Lögberg - 17.05.1945, Síða 4

Lögberg - 17.05.1945, Síða 4
4 LöGBERG, FIMTUDAGINN, 17. MAÍ, 1945 t-----------XöBötrg --------------------- Qefið út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG, 695 Sargent Ave., Winnipeg^ Man. Editor: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram The “Lögberg” is printed and published by The Coiumbia Press, Dimited, 695 Sargent Avenue Winnipeg, Manitoba PHONE 21 804 lllllllllll{|||ll!!!llll!lllllllllll!ili!iniil!lllll!ll!Í!!H!llll!n!:illl!i!!!li!!|j!!lllli:!llll!!ll!lllíll!l!ltlllll!!!llin:i!li!!!!lll!llllllltllll!!!!!llll!ll!llllllllllllltl!!!nillt Við þjóðveginn HIIII!!lllllllllllllllllll!IIIIIIIIIHIIimilllllllllllllllllllllli!llllimill!lllllllllllllltllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllii:illllllll!llliillll!lllllllil!!! Nú líður óðum að þeim tíma. er kjósendur þessa lands gera út um það með atkvæði sínu, hverjir fari með völd í landinu næstu fimm árin; kosningar í hvaða lýðræðislandi sem er, teljast vitaskuld jafnan til meiri háttar við- burða. Norðurálfustyrjöldinni er nú svo að segja ný- lokið; það verður því eitt af megin viðfangs- efnum nýkosins þings. og nýskipaðrar, eða end- urkosinnar stjórnar, að vinna að sköpun þess friðar, sem koma á; það hvílir þar af leiðandi þýngri ábyrgð á kjósendum í þetta sinn en endranær; ábyrgð, sem eigi aðeins grípur djúpt inn í canadiskt þjóðlíf á næstunni, heldur hefir og víðtæk áhrif á mannfélagsmálin í heild. Hin risavaxna og umfangsmikla stríðssókn canadisku þjóðarinnar hefir fyrir löngu vakið að makleikum aðdáun vítt um heim; og þjóðin skuldar það'sjálfri sér og hinum fræknu her- mönnum vorum, að framtíðarfriðurinn verði drengilega skipulagður að vitrustu og beztu manna yfirsýn. Það var núverandi sambandsstjórn, með Mr. King í fararbroddi, sem skipulagði stríðssókn- ina, og bjó svo um hnúta heimafyrir, að þjóð- félagsjafnvægið hélst svo að segja ótruflað öll hin mörgu og dapurlegu stríðsár. Og því ætti þá ekki sömu stjórn, er veitti þjóðinni jafn trausta forustu á tímum hinnar þýngstu reynslu, að verða falin umsjá mála á viðreisnar og ný- sköpunartímabilinu, sem í vændum er? Á vettvangi stríðssóknarinnar hefir canadiska þjóðin, fyrir atbeina Mr. Kings, int af hendi eitt kraftaverkið öðru meira; og undir forustu hins reynda leiðtoga síns, mun hún með hlið- stæðum átökum vinna friðinn, og leggja grund- völl að fyrirmyndar þjóðfélagi; lægr? markmið en það, getur enginn heilskygn canadiskur þegn sætt sig við. Reynsla undangenginna ára, hefir fulísannað í virkri staðreynd skipulagningar hæfileika nú- verandi stjórnar, og tekur af öll tvímæli í því efni hin skjóta og róttæka bylting á starfs- . háttum þjóðarinnar frá friðariðju til stríðsiðju. þegar í upphafi stríðsins. Og mælir þá líka ekki flest með því, að það verði þá einnig þessi stjórn, með svo glæsilegan feril að baki, er verði betur við því búin, að hrinda í fram- kvæmd þeim starfsháttabreytingum, sern óhjá- kvæmilega skapast, þegar stríðið verður að „fullu á enda kljáð við uppgjöf Japana, en ein- hver önnur stjórn, samsett af óreyndum ævin- týramönnum, sem munar í völd? Meðal átaka Liberalstjórnarinnar, sem djúp- tæk áhrif höfðu á framvindu stríðsins og Norð- urálfu sigurinn, verður að telja flugskólakerfi brezka veldisins, sem