Lögberg - 01.03.1945, Page 6

Lögberg - 01.03.1945, Page 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 1. MARZ, 1945 “Hann er einn sá elskulegasti drengur, sem eg hefi nokkurntíma séð, svo fríður og fallegur, og gáfaður. Eg er hrædd um að hann sé svo hneigður til niáms, að hann fáist aldrei til að leggja fyrir sig neina iðn, eða líkamlega vinnu. Hann er skáld.” “Er hann skáld!” endurtók Hope, “nei, er það mögulegt!” “Dr. North segir að hann sé hreint geni”, hélt Mrs. Elster áfram, en var þó í vafa um 'hvernig Miss Hope tæki slíkum upplýsingum. “Hvað mig langar til að þú sæir hann,” sagði Mrs. Elster, “hann lítur út eins og ungur prins.” Miss Hope roðnaði í andliti við að heyra þetta. “Eg hef aldrei séð hann síðan daginn sem eg fékk þér hann í ihendur,” sagði hún, eins og utan við sig. “Nei, vesalings litli fallegi drengurinn.” “En,” tók Hiss Hope fram í fyrir henni. “Hon- um liður vel, er ekki svo?. Eg er viss um að þú ert góð við hann, og hann veit ekkert, hefir eng an grun?” “Nei,” svaraði Mrs. Elster í alvarlegum róm. “Hann kallar mig mömmu, og heldur að eg sé mamma sín. Eg er eins góð við hann eins og hann væri mitt barn, en það sjá allir að hann er ekkj minnar ættar, og þrátt fyrir að hann hefur alist upp með okkur hérna, held eg að honum finnist að hann eigi ekki heima hér hjá okkur.” “Já, en ihann hefur aldrei vitað nejtt annað. Hann þekkir engan annan lífsmáta,” sagði Miss Hope áhyggjufull. “Nei, auðvitað ekki, en hann hefur allt annan smekk fyrir flestu, en við.” “Þú fheldur að honum sé meðfætt fínna upp- lag.” Mrs. Elster brosti, og sagði: “Það er einmitt það sem eg meina.” “Eg vona að þú hafir tnúlega haldið loforð þitt, og aldrei minst á Riversmead, síðan þú fórst þaðan.” “Aldrei.” Miss Hope sat um stund þegjandi, og hugsaðí um þetta. “Mrs. Elster, sá tími er nú kominn, að eg verð að trúa þér fyrir meiru en eg hafði nokkurn- tíma ibúist við. Eg veit ekki hvað þú munir halda um mig, en þú mátt ekki gleyma því, að eg gjörði það í bestu meiningu.” Hún stundi þungt og horfði í eldinn. Það var samviskubit sem lá þungt á huga hennar, sem hún hafði þaggað niður ií mörg ár. “Eg vil ekki tala um systir mína; kallaðu hana Mrs. Maxwell; þú getur haldið áfram að kalla hana því nafni, ef þér svo sýnist. Hún hefur sitt eigið leyndarmál. Eg stóð henni næst og var eina stoð hennar í heiminum. þó hefi eg aldrei fengið að vita leyndarmál hennar. Svo eg get ekki sagt þér neitt um það. Eg veit ekki hvort hún var gift, eða hverjum, ef það hefur verið. Veit heldur ekki hvernig það hefur viljað til. Það eina sem eg veit, er hvað hefur viljað til. Það eina sem eg veit, er hvað skeði.” Og aftur sat Miss Hope þegjandi um stund, og starði í eldinn. “Eins og þú veist var systir mín hættulega veik, þegar Verner litli fæddist, svo veik að við hugðum varla að hún mundi lifa; hennar eina hugsun var, að barnið hennar væri dáið; hún hefur aldrei séð eþann né heyrt, man heldur ekkert eftir honum, því hennar fyrsta hugsun um hann var, að hann væri dáinn. Hún var svo viss um að barnið sitt væri dáið, að eg þorði ekki að segja henni að það væri lifandi. Eg veit að þú munir ásaka mig fyrir það, en eg gerði það til þess að frelsa hana, og það veit hamingjan að eg gerði það í góðum tilgangi. Sannleikurinn er því sá, að systir mín veit ekki að barnið er lifandi, og hún má aldrei fá að vita það. Heyrirðu það. Það meinti bara bráðan dauða fyrir hana, og kannske fleiri.” Mrs. Elster varð óttaslegin við að heyra þetta. “Eg verð að segja þér,” hélt Miss Hope áfram, “að hún er nú hátt sett hefðarfrú, að hún á mann, sem elskar hana, mjög