Lögberg - 28.06.1945, Qupperneq 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945
5
\l I 4 AU ll
rVCNNA
Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON
Þegar Heitt er í Veðri
Eftir langan vetur og kalt vor
fagnar maður sumarblíðunni og
hlýjunni, en stundum vill nú
Verða all-mikið af því góða,
blessuð sólin hellir geislum sín-
um svo ríkulega yfir okkur að
okkur finst stundum nóg um.
Þá er hægt að beita ýmsum
ráðum til þess að verjast hitan-
um.
Svali í húsum.
Hafið þið tekið eftir því hvað
það er hressandi að koma inn í
sum hús? Þótt úti sé steikjandi
sólarhiti, þá hafa sumar hús-
mæður altaf lag á því að hafa
svalt og hressandi andrúmsloft
innan veggja. Á morgnana loka
þær gluggunum til þess að halda
inni svala næturloftinu og draga
fyrir gluggatjöldin til þess að
hinir heitu sólargeislar komist
ekki inn. Sumar konur taka nið-
ur hin þykku gluggatjöld og
hengja upp þunn og ljósleit tjöld;
þær sitja í geymslu hitt og annað
smádót, sem þær hafa haft til
prýðis í stofunni; það gerir hús-
verkin léttari og'stofan virðist
svalari. Stundum láta þær þykku
gólfdúkana í geymslu og láta
gólfin vera ber á sumrin, það
er líka skemtilegt að klæða stól-
ana með ljósleitu sumarefni, sem
hægt er að þvo.
Ef að þú ert svo lánsöm að
eiga “electric fan” þá getur þú
kælt loftið í stofunni ef þér ligg-
ur á. Ef þú ætlar t. d. að hafa
dálítið boð og þér finst óþægi-
lega mikill hiti inni, skaltu út-
vega þér ísstykki og láta loft-
strauminn frá tækinu leika um
það. Kalt loft er þyngra en heitt
loft, svo þú skalt hafa þetta kæl-
ingartæki þitt á háu borði eða á
skáp og vertu viss um að pannan
sé svo djúp að hún haldi vatn-
inu, þegar ísinn bráðnar.
Matarœði.
Þegar mjög heitt er, ætti fólk
að varast að borða þunga fæðu;
borða heldur mikið af ávöxtum
og grænmeti. Aðal réttinn má til-
reiða fljótlega á morgnana með-
an svalt er. Holt er að drekka
mikið, sérstaklega ávaxtasafa.
það er og þýðingarmikið að hafa
nægilegt salt í fæðunni; sumir
taka inn salt pillur þegar hiti er
mikill.
Þegar nú heitu dagarnir fara
í hönd, mun maður oft heyra
þetta: “Eg er þyrstur!” Þá er
þægilegt að hafa hitt og annað í
kæliskápnum til þess að búa til
svalandi drykki. Hægt er að
kaupa margar tegundir svala-
drykkja en þeir hafa lítið nær-
ingargildi, enda eru þeir aðallega
ætlaðir til að svala þorstanum
og hressa mann. Köld mjólk og
Ginger ale blandað til helming-
ar er ágætur drykkur, bæði nær-
andi og svalandi. Þá fer vel á
því að blanda saman ávaxtasafa
og “soft”-drykkjum. Mörgum
þykja góðir drykkir, sem búnir
eru til með því að blanda saman
“Raspberry Vinegar” og ísköldu
vatni eða soda vatni.
Kónga-skyr
Þeim fækkar nú óðum, sem
muna það að hafa þurft að sækja
eld til næsta bæjar, en aftur
munu margir kannast við að
sækja “þétta” til skyrgjörðar,
jafnvel um langan veg.
Góð skyrgjörð þykir mjög
komin undir því, að fá góðan
þétta, og var því oft falast eftir
honum þangað, sem vitað var
um ágætt skyr, þó að hægt væri
að fá allgott skyr nær.
Að sækja þétta helzt við enn,
en margir gætu sparað sér þá
fyrirhöfn með því að fá sér eitt
egg (nýtt eða geymt). — Bezt
er að hafa með því ögn af súru
skyri, jafnvel þó það sé ekki
gott; en sé þess ekki kostur, dug-
ir að hafa lögg af súrum rjóma,
eða jafnvel mjólk. Reglan er að
nota alla rauðuna úr egginu og
nokkuð af hvítunni, vel hrært og
þeytt saman við sýruspóninn á
sama hátt og venjulegan þétta.
