Lögberg - 07.06.1945, Blaðsíða 7

Lögberg - 07.06.1945, Blaðsíða 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1945 Dréngir og stúlkur: I þessum köflum hefi eg sagt ykkur dálítið um ísland — land- ið sjálft. Nú langar mig til að segja ykkur ýmislegt úr sögu þjóðarinnar. íslendingar hafa jafnan haft- mikinn áhuga fyrir sagnfræði og ættfræði. Þeir geta rakið sögu þjóðarinnar frá upphafi og þeir geta rakið ættir sínar langt aft- ur í tímann. Einn mesti sagnfræðingur ís- lendinga hét Ari Þorgilsson (1067—1148) og var nefndur Arl fróði. Hann ritaði hina fyrstu íslandssögu og hún nær fram að 1120. Þessi saga er mjög stutt en afar skýr og áreiðanleg. Hun er talin með beztu sagnfræði- ritum, sem til eru í heiminum. Hann skrifaði “Landnámabók”. I henni segir hann frá landnáms- mönnum Islands; hvað þeir hétu, hverrar ættar þeir voru; hvaðan þeir komu og hvar þeir námu land á íslandi. Hinir fornu íslenzku sagnfræð- ingar skrifuðu ekki einungis um sitt eigið land, þeir skrifuðu sögur, sem fjölluðu um Dan- mörku, Færeyjar, Orkneyjar, Grænland og jafnvel Ameríku. Þeir skrifuðu líka um ættland sitt, Noreg. Mesti sagnfræðingur, sem Is- lendingar hafa átt, hét Snorri Sturluson (1178—1241). Hans merkasta rit heitir “Heims- kringla”. Það er saga Noregs- konunga. Hún er víst sú fræg- asta bók, sem rituð hefir verið á íslenzku. Hún er bæði áreið- anlegt vísindarit og listaverk að formi og máli. Snorri Sturluson er heimsfrægur fyrir ritverk sín. Einn af Noregskonungum þeim er Snorri ritaði um, hét Harald- ur hárfagri. Eg ætla að segja ykkur frá honum í næsta blaði. Orðasafn. ýmislegt — various things sagnfræði — history ættfræði — geneology að rekja sögu — to trace the history upphaf — beginning skýr — clear, plain áreiðanleg — accurate landnámsmenn — settlers, pioneers fjölluðu — dealt ættland — mother country listaverk — work of art vísindarit — scientific document form — style mál — language Huldukona. Dánarminning Asgar Sveistrup Þess var getið í “Hkr” fyrir nokkru að dáið hefði við The Narrows, Asgar Sveistrup fyrr- um bóndi við Vogar, Man. Asgar Sveistrup var fæddur i Kaupmannahöfn 29. september, 1867. Foreldrar hans voru Ran- dolf Emil Sveistrup og kona hans Thora Vilhelmina, fædd Hanson. Fáðir hans var foringi í sjóher Dana, og 18 ára gekk Asgar í danska sjóherinn og var þar í 5 ár og var þá orðinn undirför- íngi. Hann fékk góða mentun að þeirrar tíðar hætti, Og fór til Islands eftir 1890 og var verzl unarstjóri í ólafsvík í 4 ár. Og þar kyntist hann Ólínu Tjörfa- dóttur og giftist henni 1896. Kona hans var systurdóttir Torfa Bjarnasonar skólastjóra í Ólafs- dal. Árið 1900 fluttust þau hjón vestur um haf. Fóru það sama ár um haustið út í þessa bygð og dvöldu hér alla tíð síðan. Þau hjón eignuðust 12 börn og eru 10 þeirra á lífi. ólínu konu sína misti hann fyrir 7 ár- um, en 6 síðustu árin var hann hjá Elisabeth dóttur sinni og manni hennar Adolf Freeman póstmeistara við The Narrowc P.O., Man., þau hjón sýndu hon- um alla þá bestu aðbúð sem elli og hrörnun þarfnast að njóta. Asgar Sveistrup var að eðlis- fari gleðimaður og skemtinn og hafði þegið að vöggugjöf hátt- prýði og snyrtimensku svo af har. Hann var höfðinglegur og fríður sýnum og gjörfulegur að vallarsýn. Með tilliti af hans fyrri lífs stöðu, mátti telja honum það til virðingar, hvað hann gat tamiö sig að bænda stöðu, til að vinna að þörfum og skyldum með sinni sí-starfandi konu að framfærslu þeirra stóru fjölskyldu. En að sú fórn hafi verið stór sem þau á frumbýlinga árunum urðu að færa fram fyrir sínu heimili, það skilja best þeir örfáu