Lögberg - 21.12.1944, Síða 2

Lögberg - 21.12.1944, Síða 2
10 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944 Utvarpsræða jlutt í Fyrstu Lútersku kirkju, sunnudaginn 26. nóvember, 1944, af séra Valdimar J. Eylands. “Guö hefir ekki gefið oss hugleysisanda, heldur anda máttar, kœrleiks og stillingar.” (2. Tim. 1:7). vér verðum hrædd truflast eðli-*dauðann, dómsdag og annað líf. En Guð hefir ekki gefið oss Forystumenn hinna ensku- mælandi þjóða hafa sem kunn- ugt er, lýst því yfir að stríð það sem nú geysar í heiminum, sé Séra Valdimar J. Eylands meðal annars háð til þess að frelsa menn frá óttanum.. Er þar auðvitað átt við þann ótta sem stafar af stöðugri árásar- hættu herskárra yfirgangsþjóða sem vilja brjóta öll lönd og þjóðir til hlýðni við sig. Vér vonum og biðjum að sú hugsjón rætist og að því takmarki verði náð. Vissulega er það göfug hugsjón að berjast og jafnvel láta lífið fyrir : að mennirnir fái losnað við ok óttans. En óttinn er eins og tré með mörg- um greinum, þótt ein þeirra sé af höggvin standa samt margar eftir. í þessu erindi er það ti"l- gangur vor að reyna að skera eina litla grein af þessum myrka meið sem breiðir lim sitt yfir lönd og höf og knýr mannanna börn til að lifa í skuggum og við skelfingu alla sína daga, frá vöggu til grafar. Þess er þá fyrst að gæta að þetta tré, askur óttans, sprettur ekki í akri Guðs. Óttinn var óþekt fyrirbrigði í aldingarðinum forðum, alt fram að þeim tíma er syndin kom til sögunnar. Óttinn í öllum sínum margvíslegu myndum er því á- vöxtur syndarinnar. Hinn helgi rithöfundur sem færði orð texta míns í letur staðhæfir hiklaust : “Guð hefir ekki gefið oss hug- leysisanda.” En hvernig sem óttinn er til kominn hefir hann löngum verið trúr fylginautur vor allra. Fyrstu beinsku minn- ingar vorar standa ef til vill ein- mitt í sambandi við það að vér vorum hrædd. Ef til vill vorum vér hrædd við myrkrið, við ó- veðrið, við, annaíleg hljóð, við huldufólk, við álfa, eða jafnvel ókunnuga menn. Mörg móðir hlýtur að minnast þess að oft varð hún að rísa úr rekkju um miðjar nætur til þess að sefa ótta barna sinna sem vöknuðu við vonda drauma. Hinar frumstæðu þjóðir, sem standa börnunum næst að lífs- reynzlu og þroska eru ekki síð- ur en litlu börnin haldin af hug- leysisanda. Hugleysið, hræðs- lan, er sameiginlegt einkenni þeirra allra. Trúboðar sem starfa með þessum fullorðnu börnum frumskóganna, hafa margt um það að segja hversu djúpstæð hræðslan er í fari þessa fólks. Ekki þarf meira til en að fugl gali á grein þar sem hans er ekki von, að elding leyftri í lofti, eða að dýr hlaupi í gegn um skógarkjarrið, þá taka þessi hörundsdökku börn til fót- anna og forða sér frá hinni í- mynduðu hættu. Eirn af ávöxt- um trúboðsins, og venjulega sá fyrsti, er einmitt þessi : að frelsa þetta fólk frá öllum á- stæðulausum ótta við umhverfi sitt og lögmál náttúrunnar. Hver vill þá segja að kristilegt trúboð sé tilgangslaust, ef náð er þó ekki sé nema þessum fyrsta ávexti þess, að losa menn við óttann sem þjáir þá og skelfir á nóttu og degi ? Vér sem erum fullþroska, og búum í löndum heimsmenningarínnar hlægjum ef til vill að þessurn ótta barn- anna, og hinna fullorðnu frum- stæðu náttúrubarna, en þegar betur er að gætt höfum vér naumast mikla yfirburði yfir þau á þessu