Lögberg - 01.03.1945, Blaðsíða 2
2
Útvarpsrœða
Eftir Mr. J. Gray,
blaöamann við
Winnipeg Free Press
Lausl. þýtt af Jónbirni Gíslasyni
Sunnudaginn 11. þ. m. hélt
Mr. Gray blaðamaður, ræðu
yfir útvarpið, er vakti svo
athygli mína að eg fór strax
næsta dag og fann hann að
máli á skrifstofu hans og bað
hann um handritið til þýðing-
ar í íslenzkt vikublað. Það
var auðsótt og kunni eg hon-
um bestu þökk fyrir.
Ræðan er að mínu áliti mjög
merkileg; þar koma fram skoð-
anir, sem lítið hefir verið
haldið á lofti, en hafa vafa-
laust við töluverð rök að stiðj-
ast. Mér kom í hug að lesend-
um Lögbergs — sumum hverj-
um — mundi þykja fróðlegt
að kynnast skoðunum Mr.
Gray. Eg vil taka fram að.
þýðingin er afar lausleg, en
ekkert held eg að tapist sem
máli skiptir og engu er bætt
við. J. G.
Einn vinur minn hefir myndað
sér vissa skoðun um þá farvegi
er stríðsmálin eru líkleg að falla
í á komandi tíma, og því er koma
mun að því loknu; þessar skoð-
anir hans læt eg yður hér með
í té til yfirvegunar.
Eg get ekki, að vissum ástæð-
um, opinberað nafn hans, en eg
vil fullvissa yður um, að enginn
hér í Canada þekkir nasistana
betur en hann, sömuleiðis er
kunnleiki hans af Rússum djúp-
ur og víðtækur. Hann var í
Þýzkalandi undir stjórn nazista
og einnig í Rússlandi hjá kom-
múnistum. Af þessum ástæðum
er skoðun hans á þessum mál-
um, bygð á óyggjandi reynslu.
Eg veit að vísu að sumir aðrir
hafa öðlast uppfræðingu af líku
tagi, en hafa reynst óáreiðan-
legir í spádómum sínum.
Við hér við blaðið Free Press,
höfum lært að treysta framsýni
þessa vinar míns, vegna þess að
hann hefir á undanförnum árum
“hitt naflann á höfuðið” mörg-
um sinnum. Hann sagði mér á
síðasta sumri, suma þá hluti sem
nú eru að gjörast 1 Þýzkalandi.
Á þeim tíma er tilgátur voru
á sveimi um þá möguleika að
Nazistar mundu opna allar dyr
inn í landið, fyrir bandamönn-
um að vestan, vegna haturs
þeirra og ótta við Rússa, ef þeir
yrðu fyrri til Berlínar, talaði eg
við þennan vin minn og leitaði
álits hans. Tilgátur þessar byggð-
ust á því, að Þjóðverjar, eftir öll
sín illvirki í Rússlandi, töldu
sig mundu öðlast betri friðar-
skilmála ef bandamenn að vest-
an yrðu fyrri til að taka landið;
þessvegna mundu þeir senda
sem mest varalið gegn Rússum,
til að halda þeim úti, samtímis
því er hinir kæmu inn að vest-
an.
Vinur minn brosti jafn mikið
að þessari skoðun eins og hinni
að Þjóðverjar væru rétt að gef-
ast upp og stríðið væri sama
sem unnið. Hann áleit að Þjóð-
verjar mundu — ef þeir ættu
völ á — að austur víglína þeirra
bilaði heldur en sú að vestan.
Fyrir þessari skoðun sinni færði
hann eftirtaldar ástæður:
Þjóðverjum er vel kunnugt
um, að í flestum lýðveldum
heimsins eru ekki einungis fasc-
ista sinnaðir flokkar manna —
þeir sem sungu Hitler lof og
dýrð fyrir slátrun Gyðinganna
— heldur einnig rótgróin tor-
trygni til Rússa. Hin eina von
Nazista um að geta bjargað ein-
hverju frá algjörri tortímingu
nú, er því að slá á þessa strengi
og skapa þannig skoðana mis-
mun og óeiningu meðal banda-
manna, með aðstoð þessa facist-
iska minni hluta.