frum- býlingar, sem enn eru á lífi. En þrátt fyrir alla frumbýl- inga erfiðleika þeirra hjóna sem annara, þá var það eftirtektar- vert hvað þeim hjónum tókst vei að viðhalda heimilis glaðvaérð fyrir skyldulið sitt og eins meðai þeirra, sem nutu gestrisni og al- úðar á þeirra heimili, sem var veitt á ríkulegan hátt með þeirri hugkvæmni að láta ekki skugga þess liðna dags, verða til að skyggja á skin hins komandi dags, var eðlis einkunn og and- leg auðlegð þeirra hjóna, sem ekki verður mæld á alinmál fjár- muna. Börn þeirra hjóna eru þessi; Óskar, giftur bóndi við Vogar, Man. Ingvar, giftur, býr við Ashern, Man. Helgi, ógiftur, til heimilis á föðurleyfð. Stefán, giftur og býr á föðurleyfð við Vogar, Man. Anna, Mrs. Gísli J. Sigfússon, Oakview, Man. Kristín, Mrs. Elzear Goulet, Glenboro, Man. Sigríður, Mrs. Bergur Johnson, Reykjavík, Man. Guðrún, Mrs. Skapti Sig- urðsson, Oakview, Man. Elisa- beth, Mrs. Adolf Freeman, The Narrows, Man. Grace, Mrs. Free- man Halldórson, Hayland, Man. Barnabörn 35. Asgar Sveistrup var jarðsung- inn 27. nóvember fyrra árs af séra P. M. Péturson að Vogar, að viðstöddu fjölmenni. vel látin, hreinhjörtuð, trú vin- um sínum og ávalt hjálpandi öðrum eftir fremsta megni. Eitt skeið æfinnar var Oddný orðin allvel efnum búin, en í nokkur síðustu árin misti hún heilsuna að miklu leyti og þá ekki fær til vinnu, hennar efni eyddust því brátt, en Oddný átti tvo góða og göfuga systursyni, sem eru þeir Hennry og Elis, byggingarmeistarar í Californiu, áynir Ingibjargar Stóneson að Blaine. Þeir eru menn höfðingjar í lund og gáfu móðursystur sinni alt, er hún þurfti með, bæði til fæðis og klæðis, eftir að heilsa hennar bilaði, þeir borguðu all- an kostnað við veru hennar hjá Mrs. Gladu, og að lokum gerðu þeir útför Oddnýar þina heiðar- legustu í alla staði og þeim til hins mesta sóma. Oddný sál. var jarðsungin laugardaginn 19. janúar s. 1. frá útfararstofu Mr. McKinney að Blaine, og lögð til hinztu hvíldar í grafreit bæjarins. Séra Guðm. P. Johnson jarð- söng. Kröfur Frakka • +++ Fyrir nokkrum dögum síðan flutti hershöfðingi Charles de Gaulle útvarpsræðu í París, þar sem hann tók fram hvað það væri, sem Frakkar krefðust að stríðinu loknu. Hér er sýniS- horn. Austur landamæri Þýzkalands frá einum enda Rínárinnar til annars verður að vera í umsjá og gæzlu franska hersins að stríðinu loknu. Rínardalurinn, og öll lönd vestan Rínar, mega með engu móti tilheyra Þýzkalandi, eftir stríðið. Pólland, Tékkóslovakia, Aust- urríki, og ríkin á Balkanskagan- um verða að vera óháð og sjálf- stæð, — frjáls til þess, að bind- ast samningum og samtökum við Frakkland. Við getum ekki einir ábyrgst framtíðarvernd Evrópulandanna Við verður að tryggja oss fram- tíðarfulltingi og aðstoð. Við höf- um nú gjört ágætann trygging- arsamning við hina hugrökku og sterku rússnesku þjóð. Vér vilj- um og erum áfram um, að.gjöra slíkan samning við hina hug- prúðu ensku þjóð, undir eins og hún er fáanlegt til þess að fall- ast á, og samþykkja það sem okkur er óumflýjanlegt að fá framgengt í sambandi við Þýzka land. En viðurkenna verða Eng- lendingar frönsku þjóðina sér jafn réttháa að öllu leyti, sem Vestur-Evrópu snertir. Frakkland hefir ásett sér að gjöra sáttmála við nágrannalönd sín, Belgíuí Holland og Luxen- burg. Frakkar ætla sér að taka þátt í samtökum um alheimsfrið og gjörast félagar í þeim félagsskap sem stofnaður verður alheims- friði til tryggingar — en þó ekki fyrri en stríðinu er lokið, bæði í Evrópu og í Kyrrahafslöndun- um. Ástæðan fyrir þessari bið er sú, að fyr en því takmarki hefir verið náð, hafa Frakkar