Lögberg - 07.12.1944, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 7. DESEMBER, 1944
7
Yngstu
lesendurnir
Island
Á mynd þessari sézt canadiskur hermaður, þar sem hann
er að gera að sárum þýzks fanga, eftir eina stórorustuna í
Normandy, en á þeim vettvangi féllu Þjóðverjar í þúsunda-
tali, auk alls þess grúa, sem sameinuðu herjirnir handtóku.
Loftslag.
Drengir og stúlkur:
Þegar þið athugið legu íslands
á kortinu, þá sáuð þið að land-
ið var svo norðarlega að nyrsti'
tanginn, Rifstangi, nær norður
í Norður-íshafið. Vegna legu
landsins, halda mav-gir að þar
sé afar kalt og að fólkið gangi
þar í þykkum loðfeldum, eins
og það gerir hér í Vesturheimi
á sömu breidd jarðar.
Hvar liggur heimskautabaug-
urinn um Canada? Hverjir búa
þar?
Þegar ferðamenn koma til Is-
lands, verða þeir meir en lítið
hissa, þegar þeir komast að þvi,
að þar er eins hlý+t á vetrum
eins og langt suður í löndum.
í hausf kom hin fræga leik-
kona, Marlene Dietrich til ts-
lands frá Grænlandi. Eins og
þið vitið, þá eru amerískir her-
menn núna á Grænlandi og ts-
landi. Marlene og leikflokkur
hennar heimsækja ameríska her-
menn um víða veröld til þess
að skemta þeim, því oft leiðist
hermönnunum að vera svona
langt í burtu að heiman.
Þegar Marlene kom til Græn-
lands, sá hún land, sem var að
mestu þakið snjó og hafísar voru
á sveimi meðfram ströndum
þess. Svo flaug hún til Islands.
Hún var alveg hissa þegar hún
kom þangað, því hún bjóst við
að þar væri líkt umhorfs og á
Grwnlandi. t stað bess, sá hún
dökkgrænar grundir.
Þegar eg las um þetta, mundi
eg upphafið af vísu sem amma
raulaði stundum þegar hún
hugsaði heim til tslands: “Man
eg grænar grundir, glitra sil-
ungsár o. s. frv.”
Marlene Dietrich sagði ís-
lenzku blaðamönnunum, sem
komu á fund hennar, að með
réttu ætti ísland að heita Græn-
land en Grænland ætti að heita
ísland.
Nú skulum við athuga af
hverju loftslag er svona miklu
mildara á landinu en við mætti
búast eftir hnattstöðu þess.
ísland er eyland. Eins og þið
hafið lært í landafræðinni ykk-
ar, þá er loftslagið á eylöndum
jafnara en í meginlöndum langt
frá hafinu. Hafið dregur úr
vetrarkuldunum en gerir sumr-
in svöl.
Sjórinn umhverfis ísland er
miklu heitari en við önnur lönd
jafnnorðarlega. Hlýr hafstraum-
ur kemur suðvestan frá Mexiko-
flóa. Hann heitir Golfstraumur.
Hann vermir sjóinn umhverfis
landið. Það er honum að þakka
hve hlýtt er í veðri á íslandi.
Golfstraumurinn kemur með yl-
inn og lífið.
En norðan að landinu kemur
annar hafstraumur, norðan úr
Ishafinu. Hann er kaldur og flyt-
ur stundum með sér hafís að
strönd norðurlands. Þessi straum
ur heitir Pólstraumur. Hann
kemur með kulda, þokur og
súldir.
Þessir tveir straumar berjast
um völdin. Þegar Pólstraumur-
inn kemur með hafís, þá deyr
gróðurinn. Eitt skáldið nefnir
hafísinn “hinn forna fjanda”.
Sem betur fer er hlýi straumur-
inn oftast sterkari. Hafís hefur
ekki sést við strendur tslands í
marga tugi ára.
Það rignir mikið á íslandi,
einkum á Suðurlandi og oft er
þar þoka.
