Lögberg - 07.12.1944, Síða 5

Lögberg - 07.12.1944, Síða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1944 5 ÁHLGAMAL LVENN/4 Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Þaettir um mataræði Miðdegisverður skólabarna. Mörg skólabörn báa svo langt frá skólum sínum að þau verða að taka nesti með sér og neyta miðdegisverðar í skólanum. Flestar mæður reyna vitaskuld að búa út börn sín með eins gott nesti og kringumstæður leyfa, en oft er það þó, að maturinn, sem börnin borða í skólanum er kaldur og ólystugur og full- nægir ekki næringarþörf þeirra. Hann er þá að rnestu leyti “sandwiches” búnar til úr hvít- brauði og svo einhver tegund af sætbrauði. Stundum hafa börn- in heitan drykk í thermos flösk- um og það er ákjósanlegt, en oft hafa þau til drykkjar, pela af kaldri mjólk eða þá aðeins drykkjarvatn skólans. Hvað mörg börn geta með sanni sagt: Pa warms the milk for the little calf, Ma heats the milk for the chicks, They both eat a hot meal at noontime too, But my lunch is as cold as bricks? Á veturna, er það sérstaklega áríðandi, að börnin fái eitthvað heitt að borða um iniðjan dag- inn til þess að hressa líkamann og stuðla að góðri meltingu, Barnið verður að borða einn þriðja af þeirri fæðu sem það þarfnast daglega, um miðjan daginn. Ef sú fæða sem það neyt- ir þá er yfirhlaðir af sterkju (starch) ríkum og sætum mat er hætt við því, að barnið geti ekki bætt upp fyrir skortinn á hinum fæðuefnunum, við kvöldverðinn. Hinni daglegu næringarþörf barnsins er því ekki fullnægt. Barn, sem ekki fær fullnægt næringarþörf sinni verður skap- vont, tapar áhuga fyrir lærdómn- um og hefur litla sinnu á leikj- um. Líðan mannsins er mikið und- ir því komin hvað hann borð- ar. Ef að börnin fá hina réttu fæðu, framreidda á sem beztan hátt, verða þau hraust, ánægð og full af fjöri og mótstöðuafl þeirra gegn sjúkdómum eykst. Þeim mun ganga vel við lærdóminn og þau munu taka kappsamlega þátt í leikjum skólans. Stjórnarvöld Canada og Banda ríkjanna leggja nú mikið kapp á að bæta heilsufar þessara þjóða. Mikilvægasta sporið í þá átt eru tilraunir, til þess að bæta matar- æði almennings. í þessum þátt- um um mataræði, hefur þegar verið skýrt að nokkru frá við- leitni Canada stjórnar í þá átt að gefa almenningi kost á heil- næmu brauði — Vitamin B brauði (Canada approved). Stjórnarvöldin leggja núN mikla áherzlu á það að reyna að bæta miðdegisverð skóla- barna. Bandaríkjastjórn veitir skólum styrk til þess að bæta þessa máltíð barnanna og það reynist vel. Canada stjórnin hefir nú tekið þetta mál til at- hugunar og Canadian Council on Nutrition er nú að gera rann- sóknir þessu viðvíkjandi. Efst á dagskrá hjá Manitoba Council on Nutrition er mið- degisverður skólabarna. Red Cross samtökin í Manitoba vinna að þessu máli í samráði við heilbrigðis- og mentamála deild- ir fylkisins og hefur Miss Marjorie Guilfotd, nutritionist, verið skipuð til þess að skipu- leggja þessa starfsemi í sveita- skólum Manitoba fylkis. Hún hefur nú í haust heimsótt for- eldra og kennara í Rockwood sveitinni til þess að vekja áhuga þeirra fyrir þessu mikilvæga málefni. I næsta blaði munu birtar upp- lýsingar um það, hvernig hægt sé að gefa börnum heitan mið- degisverð í skólunum. ♦ Fyrirspurnir Spurning: Því er þess ekki krafist að alt hvíthveiti sé Vita- min B hvíthveiti (Canada appr- oved)? Svar: Lýðræðið byggist á rétti einstaklingsins til þess að velja og hafna. Neytendum eru gefnar