Lögberg - 07.12.1944, Page 6

Lögberg - 07.12.1944, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1944 31. KAFLI Dóru, mót allri von, var farið að líða betur. Blóðhitinn var minkaður, og 'lífi hennar var borgið. Fyrstu umskiftin til bata virtust stafa af komu Richards tll hennar. Eftir lát Rósu, sem skeði um sólsetursieitið daginn sem Therese kom til hennar, kom Rich- ard til að vitja um systir sína, og undir eins og hún heyrði málróm hans, varð hún rólegri, því nærvera hans vakti hjá henni nýja til- fynningu ástar og friðar. Theresa sagði Horst, strax og hann var fær um að hlusta á hana, og allt sem Rósa sagði henni. Fyrst í stað átt hann bátt með að trúa því, sem hans gamla og trúfasta vinkona hans sagði honum, því hann hjelt, að það, sem Rósa sagð henni hefði verið óráðs tal, en að síðustu tókst henni að sannfæra hann um, að Rósa hefði verið með fullri rænu. Þegar Theresa var búin að segja honum um afstöðu Richards, sýndi hann bæði undrun og hluttekningu. Horst sagði fátt, en Theresa sá hve honum gekk til hjarta það sem hún sagði. Það var við sjúkrabeð Dóru, er læknirnn hafði lýst því yfir að hún væri úr hættu, að Horst sá framan í hið bleika óg alvarlega andlit Richards, og sagði: “Viltu rjetta mjer hendina? Eg hefi gert þér stórlega rangt til, og breytt óréttlállega gagnvart Dóru. Mér er áhugamál að bæta fyrir það, ef mér endist aldur til þess.” , “Gerðu Dóru hamingjusama, þá er eg meir en ánægður,” svaraði Richard. Þeir tókust í hendur og með því handtaki innsigluðu þeir sína #lífstíðar vináttu. Dóra hresftist smátt, en fór hægt. Allri yfirheyrslunni um dauða Júlíus Sittard og lác Rósu, var haldið leyndu fyrir henni. þar til allt var um garð gengið, sömuleiðis hvernig Horst bjargaði henni. Hún vissi ekkert um það en- þá, þar til að Horst ásamt Richard einn dag, er hún var komin til heilsu, kom Theresa til hennar og sagði henni hvað hafði skeð. Richard hafði flutt þaðan sem hann var, og leigði sér eitt herbergi. Horst vildi fá hann til að vera í sínu húsi, en Richard vildi vera einn sér. Það var eitt sumar kvöld að Horst og hann voru saman í herbergi. “Eg hefi gert nokkuð sem eg verð að biðja þig fyrirgefningar fyrir,” byrjaði hann að segja.. Richard horfði spyrjandi á hann. “Eg hefi verið hjá síðustu vinnuveitendum þínum.— Þeim herrum þykir mjög fyrir að þeir skyldu hafa ásakað þig og fengið þig dæmdan.” Richard þaut uppúr sæti sínu, og sagði í talsverðri æsingu : “Þú hefur þó ekki brugð- ist trausti jómfrú Sandon—” “Vertu ekki svona óstiltur, vinur minn,” sagði Horst rólega, “Eg hef ekki nefnt nokkur: nafn. Eg sagði þeim, eins og var, að mann- eskja—sem eg nefndi ekki— hafi á dauða stundinni viðurkent að vera sek um þessa yfirsjón sem þú varst dæmdur fyrir.” “Og hvað sögðu herrarnir—?” spurði Richard og horfði byrst á Horst. .Auðvitað trúðu þeir þér ekki?” “Jú, kæri vinur minn, þeir trúðu mér. Þeir gátu ekki anað. Og þeir biðja ásamt mér, að þú leyfir að þetta mál verði tekið fyrir aftur.” “Nei, til þess gef eg aldrei mitt samþykki. Það gæti orðið til þess að setja svívirðingarblett á nafn konunnar minnar í gröfinni. “Hún hvílir í friði, laus við allt illt,” svaraði Horst, alvarlega. Heldurðu ekki Richard, að ef hún væri hér að hún mundi ekki óska þess, að þú værir frýjaður frá öllum misgrun ?” “Það gæti skeð, en í þessu tilfelli vil ég láta allt sitja við það sem er,” svaraði Richard ró- lega. “Nei, eg tók skömmina á mínar herðar, og hugsa ekki til að velta henni af mér. Eg hef úttekið straffið, er það ekki nóg,” Horst hrist