innilega, og glsku- leg böfn, sem hver móðir getur verið stolt af að eiga. Ef hún vissi að Verner væri lifandi, mundi hún verða brjáluð, eða deyja. Við höfum varð- veitt þetta leyndarmál hennar í svo mörg ár, og við verðum að halda því vandlega leyndu, eins hér eftir, og sjá um að það komist aldrei upp. “Vesalings litli, elskulegi drengurinn,” sagði Mrs. Elster, með tár ií augunum. “En honum líður vel,” sagði Miss Hope, “hann hefur allt sem hann þarfnast, og eg skal sjá betur til með honum, en móðir hans gæti gert.” “Að eiga lifandi móðir, og vita ekki af því, sjá hana aldrei né heyra hana tala, það eru grimm forlög,” sagði Mrs. Elster. “Hann saknar hennar ekki, þegar hann hefur aldrei þekkt ihana. Honum skal verða veitt allt sem hann þarfnast. Eg skal koma honum í hverja þá stöðu, sem hann óskar eftir; hann skal aldrei vera hjálparlaus; og þegar hann verður dálítið eldri, skal eg selja nokkur veð- skuldabréf, sem eg hefi sett til síðu fyrir hann, og með hyggilegri meðhöndlun gæti eg komið því svo fyrir, að hann hafi 300 sterlingspund árlega inntekt; það er trygging fyrir því að hann þarf ekki að Mta sig vanta neitt.” “Eg veit ekki hvernig verður hægt að koma því fyrir,” saðgi Mrs. Elster hugsandi. “Við verðum í því tilfelli, að treysta-forlög- unum, að þau verði okkur hliðholl,” sagði Miss Hope. “Þér þykir kannske leiðinlegt, að fólk sem heldur að hann sé sonur þinn, fari að undrast yfir hvernig þú getur ha'ft ráð á að gera svo mikið fyrir hann?” “Það er einmitt það sem eg er að hugsa um; fólkið er að gera sínar athugasemdir, um það, að eg læt .hann ganga í Dr. Norths skólann; drengurinn minn er einnig mjög forvitinn um hann;- honum finst það svo skrítið að Verner getur fengið allt sem hann þarf með, og sem hann fær ekki.” “Eg hefi sagt þér, að peninga spursmálið stendur ekki í veginum. Láttu drenginn þinn fá allt, sem hann óskar eftir, eg skal borga fyrir það; honum getur ekki dottið neitt annað í hug, en að það sért þú, sem gefur honum það. Þegar þar að kemur, skal eg hjálpa honum, og það þannig að enginn grunur falli á þig.” “Eg vil ekki að Rob tortryggi mig.” “Nei, auðvitað ekki; ef þú vilt segja mér, hvað sonur þinn mundi vera mest hneigður fyrir, þá skal eg hjálpa honum og sjá til með hon- um. Er hann gáfaður?” “Já, en algjörlega á annan hátt en Verner.'’ “Eg h^fi, svo lítið hefur borið á, útvegað mér upplýsingar um Dr. Nortlhs skólann, og hefi fengið að vita að það verða veitt tvenn verð- laun þar, við næsta próf. Ef Verner hlýtur annað þeirra, þá er það nóg fyrir hann til. að halda áfram námi við háskóla. Auk þess sendi eg honum peninga, sem hann veit ekki hvaðan koma, svo hann vanti ekkert. Hann er og verður reglusamur, og gerir ekki stórar kröfur. Eg á mikinn auð og eg vil fórnfæra honum til þess að geta haldið leyndarmáli systur minnar leyndu, og sjá um son hennar. Nú er eg búin að segja það sem eg kom hingað til að segja þér. Þú minnist loforðs þíns um, að vaka yfir að enginn fái hinn minsta grun um þetta leyndarmál. Þú verður að leggja lífið í sölurnar, Mrs. Elster, ef þess þarf með, heldur en láta þetta leyndarmál vort verða opinbert.” Hún leit út fyrir að vera svo sterk, svo hug- uð, svo örugg, að það hafði hughreystandi áhrif á Mrs. Elster. “Eg hefi verið þér eins trú eins og nokkur getur verið, og eg skal halda loforð mitt við þig til dauðans.” “Eg trúi þér, eg treysti þér fullkomlega,” sagði Miss Hope, og greip um hendur Mrs. Elster, með sínum hvítu nettu höndum. “Það var sannarlega hamingjustund, er við komumst í samband við þig.” “Þú hefur verið svo góð við mig,” sagði, Mrs. Elster. “Nú