Rússland er ein samfeld heild,
án slíks minni hluta sem önnur
ríki hafa og Nazistar geta vænzt
styrks frá; þar eru engir flokkar
manna eða flokkasambönd er
hata lýðræðisstefnu stórveld-
anna. Ef þessvegna bandamenn
að vestan, flæddu fyr inn á
Þýzkaland, mundi það engann
óróa eða tortryggni vekja meðal
Rússa, af þeirri einföldu ástæðu
að þar eru engir til, er mundu
nota slíkt til sundurlyndis og
grunsemdar. Ef Rússar aftur á
móti yrðu fyrri inn, sem sigur-
vegarar, mundi hin gamla
kommúnista gríla rísa upp end-
urvakin með atbeina . áður-
nefndra minni hjuta vesturríkj-
anna, og illa gróin sár Pólsku
málanna mundu ýfast að nýju,
og öll andstöðuöfl Rússlands.öðl-
ast nýtt líf og nýjann kraft.
Nazistar athuguðu með stakri
ánægju þá erviðleika er mættu
bandamönnum í Grikklandi,
ítalíu og Belgíu og vonuðu að
slíkt mundi aukast og margfald-
ast með innrás Rússa í Þýzka-
land. Vinur minn áleit að Naz-
istar mundu tæplega geta staðið
gegn þeirri freistingu að draga
sig til baka að austan og gefa
herfylkingum Rússa tækifæri að
koma inn. Nú er spurningin,
drógu þeir sig til baka, eða var
þeim varpað afturábak af yfir-
burða afli Rússa? 1 þessu efni
er ekki hægt að leiða bein rök,
en ýms atvik mæla hér bæði
með og móti. Þegar Rússum að
lokum heppnaðist að brjótast
yfir Vistúla elfuna, fundu þeir
borgina Warsjá mannlausa. Opn-
ar sléttur Póllands blöstu við og
þeir æddu yfir þær með meiri
hraða en herflokkar venjulega
hafa; það bendir til að þegar
Vistúla fljótið var unnið, hafi
lítil eða engin mótspyrna mætt
þeim fyr en við Oder.
Algjör frelsun Póllands opn-
aði vissulega allar flóðgáttir
áróðurs og andmæla af hálfu
félagsbundinna Rússa hatara, er
hafa kostað'öllu til að fá oss til
að gleyma að vér berjumst gegn
Þjóðverjum en ekki Rússum.
Nazistar sjálfir hefðu engu slíku
getað komið af stað af eigin
ramleik, þó biljón dala hefði
verið í boði, og undir engum
kringumstæðum væri mögulegt
að reisa slíka andmæla öldu í
Rússlandi gegn öðrum banda-
mönnum, til röskunar fullri sam-
vinnu, þó þeir yrðu á undan til
Berlínar.
Við allar . vorar at’huganir
gagnvart Þýzkalandi, verðum
vér að gjöra oss fulla grein fyr-
ir ástandinu innbyrðis og hugs-
unarhætti þjóðarinnar. Eftir tlu
ára þrotlausann níðsöng um
Rússa og átakanlegustu lýsingar
á innræti kommúnistanna, og að
fjögurra ára viðbættri frásögn
nazista hve fastráðnir Rússar séu
í að eyðileggja Þýzkaland að
fullu og öllu, er tæpast vonlaust
að meðalgáfaður Þjóðverji elski
Rússa svo neinu nemi. Óttinn
er einn sterkasti og afdrifarík-
asti þáttur mannlegra kenda og
Þjóðverjum hefir verið innrætt
að hræðast og hata Rússa meira
en alt annað í veröldinni. Ef
nokkur hlutur var megnuður að
endurvekja hið dvínandi hug-
rekki Þjóðverja á Prússnesku
vígvöllunum, þá var það hin
hættulega nærvera Rússa.
