Lögberg - 28.06.1945, Blaðsíða 4
4
LöGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945
----------löíbcrg --------------------
GefiS út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS. LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskriít ritstjórans:
EDITOR DÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipegf Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg" is printed and publishea by
The Columbla Press, Ldmited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 21 804
Minni Canada
flutt að Hnausum, 16. júní 1945, af
W. J. Lindal, dömara.
' ■ ....1............:::i
Einn af leiðandi rithöfundum Canada, tsruce
Hutchinson, skrifaði fyrir nokkrum árum síðan
bók, sem hann kallaði “The Unknown Country,
Canada and her people”. Hann ritaði þessa
merkilegu bók vegna þess að honum fanst al-
menningur hér vita afar lítið, allt of lítið, um
þetta land, sem föðurland sitt.
Mér finnst umkvartanir Hutchinsons séu á
miklum rökum byggðar og eigi við um ,alla
þjóðflokka þessa lands, engu síður íslendinga
en aðra.
Við þekkjum ekki þetta land vort og þjóðina
sem hér býr, að minsta kostí ekki nærri því
nógu vel. Okkur er að mestu ókunnugt um
hvað skeður í fjarlægum fylkjum landsins, við.
látum okkur litlu skifta hin þjóðlegu vanda»
mál vor, við hugsum sama sem ekkert um
framtíð þessarar þjóðar, afstöðu hennar og á-
hrif meðal annara þjóða.
Við íslendingar erum ekki neitt sérstaklega
ásökunarverðir í þessu tilliti, því hið sama má
segja um aðra í þessu landi, um Frakka, sem
búið hafa í Quebec fylki í meir en þrjár aldir,
og engu síður um Canadamenn af enskum ætt-
um.Umkvartanir Hutchinsons ná til allra.
Það er margt sem þessu veldur og þessvegna
er það alls ekki óeðlilegt.
Canada er stórt land, sem nær yfir allan
norður helminginn af Norður Ameríku. I sam-
anburði við flest önnur lönd, er Canada mjög
strjálbyggt. Það má varla heita að manna-
byggðir nái yfir meir en suðurröndina af
þessu víðáttumikla landi og er hún sumstaðar
ekki meira en hundrað mílur á breidd, en um
þrjú þúsund mílur á lengd.
í Canada eru tvö tungumál lagalega viður-
kennd: enska og franska. Þessir tveir aðal
þjóðflokkar, sem landið byggja — Frakkar og
Bretar — eru svo gagn-ólíkir, latnesk tunga og
rómversk-kaþólsk trúarbrögð annarsvegar, en
norðurlandatunga og mótmælenda trúarbrögð
hins vegar. En þrátt fyrir þennan mismun, hafa
þessir þjóðflokkar aukið og þroskað menningu
sína í þessu landi. Þessi þjóðernislega afstaða
hefir, eins og eðlilegt ér, valdið óeiningu, sem
nú er að verða eitt mesta vandamál þjóðarinnar
að ráða farsællega til lykta.
En svo er það pg margt annað, sem veldur
því að sundrung fremur en eining virðist vera
einkenni þjóðarinnar, og verða því valdandi að
fólk þekkir ekki nema umhverfið í kringum
sig, en ekki þjóðina og landið í heild sinni.
Ef dæma ekyldi eftir lifnaðar og hugsunar
háttum, og framþróunar stefnu í hinum ýmsu
hlutum landsins, þá verður maður þess var, að
það eru fimm lönd eða jafnvel þjóðir, sem eru
innan landamæra Canada.
Fyrst eru strandfylkin þrjú; þar er fólkið að
mestu af brezkum stofni. Framleiðsla er þar
í fremur smáum stíl en samt þó nokkur verzlun
og viðskifti við utlönd. Þar næst er Quebec,
franskt og kaþólskt. Hinum frönsku innbyggj-
um Quebec fylkis finnst það sín fyrsta og helg-
asta skylda að vernda málið og trúna, og við-
halda venjum sínum og siðum og keppa um
að sín menning skipi öndvegi til jafns við hina
brezku, ekki einungis í Quebec, heldur og um
alla Canada.
Ontario fylki er öflugast allra fylkja lands-
ins; þar er víðast hvar mjög brezkur hugsunar-
háttur. Þar er mikil iðnaðarframleiðsla, sem
treystir aðallega á innlendan markað, og veldur
það stundum þröngsýni í hugsunarhætti og við-
skiptum út á við. Svo koma sléttufylkin, þar
sem fólk hefir safnast saman úr öllum áttum.