á eg þetta fallega heimili, og eg á þér að þakka að mér líður vel, og get lifað svo rólegu og kyrlátu lífi, eins og eg geri, og að drengirnir fá svo góða menntun.” Miss Hope stóð upp. “Nú verð eg að fara, það er að verða áliðið. Mrs. Elster, mér mundi þykja gaman að sjá hvernig drengurinn skrifar, og sjá skáldskap- inn hans. Það er nú líklega ekki merkilegt, og þú skalt ekki hvetja hann til að vera að fást við það; mig langar þó til að sjá það.” “Eg skal koma með bækurnar hans,” sagði Mrs. Elster, “þær liggja hérna á borðinu í for- stofunni. Hún kom strax með bækurnar, og opnaði eina þeirra. Þetta er það fyrsta, sem hann orkti,” sagði hún. “Eg er viss um að þér hefði þótt vænt um hann, ef þú hefðir séð hann, þegar hann las það fyrir mig. Hann var svo feiminn, svo ófram- færinn, og svo indislegur.” Miss Hope las kvæðið. Það var fuglasöngur í orðum — fullt gleði og hrifningar yfir fegurð júní mánaðarins. Meðan hún var að lesa, kom sorgblandinn alvörublær á andlit hennar — samband hryggðar og metnaðar. “Mrs. Elster,” sagði hún í blíðum róm, “eg hefi haft ranga ímyndun um hann. Þú mátt aldrei hindra hann frá að æfa þessa gáfu sína. Drengurinn er skáld — hreint geni. Mig langar svo til að sjá hann, án þess hann sjái mig; er það hægt?” Mrs. Elster hlustaði eftir hvort drengirnir svæfu, og hún fullvissaði sig um að þeir væru báðir í fasta svefni. “Þú getur komið og séð hann, án þess að sé nokkur hætta á, að hann sjái þig.” Miss Hope gekk hægt inn í svefnherbergi drengjanna; þar lá hann í værum svefni, með sitt fallega gulllokkaða höfuð á hoddanum; hversu elskulegt var ekki hans fríða andlit, og það í svefni. Hún stóð og horfði hugfanginn á hann, og gat ekki varist tárum, er hún hugsaði um þessi grimmu forlög. Fyrir hugarsjónum hennar var myndin af systur hennar, annar sonur hennar svaf í skraut- legu herbergi, erfinginn að herragarðinum Avonwold. Henni flatig kannske systir sín í hug, standandi í djúpri undrun og aðdáun við sæng annars sonar síns, er hann vár sofnaður, og biðja og ákalla heimsins vernd og blessun yfir hann, án þess að vita að hún ætti hér son, yndislegan og fluggáfaðan, og í alla staði vel gefinn af náttúrunnar hendi. Hún sneri sér frá rúminu, með bitra sorg í hjarta sér, og gat eigi varist tárum. “Já, er hann ekki fallegur?” sagði Mrs. Elster. þegar þær voru komnar aftur út í eldhúsið; hún var, og það með réttu, meir en lítið upp með sér af þessum elskulega fóstursyni sínum. “Allt of fallegur, allt of gáfaður, til að verða að lifa, án einu sinni að eiga nokkurt nafn,” sagði Miss Hope. Vertu sæl, Mrs. Elster. Gerðu allt áem þú getur fyrir ihann, og þér skal verða ríkulega borgað fyrir að vaka yfir leyndarmáli systur minnar.” 17. KAFLI. Rob Elster hafði ekki gleymt því að hann ætlaði sér að komast að leyndarmálinu. Þegar þær komu inn í svefnherbergi drengjanna, var hann glaðvakandi, en lét sem hann væri í fasta svefni; þó varð hann að reyna að sjá hvernig ókunna konan leit út, og honum heppnaðist það að nokkru leyti, er Miss Hope beygði sig ofan að Verner, þá gat hann séð andlit hennar. Hann ákvað strax, með sjálfum sér, að þessi heimsókn væri sér óviðkomandi, það er ekki mín vegna að hún kom hingað. Það er áreið- anlega í sambandi við Verner. En hvers vegna kom þessi ókunna kona til að sjá Verner sof- andi.” Nú var hann fyllilega sannfærður um, að hér væri um eitthvert leyndarmál að ræða, sem hann ásetti sér að komast að, og nú kom honum í hug fleiri atvik, sem hann 'hafði ekki skilið. Forvitni hans magnaðist við þær uppgötvanir. Hvernig stóð á því, hugsaði hann, að allir sögðu að hann