Lögberg - 07.12.1944, Síða 4

Lögberg - 07.12.1944, Síða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1944 -----------iögbcrg------------------------ Gefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Uta.náskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 69 5 Sargent Ave., -Winnipeg, Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The "Lögberg” is printed and publishea by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 86 327 +■— ------------------------------------+ Viðsjár í Ottawa Síðan að aukaþingið kom saman í Ottawa,' seinni part síðastliðins mánaðar, hafa þar verið viðsjár miklar, og í rauninni allra veðra von; eins og þegar er vitað, stefndi forsætisráðherra aukaþingi til funda vegna skiptra skoðana innan vébanda báðuneytisins, varðandi aukinn liðs- styrk héðan úr landi til hermanna vorra á hinum ýmsu bardagasvæðum Norðurálfunnar. Col. Ralston, sem um langt skeið hafði veitt hermálaráðuneytinu forustu, var þá nýlega kom- inn heim úr eftirlitsferð um hinar mismunandi vígstöðvar, þar sem canadiski herinn um þær mundir einkum og sér í lagi háði hina fræki- legu frelsisbaráttu sína. Col. Raiston skýrði ráðuneytinu þegar frá, að hann á ferðalagi sínu hefði komist að þeirri niðurstöðu. að vegna mannfalls og dreifingar hersins, væri það ó- hjákvæmilegt, að senda honum allverulegt styrktarlið fyrir næstkomandi áramót; benti hann á að til úrlausnar þessum vanda, væri hæg heimatökin, þar sem að minsta kosti nokk- ur hluti landvarnarliðsins ætti að geta verið til taks nær, sem vera vildi; ekki munu skoðanir um þörfina á auknum liðsstyrk hafa verið mikið skiptar innan ráðuneytisins, þótt ágreiningur risi um það, hvernig hans skyldi aflað. Mr. King hélt sér fast við það, að sjálfboða aðfei%in hefði gefist vel; að enn væru eigi þær ástæður fyrir hendi, er svo knýjandi mættu teljast, að til annarar aðferðar skyldi gripið; hinn nýji hermálaráðherra, General McNau.ghton, var einnig meðmæltur sjálfboða aðferðinni, og taldi til þess allmiklar líkur, að takast mætti með þeim hætti að afla hæfilegs liðstyrks ef viturlega væri að farið, og fullri nærgætni yrði beitt. En því er nú svo farið með stjórnmálin, eins og svo mörg önnur viðfangsefni mannanna, að nærgætnin verður oft og einatt að lúta í lægra haldi þegar verið er að koma hagsmuna- hvötunum á framfæri. í síðustu sambandskosningum voru íhalds- menn engu síður mótfallnir herskyldu utan canadiskrar landhelgi, en Liberalflokkurinn undir forustu Mr. Kings. En hvað var um skoð- anaskiptinguna í ráðuneytinu? Nú voru góð ráð dýr; var ekki hugsanlegt að nota mætti hana að kosningabeitu? Þannig leit Toronto-íhaldið auðsjáanlega á málin, og þá var það vitanlega heldur ekkert undrunarefni þó Mr. Bracken tæki í sama streng, eftir allan þann langdregna og þjakandi, pólitíska útigang, sem hann hefir orðið að þola síðan hann skildi við garðana í Gröf. Mr. King er enginn ofstopamaður, en hugsar ráð sitt því betur; hann gerir þingi aðvart um að hann hafi með stjórnarráðssamþykkt hrund- ið í framkvæmd lagaákvæðum Nr. 80 frá þing- inu 1942, er þeimiluðu stjórninni, að kveðja til herþjónustu allan þann mannafla nær, sem vera vildi, er að dómi hennar nauðsyn bæri til, vegna