Lögberg - 28.06.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 28.06.1945, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945 Kirkja íslands á komandi árum I. Heimsstyrjöldin mikla er ósig- ur mannkynsins, hvernig sem henni lýkur. Helstefnan hefir brotizt fram og breytt löndun- um í bölheima. Kirkjan fékk ekki rönd við reist. Hvers vegna? Hún var klofin, sundruð. Og þó hafa spámenn á öllum öldum síðan daga Krists flutt boðskap meistara síns, um frið á jörðu, eina hjörð, einn hirði. Það er ekki langt síðan Leo Tolstoj reit þessi orð: “Getur nokkurt musteri kom- ist í samjöfnuð við það musteri, sem Guð sjálfur hefir byggt til þess að sameina þar allar þjóð- ir um eina játningu og eina trú? — Allar kirkjur eru byggðar í eftirmynd þessa musteris Guðs víða veraldar. I öllum kirkjum eru skírnarskálar, hvelfingar, ljósahjálmar, altarismyndir, ritn ingar, lögmálsbækur, ölturu, fórnir og prestar. En í hvaða musteri er þó slík skírnarskál sem úthafið, önnur eins hvelf- ing og himinhvolfið, aðrir eins ljósahjálmar og sól, tungl og stjörnur, aðrar eins altarismynd- ir og þeir menn, sem elska hver- ir aðra og hjálpast að? Og hvar eru ritningarnar um gæzku Guðs skýrari en sú náð, er stráir geisl- um sínum til heilla löndum og lýðum? Hvar er sú lögbók, sem öllum er opnari en lögmálið í hugarfylgsnum hvers manns? Hvar eru aðrar eins fórnir og þær, sem góðir menn og ástúð- legir færa öðrum? Og hvar er það altari, sem Guð þiggur fórn af með meiri velþóknun en hjarta og sál góðs manns?” Hefði slíkur helgidómur verið með öllum þjóðum, þá hefðu ógnir þessarar heimsstyrjaldar aldrei dunið yfir. Þá hefði lífs- stefnan haldið velli. Þetta er nú orðið ljóst mönn- um kirkjunnar um víða veröld. Og fyrir því taka að berast radd- ir yfir löndin og höfin, sem hvetja til einingar: Látið ekki mismun á trúarskoðunum skipta ykkur í smáhópa. Horfið til þess, sem þið eigið saman, ekki á hitt, er sundrað hefir. Þið getið hald- ið áfram að kalla ykkur róm- versk-kaþólska, grísk-kaþólska, Lúterstrúarmenn, Kalvinstrúar, Meþódista, Baptista o. s. frv., ef ykkur lízt, en sameinist um konunginn, Krist. Með því einu móti getið þið byggt upp úr rústunum hina sönnu kirkju Krists, sem hlið Heljar skulu ekki vera yfirsterkari. Mennirn- ir verða að mynda eitt bræðra- lag, sundraðir falla þeir. II. Þetta kall berst nú einnig til íslenzku kirkjunnar. Hvernig mun hún taka því? Hver verður stefna hennar og starf á komandi árum? Hér þarf einnig að reisa úr rústum ekki síður en með ýms- um ófriðarþjóðunum. Ekki að vísu hrunin hús né gereydd mannvirki, heldur á .sviði and- ans. Keppnin um stríðsgróðann hefir að meira og minna leyti ært þjóðina. Efnishyggja er mikil og allskonar siðleysi Heimilisgæfa og gleði hrynur víða að grunni. Lífið er fátækt að hugsjónum, en nautnameðul- um ætlað að bæta það upp og miljónum á miljónir ofan til þeirra varið. Auður byrgir sól- ina, asklokið himin. Þjóðarein- ingu skortir, einn rífur það nið- ur, sem annar hyggst að byggja. Stórhuga menn ræða að vísu um nýsköpi^n atvinnumála, trygg- ingarmála og annara þjóðþrifa- mála, en hvað stoðar það, ef andlega nýsköpun vantar? Því aðeins verður byggt upp traust, að þjóðlífið sjálft sé traust, undirstaðan rétt sé fundin, eða eins og segir í spakmælinu forna: Ef Drottinn byggir ekki "húsið, erfiða smiðirnir til ein- skis. Það er þessi andlega bygging, siðgæðis og trúar, sem Guð ætl- ar nú kirkju sinni á íslandi, öll- um þeim, er