Lögberg - 21.12.1944, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944
15
Þegar afi var lítill drengur
Stúlkur og drengir:
Okkur krökkunum þótti ósköp
vænt um afa. Einu sinni rétt fyrir
jólin, þegar við vorum í óða önn
að skreyta jólatréið okkar, kom
afi. Hann brosti þegar hann sá
hvað við vorum að gera og sett-
ist hjá okkur. Eftir dálitla stund
tók eg eftir því að afi var í
djúpum hugsunum, það var eins
og hann væri kominn langt í
burtu frá okkur. Eg hljóp til
hans og spurði hvað hann væri
að hugsa um. Afi strauk hárið
á mér, horfði blíðlega á mig og
sagði.
“Eg var að hugsa um jólin
heima á íslandi, þegar eg var lítill
drengur.”
“Ó, góði afi, segðu okkur frá
því,” báðum við og settumst öll
hjá honum. Okkur þótti svo gam-
an þegar afi eða amma sögðu
okkur sögur.
“Þegar eg var lítill”, sagði afi,
“þá höfðum við ekki jólatré eins
og þið. Við áttum heldur ekki
von á mörgum gjöfum og við
þektum ekki Santa Claus, samt
sem áður hlökkuðum við alveg
eins mikið til jólanna eins og þið
gerið núna.
í marga daga á undan var ver-
ið að undirbúa fyrir hátíðina.
Húsið var þvegið þar til það var
tandurhreint frá einu horni til
annars. Mamma saumaði, bak-
aði og bjó til allskonar rétti, sem
ilmuðu upp allan bæinn. Hún
bjó líka til mikið af kertum, þvi
þá voru engin rafljós, en bær-
inn varð allur að vera uppljóm-
aður á jólunum. Allir áttu að fá
kerti og við systkinin líka. En
hvað við hlökkuðum til!
Svo kom loksins aðfangadag-
urinn. Fólkið flýtti sér að ljúka
verkum sínum, baða sig og klæða
í beztu fötin sín. Mamma hafði
saumað ný föt á mig ög systir
mína. Hvað við vorum upp með
okkur þegar við vorum búin að
klæða okkur í þau.
Allir urðu að vera tilbúnir
klukkan sex á aðfangadagskvöld
því þá byrjuðu jólin og þá var
alheilagt. Þá var sungin jóla-
sálmur og allir beindu hugan-
um í lotningu að hinum dýrðlega
viðburði — fæðingu frelsarans.”
Og afi sagði okkur margt fleira
um jólin á íslandi. Eitt af skáld-
um Islands hefur sagt í undur-
fögru kvæði það sama, sem afi
sagði okkur. Þið skuluð lesa kvæð
ið oft, þangað til þið kunnið það.
V
;ictetetc<ctctete«tetetcictete>cte«<e<e<s>c>c>c«
8
Innilegar hátíðakveðjur
| JO-ANN
j Beauty Shoppe
|
1
H. Josephson
Joan Green
693 Sargenl Ave.
Phone 80 859
1
1
8
8
ettetetctetcM
§ lnnile
S til ísh
etetetetetetetetetetetetetetetetetetete®
til íslendinga
G. K. STEPHENSQN
|
9
i
i
I
«S)>)S)9)9)S)9)>)9)StS)S)S)»9t9)S)9)»9)S)»»9)í
Plumber
1061 DOMINION ST.
Sími 89 767
Kvæðið er svona:
HRINGJARINN
(Framh. jrá bls. 14)
líkama hans. Angistin gagntók
hverja taug og æð hans. Hann
stökk upp úr rúminu. Sál, manns
sál var að glatast. Maður eins
og hann, var rekinn um alla ei-
lífð út frá öllu góðu, öllu góðu,
öllu guðlegu, vein vein, ógurlegt
vein.
Hermóður steyptist fremur en
gekk úr rúminu og fram gólf-
ið. Hann hálfdatt um alt er fyr-
ir honum varð. Steðjinn fór um
koll, katlarnir fuku í allar áttir
með brothljóði og bramli, kyrn-
urnar ultu og hentust út um alt,
JÓL
Með langþráðu kertin var komið inn, —
hann kveikti á þeim, hann pabbi minn, —
um súðina birti og bólin.
Hann klappaði blítt á kollinn minn
og kysti brosandi drenginn sinn, —
þá byrjuðu blessuð jólin!
Þá tók hún úr kistli, hún mamma mín,
og mjúklega strauk það, drifhvítt lín
og breiddi á borðið við gluggan.
Á rúminu sátum við systkinin,
þar saman við jólakvöldverðinn, —
en kisa skaust fram í skuggann.
