Lögberg - 21.12.1944, Blaðsíða 6
14
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944
HRINGJARINN
(Frh. frá bls. 7)
Nú var Hermóður kominn í
tölu þeirra manna, sem eiga
sjálfir að vinna sér brauð. Þrótt-
maður varð hann aldrei og gull-
smíða tækifærinu skaut ekki
upp á braut hans. Hann var
snemma lagtækur á smávegis
aðgerðir og það bætti oft úr fyr-
ir honum þar sem hann var í
vinnu og átti erfitt með að fylgj-
ast að fullu með þeim er sterk-
ari voru.
Þegar ár liðu, kom Hermóður
loks ár sinni svo fyrir borð, að
hann gat búið einn og sér í
kofa. Konan sem átti jarðnæðið
og húsið, krafði hann ekki gjalds
nema viðgerða á ílátum annað
slagið. Svo þarna sat Hermóður
og að honum söfnuðust katlarn-
ir og kyrnurnar eins og flugur
úr öllum áttum. Þá datt þetta
virðulega embætti ofan í hendur
hans. Það að hringja til helgra
tíða — og það í kirkjunni rétt
fyrir handan götuna við kofann
hans.
VL
Það var yndislegur vordagur.
Kirkjan á Hóli var troðfhll.
Þar fór fram margþætt og veg-
leg guðsþjónusta. Hermóður Búa
son streyttist við kaðalinn með
alvöru og krafti, svo enginn gat
um það kvartað að hringingin
væri ekki virðuleg. Það var auð-
fundið að Hermóður lagði sig
fram svo að ekkert skyldi á
vanta, er menn gætu í þessu til-
liti goldið til dagsins.
Á milli hringinga settist Her-
móður á hrúgu úti í horni á
klukknaportinu.
Nú bar svo til að tvær efna-
konur úr sveitinni, komu fram
í klukknaportið, í miðjum klið-
um. Þær Ása í Garði og Hildur
í Hlíð. Svo var mál með vexti,
að þó þær væru prúðbúnar og
með dýrindis silkisvuntur, þá
voru þær vanar að setja upp
alveg sérstakar, afar dýrar og
fagrar silkisvuntur, áður en þær
gengu inn að sakramentis borð-
inu. Aldrei endranær báru þær
þessi forkunnar fögru forklæði,
ekki einu sinni ilndir messugerð-
inni. Og nú voru .þær komnar
fram úr mannþrönginni, í þeim
erindum að skifta um svuntur
og setja upp þér sérstöku skraut-
silkisvuntur, er þær gengu með
til Guðs borðs. Altarisgangan var
að byrja.
Er konurnar sáu manninn, er
sat þarna á hrúgu, í óhreinum
fötum, varð þeim bilt við. Þær
hvestu brár og hnykluðu brýr.
Þær horfðu með meðaumkun, þó
vanþóknun á Hermóð. Maður-
inn fann tillitið og hypjaði sig
upp úr eigin hrúgaldi og út.
Konurnar töluðu ekkert orð
þarna um atvikið, en skiftu
klæðum, svo sem þær höfðu ætl-
að sér, fóru svo sína leið. Guðs-
þjónustan fór fram, sem til stóð
og Hermóður hringdi til út-
göngu að vanda.
Daginn eftir kom til Hermóðs
sendisveinn frá húsfreyjunni í
Garði. Hún óskaði eftir að Her-
móður kæmi á sinn fund, helst
sem fyrst, hefði hún í hyggju
að biðja hann um að gera nokkra
vinnu fyrir sig í fáeina daga.
Hermóður fór, sem óskað var.
Hermóður var ekki ásjálegur
er hann kom að Garði, er var
myndar og þrifaheimili. Hús-
freyjan tók sjálf á móti honum.
Hún lét hann fylgja sér í fram-
hýsi nokkurt, lítið en snoturt
geymslupláss. Þar lét hún Her-
móð setjast við borðhillu og
færði honum sjálf snæðing.