stuðnings við meginherinn; þessu jafn- framt skýrði Mr. King þingheimi frá, að af landvarnarliðinu í Canda, hefði stjórnin þegar ákveðið að kveðja sextán þúsundir til herþjón- ustu í áminstu augnamiði. Áminstum tilkynningum fylgdi Mr. King úr hlaði með því að krefjast traustsyfirlýsingar af hálfu þingsins fyrir sig persónulega og ráðu- neyti sitt; að þingið með öðrum orðum féllist á, að veita stjórninni óskiptan stuðning, þannig, að hún fengi haldið uppi stríðssókn canadisku þjóðarinnar til hins ýtrasta. Þegar hér var komið sögu, myndu víst flestir hafa ætlað, að stjórnarandstæðingar, tvínefndi íhaldsflokkurinn og C.C.F., mundu hafa klappað lofi í lófa; þeir höfðu að minsta kosti fengið herskylduna, sena þeim sýndist hafa legið þyngst á hjarta. Eða var það, ef til vill, eitthvað annað, sem þeim var annara um? Var það persóna forsætisráðherrans, sem þeim var mest umhugað um að svala sér á, hvað sem stærsta stórmálinu leið? Það var engu líkara, en alt annað gufaði upp í huga þeirra eins og á stóð, en einhver skipti, og þá helzt sennilega þessi: “Ekki þenna, heldur Barrabas”. “Alt er hey í harðindum”, segir gamalt, ís- lenzkt máltæki, og í þessu tilfelli, ætluðu íhalds- menn að gera ráðuneytis ágreininginn að heyi, eða heys ígildi; þeim hefir ekki orðið kápan úr því klæðinu enn sem komið er, og verður það sennilega aldrei. Mr. King dró enga dul á það, að eins og stríðsviðhorfinu væri háttað, teldi hann almenn- ar þingkosningar svo að segja alveg fyrirvara- laust, alt annað en æskilegar; þær gætu miklu fremur haft í för með sér slíkar afleiðingar, er þjóðin yrði ekki á næstu árum búin að bíta úr nál inni með; ef nokkuð það henti, er stofnaði þjóð- areiningunni í voða, væri ver farið en heima setið; hann sagðist hafa boðið hverjum einasta og eina af ráðherrum sínum, að Col. Ralston meðtöldum, að mynda ráðuneýti ef hann tæki þann kost að segja af sér, og ekki einn einasti þeirra hefði tekði slíkt í mál; þess vegna hvíldi ábyrgðin á sér, varðandi stjórnarforustuna í landinu, þangað til að þjóðin sjálf kvæði upp dóm, sér í vil eða einhverjum öðrum, er hið lögskipaða kjörtímabil rynni út. íhaldsmenn báru fram breytingartillögu við megintillögu Mr. Kings, þess efnis, að þing og þjóð hefði tapað trausti á forsætisráðherra, og þess vegna yrði það að skoðast æskilegasta úrlausnin, að rjúfa þing nú þegar og efna til nýrra kosninga. C.C.F. þingfylking bar fram aðra breytingartillögu, er það haíði að mark- miði, að almennri herskyldu yrði umsvifalaust hrundið í framkvæmd, jafnframt því sem öll náttúrufríðindi þjóðarinnar yrðu einnig her- skylduð í þágu stríðssóknarinnar; forseti vísaði þessari tillögu frá vegna formgalla, þó vel megi vera að hún komi síðar til atkvæðagreiðslu í nýjum flíkum, eftir að hafa gengið í gegnum hreinsunareld miðstjórnar flokksins. Fyrverandi hermálaráðherra, Col. Ralston, gerði þingi og þjóð ljósa grein fyrir afstöðu sinni í langri og mergjaðri þingræðu; persónu- lega kvaðst hann hafa unað því bezt, að gegna embætt sínu áfram þar til yfir hefði lokið í stríðinu; á hinn bóginn hefði hann aldrei skoð- að það sem neitt aðalatriði; hitt væri meira um vert, að nú hefði stjórnin fallist á þær upplýs- ingar, er