hér var starfrækt, og stóð að öllu leyti undir umsjá sambandsstjórnar vorrar. Canadiski flugherinn gat sér ódauðlegt frægð- arorð, hvar sem hann kom fram í hinni nýaf- stöðnu Norðurálfustyrjöld, vegna háttprýði, djörfungar og frækni; menn geta gert sér í hugarlund áhrifamagn hans, þar sem hann að mannafla til nam 25 af hundraði alls konung- lega flughersins brezka. Þegar Norðurálfustyrjöldin hófst, átti cana- diska þjóðin svo að segja engum sjóflota á að skipa; á tiltölulega skömmum tíma breyttist þetta svo fyrir hugkvæmni og árvekni King- stjórnarinnar, að þjóðin eignaðist álitlegan her- skipastól, er beitti sér fyrir um skipafylgd landa á milli, leitaði uppi þýzka kafbáta hér og þar um heimshöfin og sökti þeim á sjávarbotn. Landherinn canadiski taldi um 700,000 vaskra og veltýgjaðra manna; hvar, sem hann var að verki vakti hann aðdáun og traust; það var þessi her, sem í raun og veru skipaði fyrstu varnarlínu á Englandi, meðan hættan af inn- rás í landið stóð yfir; og það var þessi her, sem meðal annars leysti Holland úr heljargreipum, og vann sér á þeim vettvangi stríðssóknarinnar ódauðlega frægð; útbúnaður allra greina hins canadiska hers, var þrekvirki mikið, og mun jafnan talið verða núverandi sambandsstjórn og þjóðinni í heild til mikils vegsauka. Á sviði hergagnaframleiðslunnar, skaraði canadiska þjóðin langt fram úr öllum öðrum þjóðum, og slíkt hið sama mátti réttilega um matvæla eða vistaframleiðsluna segja. Canada var hið mikla forðabúr sameinuðu þjóðanna, og verður það vitaskuld áfram; það var cana- diska þjóðin, fyrir atbeina Kingstjórnarinnar, sem fyrst allra þjóða hljóp undir bagga með grísku þjóðinni, þegar hún var sárast leikin af völdum Nazistakúgunarinnar, og sendi henn' að gjöf hveiti og aðrar matbirgðir; þetta var drengskaparbragð, sem stjórninni verður seint fullþakkað. Með löggjöfinni um hámarksverð lífsnauð- synja, skapaði stjórnin slíkt jafnvægi í við- skiptalífinu innan vébanda þjóðfélagsins, að stórþjóðirnar, svo sem Bandaríkin, tóku það sér til fyrirmyndar. Síðastliðin fimm átaka- og áreynsluár, hefir setið við völd í þessu gróðursæla og fagra landi, framtakssöm og hollráð stjórn, sem stýrt hefir þjóðarskútunni farsællega gegnum brim og boða, og það verður þessari stjórn, sem skipu - leggur viðreisnar og friðariðjuna í landinu næstu fimm árin; annað getur ekki komið til nokkurra mála. Þjóðin sigrar ekki með Bracken; hún gerir það með Mr. King. lllllllllllllllll!l!!!illl!lllli:il!llllll!llll!!!!!!!ll!llllllllllllll!!!!!ll!l!!!!l!lllllllllll!!>llll!l!ll!!l!lli:illllllllllll!l!llll!!!l!lllillilllllll!llllltllll!il!!l!!!i!il!l!i!l>!il Kveðja til Laugardags- skólans iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iii!iiiiiiiiiiii]ii[i[|[iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii[iii[ii[iiiiiiiiiiiiiminiiiiiii!miiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiniiiiiiiii[iiiiii!!!iiiiiiiiiii Feginn hefði eg viljað vera viðstaddur þessa lokasamkomu Laugardagsskólans, en skyldu- störf heimafyrir valda því, að eg get eigi notið þeirrar ánægju. Verð eg þessvegna að láta nægja að senda samkomunni bréflegar kveðjur. Vil eg þá fyrst og fremst þakka öllum þeim, sem stutt hafa að starfi skólans á árinu, sér í lagi skólastjóra hans og kennurum, sem