Maturinn var af beztu tegund,
sem hún átti, svið, bringur, hangi
kjöt, brauð og smjör. Skyr og
rjómi á eftir. Húsfreyja yrti á
Hermóð að fyrra bragði og
spurði hann frétta. Hermóður
svaraði stutt og helst með eins-
atkvæðisorðum. Orðin komu eins
og “bops” upp úr honum og
ekkert orð talaði hann við hús-
freyju að fyrrra bragði. Ása í
Garði var vel kynt og mikils
metin af samtíðinni. Hermóður
fann velvildarhug hennar til sín,
þó ekki gæti hann verið fjöl-
skrúðugri í viðræðum en þetta.
“Eg ætla að biðja þig að gera
við nokkur ílát fyrir mig, Her-
móður minn,” sagði húsfreyja.
“Það mun taka eina tvo eða þrjá
daga.”
Eitthvað gaus upp úr Her-
móði, sem átti að þýða sam-
þykki.
“Svo er nú reykháfurinn á eld-
húsinu alveg að verða ófær. Mér
þætti vænt um ef að þú gerðir
við hann eða smíðaðir nýjan
reykháf, eftir því sem okkur
kemur samna um, við skoðun á
honum.”
Aftur samþykkti Hermóður
með einhverju umli.
“En þú ert nú svo ósköp ó-
hreinn, Hermóður minn, að eg
má til að biðja þig um að þvo
þér og hafa þig dálítið til.”
Hermóður ræskti sig lítið eitt
en anzaði því svo ekki frekar,
er húsfreyja bar fram síðast.
“Eg skal hjálpa þér að þvo þér
um höfuðið og kroppinn, ef þú
vilt þiggja það.”
Hermóði hvarf kúffull skeið
af skyri og rjóma í munn, áður
en hann svaraði. Hann neytti
matar síns með seinlæti, sem vel
hefði mátt geðjast heilbrigðis-
fræðingum nýrri tíma. Að þessu
sinni tók hann enn lengri tíma
en vant var, áður en hann svar-
aði.
Húsfreyja hélt áfram, með
nærgætni, en festu við það er
um ræddi.
“Þú ert nú hringjari, Hermóð-
ur minn, og það sæmir ekki að
vera óhreinn í Guðs húsi. Þar
reynum við að tjalda öllu því
bezta, sem við eigum. Líkaminn
er íbúð sálarinnar og hjarta
mannsins er íbúð Guðs. Þetta
hangir alt hvað af öðru, það á
því 'við að öllu sé haldið við
svo veglega, sem við eigum kost
á. Eg skal aðstoða þig við að
þvo þér og hafa fataskipti, svo
sem þú óskar.”
Nú kom aftur eitt þetta “bops”
frá Hermóði, að þessu sinni mild-
ara en vant var, þó ekki laust
við að í því feldist tilfinning
fyrir niðurlægingunni, sem hann
var staddur í; en þó vann mest
á, að hann fann að hér var um
hjartahlýju að ræða. Hann svar-
aði því, er húsfreyja hafði alveg
lokið máli sínu, lágt en ákveðið:
“Eg tek mér til þakka.”
Eftir stundardvöl þarna hófst
ræstingin á Hermóði. Húsfreyj-
an kom með fyr§ta balann, lít-
inn þvottabala, með heitu vatni
í, grænsápu í íláti og ein þrjú
handklæði, er eigi höfðu verið
notuð áður. Svo kom hún með
hárgreiðu, kamb og skæri. Hún
var klædd í strigaföt yzt fata,
sem sýndi að hún taldi sig vera
að takast á hendur slitfatastarf.
Hún hafði líka bundið lérefts-
klút þétt að höfði sér Hún þvoði
höfuð Hermóðs með vandvirkni,
sem henni var lagin við öll störf.
Hún hreingerði höfuð hans og
klippti hár hans. Svo sópaði hún
hárinu saman og lét í bréf er
hún hafði komið með til þess.