ekki. öðlast fullt athafnafrelsi, né heldur yfirráð allra sinna landa. Sendið börnin á Sumarheimilið Byrjað verður að starfrækja Sumarheimilið á Hnausum 13. júlí í sumar, og er ákveðið að fyrsti stúlkna hópurinn komi þangað það kveld, og dvelji þar þangað til 25. júlí. Þá verður aftur tekið á móti drengjahóp þann 27. júlí, og dvelja þeir þar þangað til 8. ágúst. Hægt verður að taka á móti 30 börnum í einu, og gerir nefndin ráð fyrir álíka mörgum umsækjendum og í fyrra sumar. Öll börnin ganga undir læknis- skoðun daginn áður en þau fara frá Winnipeg. Skoðunin er und- ir umsjón Dr. O. J. Day, sem er sérfræðingur í barnasjúkdómum og í þjónustu bæjarins (Winni- peg Health Dept.). Vandað verð- ur til alls eftirlits eins og áður hefir verið gert. Eru foreldrar, sem vilja senda börn sín á heim- ilið beðin að snúa sér til þeirra, sem hér eru nefndir Winnipeg, séra Philip M. Pétursson, 640 Agnes St. Lundar, Mrs. B. Björnson. Árborg, Mrs. S. E. Björnson. Riverton, Mrs. S. Thorvaldson. Oak Point, Mrs. B. Hathews. Piney, Mrs. B. Björnson. Þess má geta, að allar umsókn- ir ættu að vera komnar inn, ekki seinna en um miðjan júní. I umboði forstöðunfefndar. Marja Björnson. Velferð Canada krefst þess, að King-stjórnin verði endurkosin! Selkirk kjördæmi þarfnast þingmanns, sem fæddur er í kjördæminu, og þekkir ástæður allra íbúa þess út í yztu æsar; sá maður er frambjóðandi _ L i b e r a 1 flokksins, R. J. Wood. Merkið kjörseðilinn þannig R. J. WOOD Published by the Selikirk Liberal-Progressive Election Committee. ANDLÁTSFREGN Laugardaginn 15. desember, 1944, andaðist á heimili Mrs. Guðrúnar Gladu að Blaine, Wash, Oddný Einarsdóttir 91 árs að aldri. Hún var fædd í Dalasýslu á íslandi, 1. nóv. 1853, kom til Vesturheims árið 1902, hennar fyrsti dvalarstaður hér í álfu var Point Roberts síðan yfir 40 ár að Blaine, Wash. Oddný giftist aldrei, en vann fyrir sér mestan hluta æfinnar. Hún var góð manneskja, mjög CANADAMENN VERÐA AÐ FELLA 0RSKURÐ Starfsaðferðir King stjórnarinnar hafa leitt til ruglings, efasemda og sundurþykkis meðal Canadamanna. Hvert stefnir? ... I áttina til strangs aga gagnvart einstaklingnum af hálfu ríkisins? . . . Eða í áttina til nýs sjálfræðis, nýrra tækifæri fyrir þróun sér hæfileika og framsókn fólks vors í heild? I örvæntingu sinni hugsa sumir um sósíalisma. Sú stefna er kunn af reynslu, þar sem National Sósíalismi náði sér niðri í Norðurálfunni. Þann 11: júní verða Canadamenn að fella úrskurð. Canada verður að hafa þjóðlegt markmið. Trú á framtíðina verður einungis endurvakin með þjóðlegri stefnuskrá, sem John Bracken, foringi Progressive Cons- ervative flokksins, hefir fram að bjóða. Enginn maður í Canada er jafn vel til þess fallinn og John Bracken, að leiða þjóðina út úr eyðimörkinni og inn í hið fyrirheitna land frelsis, öryggis og velmegunar. Hinn gamli, pólitíski trúðleikur í gangvegum þinghússins, verður ekki lengur látinn viðgangast. I 20 ár, án þess að tapa kosningu, var John Bracken stjórnarformaður í Manitoba. I því fylki, sem samsett er af mörgum þjóðernum, og með margskonar trúarbragðalega skiptingu, hélt hann við hinni fylztu einingu. Og í hinum víðari alþjóðlega skilningi, verður það hann, sem með sama umburðarlyndinu, sömu forustu hæfileikunum, skapar nýja þjóðeiningu og veitir Canada hollráða stjóm. Canada þarfnast nýs foringja. Canada á nýjan foringja þar sem John Bracken er. Sigrið með BRACKEN Greiðið atkvœði með yðar PROGRESSIVE CONSERVATIVE -V CANDIDATE FL-4 Published by the Progressive Conservative Party, Ottawa

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.