Rússneskir fréttaritarar lýsa
að nokkru þeirri grimd sem bar-
ist er af í Slesíu og Austur-Prúss-
landi; þeir fullyrða að Konen
marskálkur hafi tekið 21.000
fanga og drepið 60.000 á tíu dög-
um. Af 4.000 manna sterkum
herflokk, féll hver einasti mað-
ur. Þeir telja að þar hafi eyði-
lagst af Þjóðverjum: 750 orustu
skriðdrekar, 1.500 bissur og
22.000 flutningavélar. Þessi helj-
arsókn Rússa, hefir sjáanlega
komið Þjóðverjum á óvart, vegna
þess að gnægð herfangs féll þar
í hendur Rússa. Hinir varkáru
og hagsýnu nazistar hefðu ekki
látið slíkt falla í hendur óvina
sinna af ásettu ráði.
Á miðvígvöllunum fyrir neð-
an Warsaw, treystu þeir á frem-
ur veigalitla varnarlínu, án allra
bakvarna. Vafalaust treystu þeir
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945
Mynd þessi sýnir hina svonefndu “Crocodile” éldvörpu, sem
er í flokki hinna allra ægilegustu vopna.
því að þessi hraða framsókn
Rússa, einmitt á þessu svæði,
mundi slá óhug og ótta á aðra
bandamenn og rugla alt sam-
komulag, en þeir munu ekki af
ásettu ráði hafa leift Rússum inn
í Silesíu, Austur-Prússland, eða
í áttina til Stettin.
Ef Þjóðverjar hefðu barist af
sama vaskleik við Vistúla elfuna
og þeir gjörðu í Silesíu og á
Stettin línunni, mundu þeir ekki
heyja vonlausa baráttu við Oder
nú í dag. Ef til vill er svarið það,
að þeir hafi fyrir brýna nauðsyn
látið undan síga af ásettu ráði.
Þeir vissu vel að þeim var
ómögulegt að standa gegn Rúss-
um á allri hinni löngu víglínu,
þeir treystu því varnir sínar þar
sem mestu varðaði — að sunnan
og norðan — á kostnað miðlín-
unnar. Að þessu leiti létu þeir
Rússa fara í gegn, af því þeir
gátu ekki mætt þeim alstaðar
samtímis og treystu því eins og
áður er sagt, að slíkt mundi sigla
samvinnu bandamanna í strand.
Sem betur fer, eru samvinnu
tengsl samherjanna tryggari en
svo að slíkt fái veikt þau. Sá
tími er liðinn hjá og borgarar
lýðveldisríkjanna eru þroskaðri
en svo að þeir leggi trúnað á
sögur gamalla drauga og upp-
vakninga. Þeir vita vel að Rússar
hafa rotslegið nazistana; þeír
vita einnig að milljónir Rússa
hafa látið lífið i vörn föður-
lands síns, gegn vorum sameigin-
lega óvini.
* * *
>
Vinur minn — er eg gat um í
upphafi þessa máls — taldi lán-
beiðni Rússa til Bandaríkjanna,
fyrir 6 biljón dala, hið merkasta
atriði á pólitískum vettvangi nú
sem stæði. Hver er ástæðan fyrir
þeirri beiðni og hv^ð er þar á
bak við? Látum oss líta á Rúss-
land rannsóknaraugum og sjá-
um hvers vér verðum varir.
Evrópu-Rússland má, heita gjör-
samlega eyðilagt; þar eru allar
borgir og öll þorp milli Lenin-
grad og Rostov, meira og minna
í rústum af völdum ófriðarins.
Á þessum svæðum áttu bygðir
og bú, hér um bil 60 milljónir
Rússa, er eitt sinn hófu þjóð-
félagslega byltingu og unnu hana
með tiltölulega litlu manntjóni;
þeir voru þvingaðir út í gagn-
byltingu, er var hræðilega mann-
skæð; þeir mættu stormasömum
tímum, ofsóknum, hungursneyð
og ýmsu enn verra. Fyrstu árin
voru einn samfeldur voðadraum-
ur, þeir bjuggust við að auð-
valdsríkin mundu hvenær sem
væri koma og eyðileggja þeirra
“self styled” sósíalistiska föður-
land og þá sjálfa. Þeir helguðu
því blóð sitt, svita og tár, þeirri
hugsjón að byggja upp voldugan
her og vopnaverksmiðjur. Stjórn
in tók þá föstu stefnu að stofn-
setja víðtækann stóriðnað fyrir
fjárhag ríkisins.