Tók það svo með sér og vatnið
er hún hafði notað.
Að lítilli stundu liðinni kom
hún aftur með balann fullan á
ný af heitu hreinu vatni og al-
fatnað á handleggnum af manni
sínum.
“Nú þværðu þér um kropp-
inn, vel og vandlega, Hermóður
minn. Eg skal svo koma og hjálpa
þér að laga á þér neglurnar á
fótunum. Þær eru líklega slæm-
ar, ekki síður en á höndunum.
Svo ferðu nú í þessi föt, og Her-
móður minn góður, gyrtu skyrt-
una þína ofan í buxurnar. Það
gera allir karlmenn, að hafa
skyrtur sínar niður í buxunum.”
Eitthvað urgaði í Hermóði við
öllu þessu. Hann hafði sem sé,
tekið upp á því, upp á síðkastið,
að ganga með skyrtuna flak-
andi utan yfir buxunum. Það
prýkkaði ekki útlit hans.
Húsfreyjan skildi nú Hermóð
eftir á meðan hann tók laugarn-
ar, en kom í tíma aftur og var
þá Hermóður á að sjá sem nýr
maður. Það mátti sjá, að hár
hans hafði verið skoljarpt og
lítið eitt liðað. Að augu hans
voru blá, tók maður mikið meira
eftir en áður og að í þeim var
svipur sakleysis, fremur en
þeirrar eymdar, er Hermóður
lifði í.
Húsfreyja kom með þriðja
vatnsbalann með sér, ef ske
kynni að hann þyrfti meiri ræst-
ingar við. Hún leit yfir hendur
hans og fanst að betur mætti
þvo þær og úlnliðina, upp að
venjulegu skyrtuerma merki.
Hún gerði umbót á því. Svo
kraup hún á kné og gerði um-
bótaþvott á fótum Hermóðs. Hún
skar og hreinsaði neglur hans á
höndum og fótum og sá um að
hann klæddi sig vel í sokka og
skó.
1 annað skipti er húsfreyja
kom inn, var hún í venjulegum
hversdagsfötum." Aðeins strút-
bundinn klúturinn var kyr um
höfuðið, af þeim hlífðarfötum, er
hún hafði haft við höfuðþvott
Hermóðs. Strigafötunum hafði
hún brent.
Hermóður dvaldi í Garði um
viku tíma, í sóma og yfirlæti,
vel haldinn í fötum og fæði.
Húsfreyja launaði honum vinn-
una vel, er hann fór og hann
var eins og nýr maður í útliti
er hann kvaddi Garð.
Þrátt fyrir alt þetta var
skyrta Hermóðs komin utan yf-
ir buxurnar, áður en margar
vikur voru liðnar og hann orð-
inn óhreinn um hendur og and-
lit aftur.
VII.
“Vér vitum eigi hvaðan hann
kemur, eða hvert hann fer”, —
það er stormurinn, sem hér um
ræðir. — Mönnunum fanst þessi
nótt, sem risi hann á samtökum
íshafs og Atlantshafs. Á sviðun-
um er áður voru nefnd, og koma
með feikna fári inn á hákarla
og þorska veiði mið mannanna.
Lemja heljarkrafti gnýpurnar,
svo öll landsins fjöll tóku undir
og reistu bylgjur hafsins himin-
hátt.
Bátarnir með mönnunum í,
urðu eins og leiksoppar kyngis-
ins. Myrkur, frost og ótal ógnir,
sóttu fram þessa nótt.
Hermóður Búason kúrði sig
langt niður í bæli sitt um kveld-
ið. Það lagðist í hann, að það
yrði köld og ömurleg nótt og
að bezt væri að njóta friðar síns
og varma, svo vel, sem unt væri.
Hermóður lét Passíusálmana
undir koddann sinn. Oftast voru
þeir á borðkríli við rúmið hans,
en þetta var á föstunni og þá
leit Hermóður stundum á þá. Nú
var einhver ömurlegur aðsúgur
í náttúrunni og bezt að hafa
bókina undir höfðinu. — Svo
sofnaði Hermóður.
