Lögberg - 17.05.1945, Síða 1

Lögberg - 17.05.1945, Síða 1
PHONE 21374 A Complcte Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR PIIONE 21374 V\vuw ,áerers- rie<VieT pr-V 01 A Complete Cleaning Institution NÚMER 20 Frá fjallatindum til fi»kimida niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii Merkur tónliátarviðburður Pearl Pálmason Agnes Sigurðson Á fimtudagskvöldið þann 10. þ. m., voru haldnir í Gract kirkjunni hér í borginni merkilegir og hrífandi hljómleikar, er General Hospital Nurses Glee Club, stofnaði til við afar mikla aðsókn; í hljómleikum þessum tóku þátt þær Pearl Pálmason fiðluleikari, og Agnes Sigurðson píanisti; eru þær báðar vaxandi snillingar hvor á sínu sviði, og komnar svo langt á braut hlut aðeigandi lista, að þær eru almennt viðurkendar meðal gáfuðustu og hæfustu konsertleikara hins canadiska þjóðfélags. Dagblöðin í Winnipeg, sem gerðu áminsta hljómleika að umtalsefni, dáðu mjög hina breiðu og mjúku tóna, sem Pearl knúði fram úr strengujm fiðlunnar, ásamt þeim rafmögnuðu, dramatísku töfrum, sem einkenna píanoleik Agnesar. San Francisco Af öryggisráðstefnu samein- uðu þjóðanna í San Francisco, hafa fáar fregnir borist undan- farna daga; all-mikið hefir þó verið rætt um þá óvæntu ein- angrunarstefnu, sem fram kom hjá erindrekum Suður-Ameríku- ríkja lýðveldanna, er naumast máttu heyra Norðurálfuna nefnda á nafn; naumast leikur þó vafi á, að þessar þjóðir verði áður en lýkur að lúta þeim fulln- aðarákvörðunum, sem teknar verða á sínum tíma varðandi stofnun alþjóðabandalags heims- friðnum til fulltryggingar; stefn unni er eigi lokið þó þaðan séu farnir utanríkisráðherrar Bret- lands, Rússlands og Kínaveldis. Forsætisráðherra Canáda, Mr. King, lagði af stað heimleiðis á mánudaginn til þess að hefja kosninga undirbúning sinn. Að því er bezt er vitað, var ágreiningurinn milli Breta, Rússa og Bandaríkjastjórnar vegna Póllands með öllu óleyst- ur, er hlutaðeigandi, áminstir valdamenn, lögðu af stað heim- leiðis. Alvarlegt uppþot Á lokadag Norðurálfustríðsins, varð í borginni Halifax svo al- varlegt uppþot, að ekkert því líkt hefir áður komið fyrir í sögu canadisku þjóðarinnar; vín- Makleg sœmd Dr. Thorbergur Thorvaldson Við uppsögn Manitoba háskól- ans, sem fram fer innan skamms, verður Dr. Thorbergur Thorvald son,prófessor í efnafræði við há- skóla Saskatchewan fylkis, sæmdur heiðursgráðunni Dr. of Science; er hann manna mak- legastur slíkrar viðurkenningar, sakir stórmerkra og raunnýtra uppgötvana á sviði efnavísind- anna, svo sem í sambandi við steinsteypu og ýmis önnur bygg- ingarefni. Dr. Thorbergur kom á barnsaldri frá íslandi, og er skagfirskur að ætt; hann er út- skrifaður af Manitobaháskólan- um, en stundaði síðar framhalds- nám við háskóla í Norðurálf- unni við hinn ágætasta orðstír. Dr. Thorbergur er kvæntur Margréti, dóttur W. H. Paulson, sem um langt skeið átti sæti á fylkisþinginu í Saskatchevan; hann er bróðjir Sveins Thor- valdsonar, M.B.E. í Riverton. anir, voru brotnar upp og vör- um hvarvetna rænt að vild, þrátt fyrri allar hugsanlegar ráð- stafanir til málamiðlunar af hálfu lögreglu og stjórnarvalda; eitthvað af canadiskum sjólið- um tóku þátt í uppþotinu, þó víst þyki nú, að algengir borg- arar hafi í engu verið eftirbátar þeirra, nema síður