Lögberg - 01.03.1945, Qupperneq 1
PHONE 21374
Ija«^ererS
a«ers^F
d
irtt96
A Complete
Cleaning
Institution
58. ÁRGANGUR
PHONE 21374
\\VU"4
„,ifirers
La«nd
1 pry ^oner
A Complete
Cleaning
Institution
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945
NÚMER 9
Hið tuttugasta og sjötta ársþing Þjóð-
ræknisfélagsins sett á venjulegum stað
og tíma; aðsókn prýðileg
Tveir sendifulltrúar við þingsetning af hálfu
Islands
^ÍÐASTLIÐINN MÁNUDAG, KL. 10 ÁRDEGIS, var hið tuttug
asta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélags íslendinga í Vestur-
heimi, sett í samkomuhúsi Góðtemplara við prýðilega aðsókn, af
-orseta þess, Dr. Richard Beck. Skrifari félagsins, séra Sigurður
Olafsson, flutti bæn, en því næst bað forseti þingheim að rísa úr
saetum og syngja sálminn: “Þín miskunn, ó, guð, er sem himininn
Gunnar Erlendsson var við hljóðfærið; eigi jók það alllítið á
hatíðabrigðin, að við þingsetningu voru staddir tveir kærkomnir
sendifulltrúar Islands, þeir Dr. Helgi P. Briem, aðalræðismaður
íslands í Bandaríkjunum, er flutti þinginu fagra kveðju frá forseta
^slenzka lýðveldisins og ráðuneyti þans, og hr. Árni G. Eylands,
^orseti Þjóðræknisfélagsins á Islandi, sem hafði meðferðis sérstakar
^veðjur frá forsætisráðherranum, herra Ólafi Thors.
í hinni vönduðu og yfirgripsmiklu þingsetningarræðu sinni,
£em nú birtist í heilu lagi hér í blaðinu, gerði Dr. Beck ítarlega
greinargerð fyrir ferð sinni til íslands í sumar, er leið, vegna lýð-
veldistökunnar, jafnframt því,______________________________
Sem hann rakti starfsferil Þjóð-
r®knisfélagsins á liðnu starfsári,
°g benti á nýjungar, er að fram-
hðargagni mætti koma, svo sem
uPpástungu í þá átt, að Þjóð-
r*knisfélagið kæmi á fót og
sfarfrækti upplýsingaskrifstofu;
Vsr ræðu forseta fagnað hið
bezta og honum í ræðulok greitt
Þakkaratkvæði; að því búnu,
fóru fram, venju samkvæmt,
nefndarskipanir ýmissar, er það
hlutverk hafa með höndum, að
greiða fyrir framgangi þingmála.
Hér fara á eftir nöfn þeirra
erindreka, sem víst var um að
maettir voru við þingsetning. Frá
^ountain, N.-Dak., H. T. Hjalta-
hn> B. S. Guðmundsson, Harald-
Ur Ólafsson, Björn Stefánsson,
J. Jónasson og O. G. John-
s°n; frá deildinni Esjan í Árborg,
frú Herdís Eiríksson, og Sveinn
Björnson læknir og frú, og frú
Svanfríður Holm; frá Riverton,
S- Thorvaldson, M.B.E., frú Val-
gerður Coghill og Mr. F. P.
Sigurðsson; frá Gimli, Mr. og
Hallgrímur Sigurðsson, og
Huðmundur Fjeldsted; var von
siðar á þing Kjartans Johnson
Iseknis á Gimli; frá Glenboro,
Sera E. H. Fáfnis og Mr. Eldjárn
Johnson; frá Brown, Mr. J. J.
Húnfjord og Mr. Jonatan Tomas-
Son, en frá Selkirk, auk séra
Sigurðar ólafssonar, Mrs.
Kristján Pálsson, Mr. Einar
iHagnússon og Mrs. Ásta Erick-
s°n; frá Wynyard, P. N. John-
son; nokkrar félagsdeildir og sam
bandsdeildir beggja megin landa
mseranna, fengu eigi komið því
við, að senda erindreka til þings,
en sendu í þess stað skriflegar
starfsskýrslur.
Á mánudagskvöldið efndi fél-
agið, Icelandic Canadian Club,
tii glæsilegrar og afar fjölsóttrar
skemmtisamkomu í Góðtemplara
húsinu, er tókst með ágætum;
forsæti skipaði frú Hólmfríður
Hanielsson, sem er forseti á-
minsts félags, og tókst henni hið
bezta til um stjórn; setti hún sam
homuna með hinum prýðilegustu
irmgangsorðum. Sr. B. Th. Sigurð
son, sem nú er prestur að Lund-
ar, flutti snjalt og faguryrt er-
indi; unglingsstúlka, Miss Linda
Hallson, skemti með upplestri, er
vakti mikla hrifningu; þá söng
Hokkur ungra stúlkna, er Miss
Ingibjörg Bjarnason hafði æft og
stýrði, nokkur lög á ensku og ís-
ienzku, en einnig þóttu takast hið
hezta.
