Lögberg - 21.12.1944, Síða 1
PHONES 86 3H
Seven Lines
LÍOt
a Vl
».• "ow
rvcr*
DrV f^G't0^
yiíÞÞ'
For Better
Dry Cleaning
and Laundry
59. ÁRGANGUR
NÚMER 51 5
2»
H AUST
Þrauta ríkt er þetta haust
þrútið loft og sólarlaust.
Dauðans þunga drynur raust
dimt og kalt er alheims naust.
Drottinn vertu veikra skjól
veit þeim frið og gleði um jól.
Láttu þína líknar sól
lýsa og verma alheims ból.
V. J. Guttormsson.
Frelsi og brœðralag
Eftir próf. RICHARD BECK
Ræða flutt við guðsþjónustu í Hallgrímssöfnuði Reykjavík
og í ýmsum íslenzkum kirkjum vestan hafs.
Hið nýja ráðuneyti Ólafs Thors á Islandi
Frá vinstri til hægri: Brynjólfur Bjarnason, mentamálaráð-
herra; Emil Jónsson, atvinnumálaráðherra; Pétur Magnús-
son, fjármálaráðherra; Ólafur Thors, forsætis- og utanríkis-
ráðherra; Finnur Jónsson, dómsmálaráðherra; Áki Jakobs-
son, fiskiveiðaráðherra.
Eg vil leiða athygli yðar að
spádómsorðum Krists um fæðing
arhríðarnar, en *í þeim leggur
hann oss þau djúpu sannindi á
hjarta, að þroskabraut mannkyns
ins er þyrnum stráður vegur
þungra þjáninga og mikilla fórna,
að þjóðfélagslegar umbætur í
heimi hér eru keyptar við dýru
verði blóðs og tára. En þannig
hljóða þau spádómsorð:
“Þér munuð heyra um hernað
og spyrja hernaðartíðindi. Þjóð
mun rísa gegn þjóð og konungs-
ríki gegn konungsríki. Bæði mun
verða hallæri og landskjálftar
á ýmsum stöðum, og á jörðinni
angist meðal þjóðanna í ráðaleysi
við dunur hafs og brimgný.”
Með þessi örlagaþrungnu spá-
dómsorð í baksýn, hefi eg valið
mér að umræðuefni: “Frelsi og
bræðralag”. Einhverjum kann nú
að þykja sem það sé æði óheppi-
lega valinn ræðutexti, þar sem
fjölmargar þjóðir heims, mikill
hluti mannkynsins alls, stynur
undir járnhæl ránsmanna og
kúgara; og eigi síður vegna hins,
að segja má, að gjörvallur heim-
urinn sé nú eitt logandi ófriðar-
bál, sem teygir hramma eyði-
leggingar sinnar um alla jörð.
Jafnvel vor friðsama og hug-
umkæra ættþjóð, sem býr “við
hin yztu höf”, hefir dregist inn
á hættusvæði styrjaldarinnar og
synir hennar og dætur orðið öfl-
um eyðileggingarinnar að bráð.
Eðlilega verður oss að spyrja,
er vér lítum til lofts og sjáum
þar biksvört ófriðarskýin, enda
þótt nú sé, góðu heilli, farið að
rofa fyrir betra degi: “Vöku-
maður, hvað líður nóttinni?”
Rauntrútt og myndauðugt svar
við þeirri spurningu, eins og nú
er umhorfs í heiminum, hefir
Davíð skáld Stefánsson gefið oss
í kvæði sínu undir sama nafni:
“Hægt líður nóttin ...
Ennþá er myrkur í öllum lönd-
um.
Ennþá er barist. Skothríð dynur.
Fallandi þegnar fórna höndum.
Stríð fyrir ströndum.
Stríð í borgum.
Miljónir falla.
Miljónir kveina af hungri og
sorgum,
svo heyrist um heima alla.
Fánum er lyft ... Lúðrar gjalla,
uns lyginnar musteri hrynur.
öll skepnan stynur.
í öllum löndum rís andinn nýi
gegn valdhafans vígi,
sem ver sig, blindur í eigin sök.
Hersveitir berjast til heimalanda.
Helreykur stígur úr hverri vök.
Píslarvottar með bogin bök
í brjóstfylkingu sannleikans
standa”.