upplýsingar um óheil- næmi hins venjulega hvíthveitis svo þeir velji til neyzlu, Vitamin B hveiti og brauð (Canada approved). Sumir malarar og bakarar hafa veitt stjórninni stuðning í því að koma hinu heilnæma hveiti og brauði a framfæri, aðrir hafa skorist úr leik. Ef að eftirspurn almenn- ings eykst, munu allir malarar og bakarar sjá sinn kost vænst- an að framleiða hið fjörefnaríka hveiti og brauð. Spurning: Er nokkur vandi að baka úr Vitamin B hveiti (Can- ada approved)? Svar: Nei. Brauðgerðarhús víðsvegar í Canada búa til brauð og ajlar tegundir af sætbrauði úr þessu hveiti. Margar húsmæð- ur nota einungis þessa tegund hveitis við bakstur. Spurning: Skemmist tomato safi ef hann er geymdur, yfir nótt, í opnu íláti? Svar: Já. Ef tomato safi er geymdur í opnu íláti missir hann nokkuð af fjörefna krafti sín- um, en tomata safi er ríkur af Vitamin C. ♦ Rafmagnslampar og silkikjólar. Það er alkunna, að nú er marg- falt meira notað í heiminum af gerfisilki svonefndu (rayon) en ekta silki, sem unnið er úr þræði silkiormsins. Gerfisilkið er marg- falt ódýrara en ekta silki, enda er hið fyrnefnda unmð úr timbrí, eða réttara sagt trjákvoðu, sem teygð er í hárfína þræði, er síð- an eru spunnir í silki. I gerfi- silkinu eru alveg samskonar efni og í pappír. Það var í byrjun fyrri styrjaldar, sem fyrst var farið að framleiða gerfisilki. Þeir sem það gerðu studdust við til- raunir, sem enski eðlisfræðingur- inn Sir Joseph Swan gerði um 1870. Hann var fyrsti maðurinn sem reyndi að teygja þræði í trjákvoðu, en því fór fjarri, að hann ætlaði sér að búa til silki. Hann ætlaði að reyna að nota þræðina í rafmagnslampa. Og þessum tilraunum hans á kven- fólkið að þakka, að nú getur það eignast silkikjóla fyrir skaplegt verð, því að ef Swan hefði ekki notið við væri gerfisilkið líklega ófundið enn. Konur, sem aldrei ætiu að giplasl. Konur, sem aldrei ættu að gifta sig, eru: Sú kona, sem stærir sig af því, að hún kunni ekki að falda klút, hafi aldrei á æfi sinni búið um rúm, og að hún hafi enga hugmynd um, hvernig sjóða skuli súpu í potti, eða kartöflur. Sú kona, sem heldur vill láta að hundi eða ketti og gera gæl- ur við þá, heldur en við barn. Sú kona, sem helzt vill breyta húsbúnaði sínum árlega. Sú kona, sem aldrei fær nóg af skemmtunum og ekki kærir sig um, hvað þær kosta, eða þekk ir gildi peninganna á neinn hátt. Sú kona, sem heldur vill deyja, en fylgja ekki tízkunni. Sú kona, sem heldur að menn skiptist í tvo flokka: Engla og ára. Sú kona, sem álítur að heimil- ið og stjórn þess eigi að öllu leyti að vera falin í hendur vinnu- fólkinu. Sú kona, sem kaupir smáhluti og myndir til þess að láta standa á borðum og hyllum í daglegu stofunni, en fær lánuð eldhús- gögn hjá nágrannakonunum. Dagur, Akureyri. Rauðskinna V. Rauðskinna V. Sögur og sagnir. Safnað hefir Jón Thorarensen. Reykjavík 1944. ísafoldarprentsmiðja h. f. Ýmsir fást nú við söfnun þjóðsagna og alþýðufróðleiks, og hefir mikið verið gefið út af slíku tagi hin síðari árin. Kenn- ir þar margra grasa, og verður naumast annað sagt, en að sumt sé harla bragðdauft og veiga- lítið. Bækur um þjóðleg fræði virðast seljast vel og er gott til þess að vita. En nokkuð fast mun nú á það lagið gengið, með prentun margvíslegs fræða tínings, sem naumast getur tal- ist mikill bókmentalegur feng- ur. Má þó raunar segja, að varla komi út kver um þessi efni, sem sé svo alls vesælt, að hvergi g'eti þar að líta einhverja