Lögberg - 07.06.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 07.06.1945, Blaðsíða 2
 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. JÚNÍ, 1945 Ferð til Vancouver Eftir G. J. Oleson Frh. Þann 17. febrúar bauð Mr. H. J. Thorson okkur heim til SÍn; kom hann eftir okkur í bíl um kl, 11 um morguninn. Keyrði hann okkur all-nokkuð um borg-. ina og sýndi okkur ýmsa stað), er hann þaulkunnugur í borg- inni. Meðal annars, sem hann sýndi okkur var gististaður fyrir ferðafólk, sem hann sjálfur hafði bygt og starfrækt í mörg ár, en var nú nýlega búinn að selja. Þar er fyrst íbúðarhús mjög vandað, sem fólkið býr í sem starfrækir gististaðinn, stendur það fram við þjóðveginn, en svo eru íbúðirnar fyrir ferðafólk í bogamyndaðri hvirfingu um- hverfis. Þarna voru 10 gistihús, með tveimur íbúðum í hverju húsi, eða 20 íbúðir alls, þar er alt sem ferðamaðurinn þarfn- ast, eldfæri, húsgögn og borð- búnaður, og að öllu leyti er þar mjög Vistlegt, þar er vandað skýli fyrir bílinn og þarna getur maður búið eins og hann 'væri heima hjá sér; þar er alt hreint og fágað bæði inni og úti, og bogamyndaður jarðbikaður bíl- vegur, en grasfletir í kring. Það er fjöldi af þessum Auto Camps í Vancouver, en þessi Camp Thor sons var sá langbesti og full- komnasti sem eg sá þar á strönd- inni, hann er við þjóðveginn 99 sem liggur alla leið frá Vancouv- er suður til Mexico. Sagði Mr. Thorson mér að þau hjónin hefðu eitt sinn keyrt í bíl þann veg alla leið til Mexico sér til skemt- unar. Á þessu ferðalagi um borgina sýndi Mr. Thorson okkur Stanley Park, sem við vorum mjög hrif- in af og Lions Gate Bridge, sern farið er yfir til West-Vancouver þar sem Thorson býr. Þar hefur verið bygður vegur með strönd- inni í gegnum kletta og grjót með ærnum kostnaði sem nefnd- ur er Marine Drive. Þar með veginum eru vandaðar og dýrar íbúðir bæði fyrir ofan og neðan, fyrir ofan er himinhátt fjalllendi skógi vaxið og fagurt. Neðan við þennan veg býr Hr. Thorson. rétt á sjávarbakkanum, hvína öldurnar þar við. ströndina, og berja og þvo klettana ár og síð, er fagurt og tilkomumikið að horfa út um gluggana, út á hið breiða haf, skip eru þar altaf á siglingu, því þarna er aðal sigl- ingaleiðin frá Vancouver vestur og norður. Lengra í fjarska sér maður Vancouver eyjuna rísa úr sæ, og fjöllin bera þar við him- inn. Sólskin og bjartviðri var þennan dag. og útsýni hið bezta, kvöldroðinn var fagur og sól- setrið dásamlegt. Um sólseturs- bilið var mikið af máfum á flugi yfir sjónum, flugu þeir allir til norðurs til næturhvíldar, á morgnana fljúga þeir suður í hópum, en bregst ekki að fljúgi norður er kvölda tekur. Thorson heimilið er prýðilegt og sérkenni legt, og lýsir listrænni hugsun þeirra, sem velja sér þar stað, það er ákjósanlegur griða staður fyrir fólk sem barist hefur harðri og sigursælli baráttu, hugðnæmt að sitja þar í aftankyrðinni og horfa út á hinn brimi þrungna sæ, en langt er fyrir þau enn til kvölds, og árar hafa ekki enn verið lagðar í bát, til þess eru þau Thorsons hjónin of miklir athafnamenn. Eg