sviði. Því fer fjarri. að hin menningarlega og vís- indalega þróun samtíðarinnar hafi reynzt þess megnug að forða oss frá þessum anda. Aftur á móti hefir þessi þróun, þar sem henni er ranglega beitt, skapað mannkyninu meiri skelf- ingu, einmitt með þessari kyn- slóð, en dæmi eru til á nokkurri annari öld. Dagblöðin færa oss í allan sannleika um það, með fregndálkum sínum úr austri og vestri. En jafnvel vér sem njótum þeirrar náðar að búa í þeim löndum þar sem friður og farsæld ríkir heimafyrir og þurfum ekki að óttast árásir hervélanna, erum samt aldrei óhult né ókvíðin. Vér getum naumast snúið oss svo við að þessi harðstjóri, óttinn, standi ekki augliti til auglitis við oss. Margir á meðal vor kvíða kom- andi dögum, margir ganga í stöðugum ótta og angist vegna ástvina sem eru á fjarlægum og hættulegum stöðum, margir eru hræddir um að heilsan bili og hagsæld sín» dvíni. Allur slíkur kvíði er eðlilegur mannlegg talað, og fjarri er pað mér að ásaka nokkurn mann í því sam- bandi, eins og ástandið er nú í heiminum. En engu að síður hefir þessi stöðugi ótti lamandi áhrif bæði á líkama og sál. Læknar staðhæfa að hugsýkin, sem er skilgetið afkvæmi óttans í einhverri mynd hans, sé undir- rót margra líkamlegra mein- semda, að þær séu upphaflega sálræns eðlis. I hvert sinn sem legur gangur líffæranna, blóð- rásin tefst og hjartað veiklast. Þar sem óttinn sest að fyrir fult og alt í hjarta mannsins, hverfur hann tíðum af yfirborði vitund- arlífsins, verður einskonar hluti af manninum sjálfum, en heldur þó engu að síður áfram skað- semdarstörfum sínum á líkama og sál. Af þessu stafa svo marg- vísleg líkamleg mein og tauga- veiklun, sem menn þekkja ekki orsakir til. Óttinn, hinn enda lausa háspenna tilfinningalífsins hefir skemt eða eyðilagt það musteri Guðs sem á að vera helgað sakrarhentum lífsins í anda máttar, kærl-eiks og still- ingar. Hversvegna erum vér stöð- ugt óttaslegnir og hvíðandi, jafnvel oft án þess að vita að svo sé? Þeirri spurningu getum vér bezt svarað út frá eigin reynzlu vorri. Vér vorum oft hrædd ‘þegar vér vorum börn, en þó aðeins ef vér vorum ein á ferð. Ef vér gátum haldið í klæðafald móðurinnar gengum vér ótrauð í gegn um hin dimm- ustu göng; ef faðirinn var í fylgd með oss stóð oss næstum á sama á hverju gekk. En ef hvorugt þeirra var nærstatt gat það vel komið fvrir að vér næstum sturluðumst af hræðslu og hlypum eitthvað út í óviss- una án þess að vita fótum vorum forráð. Að þessu leyti erum vér ennþá á barnsaldri, og verð- um óttaslegin fyrir sömu ástæðu eins og litlu börnin sem eru skilin eftir á myrkum stigum. Einhvernveginn hefir f a r i ð þannig fyrir oss mörgum að vér höfum slept hendi föðursins, vér finnum ekki til návistar hans, og heyrum ekki rödd hans glögglega. Vér höfum glatað sambandinu við föðurhúsin á himnum; þessvegna erum vér hrædd við ógnir örlaganna, vonzku mannanna, óvissu fram- tíðarinnar, syndír sjálfra vor, þennan anda, heldur hefir hann gefið oss anda máttarins. And- spænis öllum ótta og angist sem lama líf mannanna. og spilla gleði þeirra, standa hin máttugu fyrirheit föðursins sem heldur í hönd vora og leiðir oss í myrk- viðum lífsins. Vilt þú ekki, kæra barn, nema staðar og hlusta á orð hans, og orð þeirra sem hafa fundið kraftinn í ná- vist hans ? “Þó eg fari um dimman dal, óttast eg ekkert ílt, því að þú ert hjá mér” (Ps. 23). “Drottinn ter ljós mitt og full- tingi, hvern ætti eg að óttast ? Drottinn er vígi lífs míns, hvern ætti eg að hræðast? Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum. Fyrir því hræðumst vér eigi þótt jörðir. haggist og fjöllin bifist og steypist í skaut sjávarins. (46) Óttast þú ekki, eg kalla þig með nafni, þú ert minn. Gangir þú í gegn um vötnin þá er eg með þér; gangir þú í gegn um eld skalt þú eigi brenna þig, og loginn skal ekki granda þér. (Jes. 43 : 2). Þeg- ar Kristur kom í heiminn á hin- um fyrstu jólum var koma hans tilkynt með þessum ógleyman- legu orðum : “Óttist ekki, því sjá, eg flyt mikinn fögnuð.” Hví- lík breyting mundi ekki verða á æfikjörum mannanna ef vér gætum tileinkað oss þennan anda máttarins, þennan anda guðstraustsins, sem gerir oss mögulegt að segja við sjálfa oss hvern dag : Eg þarf ekki lengur að strita undir oki óttans, mér er óhætt að fela alt mitt líf, og þá einnig líf barra minna og ástvina Guði á hönd í stóru og smáu, í blíðu og stríðu. Á hend- ur honum fel þú honum sem himna stýrir borg, það alt sem áttu í vonum og alt sem veldur sorg. Hann rekur burt kvíðann og gefur þér anda máttarins, og leiðir þig um grænar grundir þangað er þú munt næðis njóta. “Guð hefir ekki gefið oss hug- leysisanda, heldur anda máttar, kærleiks og stillingar. . .” Þess ber vel að gæta að þessi andi Guðs er aðeins gefinn þeim sem óska hans og biðja um hann í allri einlægni hjartans. Ef vér finnum til þess að vér eigum ekki yfir anda máttarins að ráða né heldur anda kærleikans og stillingarinnar, ber oss vel að gæta að ástæðum og þeirra þarf sjaldan langt að leita. Anda Drottiris er ekki fremur en öðr- um gjöfum hans, þröngvað uppá menn hálfvolga, eða jafnvel nauðuga. Eigum vér nógu ein- beittan vilja, nógu heilan hug svo að vér getum eignast, og látið þennan þríeina anda, anda máttar, kærleiks og stillingar stjórna afstöðu vorri og sam- bandi við Guð og menn ? Höf- um vér ekki stundum verið of heitir, stundum þá líka um of hálfvolgir. Höfum vér ekki í ýmsum málum látið stjórnast af smásálarlegum kotungsanda, anda hins uírdfrokaða, hrjáða og smáa, eða þá af víkingslund forfeðranna, fremur en af anda kærleika og stillingar? Hér læt eg hvern þann sem les sögu Vestur-lslendinga, hefir átt, eða á nú, þátt í að skapa hana, um svarið. Sannarlega höfum vér átt og eigum enn menn sem ekki hafa verið né eru nú háðir hug- leysisanda þegar til þess kemur að halda fram sannfæring sinni um eitthvert áhugamál. Um það er ekkert nema gott að segja. Enginn sannur maður getur borið virðingu fyrir þeirri per- sónu sem bíður átekta til að heyra mál þess sem síðast talar, og geldur við því já-yrði sitt, þótt það stríði gegn því sem þann sjálfur veit sannast vera, frammi fyrir dómi sinnar eigin samvizku. En hitt er jafnljóst að mönnum ber að búa saman í kærleika og temja sér stillingu og umburðarlyndi hvor í annars garð, jafnvel þótt þeir á ein- MANITOBA COMMERCIAL DAY AND EVENING CLASSES NEW TERM OPENS JANUARY 2nd 1945 EVENINGS— MONDAYS AND THURSDAYS The Business College of Tomorrow 9*t títe <MeanÍ JboauUaaut Wt 334 Portage Avenue (4 Doors West ot Eaton’s) TODAY! Telephone 36 565

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.