menningarsögulega mynd, þótt í smáum stíl kunni að vera. Maður skyldi halda, að ekki þyrfti að verða mikill söknuður hjá landslýðnum, þótt eitt þjóð- sagnasafn lognaðist út af í miðj- um klíðum, þegar tvö eða fleiri rísa jafnan upp í staðinn. Eng- inn efi er þó á því, að margir munu hafa saknað Rauðskinnu séra Jóns Thorarensen, og þótt miður farið, ef dagar henn- ar væru taldir. Hefir naumast verið gefin út þekkilegra og vinsælla þjóðfræðarit hin síð- ari árin, nema þá helst Grá- skinna, meðan hún lifði. — 1 sumar voru full fjögur ár síð- an Rauðskinna lét síðast á sér bæra, og var því nokkur ástæða til að ætla, að dagar hennar væru taldir. En nú er hún kom- in á kreik að nýju, og munu margir hyggja gott til þess. — Hefir ísafoldarprentsmiðja ný- lega sent frá sér fimta hefti ritsins, eða annað hefti annars bindis. Allmargir munu hafa lagt sögur af mörkum til hinnar nýju Rauðskinnu. Má þar eink- um nefna Böðvar Magnússon, hreppstjóra á Laugarvatni, Ólaf Briem, magister frá Stóra-Núpi, Þórð Kárason á Litla-Fljóti, Jósef J. Björnsson á Vatnsleysu, Svein Sveinsson frá Hólmaseli og dr. Símon Jóh. Ágústsson. Hefir safnandi sjálfur, eða rit- stjóri, skráð fátt eitt af því, sem í ritinu er, og saknar maður þess. Kann hann vel með söguefni að fara, ritar hressilegt mál og nær stundum hinum þagnþrungna og litúðga þjóðsagnastíl. Þó munu flestum þykja sá missirinn mestur, að þær systur, Ólína og Herdís Andrésdætur, skuli nú ekki lengur segja sögur. — Prýddu þær mjög fyrri hefti Rauðskinnu, með fróðleik sín- um og sjaldgæfri frásagnar- gáfu. Er því ekki að leyna, að varla stendur hin nýja Rauð- skinna jafnfætis sumu því, sem áður var komið af ritinu, þótt enn sé margt vel um hana. — Hér mun ekki fjölyrt um ein- stakar frásagnir. Þarna er fjöldi sagna um drauma, spár og fyrirburði, en fátt nýjunga, að því er þjóðtrú snertir. All- mikið rúm skipar persónusaga. Eru þar einna veigamestar frá- sagnir dr. Símonar Póh. Ágústs- sonar, frá Jóhanni skyttu og Þorsteini í Kjörvogi, einkum hin síðarnefnda. Þá munu ýms- ir lesa með athygli langt og ein- kennilegt bréf um “sögu og dul- speki”. Er það dagsett í Lund- únum 4. maí 1921, og ritað til Ásgeirs Sigurðssonar aðalræð- ismanns Breta á Islandi. Höf. er enskur maður, og kveðst hann vera afkomandi íslenzkr- ar konu, sem sjóræningjar frá Algier hafi numið á brott í lok 17 aldar! Eftir 19 ára ánauð í ‘^Barbaríinu”, átti konunni að hafa verið bjargað Gerði það breskur liðsforingi, sem kvong- aðist henni síðan. Nú kvaðst þessi afkomandi hinnar ísl. konu hafa lagt mikla stund á austurlenska dulspeki, og komist í því sambandi að merkilegum niðurstöðum um ísiand og fram- tíð þess. — Er bréfið allt hið furðulegasta, og skal hér enginn dómur á það lagður. Gils Guðmundsson. Mbl. 10. sept. Fréttir frá Vancouver, B.C. 1. desember, 1944. Herra ritstjóri: Daglega eru blöðin að flytja okkur fréttir um frost og snjóa í austurfylkjunum, en við höfum ekkert af því að segja hér á vest- urströndinni. Við aðeins sjáum snjóinn á fjöllunum í kring, og nokkrum sinnum hefur verið héla á jörðinni á morgnana. Þeg- ar eg lít út á götuna þá sé eg fólkið streyma fram og aftur og flest af því er létt klætt og marg- ar stúlkurnar eru í “Bobby Socks” og sumar eru berfættar í skónum “upp í móðinn”, eins og um hásumar. Þó er 1. des., í dag. Eins og auglýst var hafði kvenfélagið “Sólskin”, sína ár- legu skemtisamkomu og íslenzka máltíð í Svenska samkomusaln- um