Lögberg - 18.01.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 18.01.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 18. JANÚAR, 1945 Mynd þessi sýnir brezkan bálvarpsskriðdreka á orustu- stöðum Vestur-Hollands. Valdemar Kaempjjert: Vísindin munu ger- breyta tilverunni Styrjaldir nútímans krefjast geysilegs iðnaðar. Illmögulegt reynist oft að afla nauðsynlegra hráefna, og verða gerviefni þá að koma í þeirra stað. Iðnaðin- um fleygir því fram á ýmsum sviðum á þessum árum. Hin mikla þörf kennir mönnum ítr- ustu sparsemi og hagsýni. Stríðið leggur vísindamönnum og uppfinningamönnum mikla möguleika upp í hendurnar til þess að ryðja nýjungum braut. Það opnar hugi manna fyrir því, sem virðist tákna nýjar hug- sjónir, og greikkar klyfjagang hinnar iðnfræðilegu og þjóð- félagslegu þróunar. Hvaða breytingar rnunu nýj- ungar þær, sem nú verða til, hafa á lifnaðarhætti manna að styrjöldinni lokinni? Því er eigi auðsvarað. James Watt og Tomas Edison ollu meiri þjóðfélagsbreyt ihgum heldur en Alexander mikli eða Napóleon. Lifnaðar- hættir breytast eigi mjög, þótt eitt efni sé notað í annars stað, því að engar nýjar venjur skap- ast. En gufuvélin, rafmagnið, kvikmyndin, útvörpunin, bifreið in og flugvélin kippa mannin- um út af þjóðvegi venjunnar. Togleður var notað á 10.000 mismunandi vegu fyrir styrjöld- ina. Gerviefni, sem kostar helm- ingi minna en hið upprímalega, sýnir mátt iðnaðarins, en grip- irnir, sem úr gerviefninu eru gerðir, verða notaðir á sama hátt og áður. Ef einungis Jjarf að kasta handfylli af þurrkuðum ávöxtum út á pottinn til þess að gera góða súpu, breytast lifnað- arhættirnir, og grautargerðin verður auðveld. Athugum nú, hvernig hið mikla magn af léttum málmum er hagnýtt. Þeir eru eigi ein- ungis notaðir 1 flugvélar, hreyfil- hluta, potta og pönnur, heldur. einnig í nýjum tilgangi. Alumin- ium er notað í skip, sem fá við það aukið burðarmagn. Hægt er að létta þunga vörubifreiðanna um 2/3, en við það minnkar flutningskostnaðurinn. Um 1970 getur verið, að stál verði aðeins notað í áhöld, slithúðir og til þeirra hluta, þar sem gerviefni eru eigi fyrir hendi. Vélfræðingarnir spá því, að eftir styrjöldina muni fólksflutn ingsbifreiðar verða léttan og stærri en þær, sem Við höfum í dag. Vélin mun vera í afturhlut- anum, svo að ekillinn mun sjá veginn betur en áður. Vélin mun verða mjög sparneytin. Fram leiðslan mun aukast um helm- ing, og bifreiðarnar verða svo ódýrar, að aðeins hinn fátæk- asti verkamaður mun eigi megna að eighast þær. Á loftflutningana munu þó léttu málmarnir hafa enn meiri áhrif. Úr þeim eru gerðar risa- flugvélar með hliðsjón af stóru sprengjuflugvélunum. Hersveit- ir og vistir eru nú fluttar með flugvélum til margra vígstöðva. Cunard-Wihite Star Company hefur fegið í skyn í ársskýrslu sinni, að taka yrði tillit til risa- flugvélarinnar. Flugflutningar á slíkum flugvélum yfir úthöfin gætu svipt íburðarmikil skip eins og Queen Mary gildi sínu. Flugvélin mun aldrei útrýma járnbrautinni og skipinu sem vöruflutningatæki. í Afríku og Suður-Ameríku munu flugvélar verða notaðar mjög til flutninga, þar sem samgönguskilyrði eru mjög ill frá náttúrunnar hendi. Sjötíu og fimm smálesta flug- vélar hafa þegar verið smíðaðar. 