Lögberg - 01.03.1945, Page 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 1. MARZ, 1945
3
lætur ógert, ákvarðast af trú
hans, vilja hans og Hfsviðhorfi.
Því fer fjarri, að þessi augljósi
sannleikur sé ennþá almennt skil
inn og viðurkenncíur í herbúðum
vísindamanna og heimspekinga.
Jafnvel gáfaðir menn hafa látið
sér sjást yfir það, hvílíka úr-
slitaþýðingu trúarbrögðin hafa,
þegar um er að ræða siðahvatir
mannsins, sjálfa lífæð menning-
arinnar.
Einn af þeim mönnum, sem
lengi hefir hamrað á móti trúar-
brögðum, er heimspekingurinn
frægi Bertrand Russel, sem um
langt skeið hefir verið talþin einn
af vitrustu mönnum brezka
heimsveldisins. Hann er talinn
einn af sex mestu stærðfræðing-
um veraldarinnar og hefir ritað
margar bækur um heimspekileg
og félagsleg efni.
Mér lék því allmikil forvitni
á að sjá, hvað þessi maður legði
til málanna, er eg fyrir nokkru
rakst á pistil eftir hann í amer-
ísku tímariti, þar sem hann ger-
ir grein fyrir því, hvað hann
mundi leggja mesta áherzlu á, ef
hann mætti tala við alla Banda-
ríkjaþjóðina í einum hóp.
Hann segir meðal annars: “Eg
mundi fyrst og fremst leggja
áherzlu á það, að það sé á færi
hvers einstaklings að undirbúa
hamingjuríkið”. “Gott þjóðfél-
a§”, segir hann, “verður aldrei
til, nema ef einstaklingarnir eru
góðir. Hver einstaklingur getur
unnið að því, að skapa góðvild
í sínu nágrenni í stað óvildar,
sanngirni í stað öfga og ham-
ingju í stað þjáninga. Allir geta
tagt fram sinn skerf. Foreldrar,
sem ala börn sín upp á þann
hátt, að þau verði umburðarlynd-
ir og góðviljaðir menn, leggja
fram stóran hlut. Allir, sem
femja sér að standa gegn freist-
ingum ósanngirninnar og hlut-
drægninnar og stuðla að því að
skapa þjóðfélag, þar sem hags-
muna og skoðanabarátta útilok-
ar ekki sátt og samlyndi, leggja
fram sinn skerf.
Einn maður sýnist að vísu ekki
megna mikils gegn öllu því illa,
sem mannkynið þjáir. En þegar
þess er gætt, að megnið af Kinu
góða og illa, sem yfir veröldina
gengur, er runnið undan rifjum
einstaklinganna, þá verður það
augljóst, að það er og á þeirra
valdi að auka það eða stöðva.
Og hér er ekki aðeins um þá
að ræða, sem völdin hafa, held-
ur hvern einasta mann.
Vér þurfum allir að gera
ákveðna tilraun til að skapa
betra ástand en það, sem nú
Tíkir!
Vonin um minni grimmd í
viðskiptum manna má aldrei
blunda. Viljinn til að gera þessa
von að veruleika má aldrei
dofna! Vér getum spyrnt fótun-
um gegn óréttlæti, dómfýsi, falsi
°g grimmd.”
Síðan snýr Betrand Russel sér
að því að sýna, hvernig göfugar
hugsjónir og kærleikur geta lát-
ið manninn rísa sigri hrósandi
UPP úr eymd og þjáningu, er oss
fekur að opnast sýn á hin dásam-
legu faeri tilverunnar.
ranglætið og ósanngirnina.
Elska skaltu náunga þinn eins
og sjálfan þig! Ástundi hver
maður gott að gera, og’þá er
guðsríki komið á jörðina.
Vandinn er ekki annar né flókn
ari en þetta. En Russel skilur
líka þetta, sem kristin kirkja hef-
ir ávallt vitað: að mennirnir
verða að vilja það hver og einn!
Þeir verða með hreinni vilja-
ákvörðun að snúa sér að hinu
góða og taka að ástunda það.
