Lögberg - 17.05.1945, Blaðsíða 6

Lögberg - 17.05.1945, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG, FIMTUDAGINN. 17. MAI, 1945 Dulin fortíð “Nei, það er það besta; ef eg.skyldi einhvern- tíma hafa mín eigin húsráð, þá ert þú velkom- inn, en eg get ekki boðið þér á annara heimili.” Þegar Verner kom heim, sagði lávarður Dysart við hann: “Mr. Elster, geturðu verið hér í allt kvöld?” “Já, sjálfsagt.” “Það er fyrir lafði Dysart; hún ætlar að fara í Atlas-leikhúsið í kvöld og sjá Macbeth. Lafði og Miss Damer fara með henni. Vilt þú nú gera mér þann greiða að fara með þeim í minn stað, því eg hefi lofað að mæta á fundi, sem eg má ekki láta bregðast.” "Það er mér stór ánægja,” sagði Verner. En honum datt í hug hvað Robert mundi gera. 40. KAFLI. Það var ekki vanalegt að Atlas leikhúsið væri svo vel sótt, sem þetta viðburðaríka kvöld í leikhúsinu voru tvær fríðustu konur borgar- innar — lafði Damer og dóttir hennar, Rose. All- ir voru alveg dáleiddir af fegurð þeirra, og yndisleik, fjöldinn veitti þeim meiri athygli og eftirtekt, en hinni frægu leikkonu, sem lék hlutverk lafði Macbeths. Aldrei hafði lafði Damer litði glæsilegar út. Hún var í himinbláum guðvefjar kjól, perlum skreyttum. Hið fagra hár hennar var enn eins skínandi og gljáandi eins og það hafði verið fyrir tuttugu árum, og andlitið hafði ekkert mist af æskufegurð sinni. Að vísu var þessi töfrandi fegurð, ungrar stúlku horfin, en nú var hún sem hin fegursta og fullkomnasta mynd. hinnar fullþroskuðu konu. Hún gat eftir öllu útsýni að dæma, verið drottning; það var lítt mögulegt að hugsa sér fegurri mynd en hana, þar sem hún sat í hinni skrautlegu stúku í leikhúsinu. Hún hélt í hendinni á stórum blómvendi, af bleikrauðum rósum og hvítum liljum. Það var annað sem var einnig eftirtektarvert við lafði Damer; þegar hún hélt að enginn veitti sér sérstaka eftirtekt, þá var eins og hún væri í draumi, horfin langt burt úr leikhúsinu; Það mátti sjá í hennar fjólubláu augum og sorgblandna brosi á vöruim hennar. Hugur hennar var á stöðugum flótta, en hún sat alveg þegjandi og hreifingarlaus; Verner sem sat við hlið hennar, veitti henni nána eftirtekt. Hún hafði beðið um að hann fylgdi sér í leikhúsið, hann var orðinn nafnkunnur sem skáld. Milli þeirra var svo djúp samhygð að þau þurftu ekki að tala, hvort til annars, þau skildu hvort annað og heyrðu hvors annars hugsanir, ef svo mætti segja. Leikhúsgestirnir voru í mestu vandræðum með, að komast að hreinni niðurstöðu um það, hvort lafði Damer eða dóttir hennar væri fríð- ari. Rose þurfti ekki að skreyta sig til þess að vekja eftirtekt og aðdáun, hennar fríða og góðmannlega andlit var nóg til þess, en þetta kvöld var hún svo vel búin að allir hlutu að líta á hana sem ímynd þess fegursta sem þeir höfðu séð. Lávarður St. Albans, kærastinn hennar, sat hjá henni og horfði á hana með stoltri aðdáun. Verner brosti stundum um kvöldið, þegar hann hugsaði til Roberts, og hvernig hann leit út. Lafði Damer tók eftir því og spurði hann að hverju hann væri að brosa. “Er það einhver fögur skáldleg hugsun sem hrífur huga þinn?” Hann sagði henni að bróðir sinn, sem ætti heima úti á landsbygðinni, væri í leikhúsinu, og lýsti honum svo að lafði Damer fór einnig að brosa. “Hvar situr hann?” Verner skimaði allt í kring, en gat ekki kom- ið auga á hann. “Hann er kannske ekki hérna,” sagði hún, “en þú mátt til að koma með hann til okkar; Venjur hans og framkoma gerir ekkert til, hann er velkominn^fvrst hann er bróðir þinn.” Meðan þau voru að tala saman kom Robert inn í leikhúsið og