Lögberg - 17.05.1945, Page 2

Lögberg - 17.05.1945, Page 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MAÍ, 1945 Sýningin á Tungunúp Ejtir F. Hjálmarson -H-f Og lægðu nú seglin Hugi minn, við erum komnir á Núpinn. Eg veit að þið takið eftir því les- endur góðir, að eg kalla alla þá menn, sem eg nafngreini í þess- um línum, minn, ykkur mun nú kannske þykja þetta skrítið og jafnvel sleikjuháttarlegt, eða kannske bara fullmikla tungu- mýkt. En svo hefur það nú verið sagt áður um suma menn, til dæmis, minnist eg Sturla Þórð- arsonar, þess í Sturlungu, að Snorri Goðorðmaður Þorvalds- son í Vatnsfirði, hafi kallað hvern mann “sinn”, meðan hann var að lokka þá til fylgdar við sig út í hernaðar og ráns stórræði þeirrar aldar, svo mér verðá þar manna dæmin, þó eg bjóði samþjóð minni silki, til þess að skoða með mér um stutta stunó það fegursta útsýni yfir svolítinn skika af föðurlandinu okkar, sem Muninn á til í eigu sinni. Nú byrjar sýningin. Það er hásumar í allri náttúr- unni, dagurinn er fullur af sól- skini, vindurinn sefur, svo ekki blaktir hár á höfði, alt landið milli fjalls og fjöru er sveipað græna sumramöttlinum sínum allir farfuglar eru komnir heim í sumar átthaga sína og sýngja, “Nú er sumar”, við skulum gleðj- ast með fuglunum, og taka undir þetta lag með þeim, lítið þið nú yfir sjóndeildarhringinn á mynd- ina, sem starir undrandi ennþá svo blítt; hún þekkir ættarsvip- inn á íslenzku börnunum sínum að vestan. Raðið þið ykkur nú sem bezt þið getið hérna á lyng- bakið hjá mér og festið í minni alt það, sem þið sjáið, og verður lýst fyrir ykkur. Snúið ykkur nú til norð-austurs, eg ætla að benda vísifingri mínum í áttina á það, sem eg tala um í hvert skipti og eg nafngreini það. Tanginn, sem þið sjáið skaga þarna lengst norður í sjóinn, er vestasti tangi á Melrakkasléttu í Norður-Þingeyjasýslu, og heitir Rauðanúpur, á ströndinni skamt fyrir sunnan núpinn, stendur bærinn Grjótnes, þar bjuggu þá rausnarbúi Björn Hákonarson og kona hans Vilborg Sigurðardótt- ir, prests Gunnarssonar frá Hall- ormsstöðum í Suður-Múlasýslu, Grjótnes var höfðingjaheimili að öllu leyti, Björn á Grjótnesi átti bróður sem Pétur hét, sá Pétur var faðir Stefáns, föður Jóns augnlæknis í Winnipeg. Nú færi eg aðgæzlu mína inn að lágu fjöllunum, sem þið sjáið þarna í norð-austrinu, þau heita Leirhafnarfjöll, við rætur þeirra að vestan liggur Landnámsjörðin Leirhöfn, kosta jörð til lands og sjávar, þegar-eg sá þetta útsýni, sem við horfum á núna bjuggu þar góðu búi merkishjónin Krist- ján Þorgrímsson og Halldóra Guðnadóttir þau voru afi og amma konu Rögnvaldar Péturs- sonar prests í Winnipeg. Kristján þessi var bróðir Guðrúnar í Garði við Mývatn, móðir Þuríð- ar skáldkonu, suður frá Leir- höfn lækka þessi fjöll eins og þið sjáið, og mynda þar olnboga úr sjálfum sér upp undir Hóla- heiðina, beygja svo aftur til vest- urs niður að sjónum, norðan við Axarfjarðarsveitina, í þessari olnbogabót liggur Núpssveit, hún er lítil ummáls ekki nema um 18 kílómetrar á lengd og um hálft þess að breidd, í henni er prestssetrið Presthólar, til þess- arar sveitar töldust þá 9 bújarð- ir, og margir merkismenn og góð- ir búhöldar geta þangað rakið ættir sínar, Hjlámar Gíslason og Friðbjörn Friðriksson í Winni- peg. Nú sé eg að ykkur sýningar gestunum mínum er starsýnt á svarta þilið sem þið sjáið þarna nyrst í Núpssveitinni, það er Snartastaðanúpur, hann