Framleiðsla neysluvöru varð
að vanrækjast og af því leiddi,
að lífskjör verkamanna tóku ekki
miklum umbótum, en þeir lifðu
í þeirri von að betri dagar kæmu
þegar stóriðnaðurinn væri kom-
inn á fastann grundvöll — þá
kæmu gnægðir allra góðra og
nauðsynlegra hluta. Sú stað-
reynd að sumir meðal þeirra
áttu bifreið, var hinum gleðileg
bending uip hvað framtíðin
geymdi í skauti sínu, einnig fyr-
ir þá sjálfa. En þá kom stríðið
og allar vonir dóu — í bili. Ó-
friðnum hefir þó ekki tekist að
fyrirkoma framt-íðardraumum
þeirra, frekar en vorum draum-
um, hér heima 'hjá oss.
Bjartsýni Rússa kemur ljós-
lega fram í kynningu þeirra við
Bandaríkjamenn; þegar Amerík-
anar benda með stolti á sinn
ágæta klæðnað, flutningtæki, út-
varpsáhöld, flutningssjúkrahús
og kælivélar, verður Rússum
eitthvað þessu líkt að orði: “Já,
þið Amefíkumenn hafið alla
þessa hluti nú, en þið sköpuðuð
ekki alt af engu á einum 20
árum; bíðið þið bara þangað til
ófriðnum líkur, þá munum við
hafa alt þetta líka, jafnvel meira
og fullkomnara, þið skuluð nú
sjá það”.
Látum oss nú athuga alla mála-
vexti: hér er land sem er næst-
um gjöreyðilagt og þjóð sem er
alveg sannfærð um að dagsbrún-
in verði á sólbjörtum degi þeg-
ar ófriðnum linnir. Stjórnin þekk
ir sitt fólk og sína þjóð; hún veit
vel að endurbygging landsins af
þeirra eigin ramleik, tekur að
minsta kosti mannsaldur; hún
veit að rússneska þjóðin getur
ekki óendanlega lifað á óupp-
fyltum vonum; hún veit að þjóð-
inni verður að borga eftir föng-
um allar hennar þjáningar. Alt
þetta samanlagt, leggur flest
pólitísk há-spil í hendur vestur
lýðveldanna. Rússar þarfnast sár
lega hjálpar til að græða sitt
sundurflakandi föðurland; 6
biljón dala lánbeiðnin er sönnun
þess.
Vissulega verða lifandi áhuga-
mál þeirra að standa í vináttu-
samböndum við lýðveldi heims-
ins í framtíðinni. Eru þeir þá
líklegir til að vinna að útbreyðslu
kommúnisma í Vestur-Evrópu?
Ekki er það skoðun mín, né vin-
ar míns.
Rússnesk utanríkispólitík er
líkleg til að stefna að undir-
stöðumálefnum þeirra sjálfra, en
ekki að útflutningi á kommún-
isma eða heimsbyltingu. Ef þessi
skoðun reynist rétt, mun fult
bræðralag ríkja milli þeirra og
vor.
Meðal annars af því að þeim
er áríðandi að vinsamleg sam-
vinna haldist, er eg sannfærður
um að þeir verða sanngjarnan
í samningum, á yfirstandandi
fundi hinna þriggja leiðtoga, en
sumir dómarar þeirra eru vilj-
ugir að viðurkenna. Þeir þekkja
vora viðkvæmu staði og Stalin
veit hvar hans samninga tæki-
færi eru veik og hvar sterk.
Sama má segja um Mr. Rooseelt
og Mr. Churchill; þeir vita glögg-
lega að enginn friður er trygður
til frambúðar, án fullrar þátt-
töku og samvinnu Rússa, og þeir
vita einnig hve mjög Rússar
þarfnast umheimsins.
Eftir allar málsástæður athug-
aðar, munum við — eg og vinur
minn — hliðra rússnesku gríl-
unni afsíðis og gleyma henni, en
láta reynsluna skera úr, hvernig
oss semur við Rússa á komandi
árum.
* * *
Hvað stríðinu sjálfu viðvíkur,
vil eg benda á eitt eða tvö atriði:
Hvað getur bjargað
menningunni?
Synódus erindi 1944.
Eftir séra Benjamín Kristjánsson
I.