'Haft er í hyggju að smíða 250 smálesta flugvél, og menn eins og Kaiser og Higgins hafa sýnt, hvernig það sé gerlegt á ódýran hátt. Héðan af skulum við fremur hugsa um fjarlægðir innan tak- marka tíma en vegalengdina. Hinn starfandi maður mun ferð- ast í fríurn sínum til fjarlægra heimsálfa og eylanda, sem hann hefur aðeins séð á myndum. Sumar- og vetrardvalarstaðir munu rísa upp á stöðum, sem aðeins landkönnuðir hafa hingað til heimsótt. Ef við litumst um á rann- sóknarstofum rafvísindanna, munum við kynnast hinni miklu þróun, sem stuttbylgjuútvarpið hefur náð. Fyrir fáum árum var loftið svo fullt af langbylgjum, að semja þurfti alþjóðareglur til þess að skipuleggja bylgjulengd- irnar. Róf stuttbylgjanna er næstum ómælandi; þess vegna skapa þær möguleika fyrir ótelj- andi sendistöðvar. Flugforingjar eru nú í stöðugu talsambandi við undirmenn sína og herstöðvar á jörðu niðri. Slík tæki munu verða mjög almenn og útrýma jafnvel stundareinangrun. Sennilegt er, að flugmenn muni í framtíðinni geta séð flug- völlinn, sem þeir ætla að lenda á, með fjarsýnistækjum sínum, þótt þoka og myrkur sé á. Þetta öryggi mun, ef til vill, auka út- breiðslu einkaflugvéla. Hin leynda þróun fjarsýnis- tækjanna mun verða í þágu fjöldans. Enn eru þau lítt þrosk- uð. Myndirnar sjást á svörtu og hvítu og eru litlar. Nú er unnið kappsamlega að því að láta þær birtast í eðlilegum litum. Sviðið verður stækkað, svo að einhvern tíma mun húsmóðirin eigi þurfa að fara í búðir til matarkaupa. Hún mun athuga matvælin í firð sjánni. Framtíðin mun bera í skauti sér fleiri næðisstundir frá dag- legu striti. Kvikmyndir og fjar- sýnitæki munu mennta og skemmta hinum komandi kyn- slóðum á ríkulegan hátt. Leik- húsin standast nú illa samkeppn- ina við kvikmyndahúsin, en í framtíðinni mun einnig verða óþarfi að sækja þau. Auðugt ímyndunarafl þarf eigi til þess að láta sér detta í hug, að fjöl- skyldan muni geta séð uppá- halds “stjömur” sínar birtast á tjaldinu heima hjá sér. íbúðarhúsin eru enn með mið- aldasniði. 1 framtíðinni mun einn veggur þeirra vera sýning- artjald. Þau munu verða búin lofthreisunartækjum, þvottavél- um og fjölda annara raftækja, sem hafa eigi enn náð almennri útbreiðslu. Að styrjöldinni lok- inni mun verða mikið um húsa- byggingar. Húsin munu verða framleidd í verksmiðjum. Ýmis- legt, sem að gagni getur komið í því tilliti, hefur lærzt við skipa- ^míðarnar. Gerð húsanna mun breytast að verulegu leyti. Á- h'erzla verður lögð á skynsam- legt fyrirkomulag nýtízku þæg- inda. Reykháfar og eldstæði, sem hafa fylgt húsunum, síðan á dögum Egypta hinna fornu, munu hverfa. Hægt mun verða að breyta húsunum eftir þörf- um fjölskyldnanna. Lyftan er eitt af þeim tgekjum, sem gerðu hin háu hús byggileg. Við það, að mörgum fjölskyldum var hrúg að í sama húsið, minnkuðu íbúð- irnar, en við það fækkaði barns- fæðingum. Ef til vill munu verk- smiðjugerðu húsin hækka fæð- ingartöluna með því að flytja fólkið úr íbúðum borganna. Meginrök þessara miklu yfir- vofandi breytinga í húsagerðar- list er framleiðsla nýrra efna, t. d. léttra málma og krossviðar. Múrsteinar, steinsteypa, borð og bjálkar munu eigi hverfa af sjónarsviðinu, en minna mun verða notað af þeim. Hin nýju hús munu verða létt- ari og sterkari en hin gömlu voru. Fáa menn mun þurfa til þess að setja þau sáman, og verða þau mun ódýrari. Með skínandi stálþökum og húsbún- aði úr alúmínium og krossvið er hægt að gera þau meira aðlað- andi en áður. Alls konar við er íægt að rista í flögur og líma lann saman á ný. Á þann hátt má gera nýjar innanhússkreyt- ingar. Gler mun einnig notað