(Eina konu vissi eg nota í mis-
gripum alla hvítuna og nokkuð
af rauðunni, en fá þó ágætt skyr,
svo að ekki virðist skipta miklu
máli, hvað eftir er skilið af egg-
inu, ef ekki þykir taka því að
nota það allt). Með þessari að-
ferð fæst skyr, sem að gæðum
stendur ekki að baki neinu öðru
skyri, sem eg hefi bragðað, og
mætti því vel nefna það “Kónga-
skyr”.
Dagur.
Hvernig Hugsa Konurnar
um Karlmennina?
Þegar hún er 5 ára hugsar
hún:
Ó, hvað það er leiðinlegt að
vera ekki drengur.
10 ára: Strákar eru frekir og
hafa bara gaman að leiðinlegum
leikföngum.
15 ára: Þeir kunna ekki að
dansa — meiri hlutinn.
16 ára: Ástin er það dásam-
legasta á jörðunni.
17 ára: Fullorðnir karlmenn
eru mest spennandi.
18 ára: Karlmenn eru allir
rosamenni.
19 ára: Aðeins einn karlmað-
ur er dásamlegur.
20 ára: Sönn ást er guðdóm-
leg.
21 árs: Hjónabandið er það
eina, sem einhvers virði er..
22 ára: Það væri- “draumur”,
að eiga lítinn son.
23 ára: Að eiginmaður og son-
ur séu dásamlegustu verur á
jarðríki.
25 ára: Allir karlmenn eru
börn.
30 ára: Að eiginmaður sé
hreint ekki nóg.
32 ára: Fæstir eiginmenn gift-
ast hinni “réttu”.
35 ára: Að viss maður hafi
ekki kvænzt réttri konu.
40 ára: Að eiginmaðurinn sé
nauðsynleg stoð fyrir hana.
45 ára: Að fá ir karlmenn séu
konum sínum algjörlega trúir.
50 ára: Að ungir menn séu
meira aðlaðandi en hinir eldri.
55 ára: Að allir karlmenn séu
þrautleiðinlegir.
60 ára: Að flestir karlmenn séu
algjörlega siðlausir.
65 ára: Að það sé notalegt að
hafa eiginmanninn nálægt sér.
70 ára: Að litli sonarsonurinn
sé yndislegur drengur.
Eftir 70 ára: Að það hafi raun-
verulega aðeins verið einn ein-
asti karlmaður, sem hún nokk-
urntíma kærði sig um ....
Vísir.
Rósherja edik.
Fylla skal krukku með fersk-
um rósberjum, þá er helt ediki
á berin, eins miklu og hægt er,
geymist svo í tíu daga. Nú er
safinn kreistur úr berjunum og
mældur. Við hvern bolla af saf-
anum skal bæta bolla af sykri,
soðið í 20 mínútur, látið í flösku
og kælt. 2 matskeiðar af þessu
sírópi í hvert glas og þau síðan
fylt með ísvatni eða sódavatni,
petta er hinn ljúffengasti drykk-
ur.
“Pep” drykkur.
1 glas orange safi.
1 eggjarauða.
1 matskeið hunang
3 matskeiðar rjómi.
Þeytið saman safanum, rauð-
unni og hunanginu; bætið í rjóm1
anum og þeytið aftur og kælið
vel. Þetta er ágætur drykkur fyr-
ir sjúkling.
M I N N I N G
Kristín Þorsteinsdóttir Hinrikson
Hér er merkrar konu að minn-
ast og mikillar landnámskonu
og vildi eg gera tilraun til þess,
þó eg finni að eg er þess ekki
megnugur, að gera það eins og
vert væri. Þýðir ekki að bera
fram afsakanir fyrir því. En mér
finnst, að þegar hinir ágætu ís-
lenzku landnámsmenn og konur
falla frá, eftir að hafa unnið ó-
trúlega stórt dagsverk og þarft
og við sem eftir lifum minn-
umst þeirra að engu, þá kom-
ustum við óþægilega nærri þeirri
hugsun, sem vakað mun hafa
fyrir forfeðrum vorum, þegar
þeir brugðu mönnum um að
frændur þeirra lægju óbættir
hjá garði.