Unglingspiltur, Mr. Allan
Beck, skemti með fiðluspili; er
hann listrænn mjög, og líklegur
til góðs frama í list sinni; bróðir
hans, Richard, var við slaghörp-
una; tvísöng sungu öllum til ó-
blandinnar ánægju, þær ung-
frúrnar Margaret Sigmar og
Gladys Thorsteinsson.
Eitt af allra athyglisverðustu
atriðum skemmtiskrárinnar,
var einsöngur Mrs. T. R. Thor-
valdson; hún hefir ekki oft sung-
ið opinberlega í þessari borg, en
söngur hennar, jafnvel þetta
eina kvöld, mun ógjarnan líða
þeim úr minni, er á hlýddu; það
er ekki einasta, að Mrs. Thor-
valdson búi yfir geisilegu radd-
magni, heldur er rödd hennar
jafnframt fögur og tær; þau Mrs.
Thorvaldson og Mr. R. Whillans,
sungu nokkur tvísöngslög, er
vöktu ógleymanlega hrifningu
meðal samkomugesta.
Áminst skemtisamkoma, var
öllum þeim til mikillar sæmdar,
er að henni stóðu.
Á þriðjudaginn fóru fram
venjuleg þingstörf, en um kvöld-
ið hélt deildin “Frón” hið ár-
lega íslendingamót sitt, í Fyrstu
lútersku kirkju, undir forustu
forseta síns, herra Guðmanns
Levy; ræðumaður kvöldsins var
Dr. Helgi P. Briem, aðalræðis-
maður Islands í Bandaríkjunum.
Frh. í næsta blaði.
TOKYO í BJÖRTU BÁLI
Símfregnir frá eynni Guam
þann 26. febrúar síðastliðinn
herma, að kvöldið fyrir hafi mið-
bik Tokyoborgar staðið í björtu
báli vegna þrálátra árása frá
amerískum sprengjuflugvélum;
er staðhæft, að fimtán hundruð
risaflugvélar hafi veitzt að borg-
inni í þessari rammefldu viður-
eign; þess er getið til, að keisara-
höllin hafi ekki farið varhluta
af þessu geisilega eldregni, sem
yfir borgina dundi; svo að segja
um sömu mundir og árásin á
Tokyo stóð yfir, sætti iðnborgin
Yokohama hliðstæðri heimsókn,
og ef til vill fleiri iðjuver Japana
og vopnaverksmiðjur.
Fáni Filippseyinga blaktir nú
enn á ný yfir endurfrelsaðri
höfuðborg Pilippseyja, Manila; í
borginni er nú ekki einn ein-
asiti japanskur hermaður eftir-
skilinn á lífi; barist er enn á Iwo,
og hefir ameríski herinn tvo
þriðju hluta eyjarinnar á valdi
sínu, og þar á meðal flugvelli
alla, að einum undanskildum.
ÁNÆGÐUR MEÐ VIÐHORFIÐ
General Eisenhower hefir gefið
út yfirlýsingu þess efnis, að við-
horf stríðsins af hálfu sameinuðu
þjóðanna, megi með fullum rétti
kallast ákjósanlegt; þó taldi hann
það engan veginn óhugsanlegt,
að Þjóðverjar héldu áfram að
berjast um hríð með smávopn-
um einum, eftir að þeir hefðu
tapað sínum megin vopnaverk-
smiðjum, svo sem þeim í Silesíu,
Ruhrdalnum, og í Rínarhéruðun-
um; að þeir legði með öllu niður
vopn, 'taldi General Eisenhower
engan veginn víst, fyr en árás-
arsveitir sameinuðu þjóðanna að
austan og vestan, mættust á
miðju Þýzkalandi; hann gaf það
jafnframt í skyn, að af þýzkum
stríðsföngum mætti það ráða, að
Þjóðverjar væru auðsjáanlega
farnir að missa móðinn, og tapa
trúnni á óskeikulleik þýzkra
hernaðarvalda.
SAMBANDSÞINGMAÐUR
LÁTINN
Síðastliðinn laugardag léz?t af
hjartaslagi að Gonor, Man., þar
sem hann var á ferð, Mr. John
M. Turner, sambandsþingmaður
fyrir Springfield kjördæmið
Manitoba, rúmlega fjörutíu og
fjögra ára að aldri; hann fylgdi
Liberalflokknum jafnan að mál
um, og hafði átt sæti á sambands-
þingi í síðastliðin tíu ár.