frekar en áður. En húsin munu eigi haldast eins lengi óbreytt og áður. Þau munu koma og hverfa með kynslóðunum. Þar eð fátt mun verða um þjóna, • munu innanhússtörfin aðallega hvíla á vélum, Matvæla verksmiðjur munu annast eld- hússtörfin að verulegu leyti. Þessar breytingar munu bæði verða í borgum og bæjum. Þær krefjast nýs iðnaðar og aukning- ar á sumum greinum hins gamla. Af þessu mun leiða aukinn fólks- straumur úr sveitinni til bæj- anna. Það þarf þó eigi að verða neitt áhyggjuefni. Fullkomnari jarðræktartæki en áður hafa þekkzt munu bæta úr fólksleys- inu. í öllu þessu felst meiri þjóð- félagsleg samræming og skipu- lag en áður hefur þekkzt. Fjöldaframleiðsla er ómöguleg án samræmingar. Síðan gufu- vélin varð til, hefur mannkind- in verið að laga sig eftir fjölda- framleiðslunni. Erfiðleikarnir á því, að skapa fjölbreytni, eru nú aðalvandamálið. Þjóðfélagið verð ur háðara vélunum við hverja nýja uppfinningu á tæknisvið- inu. Það er verðið, sem við verð- um að gjalda, þegar óhóf gær- dagsins verður að nauðsyn morg undagsins. B. Þ. þýddi lauslega. Samtíðin. ÞORVARÐUR STEFÁNSSON bóndi á Bakka við íslendingajljót Þorvarður Stefánsson \ “Það bezta sem fellur öðrum í arf, er endurminning um göfugt starf.” Davíð Stefánsson, frá Fagraskógi. Hann var fæddur að tíökulsá í Bopgarfirði í Norður-Múlasýslu 29. des. 1859, sonur Stefáns Bene- diktssonar Gíslasonar Halldórs- sonar prests á Desjarmýri, Gísla- sonar prests á sama stað. Móðir hans, fyrri kona Stefáns, var Helga Þórarinsdóttir frá Hval- nesi á Berufjarðarströnd í Suður Múlasýslu. Hún var fósturdóttir Þorvarðar Gíslasonar bónda á Höskuldarstöðum á Breiðdal. Þorvarður ólst upp með for- eldrum sínum á Jökulsá og síð- ar á Bakka í Borgarfirði, Móðir hans dó 29. ágúst 1879. Árið 1882 kvæntist hann Guð- ríði dóttur Jóns Sigurðssonar fræðimanns í Njarðvík við Borg- arfjörð. Árið 1886 flutti Þorvarð- ur og kona hans vestur um haf, ásamt Stefáni föður sínum og seinni konu hans Sigurlaugu, er einnig var dóttir Jóns fræði- manns í Njarðvík, en systir Guð- ríðar konu Þorvarðar. Þeir feðg- ar tóku heimilisrétt á landi rúm- ar tvær mílur norð-vestur frá ísléndingafljóti, þar bjó hann um sez ára bil, en flutti ásamt föður sínum og fjölskyldu hans að Bakka 1892. Stefán faðir hans dó' 29. des. 1914. Guðríði konu sína misti Þor- varður 5. okt. 1911. Þau eign- uðust 4 börn: Stefán Helgi, dó rúmlega árs- gamall á Islandi. Jón Kristján, dó hér vestra ársgamall. Stefán Helgi, járnsmiður, Riverton, kvæntur Nancey Jean Makara. Sigurlín Ágústa, gift Jóhanni Guðfinni Bjarnasyni bónda á Bakka. Hjá Stefáni á Bakka ólust upp tvær frændkonur Bakka hjón- anna, þær, Björg, kona Odds bónda Anderson á Vigri, við Gimli, og Sigurlaug Guðríður Eyjólfsson, ekkja Eysteins bónda Eyjólfssonar á Húsabakka við íslendingafljót. Yngri hjónin á Bakka, Jóhann bóndi og Ágústa kona hans, fóstruðu einnig upp Sigurlínu Guðríði, konu K. Thor- steinsson, bifreiðasala í Riverton. Á heimilinu á Bakka lifði til hárrar elli Sigurlaug, ekkja Stefáns föður Þorvarðar bónda. Við lát Þorvarðar á Bakka, á umhverfi hans á bak að sjá mæt- um manni, ágætum hagleiks- manni og vönduðu prúðmenni, er mátti í engu vamm sitt vita. Búskapur hans heppnaðist vel, heldur með fornum hætti, en jafnan affarasæll og stóð á göml- um merg, og bar sig vel. Heimil- ið var affarasælt, gestrisnis- og góðvildarheimili, yfirlætislaust, einkent af fágætri