höfuðið. “Álíturðu ekki að nafn þitt og æra sé einhvers virði?” “Ekki mikils,” sagði Richard með einkenni- legu sársauka brosi. “Hvaða æru get eg yfir- leitt notið, undir nafni sem mínu?” “Þú gætir breytt aftur um nafn.” “Nei, við Dóra höfum þegar fengið að kenna nægilega hart á því, hr. Harkort.” “En þetta getur þó ómögulega haldið áfram að vera svona, eins og það er. Og ef ekki þín vegna, þá Dóru—” “Systir minni er það alveg sama, hún hefur ávalt treyst mér.” “En vinir Dóru hafa kannske ekki eins mikið traust á þér. Það yrði fyrir okkur öll enda- laus kvöl að heyra aðdróttanir um þig og þinn karaktér, sem við hefðum ekki tæki til að slá niður með.’ “Þú gleymir því altaf, að þetta sem þú með því frjíjar mig við, kastar skugganum á konuna 4' mína.” “Jæja, eg skal hugsa þetta mál betur,” sagði Horst. “Umfram allt, vil eg ekkert gjöra, sem gæti sært tilfinningar Dóru, þó mér sé full alvara um, að þú lifir ekki lífi þínu undir þessari siðferðis byrði. En nú hef eg annað, og þægilegra málefni að tala um við þig. Síð- asti vinnuveitandi þinn ásakaði sig mjög fyrir fljótfærni sína og yfirsjón, sem þú leiðst fyrir, og býður þér hverjar helzt skaðabætur sem þú vilt þiggja, og þeim er mögulegt að veita.” “Það er mjög fallega gert af þeim herrun- um,” svaraði Richard stillilega, “en eg bið þá um engar skaðabætur.” “Þeir bjóða þér góða stöðu í félagi sínu.” “Sem mér er ómögulegt að þiggja. Ellegar— eg veit ekki, hvort eg á að segja þeim það.”— Horst fann að það var erfitt að jafna sakirnar við Richard—“Þeir töluðu um að setja til síðu peninga upphæð handa þér, svo þú gætir byrj- að á einu eða öðru, sem hugur þinn hneigðist að—” “Þú getur ofur vel skilið,” svaraði Richard með þunglyndislegt bros á andlitinu, “að eg get ekki þegið boðna peninga.” “Viltu þá ekki þiggja stöðu í skrifstofunni minni?” “Mér finst að það spursmál hafi fyrir löngu síðan verið útrætt. Sama ástæðan sem þá var í vegi, er þar ennþá.” “Eða verzlunarfélagið í Glasgow sem eg þá benti þér á ?” ' Richard hristi höfuðið. “Segðu mér þá í guðanna ‘bænum, hvað þú hyggst að taka þér fyrir hendur !” sagði Horst, sem hafði nú mist þolinmæðina. Allt í einu datt honum nokkuð í hug. “Peninga föður þíns; en eg hélt—” “Allir hans peningar, til síðasta eyris, skulu ganga til skuldheimtumanna,” bætti Richard við, “í því hefur þú rétt fyrir þér. Það er huggunin í allri þessari harma sögu.” “En hvað ætlarðu þér þá að taka fyrir, ef þú vilt ekki þiggja neins manns hjálp ?” “Þvert á móti, ek ætla að biðja þig. að hjálpa mér,’ sagði Richard. “Og með þinni hjálp Hr Harkort, að koma í framkvæmd því áformi sem eg hef helgað framtíð mína.” “Mér finst vera kominn tími til þess, Rich- ard, að þú skoðir mig sem bróðir þinn,” sagði Harkort, með ofulitlum sársauka í rómnum; “þetta ‘Hr. Harkort’ geturðu vel hætt við að brúka.” “Þakka þér ynnilega; það vil eg með ánægju gera. Eg vil nú strax á bróðurlegan hátt, not- færa mér góðvild þína,” sagði Richard, bros- andi, “því eg hef í hyggju að biðja þig hjálpar.” “Það er mér sönn ánægja. Hvað get eg gert fyrir þig ?” “Eg skyldi vera þér mjög þakklátur,” byrj- aði Richard, hikandi, “ef þú vildir lána mér fimtíu pund sterling. Mér þykir leitt að þurfa að segja, að eg er í svolitlum skuldum—” “Góði vinur minn, þú getur fengið fimm hundruð pund ef þú vilt.” “Þakka þér kærlega fyrir; fimtíu pund er mér nóg. Eg skal borga það smátt og smátt; get ekki borgað það í einu.” “Eg vona, að þú látir þér ekki detta í hug að borga það. Það er gjöf frá Dóru.” “Eg vil heldur borga það, þó það geti