væri; eigna- tjón er lauslega metið á 5 millj. dala, og er þess vænst, að sam- bandsstjórn muni hlaupa undir bagga, og lána þeim, sem fyrir tjóninu urðu fé, til þess að kippa viðskiptafyrirtækjum sínum í lag; víðtæk réttarhöld háfa stað- ið yfir undanfarna daga, og nokkrir menn verið dæmdir í betrunarhús vist. Skemtistöðum í Halifax, þar á meðal kvikmyndahúsum, var lokað áminstan dag; þessu undu borgarbúar illa, og er sú ráð- stöfun ein af ástæðunum, er tit uppþotsins leiddu. Úr nógu að velja Síðastliðinn mánudag, fóru fram víðsvegar um Canada hin formlegu þingmenskuframboð, og kom þá brátt í ljós, að úr nógu yrði að velja, því 965 þing- mannaefni verða í kjöri við hin- ar almennu þjóðkosningar þann 11. júní næstkomandi; alls eiga sæti í neðri málstofu sambands- þings 245 þingmenn. 1 kosning- unum 1940, voru 672 frambjóð- endur í kjöri. Sextíu og sjö frambjóðendur keppa um 17 þingsæti í Mani- toba. saoa Failnir, særðir, týndir Samkvæmt nýjustu upplýsing- um hemaðarvaldanna, nam manntjónið í Canada af völdum stríðsins upp að 7. þ. m., 102,875. Af þessari tölu eru 37,000 dánir, 3,769 týndir, en hinir særðir. í þessu stríði tóku þátt miljón Canadamenn, en í fyrri heims- styrjöldinni nam tala hermanna héðan úr landi sex hundruð og þrjátíu þúsundum. Björnson systkynin Nýlega var sú frétt í Fargo Forum, að Kristján Björnson sem útskrifast sem dýralæknir í vor frá Ohio ríkisháskólanum í Col- umbus, Ohio, hafi verið kósinn félagi í Phi Teta, þjóðlegum heiðursfélagsskap, fyrir nem- endur í dýralækningum. Eru kosnir í slíkan félagsskap aðeins þeir, sem standa hæzt við nám- ið. Auk Kristjáns er systir hans Margaretta þar á skólanum líka. Er hún að búa sig undir meistara gráðu í stjórnmála vísindum (political science). Hefur hún æfinlega skarað fram úr við nám frá því hún fyrst byrjaði skóla- göngu. Eru þau Kristján og Margaretta börn Dr. og Mrs. B. K. Björnson, Fargo. Annar sonur þeirra, Captain Sidney Björnson er á íslandi. Fögur kvöldstund Það var bjart yfir lokasam- komu Laugardagsskólans, sem fram fór í Sambandskirkjunni hér í borginni þann 5. þ. m. að kvöldi; aðsókn var prýðileg; frú Ingibjörg Jónsson, forstöðukona skólans, stýrði samkomunni; það var ánægjulegt að heyra, hve börnin báru íslenzkuna greini- lega fram, jafnt í söng, leik og ljóði; þau voru alveg heima hjá sér, og komu í hvívetna einarð- lega fram; tveir unglingspiltar skemtu með lúðraþyt, og tókst hið bezta; söngur barnanna, und- ir leiðsögn Miss Vilborgar Eyjólf son, vakti almenna hrifningu, eins og reyndar alt annað, sem á skemtiskránni stóð; samkoman bar þess raunhæft vitni, hve Laugardagsskólinn á marga vini, þótt vel mætti þeim fjölga í framtíðinni. Kennarar skólans síðastliðið starfsár, voru þær Ingibjörg Jónsson, frú Gyða Steinsdóttir, Miss Vilborg Eyjólfson, Mrs. Fred Bjarnason og Mrs. S. B. Stefánsson, er aðstoðaði söng- flokk barnanna með píano spili. Mlli Leystur úr prísund Frú Guðlaugu Eggertson hjúkr unarkonu hér í borginni, barst nýverið símskeyti þess efnis frá hernaðarvöldunum, að Pilot Officer Edward sonur hennar, sem verið hefir í þýzkum fanga- búðum nokkuð á fjórða ár, sé nú kominn heill á húfi til Eng- lands. Edward er bráðgáfaður maður, sem byrjaður var á námi við Manitoba háskólann nokkru áður en hann