hann veitti henni, nýkominn heim frá sjálfum vígstöðvunum, um þörfina á nægi- legu styrktarliði við canadiska meginherinn í Evrópu; hann sagðist aldrei hafa tekið það alvarlega, að Mr. King hefði haft í hyggju að láta af embætti, og fela sér, eða einhverjum öðr- um ráðherra stjórnarforustuna á hendur; slíkt væri einnig í rauninni smávægilegt atriði; það sem réði úrslitum hjá sér væri fyrst og seinast hið eina er máli skipti, fullnægjandi styrktar- lið við meginherinn; nú hefði stjórnin sannað sér, að slíkri nauðsyn yrði fullnægt nær, sem þöi^f krefðist, og þess vegna hefði hann einsett sér, að greiða stjórninni traustsyfirlýsingu; nú setti stjórnarandstæðinga hljóða; yfirlýsing Col. Ralstons kom þeim alveg að óvörum; vona- borgirnar voru nú teknar að hrynja, ein eftir aðra, svo nú stóð ekki lengur steinn yfir steini; og nú voru þeir tvínefndu hljóðir, og hæglátir, er þeir hurfu til híbýla sinna, að loknum þess- um söguríka þingfundi. Flugmálaráðherrann, Mr. Power, sagði af sér vegna fyrirmælanna um hið nýja herútboð, og að minsta kosti þrír aðrir Liberal-þingmenn frá Quebec, lýstu yfir því, að þeir treystust eigi lengur til að fylgja stjórninni að málum; í sama streng tók Mr. Tucker, Liberal-þingmaður fyrir Rosthern kjördæmið í Saskatchewan. En þó einhverjir fleiri kunni að ganga úr skaftinu, þá bendir nú flest til þess, að Mr. King vinni glæsilegan sigur, er til atkvæðagreiðslunnar um traustsyfirlýsinguna kemur; hann er enn hinn trausti og rpðaglöggi foringi, sem sjaldan rasar fyrir ráð fram, og færist því meir í auka, sem á þolrifin reynir. Síðastliðin fimm ár, hefir canadiska þjóðin stigið mörg þung og örlagarík spor með óbif- andi sannfæringu um það, að slíkt hafi verið siðferðisleg skylda til þess að varna varanlegri fótfestu Nazistabrjálæðisins í mannheimum; hún hefir með dæmafárri hugprýði innt af hendi fórnir sínar án eftirtalna eða hiks; í þessu hefir komið fram hjá þjóðinni aðdáunarverð eining. Og því má jafnframt treysta, að þjóðin taki ekki með þegjandi þögninni neinum lævís- istilraunum, hvaðan sem þær koma og hverju nafni, sem þær nefnast, er veiki hina nauðsyn- legu þjóðeiningu, né heldur að hún sé líkleg til að fela þeim mönnum völd, er til slíks óvina- fagnaðar stofna. Hernumdu þjóðirnar Á Grikklandi er hver höndin uppi á móti annari um þessar mundir, götubardagar í Aþenu hafa orsakað nokkuð mannfall, og lánist það ekki að friða grísku þjóðina, sem allra fyrst, getur orðið um alvarlegar afleiðingar að ræða; þjóðin hefir nýlega verið frelsuð úr ránsklóm Þjóðverja; hún var því nær orðin viti sínu fjör vegna hungurs og hverskonar þjáninga af völdum hinna þýzku kúgara; og nú sýnist það vandinn mesti, að vernda þjóðina gagnvart sjálfri sér; um völdin berjast konungssinnar, eða hægrimenn, og róttækir sósíalistar, kommún- istar og hreinir og beinir stjórnleysingjar. Bret- ar hafa sent herlið inn á Grikkland til þess að reyna að koma þar á innbyrðis friði; ekki er ólíklegt, að ýmsar aðrar af hernumdu þjóðun- um hafi svipaða sögu að segja, er til þess kem- ur að koma þar á lögbundnu stjórnarfari að loknu stríði. Viðtal við Eggert Stefánsson Tíðindamaður Lögbergs varði einni kvöldvöku í vikunni sem leið í heimsókn hjá Guðmundi Stefánssyni, fyrrum glímukappa sem nú hefir um mörg ár dvalið hér í borginni, og getið sér mak- legar vinsældir. Hann, kona hans og dóttir eiga nú heima í einkar snotru og skemtilegu húsi á 1124 Dominion Street. Erindið var nú eiginlega að hitta að máli bróðir Guðmundar, Eggert Stefánsson, hinn víð- kunna söngvara, sem nýlega er kominn til borgarinar. Reyndar hafði hann litið inr.