Eg nefni þetta erindi: Hvað
getur bjargað menningunni? En
áður en vikið er að þeirri spurn-
ingu, væri rétt, að gera sér þess
ofurlitla grein, hvað menning er.
Sú spurning er að vísu talsverr
úmfangsmikil, en þó vil eg, til
glöggvunar, gera nokkura tilraun
til að svara henni í stuttu máli
í meginatriðum.
Menning er það, sem greini-
legast skilur háttu manna frá
háttum dýra. Siðmenning er
samfélag, sem stjómað er af viti,
samúð og kærleika. Þar sem
maðurinn á meiri hugsun, meira
ímyndunarafl, stærri von og rík-
ari samábyrgðartilfinningu en
dýrin, byrjar menningin.
Lengi héldu sálfræðingar því
fram, að á viti mannsins og
félagshvötum væri fremur stigs-
munur en eðlismunur í saman-
burði við dýrin. En nú eru hinir
vitrustu þeirra farnir að skilja,
að þegar um ímyndunarafl
mannsins, trú hans og von er
að ræða, kemur nýtt atriði til
greina, sem dýralífið þekkir ekki.
Vil eg í því sambandi vekja at-
hygli á hinu ágæta riti: Vísindin
og andinn, eftir prófessor
Thomas Jessop, sem dr. Guð-
mundur Finnbogason hefir ný-
lega íslenzkað. Hann segir: “Það
er frumvilla, að skilgreina eðli
vort þannig, að það sé blátt
áfram það, sem vér byrjuðum
með. Eðlishvatimar eru undir-
staðan í þeim einfalda, bókstaf-
lega skilningi, sem grunnur
húss er það — hann er húsinu
nauðsynlegur, en er lægsti hluti
þess”. (bls. 63). Enn segir hann:
“Eg get ekki fundið neina raun-
hæfa merkingu í hinni algengu
sálfræðiskenningu, að hugsjóna-
lífið sé aðeins framlenging eðlis-
hvatalífsins” (bls. 45). “Skilning-
ur vor á hugsjónum gerir oss að
mönnum. Vér erum ekki fæddir
með hugsjónum, og eg er ekki
viss um, að vér höfum með-
fædda hvöt til að leita þeirra. —
Hið fyrra er, að Zukov marskálk-
ur er stjórnaði her Rússa á mið-
vígstöðvunum, er talinn einn af
gætnustu herforingjum Rússa;
framkvæmdir hans síðustu viku
sanna það. Hann gefur Þjóðverj-
um ekkert tækifæri til að koma
sér í opna skjöldu og varpa sér
þannig úr jafnvægi á Rundsteds
vísu. Þess vegna hefir aðalher-
styrkur hans tekið stefnu til
norðurs, í áttina til Stettin, til
að hindra áhlaup Þjóðverja á
hægri arm hersins. Mín hug-
mynd er sú, að hann muni
hreinsa upp alt norð-austur
Prússland, áður en hann tekur
stefnuna beint til Berlínar.
Vor eigin Canadiski her, sæk-
ir á enn að nýju. Eins og fyr,
fellur höfuðþungi bardagans á
fótgönguliðið. Aukist sóknarmátt
ur þeirra, eru þeir líklegir til
að verða fremstir í innrásinni á
Ruhr. En nú sem stendur eru
þeir í slæmri aðstöðu — aðeins
á tuttugu mílna breiðri spildu,
milli ánna Mass og Rhine; þær
aðstæður minna á hve mikill
harmleikur og tjón var að tapa
Arnheim, vegna þess að hefði sú
fótfesta haldist, væru vorir menn
nú líinu megin fljótsins með
nægt olnibogarúm.
Ef sókn vorra manna nær veru
legri framsókn er Ruhrdalurinn
alt Norður-Þýzkaland', opið fyr-
ir innrás.
Af því Arnheim tapaðist, er
sóknin torveldari en ella; vorir
menn verða að sækja inn mjóa
landspildu, þar sem óhægt er
um allar stöðubreytingar og
verkefni fótgönguliðsins að öllu
leyti örðugra.
ENDIR.
Vér fæðumst til að verða mennsk
ir í mannlegu umhverfi. — Hug-
myndin um hið fullkomna við-
helzt sakir andlegra • viðskipta
kynslóðanna” (bls. 42—43).