tekið nokkurn tima, fyrir mig að gera það. En svo er það annað, sem mig langar að biðja þig um.” “Hvað er það ? Er það viðvíkjandi embætti eða atvinnu ?” “Já, fáein meðmælingar orð frá þér—og ef hægt væri, frá síðustu vinnuveitendum mín- um, ef þeir vilja gera svo vel—það væri mér að miklu liði.” Svo sagði hann áð sú staða sem hann hefði í huga væri láglaunuð skrifara staða í vissri líknar stofnun, sem hefði það markmið að hjálpa fátækum og bæta lífskjör þeirra. Laun- in sem hann fengi þar væru áttatíu pund ster- ling á ári. Hors-t var alveg stein hissa. “En, minn kæri vinur,” sagði hann, “þú gætir þó fengið þér betur launaða stöðu; þú kemst ekkert áfram með þessu.” “Það er—að eg vona—vegur í áttina að því sem eg hefi hugsað mér að gera 'að lífsstarfi mínu,” svaraði Richard. “Þú hefur á reiðum höndum svar til alls,’ sagði Horst brosandi, og hallaði sér aftur í stólnum. “Eg held að þú værir ágætur í póli- tikinni, en segðu mér nú hvað það eiginlega er, sem þú hefir hugsað þér.” “Þér mun ekki falla áform mitt vel í geð,” sagði Richard alvarlega. “Eg held ekki að eg geti gert þér áform mitt skiljanlegt. Mitt augnamið er, að kynnast í ýtrustu æsar, lífi og kjörum fátæklinganna, og eg býst við að fá hið bezta tækifæri til þess í þjónustu þessa félags. Eg giftist fátækri stúlku úr alþýðu stétt, og hef í síðari tíð verið méðal fátækra. Eg ímynda mér, að þegar mentaður og vel- viljaður maður, tekur sér fyrir hendur að heimsækja fátæklingana í hreysum þeirra, til að hjálpa þeim og hughreysta, geti hann komið einhverju góðu til leiðar.” “En þú ert sjálfur fátækur,” sagði Horst, sjáanlega stein hissa, “sem enga hjálp getur veitt þeim sem eru allslausir.” Richard leit sínum djúpu og skjæru augum á hann, og þá, í fyrsta sinn, veitti Horst þessu sérstaka augnatilliti hans sérstaka eftirtekt— svo göfugt, nærri því yfirjarðneskt—sem er þeim einum eðlilegt, sem heimurinn kallar eldmóðuga ofstækismenn; þá tegund manna, sem leggja allt í sölurnar fyrir hugsjónir sínar. “Eg held,” sagði Richard, “að mér svipi að miklu leyti til Tolstoi. Maður verður, eins og mögulegt er, að losa sig frá öllu jarðnesku, og læra að gera sig ánægðan með að lifa án nautna og velsælu. Ef eg bara gæti kennt, þó ekki væri nema fáeinum manneskjum, að for- smá ríkidæmi, eins of eg hef lært að gera það, og leyta hamingjunnar 1 að þjóna Guði og náunganum, þá væri eg ánægður.” “Guð komi til !” sagði Horst og starði á mág sinn. Ertu orðinn svona breyttur, Rich- ard, gamli vinur, þú ættir þá heldur að ganga strax í þjónustu kirkjunnar !” “Já, eg veit það, an ekki að ganga inní neina kirkjulega reglu, ef það er sem þú meinar; það vil eg ekki. Sem leikmaður vil eg vinna að minni hugsjón. Eg_ vil vera frjáls, geta talað við hina fáfróðustu og lægst settu menn, eins og þeirra líki. Einu sinni var eg að hugsa um að ganga í Rómversk Katólsku kirkjuna og gerast múnkur, en nú hef eg ákveðið að vera það sem eg er.” Ef eg á einhvern hátt get verið þér til þjón- ustu, þá máttu treysfa því,” sagði Horst “Og ef þú skyldir þreytast á þessu fyrirhugaða, sama- rita verki þínu, og vilja leita þér eftir hvers- dagslegri stöðu —” “Eg verð ekki svo auðveldlega þreyttur,” svaraði Richard, “auk þess eru svo fáar nauð- synjar, sem eg þarf að sækjast eftir.” Horst hugsaði til þeirra tíma, þegar Richard með eyðslusemi sinni og sællífi var honum þyrn- ir í augum. Hversu óskiljanleg breyting var orðin á hon- um! Eða hafði hans sanna eðli, vegna kring- umstæðnanna, ekki látið á sér bera, en nú brot- ist út á svo takmarkalausan