þvær þar fætur sínar í haföldunum, er 900 feta hár og svartur eins og haustnótt, nú snúum við okkur meira til austurs inn að Axar- firðinum og stönsum við Axar- núpinn, hann teigir sig eins og heylön þarna vestur úr fjöllun- um, þar er sagt að Grettir Ás- mundsson frændi okkar Islend- inga, hafi bygt sér bæli um stundarsakir, þegar hann lifði í útlegð sinni. Sunnan undir núpnum bjó á samnefndri jörð Vigfús, góður búhöldur; til hans geta nokkrir Islendingar í Winnipeg rakið ætt ir sínar, þá lítum við nú neður í Axarfjarðar sandinn, til höfð- ingja heimilisins Skóga, þar bjó bændaöldungurinn alkunni Gunnlaugur Sigvaldason orð- lagður sómamaður, það hefur verið sagt um þessa Skóga, að hún væri ein af þeim þremur bújörðum á íslandi, sem hefði alla kosti sér til ágætis, hinar eru Laxamýri á Tjörnesi og Þingeyrar í Húnavatnssýslu. Nú skulum við snúa aðgæzlu vorri meira til austurs, upp að vanga sveitarinnar, við áttum einu sinni frænda heima á Is- landi, sem þótti hlíðin við bæ- inn sinn svo fögur að hann vildi heldur deyja, en fjarlægjast hana, eg veit ykkur sýningar- gestunum muni þykja þessi afar stóri og grösugi hlíðarvangi fag- ur útlits, þarna uppi á enninu á honum standa þrjú há fjöll hlið við hlið. Þau eru djáknar sveit- arinnar, og mikill fegurðarauki þau heita Þverhyrna, Sandfell og Hafrafell, en bændabýlin setn þið sjáið þarna rétt við rætur þeirra heita Þverá, Sandfells- hagi og Hafrafellstunga. Þarna litlu neðar stendur prestsetrið Skinnastaðir, blágræna tungan, sem þið sjáið teygja sig upp í hlíðina ofan við bæinn, er Skinna staðaskógur, háa fjallið sem rís þarna upp úr heiðinni öndvert. okkur heitir Búrfell. og hitt fjallið þar nokkru sunnar heitir Söðull, litlu sunnar við Skinna- staði er bóndabýlið Ferjubakki, þar var lögferjan yfir Jökulsá, fetið þið svo sjón ykkar þaðan millum flóðs og fjalla, suður með bæjaröðunum alla leið inn að Dettifoss, “þar sem aldrei á grjóti gráu”, o. s. frv. Þið sýningargestir mínir ger- ið það fyrri mig að syngja þetta vers, svo kveðjum við gljúfra- búann sem steypist þarna fram af Ormarseyrunum niður í 400 feta djúpt hamragil. Nú kveðj- um við Axarfjörðinn, fljúgum bara á vængjum hugans vestur yfir gljúfrið yfir í Kelduhverf- ið, nú skulum við ganga með fljótinu norður að hljóðaklett- um, það er sagt að hljóðin í þeim líkist gráti eða ekka frá nauðlíðandi manneskju, svo færum við okkur norður með móðunni, að bænum Ási, þar bjó Björn Jónsson, faðir Björns sem lengi var prestur og forseti íslenzka lúterska kirkjufélagsins í Vesturheimi. Frh. Skoti nokkur kom í banka og bað um að fá að tala við yfir- bankastjórann. — Hafið þér nafnspjald, herra minn? spurði afgreiðslumað- urinn. — Já, svaraði Skotinn, en eruð þér hreinn um hendurnar? Eg þarf að fá nafnspjaldið mitt aft- ur, skal eg segja yður. Ógift eldri kona fann ráð til þess að láta Skota krjúpa fyrir framan sig. Hún lét penny detta á gólfið. • Læknir: — Heyrið þér mig, Tómas. Þér eruð nokkuð lengi að borga þetta litla, sem þér skuldið mér. Tómas: — Hafið ekki hátt um það, læknir. Lengur voruð þér að lækna það litla, sem að mé.’ gekk. Sálgœsla Erindi flutt á aðalfundi Presta- félags íslands 26. júní 1944. ♦♦♦ Starf sálgæzlumannsins er þannig, að nokkra sérstaka eigin leika þarf til að geta rækt það vel. 