I næsta blaði ætla eg að segja
ykkur frá því, hvernig þetta
land, sem hefur eins hlýtt lofts-
lag og Pennsylvania fékk þetta
kalda nafn — ísland.
Orðasafn.
loftslag — climate
athugaðu — observe
nyrzti — most northerly
loðfeldum — fur coats
breidd jarðar — latitude
ferðamenn — travellers
hissa — astonished
fræga — famous
leikkona — actress
hermenn — soldiers
skemta — entertain
þakið — covered
hafís — polar ice
strönd — shore
grundir — grass fields
upphafið — beginning
raulaði — hummed
blaðamenn — reporters
eyland — Island
jafnara — more moderate
meginland — continent
umhverfis — surrounding
hafstraumur —: ocean current
Golfstraumur — Golf stream
íshafið — Arctic Ocean
Pólstraumur — Polar current
berjast — fight
völdin — power
gróðurinn — vegetation
tugir — decades
Frekari trásagnir af
Goðafoss slysinu
Fyrsti stýrimaður segir frá:
Tundurskeyti kom á skipið mitt
og sprengdi þegar á það stórt gat
Eymundur Magnússon fyrsti
stýrimaður skýrir pannig frá í
viðtali við Alþýðublaðið:
— Við vorum komnir hér inn
á Faxaflóa, þegar við urðum kaf-
bátsins varir. Fram að því hafði
ferðin gengið ágætlega og við
höfðum engrar truflunar orðið
varir.
Kl. 1 eftir hádegi á föstudag-
inn, er við áttum eftir um
tveggja og hálfs tima siglingu
til Reykjavíkur, var tundur-
skeyti skotið að okkur frá kaf-
báti, og kom það á mitt skipið
bakborðsmegin og reif gat á það
á stóru svæði.
Gekk þilfarið upp í skipinu
allt frá fyrsta farrými aftur að
þriðja lestaropi og munu þá vél-
stjórar og kyndarar þeir, sem
fórust, strax hafa látist.
Þegar tundurskeytið hitti
Goðafoss, var fólkið flest upp á
þilfari eða í reykingasal.
Gengu nú allir, sem uppi við
voru, að því að losa fleka og
bát, sem heill var, stjórnborðs-
megin á skipinu að framan, en
bátarnir á þeirri hlið, sem fyrir
tundurskeytinu var, voru möl-
brotnir, og til bátanna aftur á
var ekki hægt að komast, því
eins og áður er sagt var þilfar-
ið rifið upp aftur að þriðja lest-
aropi og skipið þá þegar farið
að síga mjög í sjó að aftan. Var
því aðeins um fremri stjórn-
borðs bátinn að ræða.
Sá nú fólkið hað verða vildi
ig fór því hver af öðrum að kasta
sér í sjóinn til þess að reyna
að komast upp á fleka þá, sem
búið var að losa og setja niður.
Eg vil taka það fram, að allir
sýndu mestu hugprýði og létu
enga æðru á sér finna.
Eg var að reyna að losa fleka
upp við brú skipsins, rétt áður
en það sökk, en hætti við það
og fleygði mér í sjóinn, af því
eg treysti því ekki, að hann
losnaði frá skipinu og flyti upp
er það sykki. Eftir að eg hafði
synt um stund náði eg í fleka,
og held eg helzt að það hafi ver-
ið fleki sá, er eg fór síðast frá
á skipinu, en þegar eg var kom-
inn upp á flekann var skipið
sokkið.”
— Hve lengi haldið þér að
skipið hafi verið að sökkva?
“Eg ímynda mér, að ekki hafi
liðið nema tæpar tíu mínútur
frá því að tundurskeytið hitti
skipíð og þar til það var alger-
lega horfið”.
— Hvað komust margir á flek-
ann með yður?
“Við vorum sex saman á
fleka. Einn þeirra var Eyjólf-
ur Edvaldsson loftskeytamað-
ur, sem lézt um borð í björgun-
arskipinu á leiðinni í land. Á
meðian hann var á flekanum
virtist hann hinn hraustasti og
bar sig mjög karlmannlega.”