Þetta þýðir á guðfræðilegu
máli, að mennirnir eru komnir
að ofan. Hún er opinberun, sem
kynslóðirnar hafa öðlazt og
reynt að viðhalda og ávaxta
mannkyninu til blessunar. Hug-
sjónirnar, trúin á hið guðdóm-
lega, þetta hefir verið eldstólp-
inn í eyðimerkurgöngu þjóðanna,^
meginhvötin til umbóta, aflvak-
inn til að sækja lengra fram og
hærra upp.
Hverf eg þá að aðalumræðu-
efninu.
II.
Þegar vér virðum fyrir oss þær
hörmungar, sem nú ganga yfir
lönd og lýði, blasir við augum
sú staðreynd, að vísindin geta
ekki bjargað menningunni. Þau
hafa að vísu látið henni mörg
fríðindi í té. En vér sjáum nú,
að þau eru ekki einhlít. Mann-
kynið þarf annars og meira við.
Fyrir hálfri öld síðan heyrð-
ust ýmsar raddir úr herbúðum
vísindamannanna um það, að
frelsa þyrfti mannkynið undan
áþján trúarbragðanna. Litið var
á þau af furðu mörgum, er
miklir þóttust fyrir sér í vís-
dómi, sem úreltan hleypidóm, er
hverfa myndi með vaxandi þekk-
ingu. Og þau voru meira að segja
talin skaðlegur hleypidómur,
sem ástæða þótti til að vara ungu
kynslóðina við. Vísindin, og þar
með var átt við náttúruvísindin,
voru hinsvegar talin hið mikla
ljós, er frelsa mundi heiminn og
allir settu von sína á.
Nú hafa orðið nokkur stefnu-
hvörf um þetta. Nú á vorum tím-
um er ekki laust við, að nýir og
auknir sigrar vísindanna setji
ugg að mönnum, eins og vísind-
in eru einkum notuð í þjónustu
dauðans og djöfulsins, og menn
spyrja efablandnir:
Er það þá víst, að framfarir
vísindanna muni gera þetta líf
svo miklu sælla og betra? Þurf-
um vér ekki eitthvað meira en
vísindin?
Það er satt, að uppgötvanir
vísindanna hafa fengið mönnum
í hendur langsamlega meira vald
en nokkur undangengin kynslóð
gat látið sig dreyma um. Orka,
sem nemur miljónum hestafla,
er beizluð. Miklu erfiði ætti sú
vélaorka að geta lyft af herðum
mannkynsins. En til hvers notar
maðurinn alla þessa óhemju-
orku? Notar hann hana til að
bæta kjör sín, til að lifa sælla
og fegurra lífi á jörðu, eða notar
hann hana eins mikið til eyði-
leggingar og tortímingar?
Styrjöldin, sem nú geisar, svar-
ar þeirri spurningu.
III.
Rétt áður en styrjöldin brauzt
út, ritaði einn af frægustu vís-
indamönnum Breta, Julian
Huxley, þessi orð:
“Engin spurning er jafn þýð-
ingarmikil og uggvænleg og sú,
hvað mannkynið muni gera við
alla þá óhemjuorku, sem vísind-
in hafa fengið því í hendur. Sem
stendur, segir hann, mætti helzt
samlíkja mannkyninu við ábýrgð
arlaust og ófyrirleitið barn, sem
fengið hefir að leikfangi skað-
legt vopn: Tundurbirgðir og eld-
spýtnastokk.
Hvemig hyggjast trúarbrögð-
in að stöðva ógæfuna, áður en
barnið skaðar sig og sprengir
sjálft sig í loft upp?”
Það er athyglisvert, að þessum
ágæta vísindamanni er það ljóst,
að vísindin ein duga ekki til að
bjarga mannkyninu. Hann segir
ekki: Hvernig geta vísindin stöðv
að ógæfuna? Hann spyr: Hvernig
ætla trúarbrögðin að fara að
því? Hér kveður því við annan
tón en áður. Þessi gáfaði vísinda-
maður skiliír, að til þess að
stöðva ógæfuna þarf fyrst og
fremst trúarbrögð, religion, því
að það, sem maðurinn gerir eða