Þar er afar mikil framleiðsla af matvöru og
trjávið, og öðru sem er framleitt úr jarðvegi
landsins. Meginþorri þessara afurða verður að
seljast erlendis. Það, og svo hitt að svo margir
þjóðflokkar hafa lent hér saman, hefir valdið
því að hugsunarháttur fólks í sléttufylkjunum
hefir orðið meir alþjóðlegur en annarsstaðar.
Svo er British Columbia, út af fyrir sig vest-
anvert Klettafjallanna. Hugir manna þar stefna
fremur í burtu en til hinna fylkjanna — meir
og meir yfir Kyrrahafið til Austurlanda.
Þess ber einnig að gæta að Canada er í vest-
urálfunni, við hliðina á voldugri og áhrifamikilli
þjóð, Bandaríkjunum, en samtímis er Canada
eitt af ríkjunum í brezka sambandinu, sem hefir
fótfestu í öllum meginlöndum heimsins.
Allt þetta, bæði utan og innanríkis, veldur
því, að skoðanir, hugarstefnur og óskir einstakl-
inga og þjóðflokka, eru ólíkar, stundum alveg
gagnstæðar og rekast hver á aðra. Manni dylst
ekki að sundriihg og ímugustur á sér stað, og
sumstaðar á háu stigi.
Það er þess vegna afar áríðandi að allir, sem
vilja vera nýtir og góðir borgarar þessa lands
og leggja eitthvað það fram, sem gæti hjálpað
til að skapa einingu, láti sér ant um að kynnast
sögu Canada sem allra bezt. Þekkingin þarf að
ná yfir allt landið, alla þjóðina.
Sem flestir ættu að gera sér far um að kom-
ast til skilnings á því, hvað það er sem stendur
að baki skoðana mismuninum og hver eru
vandasömustu málin. Þá, en ekki fyrr- á ein-
staklingurinn búðar-forða sem hann getur treyst
á, ef Irann æskir að leggja eitthvað fram til
þjóðar þrifa og velferðar; og þá, en ekki fyrr,
geta menn hætt að kvarta um að þetta land sé
íbúum sínum óþekkt.
En þrátt fyrir miklar vegalengdir, og annað
sem eg hefi bent á, sem hefir valdið vanþekk-
ingu og misskilningi, og um leið gerir það ó-
hjákvæmilegt að skoðanir verði skiptar, þá samt
þarf sá skoðanamunur ekki nauðsynlega að
verða að þjóðarmeini. Eining um velferð þjóðar-
innar getur átt sér stað þar sem er margbreytni
í viðhorfi. Ef vel er á haldið, þá getur skoðana
munur orðið að víðsýnis- og orku-meðali. Þröng-
sýni þrífst ekki þar sem þjóðlífið er margþætt.
En einmitt þar sem allt virðist vera gagnólíkt
— sagan á bak við þjóðarbrotin, núverandi að-
stæður og framtíðarhorfur — þar ætti að geta
skapast umburðarlyndi, samhygð, og velvild. En
það er þetta þrent, umfram allt annað, sem er
svo afar nauðsynlegt ef hinir beztu einstakl-
ings oð þjóðar kostir eiga að geta þróast hér.
Maður þarf ekki að líta nema snöggvast yflr
sögu. Canada þessi síðustu sex ár, til að sjá hve
afar miklu má koma til leiðar með samtökum
í hug og verki, þótt ágreiningur sé undir niðri
á ýmsum sviðum.
íbúatala Canda er eitthvað innan tólf miljóna.
1 október mánuði 1944, voru að meðtöldum her-
mönnum, en undanskildum konum á heimilum,
yfir fimm miljónir manna starfandi við nauð-
synlegar atvinnugreinar.
Framleiðsla í búnaðarafurðum árið sem leið,
nam tveimur og hálfri billjón dollara, fiskiveið-
ar námu yfir billjón punda. 1 iðnaðar fram-
leiðslu er Canada fjórða mesta iðnaðarlandið,
næst Bretum, Rússum og Bandaríkjunum; hlut-
fallslega borið saman við fólksfjöldann er
Canada á því sviði langt á undan öllum öðrum
þjóðum.
Þátttaka Canada í stríðinu er mjög glæsi-
leg. Nærri milljón manns hafa gengið 1 herinn,
yfir fjörutíu þúsund fallnir í valinn og
helmingi fleiri særst meir og minna. Canada
hefir framleitt yfir tíu billjónir dollara virði
af hergögnum og vélum fyrir þetta stríð. Þjóð-
in hefir einnig lagt fram yfir fjögra billjóna
dollara virði af vörum, samkvæmt “Lend-
Lease”, láns fyrirkomulaginu, og er það hlut-
fallslega meira en framlag nokkurrar annarav
þjóðar.