tryggð til ættmenna og vina bæði fyrr og síðar. Þorvarður var fágætur starfs og iðjumðaur, mun með sanni segja mega að sjaldan félli honurh verk úr hendi, á hans löngu ævi, fram til hinztu ævi- stunda, var hann þó oft lasinn síðustu árin, en naut þá, sem og jafnan fágætrar umönnunar Agústu dóttur sinnar, var elli hans björt og hlý á hinu ágæta heimili; og alla tíð, utan tvö, þrjá síðustu dagana hafði hann verk með höndum, eftir því sem kraftaf hans leyfðu. Þorvarður var svo hagvirkur að flest verk léku í höndum hans. Hann var ágætissmiður bæði á tré og járn. Einnig var hann góð- ur spunamaður á rokk, og mun talsvert hafa að því gert, eink- um á vetrum hin síðari ár, er hann mátti lítt úti dvelja að störfum. Dagbækur mun hann stöðugt hafa skrifað frá því að hann var á ungþroska aldri. Mun þar ýms söguleg gögn og marg- þættan fróðleik finna mega. Bendir það á frábæra festu og reglusemi og lýsir manninum og fróðleiksfýsn hans meir en iangt mál. Eg fékk að sjá dagbókina hjá ástvinum hans. Seinast var innfært í hana föstudaginn 15. des., en hann dó mánudaginn 18. des. Hafði átt heima á Bakka í 52 ár. Þorvarður á Bakka var yfir- lætislaus og sannur maður, einn hinna kyrlátu í landinu, er fylti vel sæti sitt í mannfélagi um- hverfis síns án þess að mikið á bæri. Heimili hans var hlýtt og vinsamlegt; ættar og vinatrygð hefir jafnan einkent það. En það var einnig trygt öllum velferðar- málum umhverfisins. Bræðra- söfnuður átti og á þar heilsteypta styrktarmenn. Trúarkend þessa látna vinar var djúp og stilt, auð mjúk og yfirlætislaus — og lotn- ingarfull. Og nú hefir hann safnast til feðra sinna í góðri elli; horfa ástvinir hans með söknuði og djúpu- þakklæti á eftir honum. En umhverfið hans, hin forna, svonefnda Fljótsbygð, ein sér- kennilegasta og um margt þrótt- mesta íslenzka bygðin vestan hafs, minnist iðjumannsins, hins kyrláta íslendings er fumlaus og sannur gekk að verki, að hinzta degi fram, og hefir indæla minn- ingu eftir skilið. Útför hans fór fram frá heim- ilinu á Bakka, og kirkju Bræðra- safnaðar í Riverton, þann 22. des., og var mjög fjölmqnn. Sum- ir trygðavinir hins látna komu úr fjarlægð til að fylgja honum síðasta áfangann. Útfararathöfnin var undir stjórn sóknarprestsins. S. Ólafs’son. GUÐFINNA SVEINSDÖTTIR JOHNSON Dánarminning. Þann 28. ágúst 1944, andaðist á Almenna spítalanum í Reéd Deer, Alta, ekkjan Guðfinna Sveinsdóttir Johnson, eftir stutta legu. Guðfinna var fædd 10. ágúst 1863 á Kirkjubóli' í Fáskrúðs- firði á Islandi. Foreldrar hennar voru Sveinn Árnason og kona hans Ingibjörg Björnsdóttir, er lengi bjuggu í Tungu og á Kirkju bóli í Fáskrúðsfirði. Guðfinna var alsystir Árna Sveinssonar í Argyle byggð, sem margir menn kannast við. (um ætt þeirra ma lesa í þætti Árna Sveinssonar í Almanaki O. S. Thorgeidssonar, 1939). Guðfinna sáluga ólst upp hjá foreldrum sínum, þar til hún fluttist vestur um haf. Árið 1880 giftist hún Kristjáni Jónssyni frá Þverá 1 Eyjafirði. (sjá Almanak Ó. S. Th. 1913). Reistu þau bú í grend við Garðar, N.