Lögberg


Lögberg - 28.06.1945, Qupperneq 1

Lögberg - 28.06.1945, Qupperneq 1
PHONE 21374 \\VW' ^ererS’ t *u\ú^e^ V>^VI,r Stor<^ C\can ers A Complete Cleaning Institution 58. ÁRGANGUR PHONE 21374 *4í£3 dererS’ A Complete Cleaning Institution LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945 NÚMER 26 HÁTIÐAÞING KIRKJUFJELAGSINS FYRRIGREIN Eftir Pétur Sigurgeirsson. J|*R SÓLARHITI hásumarsins í Winnipegborg var orðinn svo mikill, að maður óskaði sér þess einna helzt að vera kominn út í íslenzkan hríðarbyl, héldu Vestur-íslendingar sextugasta og fyrsta ársþing Hins ev. lút. kirkjufélags íslendinga í Vesturheimi. eitt allra merkasta þing í sögu þess félagsskapar. Kirkjuþingið hófst með há- tíðaguðsþjónustu og mjög fjöl- mennri altarisgöngu í kirkju Fyrsta lúterska safnaðar í Win- nipeg kl. 8 að kveldi 21. júní s.l. Prestur safnaðarins séra V. J. Eylands þjónaði fyrir altari og bauð fulltrúa og gesti velkomna til þingsins með vel völdum orð- um. Prédikun flutti séra E. H. Fáfnis. Texti hans var 1. Péturs- bréf 2,21. Séra Egill talaði bæði skipulega og fagurlega um, hvað það væri að feta í fótspor Krists, og hvernig vér gætum á beztan hátt orðið fylgjendur Hans í voru lífi. Koma fulltrúans frá íslandi Sú frétt hafði flogið um bygð- ir Vestur-íslendinga, að pró- fessor Ásmundur Guðmundsson ætti að verða sérstakur fulltrúi Þjóðkirkjunnar á íslandi og heimaþjóðarinnar, á þessu há- tíðaþingi. En tíminn leið og ekki kom prófessor Ásmundur. Það var komið fram á fimtudag (þingsetningardaginn) og enn var prófessorinn ókominn. En óvissan um komu prófessorsins snerist upp í fögnuð, er séra Valdimar Eylands, Grettir Jó- hannsson ræðismaður og einn af fjórum fulltrúum Fyrsta lút. safnaðar, prófessor Richard Beck og séra Egill Fáfnis buðu pró- fessor Ásmund velkominn á flug- vellinum í Winnipeg klukkan liðlega sex hinn sama dag og þingið hófst. Ekki mátti það tæpara standa. Hafði hinn virðu- legi fulltrúi rétt tíma til þess að snæða kvöldverð á heimili þeirra hjóna frú Lilju og séra Valdi- mars Eylands, ásamt þeim, er honum höfðu fagnað á flugvell- inum. Að því búnu var gengið til guðsþjónustunnar. Með ægihraða í lofti hafði pró- fessor Ásmundur Guðmundsson komið frá Islandi til Winnipeg á þremur dögum. Skýrsla forsetans Er guðsþjónustunni var lokið og útgöngusálmurinn hafði ver- ið sunginn, steig sér Haraldur Sigmar, D.D., forseti kirkjufé- lagsins í stólinn og setti þingið á formlegan hátt. — Er séra Egill Fáfnis hafði lesið skýrslu yfir embættismenn, presta og söfnuði kirkjufélagsins, flutti forseti sína venjulegu ársskýrslu. Forseti gat þess í upphafi máls síns, að samkvæmt bendingu síðasta þings flytti hann nú árs- skýrslu sína við þetta tækifæri í lok guðsþjónustunnar, svo að sem flestir ættu þess kost að hlýða á efni hennar. Var skýrsl- an hvorttveggja í senn, frásögn af starfi kirkjufélagsins í heild og greinargerð um ferðalög og starfsemi forsetans. Auk þess mælti dr. Sigmar hvatningar- orðum til presta og fulltrúa og bað um einingarhug og samein- ingu á þinginu. Var skýrsla forsetans mjög greinargóð og ítarleg. Fyrsta kveðjan Er komið var að því að slíta þessum fyrsta fundi kallaði dr. Sigmar fram prófessor Ásmund Guðmundsson til þess að mæla nokkur orð til þingheims þennan fyrsta dag þingsiús. — Prófessor Ásmundur mintist í þeirri ræðu sinni á 17. júní hátíðina í Reykja- vík, er hann hafði tekið þátt í áður en hann