Lögberg - 21.12.1944, Page 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 21. DESEMBER 1944
21
Vofan við Bull Head
Það gæti ekki veric^jólasaga ef
hún hefði ekkert um huldufólk,
vofur eða annað yfirnáttúrlegt
að segja. Gamla fólkið trúði því
að það væri einmitt á jólunum,
ef nokkurntíma, að menn yrðu
varir við ýms undarleg atvik og
sæju, töluðu og jafnvel flýgjust
á við verur sem endranær létu
ekkert á sér bera. Enda varð
þeim oft hált á því vinnumönn-
unum, sem buðust til að gæta
bæjarins meðan heimilisfólkið
fóf til messu jólanóttina — eða
•evo segja þjóðsögurnar.
En svo getur verið að margar
af þessum sögum hafi orðið til
eftir að menn voru búnir að
neyta góðrar hressingar, svona til
undirbúnings undir jólin. Imynd-
unaraflið hefir þá fengið í sig
nýjan kraft og hefir neitað að
vera bundið hinum jarðnesku
takmörkum þess hversdagslega.
En Jón var saklaus af öllu
slíku. Hann var í fiskimanna-
kofa norður á Winnipegvatni.
Það var sannkölluð þurrabúð, því
hvorki Jón né félagar hans höfðu
haft deigan dropa sér til hress-
ingar í margar vikur — og voru
þess utan mestu hófsmenn, eins
og allir fiskimenn á Winnipeg-
vatni eru. Jóni fanst því að jólin
yrðu dauf, nema því aðeins að
hann steikti kleinur til að hafa
með kaffinu sjálfan jóladaginn.
Og hann var einmitt að því
þennan aðfangadag jóla, sem
sagan gerðist.
Jón var sem sé matreiðslu-
maðurinn og voru fjórir fiski-
menn í kofanum, sem töluðu
stundum margt og hugsuðu fleira
um matreiðslu Jóns, ekki sízt
ef veiðin var léleg. Jón hafði
verið norður á vatni áður, en
þetta var í fyrsta skipti, sem
hann hafði verið ráðinn til mat-
reiðslu.
Fiskimannakofamir, því þeir
voru nokkrir, stóðu framarlega á
háum kalksteinstanga, sem geng-
ur austur í vatnið, nokkuð fyrir
sunnan “mjóddina” (Dog Head
sundið). Á uppdráttum er þessi
tangi nefndur “The Bull’s Head”
en fiskimenn og aðrir, sem bezt
þekkja öll örnefni þar nyðra
kalla hann Bull Heacl. í sólskini
og góðviðri er tanginn fagur og
tignarlegur að sjá, því eins og
sagt var, stendur hann hátt og
er þakinn sígrænum furuskógi.
En þegar þykt er loft og úði, eða
fjúk er á veturna, er hann dimm-
ur og drungalegur.
Fyrir framan tangann er vatn-
ið djúpt og straumar miklir. Þar
var veidd mergð af birting, áður
en Bandaríkjastjórn tók upp á
þeim óþarfa að banna innflutn-
ing á honum. Ástæðan gefin fyr-
ir banninu var sú, að þessi fisk-
tegund væri ekki heilnæm fæða
— að minsta kosti fyrir vini okk-
ar sunnan “línunnar”. En þetta
þykir fiskimönnum á Winnipeg-
vatni hleypidómur einn, því þeir
hafa nærzt á birting svo árum
skiptir og eru allir miklir menn.
Eg heyrði getið um einn sem
neitaði algerlega að setjast að
matarborðinu nema að á því
væri að minsta kosti átta birting-
ar soðnir, sem honum einum
væru ætlaðir. Honum fanst það
ekki ómaksins vert að byrja á
minnu.
Þessum tanga fylgir gömul
saga. Munu Indíánar hafa fyrst-
ir sagt hana því þeir eru manna
skygnastir og bezt lærðir á hulin
fræði.