á Hastings og Clark Drive, 15. nóvember. Komu þar saman um 250 manns. Borð voru sett svo 200 manns gætu setið til borðs í einu. Á skemtiskránni var íslenzki söngflokkurinn, sem skemti með söng bæði á ensku og íslenzku undir stjórn söng- stjórans, H. L. Thorlákson. Mr. Stefán Sölfason aðstoðaði við hljóðfærið. Ung stúlka söng tvo einsöngva, var mér sagt að hún héti Miss Johnson, móðir hennar spilaði undir á píanóið. Próf. Oleson, sem kennir við British Columbia Háskólann, hélt ræðu. Próf. Oleson kom hingað í haust frá Winnipeg, til að taka kennara stöðu hér við háskólann. Hann er uppalinn í Glenboro, Man. Hann er nú þegar orðinn vel kunnur fyrir ritstörf sín, er koma hans hingað, stór groði fyrir okk- ar félagsskap. Öllu á dagskránni var tekið með fögnuði og fjör- ugu lófaklappi. ■ Það hefur enginn orðið fyrir neinum vonbrigðum með veizlu- haldið, því þar var bæði marg- réttað, og nægilegt var eftir er allir höfðu matast. Um kl. 10, var byrjað að dansa. Hljómsveitin, sem spilaði fyrir dansinum, var frá “Music Studio” Bjarna Frið- leifssonar. Mrs. Le Messurier stýrði samkvæminu. Sjálfsagt hafa nokkrir aðkom- andi gestir verið á þessari sam- komu, en eg þekti ekki neina af þeim, nema Mr. og Mrs. Sig- urð Sigurðsson, verzlunarstjóra frá Calgary, Alta. Hafa þau hjón um nokkur undanfarin ár, tekið sér skemtitúr hingað á hverju sumri. Voru þau hér í tvær vik- ur, og eina viku í Seattle. Þar sem tveir bræður Sigurðar eru búsettir. Skemtu þau sér bæði vel á samkomunni Þau hafa ekki átt lán á því að vera hér í eins fjölmennu samsæti og þetta var. Islendingum hér í borginni er óðum að fjölga. Dr. P. Guttormson, er kominn frá Montreal, þar sem hann er búinn að vera í átta mánuði, við framhaldsnám í skurðlækn- ingum. Er Dr. Guttormson farinn aftur að sinna lækna störfum á sömu skrifstofu og hann hafði áður í Mediacl Dental bygging- unni. Mrs. Guttormson, sem hafði verið um tíma í Montreal, kom til baka á undan lækninum, og heimsótti kunningja sína og vinafólk í Ottawa og fleiri stöð- um á heimleiðinni. Islenzkur læknir settist hér að nýlega, er það Dr. A. W. Holm. Hann er ungur lænir, sem útskrif aðist frá Manitoba háskólanum fyrir sex árum síðan. Var hann um nokkurt skeið læknir við St. Joseph spítalann í Victoria, og síðan í Powell River um nokkur ár. Skrifstofa hans er 609 í Medical Dental byggingunni. íslenzka félagið' “ísafold” hef- ur auglýst að það hafi jólatrés- samkomu í fundarsal sínum og dans á eftir, þann 18. des., í Svenska samkomusalnum á Hastings og Clark Drive. Allir eru velkomnir. Magnús Elíasson Nú hverar og sýður í öllum pólitískum pottum hér, því borg- ar kosningar eru í nánd. Einna best mun sjóða í potti C.C.F. flokksins, enda spara þeir ekki að kynda undir. Þeir hafa í allri alvöru sagt auðvaldinu stríð á hendur, og já-bræður þeirra, sem nú hafa völdin í bæjarstjórninni. Einn af þeim, sem sækir um kosn ingu undir merkjum C.C.F. er íslendingur, Magnús Elíasson. Allir, sem þekkja Magnús vita .að hann er hæfileikamaður, sem mun standa vel í stöðu sinni, ef hann nær kosningu. Hann er eins og allir flokkshræður hans, ákveðinn umbótamaður, sem mundi ætíð styðja öll þau mál- efni, sem væru í almennings hag. Vonandi er að sem flestir landar geti gefið honum atkvæði sín. Það væri í frásögur færandi ef við getum komið íslending í bæjarstjórnina í Vancouver, eins fámennir og við erum ennþá sem komið er. S. Guðmundsson. Skagfirðingar koma sér upp