Inni í mannssálunum verður
kraftaverkið að hefjast. Þeir
verða að láta dramb og hatur
fyrir róða og sleppa aldrei von-
inni um, að hið furðulegasta sé
mögulegt: Menningin geti hafizt
til œðra veldis!
En hinn mikli spekingur gleym
ir í þessu sambandi einu mjög
mikilsvarðandi atriði, sem höf-
undur kristindómsins gleymdi
ekki og kirkjunni er alveg ljóst..
Hvaðan kemur mannkyninu
hugsjónin, hvataaflið og máttur-
inn til að hefja menninguna til
æðra flugs og meiri dýrðar en
hún hefir ennþá komizt?
Það væri aldrei hægt að gera
ljónið að öðru en ljóni. Skepnan
er háð eðlishvötum sínum. Mað-
urinn geíur heldur ekki dregið
sjálfan sig á eyrunum upp úr
foræðinu, þegar hann skortir til
þess alla hluti: Viljann, skiln-
inginn og hina knýjandi ástæðu
til að bjarga sál sinni.
Mátturinn, sem frelsar, hlýtur
að koma að ofan!
Trúi maðurinn ekki á sálina,
á Guð og hans eilífa líf, þá get-
ur þetta æðra líf ekki fengið neitt
vald yfir honum. Þá heyrir hann
alveg heiminum til, eins og kom-
izt er að orði í Nýja testament-
inu; það þýðir: Hann lýtur enn-
þá lögmálum dýraríkisins, sem
eru eigingjörn og sjálfselskufull
og leiða til baráttu allra gegn
öllum.
Frh. í næsta blaði.
Gamlar spásagnir
Ef kona sker sig á hnífi við
matarskömtun, bætist bráðlega
matur í búið. (Matarskurður).
Ef sjást regnbogalitir í skygðu
stáli, veit það á bjartviðri og
góða tíð (t. d. á vasahnífsblöð-
um eða sláttúljáum (sólskins-
blettir)).
“Grænn til jökla, blár til hafs,
þá mun skammt til hlákudags”.
Ef maður flytur búferlum, á
maður að koma með búpening-
inn sinn þangað sem maður ætl-
ar sér að vera,. um flóð, en ekki
fjöru, þá verður hann hagaspak-
ari.
Ef snjóar eða rignir í gröf, sem
búið er að taka að líkum, verður
skammt þangað til grafið verður
aftur í sama kirkjugarði.
Ef hani galar seint að kvöldi,
eða um miðnætti, er einhver
feigur í bænum.
Ef keytulykt finst úr nætur-
gögnum, veit það á kuldatíð. Sbr.
gömlu vísuna:
(Þetta á álfkona líká að hafa
sagt).
Vinargjöf skal virða og vel
hirða. (Líka álfkonuumsögn).
Ef köttur rífur í tré, kemur
innan skamms úrfelli úr þeirri
átt, er hann sleikir sig í. — Ef
köttur sleikir sig í þeim stell-
ingum, að önnur afturlöppin
stendur upp í loftið, veit það á
gestakomu (setur upp gesta-
spjót). — Ef köttur liggur þann-
ig, að eyrun og heilabúið stend-
ur beint niður, veit það á þung-
viðri. — Ef hundur liggur fram
á lappir sínar þannig, að haus
hans snúi að dyrum, veit það
á gestakomu. — Snúi hausinn
frá dyrum, er einhver feigur í
bænum (gert ráð fyrir, að hann
liggi inni á gólfi). —^ Ef manni
svelgist á mat og drykk, eða
missir niður það, sem maður
ætlar að borða, veit það á gesta-
komu (sækir í mat eða kaffi). —
Ef mann klæjar á hægri auga-
brún, er það fyrir góðu, en það
gagnstæða með þá vinstri (verri
brúnin). — Ef mann klæjar
hægri lófa, er það fyrir gjöf. —
Klæi mann augu, er það fyrir
gráti. — Klæi mann nefið, reið-
ist maður við einhvern. — Ef
manni heyrist klukknahringing,
er það fyrir mannsláti. — Setji
að manni hnerra, er einhver að
tala um mann, sé það hixti, er
DÁNARFREGN
Mrs. Sigurveig Hallsson, ekkja
Halls bónda og landnámsmanns
Hallssonar í Norrows bygð við
Manitoba vatn, andaðist að heim
ili Halls sonar síns og Ingibjarg-
ar kanu hans, 579 Main St.,
Selkirk, Man., þann 29. jan., eft-
ir alllanga rúmlegu.