lagt hafa mikla alúð við starfið, og sýnt með því í verki áhuga sinn fyrir því þarfa málefni, sem hér er um að ræða, íslenzkukennslu barna og unglinga. Þetta starf, sem önnur kennslustörf almennt, er unnið í kyrþey, og fer því vafalaust fram hjá mörgum. Þeim mun meiri ástæða er til þess að draga athygli almennings að því á þessari árlegu lokasamkomu skólans, minna fólk á gildi slíks fræðslustarfs og ágætt verk þeirra, sem leggja fram krafta sína og tíma sinn því til framgangs endurgjaldslaust. Skyldi það bæði metið og þakkað mörgu fremur. Einnig tjái eg foreldrum barnanna, sem sótt hafa skólann, verðugar þakkir. Ber það því ó- rækt vitni, að þessir foreldrar kunna að meta viðleitni Þjóðræknisfélagsnis með skólahaldinu og fórnfúst starf kennara skólans, enda býður hann öllum, sem það vilja nota börnum sínum til handa, ágætt tækifæri til íslenzkufræðslu. Mættu því fjölmargir foreldrar, sem látið hafa það tækifæri ónotað, taka sér þá foreldra til fyrirmyndar, sem sent hafa börn sín í skólann. Aðsókn að honum ætti að vera stórum meiri fyrir allra hluta sakir v Um skólana, eigi síður en um aðrar stofnanir má það með sanni segja, að þeir þekkjast og dæmast eftir ávöxtunum af starfi þeirra. For- eldrum og öðrum samkomugestum gefst nú tækifæri til þess hér í kvöld að sjá nokkurn vott um árangurinn af íslenzkukennslunni á Laugardagsskólanum, því að nemendur hans taka, eins og vera ber, þátt í skemmtiskránni, með upplestri, söng og leiksýningu á íslenzku. Mun það allt bera því fagurt vitni, að mikil rækt hefir verið lögð við kennsluna og nem- endum hefir orðið hún notadrjúg. ekki síst þeg- ar tillit er tekið til þess takmarkaða tíma til kennslunnar, sem kennarar og nemendur eiga yfir að ráða. Frammistaða nemendanna ætti einnig að færa fólki heim sanninn um það, að þessi kennsla er miklu meira en þess virði, að henni sé haldið áfram, og hvetja foreldra til að sinna henni enn betur en verið hefir með því að láta börn sín njóta hennar í sem ríkustum mæli. Ekkert er þeim heldur kærara, sem þessum málum unna, og þá sérstaklega kennurum skólans og öðrum velunnurum hans. Með beztu kveðju. Richard Beck. I!ll!!!l!l!!l!!l!l!ll!lllll!l!!!lllllllll!!l!!!f!ll!llllllllll!!!!!!!ll!llllll!l!!!!ll!lllllll!l!llll!lll!!!!l!lfllllllllllllllllllll!lllllll!llll!ll!l!llllll({|l!l!l!lll!lllltllllllllllllll íslendingur kosinn á íylkisþing l!lliliiiliilil!l!iiiil|i!.l!i!:!IIÍ!lill||lililillll!IIHIIIIlllll!lli:iil!illll!llliiillllillil!llllllllllllHIII!lllllllllllllllllllllllllllll!lllllllllllllllilllllllllllllllllllllillllll Við nýafstaðnar aukakosningar, sem fram fóru í New Westminster kjördæminu, var fs- lendingurinn, Mr. Byron Johnson, kosinn á fylkisþingið í British Columbia með geisilegu afli atkvæða umfram næsta keppinaut sinn, frambjóðanda C.C.F. flokksins. Mr. Johnson bauð sig fram af hálfu Hart-stjórnarinnar, sem er samsteypustjórn, er nýtur stuðnings Conserva tiva og Liberalflokkanna, og telst Mr. Johnson til hins síðarnefnda flokks; hann er ættaður úr Alberta fylkinu, en átti sæti á British Columbia þinginu, fyrir höfuðborgina Victoria, á árunum 1933—1937. Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson. +++ Frh. IV. Meðal íslendinga í Vancouver. Við komum til Vancouver á laugardagsmorgun, héldum við kyrru fyrir og jöfnuðum okkur, fórum seint á fætur á sunnudags • morguninn, var veður gott og sólskin annað slagið og sást vel til fjalla. Fjallasýnin norðan við borgina er dásamlega falleg í björtu veðri. Á sunnudaginn heimsótti eg Snæbjörn Polson málara og konu hans, hafði eg ekki séð þau síðan haustiðl928 komið fram í november og vet- ur skollinn á, að þau lögðu af stað með fjölskylduna í gömlum bíl, keyrandi alla leið til Calif. mér leist illa á það ferðalag og var hræddur um að þau mundu aldrei komast lifandi suður, en þau voru hvergi smeyk, en þó ferðin gengi skrykkjótt þá kom- ust þau nú samt með tíð og tíma til Californiu öll heil á húfi, þar voru þau í ein þrjú ár en fluttu svo til Vancouver og hafa verið þar síðan. Snæbjörn er bróðir Ágústs Polson er ný- lega dó í Winnipeg allmjög hnig- inn að aldri, hann má telja lista- málara, hefur mikið fengist við að mála leiktjöld, hann er greindur maður og vel lesinn og hefur þýtt og ritað allnokkuð, hann er mjög hneigður fyrir vísindalegar hugleiðingar. Kona hans heitir Guðrún Danielsdótt- ir, Sigurðsonar pósts frá Steins- stöðum í Skagafirði, (en upphaf- lega var Daniel af Austuriandi), við Guðrún erum systkinabörn, hún er frábærilega dugleg, glöð og bjartsýn óg lætur ekkert fyr- ir brjósti brenna, þau hjón hafa oft átt undir högg að sækja en barist djarflega og aldrei kvart- að, börn þeirra eru hin myndar- legustu, líður þeim nú að mér virtist mjög vel, hafa stórt hús og þægilegt. Florence dóttir þeirra, sem alin hefur verið upp hjá hinum ágætu hjónum Mr. og Mrs. Ágúst Polson í Winni- peg, prýðilega siðprúð og mynd- arleg stúlka, var þá nýkomin þangað frá Winnipeg í heimsókn höfðu þau ekki séð hana síðan hún var tveggja ára, er þau fóru suður 1928. Þau tóku á móti mér með þeirri íslenzku gestrisni, sem bezt er, og vor- um við boðin og velkomin þang- að hvenær sem við vildum. Á mánudagsmorguninn þann 12. hitti eg gamlann kunningja að austan, Jón Gíslason, sem áður bjó í Lögbergs nýlendunni, kom hann heim til okkar, hann er nú að nokkru leyti seztur í helgan stein þarna vestur frá, hann er nokkuð við aldur, en frískur og fjörugur sem ungur væri, Jón hefir verið dugnaðar- maður og barist vel, félagslynd- Hr og bezti drengur. Þennan dag fór eg víða um borgina. hafði ágætann leiðsögumann, Luter Christopherson, sýndi hann mér ýmsa merkilega staði °g byggingar, þar á meðal hina tilkomumiklu og fögru Holy Rosery kirkju og Court húsið, skoðaði eg það í krók og kring. (Framan við Coiírt húisið eru tvær heljar stórar ljónsmyndir úr steini, liggja þau þar makinda leg fram á lappir sínar, var mér sagt að sprengja hefði verið sett undir annað ljónið s. 1. vetur og skemdist það all-mikið, en nú var búið að gjöra við það. Þá skoðaði eg Marine bygginguna, Hotel Vancouver og margar fleiri stór-byggingar. Luter var góður leiðsögumaður, hann var ætíð boðinn og búinn að greiða veg okkar, hann er efnilegur maður og slær ekki slöku við, vinnur stöðugt og kemur sér vel, gæti eg trúað því að hann ætti góða framtíð fyrir höndum, því hann virðist vel heilbrigður í hugsun. Seinnihluta dagsins bauð Elva tengdadóttir okkar nokkrum konum heim okkur til skemtunar, þykir mér ætíð skemtilegt að vera í kvennahóp. Þar voru þær systurnar Mrs. J. S. Christopherson og Mrs. Camp- bell (Valgerður og Guðbjörg dætur Jóns Thordarsonar og Guðrúnar Jónasdóttur, systur Einars Jónassonar læknis frá Harastöðum í Dalasýslu, sem var einn fyrsti landnámsmaður í Manitoba, íslenzkur). Þektum við þær systur vel í æsku þegar þær voru í Glenboro og Argyle bygð, og að öllu góðu, Mrs. Lára Johnson dóttir Árna Friðrikson- ar eins af höfuðsmönnum Is- lendinga á fyrri árum bæði í Winnipeg og Vancouver, Mrs. Sigrún Hall, dóttir Bærings Hallgrímsonar bónda í Argyle- bygð, þektum við hana vel frá fyrri tíð og Mrs. Guðrún Pol- son frænka mín, sem áður er getið, áttum við þarna góða og skemtilega stund, og rifjuðum við upp margar gamlar endur- minningar. Þann 13. skoðaði eg Bæjarráðs höllina, er það vegleg bygging, stendur á hávaða, sézt vel úr turninum um alla borgina, var eg svo heppinn að sólskin var og skyggni all-gott. Þar um- hverfis eru fagrir vellir og bíl- vegir vel og haglega útlagðir. Um kvöldið fórum við á sam- komu, sem kvennfélag Vancou- ver safnaðar hafði stofnað til í samkomusal dönsku kirkjunnar, sem íslendingar nota, var þar margt fólk saman komið og fór alt fram með frábærum mynd- arskap. Það sem mesta athygli vakti var Quiz contest, sem Mrs. H Sumarliðason stjórnaði með mesta skörungskap. 4 karl- menn og 4 konur tóku þátt I þessu, og stóðu allir sig mjög vel. Þar mætti eg ýmsum, sem eg þekti ekki áður persónulega, svo sem Mr. L. H. Thorlakson forseta safnaðarins, sonur séra Steingríms, glæsilegur maður, sem ber það með sér að hann er vel til forystu fallinn. Tel eg það mikið happ Vancouver söfn- uði að hafa slíkann mann, sem forseta og leiðtoga. Þá kyntist eg Mr. B. Thorlacius féhirði safnað- arins og Mr. B. E. Kolbeins, einnig Mrs. Ármann Björnsson, sem áður var í Winnipegosis, leist mér strax vel á hana við fyrstu sjón og betur eftir því, sem eg sá hana oftar. Þar mætti eg líka Mr. H. J. Thorson, sem eg þekti áður, var eg glaður að sjá hann, Thorson er höfðingleg- ur maður í sjón og drengilegur i allri framkomu og fær almenn- ingsorð fyrir mannkosti og myndarskap. Kona hans tók þátt í spurninga samkeppninni, og svaraði hverri spurningu hik- laust, hún er sköruleg kona með tindrandi augu, hún er dóttii' Guðmundar Anderson, sem var nafnkunnur maður meðal ís- lendinga í Dakota, Winnipeg og síðast í Vancouver, en systir Victor Anderson bæjarráðs- manns í Winnipeg, um það leyti sem við komum vestur fengu þau Thorson’s hjónin þær gleði- fréttir að sonur þeirra Emil, sem var í canadiska flughernum á Bretlandi, hefði stigið fæti á land í Canada og væri alkom- inn heim, eftir að vera búinn að afljúka sínu hlutverki, að fljúga 32 ferðir yfir óvinalöndin, kom hann heim með heiðri og heill á húfi, hann er giftur hérlendri konu, sáum við þau hjónin seinna, var hann mjög yfirlætis- laus og prúður, var hann strax farinn að snúa huga sínum að friðarstörfum, og vel gæti eg trúað því að hann yrði athafna maður, sem faðir hans, og sann- ist á honum íslenzki málshátt- urinn “að sjaldan fellur eplið langt frá eikiani”. Heill og heið- ur hinum uuga víking og ham- ingjuóskir. Á eftir samkomunni voru ljúf- fengar veitingar, standa íslenzk- ar konur í Vancouver sízt að baki systrum sínum í öðrum ísl. bygðarlögum að rausn, gestrisni og félagslyndi. Mér virtist vera í kvennfélaginu og safnaðarstarf inu og