á skrifstofu Lögbergs tvisvar sinnum síðan hann kom, en þar gefst sjaldan gott næði til samtals. Nú hug- suðum vér oss gott til glóðar- innar að spyrja hann spjörunum úr, og það stóð heldur ekki á greiðum svörum. Eggert söngvari er sem mörg- um er kunnnugt íturvaxinn. Hann er frábærlega glaðlegur í viðmóti og yfir manninum öll- um og háttum hans hvílir mik- ilfenglegur höfðingsbragur. Er hann reis úr sæti til að heilsa oss, kom oss í hug: Þannig hafa víkingarnir verið útlits, nema þeir hafa ræktað skegg sitt, eða að minsta kosti látið það vaxa. Við það hafa þeir orðið enn stórfenglegri útlits. En sið- menningin og tízkan hafa nú skafið alt skegg af mönnum— svona allflestum, og þá einnig af Eggerti. Hvernig lízt þér á þig hér í Winnipeg? AlVeg prýðilega. Mér hefir aldrei liðið betur. Loftið er svalt að vísu, en sól- skinið ykkar er hressandi. Eg verð samt að fara varlega fyrstu dagana á meðan eg er að venj- ast loftslagsbreytingunni. Hvenær komstu vestur um haf? Eg kom með síðustu ferð Goðafoss til New York seinni partinn í september. Við vorum í stórri skipalest yfir Atlands- hafið. Eiginlega kom ekkert sögulegt fyrir. En slíkar ferðir eru bæði hættulegar og þreyt- andi. Fregnin um örlög skipsins á heimleið var sem reiðarslag fyrir mig, og bakaði mér mik- inn harm, eins og allri þjóðinni. Eg þekti alla skipshöfnina per- sónulega. Það er oft mjótt milli lífs og dauða. En kafbát- urinn hefði orðið á vegi okkar á vesturleið, væri eg líklega ekki hér að tala við þig. Þú hefir komið hingað vestur áður? Já, eg dvaldi hér um hríð veturinn 1923, og söng þá hér í borginni og á nokkrum stöðum út um bygðir. Síðan hefi eg dvalið langvistum í Evrópu, mest í ítaliu. ítalía er mér kær, og ítalskan er nú sem mitt annað móðurmál. Þú hefir sloppið af megin- landinu fyrir stríðið ? Já, eg komst rétt á elleftu stund frá Danzig og var farþegi á Gullfoss ■á síðustu ferð hans frá Kaup- mannahöfn til íslands, á sama hátt og eg var nú farþegi á Goðafoss á síðustu ferð hans til New York. Þú hefir líklega séð margvís- legan vígbúnað í Þýzkalandi þegar þú fórst þar um? Jú, það leyndi sér svo sem ekki hvað verða vildi. Æsingin var geysi- leg. Eg skildi bara ekkert í því hvað Hitler var mikið eftir- lætisgoð hjá þjóðinni. Hans “popularitet” er eitt af því sem reikna má hátalaranum til skuld- ar. Enginn hátalari, enginn Hitler. Ef hann hefði ekki komið til hefði Adolf Hitler ekki enn verið búinn að fá nema nokkur þúsund áhangendur, og ekkert stríð frá hans hálfu hefði getað komið til mála. Þú hefir þá dvalið á íslandi þessí síðustu ár, og séð og tekið þátt í rás viðburðanna þar? Já, síðustu árin hafa verið örlaga- rík fyrir Island og íslenzku þjóðina. En yfirleitt er óhætt að segja að þjóðin hefir staðið sig vel, og hefir þroskast á marg- an hátt. Árið 1944 verður