Hér er ekki aðeisn, af mikilli
mælsku og andríki, brugðið upp
átakanlegri mynd af hinni ógur-
legu styrjöld, sem sogað hefir
æ fleiri þjóðir niður í hringiðu
ömurlegrar eyðileggingar sinnar;
hér er einnig í skýrum dráttum
gefið í skyn, hvað um er verið
að berjast, því að skáldið talar
um hinn nýja anda, sem “rís
gegn valdhafans vígi”, eða með
öðrum orðum um þann frelsis-
og framsóknaranda hinna undir-
okuðu, sem brýtur af sér bönd
kúgunar og þrælkunar; skáldið
ræðir einnig um þær hersveitir,
sem “berjast til heimalanda”, um
þá, sem eiga land sitt, heimili
og ástvini að verja gegn ofur-
efli harðvítugra árásarmanna, og
hversu stór er eigi hópur slíkra
manna á vorum dögum? Þá eru
lokaorðin í þeim ljóðlínum skálds
ins, sem vitnað var til: “Píslar-
vottar með bogin bök í brjóst-
fylking sannileikans standa.”
Hversu sönn eru þau orð eigi og
táknandi um þá menn og þær
konur, sem fórna miklu, jafn-
vel öllu, pjálfu lífi sínu, til þess,
að léttlæti og sannleikur gangi
sigrandi af hólmi í þeim mikla
hildarleik, sem nú er háður í
heiminum.
Og þegar vér förum að skoða
heimsstyrjöldina í því ljósi, frá
því sjónarmiði, hvað þar sé í
rauninni barist um, þá fer oss
eflaust að skiljast það, að það
er eigi nein fjarstæða, að gera
sér frelsi og bræðralag að um-
talsefni einmitt nú, þá er þær
hugsjónir eiga sérstaklega í vök
að verjast; sannleikurinn er sá,
að þar er um að ræða hið tíma-
bærasta umræðuefni og um-
hugsunar.
I styrjöld þeirri, sem nú geisar
í heiminum, er um annað fram
að ræða um átök milli andstæðra
hugsjóna og lífsskoðana. Eg fæ
ekki betur séð, en að það, sem
nú er sérstaklega barist um, sé
þetta, sagt á mjög einfaldan hátt:
frelsi eða harðstjórn. Þessvegna
var það, að lýðræðisþjóðirnar,
þó að þær væru svo illa undir
þau hernaðarátök búin, að þær
súpa enn seyðið af því, hófu
upp sverð sitt gegn kúgun og
ofbeldi þeirra einræðisherra, sem
auðsjáanlega dreymdi um ver-
aldarvíð yfirráð. En í einni af
hinni miklu ræðum sínum um
heimsmálin fórust Roosevelt for-
seta þannig orð um það, sem
Bandaríkjaþjóðin og samherjar
hennar eru að berjast fyrir.
“Vér berjumst fyrir öryggi,
framsókn og friði, eigi aðeins
sjálfum oss til handa, heldur
öllum mönnum, eigí aðeins í
þágu einnar kynslóðar, heldur
allra kynslóða. Vér berjumst til
að hreinsa heiminn af gömlum
glæpum og meinum. Óvinir vor-
ir hafa að leiðarstjörnu grimmi-
lega harðúð og vanhelga fyrir-
litningu fyrir mannkyninu. Vér
höfum hitann úr trú, sem á ræt-
ur sínar að rekja alla leið um
aldaraðir aftur í fyrsta kapítula
Móse-bókar: “Og Guð skapaði
manninn efti/sinni mynd; hann
skapaði hann eftir Guðs mynd.”
Vér leitumst við að vera trúir
þeirri guðbornu arfleifð. Eins og
feður vorir fyrrum, berjumst vér
til þess, að halda við lýði þeirri
kenplinigu, að allir menn séu
jafnir fyrir augliti Drottins.
Andstæðingar vorir leitast hins-
vegar við að uppræta þessa djúp-
stæðu trú og skapa nýjan heim
í sinni eigin mynd, heim kúg-
unar, harðýðgi og þrældóms.”
Og Roosevelt forseti bætti þVí
við, að engin málamiðlun gæti
bundið enda p átökin milli þeirra
hugsjóna og lífsskoðana, sem um
er að ræða, því að aldrei verði,
svo að til blessunar leiði, miðlað
málum milli góðs og ills, ljóss og
myrkurs. Þau eru ekki af sama
heimi.