Stormurinn æddi sínar leiðir
með óhemju æði. Hann nagaði
freðin leiðin í kirkjugarðinum,
barði á kirkjunni, skók krossinn
á turni hennar, lamdi ólmum
höggum, hvern glugga, þak og
hús, alt, er vogaði sér að vera
áþreifanlega til og varð á vegi
hans. Það var eins og stormur-
inn gnísti tönnum af heift og
húsin og fjöllin og aðrir dauðir
hlutir, æptu ópi neyðarinnar á
|:!gte<e«ietetetetc!cie(etetcic!cic<ci6tetctetc(c«
\VARIETY SHOPPEi
697 Sargenl Ave.
630 Notre Dame Ave.
| Sími 21 102
w óskar öllum sínum við- 2
Sf skiptavinum gleðilegra jóla Í
v og góðs og farsæls nýárs. jjj
Lovisa Bergman
móti. Ákafleg óhljóð og ýlfur
heyrðust í storminum, svo sem
jörðin og alt það er á henni var,
styndi af kvölum.
Hermóður Búason hrökk upp
úr fasta svefni.
Hvað var þetta? Þetta hræði-
lega vein? Vein! Vein! Ó, svo
átakanlegt vein. — Þetta var
“Sálarveinið”, sem hann hafði
heyrt um í æsku. Þetta gat ekk-
ert annað verið. Vein, hræði-
legt vein.
Hárin risu á höfði Hermóðs,
svitinn steyptist út um allann
Innilegar jóla- og nýársóskir til íslendinga
Canadian Mamp Company
324 SMITH STREET
S. O. BJERRING, framkvæmdarstjóri
dttetstetetetetctctctctctetztetctetetctetetetetetetetetetetcietetctetctctetetetetetctetcteictctctetetctcv
i
■
I
|
5?
|
I
Sf
*
w
f
i
■
1
I
I
V
st
w
i
I
V
V
V
9
Innilegar hátíða kveðjur frá starfsmönnum
og stjórnendum
1
3
2
3
I
§
i
A
Í
3
3
f
Á
3
«
J|
SMk3t3l»iM>.9i9tS)3)k9)9t»t»t»a)»iatat3t9i»>)»»í»>t>)3t»9)>i3)3)>>>)9t>l3ia)>:ai9»ta)»3l>)3i«!
Œíje jHarlöorougf) ||oteI
Hvorí heldur um næturgslingu, máliíðir eða siórveizlur er
að ræða, þá er það vísi, að þér njóiið hvergi beiri visiar,
viðmóis né viðurgjörninga en á hinu vingjarnlega og
veglega MARLBOROUGH HOTEL á Smiih Sireei við
Poriage Avenue.
F. J. FALL, ráðsmaður.
(Niðurl. á bls. 15)
r
■
8
V
I
itctctetctctctctetetctetctetetetctctetetctetetetcteteteteteteictetetetctetetetetetetetcteteicteteietcis
£
1
i
3
3
SQFEUIQYI
Siarfsfólk og framkvæmdarstjórn Safeway búðanna
flytur yður innilegar óskir um
GLEÐILEG JÖL OG GIPTURÍKT NÝÁR
3
g
v
{
I
fi
i
í
|
w
w
w
i
1
ft»»»»»»»M»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3>«
|
3
I
i
I
3
Hátíðakveðjur
HOLT
RENFREW
LOÐFÖT — TÍZKUSNIÐ — KARLMANNAFÖT
PORTAGE at CARLTON
Innilegustu jóla og nýársóskir
til allra Islendinga
FRA
DOMINION MOTORS
LIMITED
STÆRSTA FORD BIFREIÐASÖLUFÉLAG í CANADA
SKRIFSTOFUR OG BÍLASÝNINGASALUUR Á HORNINU A
Fort Street og Graham Avenue
WINNIPEG, MAN.
PHONE 98 441