ávalt ógleymanlegt öllum íslending- um, bæði heima og erlendis, einkum þeim sem voru heima. Það var ár áranna, árið sem kom en fer aldrei, árið sem kom- andi kynslóðir, svo lengi sem nokkurt líf er á íslandi, aldrei gleyma. Það er árið sem kom með réttlætið og frelsið til Is- lands. Eitt af merkilegustu vorboðunum í þjóðlífi íslend- inga nú, er það, hve dásamlega samstilt og einhuga allur þorri manna var um sjálfstæðismálið. Var nokkuð tekið eftir áhuga okkar Vestur-Islendinga heima í sambandi við það mál? Já, eg held nú það. Það var þjóð- inni mikið fagnaðarefni að finna þann il, ræktarsemi til ættjárðarinnar og eindregna á- huga sem saipkomur ykkar vestra báru vott um í því máli. Og fulltrúinn ykkar, hann Dr. Beck, var alveg ágætur. Hann kom allstaðar prýðilega fram, flutti snildar ræðu á Þingvöllum og við ótal tækifæri önnur. Hon- um var líka tekið með kostum og kynjum allstaðar, bæði vegna hans sjálfs, en ef til vill frekar vegna þess að hann var full- trúi ykkar Og talsmaður. Eg vona að honum hafi tekist, er hann kom vestur aftur, að túlka hug heimaþjóðarinnar gagnvart ykkur, hversu hún vildi fegin hafa faðmað ykkur öll að sér á þessu stærsta augnabliki í sögu sinni. Þú hefir náttúrlega fengist við hljómlist heima þessi síðustu ár? Já, eg hefi gefið mig nær því óskiftan að því starfi, en auk þess fengist nokkuð við ritstörf. Eg gaf nýlega út safn að ritgerð- um um ýms efni og nefndi “Fata Morgana,” eða Hyllingar. Ritið kom út í 200 tölusettum eintökum, og seldist á svip- stundu, og er n ú ófáanlegt. Einnig samdi eg Óð til Ársins 1944, sem eg las fyrir Ríkis- útvarp Islands 1. jan. 1944. Því erindi var tekið ágætlega um land alt. Ef til vill les eg eitt- hvað af þessu fyrir ykkur hér í Winnipeg seinna. En sönglistin er samt þitt á- hugamál nú sem fvr ? Jú, vissulega. Eg hefi grafið upp gömul sálma og þjóðlög frá miðöldunum, sem flestir nú- tíma menn þekkja nú ekki leng- ur. Eg hefi sungið þessi lög víðsvegar út um heiminn. Eg álít að íslenzka þjóðin eigi \ þessum fornu sálmum og þjóð- lögum dýrmætar perlur sem hver listrænn maður ætti að þekkja. Það þykir vafalaust ýmsum fróðlegt að heyra að þessi gömlu íslenzku lög eru raddsett af serbneskum tónlaga- smið, dr. Victor von Urbands- son. Þú hefir sungið þessi lög á Islandi, eða er ekki svo ? Jú. dr. Urbandsson og eg ferðuðumst víða um ísland, og eg söng þessi lög í kirkjunum. Þau vöktu alstaðar hrifningu— Biskupinn, já, hann var nú ekki lítið hrifinn af heimsókninni til ykkar í fyrravétur,—hann lagði blessun sína yfir þetta starf okkar, og ýmsir helztu prestar landsins skrifuðu mér ljómandi bréf, og fóru mörgum orðum um það þjóðlega menn- ingarstarf sem þeir töldu í því fólgið að kynna þjóðinni á ný þessa gömlu gleymdu gimsteina hljómlistarinnar. Fáum við Winnipegbúar að heyra þessi lög hjá þér ? Já, eg held það nú. Eg ætla að halda hljómleika í Lútersku kirkjunni hér í bænum á mið- vikudaginn 13. desember, kl. 8.30. Ungfrú Snjólaug Sigurð- son verður mér til aðstoðar við hljóðfærið. Við byijum að æfa okkur á mánudaginn. Það hefir orðið mér mikið ánægjuefni að kynnast jafn ágætri hljómlistar- mær eins og ungfrú Sigurdson er. Eg tók eftir því strax í Lútersku kirkjunni á sunnu- dagskvöldið var, hve innileg og næm túlkun hennar er, og hins sama hefi eg orðið var vjð æfingar okkar. Ætli nokkur hér kanmst við þessi erindi eða lög ? Það má mikið vera, ef sumt af eldra fólkinu kannast þar ekki við gamla kunningja. Islending- ar sungu þessi lög öldum saman, og eitthvað mun hafa eymt eftir af þeim í æsku þeirra sem nú eru aldraðir. Þetta eru lög eins og t.d. “Af ást og öllu hjarta.’’ “Guðs almáttug dóttir dýr,” til okkar komið úr kaþólskum sið. og “Tunga mín,” og “Nýjárs- bæn” Hallgríms Péturssonar. Þú syngur væntanlega eitt- hvað af lögum Sigvalda læknis Kaldalóns, bróður þíns, líka ? Já, eg syng mörg lög eftir hann. Hann er altaf að semja lög, og má gera ráð fyrir að ýms þeirra hafi ekki heyrst hér vestra áður. Er hér var komið samtalinu, var langt liðið á kvöldvökuna, og húsfreyjan bar fram kaffi og rausnarlegar veitingar að ís- lenzkum sið, sem enn helzt við í Winniþeg. Var nú spjallað um landsins gagn og nauðsynjar fram undir miðnætti. Eggert söngvari er fróður maður, á- kveðinn í skoðunum sínum, mikill áhugamaður um mörg mál, og umfram alt brennandi ættjarðarvinur. Við kvöddum þetta góða fólk með kærleika og hlýju þakklæti fyrir ánægjulega kvöldstund, en hyggjum gott til 13. desember. Coálly mistakes In Preparing Poultry for Market An unusual but fortunate situation has devoloped this season in the Canadian poultry trade; this may be costly or profitable to the farmer accord- ing to how he prepares his poultry. We have a much larger quant- ity of poultry than usual, part- icularly chickens and fowl, and a big demand from the United States Army for the higher grades properly prepared. About fifteen million pounds have al- ready been bought, over two million pounds have already been shipped from Winnipeg alone and hundreds og thousands of pounds weekly are still to go. In Manitoba at least, the birds before killing are mostly good birds. But there are far to many badly killed and badly prepared individuals which must on this account be graded low and bring a low price—and in- spectors certificates are neces- sary on carlots going into inter- provincial and export trade. Both in the United. States and in Canada there are difinite government regulations under which inspectors must operate. The standards in the two countries are very similar, but for the United States market the birds must be singed. and the heads wfrapped, while in Canada singeing ar.d wrapping of heads are permdtted but not required. The most common defects, ’as indicated in the advertisemént of the Manitoba Dcpartment of Agriculture, are simple anes. Blood in the mouth; dirty feet; foul vents; imperfect plucking. These are all quicklv and easily corrected immediately after the bird is killed, but same of those definitely tend to disfigure the carcass; therefore certificates must be withheld where these defects are present. Kona nokkur gaf presti sinum eitt sinn plokkfisk að borða. Presti geðjaðist mæta vel að þessum rétti og hafði orð á því, hve ljúffengur hann væri og vel tilreiddur.. Þá sagði konan: — Mínar hafa gemlurnar gegn um hann gengið. Presturinn misti lystina.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.