Eftir að uppreisnin í Norðvest-
urlandinu, 1885 var bæld niður,
var sumt af hernum sent ofan
Saskatchewan fljótið til Grand
Rapids og þaðan svo á gufubát
til Selkirk. En svo segir sagan að
seint um haustið hafi þrír her-
menn sem af einhverri ástæðu
höfðu orðið seinni en hinir, kom-
ið til Grand Rapids. Var þeim
ráðlagt að halda þar kyrru fyrir
þar til vatnið væri lagt. En þeir
vildu ekkert hyllast þau góðu
ráð; kváðust vilja fá sér bát og
halda svo til Selkirk og reyna
að komast heim til sín til Austur
Canada fyrir jólin. Svo varð úr
að þeir lögðu á stað á bát, sem
þeir fengu þar og gekk ferðin
slysalaust unz þeir komu suður
fyrir mjóddina á vatninu. Þá
skall á bylur, eins og oft vill
verða á Winnipegvatni og bátn-
um hvoldi. Hermennirnir drukkn
uuð og ráku lík þeirra upp á
Bull Head tangann. Segir sagan
að þar hafi þau svo verið grafin.
Þar hvíla þessir hermenn í ró
og næði — nema á jólunum. Á
hverjum jólum fara þeir á kreik
og reika fram og aftur um tang-
ann. Þá eru þeir að leita til
mannabygða — og heimleiðis, en
virðast aldrei hafa komist neitt
af tanganum.
Svona var sagan eins og eg
heyrði hana fyrir mörgum árum.
Hún getur hafa breytzt síðan —
eða jafnvel gleymst. Indíánar
sögðu að sagan myndi óefað vera
sönn því margt undarlegt og ó-
skiljanlegt hefði komið fyrir
norður á Winnipeg vatni og
margir séð þar merkilegar og
sjaldgæfar sýnir, ekki sízt um
jólaleytið. En eini hvíti maður-
inn, sem eg heyrði getið um að
hefði komist í persónulegan
kunningsskap við þessar vofur,
var Jón matreiðslumaður, og lá
við sjálft að það gerði út af við
hann.
Það var á aðfangadag jóla. Jón
stóð við eldavélina og var að
steikja kleinur. Þó klukkan væri
ekki nema liðlega þrjú var farið
að dimma í kofanum. Hár furu-
skógur var á þrjá vegu kringum
kofann svo það var ekki nema
þegar sól var hæst á lofti að
vel bjart mætti kallast þar inni
í skammdeginu.
Það var líka þykt uppi yfir og
norðarfjúk en ekki svo að fiski-
menn gætu ekki haldist við úti
á ísnum, dregið upp netin og
tínt úr þeim fiskana. Þegar Jón
leit út um gluggann á austurvegg
kofans, sá hann til félaga sinna,
Magnúsar og Björns — því þarna
var aðdjúpt og ekki langt að
sækja. Hina tvo sá hann ekki,
þeir voru í annari átt. Á norður-
hlið kofans var annar gluggi og
gegnum hann gat Jón séð slóð-
ina að næsta kofanum fyrir norð-
an. Slóðin var vel troðin því
fiskimennir heimsóttu oft hver
aðra, bæði til að forvitnast um
afla og svo til að tala um lands-
ins gagn og nauðsynjar.
Meðan Jón var að steikja klein
urnar, rifjaði hann upp fyrir sér
ýmsar jóla sögur, sumar hafði
hann lesið í þjóðsögunum og
aðrar hafði hann heyrt hér og
þar. Sumar voru all magnaðar.
Hann hafði heyrt söguna um
hermennina þrjá. Þeim hafði ver
ið lýzt svo að þeir væru í rauð-
um stökkum, í bláum buxum og
með loðhúfur á höfði. Sagan var
náttúrlega heilaspuni — en
samt þótti Jóni það merkilegt að
búning þeirra skyldi vera lýzt
svona nákvæmlega. Kynblending
ur sem var að fiska á þessum
stöðum hafði fyrstur manna sagt
Jóni söguna og staðhæft að hann
sjálfur hefði séð þá. Og hann
sýndi Jóni nákvæmlega hvar þeir
höfðu verið og lýsti búning
þeirra. Fanst Jóni því að þetta
benti á að kynblendingurinn
segði satt — en hann var samt á
báðum áttum með að trúa þessu.