settist í stúku gagnvart þeim. Hann sá brátt að augu tveggja kvenna og tveggja manna störðu á stúkuna sem hann sat í, hann hugsaði að það væri best að sjá allt sem best, sem fyrir augun bæri, svo hann stóð upp og leit í kringum sig. En er hann kom auga á það fólk sem Verner var með, varð hann alveg ruglaður í höfðinu. Kata var lagleg á sína vísu, en þær Damer mæðgur, sem hann glápti á meira en nokkur siðaður maður hefði vogað, voru svo óumræðilega miklu fallegri, og það svo, að hann hafði aldrei dreymt um neitt slíkt. “Hörund þeirra er sem silki og hárið sem gull,” sagði hann við sjálfan sig. “Eg hefi aldrei getað hugsað mér að til væri í heiminum, nokk- uð svo elskulegt og yndislegt.” Lávarður St. Alban talaði til Rose, og Robert sá að hún brosti, þetta bros hennar ruglaði dómgreind hans . með öllu, svo hugar ástand hans varð ekki langt frá brjálæði. Hann,hafði haldið að hann elskaði Kötu; hún hafði líka brosað til hans og haldið honum hugfangnum með glóandi rannsakandi augna- ráði; hún hafði sagt honum meiningu sína, og vakið metnaðargirnd hans. En þetta var eitt- hvað brjálæðislegt hugarástand sem hafði her- tekið hann og ruglað allri dómgreind hans. Hann varð nábleikur í andliti, og hann nötraði allur af óstyrk. Hann sór í huga sínum hræði- legan eið. “Eg skal eiga hana hve hátt sem hún kann að standa að ætterni yfir mig; og þó hún væri krýnd drottning skal eg eiga hana!” Þegar hann fór í leikhúsið, var hugur hans allur við það bundinn að komast að leyndar- málinu og pína út úr hlutaðeigandi mikla pen- inga og giftast svo Kötu. En nú hafði em áátríðuþrungin augnablikshrifning gjörbreytt áformi hans. Nú var hann gjósandi eldfjall; á einu augnabliki var allur heimurinn orðinn gjörbreittur í huga hans. Það eru tilfelli, að menn verða alveg miður sín við að sjá afburða fríðar konur; en hin taumlausa ástríða Roberts, gekk úr öllu hófi. Hugur hans og athygli beindist með svo mikilli ástríðu að Rose, að hann hafði ekki veitt Verner eftirtekt. En er lafði Damer talaði til Verners, þá tók Robert fyrst eftir honum. Hann varð enn fölari í andliti, ef það var hægt, og ógeðs- legum glampa brá fyrir í augum hasn. Hann dróg þungt andann og nöldraði við sjálfan sig- “Svo hann er þarna, og eg hér; en það skal ekki vera lengi.” Nú blossaði upp takmarkalaust hatur í huga hans til Verners, sem hann hafði áður skoðað sem bróður sinn. “Bróðir minn,” sagði hann og glotti ískyggi- lega. “Eg er margfalt meiri maður en hann. Eg veit hvað móðir mín heitir, og faðir minn hvílir með heiðri og sóma í gröf sinni. En hann á ekkert nafn, en eg á mitt nafn. Eg er miklu betri maður en hann.” En er hann horfði lengur á Verner, fann hann þó tll þess, að hann var sér langt framar í mentun og siðfágun og það gramdist honum ákaflega, því svo mikið gat hann þó gert sér ljóst, að Verner, bæði af útliti, hegðun og mentun, gat vel verið prins. “Því er eg ekki eins og hann?” hugsaði hann, með gremju í hug. “Honum hefir verið veitt allt sem hann hefur þarfnast, það mun einhverri stúlkunni lítast vel á hann. Hann skal verða að koma mér í kynni við þessa ungu stúlku. Hvað er að mér? Eg vildi gefa til, alla peninga sem til eru í heiminum, að hún vildi brosa til mín, eins og hans.” Honum fanst nú vera liðin mörg ár síðan hann elskaði Kötu; nú var honum blátt áfram við- bjóður að hugsa um hana. Maður talar um fríðleika! Frítt, broshýrt andlit, hefur segulmagnað áhrifa og aðaráttar- afl, það var einmitt sem andlit Rose hafði, nógu áhrifamikið til að svipta þann mann, sem horfði á það, vitinu. Robert réði