Sigurveig var fædd 7. fébr.
1860, að Finnsstöðum í Eiða-
þinghá, foreldrar hennar voru
Jón Sigurðsson Víum og Stein-
unn Árnadóttir, Jónssonar, Rafn -
kellssonar frá Stafafelli í Lóm.
Hún ólst upp með móður sinni
á Finnsstöðum.
Ung að aldri fluttist hún að
Hofi í Fellum. Hún varð síðari
kona Halls bónda Hallssonar, er
þar bjó, bjuggu þau í Fellum
um nokkur ár, tn síðast í Grófar-
seli við Sleðbrjót í Jökulsárhlíð
í Norður-Múlasýslu. Þau fluttu
til Vesturheims 1890, settust að
á Lundar, en fluttu þrem árum
síðar til Narrows sveitar, en
bjuggu bæði við Siglunes og
Silver Bay. Hall, mann sinn misti
hún árið 1917, eftir þung og
langvarandi veikindi.
Börn þeirra eru:
Guðný, Mrs. A. Finney, Bay
End, Man.
Sigurlín, gift Guðm Sigurðs-
syni, látin 1917.
Sólveig, Mrs. Gíslason, uppalin
á Sleðbrjót í Jökulsárhlíð og bú-
sett á íslandi.
Jónína, gift Sigurði Sigurðs-
syni, Silver Bay.
Hallur, kv. Ingibjörgu Sigríði
Snowfeld, búsettur í Selkirk síð-
an 1943.
talað illa um mann. En hvort-
tveggja batnar, ef maður getur
upp á þeim rétta. — Ef hrífsr er
lögð þannig á jörð, að tindarnir
snúa upp, kemur rigning.
Hlín.
Leiðrétting.
Nokkrar prentvillur slæddust
inn í grein mína um Lady Hester
Stanhope, sem birtist í Lögbergi
1. febr. s. 1., og langar mig að
leiðrétta tvær af þeim sem voru
meinlegar, og vil eg tilfæra tvær
eftirfylgjandi málsgreinar:
“Eins og áður er getið hafði
Pitt óbilandi trú á frænku sinm
Eitt sinn sagði maður við Pitt,
að hann gerði ráð fyrir að Hester
færi að gifta sig, en Pitt svaraði:
“Eg geri ráð fyrir að hún bíði
þar til hún fær mann sem er
henni jafn snjall, en þó hygg eg
að hún muni aldrei giftast”, og
þessi spádómur Pitts rættist, hún
giftist aldrei.
Svona eru greinarnar prentað-
ar í Lögbergi. Sú fyrri er rétt,
en einn stafur er skakkur í þeirri
síðari, og raskar greininni og
hugsuninni svo að engin meining
verður í henni.
Síðari málsgreinin er svona
rétt:
“Eg geri ráð fyrir að hún bíði
þar til hún fær mann, sem er
henni jafn snjall, en þá hygg eg
Tveir synir Halls eldra af
fyrra hjónabandi, munu á lífi á
íslandi, heita þeir Eiríkur og
Sigfús.
Auk fjögra barna hinnar látnu,
sem á lífi eru, eru 25 barnabörn,
og 28 barnabarnabörn á lífi hér
í landi.
Sigurveig var um margt mjög
vel gefin að dómi þeirra er bezt
til þekktu. Frá barnæsku hafðí
hún mikla löngun til að hjálpi
þeim er sjúkir voru, leysti hún
af hendi farsælt verk í þeirra
þágu með kyrð og yfirlætisleysi
Hún var einkar elsk að börnum
og átti hylli þeirra jafnan vísa;
einnig var hún mikill dýravin-
ur og var einkar annt um vel-
ldðan þeirra, hún var mjög söng-
elsk og sönghneigð.