Reyndar var mögulegt að Indí-
ánar vissu lengra en nef þeirra
náði. Hann hafði líka hitt fyrir
sér landa, sem trúðu ólíklegri
sögum eins og nýju neti.
Eftir því sem leið á daginn
dimmdi enn meira í kofanum.
Jón horfði fram á ísinn af og
til og óskaði að piltar færu að
koma heim — það væri skemti-
legra fyrir þá alla að vera
snemma búna á aðfangadags-
kveldið. Jón var ekki að óska
þess af því að honum liði neitt
illa, eða leiddist dökkrið — ekki
baun!
Svo var Jóni litið út um norð-
ur gluggan, og hárin risu beint
upp á höfðinu á honum. Hefði
hann verið með hatt, þá hefði
hatturinn án efa fokið út á gólf-
ið. Þarna norður á slóðinni milli
kofanna var einhver vera í rauð-
um stakk, bláleitum buxum og
með loðhúfu á höfðinu! Ekki nóg
með það, vofan stefndi á kofa
Jóns — og henni miðaði drjúg-
an!
Jón beið ekki boðanna. Hann
yfirgaf kleinupottinn og þaut út
eins og hann var, berhöfðaður,
slopplaus og með hvítu svunt-
una. Hann hljóp sem fætur tog-
uðu ofan að vatninu og út á
ísinn. Hann gaf sér eitt augna-
blik til að horfa um öxl sér og
sjá hvort draugurinn kæmi á
eftir. Honum var ekki til set-
unnar boðið; það sá hann strax.
Hér var ekki lengur um neitt
að efast. Þetta var einn hinna
löngu látnu hermanna og hann
hafði gert krók á leið sína og
kom nú á eftir Jóni.
Jón þóttist oft hafa getað
hlaupið en allt sem hann hafði
orkað hingað til í þeim efnum
var sem hægur gangur í sam-
anburði við sprettinn, sem hann
nú tók undir sig.
Jón stefndi beint til. Magnúsar
og Björns. Þeir höfðu með sér
exi og íspikk, og gátu því tekið
duglega á rúóti afturgöngunni.
Reyndar var Jóni óljóst hvort
þessi morðtól myndu nokkur
áhrif hafa á drauginn, en allt
» «!eie!e!€i6fe«ie«!e!e!eieie!«i€íei€«tei««e««
Gleðileg jól
» gott og farsœlt nýár §
1
£ S
| PRINCESS TEA ROOM *
2
$5 Selkirk Manitoba fi
1 8
&»9>3>at9>a>a}»l3lB)3t3i9í3!Si»»!9)3!S;3i3ias2iiK
leieteieieieteieigteie »«!€'« leieieieieteieieieie*
„ HÁTÍÐARKVEÐJUR £
■V ^
^ til viðskiptavina vorra X
11 IIr r s
I I J ■r'nop S
S I + * Formerly:. £
p ISt. Matthews j|
@ r Hairdressing S
Í 802 ELLICE AVENUE Í
Cor. Arlington St. Phone 36 731 Í
Lillian Eyolfson Herdis Madden 2
SÍSi3)at9)3)»lSiat3)3}at»)3)3)»»t3i3)ata)3)Bi3)3l«
var reynandi í þessum ósköpum!
Magnúsi varð litið upp eftir
að hann hafði kippt vænum birt-
ing úr netinu og átti bágt með
að átta sig á því, sem fyrir aug-
un bar. Hann þóttist þekkja Jón,
af svuntunni — en honum hafði
aldrei dottið í hug að Jón gæti
hlaupið svona hart. Jón virtist
ekki snerta ísinn, nema endrum
og sinnum. Hann leið, fremur en
hann stykki yfir smáskafla og
aðrar mishæðir eða tálmanir á
leið hans. Aldrei hafði Magnús
séð aðra eins ferð á nokkrum
manni.