kristnir vilja vera. Hún verður að fara að líkt og stendur í dæmisögunni, grafa djúpt og leggja undirstöðuna á bjargi, svo að hvorki grandi stormar né beljandi fljót. Traust- ir hornlsteinar þutfa að vera reistir með þeim, sem ungir eru. Og eining kirkjunnar þarf að vera svo traust, að hún efli einnig og tryggi einingu þjóðarinnar. Kirkja Islands á- að taka sömu stefnuna sem kirkja annara þjóða verða að taka, hvað sem öllum trúarskoðunum líður ein- staklinga og flokka. Hún á að vera bræðralag. Hún á að marka stefnuna svo, að allir íslending- ar geti sameinazt í faðmi henn- ar. III. En hvernig á hún að fara ao því? Þegar einhver vill marka sér æfistefnu og starf, þá er honum holt og gott að horfa til baka yfir liðin ár og virða fyrir sér þær stúndir, sem hann hefir verið mestur og bestur, næst sínu sanna eðli. Þar eru hátind- arnir í lífi hans. Ef hann miðar stefnuna við þá, mun honum vel farnast, því að hana ber við himin. Hið sama á kirkjan að gjöra. Kirkja íslands á svipmikla sögu frá upphafi vega sinna. Hún á giftumikla trúboða: Þor- vald víðförla, Hall af Síðu, Giss- ur hvíta, Hjalta Skeggjason. Og sú er giftan mest, að kristni skyldi hér lögtekin án blóðsút- hellinga. Þjóðin vildi ekki slíta friðinn. Síðan þroskast kristtrú- arlíf við starf viturra og víð- sýnna manna, eins og fyrstu ís- lenzku biskuparnir að Skálholti og Hólum, Isleifs, Gissurar og Jóns Ögmundarsonar, manna, er skilja það, að kirkjan á að vera þjóðleg stofnun og fyrir þjóðina alla. Voldug trúarvakning hefst. “Fólkið þusti heim að Hólum. Hjörtun brunnu sem á jólum. Aldrei dýrri dagur rann.” Og þótt dimmdi í lofti á Sturlunga- öld og benskúrir féllu, þá var kirkjan skjólið, sem margir flýðu í, og ágætustu menn þjóðarinn- ar voru trúir synir hennar, menn eins og Hrafn Sveinbjarnarson og Brandur ábóti í Veri. Um þessar aldir lýsa einnig dýrleg kvæði, allt frá Völuspá til Sólar- ljóða: Geisli, Harmsól, Líknar- braut. I gegnum mistur 14. og 15. aldar sést Lilja spretta og fegursti andans gróður úr jarð- vegi íslenzkrar kirkju. “Las eg þar sálma og lofsöngva þjóðar í nauðum, lífsvonin eina var samtvinnuð krossinum rauðum, yfirtak langt yfir ömurleik hung- urs og sorgar, ómuðu sætlega strengleikar himneskrar borgar.” J. H. Og þótt flest sé þar horfið sýnum annað, sjást turnar kirkn- anna rísa, og þaðan skína vita- Ijósin. Trúarhetjan og píslar- votturinn Jón Arason hnígur í valinn, blessandi alla, jafnvel böðla sína. Ef til vill hefir kirkj- an aldrei átt íslenzkari son né þann, er fegur hafi boðað vdt kærleikans: ........“að hjálpisí allar þjóðir, hvort sem það eru vondir menn eða góðir”. Og fáa hefir þjóðin skilið betur eða dáð meir en hann eða greypt fastar í hjarta. Hallgrímur Pétursson fléttar Jesú sigursveig úr íslenzk- um blómum í stað þyrnikórón- Gyðinga og kveður þjóðinni nýtt líf um aldir, svo að hún kallar Krist kóng sinn eins og hann af öllu hjarta. Hinar síðari aldir hefir kirkj- an einnig átt stórhuga, dýrlega kennimenn og trúarskáld, sem hafa hafið þjóðina til meira siðgæðis og trúar, aukið henni víðsýni og þrótt til dáða, allt frá Jóni Vídalín til Matthíasar Jochumssonar, er flutti svo fagn- aðarerindi Guðs: “Mitt kærleiksdjúp á himins víðar hallir. 