innritaðist í her- inn; er fjölskyldu hans og hin- um mörgu .vinum það ósegjan- legt fagnaðarefni, að vita hann leystan úr prísund Nazista. I Isletazk jarðarber Félag Vestur-íslendinga hélt skemmtifund í Oddfellowhúsinu í s. 1. viku. Hálfdán Eiríksson, formaður félagsins, stýrði fund- inum. Meðan setið var undir borð- um las formaður upp kveðju frá þingi Þjóðræknisfélags Vestur- íslendinga í Winnipeg, sem er svohljóðandi: “Tuttugasta og sjötta ársþing Þjóðræknisfélags Islendinga í Vesturheimi sendir Félagi Vestur-íslendinga í Rvík hugheilar kveðjur með alúðar- þakklæti fyrir sýndan vinarhug.” Auk þess las formaður upp bréf frá prófessor Richard Beck þar sem hann þakkar alúðlega mót- tökur félagsins, er hann dvaldi hér heima síðastliðið sumar, sem fulltrúi Islendinga vestan hafs á lýðveldishátíðinni. I bréfi sínu til félagsins, sagði prófessor Beck að hann hefði snætt íslenzk jarðarber heima hjá sér í Grand /orks, er honum hefðu verið send héðan að heiman í flugvél, af formanni félagsins. Hefðu berni verið óskemd og hin ljúf- fengustu í alla staði. Séra Jakob Jónsson las upp Úóð eftir Einar P. Jónsson rit- ^tjóra og Guttorm J. Guttorms- Son skáld í Riverton. Var þeim þætti dagskrárinnar mjög fagn- að. Eftir að staðið var upp frá borðum var stiginn dans fram á nótt. Næsti skemmtifundur félags- ins verður árshátíð þess, sem haldin verður í aprílmánuði. Verður það hóf undirbúið sér- staklega og mjög vandað til þess Vísir, 13. marz. Inneign Islendinga I janúarmánuði námu innlög í bankana næstum 600 milljón- um króna — eða 599.790 þús kr. Innlög höfðu aukist um rúm- lega tvær og hálfa milljón í mán- uðinum, því að þau námu 597.1 milljón kr. í árslok 1944. Útlán höfðu á sama tíma aukizt um hálfa aðra milljón, voru í árs- lok 236.6 millj. kr., nú í jan- úar 238.1 milljón kr. Eins og venjulega minnkaði seðlaveltan í janúar, þegar hin miklu jólakauptíð var um garó gengin. Þó dró ekki eins mikið úr henni á þessu ári, eins og i janúarmánuði í fyrra. Hún var í janúarlok 160.1 milljón króna, en var 167.4 í árslok. Hafði hún því minnkað um 7.3 millj. kr. í mánuðinum. í árslok 1943 nam seðlaveltan 144.7 millj., en minnkaði í jan- úarmánuði á eftir um 9.1 millj., varð 135.6 millj. kr. Hækkunin frá janúar í fyrra til jafnlengdar á þessu ári nemur því 24.5 millj. kr. Inneignir bankanna erlendis voru 567.2 millj. kr. í lok janúar- mánaðar. Höfðu þær þá aukist um 4.3 millj. kr. og er það minnsta aukning síðan í júní- mánuði s. 1. í lok janúar í fyrra áttu bank- arnir innieignir, sem námu sam- tals 458.5 millj. kr. Jukust þær jafnt og þétt allt árið, nema í maí, þegar þær minkuðu um hálfa aðra milljón og desember síðastliðnum er þær minnkuð.i um hálfa tuttugustu milj. kr. Aukning frá janúar 1944 til loka janúarmánaðar nam alls 108.7 millj. króna. Vísir, 23. marz. MKgi Goebbels fyrirfór sér Samkvæmt staðfestum fréttum frá Moskva, hefir áróðursráð- herra Nazista, Joseph Goebbels, fyrirfarið sér í jarðhýsi, sem var 20 metra neðan við yfirborð Berlínar; hann hafði og drepið konu sína og börn á eytri; þannig lauk ævi þess manns, er vafa- laust hefir verið mestur lygari sinnar samtíðar. saga Kyrrahafið Átök Bandaríkjahersins í Kyrrahafinu aukast með degi hverjum; einkum er hert á sókn á Okinawa og Mandanay; nú hefir ameríski