sér ekki; hann hafði krampa- kippi um allan líkamann, svo fólk fór að veita honum eftirtekt; sumir héldu að hann væri ekki með öllum mjalla, en aðrir að hann væri drukkinn. Verner sá hann og brosti til hans — já, og það sem meira var, Robert sá að hann talaði til lafði Damer, og var viss um að þau töluðu um sig, því hún leit til hans. “Ef hann tekur mig til greina, sem bróðir sinn,” hugsaði hann, “þá vil eg fyrirgefa hon- um allt sem hann hefur gert á hluta minn.” Þegar maður minnist alls þess sem Verner hafði gert fyrir hann, þá gat ekki verið um það að ræða að Verner stæði í neinni skuld né skyldu við Robert. Hvað var það sem kom Robert til að ímynda sér að hann ætti, sem maður segir, stóra hönk upp í bakið á Verner? Það var öfund, sem hann hafði á Verner fyrir gáfur hans, lærdóm og tignarlega og fágaða framkomu. Það var þetta sem hann vildi fyrir- gefa Verner, ef hann tæki sig til greina sem bróðir sinn. Þangað til tjaldið var dregið niður að síðasta atrðii leiksins loknu, stóð Robert og starði á Rose Damer, og við það æstist ástríða hans að miklum mun. 41. KAFLI. Robert var í hálfgerðri leiðslu, og sat sem agndofa eftir að tjaldið var dregið niður, og fólkið staðið upp, og hraðaði sér út úr leikhús- inu. Hann þaut allt í einu á flfetur, með skjótu viðbragði — það var Verner sem hafði lagt hendur sínar á herðar honum. “Robert, komdu með mér.” Án þess að segja nokkuð eða spyrja nokkurs fylgdi Robert honum. Það leið dálítil stund þar til vagn lafði Damer kom upp að dyrunum, svo hún, ásamt Rose og lávarði St. Albans urðu að bíða í forsalnum. “Við verðum líklega að bíða í svo sem fimm mínútur,” sagði lafði Damer, “svo þú hefur tíma, Mr. Elster, til að lofa okkur að sjá bróðir þinn.” Hún talaði í svo mildum og mjúkum róm, eins og hún æfinlega gerði er hún talaði til Verners. Það var eitthvað í útliti hans sem hreif hana, og gekk henni svo til hjarta, eins og óljós móður- ást. Það sem hún undraðist mest var, að hann var algjörlega laus við allt yfirlæti og tilgerð. Hann talaði svo einlæglega og blátt áfram um sína fátæku móðir, og heimili hennar. Hann tók stöðu sína, sem einkaskrifari jarlsins, með þeirri hógværð, og viðfeldni við alla, sem meðal annars, vakti almenna ást og virðingu fyrir honum. Hann hafði oft sagt lafði Damer frá litla húsinu móður sinnar, blómunum og trjánum, • sem þar voru; hann hagði sagt henni frá því á svo aðlaðandi og skáldlegan hátt. Hann hafði og lýst útliti og fátæklegum búningi móður sinnar, og örbyrgð fólksins í Croston. Honum datt aldrei annað í hug, en hann væri sonur Mrs. Elster, kominn af fátæku og fákunnandi fólki; hann var þeim mun þakk- látari forsjóninni fyrir gáfur sínar, sem höfðu hafið hann hærra, en þó hann hefði verið fæddur af foreldri sem hefði staðið hærra í mannfélaginu. Þegar hann fór, eftir beiðni lafði Damer, til að sækja bróðir sinn, sagði hún við lávarð St. Albans: “Mig furðar ekki á því að þú heldur svo mikið af Mr. Elster, eg held að eg hafi aldrei kynnst gáfaðri og betur uppöldum ung- um manni, en honum.” Lávarður St. Albans varð glaður við að heyra þessi ummæli; því Verner var hahs einka- vinur og félagi. “Það er satt, framkoma hans, er svo aðlað- andi, hann er fullkomið prúðmenni. Þú getur vel hugsað þér, hvernig sumir í hans stöðu, hefðu reynt að afsaka sig og skammast sín fyrir að koma með ungan ófágaðan dreng utan af landsbygðinni fram fyrir okkur. Hann er ólíkur öllum sem eg hefi þekkt.” Nú kom Verner með Robert. Hvar var nú allt hans mikillæti; nú var hann eins og glópur, sem vissi ekkert hvernig hann