kynntist Mr. Thorson fyrir nokkrum árum síðan fyrir sérstakt atvik og átti eg við hann nokkur bréfaskiftí. Kom hann og þá um þær mundir til Glenboro, fann eg fljótt að hér var sérstakur maður dreng- lundaður og sannur, og heyrði eg alla ljúka upp sama munni. Einn nafnkunnur maður sagði við mig, sem þekti Thorson vel. “Það geta allir treyst Thorson, hann svíkur engann mann”. Thorson er Evfirðingur, hef- ur lifað mestann sinn aldur vestan hafs, um 37 ár í Van- couver. haan lærði bakaraiðn í æsku, og stundaði það fyrst framan af, en hann hefur á margt lagt gjörfa hönd og aldrei verið iðjulaus, hann hefur unnið við fiskiveiðar norður í Alaska, og sótt gull í greipar ránar, hann hefur stundað fasteignasölu og húsabyggingar, starfrækt Auto Camps og margt fleira. Ingibjörg móðir hans var.með okkur þenn- an dag hún á snoturt hús með öllum þægindum í Vancouver og býr þar ein, þó hún sé við ald- ur. Þeirri gömlu konu hefur ekki verið fisjað saman andlega eða líkamlega, hún hefur stund- um siglt mótbyr. en það hefur ekki bitið á hana, árin sýnast ekki hafa beygt hana eða lam- að. Hún bauð okkur heim til sín eitt kvöld, seinna áttum við þar hjá henni indæla og eftir- minnilega stund. Thorsons hjónin voru nú bú- in að gjöra mikið fyrir okkur en þau létu ekki hér við sitja. All- nokkru seinna eyddu þau heil- um degi með okkur. Keyrðu okk- ur um 80 til 100 mílur og sýndu okkur flest helstu náttúruundur borgarinnar og nágrennisins, og að lokum buðu þau okkur til kvöldverðar á einu sérkennileg- asta matsöluhúsi borgarinnar, “White Spot” að mig minnir í Granville St. Við minnumst gest risni þeirra og góðvildar meðan við lifum, með þakklæti og heil- um hug. Eitt kvöldið heimsóttu þeir okkur Jón Gíslason og Guð- mundur Egilson frá Brandon, er Jón hjá honum til heimilis. Guðm. bauð okkur heim, kom- um við þar *seinna og áttum góðar viðtökur, hann hefur kom- ið sér upp góðu húsi og er að koma sér vel fyrir, kona hans er ættuð frá Dýrafirði á íslandi. Á sunnudaginn 18. febrúar fórum við til messu séra H. S. Sigmar frá Seattle prédikaði, í skiptum við séra R. Marteinson, sem prédikaði þann sunnudag í Seattle Á eftir messu mættum við prestshjónunum, einnig Jóni Jónssyni, sem eitt sinn var söng- stjóri í Glenboro og gekk þá undir nafninu Jón Austman, og konu hans, sem er systir Goodie Einarson í Argyle bygð, einnig Mrs. Ingvar Ólafson (Ellu Sturlu son, sem við þektum í gamla daga í Glenboro), bauð hún okk- ur heim fyrir kaffi, þar mættum við Rurik Frederickson, tengda- syni hennar og konu hans, er hann sonur F. S. Fredirickson í Winnipeg, þar mætti eg líka öðr- um kunningjum, þeim Mr. og Mrs. F. O. Lyngdal, sem áður voru á Gimli, er kona hans syst- ir Mrs. Ólafson. Þarna sem ann- arsstaðar áttum við skemtilega kvöldstund. Þann 19. febrúar fórum við á skemtisamkomu, sem félagið ísafold gekkst fyrir í Swedish Hall, þar mætti eg Magnúsi Elíassyni, sem eg þekkti frá fyrri tíð og konu hans, var hann for- stjóri samkomunnar, hann er maður sem all-mikið ber á í íslenzkum félagsskap í Van- couver, maður