fór frá Islandi. — M. a. talaði hann af hrifningu um þann þátt hátíðahaldanna, er íslendingar höfðu jafnvel svo tug þúsundum skifti safnazt saman í Hljómskálagarðinum í Reykja- vík og sungið þar í “Þjóðkórn- um” eggjunar- og ættjarðar ljóð. Kvað prófessorinn sem sér fynd- ist sá mikli söngur þúsundanna óma sem kveðja til Vestur-ís- lendinga frá heimalandinu. Föstudagurinn Kl. 9 f.h. hafði séra Harald S. Sigmar guðræknisstund. Var hann sérstakur þingprestur, og skýrði hann frá því, að grunn- tónn þeirra guðræknisstunda, er fram myndu fara kvölds og morgna, á meðan þingið stæði yfir, myndi verða hugtákið: “Friðurr” Bað séra Harald þess, að friðarblessun Frelsarans mætti hvíla yfir öllum störfum þingsins. Þingstörf hófust með því, að kjörbréfanefnd gaf skýrslu um störf sín. Hafði ræðismaðurinn hr. Grettir Jóhannsson, fulltrúi Fyrsta lúterska safnaðar orð fyrir nefndinni. Samkvæmt skýrslu hans voru mættir til þings 62 fulltrúar og prestar. Síðar á þingtímanum bættust enn fleiri í þann hóp. — Þá flutti séra Egill H. Fáfnis ársskýrslu ritara, og gjaldkeri félagsins hr. S. O. Bjerring einn- ig sína skýrslu. Samkvæmt til- lögu forseta og ritara var ,S. O. Bjerring þakkað fyrir hið mikla starf hans í gjaldkerastöðunni á þann hátt, að þingfulltrúar risu úr sætum í virðingar- og þakk- lætisskyni fyrir störf hans í þágu kirkjufélagsins. Séra Sigurður Ólafsson flutti ársskýrslu Betel-nefndar og fulltrúi Bandalags Lúterskra Kvenna, Mrs. Ó. Stephensen gaf skýrslu um starfsemi bandalags- ins á liðnu starfsári. Þá flutti einnig formaður fjársöfnunar- nefndar fyrir sumarbúðir Banda- lagsins, hr. ræðismaður Grettir Jóhannsson, skýrslu um starf þeirrar nefndar. Um leið og hann mælti hvatningarorðum til þing- heims um að styrkja nefndina í störfum hennar, lýsti hann því yfir, að hann legði 25 dali fram fyrirtækinu til eflingar. Var gerður góður rómur að máli hans og þeirra, er þessar árs- skýrslur höfðu flutt.— Var nú gefið fundarhlé til há- degisverðar, er snæddur var í samkomusal kirkjunnar, og fram- reiddur af kvenfél. safnaðarins. Fundur hófst aftur kl. 2 e. h. með því, að lesnar voru heilla- kveðjur frá skrifara Blaine safn- aðar, frá séra S. O. Thorláksson, er ekki átti þess kost, sökum annríkis, að koma tjl kirkju- þings, og frá forseta íslenzka lúterska safnaðarins í Vancouver B.C. Var skrifara falið að svara og þakka þessar kveðjur. Formaður dagskrárnefndar, séra Runólfur Marteinsson bar fram álit dagskrárnefndar. Sam- kvæmt tillögum nefndarinnar voru ákveðin eftirfarandi mál, er rædd skyldu á þinginu: Fjármál, trúboð, elliheimilið, móttöku- nefndir í söfnuðum í sambandi við afturkomna hermenn, út- varpsguðsþjónustur, sunnudaga- skólamál, ungmennastarf, út- gáfumál: a) úrvalsrit Jóns Bjarnasonar, b) bók séra Valdi- mars Eylands “Lutherans in Canada, c) The Parish Mes- senger, d) Sameiningin, e) Gjörðabókin. Voru öll þessi mál meira og minna rædd á þinginu og mun síðar vikið að samþykt- um, er gerðar voru þar að lút- andi. Kveðjur frá íslandi Forseti dr. Sigmar bauð pró- fessor Ásmundi Guðmundssyni, að taka til máls og flytja kveðj- ur, er hann hafði persónulegar frá íslandi til þingsins. Voru kveðjur þessar frá dómsprófast- inum í Reykjavík séra Friðrik Hallgrímssyni og sóknarpresti Hallgrímssafnaðar séra Jakobi Jónssyni. Eins og kunnugt er, dvöldu báðir þessir kennimenn íslenzku þjóðkirkjunnar meðal Vestur-íslendinga um alllangt