Minnið hafði verið mjög
traust, og kunni hún á mörgu
fornu góð skil, var gædd góðum
gáfum, ættfróð var hún; háöldr-
uð bar hún huga fyrir nýjum
hugðarefnum, og átti ósvalandi
fræðsluþrá sér í sál, að hinzta
ævidegi framó Hún naut góðrar
umönnunar tengdadóttur sinnar
og sonar í hinzta stríði, gerðu
þau allt sem 1 þeirra valdi stóð
að ellin mætti vera henni yndæi
og létt.
Útför hennar fór fram frá út-
fararstofu Mr. Langrill og frá
Lútersku kirkjunni, þriðjudag-
inn 6. febrúar að allmörgu fólki
viðstöddu þrátt fyrir erfitt veð-
ur þann dag.
“Þú að dauða þjáðist nóg,
þreytta móðir, sof í ró”.
S. Ólafsson.
IV.
Eg vek athygli á þessum ui
mælum af því, að hér talar ma
Ur> sem almennt er viðurkenn
Ur að vera einn af vitmönnu
mannkynsins nú sem stendi
Hann talar á hinum mes
þrengingar og alvörutímum, se
yfir heiminn hafa gengið. Hin
að til hefir hann verið lítið sin
andi trúarbrögðum, enda hu|
Un hans mjög legið á öðru svii
En boðskapurinn, sem hann flj
Ur nú, þegar hina vestræi
'T'enning riðar til falls — bc
skapurinn, sem hann telur mei
^arðandi en allt annað, hver
ann? Hann er í kjarna sínu
nakvæmlega hinn sami og krist
Jórnurjnn hefjr aiitaf fiutt:
Gerið iðrun, því að himr
ríki er nálægt!”
Breytið um hugarstefnu! Leg
ruður hatrið og tortryggnir
ðíundina, sjálfsblekkingur
“Verða munu veðrin stinn”,
veiga- mælti -skorðan,
“kominn er þefur í koppinn
minn,
kemst hann senn á norðan”.
Aldrei er geispi af glöðum hug,
eða hiksti af hægu brjósti”, átti
álfkona að hafa sagt.
“Þín ef lund er þjáð og hreld,
þessum gættu að orðum:
Gaktu með sjó eða sittu við eld”,
sagði álfkonan forðum.
Önnur umsögn sömu merking-
ar.
“Gaktu með vatni, ef þér finst
langt,
sittu við eld, ef þér er krankt.”
“Vænt er það sem vel er grænt,
blátt er betra en ekki,
alt er snautt, sem ekki er rautt,
en dökku sæti eg ekki.”
MRS. SIGURVEIG HALLSSON
Stutt kveðja frá vinum og vandamönnum hinnar látnu.
Langur varð ferill og líðan oft hörð,
lífskvaða erill á þessari jörð.
Landnema konuna lýr úfin dröfn,
líknin er vonin um friðsæla höfn.
Sigur er unninn að síðustu hér,
sælunnar runninn upp dagurinn þér.
Sjúkdómsins þvingandi sorfin öll bönd,
sólbjört í kringum þig anga vorlönd.
Minning sízt gleymist þótt máist þín spor,
munarljúf geymist í hugskoti vor.
Samferða mannanna lífsins, af leið,
lýsigull annanna markar þitt skeið.
Af hjarta við þökkum hvert handtakið þér,
í hugum þótt rökkvi við skilnaðinn hér.
Gegn harmi er svölun að hljóta þinn fund,
í himneskum sölum á lífshvarfa stund.
Jóhannes H. Hunfjörð.
að hún muni aldrei giftast,” og
þessi spádómur Pitts rættist, hún
giftist aldrei.
Þá í staðinn fyrir þó breytir
algjörlega meiningu greinarinn-
ar.
Þá er á bls. 3 í fjórða dálki,
hinn alþekti og víðfrægi brezki
stjórnfræðingur Strandford
Canning nefndur Strandford
Conway, sem er skakt. Vil eg
biðja góðfúsa lesara að athuga
þetta.
Business and Professional Cards
DR. A. BLONDAL Dr. S. J. Johannesson
Physician & Burgeon 215 RÚBT STREET (Beint suO>ir af Banning)
60 2 MEDICAL ARTS BLDO. Talsimi 30 87 7
Stmi 93 996 Heimili: 108 Chataway e
Simi 61 023 ViOtalstimi 3—8 e. h.