Magnús þekkti enn ekki þann
(Frh. á bls. 22)
gfteteteteteteteteteicteteieteteietcteteietetetetetetcteicietetetetctetetetetetcteteteteteietetetetetete^
¥ Tvær af búðum okkar eru í nágrenni viS yður. Komið við j*
í þeirri. sem nær yður er og kynnið yður kostaboð vor.
Það borgar sig áreiðanlega.
■
I
B
666 SARGENT AVE.
Sími 30 001
908 SARGENT AVE.
Sími 71 137
Fort Rouge Cleaners
INNILEGAR JÓLA- OG NÝÁRSÓSKIR!
ROBERTS & WHYTE LTD.
Sargent og Sherbrook
Sími 27 057
Jieietetetetetewtctcteietetete^ieteteteieteteteteteteieteteieteteteteieteteteieteieieieteteieteteteiew
Geo. D. Simpson óskar öllum íslendingum
gleðilegra jóla og góðs og farsæls nýárs.
með þökk fyrir gamla árið.
£
i
Geo. D. Simpson
Box Company Ltd.
Main and Partridge, W. Kildonan
Phone 54 339
%»»)a)»)a)»)a)a)>)>t>)»3)a)»»a)»ta)»»»a!a)a>»iatata)a)»)»)»>i>i»)»a)a)a)»t»t
1
1
£
1
fStetetetetetetetctetetetetetetetetetetetcieteteteteteteteteietetetetctetetetetetetetetetetetetetetetete*
1
Eg óska íslenzkum meðborgurum mínum
í Selkirk, til hamingju, heilla og gleði,
á jólunum, sem í hönd. fara og til gæfu og
góðs gengis á árinu komanda.
DR. W. H. G. GIBBS
taa)»)»a)*»»»»»a)»)»»»»»»a)at*»»»»»»»»»»*»»iat»»»*»»»»»a)atatatataot*
gieteteteteteteteieteieteteteteteteietetetetetetcteteteteteteteteteieteteteteietetetetetetetcteteteteteie
í *
Með innilegusiu jóla- og nýársóskum
frá
WILLIAM B. MIGIE
che;mist
!
*
K
ft
Cor. Porlage Ave. ai Beverley St.
É Winnpeg, Man. Sími 37 772 fjj
g I
«»»»»»»»»»»*»»3t»»»»»»»»»»»»*»at»*»3)»S)»»»»»»»»»»»*»*»»S
GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NYÁR!
H. Skaftfeld & Son
666 MARYLAND ST. — Phone 88 032
atetetctetetetetetetetetetctetetetetetetetetetetetetetetetetete'eteteteteteteteteteteteieteteteietetetw
Hugheilar Jóla- og Nýárskveðjur
iil okkar mörgu vina og viðskipiavina, með þökkum
fyrir greið og góð viðskipii.
! West End Food Market
680 Sargeni Ave.
Sími 30 494
S. Jakobsson, forsijóri
a»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»»*»3
Innilegar Jóla- og Nýárskveðjur
Við hátíðir þær, sem nú fara í hönd, flytjum
vér vorum íslenzku viðskiftavinum hug-
heilar árnaðarkveðjur með þökkum
fyrir ánægjuleg viðskifti.
Vér verzlum með allar tegundir af
fyrsta flokks málningarvörum og.
veggjapappír, sem margra ára reynsla
hefir sannfœrt almenning um, að nota-
drýgstar og ánægjulegastar verði, þá
um skreyting húsa og heimila rœðir.
"THE PAINTERS SUPPLY HOUSE"
Western Paint Co. Ltd.
121 CHARLOTTE STREET, WINNIPEG
Sími 25 851
)»»»»»»»;