Davíð skáld Stefánsson hafði
rétt að mæla, er hann segir í
einu merkiskvæði sinna:
“Vér sjáum öll hvað söguspjöldin
geyma,
af sumum.rýkur níðingsblóð,
og allir þeri, sem guði sínum
gleyma,
peir glata fyrstir sinni þjóð.”
En það er eigi aðeins þjóð-
'relsið eitt, lýðræðishugsjónin
sjálf, sem í húfi er í styrjöld
Deirri, sem nú æðir um heiminn,
jrœðralagshugsjónin er þar í jafn
mikilli hættu, því að þessar hug-
sjónir eru svo nátengdar, að þær
verða eigi aðskildar. Bræðralags-
hugsjónin, sem byggist á gildi og
helgi einstaklingsins fær eigi
þróast í hlekkjum áþjánar; hún
sprettur aðeins upp úr jarðvegi
frelsis og réttlaétis, því að ein-
ungis undir þeim skilyrðum hef-
ir einstaklingurinn svigrúm til
að lifa lífi sínu til fullnustu,
þroska persónuleika sinn og
leggja skerf til heilla og velferð-
ar þjóðfélagsins. Þessu til stað-
festingar þarf eigi annað en
minna á, hvað orðið hefir um
hin ýmsu bræðrafélög í löndum
þeim, sem einræðisherrarnir hafa
bælt undir sig. Það hefir verið
eitthvert hið fyrsta verk árásar-
mannanna, að eyðileggja slík
félög og uppræta.
Lýðfrelsi og bræðralag verða
því aðeins framtíðarhlutskipti
þjóðanna, að einræðisstefnan
(totalitarianism), sem gerir ein-
staklinginn að auðmjúkum þræl
ríkisheildarinnar, eða öllu heldur
að verkfæri í hendi hans, sé brot,-
in á bak aftur. Þessvegna verð-
um vér fúslega að leggja miklar
fórnir í sölurnar fyrir það, að
eigi slokni á blysi lýðræðishug-
sjónarinnar, því að hún er sá
viti, sem vísar veginn inn í fram-
tíðarland drauma vorra og vona
í þjóðfélagsmálum. En hér eiga
við markviss orð íslenzks kenni-
manns (séra Benjamíns Kristjáns
sonar), er hann viðhafði um
endurheimt fullveldi ættþjóðar
vorrar: “Þessi sigur frelsisins,
hann er fyrst og fremst kominn
að innan! Hann er getinn af
andanum, borinn og barnfædd-
ur í sálinni. Frelsið, það er fyrst
og fremst hugarástand, það er
inni í oss sjálfum. Ef vér af-
neitum því þar, og ef vér týn-
um trúnni á það, þá munum vér
glata því einnig hið ytra. En ef
vér trúum á það, ef vér elskum
það í hugum vorum, og þráum
það samtaka með brennandi á-
huga, þá mun oss hlotnast það.”
En einræðisstefnan, sem gerir
ríkið og þjóðina að guði sínum,
er eigi aðeins jafn fjarlæg lýð-
ræðisstefnunni eins og norðrið
er suðrinu, heldur er hún einnig
jafn fjarskyld og andvíg kristin-
dóminum og kenningum hans.
Því að aldrei verður of miki
áherzla lögð á það, að nútíðar
lýðræðis- og bræðralagshugsjón
vor stendur djúpum rótum í
manngildis og siðferðiskenning-
um Krists. Þessvegna hafði próf.
Ásmundur Guðmundsson lauk-
rétt að mæla, er hann sagði í
merkilegri tímaritsgrein um
“Kirkjuna og verkamannahreyf-
inguna”: “Ekkert hefir verið né
er heiminum önnur eins eggjan
og hvöt til umbóta í mannfélags-
málum og kenning kristindóms-
ins um gildi hvers manns, kær-
' eiksboðskapur hans og bræðra-
^lagshugsjón. Og vinnan hefir
einnig öðlast nýtt gildi frá sjón-
armiði kristindómsins”. Þá er
það einnig auðskiljanlegt hvers
vegna menn eins og einræðis-
herrann Hitler og fylgifiskar
hans vilja kristindóminn feigan
og hafa hafið herför á hendur
honum í ræðu og riti. “En borgir
falla ekki fyrir stóryrðum”, má
segja um það. Voldugir verald-
arhöfðingjar hafa fyrri lagt út
á sömu braut, og jafnan beðið
ósigur, því að allir. hversu
sterkir, sem þeir kunna að sýn-
ast vera, verða um síðir að lúta
lögmáli hins eilífa sannleika.