— Hvað vorðu þið lengi á
flekanum áður en skipin lcomu
ykkur til hjálpar?
“Það munu hafa verið um
tvær klukkustundir.”
— Voruð þið ekki orðnir
mjög þjakaðir eftir svona lang-
an tíma?
“Okkur var náttúrlega orðið
kalt, því við sátum upp að mitti
í sjónum á flekanum. En svo
fengum við strax þurr föt, þeg-
ar við komum um borð í björg-
unarskipið, og aðbúð öll var hin
bezta.”
— Sáuð þið nokkuð til fólks-
ins, sem fórst með skipinu?
“Þetta gerðist allt á svip-
stundu. Eg ímynda mér, að all-
ir þeir sem fórust, hafi strax
sogast niður með skipinu um
leið og það sökk. Þeir sem á
flekana komust, hafa verið bún-
ir að sýnda það langt frá skip-
inu, þegar það sökk, að sog það
sem myndaðist í kringum það
um leið og það sekkur hafi ekki
náð til þeirra.”
— Hvenær komuð þið svo til
Reykjavíkur?
“Fyrra skipið kom rétt fyr-
ir kl. 12 á miðnætti, en með því
skipi voru aðeins tveir menn
af Goðafossi. Hitt skipið kom
ekki til Reykjavíkur fyrr en
klukkan að byrja að ganga þrjú
um nóttina.”
— Þið hafið verið lengi í land
af árásarstaðnum?
“Bj örgunarskipin voru lengi
kringum hann eftir að okkur
var bjargað um borð. Ennfrem-
ur var flugvél á þessum slóð-
um fram í myrkur.”
— Og svo var farið með ykkur
í sjúkrahúsið á Laugarnesi.
“Já, við fengum ekki að fara
heim til okkar, fyrr en við
vorum búin að fá þá hjúkr-
un og aðhlynningu, sem talið var
að við þyrftum. Þar fengum við
föt okkar þurrkuð og allt var
gert til þess að okkur gæti lið-
ið sem bezt, og svo fórum við
heim um morguninn.”
Áslaug Sigurðardótlir segir frá:
“Allt gerðist með svo skjótum
hætti að það var ekki tími til
að hugsa.”
Annar farþeganna, sem kom-
ust lífs af, var Aslaug Sigurðar-
dóttir, Þórólfssonar á Hvítár-
bakka. Hún hafði dvalið vestra,
við Teachers’ College, Columbia
University, um tveggia ára skeið
og numið barnauppeldi og kynnt
sér rekstur dagheimila. Hún var
nú að koma heim að afloknu
námi.
4
— Hvar voruð þér staddar,
þegar tundurskeytið hæfði skip-
ið?
“Eg var í ganginum, framan
við borðsalinn og var að tala
við Sverri litla, son Friðgeirs
læknis. Þá heyrðíst allt í einu
hár hvellur eða dynkur og skipið
tók þegar að hallast. Maður, sem
þarna var, fór að festa björgun-
arbeltið á Sverri litla, en síðan
gerðist allt með svo skjótum
hætti, að erfitt er að segja frá
því, sem á eftir fór, í réttri at-
burðaröð. Manni gafst einhvern-
veginn ekki tími til að hugsa.
Þó var ekki óðagot á neinum.
allir virtúst æðrulausir og ró-
legir, engin hróp eða köll.”
— Þér komust á fleka, var
ekki svo?