væri svo ólíkur Verner? Hann væri ekki líkur neinum af Elster fjölskyldunni; hverjum var hann þá líkur? Hafði móðir hans nokkurt leyndarmál sjálf? Hafði hún verið gift tvisvar? Nei, það var ómögulegt, það var bara eitt ár á milli Verners og hans; það hafði móðir hans sagt svo oft. Það var varla mögulegt að hún hefði mist föður sinn, og svo gift sig aftur, og mist þann mann, mist tvo menn á sama ár- inu. Honum fanst leyndarmálið bara áhræra Verner, en móðir sín hefði ekkert að dylja. En honum komu í hug fleiri undarleg atvik, sem honum voru óskiljanleg. Móðir hans talaði oft um föður hans, og þó vildi hún aldrei segja honum hvar hann hefði dáið. Hún varaðist æfin- lega að svara þeirri spurningu, bara stundi við og sagðist ekki geta talað um það, það væri svo hræðilegt. Slíkt svar hafði hann æfinlega verið óánægð- ur með — nú var hann alveg viss um að lyk- illinn að öllu leyndarmálinu væri í hendi sér, ef hann bara gæti fundið út, hvar móðir hans var, er faðir hans dó. “Eg skal komast að því fyr eða síðar,” hugsaði hann; “það getur skeð að það taki fleiri ár, en eg skal komast að því.” Hann mynntist ekki með einu einasta orði á það sem hann hafði orðið var við, við móður sína, en ihann var ávalt á verði fyrir hverju atviki, sem gæti gefið honum nokkra bendingu. Hann fór nú að veita meiri eftirtekt þeim mis- mun, sem var á framkomu móður sinnar við Verner, og hann sjálfan; hann sá að hún var umhyggjusamari fyrir Verner í öllu tilliti, og þó virtist hún, eins undarlegt og það var, þykja vænna um Rob. “Það getur skeð að hún fái vel borgað fyrir að þegja um leyndarmálið,” hugsaði hann með sér. “Það getur verið þess eðlis, að við getum lifað af því án þess að þurfa að vinna fyrir okkur, hvört heldur hún heldur því leyndu, eða að hún hótaði að opinbera það. Hvaðan koma peningarnir, sem móðir mín lifir af?” Hann spurði hana um það, hún varð alveg hissa á, að hann skyldi spyrja um það, og undr- aðist yfir því hvað drengurinn hefði í huga með því. Hún sagði honum það sama, sem hún hafði sagt áður, við aðra sem spurðu hana þess, að hún hefði dálítinn lífeyri, sem sér væri borg- aður reglulega, meðan hún lifði, en ekki eftir sinn dag. “Þess vegna verður þú eins og Verner að stunda vel námið þitt, og komast sómasamlega í gegnum skólann, svo þú verðir maður til að sjá fyrir þér sjálfur, lífseyrir minn deyr með mér.” “Hvaðan kemur þessi lífeyrir?” spurði Rob, kvalinn af forvitni. Hvernig fékkstu þennan lífeyri?” Það greip hana hræðsla. “Því er Rob að hnýsast inn í þetta?” “Er það járnbrautarfélagið, sem faðir minn vann fyrir, eða hafði hann safnað peningum, eða hvaðan koma peningarnir?” Hún varð náföl í andliti. “Rob mér líkar ekki að heyra öll þessi for- vitnis spursmál; drengir eiga ekki að venja sig á að forvitnast um það sem þeim kemur ekkert við,” sagði hún alvarlega. “Eg get ekki skilið að þetta sé mikil forvitni, flestir drengir vita eitthvað um foreldra sína; mig langar svo mikið til að vita hvar faðir minn dó, og er grafinn.” ’ “En það er skylda þín að treysta mér, og vera ekki að þreyta mig með slíkum spurningum.” “Jæja, látum svo vera,” svaraði hann kæru- leysislega. En hann var nú viss um, að það væri um leyndarmál að ræða, og að móðir sín hefði tekjur í sambandi við það. “Eg skal þó seinna verði, ausa úr sama brunn- inum, sem hún fær sína peninga.” Allt, sem hann þráði og mundi brúka peninga til var að kaupa aðgöngumiða að kappreiða sýningum, að veðja á hundaáflog, reykja vindla, og hafa glansandi hnapp í brjóstinu á skyrt- unni sinni, gula festi og tvo eða þrjá hringa á fingrunum. “Þá lít eg út eins og