Frú Kristín Þorsteinsdóttir
Hinrikson, var fædd 29. marz,
1861. Voru foreldrar hennar Þor-
steinn Jónsson í Haugshúsum á
Álftanesi í Gullbringusýslu og
kona hans, Kristín Guðmunds-
dóttir, Jakobssonar frá Húsafelli
og er hún því af hinni merku og
velkunnu Húsafellsætt, sem kend
er við séra Snorra, sem þar varð
prestur 1757. En þó hann væri
þá 47 ára að aldri, var hann þar
þó prestur langa hríð, því hann
varð maður fjörgamall og hélt
andlegum og líkamlegum kröft-
um til mjög hárrar elli. Hann
var hreystimaður með afbrigð-
um og fjölhæfur á marga lund,
enda hafa myndast um hann
margar þjóðsögur, sem að sjálf-
sögðu eru ekki allar ábyggileg-
ar eða sannsögulegar. Þessi ætt
er nú fjölmenn og þykja góðar
gáfur og mikill ættarþróttur hafa
haldist þar vel við, og má óhætt
fullyrða, að þar hefir frú Kristín
ekki orðið afskekt.
Þjóðkunnastur maður af þeirri
ætt mun nú vera hinn mikli
fræðaþulur og ágæti rithöfund-
ur, Kristleifur Þorsteinsson
bóndi á Stóra-Kroppi í Borgar-
firði, sem flestir Vestur-fslend-
ingar munu kannast vel við.
Um föðurætt frú Kristínar er
mér ókunnugt, en nánustu föður-
frændur voru á Álftanesi þar
sem hún er fædd og þar sem
hún ólst upp á góðu og vel stæðu
heimili foreldra sinna og hlaut
vafalaust gott uppeldi að þeirrar
tíðar sið.
Hún giftist 4. júlí 1887, Magn-
úsi Hinrikson; dó hann nokkru
fyr en kona hans og mintist eg
hans á sínum tíma að nokkru.
Viku eftir brúðkaupið lögðu
ungu hjónin af stað til Canada
og komu til Winnipeg 11. ágúst.
Ekki munu þau hafa dvalið lengi
í Winnipeg, en fóru fljótlega til
hinnar svokölluðu ^ingvalla-
bygðar í Saskatchewan fylki.
Árið 1891 byrjuðu þau bú-
skap á heimilisréttarlandi sínu
þar í bygðinni og stunduðu bú-
skap altaf eftir það, meðan heilsa
og kraftar leyfðu, ekki altaf á
sama stað, en altaf í sömu bygð-
inni.
“Vænt er að kunna vel að búa,”
segir í gömlu ljóði og kom brátt
í ljós að þessi hjón kunnu það
mæta vel, því svo heppnaðist
þeim vel búskapurinn, að með
afbrygðum má teljast. Magnús
Hinrikson var ágætur búmaður,
en með sannindum má segja,
að húsfreyjjan átti sinn fulla
þátt í því hvað vel gekk, enda
duldist hinum hyggna og sann-
gjarna manni það ekki og viður-
kendi það fúslega og fyllilega.
Það leið ekki á mjög löngu eftir
að búskapurinn var hafinn, að
þau höfðu komið sér upp góð-
um byggingum fyrir heimilis-
fólkið og búpeninginn og fyrir
búsafurðir, jafnframt því að
hundruðum ekra af óræktuðu
landi var breytt í vélræktaða
akra, sem gáfu af sér ágætt
hveiti og aðrar nytjajurtir fyrir
menn og skepnur. Mikið dags-
verk og þarft.
Hjón þessi eignuðust þrjár
dætur og eru þær hér taldar,
eftir aldursröð: Ingibjörg Þóra
(Mrs. Olson), fædd 12. sept. 1888;
Jórunn (Mrs. W. J. Lindal),
fædd 9. febr. 1895, dáin 1. nóv.
1941 og Elín Kristín (Mrs. J.
Markússon), fædd 19. júní 1903.
Allar þessar systur voru mjög
efnilegar og vel gefnar og hlutu
ágætt uppeldi og góða menntun
og hafa allar reynst ágætlega.