skeið. Kom fram í kveðjum þeirra mikill hlýhugur og ljúfar endurminningar um dvöl þeirra í Vesturheimi. Einnig gaf forseti Pétri Sigurgeirssyni tækifæri til þess að flytja persónulega kveðju frá föður sírium. Las hann upp bréf, er honum hafði borizt deg- inum áður og var um leið per- sónuleg kveðja til þingsins. Þakkaði biskupinn í því bréfi hinar ógleymanlegu móttökur og órjúfandi vináttu, er hann hafði orðið aðnjótandi meðal Vestur- Islendinga síðastliðið ár. Þá las skrifari upp heillaskeyti, er Sig- urgeir Sigurðsson biskup sendi í nafni prestastefnunnar á ís- landi, er sat á rökstólum um sömu mundir og þingið hér var háð. Þá barst einnig annað heillaskeyti frá allmörgum prest- um á íslandi. Var skrifara falið að þakka þessar vinarkveðjur í nafni þingsins. Sextíu ára minning Hátíðafundur helgaður sextíu ára starfi kirkjufélagsins var haldinn í kirkjunni kl. 8 e. h. Hófst sú athöfn með guðræknis- stund er séra Guðmundur P. Jónsson annaðist. Skemtiskráin hófst með því, að Mrs. Unnur Simmons söng einsöng. Lögin er frúin söng voru “Sjá dagar líða”, og “Þó að margt hafi breytzt” — eftir Björgvin Guðmundsson tón skáld. Þá voru fluttar tvær heilla kveðjur. Fórseti “Sameinaða Kirkjufélags íslendinga í Ame- ríku” séra Philip Pétursson flutti heillá og vinarkveðju frá kirkju- félagi sínu. Var það athyglis- vert, hve mjög kom fram í ræðu hans hugur samvinnu og bræðra lags til eflingar kirkju og kristin- dómi íslendinga í Vesturheimi. — Dr. Richard Beck forseti Þjóð- ræknisfélagsins bar fram kveðj- til þingsins í nafni þess félags- skapar. Sló Dr. Beck réttilega og fagurlega á hina sterku strengi þjóðrækninnar og trúrækn- innar í þjóðlífi Vestur-íslend- inga. Var erindi hans skörulega flutt eins og honum er jafnan lagið. Kvöld þetta kom fram ung stúlka að nafni Alma Walberg og lék hún einleik á fiðlu með undirleik Miss Agnes Sigurdson. Hátíðaræður fluttu þeir séra Kristinn K. Ólafsson heiðurs- forseti Kirkjufélagsins, séra Sig- urður Ólafsson ritstjóri og séra Guttormur Guttormsson. Voru ræður þessar fagur vitnisburður um árangursríkt starf Kirkjufél- agsins í því að auka og efla trú og siðgæði meðal Vestur-íslend- inga. — Einn af þingfulltrúunum hr. Friðrik P. Sigurðsson flutti kvæði við þetta tækifæri. Fjöldi fólks var í kirkjunni þetta kvöld til þess að hlusta á hina ágætu efnisskrá, er þar var flutt. Var hitinn þetta kvöld til þó riokkurra óþæginda, og er ó- hætt að segja, að bæði þeir, sem komu opinberlega fram og þeir sem á hlýddu, hafi unjjið í “sveita síns andlitis.” Endurkosinn forseti og sæmdur riddarakrossi Dr. Haraldur Sigmar Á hinu fjölsótta og virðulega kirkjuþingi, sem nú er nýverið lokið hér í borginni, var Dr. Haraldur Sigmar endurkosinn í einu hljóði til forsetatignar; ennfremur tilkynti prófessor Ás- mundur Guðmnudsson það í Fyrstu lútersku kirkju, að Dr. Sigmar hefði þann 17. þ. m., verið af forseta íslands sæmdur ridd- arakrossi Fálkaorðunnar, og af- henti prófessorinn honum heið- ursmerkið. Lögberg samfagnar Dr. Sigmar yfir þeim tvenns- konar verðskuldaða heiðri, er honum hefir fallið í skaut. Vinnur sér Mikinn Frama Richard Beck Þessi ungi og skarpi náms- maður, er sonur þeirra J. Th. Beck framkvæmdarstjóra og frú Svanhvítar Beck; hann er nú að ljúka 12. bekkjar prófi við Daniel Mclntyre skólann. I ár- bók skólans fyrir 'síðastliðið ár, er þess getið, að Richard hafi hlotið verðlaunamedalíu land- stjórans