átti að koma fram og hegða sér. “Á eg að hafa hanskana á höndunum, eða taka þá af mér?” hvíslaði hann í hinni verstu ráð- villu, og um það snerust hugsanir hans, meðan Verner fór með hann gegnum mannþröngina. “Ef eg hefi þá á höndunum, sér enginn hring- ina mína; en hendurnar eru bæði rauðar og hrjúfar,” hugsaðfi hann, þegar hann leit á hendur Verners, sem voru hvítar og sterk- legar, en þó svo nettar; svo hann ákvarðaði að taka ekki hanskana af höndunum. Innan stundar stóð hann frammi fyrir hinni fríðustu og glæsilegustu konu á Englandi, lafði Damer, sem var einnig annáluð fyrir sína tign- arlegu og stoltu framkomu. Nú lagði hún allan tignarblæ og yfirlæti til síðu, til þess að bróðir Verners gæti notið sín sem best meðal þeirra Hún talaði við hann í vingjarnlegum róm, og brosti svo innilega til hans; bros, sem flestum stórherrum Lundúnaborgar hefði þótt virðing og vegsauki að. Robert var nærri því eins og glópur; það að dáðst að slíkri konu í fjarlægð, er allt annað, en að standa auglitis til auglitis við hana. “Eg vona,” sagði lafði Damer, “að þér hafi geðjast vel að leiknum sem var sýndur hér í kvöld. Nýja leikkonan var hreint ágæt.” Robert sagði eftir litla umhugsun, að það hefði líkast verið “heldur gott”. Hefði það verið einhver annar en bróðir Verners, hefði lafði Damer ekki getað varist að brosa að svarinu. Kynlegri náunga hafði hún aldrei mætt; hún hafði aldrei séð slíkt sambland af feimni og óskammfeilni, frekju og hugleysi, hégóma- skap og tilgerð. Lávarður St. Albans kom til þeirra og bjarg- aði henni úr vandlræðunum. Hann heilsaði Robert með handabandi, og sagði, með bros á andlitinu. “Það er ánægja fyrir mig að sjá þig, því bróðir þinn er minn besti vinur. Veistu að hann hefur bjargað lífi mínu?” “Nei”, svaraði Robert, hann hafði ekki heyrt neitt um það, en hann vissi, að Verner var fær til flestra hluta. Nú kynnti lafði Damer hann Rose Damer; sem til að þóknast Archie, rétti honum sína nettu gimsteinum prýddu hendi. Nú hafði Robert náð því takmarki, sem hann sóttist eftir; nú gat hann horft á hið fríða andlit Rose Damer, og séð hennar unaðs- lega bros, sem var alveg sem sólargeisli í aug- um hans. Honum fanst er hann horfði á hana, sem hlið paradísar stæðu opin fyrir sér. Hann var klúr, fruntalegur og illa siðaður; en hann var svo haldinn af taumlausri ástríðu, að hann hefði getað fallið fram fyrir henni og kyst fætur hennar, er hún brosti til hans. Hann vissi ekki hvað hann sagði; hann sá hina skínandi demanta festi um háls hennar, og fann ilminn af klæðum hennar, sem gerði hann bókstaflega sem drukkinn. Smátt og smátt náði hann valdi yfir sér, og slagæðin fór að slá hægara, og hann fór að geta greint hvað hún sagði. “Er þetta í fyrsta sinn, sem þú hefur komið til Lundúnarborgar?” spurði hún, og horfði brosandi á hann. Við þessa spurningu áttaði hann sig ofurlítið, og æsingin í huga hans rénaði dálítið. “Nei,” svaraði hann, “eg hefi komið hingað einu sinni áður, þá var eg hér í viðskipta erind- um, en ekki, eins og nú, í skemtiferð.” “Svo þú ert nú í skemtiferð hingað”, sagði hún, “svo við verðum að reyna að láta þér líða vel hér, og njóta ánægjunnar af því að koma hingað til höfuðborgarinnar. Bróðir þinn á sama sem heima hjá okkur.” Að svo mæltu sneri Rose sér frá honum. Iiann glápti hugfanginn á hana, í huga hans var brjálæðisleg löngun til að fleygja sér niður fyrir fætur hennar og láta hana ganga yfir sig. Lávarður St. Albans kom nú til hans, til að bjóða honum góða nótt. “Hefurðu nokkurn tíma komið til Richmond? spurði lávarðurinn. “Nei, en