt til með leiðslur, svo að
nú er hægt að hita annan hvorn
salinn út af fyrir sig einan, eða
báða til samans, eins og þörí
gjörist. Það er von okkar, að
þessi breyting verði til hags-
muna og einnig til þæginda fyrir
söfnuðinn. Það má geta þess hér,
að ekki er farið að borga fyrir
þessi nýju tæki.
Starfsemin.
Nefndin hefir haft fundi á ár-
inu, auk þess hafa aukanefndir
haft með sér ótal fundi, og ein-
staklingar eitt miklum tíma í
ýmislegt. Forsetinn okkar hefir
verið ósérhlífinn í þágu safn-
aðarins. Samvinnan hefir verið
í bezta lagi.
Kirkjuráðið, þ. e. a. s. fulltrú-
arnir, djáknarnir, og presturinn
hafa haft einn furd á árinu.
Á þeim fundi var rætt all-ítar-
lega, hvernig hægt væri að auka
kirkjusókn. Var ákveðið að
kirkjuráðið kæmi saman aftur
eftir ársfundinn til þess að skipu
leggja þetta mál og hefjast handa
með það, að reyna að fylla kirkj-
una á hverjum sunnudegi.
Hinn vinsæli og ágæti prest-
ur okkar, séra Valdimar J. Ey-
lands, hefir verið áhugasamur
í starfinu, og hefir lagt mikið
á sig til að þjóna söfnuðinum
sem best. Safnaðarnefndin vill
tjá honum þakklæti sitt fyrir
vel unnið verk, og um leið óska,
að hann njóti blessunar guðs í
ríkum mæli.
Nefndin er þakklát hinum
mörgu deildum innan safnaðar-
ins fyrir ágæta frammistöðu
söfnuðinum til blessunar, einnig
þakkar hún einstaklmgum fyrir
margan auðsýndan vilvilja.
Bending.
Eins og ykkur er ljóst, verða
100 ár liðin næsta ár, frá fæð-
ingardegi Dr. Jóns Bjarnason-
ar. Kirkjuþingið mun koma
saman hér í júní n. k., og á þá
að halda upp á 60 ára afmæli
þess. Ef að þið lítið í kring um
ykkur og upp í mæninn, munið
þið sannfærast um. að nauð-
synlegt er að gera við “plaster”
og mála kirkjuna áður en á-
minst hátíðahöld fara fram.
Þetta þarf hin nýia nefnd að
fratnkvæma með ykkar hjálp.
Það væri hægt að telja fleira
sem nauðsynlegt er að gera, en
þar sem þessi skýrsla hefir orðið
lengri en eg ætlaðist til, læt eg
hér staðar numið. Eg bið af-
sökunar á því, ef eg hefi gleymt
einhverju, sem ætti að vera í
þessari skýrslu.
Guð blessi kirkjuna, söfnuð-
inn, prestinn og starfsemina.
Grettir Leo Johannson.
skrifari.
Blekplöntur
Mest af bleki þvi, sem notað
er nú á tímum, er samansett eftir
efnafræðilegum forrkriftum. Og
lítið af efnum þeim, sem í blek-
inu eru, eiga rót sína að rekja
til jurtaefna.
Það er all margbrotið að fram-
leiða gott blek. En í Columbia
í Suður-Ameríku vex planta, sem
framleiðir í stönglinum, sem er
ágætis blek, án þess að það sé
nokkuð fyrir því haft.
Fyrst er blekið rauðbrúnt
þegar skrifað er með því, en
dökknar fljótt og verður kol-
svart. Þetta blek kvað vera
endingargott, betra en annað
blek.
Sögur herma að þegar Spán-
verjar höfðu yfirráð yfir Colum-
bia, er þá nefndist Nýja Granada
voru nokkur áríðandi skjöl send
þaðan til Spánar. Sum voru rit-
uð með plöntubleki, en hin með
tilbúnu bleki. Á leiðinni yfir
hafið komst sjór í skjölin. Það
kom þá í ljós, að skjölin er rituð
voru með plöntublekinu héldu
sér algerlega. Það er að segja
letur þeirra hafði ekki máðst út.
En hin skjölin var tæplega hægt
að lesa.
Fyrirskipaði nú spánska stjórn
in að öll skjöl skyldu rituð með
plöntubleki “chanchi”. En ekki
vitum við, hvort þetta blek er
ennþá notað.