Áhrif Canada í alþjóðamálum, eru engu síður
glæsileg; þau eru svo mikil og hraðfara að
undrun sætir. Það er nú þegjandi samþykt allra,
að næst stórveldunum fimm, stendur Canada
langt framar öllum hinum, og er á ýmsum svið-
um áhrifameiri en Kínar eða Frakkar.
Þátttaka Canada í málum bandaþjóðanna fer
sívaxandi. Formaður U.N.R.R.A. samtakanna er
Canadamaður. Á þinginu í Chicago, sem fjallaði
um loftfarir, voru erindsrekar Canada meðal
þeirra fremstu og áhrifamestu, enda er það
þegar viðurkent að eftir stríðið verður Canada
í leið á flestum megin flugleiðum heimsins.
Þrátt fyrir það þó skiftar séu skoðanir um
margt í landi voru, gátu þessar miklu fram-
kvæmdir og þessi hraða framför átt sér stað.
Það skal játað að stríðið hefir sameinað þjóð-
ina, en ekki nema að sumu leyti. En svo hefir
það ýft upp gömul sár. Saga Canada frá því í
byrjun, árið 1867, sýnir og sannar að hægt sé
að miðla málum á friðsamlegan hátt og það þó
tilfinningamál séu, og svo viðkvæm að þau
hefðu getað brotist út í ófriði, ef ekki hefði verið
gætt lægni og sanngirni, hluttekningu og þolin-
mæði.
Mér finnst oft eins og Canada sé alheimurinn
í smærri stíl. Hér er allt sem getur valdið
sundrung, óeir^ðum og stríði. Að því leyti er
afstaða Canada öðruvísi en nokkurrar annarar
þjóðar í heimi.
1 Suður-Afríku eru tvö viðurkennd tungu-
mál, en þar er engin sundrung út af trúmálum.
í Svisslandi eru þrjú viðtekin tungumál, en
landið er svo lítið að sameining á sér stað, að
meira eða minna leyti, á öllum öðrum sviðum.
Það er einmitt þessi breyti-
lega afstaða þjóðar vorrar, sem
krefst gætni og varfærni í öllum
opinberum málum.
Ef vel er farið að, þá er hægt
að byggja hér svo sameinað, en
um leið víðsynt þjóðfélag, að
Canada geti orðið fyrirmynd
annara þjóða, og þá einnig al-
þjóða sambandsins.
En til þess að það geti orðið,
þurfum við fyrst og fremst að
þekkja landið og skilja þjóðina,
kynna okkur vandamálin sem
fyrir liggja, tildrögin til þess er
veldur sundrungu, og hins sem
miðar til friðar og einingar. Við
verðum að læra að vera þolin-
móðir og umburðarlyndir, setja
okkur í spor hinna, fremur en
heimta það sem okkur sjálfum
geðjast bezt.
Við eigum að efla og þroska
þjóðrækniskennd vora til Canada
og canadisku þjóðarinnar. Sú
þjóðrækni er heilbrygð, og kem-
ur ekki í bága við endurminn-
ingarnar um eyjuna kæru, úti í
Atlantshafi og þarf ekki heldur
að útiloka verðmætum erfðum.
Við sem erum Canada borgarar,
eigum að vera stolt af Canada
og canadisku þjóðinni og fram-
kvæm'dum hennar. Okkur á að
þykja vænt um landið; þær einu
hömlur sem við eigum að leggja
á tilfinningar vorar í þeim efn-
um eru þær, að þjóðræknin
verði ekki að þjóðardrambi. Oft
hefir það komið fyrir í sögu
mannkynsins að þjóðardrambið
hefir gert meir illt en gott, og
stundum leitt til styrjaldar.
Nú er stríðinu í Evrópu lok-
ið, en samt er langt frá því að
varanlegur friður sé tryggður.
Maður þarf ekki annað en lesa
um ágreininginn um Pólland, til-
raunir Marshall Tito að austan
og Frakka að vestan, að reyna
til að ná sér sneið úr ítalíu, og
svo blóðsúthellingarnar í Sýr-
landi og Lebanon, til þess að
sjá hvað erfitt það er stundum
að útkljá mál, án þess að grípa
til sverðsins, eða hóta að brúka
máttinn sem felst bak við það.