Þegar vér, hinsvegar, Jjerum
það í minni, að frelsi- og bræðra-
lagshugsjónir vorar eru svo göf-
ugrar ættar, sprottnar upp íir
sjálfu skauti kristindómsins, þá
ætti það bæði að vera oss áminn-
ing um ómetanlegt dýrmæti
þeirra og trygging þess, að þær
eigi lífrænt og varanlegt gildi.
Látum oss þessvegna eigi, þrátt
fyrir það mikla myrkur styrj-
aldarinnar, sem nú grúfir yfir
jörðinni, tapa trúnni á hið guð-
lega þroskaeðli, sem með mann-
inum býr; trúnni á meðfædda
löngun hans og hæfileika til fram
sóknar, þó brattur og blóðugur
sé þroskavegur hans, því að
“ógurleg er andans leið upp á
sigurhæðir”. Minnumst trúar-
máttarins í orðum sama skálds,
séra Matthíasar Jochumssonar,
er hann stóð frammi fyrir ham-
förum reginelfds Dettifoss:
“Hert þig, hojjarbleikur,
hræða skalt ei mig.
Guðdómsgeislinn leikur
gegnum sjálfan þig.” t
Höfum einnig hugföst orð hins
mikla trúboða Stanley Jones um
örninn: “Þegar stormviðri skell-
ur á erni, heldur hann vængjun-
um þannig, að loftsstraumarnir
lyfta honum af afli upp yfir
storminn. Vængstaðan veldur
því. Kristnum manni er ekki
hlíft við sársauka, sorgum og
sjúkdómum, sem annað fólk
verður fyrir, en honum er gefin
sú vængstaða andans, að hann
hefst upp yfir raunirnar af afli
sjálfra þeirra.”
Vér kristnir menn og konur
þurfum eigi að örvænta um sigur
sannleika og réttlætis að lokum,
ef vér sækjum fram undir merk-
um konungs lífs og ljóss og hik-
um eigi við að taka oss á herðar
HAUST
Nei, það er ekki dauði — þó í draumi
sé dregin hendi yfir lífsins brá
á leiksviði, og stýrt sé tímans straumi
er stormar draga vetrar-tjöldin frá,
og fyrir eyrum haustsins gígjur gjalli
og glæstir litir skreyti blöð í falli.
Þar opnast heimur, breiður, blár og fagur
í bylgjum ljóss, við yzta sjónar hring,
þar birtist helgur heiðríkjunnar dagur
því himins stjörnu dýrð er alt um kring,
og norður ljósin mála meginn dráttinn
á meðan haustið leikur síðsta þáttinn.
En öldungur með gráum, gömlum hárum,
nú gengur fram við hljómleikanna són.
á ströndinni hjá bláum hafsins bárum,
hann bregður hendi að enni og skerpir sjón.
En kvöldið fellir kristals stjörnu skara
á klæði hans, og spurningu hans svara.
Þar sameinast nú alt sem lífið átti,
en aðeins lítill hluti af þessum draum
var hann, sem átti þátt í haustsins þátti,
og þátt, frá vorsins lífgefandi straum.
En draumurinn á skylt við alt og alla, —
að enda leiksins — vetrar-tjöldin falla.
Pálmi.
(Frh. á bls. 12)
JÓLIN 1944
Austur, heim til íslands fjalla,
andinn lyftir sér í dag,
þar sem kátir fossar falla
fram af bjargsins traustum stalla,
fagna landsins frelsis hag.
Stjarna ljós frá himni heiðum
hlær við fanna slæðum breiðum.
Nóttin hljómar lífsins lag.
Lít eg kot við litla hólinn,
liggja þar mín fyrstu spor,
systkin mín þar sitja jólin,
svalt þó blási um Tindastólinn
inni ríkir von og vor.
Mamma þylur mætar sögur
meðan kertaljósin fögur,
vekja fögnuð þrótt og þor.
Síðan mörg eg séð hef jólin
signd af kærleik, von og frið,
ennþá ljómar lífsins sólin
lítinn bæ við kæra hólinn,
minnar æsku sjónar svið.
Lát mig drottinn gullin geyma
glöðu jóla ljósin heima,
sem eg ungur undi við.
M. Markússon.