Svo steig eg með kertið mitt stokkinn við
og starði í ljósið við mömmu hlið,
hún var að segja okkur sögur
af fæðingu góða frelsarans,
um fögru stjörnuna’ og æsku hans,
og frásögnin var svo fögur!
Svo las hann faðir minn lesturinn,
og langþreytti rausnasvipurinn
á honum varð hýrri og fegri.
Mér fanst sem birti yfir brúnum hans
við boðskapinn mikla kærleikans
af hugblíðu hjartanlegri.
Og streyma’ eg fann um mig friðaryl,
sem fundið hafði eg aldrei til
og sjaldan hef fundið síðan.
Og bjartari og fegri varð baðstofan,
og betur eg aldrei til þess fann,
hve börn eiga gleðidag blíðan.
Stúlkur og drengir! Eg óska ykkur öllum gleðilegra jóla.
Huldukona.
THE CITY DRAY
Company Limited
Flyíjum íslendingum hugheilar jóla- og nýárskveðjur.
A COMPLETE CARTAGE SERVICE
Sími 29 851
114 KING STREET
WINNIPEG
rykið fauk upp í mekki. En Her-
móður hugsaði ekki um neitt
af þessu. Sál! Sál! mannssál var
að týnast, týnast, týnast úti í
þessum ægilega hildarleik nátt-
úrunnar. Þetta vein, svo langt,
skerandi, ömurlegt, átakanlegt,
var enn í loftinu. Það barst yf-
ir kofann hans, sveimaði yfir
sveitinni, færðist altaf, að því er
virtist frá kofanum. Það varð að
bjarga manninum, bjarga hon-
um. Já, víst var hægt að bjarga
honum. Hermóður hafði aldrei
á æfi sinni orðið eins ákveðinn.
Hann gaf ekki gaum um augna-
blik öllu því, sem honum hafði
verið sagt um það, að enginn
mætti biðja um náð handa þess-
ari tortímdu sál. Hann vissi um
að hún bjargaðist ef hann bara
kæmist í klukknaport að hringja.
Kirkjuhringingin var bæn, bæn
í Jesú nafni. Bæn, sem óhjá-
kvæmilega heimtaði náð, er hún
kom svó sem upp um krossinn
sjálfan. 1 kirkjunni, úti í kirkj-
una að hringja.
Það setti mikla ógn að mörg-
um, þessi ofviðrisnótt. Hún var
svo geigvænleg, að jafnvel á
þessum stöðum, átti hún fáa sína
líka. Maður neðan úr víkinni,
kom að Hóli að hitta bóndann á
kirkjustaðnum að máli, morgun-
inn eftir.
“Það var mikið óveður þetta,”
sagði bóndi.
“Já, svo var það,” svaraði vík-
urmaður dauflega, var þó mikið
niðri fyrir.
“Eg hélt að hann myndi svifta
öllu hér af hólnum,” sagði stað-
arbóndinn.
“Það var nú von. Hann svifti
nógu. Þrjátíu og sex menn hafa
farist úr Víkinni í nótt,” sagði
komumaður.
“Hvaða býsn eru að heyra
þetta,” sagði bóndi og var snort-
inn. “Síst að furða þó hringt væri
í kirkjunni í nótt.”
“Svo er það. Einhver hefir sótt
fast að komast heim Hringingin
heyrðist glöggt um alla Víkina,
það hefi eg frétt nú.”
“Það ber margt fyrir í slíku
veðri og þegar slik tíðindi ger-
ast,” sagði bóndi.
“Hverjir eru farnir?”
Komumaður taldi þá upp.
“Eru nokkur lík rekin?”
“Já, ein tíu. Það er þess vegna
að eg kom hingað. Það þarf að
ráðstafa jarðsetningu þeirra.”
“Svo er það,” sagði bóndi.
“Við skulum koma út í kirkj-
una.”
Þeir gengu innan skamms út
í kirkjuna.
“Hvað er að tarna? Hermóð-
ur gulli liggur þá hér”, varð
bónda að orði, er þeir komu í
klukknaportið.
Víkurmann setti hljóðan.
Hermóður Búason lá örendur
í klukknaportinu. Báðum köðl-
um hafði hann vafið um hendur
sér. Hann hafði auðsjáanlega
dáið við að hringja.