'Hann má fyrst og fremst ekki vera forvitinn, hann þarf þar næst að kunna að þegja og gleyma og hlusta á, segja sem minnst sjálfur og einkanlega hvorki að dæma né fordæma, hversu mikið, sem honum í raun inni kynni að virðast ástæða til þess. Hann þarf að skilja hálf kveðna vísu og muna: “að margur sá, er háan hlær, á harm í brjósti sér, og margur þögull sára sorg í sínum huga ber”. Honum má ekkert mannlegt framandi vera, svo að honum aldrei blöskri né bregði. Hann má sérstaklega ekki missa móð- inn, þó honum finnist sálin stundum hreinn sorphaugur. Hann þarf fyrst og fremst að vera góður, umburðarlyndur maður, sem ekki gerir allt oí miklar kröfur til meðborgara sinna. Hann þarf að muna: ltað eitt bros getur dimmu í dgasljós breytt, sem dropi breytir veig heillar skálar. Þel getur snúizt við atorð eitt — aðgát skal höfð í nærveru sálar”. Sálgæzlumaðurinn þarf að hafa nokkra almenna mann- þekkingu og sálfræðilega kunn- áttu, ef vel á að vera. Og með því að margir, sem til hans leita, munu vera meira eða minna sálsjúkir eða geðveikir, þarf hann einnig að vita nokkur deili á slíku. — Ein aðalgrein geðveikrafræð- ' innar er sálsýkisfræðin, sem aft- ur er ein meginuppspretta sál- arfræðinnar, með því að mörg fyrirbrigði sálsýkisfræðinnar að- eins eru stækkuð eða afskræmd mynd af hinum heilbrigðu sái- arlegu fyrirbrigðum. Af þessum ástæðum eykur nokkur sálsýkisfræðileg þekking skilning okkar, bæði á öðrum og sjálfum okkur, og getur því oft orðið nokkur stoð í Jífsbar- áttunni. Fólk leitar til presta með ýmis vandamál sín, sumpart sem vina eða viturra ráðgjafa. sumpart eingöngu vegna prestsstarfsins og stöðunnar. Að svo miklu leyti, sem vanda- málin eru sálfræðilegs eðlis, eðr réttara sagt sálsýkisfræðilegs eðlis og falla undir þennan seinni lið, fer ég um þau nokkr- um orðum. Fyrri liðurinn yrði auðvitað miklu umfangsmeiri, með því að hann gæti náð til allra tegunda vandamála, sem mennina yfirleitt hrjá og sem þeir geta rætt um við aðra, vini eða velunnara. Eg kem aðeins inn á hann að svo miklu leyti, sem mér virðist það nauðsyn- legt efnisins vegna, eftir þeirri skilgreiningu, sem eg hefi valið í byrjun. Starf prestsins, séð með aug- um leikmannsins, mun að mestu mega líta á sem túlkun trúar- legra efna, sem túlkun siðferði- legra reglna og háspekilegra hugleiðinga. 1 sambandi við þessi störf eru ýmis föst verkefni, sem falla í hlut prestsins, svo sem t. d. messugjörðir, skím, ferm- ing, hjónavígslur, , líkræður, huggun í hörmungum, samgleði í velgengni almennar leðibein- ingar um sæmilegt framferði, leiðbeiningar um æðra viðhorf hugarins o. s. frv. Það mun óhætt að telja, að algengast sé að fólk leiti til prestsins, ef það finnur sérstaka trúarþörf hjá sér, eða einhvern trúarvafa eða vandkvæði. Trúarþörfin fer vitanlega fyrst og fremst eftir hlutfallinu milli vitaðs og óvitaðs hjá hverj- um einstökum, eða réttara sagt áhrifum hins óvitaða á hitt. En þau áhrif fara eftir skapgerð mannsins, eru því meiri sem áhrif tilfinninga og dulda á hugs un manns og hegðun eru meiri hjá einum en öðrum. Að upplagi eru sumir mun meira háðir þess- um öflum en aðrir. Gætið þeirra sem kunnugt er misjafnlega á ýmsum aldri. Yfirleitt lang- minnst á unglings-, vextar- og fyrri manndómsárum en tilfinn- inganna annars mest og augljós- ast á barnsaldri, duldanna hjú hinum roskna og aldraða. Einræn börn, allt til tíu ára, 'g sérsinna virðast hafa minni trú- arþörf en hin frjálslegri og mann blendnari. Ef mikið er prédikað yfir