eg ætla mér að koma þangað,” svaraði Robert. “Þá skulum við,” sagði hinn ungi lávarður, “ef þú hefir tíma til, hafa miðdagsverð þar á morgun. Það er skrautlegasta hótelið í ná- grenni við borgina. Hvar býrðu?” Robert sagði honum hvar hann héldi til. “Við skulum keyra þangað,” sagði lávarðurinn; “svo komum við Verner í fyrramálið og tökum þig með okkur; eg er viss um að þú hefur ánægju af að keyra með okkur og sjá þig um i borg- inni, góða nótt.” Lafði Damer talaði og nokkur orð til hans að skilnaði, og Verner kvaddi hann. Nú stóð Robert einn eftir, undrandi og gagntekinn af því, sem fyrir hann hafði komið um kvöldið. “Mamma”, hvíslaði Rose, brosandi, “hefurðu nokkurntíma heyrt, að vínber og þistlar vaxi á sömu grein?” “Nei,” svaraði hún. - “Það er þó tilfellið, þar sem Verner og bróðir hans hafa vaxið upp undir sama þaki.” Lafði Damer ypti öxlum. “Hann er óþolandi en við verðum að vera vingjarnleg við hann, Verners vegna. Eg ætia að bjóða honum heim eitthvert kvöldið, þegar við höfum enga aðra gesti.” Rose fanst hún ætti mjög ervitt með að sýna Robert nokkur almennilegheit. Hún hélt mikið upp á Verner, hún gat ekki annað en brosað, þegar hún hugsaði um þennan skrítna mann, sem hún hafði skipst á fáeinum orðum við. Lávarður St. Albans sagði Verner frá því, að hann hefði boðið bróðir hans til miðdegisverðar með þeim á Richmont hóteli; Verner líkaði það a'llt annað en vel. Það var ekki af því að hann skammaðist sín fyrir Robert, en hann fann til þess hversu hann var óhæfur vegna skorts á siðmenningu, og góðs uppeldis, til að vera með hinu siðfágaða fólki landsins, þess vegna gat ekki komið til mála að honum væri nein ánægja í því. Mótsetningin var kveljandi. Þegar Robert gekk heim um kvöldið, eftir að hafa verið á leikhúsinu, var hann eins og drukkinn rriaður. Himininn var heiðskýr og stjörnurnar blikuðu skært, en hann sá þær ekki; umferðin var feikna mikil á strætunum, en hann virtist ekki sjá neinn. Gullhlið para- dísar höfðu opnast fyrir honum; yndi himn- eskra hljóma höfðu gagntekið hug hans. Hann sá ekkert annað en hið aðdáanlega fríða and- lit Rose, og það mundi æfinlega vera fyrir augum hans til dauðans. Það átti að leiða hann — en hvert, það var ekki gott að vita. “Og eg á að sitja til borðs með lávarði,” sagði hann við sjálfan sig. “Já, reglulegum lá varði. Hvað mun móðir mín segja, hvað mun Kata segja um það?” Áður en hann fór að sofa um kvöldið, skrif- aði hann langt bréf til Kötu. Það helsta í því er á þessa leið: “Eg veit ekki, Kata, hvort eg muni una mér í Croston, eftir að hafa verið hér. Þar eru engir heldrimenn, sem eg get haft umgengni við, allir ómentaðir daglaunamenn; geturðu ímyndað þér, að einn af hinum stóru lávörðum Lundún- arborgar hefir boðið mér til miðdegisverðar með sér, og fleiri stórherrum á fínasta hóteli borgarinnar. Slíkir menn falla mér svo vel í geð, svo frjálsir og vingjarlegir, og lausir við stolt. Á morgun, rétt um það leyti sem þú mjólkar kýrnar, ek eg í vagni lávarðsins til hótelsins, þar sem við borðum svo dýra og fullkomna máltíð, sem þú getur ekki gert þér minnstu hugmynd um. Nú finn eg í fyrsta sinn lífið, eins og eg hefi hugsað mér það, eg finn, að eg er kjörinn til þess, sem forlögin hafa ákveðið mig til, að vera meðal herramanna. Eg hefi séð stúlku, sem er svo fín og fögur, að eg er hræddur um, að þú verðir hrædd um mig fyrir henni.” Honum kom ekki til hugar, er hann skrifaði þessi síðustu orð, til sinnar kæru Kötu, að þau mundu verða tilefni til morðs,

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.