yfirleitt í félagsstarfi Is- lendinga 1 Vancouver lifandí andi og heilbriðður áhugi fyrir almennum velferðarmálum, og sú tilfinning væri ríkjandi að maðurinn lifir ekki af einu sam- an brauði. Þann 14. febrúar heimsótti eg Eirík Hall og konu hans, hún er upprunalega frá Argyle, sem áður er getið, var lengi skóla- kennari, ferðaðist til Englands fyrir fyrra stríðið og hefur haft margvíslega lífsreynslu. Eiríkur er fæddur í Foam Lake bygðinni og ólst þar upp, sonur Sveins Halldórssonar, sem þar var frum herji, kom eg á það heimili og gisti hjá móður hans árið 1903, er eg var í landaleit í Vatna- bygðum, faðir hans var ekki heima. Þau Halls hjónin voru allmörg ár í Dauphin, Man., áður en þau fluttu til Vancouver. Þau hafa keypt gamalt stórhýsi á Fraser Ave. og búa þar. Eiríkur fæst við vátrygginga störf. Við tróðum þeim all-mikið um tær, vorum þar daglegir gestir, voru þau boðin og búin að gjöra fyr- ir okkur hvað sem var og fylgja okkur hvert á land sem var. Seinni hluta dagsins var út- býtt bókum í Lestrarfélaginu, en bækurnar voru geymdar á heim- ilinu þar sem við dvöldum. Var sá dagur í viku hverri bóka- dagur. Hr. S. Guðmundson var bókavörður, hann er maður all- mjög við aldur, en eins og flest- ir menn á ströndinni eins og fugl á kvisti þó við aldur sé. Hann er upphaflega frá Dakota, en var lengi í Edmonton, og þar veitti eg honum fyrst eftirtekt er hann var að deila á og skamma Aberhart og Social Credit, þótti mér hann ganga þar of langt, en gef honum það ekki að höfuðsök, því hann er allra bezti drengur, hann hefir skrif- að fréttabréf þarna úr vestrinu svo árum skiptir, er mjög félags- lyndur og velviljaður, mér fanst hann í sjón líkari Winston Churchill en nokkur annar mað- ur sem eg hefi séð. Eg átti oft tal við Mr. Guðmundson og þakka eg honum vinsemd og velvild í okkar garð. Þarna mætti eg líka Mr. Ófeigi Sigurðsyni, sem áðuir var bóndi og héraðshöfðingi í íslenzku bygðinni í Alberta, hafði eg mætt honum einu sinni í Win- nipeg, en þekti hann þó meir af afspurn. Það svíkur engan að þar er heill maður en ekki hálf- ur, hann er prúðmenni í öllu tilliti og fær almenningsorð, hann er ættaður af Suðurlandi á íslandi, Árnessýslu, flutti ung- ur vestur, en í íslenzku bygðina í Alberta 1889, hefur nú brugð- ið búi, hann gekkst fyrir minn- isvarðanum yfir St. G. St. Hann mun vera eini íslenzki bóndinn hér vestra, sem stjórn Islands hefur krossað. Það er nautn aö tala við Ófeig í næði, hann ec vel greindur og heilbrigður í anda. Hann hefur haft vetursetu í Vancouver að undanförnu og mun hafa í hyggju að setjast þar að til fulls. Frh. Gamall prestur kom í heim- sókn í barnaskóla: Honum fór- ust þannig orð: ‘.‘Mér er það sérstök ánægja að tala við ykk- ur öll, börnin góð, hvort helduc er drengi eða stúlkur, en það hryggir mig að sjá hér mörg fjarverandi andlit, sem eg er vanur að taka í höndina á. • “Mikil eru áhrif dagblaðanna”, hugsaði kerlingin, þegar hún las í morgunblaði einu eftirfarandi yfirlýsingu: Vegna bagalegs rúm leysis hér í blaðinu, verður nokkrum dauðsföllum frestað þar til í næstu viku. Skáldið: “Þetta er bezta kvæði sem eg hef enn ort.” Útgefandi: “Blessaðir látið þér það ekki draga kjark úr yð- ur. Svo lengi lærir sem lifir.”

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.