“Fyrst fór eg upp í björgunar-
bát á bátaþilfarinu. Frímann
bryti tók í mig og við komumst
upp í bátinn, sem enn hékk í
davíðunum, en svo renndum við
okkur niður á flekann fyrir neð-
an. Þá var skipið mjög djúpt
í sjó. Allt gerðist með svo skjótri
svipan, að eg á erfitt með að
átta mig á því öllu, er eg hugsa
til þess. Svo sökk skipið, skutur-
inn fyrst, en stefnið stóð síðast
upp úr sjónum. Sogið var mik-
ið, er skipið fór niður og við
gripum það, sem héndi var næst
til þess að koma okkur sem
lengst frá því. Svo komum við
að öðrum fleka og bundum hann
við okkar fleka. Ekki get eg
sagt, að neinn hafi verið hrædd-
ur á flekanum, við vissum, að
okkur myndi verða bjargað, en
okkur var mjög kalt. Raunar
var mér ekki svo kalt, eg blotn-
aði ekkert fyrr en á flekanum
sjálfum, því við vorum mörg á
honum og hann var svo djúpt
í sjó. Þegar við höfðum bundið
saman flekana leið öllum betur.”
Sumum var afskaplega kalt,
einkum þeim, sem höfðu lent i
sjónum, en við hristum hvert
annað og börðum til þess að
koma blóðinu á hreyfingu. Svo
fundum við skjólföt í flekanum
og breiddum segl í kringum okk-
ur og fór strax að líða betur.
Við vorum tvo tíma á flekan-
um, þar til okkur var bjargað
um borð í togara og fengum
þar hina beztu aðhlynningu. Svo
komum við til Reykjavíkur milli
kl. 2 og 3. um nóttina. Fiestir
munu hafa verið fluttir í sjúkra-
hús, en eg fékk að fara heim
strax, enda leið mér vel þá.”
— Hvernig var yður innan-
brjósts meðan gekk á öllu þessu?
“Eg fann ekkert til verulegs
æsings eða ofboðs, allt skeði svo
fljótt. Maður hafði ekki tíma til
þess að hugsa eða veita því eft-
irtekt, sem fram fór í kringum
mann. En viðbrigðin komu á
eftir. Þegar eg kom um borð í
björgunarskipið, riðaði eg á fót-
unum af þreytu. En það vildi eg
segja, að allir, sem með mér
voru á flekanum voru hinir vösk-
ustu, þeir stóðu sig eins og hetj-
Ur fréttaskýrslu
Frh. af 2. bls.
einn af flugmönnum flugfélags-
ins, og hafði hann verið sendur
vestur Erni til aðstoðar. Véla-
menn voru tveir, annar banda-
rískur, en hinn Sigurður Ingólfs-
son, sem er að koma frá námi í
Ameríku og er ráðinn hjá Flug-
félaginu.
Örn O. Johnson fór til Banda-
ríkjanna'í byrjun júlímánaðar í
sumar til þess að leita fyrir sér
um kaup á flugvél fyrir hönd
félagsins. Um mánaðarmótin
ágúst—sept. festi hann kaup á
Katalína-flugbát þeim, sem nú er
kominn til Reykjavíkur, en hann
hafði áður verið notaður til
flutninga í Suður-Ameríku. Hann
var smíðaður í fyrravor.
Flugbáturinn hefir tvo hreifla,
1200 hestafla hvorn vænghafið
er rúmir 30 metrar, hann vegur
15 smálestir fullhlaðinn, og mun
flytja rúmlega 20 farþega. Lítils
háttar breýtingar voru gerðar á
honum vestra, áður en lagt var
af stað í ferðina hingað, en nú
þarf mikilla breytinga við til
þess að búa flugbátinn til far-
þegaflutnings og munu þær taka
langan tíma, því að félagið skort-
ir enn mikið af nauðsynlegu efni
til þeirra. Gert er ráð fyrir
þriggja manna áhöfn á flug-
bátnum í ferðum við strendur
landsins, en fleiri í millilanda-
flugi.
Flugfélag íslands átti þrjár
landflugvélar fyrir, allar tveggja
hreyfla, og hefur að undan-
förnu aukið starfsemi sína jafnt
og þétt, jafnframt því að áhugi
almennings á flugsamgöngum
hefur farið vaxandi, skilyrðí
batnað og tæki. Með kaupum
þessarar flugvélar, fyrstu milli-
landaflugvélarinnar, sem íslend-
ingar eignast, hefst nýr þáttur í
sögu íslenzkra flugmála.