Mr. Turner stundaði um hríð
nám við Wesley College hér í
borginni, en hvarf frá námi og
tók að gefa sig við viðskiptum;
hann hafði með höndum hótel
stjórn og vann í mörg ár sem
farandsali fyrir Drewrey’s öl
gerðarverksmiðjuna.
Mr. Turner var af írsk-skozku
foreldri, fæddur í bænum Beaus-
ejour í Manitobafylki; hann hafði
nýlega verið endurútnefndur af
hálfu flokks síns til þess að leita
kosningar í Springfield.
upp. Hugvitsmaðurinn áætlaði
að meðfram hliðum flekans eða
prammans skyldu settar raðir af
36 og 37-punda fallbyssum, fimm
hundruð alls. Og að auki átti
flekinn að geta borið 50.000
manns.
Annað leynivopnið var loft-
aelgur sem Montgolfier-bræðurn
ir höfðu gert áætlun um. Mun
hafa verið tekið mark á “plön-
um” þeirra, því að þeir höfðu
DÚið til fyrsta nothæfa loftbelg-
inn í heimi, árið 1783. Napoleon
var ekki úrkula vonar um, að
hann gæti komið með her inn í
England á svona farartækjum.
Leynivopn eru ekki ný
bóla
Mjög oft er á það minst nú, að
hernaðarþjóðirnar, einkum Þjóð-
verjar, hafi einhver ægileg leyni
vopn í bakhendinni, sem ekki
verði gripið til fyrr en í fulla
hnefana. Þessar vopnasögur eru
að jafnaði uppspuni helber, eða
þá heilaspuni manna, sem kalit.
sig hernaðarfræðinga og spá
eyður sinnar eigin vitneskju.
Bretum hefir verið ógnað með
leynivopnum fyrr en nú, marg
sinnis þegar þeir hafa átt í stríði
En oftast reyndust sögurnar ekk
nema hugarburður, sem aldrei
varð að staðreynd. Aldrei bar
meira á þessum sögum en
Napoleonsstyrjöldunum, eftir að
Napoleon hafði safnað liði á
klettunum við Boulogne 1803, til
innrásar í England. — Hann gat
þá séð til Englands í kíki, en á
milli var 32 km. breiður sjór.
Napoleon hugsaði mikið um
innrás í England, og til þess að
koma því máli í framkvæmd
hvatti hann menn til þess að
finna upp “leynivopn”. Ýmsar
tillögur komu fram og margar
æði stórbrotnar. Einn stakk upp
á risavöxnum fleka með vatns-
hjóli á hverju homi, en aflið
skyldi koma frá vindmyllum á
flekanum. Þessi mikli fleki átt'
að vera 762 metrar á iengd en
550 á breidd. Á miðjum flekanum
skyldi komið fyrir fallbyssuvirki,
sem átti að verja landgöngulið-
ið meðan verið væri að skipa
Sandur til glerslípunar
Við Fontainebleau skamt frá
París er ein af fáum námurn
heims er geyma járnlausan sand,
sem hentar til þess að slípa gler
til sjóntækja. Önnur sandnáma
af þessu tagi er í Þýzkalandi, og
hefir hún átt sinn þátt í því hve
góðar vörur Zeiss í Jena hefir
getað framleitt, en það var ein
frægasta sjóntækjaverzlun heims
ins.
Fyrir 10 til 15 árum fóru enskir
glerslíparar að standa jafnfætis
þeim þýzku og jafnvel komast
fram úr þeim. En árangurinn fór
eftir því hvaða slípunarsand þeir
notuðu.
Þegar víst þótti að styrjöld
mundi verða urðu Bretar að
tryggja sér nægan sand, því að
þó að hægt væri að sækja hann
til Fontainebleau gat það orðið
vandkvæðum bundið. Ýmsan
sand er hægt að gera járnlausan
draga úr honum járnið, — en
aðferðin er mjög kostnaðarsöm
og seinleg. Og ef að glerið tekur
í sig járn verður það ekki eins
gagnsætt og ella, en undir gagn-
sæinu er allt komið.
Um það leyti sem stríðið hófst
mátti sjá menn á vakki víðs
vegar í fjörunni umhverfis allt
Bretland. Þeir skoðuðu líka sand
inni í landi, þó að lítil von þætti
til þess að áður óþektar tegund-
ir af sandi kæmu fram við þessa
leit.
En svo var það einn daginn
að nokkrir leitarmenn komu að
fallegu stöðuvatni uppi í Skot
landi og var þar sandur við
bakkana. Þeir könnuðu hann og
reyndist hann svo til járnlaus
Og því litla járni, sem í honum
var, var hægt að ná úr honum
með einföldu móti, þannig að
þetta gæti orðið einn besti slíp-
unarsandur í heimi.