GLADSTONE TALAÐl GRISKU
Breskir ráðherrar þóttu sjaldan
firóðir um erlendar tungur hér
áður fyrr og þessvegna vakti sú
frétt athygli, að Gladstone hefði
haldið ræðu á grísku í Aþenu-
borg. En ljóminn fór von bráðar
af þessu afreki, því að Gladstone,
sem var góður í forngrísku,
kunni engan framburð í nútíðar-
grísku. Þegar Grikki einn, sem
hlustaði á ræðuna, var spurður
hvernig honum hefði þótt Glad-
stone segjast, svaraði hann, að
auðvitað hefði þetta verið falleg
ræða, en því miður hefði hann
ekki skilið eitt einasta orð, sem
heldur ekki væri von, því að
hann kynni ekki ensku.
BIGGAR BROS.
LIMITED
COAL COKE and WOOD
425 Gerlrude Ave.
Phone 42 844
ettetetetetetetetetetetetetetcteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteteicteteietetetetef
Innilegar Jóla- og Nýárskveðjur
lil vorra mörgu íslenzku vina
E
I
|
8
w
9
1
9
B
f
9
9
9
9
9
B
9
v
9
y
9
i
9
9
9
9
9
if
0»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»3)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»e
8
*
K
1
1
r
&
1
«
K
fi
K
OXFORD HOTEL
WINNIPEG, MAN.
ROBERT RODVICK, framkvæmdarstjóri
K
m
1
8
k'
2
K
I
8
«5
K
K
%
Rttctetctctetetetetctetcteteteteietctctetetetetetetetetetetetctctetetetetetete'etctcteteteictctetctnMV
* %
sí 8
Jóla og nýárs kveðjur frá
^ starfsfólki og sljórnendum
ð %
I ]
I BLACKWOODS BEVERAGES LTD. |
9 «
8
V
■
9 Ef ykkur þyrsiir um jólin eða á komandi ári þá reynið
YOU LIKE
I
*
«
1
s
K
■
|
f
I
I
I
V
■
I
8
K
s*
*
s#
f
E \
&»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»S)»»»Í
IT LIKESYOU
(itetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetetctetcteteteteteieteteietetcteteietetes
í K
%
J
8
8
8
%
2
8
I
Við óskum vorum íslenzku viðskiptavinum gleðilegra
Jóla og gifturíks Nýárs!
.Rovatzos Flower Sliop
Our Specialty: Wedding Corsage and Colonial Bouquets S
Blómapantanir jyrir hátíðirnar greiðlega aj hendi leystar
’tctevtcmteictctcvtctcteteutetetctctetetetctetetctetetcteteteictctctctetetctctctetctctetetcictetetetctctetctctctetetetctctctctctctctctetctctctctetetEtev
‘ 8
íslenzkir Byggingameistarar Velja
TEN /TEST í allar sínar byggingar
Þessi Insulaiing Board skara fram úr að gæðum...
Seld og noiuð um allan heim —
Fyrir nýjar byggingar, svo og til aðgerSa eða end-
urnýjunar fullnœgir TEN/TEST svo mörgum kröf-
um, að til störra hagsmuna verður. Notagildl þess
og verð er ávalt eins og vera ber. Og vegna þess að
það kemur í stað annara efna, er ávalt um auka-
sparnað að ræða.
TEN/TEST hefir margfaldan Ulgang sem insulating
board. Pað veitir vörn fyrir of hita eða kulda, og
trygglr jöfn þægindi hvernig sem viðrar. Pessar auð-
meðförnu plötUr tryggja skjötan árangur og lækka
innsetningarverð.
1 sumarheimilum eða borgarbýlum, skrifstofum, fjöl-
mennistbúðum, útvarpsstöðvum, samkomusölum og
hötelum, tryggir TEN/TEST lifsþægindi, útilokun
hávaða, og fylgir yfirleitt fyrirmælum ströngustu
byggingarlistar.
Otbreiðsla og notkun um ailan heim gegnum viður-
kenda viðskiptamiðla, er trygging yðar fyrir skjótri,
persönulegri afgreiðslu. Ráðgist við næsta TEN/
TEST umboðsmann, eða skrifið oss eftir upplýsingum.
Bus. 27 989
PHONES
Res. 36 151
255 Notre D ame Avemiie
WINNIPEG, MAN.
I \ i
»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»«!
HLÝJAR
SKREYTIR
ENDURNÝJAR
TEN-TEST
Insulating Wall Board
LÆKKAR
KOSTNAÐ
VIÐ HITUN
i INTERNATIONAL FIBER BOARD LIMITED, OTTAWA
9 -----------------------------------------------------------•-------*
| WESTERN DISTRIBUTORS: ARMSTRONG DISTRIBUTORS LTD. winnipeg.man ;
aSð)»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»9'.»»»»»»»»»»»»»»»»»»»4