DR. A. V. JOHNSON
Dentist
•
106 SOMERSET BLDQ.
Thelephone 97 932
Home Telephone 202 398
Frá vini
Dr. E. JOHNSON
304 Eveline St. Selkirk
Office hrs. 2.30—6 P.M.
Phone office 26. Res. 230
Office Phone Res. Phone
94 762 72 409
Dr. L. A. Sigurdson
116 MEDICAL ARTS BLDG.
Office Hours: 4 p.m.—6 p.m.
and by appolntment
DR. ROBERT BLACK
Sérfrœöingur I Augna, Eyrna, nef
og hálssjúkdómum
416 Medical Arts Building,
Graham and Kennedy St.
Skrifstofusimi 93 851
Heimasimi 42 154
DRS. H. R. and H. W.
TWEED
Tannlœknar
•
406 TORONTO QEN. TRC8T8
BUILiDINQ
Cor. Portage Ave. og Smith Bt.
PHONE 96 952 WINNIPEG
EYOLFSON’S DRCG
PARK RIVER, N.D.
tslenzkur lyfsaU
Fölk getur pantaO meGul og
annaO meO pósti.
Fljðt afgreiOsla.
mei/ecs
Studios J3d*
PMoyeapAu Oifanijatum ui Caneu
y
224 Notre Dame-
fHONE
96 647
y
A. S. BARDAL
348 SHERBROOK ST.
Selur likkistur og annaat um ttt-
farlr. Allur QtbúnaOur sá baatl.
Ennfremur selur hann ailskonar
minnlsvarOa og legstelna.
Skrifstofu talsími 27 324
Heimilis talsimi 26 444
Legsteinar
sem skara framúr
Úrvals blágrýti
og Manitoba marmarl
Bkriflö eftir veröskrá
GILLIS QUARRIES. LTD.
1400 Spruce St. Síml 28 893
Winnipeg, Man.
HALDOR HALDORSON
byggingameistari
23 Music and Art Building
Broadway and Hargrave
Winnipeg, Canada
Phone 93 055
J. J. SWANSON & CO.
LIMITED
308 AVENUE BLDQ., WPQ.
•
Fasteignasalar. Leigja hús. Út-
vega penlngalán og eldsábyrgO.
bffreiOaábyrgO, o. e. frv.
Phone 97 538
• INSURE your property with ANDREWS. ANDREWS THORVALDSON AND
HOME SECURITIES LTD. EGGERTSON
468 MAIN ST. Lögfrœölngor
209 Bank of Nova Scotla Bldg
Leo E. Johnson A. I. I. A. Mgr. Portage og Garry St.
Phones Bus. 23 377 Res. 39 433 Simi 98 291
TELEPHONE 96 010 Blóm slundvíslega afgreldd
H. J. PALMASON & CO. m RQSERY lid.
Chartered Accountants
StofnaO 1905
1101 McARTHUR BUILDING WINNIPEQ, CANADA 427 Portage Ave. Sími 97 466
Wlnnipeg.
Phone 49 469 Radio Service Specialiata ELEGTRONIQ LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG GUNDRY & PYMORE LTD. BrltLsh Quallty — Flah Nettteg 60 VICTORIA STREET Phone 98 211 Wlnnlpeg Vanager, T. R. THORVALDBON Tour patronage will be eppreclated
G. F. Jonasson, Pres. A Man. Dlr. S. M. Backman, Sec. Keystone Fisheries Limited 404 Scott Block Sími 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FIBH CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. /, B. Page, Managing Director Wholesale Distributore of Fresh and Frozen FTsh. 311 Chambers St. Office Phone 26 328 Res Phone 73 917.
MANITOBA FISHERIES — LOANS —
WINNIPEG, MAN. At Rates Authorized by
T. Bercovitch, framkv.st). Small Loans Act, 1939.
Verzla I he'ldsölu meö nýjan og PEOPLES
írosinn fisk. FINANCE CORP. IjTD.
303 OWENA ST. Licensed Lend-rs
Skrlfstofusíml 25 355 Established 1929
Heimaslml 55 463 403 Time BUlg. Phone 21 439