Þær Mrs. Olson og Mrs. Markús-
son hafa jafnan átt heima í
Þingvallabygð og eru þar enn.
Mrs. Lindal gekk menntaveginn,
útskrifaðist frá háskóla Manitoba
fylkis á unga aldri, með lofs-
verðum vitnisburði og sömuleiðis
frá Lagaskóla sama fylkis. Stund
aði hún lagastörf nokkur ár með
manni sínum, W. J. Lindal dóm-
ara, en hætti því svo og fór að
taka mikinh og öflugan þátt í
ýmsum félagsmálum, sem á einn
eða annan hátt miðuðu að því
að efla andlegan þroska, heill
og hag fólksins. Ferðaðist hún
mikið og víða um landið á veg-
um stjórnarinnar í þeim erind-
um. Þetta var ekki launuð staða,
en aðeins beinn tilkostnaður
greiddur af stjórninni. Efast víst
enginn um, að þessi starfsemi
Mrs. Lindal hafi orðið til mikils
gagns og óhætt má fullyrða, að
engin íslenzk kona hafi enn orð-
ið eins mikið og vel þekt í Can-
ada, eins og Mrs. Lindal. Eg
kyntist henni strax, þegar hún
á ungum aldri kom til Winnipeg
til háskólanáms, og mér fannst
þá að eg hefði aldrei kynnst
stúlku á hennar aldri, sem eins
miklum andlegum þroska og
skilningi hefði náð. Sama get eg
enn sagt. Þetta er kannske útúr-
dúr. Eg ætlaði ekki að skrifa um
Mrs. Lindal, heldur móður henn-
ar, en enn er það jafnrétt og
áður, að eplið fellur ekki langt
frá eikinni.
Eg held ekki að frú Hinrikson
hafi tekið mikinn virkan þátt í
félagsmálum bygðar sinnar, þó
þau hjón væru löngum til mikill-
ar styrktar öllum framfaramál-
um í sínu nágrenni og víðar. En
hún var ágæt eiginkona, móðir
og húsmóðir, og lét sér einkar
annt um að öllum á sínu heimili
liði vel, heimafólki og gestum
og stóð á allan hátt prýðilega í
sinni stöðu. Hún var lánskona
og naut ávaxtanna af löngu og
dáðríku æfistarfi með fjölskyldu
sinni og öðrum vinum.
Hún dó að heimili dóttur sinn-
ar, Mrs. Olson, 26. febrúar 1943.
og var lögð til hvíldar í grafreit
bygðar sinnar við hlið síns ágæta
eiginmanns, sem hún hafði átt
svo langa og ánægjulega sam-
leið með.
Þessi minningarorð vildi eg
enda með tveimur ljóðlínum eft-
ir Einar Benediktsson, sem hann
kvað eftir aðra konu, en sem hér
eiga líka vel við:
“Dygð og trygð þitt dæmi kenni
dána, þú varst íslenzk kona”.
F. J.
Fjölsótt og Falleg Hátíð
Lýðveldishútíðin, sem fram fór
á Hna^usum. laugardaginn þann
16. þ. m., var afarfjölsótt og um
alt hin virðulegasta; að morgni,
og fram yfir hádegi var svalviðri
nokkurt, en úr því tók að hlýna,
og er að kvöldi leið var komin
einmuna blíða, yndisleg til úti-
vistar og hollrar styrkingar bæði
líkama og sál; mesta aðdráttar-
afl áminstrar hátíðar, var vafa-
laust Dr. Stefán Einarsson hinn
víðkunni fræðimaður frá Balti-
more, er mælti fyrir minni ís-
lands; ræða hans, sem teljast má
að öllu hin gagnmerkasta, hefir
þegar verið birt í vikublöðunum,
en um hitt mun hátíðargestum
eigi hafa þótt minna um vert,
hve framganga ræðumanns var
ljúf og aðlaðandi.
Hátíðinni stýrði Valdi Jó-
hannesson bóndi í Víðisbygð af
hinni mestu rögg; erindi hans
hefði að vísu mátt vera nokkru
styttra, en hvað sem er um það,
munu margir verða honum
þakklátir fyrir örvandi ummæli
hans í garð hins fyrirhugaða
kenslustóls í íslenzku og íslenzk-
um fræðum við Manitobahá-
skólann.