-D., og bjuggu þar þar til ársins 1899 að þau fluttu búferlum vestur til Alberta og námu land skamt frá sem þá var kallað Sólheima P.O. og bjuggu þar æ síðan. Mann sinn misti Guðfinna 29. nóv. 1919, en hélt áfram búskap með tveimur yngstu sonum sín- um og yngstu dóttur um skeið. En nokkur síðustu árin með næst yngsta syni sínum, Clarence. Guðfinna sál. var 16 barna móðir þó aðeins 6 kæmust til fullorðins ára; af þeim eru að- eins 4 á lífi. Þau eru: Friðrik Kjartan, kvæntur Guðlínu Þór- laugu Guðmundsdóttur, Illuga- sonar; þau búa skamt frá föður- húsunum; Clarence Kristján Jón, ókvæntur, býr á föðurleyfð sinni. Vilhjálmur Victor, kvænt- ur konu af finskum ættum, býr skamt frá Sylvan Dake, og Ingi- björg Anna, gift (Mrs. Silver- berg), býr í Red Deer. Einnig lætur hún eftir sig 19 barnabörn og 11 barnabarnabörn. Guðfinna sál. var greind kona og starfsöm, umhyggjusöm og ástrík móðir og húsmóðir, höfð- ingi í lund, og mætti manni æfin- lega hlýleiki, alúð og höfðing- skapur er maður kom á heimili hennar. Hún var sjálfstæð í skoðunum og trúrækin, sem hef- ur óefað hjálpað henni til að stýra beint gegn mótvindi lífs- ins og ná friðsælli höfn. Jarðarförin fór fram frá Lút- ersku kirkjunni í Markerville, 30. ágúst að viðstöddu fjölmenni. Hún var jarðsungin af Presby- terana presti, séra McSween frá Sylvan Laike. Blessuð sé minning hennar. A. J. C. Eimskip heimilað að reka flugferðir 1 gær var haldinn aukafund- ur í Eimskipafélagi íslands til þess að taka fullnaðarákvörðun um lagabreytingu þá, sem ekki var hægt að taka til meðferðar á aðalfundinum í sumar. Fundar- stjóri var kosinn dr. Björn Þórð- arson. Formaður félagsins Egg- ert Classen hæstaréttarlögmaður var forfallaður og setti ritari félagsins Jón Ásbjörnsson hæsta- réttarlögm. fundinn. Áður en gengið var til fundar- starfa mintist ritari þess hörrpu- lega atburðar, er varð hinn 10. þ. m., þegar skipi félagsins, “Goðafossi” var sökt af þýzkum kafbáti, svo að segja uppi við landsteinana á heimleið skipsins frá Ameríku, og þess sorglega manntjóns, er af þessu nlaust. Bað ritari fundarmenn að minn- ast hinna látnu og votta eftir- lifandi ástvinum þeirra samúð sína með því að rísa úr sætum og gerðu fundarmenn það. — Eina málið, sem lá fyrir fund- inum, voru tillögur til laga- breytinga. Framkvæmdarstjóri félagsins Guðm. Vilhjálmsson skýrði tillögurnar, er hann kvað hafa verið lagðar fram á síðasta aðalfundi, en hafi þá ekki féng- ið afgreiðslu vegna þess, að þá hafi ekki mætt nægilega margir hluthafar, og væri því boðað til þessa fundar samkv. 15. gr. félags laganna. Ritari félagsins Jón Ásbjörnsson skýrði einnig tillög- urnar, og viðaukatillögur, sem hann bar fram. Fyrri liður tillögunnar var á þá leið, að auk þess sem tilgang- ur félggsins skv. 3. gr. væri sá að reka siglingar, aðallega milli íslands og annara landa og við strendur Islands, væri hann “ennfremur að reka flugferðir, ef henta þykir í félagi við aðra”. Var tillagan samþykt með 14179 atkv. gegn 625. Auðir seðlar voru 7. Síðari liður hennar var á þessa leið: “Félagsstjórnin get- ur með samþykki félagsfundar ákveðið að félagið reisi og reki gistihús, eða gerist þátttakandi í slíku fyrirtæki, enda sé það samþykt af 5 stjórnendum a. m. k., og standi sá gistihúsa- rekstur í sambandi við farþega- flutninga félagsins að' dómi félagsstjórnarinnar”. Tillaga þessi var samþykt með 13666 atkv. gegn 639. Auðir seðíar voru 7. Þá samþykti fundurinn í einu hljóði að senda formanni félags- stjórnarinnar, Eggert Classens hæstaréttarlögm. svohljóðandi kveðju: “Aukafundur Eimskipafélags Islands haldinn í Kaupþingssaln- um 18. nóv. 1944 sendir yður hugheilar kveðjur og þakklæti fyrir störf yðar í þágu félagsins, alt frá undirbúningi stofnunar þess.” Mbl. 19. nóv.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.