Nýtt um tunglið
Stjörnufræðingar síðustu alda
og þessarar hafa “slegið því
föstu”, að ekkert líf geti þrifist
í tunglinu. Það hefir verið talið
“dauð stjarna” þó að það togi
sjóinn hérna á jörðinni til sín
og valdi þannig flóði og fjöru.
En ameríski stjarnfræðingurinn
W. H. Pickering prófessor var
á öðru máli og færði sönnur á
að andrúmsloft eða gufuhvolf
væri kringum tunglið, en það
er talið frumskilyrði alls lífs.
Að vísu væri þetta gufuhvolf tíu
þúsund sinnum þynnra en jarð-
arinnar. Síðar fór enski stjarn-
fræðingurinn Robert Barker að
kynna sér kenningar Pickerings
og gaf út ritgerð um málið. Þar
segir meðal annars að jurtagróð-
ur sé á tunglinu, og verði hann
fullþroska á 14% sólarhring. En
jurtagróður er skilyrði fyrir
dýralífi og oftast fylgist þetta
að. Séu kenningar Barkers rétt-
ar væri því hugsanlegt að bæði
jurtir og dýr væru á tunglinu.
En líklega er þetta hvorttveggja
skrambi ólíkt því, sem gerist hér
á jörðu.
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson
Physiclan & Surgeon 215 RUBT STRKET
602 MEDICAL ARTS BLDG (Belnt suður af Bannlng) Talsími 30 877
SJmi 22 296 Heimili: 108 Chataway •
Simi 61 023 VlÖtalstími 3—5 ©. h.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
6 06 SOMERSET BLDG.
Telephone 88 124
Home Telephone 202 398
Fiá vini
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hrs. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Office Phone Res. Phone
88 033 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
166 MEDICAL ARTS BLDG.
Offlce Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
DR. ROBERT BLACK
Sérfræðingur 1 Augna, Eyrna, nef
og hálssjökdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 22 251
Heimasími 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO GEN. TRCSTS
BUILDING
Cor. Portage Ave. og Sniith St.
PHONE 26 545 WINNIPEÖ
EYOLFSON’S DRUG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsali
Pólk getur pantað meCul og
annað með pðsti.
Fljðt afgreiðsla.
A. S. BARDAL
848 SHERBROOK ST.
Selur llkkistur og annast um ttt-
farir. Allur ötbttnaður sö beztL
Ennfremur selur hann allakonar
minnisvarða og legsteina.
Skrifstofu talslml 86 607
Heimilis talsimi 26 444
nmei/ets
SÍMMdÍQS JBd*
PMoycaphic OifnmjatwnBt Canmdm
--T. l|>6 Dj|me.
PHONE
96 647
Legsteinar
sem skara framör
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmari
SkrifiO eftlr verOskrd
GILLIS QUARRIES, LTD.
1400 SPRUCE ST.
Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON
'bypgingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 21 455
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDG„ WPG.
•
Fasteignasalar. Lelgja hös. Ot-
vega peningalán og eldsábyrgð.
bifreiðaábyrgð, o. s. frv.
Phone 26 821
INSURE your property with HOME SECURITIES LTEÍ 468 MAIN ST. Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND EGGERTSON LðofrcéOingor 209 Bank of Nova Scotla Bldg. Portage og Garry St. Stmi 98 291
TELEPHONE 96 010 H. J. PALMASON & CO. Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEG, CANADA Blóm stundvíslega afgreidd TK ROSERY lto. Stofnað 1905 427 Portage Ave. Winnipeg.
Phone 49 469 Radio Service Specialista GIINDRY & PYMORE LTD.
ELECTRONIG Brittoh Quality — Ftoh Nettlng 60 VICTORIA STREET
LABS. Phone 98 211
H. THORKELSON, Prop. Vtnnlpeg
The most up-to-date Sound Manager, T. R. THORVALDBOJf
Equipment System. four patronage wlU be
130 OSBORNE ST.t WINNIPEG ippceciated
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. Page, Managing Director Wholesale Distributors of Fresh and Frozen Fish. 311 Chambers St. Office Phone 86 6B1. Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, fram.kv.st). Verzla I heildsölu með nýjan og frosinn flsk. 308 OWENA ST. Skrifstofustml 25 355 Heimasimi 65 463 i