herinn náð á vald sitt höfuðborg hinnar fyrnefndu eyjar, og hafa umráð yfir níu tíundu hlutum þeirrar síðar- nefndu; mannfall á báðar hlið- ar hefir verið geisilegt á þess- um vettvangi stríðssóknar, og engu minna af hálfu Bandaríkj- anna, að því er síðast fréttist. Skipatjón Japana hefir mjög farið í vöxt upp á síðkastið. Msy$ Þjcðhöfðingjafundur Þess er alment vænst, að inn- an tiltölulega skamms tíma, haldi fund með sér þeir Churc- hill, Stalin og Truman, til þess að ræðs um endurskipun og við- reisn Norðurálfunnar, sem og með það fyrir augum, að taka fullnaðarákvarðanir varðand: stríðssóknina í Kyrrahafinu. Nírceðisafmæli Frú Anna Ólafsson Á laugardaginn þann 5. þ. m., átti hin höfðinglega merkiskona, frú Anna Ólafsson níræðis- afmæli, og var þess minst þá um kvöldið með veglegu sam- sæti í fundarsal Fyrstu lútersku kirkju, að vistöddu miklu fjöl- menni; veizlustjórn hafði með höndum séra Valdimar J. Ey- lands, er framkvæmdi það verk með hinni mestu snild. Ræður fluttu Ágúst Sædal, A. S. Bardal, Gunnlaugur Jóhannsson og J. J. Swanson. Páll S. Pálsson, skáld, skemti með kýmnisöng; á slag- hörpu lék Miss Ólafsson, en frú Alma Gíslason söng kvæði, er þeir Dr. Sig. Júl. Jóhannesson og Einar P. Jónsson höfðu ort til frú Önnu á sextugs afmæli hennar; aðalræðuna fyrir hönd móður sinnar og Ólafsson fjöl- skyldunnar í heild, flutti séra Sveinbjörn Ólafsson, og mæltist honum hið bezta. Viðstödd börn frú Önnu voru frú Halldóra Þorsteinson, frú Petrea Péturson, frú Helga Árnason, séra Sveinbjörn og Benedikt málari; einn sonur ihennar, Einar, er búsettur á Akranesi, og sendi hann móður sinni samfagnaðarskeyti og frum ort ljóð; einnig fluttu frumort kvæði þeir Ragnar Stefánsson og Gunnar Sæmundsson frá Ár- borg; sægur mikill heillaóska- skeyta frá Islandi, og víðsvegat annarsstaðar að bárust frú önnu í tilefni af þessum merka áfanga í lífi hennar. Frú Anna er ættuð úr Borgar- firði hinum syðra, og kom hing- að vestur um haf af Akranesi; hún ber sinn háa aldur eins og lífsglöð sigurhetja, og hefir þrátt fyrir óhjákvæmilegt mótbyri annað veifið á svo langri leið, jafnan ferðast sólarmegin í líf- inu; hún hefir átt miklu barna- láni að fagna. Lögberg biður Önnu guðsbless unar og samfagnar henni á ní- ræðisafmælinu. KJARTAN ÓLAFSSON: Richard Beck prófessor Velkominn heim til þíns lands. Vítt um háloftin heið yfir hafdjúpin breið, með þinn vordraum hins veglynda manns. Með kveðjur og óskir frá íslenzku börnunum, sem elska sitt land með fegurstu stjörnunum, og blessa í fjarlægð við brjóst annars lands. Vordísir unni þér alls, þar sem ástjörð þín grær og hinn eilífi sær mætir auga frá fjöru til fjalls. Svo hjarta þitt yngist með ættjarðarblómunum og andi þinn fagni með sólglöðu hljómunum. Já, finndu þig.heima við yndi þess alls. . Feðranna fornhelga jörð sé þér brosmild í blæ og þú berð hennar fræ þér í hug yfir fjarlægan fjörð. ’ Og leiði þig heilladís hamingjustjarnanna til þíns heima, um landnám íslenzku barnanna. Flyt þeim kveðjur frá móður- og minningajörð Kvæði þetta flutti höfundur Richard beck prófessor, í sam- sæti sem Þjóðræknisfélagið hélt honum að Hótel Borg í júní s.l., þegar hann var hér heima í boði ríkisstjórnarinnar. Heimilisblaðið.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.