herramaður, og eg skal líka notfæra mér það, hugsaði hann. Verner var á góðri leið með að vinna náms- styrkinn. Hann var sérstaklega ástundunar- samur við námið. Á sumrin fór hann á fætur um sólaruppkomu, og fór út í garðinn, og sett- ist undir elmtréin til að lesa; á veturnar sat hann í góðum hægindastól, og hugsaði ekki Um annað en það, sem hann var að læra. Rob forsmáði hann af heilum huga. “Strákur, sem altaf situr með bók milli hand- anna, þekkir ekki lífið,” sagði hann hranalega. “Verner, þú verður aldrei maður til að vinna fyrir salti í matinn þinn, ef þú hættir ekki að liggja í bókum allan tímann.” Við aðalprófið í skólanum voru margir af helstu mönnum umhverfisins staddir; öllum kom saman um það, að Verner ætti með réttu annan námsstyrkinn, sem veitast átti, og það var venja, að þegar það væri fátækur piltur, sem vann fyrir styrknum, að þá lofuðust heldri mennirnir til að leggja fram dálitla aukapen- inga, til að létta undir með kostnaði hans við háskólann. Verner varð nú aðnjótandi allrar þessarar blessunar, og allir voru sammála um að honum bæri það með réttu, fyrir gáfur sínar og ástund- un. Nú opnaðist honum vegur t-il þess sem hann þráði, sem var að gefa sig framvegis við hærra vísindanámi. Það var og nokkuð annað, sem átti sér stað við þetta próf, sem hafði mikla þýðingu fyrir Verner. f hálftíma frístund, frá prófinu, spurði háttsettur aðalsmaður, Sir Magne, Dr. Nort’n um, hvar þessi drengur væri, með svo frítt og góðmannlegt andlit, og fagurt hár. “Hann er hreinasta geni; eg hef aldrei heyrt nokkurn svara prófspurningunum eins vel og hann gerði.” “Fer hann á háskólann?” “Eg tel það sjálfsagt.” “Þá á hann bjarta framtíð fyrir sig. Við fáum að heyra um hann síðar. Hver er hann, segðu mér það.” “Hann heitir Verner Elster; hann er sonur fátækrar ekkju, sem býr hérna í bænum.” “Nei, hann er af góðri fjölskyldu, það er eg viss um; hann hefur andlit, hegðun og fram- komu eins og ungur prins.” Dr. Nor-th brosti og hristi höfuðið. “Mér þykir fyrir að þurfa að skemma þínar rómantisku ímyndanir, herra, en andlit hans og hegðun, er það eina prinslega við hann; faðir hans var gæslumaður á járnbraut og dó af slysi. Móðir hans hefur dálaglegan lífeyrir, líklega frá því járnbrautarfélagi, sem maðurinn hennar vann fyrir. Nei, það er ekkert róman- tiskt í þessu tilfelli, það getur þú verið alveg viss um.” Sir Magne, leit út eins og honum væri ómögulegt að trúa þessu. “Ef einhver annar hefði sagt mér það,” sagði hann, “hefði eg ekki trúað því; mér hefur aldrei fundist eins mikið- til um nokkurn dreng, eins og hann. Eg vildi gjarnan gera eitthvað fyrir hann. Þegar eg heyrði hve meistaralega hann svaraði öllum spurningunum, og sá það sem hanri hafði svarað skriflega, iþá vissi eg strax, að ef nokkur ynni verðlaunin, þá hlyti það að vera hann. Ef lofa fimtíu pundum, honum til styrktar ií ár, Dr. North, og næsta ár gef eg h-onum ihelmingi meira, ef honum gengur vel.” Dr. North, sem hafði verið kennari hans í svo mörg ár, var þess fullviss að hann ætti glæsilega niámsbraut framundan. Hamingjusamastur var þó Verner sjálfur, því nú lá brautin opin fram undan honum, og ekki jók það minst iá gleði hans, að allir skóla- bræður hans og kennarar, létu gleði sína og fögnuð í ljósi yfir þeim mikla heiðri er tilféll honum. Ef þú hyggst að fara geistlega veginn, þá átt þú góðan vin og sterkan stuðningsmann, í Sir Magne, Verner,” sagði Dr. North. Verner svaraði því, að sýr hefði aldrei komið til hugar að fara inn á þá braut. Hugur hans stóð meir til bókmennta og fagurfræði.

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.