Þessvegna er það afar þýðingar-
mikið ef canadisku þjóðinni
heppnast að ráða fram úr vanda-
málum sínum á friðsamlegan
hátt, og án þess að skapa heift og
hatur, því þá verður fyrirmynd
hér að finna sém stjórnspeking-
ar annara landa geta tekið sér
til eftirdæmis og hliðsjónar,
bæði í innanlands og alþjóða-
málum.
Það er einmitt vegna þess að
þessi þjóð samanstendur af svo
mörgum og ólíkum stofnum og
er svo margþætt, að möguleik-
inn til víðtækra og eftirbreytnis-
verðra samtaka er svo mikill.
Þess vegna hvílir sérstök ábyrgð
og skylda á okkur öllum, og
rödd þeirrar skyldukröfu viljum
vér ekki daufheyrast við.
Við erum að tefla um meir en
framtíð Canada. Við skulum
leggja fram það bezta er við
höfum til brunns að bera, til
eflingar og velfarnaðar þessu
landi og þessari þjóð.
1 því trausti og í þeirri von
segi eg:
Lengi lifi Canada.
S. A. Friid hefir boð
inni fyrir íslenzka
blaðamenn
Norðmenn heima og erlendis
minnast frelsisins.
-f-M-
Norski blaðafulltrúinn S. A.
Friid og frú hans, buðu ritstjór-
um, útvarpsstjóra, starfsmönn-
um útvarps og blaða til mikillar
veizlu að heimili sínu í gær, en
auk íslenzku gestanna var þar
stödd frú Gerd Grieg og 17. maí
nefnd “Nordmannslaget”.
Hafði fundur þessi verið boað-
ur fyrir nokkrum dögum, en svo
einkennilega vildi til, að er gest-
irnir mættu hjá blaðafulltrúan-
um, stóðu fagnaðarlætin í Osló
sem hæst, er Ólafur konungsefni
gekk þar á land og var hylltur
af þjóð sinni, en öllu því, er fram
fór, var útvarpað. Munu öllu
meiri fagnaðarlæti vart hafa
heyrzt í útvarpið, og snart at-
höfnin öll hyern ÍJorðmann, sem
hlýddi, enda var Noregur þar að
fagna frelsi sínu.
Friid blaðafulltrúi ávarpaði
gesti sína og þakkaði þeim sam-
starf á liðnum árum og vinsemd
í garð norsku, þjóðarinnar. Vék
hann því næst að hátíðahöldun-
um 17. maí, en í stað sorgarat-
hafnar hrakinnar þjóðar, verður
nú um að ræða fagnaðar- og þakk
arhátíð þjóðar, sem heimt hefir
land sitt aftur úr heljargreipum
kúgunarafls og ofbledis, en sem
jafnframt getur glaðzt yfir
hversu giftusamlega skyldi til
takast að leikslokum um lausn
þjóðarinnar og frelsi, þótt oft
væri útlit hörmulega dapurt á
fimm þungbærum hrakningaár-
um. Norðmenn hafa á þessum ár-
um helgað sig stríði og gtarfi,
og hver og einn afrekað það, sem
mest hann hefir mátt, þótt með
öðru hafi verið en beinum vopna
burði. Er Friid blaðafulltrúi einn
af þeim mönnum, sem þar hefir
ekki legið á liði sínu í þágu mál-
staðarins og notið þar ágætrar
aðstoðar glæsilegrar konu sinn-
ar, — frú Astrid Friid. Hafa þau
hjónin jafnframt aflað sér
mikilla vinsemda 'hér á landi,
hvar sem' leiðir þeirra hafa leg-
ið, — en það er víða.
Það var létt yfir Friid blaða-
fulltrúa í gær, enda lék hann við
hvern sinn fingur í orðum og at-
höfnum. Er lokið var frásögn um
hátíðahöldin 17. maí, hlýddu
menn á útvarpsræðu Tryggve
Lie ráðherra og fulltrúa norsku
stjórnarinnar á San Francisco-
ráðstefnunni. Ræddi ráðherr-
ann afstöðu Norðmanna þar, sem
fyrst og fremst miðar að upp-
byggingarstarfi en ekki niður-
rifi. Fregnin um herlausn Dan-
merkur barst til ráðstefnunnar,
en þar áttu Norðmenn einir sæti
af hálfu Norðurlandaþjóðanna.
Vakti hún mikinn fögnuð norsku
fulltrúanna, með því að þar með
var einn áfangi farinn í þá átt,
að norræn samvinna yrði upp
tekin, sem miðar að jákvæðri
þátttöku í alþjóða samvinnu.
Verður ræða ráðherrans að öðru
leyti ekki rakin hér.