1 húsi mínu rúmast allir, allir.” Þessar minningar íslenzkrar kristni eiga að vísa henni veg. Þær geta markað henni stefnu, þótt ekki séu þær einhlítar til þess. Tindana ber við himin. Kirkja íslands á að vera þjóð- leg, víðfeðm, kreddulaus, hafin yfir ofstæki og þröngsýni sér- trúarflokka, eins og góð móðir, sem laðar að sér öll sín börn, frjáls, kærleiksrík. Sá, sem skil- ur það, er æðst' hefir verið og bezt í sögu íslenzkrar kristni, veit, að þetta er rétt. Fyrir einum til tveimur ára- tugum kom eg á heimili fræg- asta guðfræðings kirkjunnar í heiminum á þeim tímum og höf- uðleiðtoga, Adolfs Harnacks í Berlín. Hann unni íslandi og þó einkum kirkju íslands. Hann kvaðst hafa þráð að koma til ís- lands, en nú væri hann yfir sjötugt og lítt fær til ferðalaga, svo að úr þessu myndi ekki verða. Hann skildi við mig í garðinum fyrir framan húsið sitt, tók fast um hönd mér. Það lék bjarmi um enni hans hátt og hvelft og augun ljómuðu, þeg- ar hann sagði kveðjuorðin: “Eg bið að heilsa íslendingum og vona, að þeir vaxi sífelt að víð- sýni og trú. IV. En kirkja íslands lítur ekki aðeins til baka yfir björtustu minningar liðinnar sögu, heldur horfir hún einnig fram. Kristur bendir henni að koma til sín. Með því að hafa hann einan fyrir augum á komandi árum og miða allt við hann getur hér orðið ein hjörð, einn hirðir. Þá er haldið áfram stefnunni, sem hæstu tindar vísa og ber við -himin. Hitt er mikill misskilningur, hvar sem hann kann að koma fram í heiminum, að mennirnir eigi að sameinast um eitthvað annað en kærleiksboðskap Krists og sjálfan hann, t. d. um Biblí- una alla frá upphafi til enda sem óbreytt Guðs orð í bókstaf- legri merkingu. Það er ekki hægt, enda kemur fæstum, sem því halda fram, til hugar að reyna að breyta eftir öllum boðum hennar, því að þau eru sum harla sundurleit, og þeir þekkja jafnvel ekki fjölda margt, sem í henni stendur. Krafa um þess konar sameiningu er ekki annað en tilraun til að leggja á lög- málsok, líkt og fræðimenn og Farísear lögðu á Gyðinga að við- bættri erfikenningu sinni. ís- lenzka þjóðin mun aldrei gangast undir það. Hún veit, að Biblían er safn af heimildum um trúar- þróun frá lágu stigi og upp í hæstu hæðir, til Krists, og það er sú stefna hennar og andi, sem á að verða henni stoð og styrk- ur. Frelsi þjóðarinnar og sjálf- stæði í hugsun er meira en svo, að hún vilji bindast bókstafn- um, sem deyðir. Hún mun aldrei fallast á það, að halda beri heil- brigðri skynsemi frá eilífðar- málunum. Það hefir hún aldrei gjört. Hún veit, að skynsemin er gjöf frá Guði, en engin hefnd- argjöf. Ætli kirkjan á Islandi sér að ná til allrar þjóðarinnar á ó- komnum tímum, eins og hún hef- ir áður viljað, þá verður hún að bjóða henni annað, meira og betra en bókstafsok og það að nokkru gyðinglegt. Að öðrum kosti einangrast kirkjan , frá þjóðinni og verður ófrjálslyndur og dómsjúkur sértrúarflokkur. Hún verður þá ekki lengur þjóð- kirkja eins og á liðnum öldum. Nei, hún á að leitast við að vera öllum allt með því að boða þeim fagnaðarerindi Krists óskorað, Krists sjálfan, sem sagði: Komið til mín, allir þér, sem erfiðið og 'þunga eruð hlaðnir, og eg mun veita yður hvíld. Takið á yður mitt ok og lærið af mér . .. Mitt ok er ihdælt og byrði mín létt. Þennan boðskap á kirkjan að flytja með ljósum og einföldum hætti', svo að hvert barn geti skilið. Flóknar og torskildar trú- fræðikenningar og kerfi stoða lítt. Jesús kenndi sjálfur á því máli, sem móðir talar við barn sitt, um föðurkærleika Guðs til allra, jafnvel til týnds sonar við svína draf, og að öll börn hins mikla föður skuli elska hvert annað. Og hann sýndi þann veg, sem hver og einn skyldi ganga, vera sjálfur