hátt? “Hvenær fórstu að hugsa um að takast þetta starf á hendur?” spurði Horst. “I fangelsinu,” svaraði Richard. “í fangelsinu?” “Já, þú skilur að þar hafði eg nógan tíma til að hugsa. Eg veitti andlitum fanganna nána eftirtekt og hugsaði, að það hefði kannske verið fyrir hvern þeirra sá tími, að það hefði mátt bjarga þeim frá því að verða óbótamenn. Eg hugsaði um hvað og hvernig eg hafði verið, áður en faðir minn flúði. Eg hefði kannske lent út á glæpaferil eins og hinir íangarnir, ef ekkert hefði opnað augu mín. Og þá ákvarð- aði eg mig, ef eg nokkurntíma yrði sjálfum mér fyllilega ráðandi, skyldi eg helga líf mitt til þjónustu og hjálpar hinum fátæku og um- dirokuðu. Þar sem órbyrgð, sjúkdómar og sökn- uður, hafa gjört vesalingana svo lamaða, að þeir af eigin orku hafa ekki getað hafið sig upp úr örbyrgðinni og volæðinu, þangað ætla eg að fara, til að hughreysta þá og styrkja — færa þeim hugrekki og von í lífsbaráttunni — nýtt líf.” Richard hafði talað með eldmóði, en þó ein- faldlega og rólega, sem einkendi öll hans orð og verk. “Eg held að Guð hafi sína vegi til að beina mönnunum á þá braut sem þeim best hentar,” bætti hann við, með sorgblöndnu brosi. “Þér finst þá kannske að þú sért bundinn með loforði?” spurði Horst, ákveðinn að komast að rótum þessa máls. “Nei, eg lít ekki svo á það. Það er innri hvöt sem knýr mig til að gera tilraun að koma þessari hugsun minni í framkvæmd. Mér heppn- ast það kannske ekki, og eg verði að hætta við það, en eg finn nú til ómótstæðilegrar þrár til að gera tilraun til þess. Svo er það nokkuð annað —” “Og hvað er það?” spurði Horst, því Richard varð alt í einu áhyggjufullur og starði ofan á gólfið. “Faðir minn varð valdandi að óhamingju svo margra. Þess vegna langar mig til að gera eitt- hvað gott, þó ekki sé nema í smáum stíl, ef eg er fær um það — til að láta það á aðra metaskálina. Þú skilur það Harkort, vona eg? Það er ekkert stórt sem eg hef í huga, eða get gert, en —” “Richard, elsku vinur minn!” sagði Horst og stóð upp, og faðmaði vin sinn að sér. “Eftir minni meiningu er það býsna stórt, sem þú hefur sett þér sem markmið, og eg virði þig svo miklu meira fyrir það. Það sem eg get gert til að styðja þig og hjálpa þér í þessu fyrirtæki þínu, skal verða gert, þrátt fyrir það að eg held að eg hefði getað valið þér miklu betri stöðu.” “Eg þakka þér innilega, en eg vil fyrst reyna hvernig mér heppnast, en ef þú vildir gefa mér meðmæli til þeirrar stöðu, sem eg ætla að sækja um — það er að segja, ef þú gætir gert það með góðri samvisku —” Horst hló, þrátt fyrir að síðustu orðin angr- uðu hann. “Kæri vinur minn, eg væri reiðubúinn a þessu augnabliki, að mæla með þér til að vera fjármálaráðgjafi Englands, eða erkibiskup af Canterburg,” sagði hann. “Eg skal gera alt sem í mínu valdi stendur til að þér verði veitt staðan sem þú hefur auga- stað á, þó með því skilyrði að þú í hverju ein- asta tilfelli, er þig vanhagar um peninga fyrir þig sjálfan eða skjólstæðinga þína, leitir til mín í fullu trausti.” “Eg ætla mér ekki að brúka mikla peninga, sagði Richard. “En ef svo skyldi fara, þá leita eg fyrst til þín, áður en eg leita hjálpar nokk- urs annars, því lofa eg þér.” Richard fékk þá stöðu, sem hann sótti um, aðallega fyrir meðmæli Horst Harkorts og fyrn vinnuveitanda hans. Hann var kyr í sínu fátæk- lega herbergi, og vann seint og snemma að þvi, að koma hugsjón sinni í verulega framkvæmd. Hann var magur og fölur í andliti, en hann var ánægður með starf sitt, þegar hann á laugar- dögunum kom til að sjá