Það er þessum sandi, ásamt
dugnaði enskra fagmanna að
þakka, að Bretar geta nú smíðað
ein beztu sjón- og mælitæki
heimi. Hefir þetta eigi litla þýð
ingu fyrir hernaðinn. Og þegar
honum lýkur munu Bretar geta
kept við hvaða þjóð heimsins
sem er, í sjóntækjagerð.
0r borg og bygð
Miðvikudaginn 14. febr. and
aðist Hallfríður Gísladóttir
heimlii sínu nálægt Campbell
River, B.C., 79 ára að aldri. Hún
var kona Ásgeirs V. H. Baldvin.
Mrs. Baldvin var sæmdarkona í
hvívetna. Útförin fór fram frá
ensku kirkjunni s. 1. laugardag
17. febr.; jarðað var í Campbell
River grafreit. Enskur prestur
jarðsöng.
Hennar verður nánar getið
síðar.
•
Frú Lára Tergesen frá Gimli
og P. O. Oscar Solmundson bróð-
Sveinn Björnsson forseti
Lesið á Frónsmóti, 27. febrúar 1945.
Úr kjörviði úrvals ætta
fékk ísland sinn trausta mann,
og þrátt fyrir þras og sundrung
hann þjóðina alla fann,
er seytjánda júní síðast
hún sigurinn mikla vann.
Með lýðfrelsishjör í hendi
var hafið hans ævistarf,
er vorboðar vita kynntu
til varnar um helgan arf,
en myrkráð og erlend áþján
í algleymskudjúpið hvarf.
Við upprisueld hann fæddist,
er æskan sér kvaddi hljóðs;
við fjallsins og fólksins eggjan
hann fann til síns heita blóðs,
er lífsvakning fór um landið
sem logi hins stolta óðs.
Að höfðingja fornra hætti
við hirðir hann tíðum sat;
við ígrundan instu raka
hann orðstír sér frægan gat;
hans sigur var sigur fólksins,
því sjálfsdýrð hann einkis mat.
Við samræmi orðs og iðju
var unnið hvert dagsverk hans.
f áformum ævidáða
býr eilífð hins skygna manns,
er starfsþrek sitt glaður gefur
til guðs síns og föðurlands.
Nú býr við sitt hirðlíf heima
í hátíðarskrúða þjóð,
sem hlekkina af sér hristi
svo hýr og svo æskurjóð,
og dreymir í alsátt alheims
sitt óorta, mesta ljóð.
Einar P. Jónsson.
ir hennar, voru stödd í borginni
í fyrri viku.
•
Mr. og Mrs. Ingvar Gíslason
frá Steep Rock, voru gestir á
nýafstöðnu Þjóðræknisþingi.
•
Staddir í borginni.
Mr. J. B. Johnson, frá Kanda-
har.
Mr. Magnús Gíslason frá Ár-
borg.
Mr. Björn Anderson frá Ár-
borg.
•
Mr. Valdi Benediktsson verzl-
unarmaður frá Riverton, var
staddur í borginni í byrjun vik-
unnar.
Mr. Bjarni Sveinsson frá
Keewatin, Ont., var meðal gesta
á Þjóðræknisþinginu.
•
Hon. Guðmundur Grímsson
héraðsdómari frá Rugby, North
Dakota, kom til borgarinnar s. 1.
þriðjudag ásamt frú sinni; þau
hjónin brugðu sér norður til
Gimli á miðvikudaginn.
•
Frú Laufey Fjeldsted frá Ár-
borg, er nýlega farin suður til
Washinton, D.C., í heimsókn til
systur sinnar, Miss Margrétar
Lifman, er þar starfar í þjónustu
brezku stjórnarinnar. Frú Laufey
ráðgerir að dvelja syðra um
þriggja mánaða tíma.
Við lát K.N.
Hann Káinn er á lífi,
það var Kristján, sem dó,
og kviðlingarnir flögra
sem titlingar um snjó,
þeir tísta í þínum varpa
ef tómstund þér er léð,
þú tekur undir lagið
og sönglar glaður með.
Þeir gleðja mann og láta
svo lítið yfir sér^
þeir leika jafnt um sumur
og þegar hausta fer.
Og vingjarnlegri finst þér
hver vetur fyrir þá,
og vorið aukinn þokka
af kvaki þeirra frá.
Þeir sækja ekki að þér,
er önnin vinnu krefst,
en eru jafnan nálægt
þá hvíldarstundin gefst.
Þeir kitla þig til brosa
og kveða á brott frá þér
kvíðann, sem að stundum
að dyrum þínum ber.
Páll Guðmundsson.