Nýir stafir höfðu verið mál-
aðir á kirkjuhliðið. Þar stcð:
Þetta er hlið himnanna.
En á meðan stafirnir voru að
þorna, var hengdur upp bréf-
miði með þessum orðum:
Gerið svo vel að fara hina
leiðina.
Maðiír nokkur hafði numið
staðar á fjölfarinni götu. Lög-
regluþjónn gekk til hans og
sagði, að hann mætti ekki
standa kyrr á svona fjölförnum
stað og bætti við:
— Ef allir menn stæðu kyrrir
eins og þér, þá kæmist enginn
framhjá.
•
“Þér ljúgið svo klaufalega,”
sagði dómarinn við ákærða, “að
eg ráðlegg yður í mestu einlægm
að fá yður lögfræðing til að-
stoðar.”
Sigurði Kriáljánssyni
sýndur heiður
Forseti tslands veitti, að tillögu
orðunefndar Sigurði Kristjáns-
syni hinn 23. þ. m. stjörnu stór-
riddara hinnar íslenzku Fálka-
orðu.
Sigurður hefir unnið íslenzkri
bókaútgáfu mikið gagn og stuðl-
að meðal annars að því með
ódýrri heildarútgáfu íslendinga-
sagnanna, að þær urðu almenn-
ingseign.
Forsetinn heimsótti Sigurð á
90 ára afmæli hans og afhenti
honum orðuna.
Þá heimsótti Sigurð þenna
dag stjórn Hins íslenzka prent-
arafélags, sem færði honum
heiðursskjal, undirritað af öll-
um prenturum í Revkjavík.
Fulltrúar Oddfellowreglunnar,
Félags ísl. prentsmiðjueigenda og
Bóksalafélags voru einnig meðal
gesta Sigurðar s. 1. laugardag.
Vísir. 27. sept.
Verðskulduð þökk
Stjórnarnefnd Þjóðræknisfél.
íslendinga í Vesturheimi, hefir
nýlega meðtekið mikilsverða
bókagjöf frá Miss Margréti Vig-
fússon á Betel. Gjöfin er sam-
ansafn af ýmiskonar fróðleik úr
vestur-íslenzkum vikublöðum,
snyrtilega frágengið og hagan-
lega fyrirkomið. Nær safnið yfir
all-mörg síðari ár; hefur mikil
vinna og fyrirhöfn verið lögð í
verkið af hálfu gefanda.
Vottar Stjórnarnefnd félagsins
Miss Vigfússon alúðar þakkir fyr
ir gjöfina og hlýhug þann er
hún túlkar.
I umboði Stjórnarnefndarinnar,
S Ólafsson,
skrifari.
— Þegar eg fæ inflúensu kaupi
eg flösku af wisky við henni, og
eftir klukkutíma er hún farin.
—Það er stuttur tími til að
losna við inflúensu á.
— Nei, ekki inflúensan. Það er
flaskan sem er farin.
ur.
Alþbl. 12. nóv.
■■■ ........
Frá akuryrkju- og innflutningsmálaráðnueytinu.
Búið alifugla vel undir markað
Bændur í Manitoba tapa talsverðum peningum á því, að
búa ekki alifugla vel undir markað.
Algengustu, ágallarnir eru þessir:
1. Blóð er skilið eftir í munninum; þetta á að þvo burt
með volgu vatni áður en fuglinn kólnar.
2. Óhreinir fætur. Um að gera að þvo fætur vandlega.
3. Öllum loftopum þarf að halda vandlega tómum.
4. Fuglinn þarf að reita svo vandlega að engin fjöður sé
eftirskilin.
Reglugerðir viðvíkjandi “Live Stock og Live Stock
Products Act”, gilda um alt landið.
Vanræksla í þessu efni veldur peningatapi.
D. L. CAMPBELL
Akuryrkju- og Innflutningsmálaráðherra
Desember 1944