Friid blaðafulltrúi ávarpaði
því næst gesti sína, — af eigin
hálfu, frúar sinnar og frú Gerd
Grieg, — og þakkaði vegna þeirra
þremenninganna dvölina hér á
landi. Lýsti blaðafulltrúinn áhrif
um þeim, sem þau hefðu orðið
fyrir við komuna hingað og
dvölina síðar. Hér hefði verið
gott að dvelja og starfa. Þjóð-
menning íslendinga og listhneigð
væri öllum stéttum sameiginleg,
en í því fælist mikill þjóðarauð-
ur. Sambúð Islendinga og Norð-
manna hefði á árunum fyrir
stríð verið erfið á sviðum, en
samvinna myndi meiri í fram-
tíðinni. ekki sízt í fiskframleiðslu
og fisksölu, en það gæti ráðið
úrslitum um hag þjóðanna
beggja. Meðan hann hafði dval-
ið hér á landi, hefði hann kynnt
sér fornbókmenntir vorar af
kappi og bundið sérstaka tryggð
við Laxdælu. Hefði hann gengið
á Helgafell án þess að líta við,
svo sem þjóðtrúin mælir fyrir,
horft í austur og borið fram þær
óskir þrjár, að: Noregur mætti
fá frelsi, þau hjónin sjá Noreg
aftur frjálson, og að Islendingar
mættu njóta frelsis um ókomin
ár. Öll var ræða blaðafulltrúans
hin hjartnæmasta og flutt af
heilum hug, en undir hana var
tekið með norsku, níföldu húrra
hrópi.
Valtýr Stefánsson ritstjóri
þakkaði blaðafulltrúanum og frú
hans góðar móttökur, en ræddi
auk þess um sameiginleg þjóðar-
einkenni Norðmanna og Islend-
inga. Ræddi hann einnig um hið
merka starf frú Gerd Grieg,
sem kennt hefði þjóðínni að
skilja nánar og meta norska
list, en listin væri sá grundvöll-
ur, sem mótaði þjóðlífið, en
skýrði það jafnframt í túlkun
listamanna. Samhliða hefði starf
blaðafulltrúans og frúar hans
miðað að aukinni kynningu milli
þjóðanna, en á það hefði nokkuð
skort fyrr, og mætti nú ekki
niður falla. Árnaði hann þess-
um aðilum öllum heilla, landi
þeirra og þjóð, en undir þær
óskir tóku allir að íslenzkum sið
með ferföldu húrra.
FRÚ GERD GRIEG
þakkaði íslenzku þjóðinni við-
kynningu þá, sem hún hefði af
henni haft, en sem hefði verið
slík, að bezt væri lýst með orð-
um manns hennar, er mælt
hafði: Væri eg ekki Norðmað-
ur, vildi eg vera Islendingur.”
Er óþarfi að skjóta því hér inn í,
að Nordahl Grieg aflaði sér ást-
sældar íslenzku þjóðarinnar með
starfi sínu og dvöl hér á landi.
Frú Gerd Grieg gat þess enn-
fremur, að hún hefði átt þess
kost að vinna með íslenzkum
listamönnum um nokkurt skeið,
og taldi hún þá svo vel gefna,
að einstakt mætti heita. Þótt þeir
yrðu að berjast við allskonar
erfiðleika og tregar undirtektir,
ynnu þeir afrek, sem ekki mætti
gleyma eða þegja í hel. Islenzka
þjóðin virtist ekki sinna svo um
listamenn sína, sem skyldi eða
gefa þeim fullan gaum. Þetta
þyrfti að breytast. íslendingar
ættu afbragðs skáld, leiðara og
aðra listamenn, þannig að slíkt
(Frh. á bls. 8)
í Yðar Nýja Heimili Skuluð Þér Hafa
Gólf Sem eru Falleg, Hagkvæm
og Endingargóð
AsphaltTile
Eingöngu hjá
E ATO N’S
Kentile gólf gera
heimilið eins og nýtt
væri, og auðugt að
fegurð; úr því nær ó-
teljandi tegundum er
að velja; þessi gólf verða altaf sem ný, og auðvelt að halda
þeim við. Kentile má nota í hvaða herbergi sem er, og einnig
í kjallaragólf; þér losist við áhyggjurnar út af því, að hafa
ekki fengið harðviðargólf. Komið inn og litist um eftir þeim
tegundum, sem yður falla bezt í geð. Kostnaðaráætlanir
greiðlega gerðar.
Floor Coverings Section, Sixth Floor, South.
<*T. EATON C?-™
WINNIPEQ CANADA