héraðsskóla Viðtal við séra Gunnar Gíslason I vetur mun verða starfræktur héraðsskóli í Varmahlíð í Skaga- firði. Er æltunin að reisa þar skóla- hús svo fljótt sem tök eru á og starfrækja þar héraðsskóla í framtíðinni, með líku sniði og samskonar skólar annars- staðar á landinu. Skólastjóri hefir verið ráðinn séra Gunnar Gíslason prestur að Glaumbæ. Tíðindamaður Vísis hitti séra Gunnar sem snöggvast að máli og spurði hann um tildrög og tilgang þessa nýja skóla Skag- firðinga. Séra Gunnar kvað það lengi hafa verið hugðarmál hér- aðsbúa, að koma á fót héraðs- skóla, þar sem margir Skagfirð- ingar og aðrir gætu menntazt. Hefir í nokkur ár verið gert ráð fyrir skóla þessum á fjár- lögum, svo að Alþingi hefir þeg- ar lagt blessun sína á skóla- stofnun þessa, en vegna ýmissa orsaka hefir skólinn ekki verið starfræktur fyrr en nú í vetur. Frumkvæðið að skólastofn- uninni hafa aðallega átt þeir menn, sem nú skipa skólanefnd, en það eru þeir Sigurður Þórð- arson, alþm., formaður, Pét- ur Hannesson, sparisjóðsstjóri, Sigurður Sigurðsson sýslumað- ur, Jón Jónsson bóndi Hofi og Ólafur Sigurðsson bóndi Hellu- landi. Skólinn verður í vetur starf- ræktur í samkomuhúsinu í Varmahlíð, en það hús er eign Varmahlíðarfélagsins. Kvað séra Gunnar að vísu gott að fá inni fyrir skólann þar, en húsakynn- in hinsvegar væru þar mjög af skornum skammti og hefði af þeim orsökum þurft að tak- marka nemendafjölda í vetur við 20 nemendur. Er ætlunin þegar fram sækir að reisa þarna nýtt skólahús og er það hið mesta nauðsynjamál, þar eð sennilegt er, að miklu fleiri myndu sækja skólann, ef húsrými væri nægi- legt. í vetur mun kennslu í skól- anum verða hagað þannig, að kennd verða þau fræði, sem kennd eru í 1. bekk gagnfræða- skólanna, með það fyrir augum, að þeir, sem skólann sækja, geti tekið próf upp í 2. bekk þessara skóla. í framtíðinni mun kennsl- unni hinsvegar verða hagað með líku sniði og tíðkast í öðrum hér- aðsskólum landsins. Húsmæðraskóli hefir verið starfræktur í Varmahlíð undan- farna vetur, en verður nú lagður niður, vegna hins nýja skóla- halds. Að lokum kvað séra Gunnar Skagfirðinga tengja miklar von- ir við staðinn Varmahlíð og hinn nýja skóla þar og vænta þess, að þar rísi upp virðulegt mennta setur. Vísir 36. sept. “BANDARÍKJAMENN ÆTLA EKKI AÐ STÆLA HITLER” Ditroit Free Press birti 29. ágúst ritstjórnargrein um ísland, segir þar meðal annars: “Með fáum velvöldum orðum vísaði Vilhjálmur Þór, á bug þeim áróðri, sem hafður hefir verið í frammi um að Banda- ríkin héldu þeim bækistöðvum, sem þau hafa nú á íslandi. Oss voru látnar þessar bæki- stöðvar í té með því skilyrði að “þegar er núverandi hættuástand í milliríkjaskiftum er lokið, verði allur slíkur her og sjóher kall- aður heim.” íslendingar vænta þess að vér stöndum við þessa skuldbind- ingu. Það munum vér gera. Bandaríkjamenn hafa sem þjóð ekki tilhneigingu til að stæla Hitler.” Mbl. 12. sept. Nýr skrifstofumaður við hús- bóndann: — Það er kona í símanum — Hver er það og hvað vill hún? — Eg veit það als ekki, hún sagði bara: Ert það þú, asninn þinn. — Ó, það er konan mín, sem vill fá að tala við mig. Mother and Son Where is may dad — o, mother dear! is he in France or Rome? And when the war is over — ma! won’t he be coming home? Your dad is in the wilderness, — There is an humble tomb — He went a way to fight and die! and is not coming home. S. B. Benedictsson.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.