Doru, var útlit hans rólegra og ánægjulegra, en það hafði verið um langt skeið. “Hann lítur út eins og hann sé ekki af þess- um heimi,” sagði Dora. Og í virkilegleikanum var andlit hans og öll framkoma þannig, að hann vakti traust og tiltrú allra er kyntust hon- um, ungra og gamalla. Horst Harkort, og herrarnir Londal og Co. voru ekki aðgerðarlausir, því með því að taka upp þjófnaðarmálið, höfðu fríað Richard af því máli og þeirri smán er því fylgdi, með þvi að dómstóllinn viðurkenc^i hann saklausan. Þessi endurupptaka málsins og sýknu viður- kenning Richards, fór fram án þess að konan hans væri nefnd í því sambandi. Horst lét birta sýknudóminn í fjöllesnasta blaði Lundúnaborg- ar. . Undir eins og það var viðurkent að Richard væri saklaus, og engin blettur á mannorði hans, bárust honum úr öllum áttum hin bestu tilboð um glæsilegar framtíðarstöður, en hann var trur hugsjónum sínum og fátæklingunum, sem hann hafði helgað lífstarf sitt. 32. KAFLI. Meðan þessu fór fram var Dora komin til heilsu, og fann nú umhverfið algjörlega breytt. Theresa sagði henni frá dauða föður hennar og Rósu, með mestu varfærni. Dora harmaði sárt þessi sorglegu afdrif föður síns, en það mildaði sorg hennar að hugsa til þess úr því sem komið var, að þá hefði honum verió lífið miklu verra en dauðinn. Henni var sagt að fyrsta skotið hefði óvart farið úr byssunni, og að Júlíus Sittard væri ekki eins mikið sekur um hinn sorglega dauða Rósu, eins og hún sjálf. Hún hrygðist yfir því, að Rósa, svo ung og fríð, skyldi þurfa að deyja svo hastarlega, en á hinn bóginn áleit hún það sem hamingju fyrir Richard. Hún gladdist af öllu hjarta yfir því, að bróðir sinn hafði eignast Horst sem sinn besta vin. Horst hafði tekið mikilli og merki- legri breytingu, en hvað hann hafði í huga gagn- vart henni, var hún ekki viss um ennþá. Meðan Dora, eftir sjúkdóminn, var svo ó- styrk og veikluleg, að það þurfti að fara með hana eins og barn, hafði Horst sýnt henni svo mikla nærgætni, ást og umhyggju. En eftir því sem hún hrestist varð hann fálátari þar til hann að síðustu dró sig í hlé, og skifti sér ekkert af henni, eins og áður, en hann bar svo mikinn sársauka í huga sínum til hennar. Það vildi til einn sunnudag, er Dora, árang- urslaust, hafði reynt til að fá hann til að tala ástúðlega við sig, að Richard kom og fann hana liggjandi á legubekknum, fljótandi í tárum. “Hvað hefur komið fyrir þig, litla systir mín? Líður þér illa?” spurði hann með sínum milda hluttekningar málróm, sem hún þráði svo mjög að heyra af vörum Horst. Hún ansaði ekki svo hann spurði: “Ertu ekki hamingjusöm? Eg hélt nú þegar Horst væri orðinn sáttur við þig, gætir þú ekki óskað neins betra.” “Já, ef hann er sáttur við mig, en hann ec það ekki,” sagði Dora, sem gat ekki lengur dulið harm sinn. “Hvað meinar þú með því? Eg veit hann elskar þig af öllu hjarta.” “Hann hefir aldrei sagt mér það,” sagði Dora kjökrandi. “En hann sýnir þér það í hverju augnatilliti sínu, í öllu sem hann gerir.” “Nei, hann gerir það ekki,” sagði hún kjökr- andi. “ó, Richard, ef hann krefst, nú þegar eg er orðin frísk, að eg fari frá honum, get eg þá ekki komið til þín?” Richard kysti og huggaði systir sína þar til að hún var orðin rólegri, en það greip hann óró og kvíði. Var það mögulegt að Horst væri ennþá að hugsa um að skilja við hana, eftir alla þá ást og umhyggju sem hann hafði sýnt henni meðan hún var veik? Eftir dálitla yfirvegun gekk hann inn til Horst, til að komast að hvern- ig á þessu stæði.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.