í Canada, ásamt Isbister námsstyrknum. Frá Okinawa Baráttunni um yfirráð Okin- awa, er nú lokið með fullnaðar- sigri af hálfu ameríska hersins; sigurinn var harla dýrkeyptur; látlausar orustur um smáey þessa stóðu yfir í 86 daga, og fór svo að lokum, að Japanir mistu þar allan sinn liðsafla. Góður Gestur Pétur Sigurgeirsson Hingað kom til borgarinnar nýafstaðið kirkjuþing, . cand. theol. Pétur Sigurgeirsson Sig- urðssonar biskups. Pétur er fæddur á ísafirði 2. júní árið 1919; hann lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík 1940, en útskrifaðist í guðfræði frá háskóla íslands 1944. Pétur fór til Bandaríkjanna í október mánuði síðastliðnum, og hélt áfram námi við Mt. Airy prestaskólann í Philadelphíu; nú hefir hann alveg nýverið lokið þar fullnaðarprófi, og hlotið menntastigið Master of Sacred Theology (M.S.T.). Prófritgerð hans var um íslenzku kirkjuna. Þessi glæsilegi og kærkomni gestur, er sonur Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups og frúar hans Guðrúnar Pétursdóttur frá Hrólfsskála á Seltjarnarnesi; er hann elztur af fjórum systkin- um; ráðgert er að Pétur dvelji hér um slóðir í tvo til þrjá mán- uði á vegum Kirkjufélagsins, en að áliðnu hausti mun hann fara til Stanford háskólans í Calif. til frekara náms. Lögberg býður Pétur guðfræð- ing hjartanlega velkominn, og væntir þess að hann, að minsta kosti að einhverju leyti fyrir- finni sig heima þann tiltölulega stutta tima, sem hann dvelur vor á meðal. SSiBJSl Virðulegt Heimboð Seinnipart síðastliðins sunnu- dags, höfðu þau Dr. og Mrs. P. H. T. Thorlakson, virðulegt heim boð á hinu veglega heimili sínu 114 Grenfell Blvd. Efndu þau hjónin til mannfagnaðar þessa í heiðursskyni við Dr. Harald Sigmar forseta Kirkjufélagsins og frú Margréti Sigmar, en hún er systir Dr. Thorlaksons; nærri mun láta að hálft annað hundrað manns hafi á áminstum stað og tíma, notið risnu og frábærrar alúðar þessara merku læknis- hjóna. Í?ÍÍVÍÍWÍV'/ÍWSW1' Minni Canada Landið bjartra ljúfra vona, landið frjálsra dætra’ og sona, innflytjandans undraheimur, æskulýðsins verkasvið. Ljóminn yfir breiðum byggðum, blik á vötnum spegilskyggðum letrar gullnum geislarúnum guðspjall lífsins — ást og frið. Beiðst þú hér um ár og aldir, aðrir staðir löngu valdir. Skildu höfin helming jarðar, heima tvenna langa hríð Þyrptust senn að þínum ströndum þjóðabrot frá öllum löndum. Tókstu við þeim opnum örmum alla þína landnámstíð. Sjálfsagt hefir landnámsliðið lært að meta nýja sviðið — þó að ráðið reikult gerði rótar slit frá ættlands-meið. — Eðlilega efst í minnum ást á fornum heimakynnum, reyndi þá á mátt og manndóm mest á þeirra æfileið. Örlát varstu á öll þín gæði — ótakmörkuð landasvæði. Þeim sem áttu þrá til frama, þrótt og styrk í hverri raun, hefir flest til happa gengið hlotnast alt, sem bezt varð fengið. Fáum hlauzt sú gæfa’ að geta goldið betri fósturlaun. Vegsummerkin sýna og sarma sigur fyrstu landnemanna. Hrjóstrum breytt í hreinar lendur, höll, er bjálkakofinn stóð. Kynslóð ung af stofnum sterkum stolt af áa kraftaverkum. Erfðagull og eigin kostir ættu’ að mynda snildar-þjóð. Fagra land með fjöll og skóga, fiskisæld og akra nóga, Virðist sem þér hlotnast hafi hagsæld flest og orkulind. Yfir hverju byggðu býli blessun drottins jafnan hvíli. Vertu í öllu um aldaraðir allra landa fyrirmynd. Ragnar Stefánsson.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.