vel gefinn og fram ’ sækinn sótti hann um sæti í borgarráði þar s. 1. haust en tap- aði. Hann flutti stutta ræðu þarna og fórst vel. Þektur hér- lendur söngflokkur kom þarna fram og hafði mest prógrammið. Þar kyntist eg Gíslason’s hjónun- um, sem áður voru í Wynyard, þar sá eg líka Kristján Eiríks- son, bróðir Stefáns Ó. Eiríks- sonar, sem bjó við Lækinn í Víðinesbygðinni í Nýja íslandi, hafði eg ekki séð hann síðan við fórum úr Nýja íslandi 1892, mundi eg vel eftir. honum og þekti ættarmótið, þar mætti eg líka ungri og fallegri stúlku, sem við þektum að austan, Helgu Anderson, dóttir þeirra Mr. og Mrs. S S. Anderson, Kandahai, Sask., er hún skrifari ísafoldar, nokkru síðar mætti eg og kyntist Bernard Thorsteinson öldruðum manni, sem lengi hefur- verið þar á ströndinni, maður með mikla lífsreynslu og þekkingu, hann kom vestur um haf 1888, frá Reykjavík, kona hans var_ systir hins alkunna merkismanns Hjörts Bergsteinssonar, er leng. bjó að Alameda, Sask. Að kvöldi þess 31. febrúar vor- um við í boði hjá þeim Mr. J. S. Christoferson og konu hans frú Valgerði, hann er sonur Sigurð- ar Christofersonar, sem lengi bjó að Grund í Argyle bygð, land- námsmaður í einum þremur bygð ,um hér vestra, og einn allra merkasti maður og hjálpsamasti við Islendinga á fyrri árum hér. Hann var giftur hérlendri ágætis konu, Caroline Taylor, sem kuna ugt er, hans síðasta landnám var við Cresent, B.C. John og Val- gerður fluttu vestur að hafi 1913, þau hafa barist góðri bar- áttu, en víst áttu þau undir högg að sækja lengi, en nú virðast þau lifa sem blóm í eggi, þau hafa starfrækt lengi “Pie Shop” í bænum og farnast vel með það. Þau eiga inndælt heimili sunn- arlega í borginni í góðu um- hverfi, börn þeirra eru öll kom- in á legg, og hafa þau barnalám að fagna; af fjórum sonum þeirra eru tveir í stríðinu. Alvin er með Bandaríkjahernum í Suður- Kyrrahafinu, var lengi á Nýju Guinea, en var nú kominn til Phillipine eyjanpa, annar sonur þeirra er í Canada hernum. Þrjár dætur þeirra voru allar heima, ein er gift, hinar tvær hafa góð- ar stöður, þær systur eru allar broshýrar, siðprúðar og vel gefn- ar, og það er mesta eindrægm í fjölskyldunni, hvergi áttum við bjartari stund en á þessu heimili, Mr. Ófeigur Sigurðson og Miss Gerða Christopherson voru með okkur í þessu boði, þær systur keyrðu okkur heim um miðnæturbilið, lentum við í dimmri þoku í einum dalnum, en stúlkurnar sáu vel í gegnuin þokuna og alt gekk slysalaust. Við geymum lengi í þakklátri minni þessa kvöldstund. Eg hafði fengið orðsendingu frá Hr Jónasi Pálssyni 1 New Westminster í gegnum Hr. Ófeig Sigurðson að koma heim til hans, eg var honum ekki persónulega kunnur áður, en af orðspori þekkja allir Jónas Pálson, þann 23. febrúar, seinni part dags skruppum við Tryggvi sonur minn til New Westminster að sjá Jónas, og verið viss, hann tók vel á móti okkur og þau hjón, kona hans er dóttir B. L. Baldvinson, sem var einn merk- asti maður í fortíðarsögu íslend- inga hér í landi, og eru íslend- ingar í stórri þakkarskuld við hann, jafnvel