vegurinn, sannleik- urinn og lífið, lét líf sitt fyrir aðra og fann það aftur 1 faðmi föður síns á himnum hinn eilífa páskadag. Hann sýndi einnig, að það er andi þessa boðskapar fremur en bókstafur, sem öllu varðar. Þess er aldrei getið, að hann hafi skrifað neitt nema skuld hórkonunnar í sandinn. Mörg orð hans hljóða því ekki nákvæmlega eins í guðspjöllun- um, jafnvel ekki sjálft Faðir vorið. En andinn er hinn sami .alls staðar, endinn, sem fær mannshjörtun til að brenna allt til efsta dags, og það er hinn lifandi andi Jesú Krists, eins og hann birtist í N. t. og hverja líð- andi stund í sálum þeirra, er elska hann og trúa á hann, sem á að ráða úrslitum í hverju máli jafnt einstaklings og félagsheilda. Já, öll þjóðin á að spyrja, hver sé vilji hans, og láta svarið varpa björtu ljósi yfir það, hvernig hún skuli bregðast við sérhverju viðfangsefni og leysa hvern vanda. Þetta er upphafleg stefna og aðall evangelisk-lúterskrar kristni: Samvizkan upplýst af anda Krists er eina, sanna og rétta úrskurðarvaldið. Reynist kirkja íslands trú þessari köllun, munu þjóð og kirkja renna sam- an í eitt. V. Sameining kirkjunnar þarf að tryggja sem fyrst og tryggja sem bezt. Það er heilög skylda bæði gagnvart kirkjunni og þjóðinni. Þótt margt beri á milli um trú- arskoðanir einstaklinga, á það ekki að þurfa að saka, svo fram- arlega sem allir horfa til Jesú Krists, frelsara síns og leiðtoga, og vilja láta anda hans ráða stefnu sinni. Þeir, sem telja sig standa víðsýnisins megin og frjálslyndisins, verða að skilja rétt víðsýnið og frjálslyndið með því að hafa framrétta bróður- hönd til samstarfs við alla þá, er kristninni vilja vinna, hvað sem trúarskoðunum kann að líða. Og hinir, sem þröngsýnir eru og telja sér sæmd að því, gæti þess að krefjast ekki hins sama af öllum öðrum. Þeir halda að sjálfsögðu skoðunum sínum og tala máli þeirra við aðra. En þeir mega ekki krefjast þess, að hver maður fallist á þær, og neiti samvinnu við þá, er vilja ekki hugsa eins og þeir. Það væri að bregðast bæði kirkjunni og þjóðinni. * Þjóðarverkefnin eru óteljandi framundan, og nú fer að alveg sérstakur vandi á þessum örlaga- tímum. Kirkjan verður að leggja fram alla krafta sína, til þess að vandamálin leysist á þann hátt, sem Guð vill. Allar framfarir á íslandi verða að vera innblásn- ar af siðgæði og trú, til þess að af hljótist varanleg blessun. Það eitt er þroski á Guðs ríkis braut og hlutverk kirkjunnar við hann bundið. Ekkert af orku hennar má fara í fánýtar þrætur né flokkadrætti. Það er svo óend- anlega margt, sem kirkjunnar menn þurfa að vinna saman, að alger óþarfi er að leita að sundr- ungarefnum. Guð hefir gefið okkur þetta fagra land fyrir- heitanna til þess, að það verði ríki hans. Það er eitt brot af hugsjóninni háu, sem kristur kom að starfa fyrir og við stefn- um að, svo framarlega sem við stefnum til hans. Kirkja íslands á komandi ár- um og öldum þarf þá að vera þjóðkirkja í dýpstu og sönnustu merkingu þess orðs. Hvelfing hennar á að vera eins og himin- inn, sem vakir yfir hverju barni frá vöggu til grafar, salir henn- ar víðir eins og fjallafaðmur landsins, og birta eins og áf júni sólinni við hin yztu höf. Þá flytur hún óskorað fagnaðarerindi Krists. Þá verður hverri kyn- slóð íslendinga gott að lifa og starfa í skauti hennar, unz eilífð- artjaldinu verður svift frá og hún stígur frjáls og glöð fram fyrir konung sinn. Ásmundur Guðmundsson. Kirkjuritið, febr. 1945. Þessir fjórir menn: MUSSOLINI, HITLER CHAMBERLAIN og DALALIER töluðu um FRIÐ í borginni MÖNCHEN árið 1938, en rauði þráðurinn í umræðum þeirra finnst með því að lesa þriðju stafina í nöfnunum lóðrétt nið- ur. Minningarsjóður stofn- aður á nýafstöður þingi B.L.K. Eins og vitað er, hefur það ver- ið ákveðið að reisa sumarbúðir á fögrum stað á vesturströnd Winnipeg vatns. Verða þær reistar af Bandalagi lút. kvenna. Er undirbúningur allur kominn það vel á veg að á þessu sumri verður hafist handa til að undir- búa staðinn og eins fljótt og leyfi stjórnarinnar og efni fæst verður byrjað á að byggja. Verða þar reistir svefnskálar, eldhús og borðsalur, lítið sjúkrahús og byggingar fyrir starfsfólk, enn- fremur kenslustofa, sem einnig verður notuð fyrir guðsþjónust- ur og kvöldskemtanir. Verður sú bygging aðal byggingin. Samþykkt var gerð á nýaf- stöðnu þingi Bandalagsins, sem hljóðar þannig: “Nefndin leggur til, að á þessu þingi sé myndaður sjóður í minningu um hinn fagra og þög- ula flokk manna af íslenzku bergi brotinn, sem létu líf sitt í hinum tveimur heimsstríðum og að sá sjóður sé notaður til að byggja kenslustofu sumar- búðanna. Verði sú bygging og það starf sem þar verður haft um hönd helgað minningu þeirra.” Var þetta einn liður í nefnd- aráliti, sem fjallaði um sumar- búða málið. Nokkur upphæð var tekin úr Árdísar-sjóð, önnur úr aðalsjóð Bandalagsins, erindrekar og gest- i þingsins bættu þar við. Stofn- fé sjóðsins var talið það, sem inn kom daginn sem hann var myndaður. Sú upphæð varð Fimni hundruð þrjátíu og sex dalir, ($536.00). Loforð og gjafir hafa borist féhirði síðan, verður sá listi birtur í íslenzku viku- blaði bráðlega, og framhaldandi fyrir þær gjafir, sem inn koma. Gjafir smáar og stórar verða þegnar með ljúfri samúð og þakklæti. Eingin gjöf í þennan sjóð er smá hvert sem penmga- legt virði hennar er, því það er djúp þakklætistilfinning á bak við hverja þá gjöf. Þakklæti til þeirra indælu æskumanna, er líf sitt lögðu í sölur fyrir okkur, samúðartilfinning með ástvin- um þeirra, og einlæg virðing fyrir minningu hinna látnu. Gjafir mega vera tileinkaðar minningu sérstakra manna, eða gefnar í virðingarskyni við alla þá, sem lífi sínu fórnuðu. Féhirðir þessa minningarsjóðs er: Mrs. Anna Magnússon, Box 296, Selkirk, Man. Þingtíðindi, skrifuð af skrifara Bandalagsins og birt í síðasta blaði, skýra frá hvar hinar fyrir- huguðu sumarbúðir verða reist- ar, staðurinn er þar sem Islend- ingar tóku fyrst landnám á ströndum Winnipegvatns, til- ’færi eg hér orð úr Sögu Vestur- Islendinga, eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson: “Skafti Arason frá Hamri í Laxárdal í Þing- eyj arsýslu ... var í landskoð- unar förinni sumarið 1875, er Nýja ísland var valið og settist að í nýlendunni um haustið, nam hann land, sem hann nefndi Kjalvík, suður frá Gimli á ströndinni. ... Benedikt og Sig- urveig Arason fluttu ásamt börnum sínum að Kjalvík þegar Skapti bróðir hans yfirgaf þá jörð.” Var þessi staður eign Tryggva B. Arasonar, er lést síðastliðinn vetur, kaupir Bandalagið hann af dóttur og tengdasyni hans. Ennfremur tilfæri eg orð úr ritgjörð eftir J. J. Bíldfell í jóla- blaði Lögbergs síðasta vetur: “Þingbúðirnar fornu á Þing- velli voru óaðskiljanleg eining í hinu þróttmikla og glæsilega þjóðlífi feðra vorra. ... Eg veit ekki hvort að Sumarbúðirnar við Winnipeg vatn eiga eftir að draga fólk að sér með eins vold-

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.