þessum börnum, Guðs orð og annað, verkar það oft illa, vekur einskonar mótþróa og ógeðfeldniskennd, ef til vill kvíða og ótta, sem þá einkum kemur fram að kvöldi. þegar börnin eru þreytt eða eiga að fara að sofa. Eiga þau erfitt með að sofna eða hættir til að hrökkva upp hrædd, þegar þau eru nýsofnuð. Aðstandendur koma oft til læknis og spyrja t. d., hvernig eigi að kenna börnunum Faðir vor eða þess- háttar. Svarið er, það á ekki að hugsa um að gera það að svo stöddu. bíða með það þangað til seinna, að skilningur barnsins er orðinn meira þroskaður. Flest börn önnur hafa aftur á móti hina eðlilegu, viðkvæmu barns- lund, sem í ró og öryggi fela sig foreldrum sínum og Guði. Hjá þeim er trúin í beinu áfram- haldi af hugarfari barnanna. Unglinga þjáir oft hugarvíl, einkum óttinn við tortímingu, heimsendi. Hér er um hugsandi unglinga að ræða og þarf að útskýra fyrir þeim, hversu mikið sé óþekkt og sem menn verði að láta sér nægja að trúa. Smám saman snýst hugur ung- mennisins æ meir að konkret veraldlegum verkefnum hins fullorðna, og verulegra trúar- legra vandkvæða gætir nú tæp- lega, nema hjá sálsjúku fólki. ’ Algengust ástæða er þá þung- lyndi, melancholi, sem veldur því að sjúklingum finnast þeir verri menn, jafnvel að þeir valdi öllu illu. Á þá sækir hið mesta samvizkubit, oft af alveg ímynd- uðu atriði eða smámunum. Ber þá að hafa hugfast að: “Það smáa er stórt í hamranna heim og höpp og slys bera dularlíki” Bölv og ragn sækir oft að þessu fólki, einkum ef það hef- ir verið mjög trúhneigt áður, t. d. er ekki sjaldgæft, að í hvert sinn, sem það heyrir nafn Guðs eða Jesú nefnt, komi þegar í stað fram djöfull, andskoti eða eitthvað þ. h. Slíkt getur orðið svo slæmt, að fólk þetta geti alls ekki setið í kirkju og verði að fara út í miðri ræðu. — Þung- lyndi er afar algengur sjúkdóm- ur. Sjúklingar þessir leita oft til læknis eða prests. Meginatriðið fyrir prestinn er að renna grun Hin mikla framtíð Canada er í YÐAR höndum Ekkert land í heimi á fegurri framtíð en Canada . . . EF VÉR TÖKUM RÉTTA STEFNU Einmitt nú erum vér staddir á krossgötum ÞJER munuð ákveða framtíð Canada • Vijið þér stjórn, sem skipar yður fyrir — Sósíalista einræði, sem C.C.F. býður yður. “Þegar við tökum við völdum”, sagði Harold Winch, foringi C.C.F. í British Columbia, “munum við beita lögreglu og hervaldi við þá, sem auðsýna mótþróa gegn lögunum.” • Viljið þér láta Canada reka á reiðanum með Kingstjórnina áfram við völd, sem etur einu þjóðbroti gegn öðru? • Eða viljið þér fá iðjusamt og annríkt Canada, þar sem sérhverjum þjóðfélagsþegn, er telur Canada land sitt, veitist svigrúm til að beita kröftum sínum í átt hinnar sönnu þróunar. Þau 20 árin, sem John Bracken var átjórnarformaður í Manitoba, sannaði hann alþjóð manna hæfileika sína, og samræmdi öll hin fjarskyldu þjóðarbrot í órjúfandi heild. Hann einn af étjórn- málaleiðtogum samtíðarinnar, kom auga á þá átaðreynd, sem þeir Macdonald og Laurier skildu manna bezt, að í fjölbreytn- inni byggi mikilvæg eining. Afrek hans eru trygging fyrir því, að hann reyniát ábyggilegur forsætisráðherra Canada. — Veitið holluátu yðar þeim manni, sem sannað hefir í verki trúnað sinn við yðar. Sigrið með BRACKEN Greiðið atkvæði með Progressive Conservative þingmannsefni yðar Published by the Progressive Conservative Purty, Ottawa

x

Lögberg

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.