enn þann dag í dag, ber hún all-mikinn svip af föður sínum. Jónas virðist lifa kóngalífi þarna vestur frá, hann hefur indælt heimili ,og nóg starf, hann er enn ungur í anda, þó hann sé farinn að eldast að ár- um, hann hafði þá um tíma verið lasinn en var nú farinn að ná sér, og var aftur byrjaður á kenslu, hann er eldfjörugur og fyndinn, hefur glöggt auga fyrir því hégómlega og smáa í okkar þjóðernisháttum, en í raun og veru er hann virkilegur íslend- ingur. Það bar margt á góma, og við hlógum allir dátt og hjartanlega, syndguðum upp á náðina, því nú er það talið af sumum óheil- brigt að hlæja, en við gleymd- um því þarna. Jónas bauð mér að koma aftur með konuna,lang- aði okkur til þess, en það fórst fyrir, en við sendum þeim hjón- um þakklæti okkar fyrir boðið og vinsemdina. Frh. í veitingahúsi. Gesturinn: — Hvernig er það með þessa krana? Eg get alls ekki fundið, hvor gefur heitt vatn og hvor kalt. Þjónustustúlkan: — Það er mjög einfalt mál. Kraninn, sem stendur á “Heitt” gefur kalt vatn, og sá, sem stendur á “Kalt” hánn gefur líka kalt vatn. ✓ Hann (ástfanginn): —Eg gekk hérna framhjá í gær. Hún: — Þakka þér fyrir. LIBERALSTJÓRNIN °g BŒNDURNIR Velmegun bænda er sama og velmegun Canada. Til þess að tryggja velmegun bænda að loknu stríði, hefir Liberal stjórnin gert þessar rástafanir: • Lágmarksverð á búnaðarafurðum. • Verzlunarsamningar við yfir 20 þjóðir. • Löggjöf um skyndilán handa bændum gegn lágum vöxtum. • Skipulagning búnaðarframleiðslu í samráði við bænda- félög um alt landið. • Nýjar framleiðslutegundir fundnar upp með vísinda- legum rannsóknum. • Innleitt og útvíkkað P.F.R.A og P.F.A.A. • Framfærslustyrkur barna, sem gengur i gildi 1. júlí 1945. • Húsagerðarlöggjöf, er innibindur bændabýli. Canadiskum bœndum vegnar vel ef þér GREIÐIÐ LIBERAL ATKVÆÐI Published by the Manitoba Liberal Progressive Election Committee. ♦♦♦♦♦♦^^^♦♦^^^♦♦♦^^♦♦^♦♦^^^♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦$m£<m$m$m>$m$m$m$m{•> ♦!♦ Í þetta sinn Ö R Y G G I með S I G RI Greiðið atkvœði með C. C. F. KJÖRDAGUR: MANUDAGUR 11. JÚNl Kosið frá kl. 8 f.h. til 6 e.h. Birt af Manitoba C.C.F., Phoenix Block, Winnipeg. Sími 22 87.9 1 SELKIRK ENDURK JÓSIÐ SCOTTY BRYCE Greiðið atkvæði í þetta sinn yður sjálf- um í hag; sigrið með C.C.F. Þær miljónir dala, sem stóriðjan ver til þess að brjóta C.C.F. á bak aftur, eiga að vera til þess, að hún ráði yfir oss framvegis. ENDURK J ÓSIÐ STANLEY KNOWLES vvvy f T T T T T T T T T i T T T T T T T T | T T X T T T T T ❖ f T f f f f f f '♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦^♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t* ♦♦♦ : f f f f f f f f ♦:♦ f f f f f f f f f f f f f f f f f ♦> FYRIR WINNIPEG NORTH CENTRE Leitið upplýsinga á kosninga- skrifstofu á Sargent, Cor. Victor St. Sími 36 790. Vér viljum öll njóta frelsis og öryggis með sigrinum GREIÐIÐ ATKVÆÐI MEÐ C.C.F. Merkið seðilinn: Birt að tilstuðlan Selkirk C.C.F Board, W. E. Gordon, Official Agent * ♦I<

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.