Ræður þeirra Schultz ráð-
herra, Lindals dómara og Miss
Stefaníu Sigurðsson, hittu allar
vel í mark, og höfðu ákveðið á-
hrifagildi, en kvæði þeirra Gutt-
orms og Ragnars, voru drjúgum
betri en alment tíðkast um sam-
komuljóð.
Fjallkonan, Mrs. Eiríksson,
táknræn ímynd fslands, las ást-
arjátningu sína til íslenzks þjóð-
ernis skýrt og skörulega, og hið
sama má segja um Sollu Lifman,
er táknaði Canada og canadiskt
þjóðlíf; var í báðum tilfellum
að ræða um glæsilega fulltrúa
vestur-íslenzkrar kvenþjóðar.
Allfjölmercnur söngflokkur
blandaðra radda, undir forustu
Jóhannesar Pálssonar fiðluleik-
ara, skemti með fjölda íslenzkra
uppáhaldslaga, er yfir höfuð
tókust hið bezta; við hljóðfærið
var systir söngstjórans, frú Lilja
Martin.
Samfagnaðarskeyti bárust há-
tíðarnefndinni frá Dr. Richard
Beck forseta Þjóðræknisfélags-
ins, og Hon. J. T. Thorson dóms-
íorseta, fyrrum þingmanns Sel-
kirk-kjördæmis.
Fyrirtaks máltíðir voru fram-
reiddar á sumarheimili barna í
grend við hátíðarstaðinn, auk
annara hressinga, er á taktein-
um voru í hinum venjulegu sölu-
skálum.
Metið skal það og þakkað að
verðugu, að Mr. Arni Arnason,
forstjóri við bíladeild T. Eaton
félagsins, lagði til úrvals bíl fyr-
ir Dr. Stefán Einarsson, Gísla
Jónsson, Einar P. Jónsson og frú,
til Hnausafararinnar, og var bíl-
stjórinn ekki valinn af verri end-
anum, þar sem Mr. Gunnar
Thorlakson átti í hlut; ferðin
var um alt hin ánægjulegasta,
og dvölin á Iðavöllum var það
vitanlega ekki síður.
Innköllunarmenn LÖGBERGS
Amaranth, Man..............B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak. ............B. S. Thorvarðson
Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man..................... M. Einarsson
Baldur, Man..................... O. Anderson
Bantry, N. Dak........... Einar J. Breiðfjörð
Bellingham, Wash........... Árni Símonarson
Blaine, Wash............... Árni Símonarson
Cavalier, N. Dak. B. S. Thorvarðson
Cypress River, Man........... O. Anderson
Dafoe, Sask. ...............
Edinburg, N. Dak ........... Páll B. Olafson
Elfros, Sask............ Mrs. J. H. Goodman
Garðar, N. Dak............ Páll B. Olafson
Gerald, Sask................... C. Paulson
Geysir, Man............. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man..................... O. N. Kárdal
Glenboro, Man ................ O. Anderson
Hallson, N. Dak............. Páll B. Olafson
Hnausa, Man.............K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man. .............. O. N. Kárdal
Ivanhoe, Minn. ............ Miss P. Bárdal
Langruth, Man............ John Valdimarson
Leslie, Sask................... Jón Ólafsson
Kandahar, Sask. ..........
Lundar, Man.................... Dan. Lindal
Minneota, Minn. Miss P. Bárdal
Mountain, N. Dak. .......... Páll B. Olafson
Mozart, Sask...............
Otto, Man. .................... Dan. Lindal
Point Roberts, Wash. ..... S. J. Mýrdal
Reykjavík, Man. .............. Árni Paulson
Riverton, Man. ......... K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash.................. J. J. Middal
Selkirk, Man. ............... S. W. Nordal
Tantallon, Sask............. J. Kr. Johnson
Upham, N. Dak. Einar J. Breiðfjörð
Víðir, Man. ........... K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. .......... Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man. ......... O. N. Kárdal
Wynyard, Sask..............
Heimsstyrjöldinni enn eigi lokið
Styðjið Rauða Krossinn og aðrar mannúðarstofnanir
af ráði og dáð. Látið ykkar hlut ekki feitir liggja.
Is a Good Motto for these work filled days.
This space contributed hy
DREWRYS
LI/YiTPD