Lögberg


Lögberg - 28.06.1945, Qupperneq 7

Lögberg - 28.06.1945, Qupperneq 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945 7 Grátitlingurinn Eg kom heim af dýraveiðum og gekk eftir trjágarðinum í ald- ingarði mínum. Hundurinn minn hljóp á undan mér. Allt í einu hægði hann á sér og læddist gætilega áfram, eins og hann yrði var við veiði fram undan sér. Eg horfði fram eftir trjágang- inum og kom auga á grátittiings unga með gult nefið og úfið fið- ur á kollinum. Hann hafði dott- ið úr hreiðrinu (Stormurinn hristi og skók birkitrén í garð- inum.) og sat nú og baðaði ráða- laus út litlu vængjunum sínum. Tresor færði sig nær honum í vígahug. Þá steyptist allt í einu gamall grátittlingur, svartur á brihgunni, niður úr næsta tré og datt eins og steinn rétt fyrir framan hundskjaftinn. Með ýfð- ar fjaðrir, frá sér numinn, titr- andi og tístandi, hoppaði hann tvisvar fram mót þessu opna gini, er var sett svo hvössum tönnum, með hugrekki því, er örvæntingin gefur. Hann hafði steypt sér niður til að frelsa ungann sinn og ætl- aði að vera honum hlífðárskjöld- ur. En allur litli kroppurinn titr- aði af hræðslu. Hann tísti aum- lega. í dauðans angist fórnaði hann sjálfum sér. Hvílík voðaleg ófreskja hlaut hundurinn að hafa verið í hans augum. Og þó hafði hann ekki getað setið kyrr, þar sem hann var óhultur á grein sinni. Vald, Bréf dalbúans -H-f Til ritstjóra Lögbergs. Bestu þökk fyrir síðast, og öll Lögberg, sem þú hefur sent mér hingað, sem eg óska í hvert skifti og eg fæ blaðið, að það væri helmingi stærra, — og meira en það. Maður ergist nú yfir allri pólitíkinni, en svo þarf maður að vita um allar hliðar stjórn- málanna, áður en kosið er, og setja á sig öll fögru loforðin flokkanna. Hér er mjög mikill hörgull á íslenzku og þess vegna er hvert orð dýrmætt, sem hing- að flyzt. Ef þú værir kominn hér þá skyldi eg leiða þig upp á ofurhátt fjall, og sýna þér ofan í alla dalina, þvers og endilangt, með fossum og lækjum og ám og stöðuvötnum. En eg verð að sækja þig austur, fyrst, og svo skal eg nú sýna þér þennan dal fyrst. Fjöldi ferðamanna, sem fara vestur að hafi þekkja Kam- loops bæinn, er telur 8000 manns að mér er sagt. íbúarnir eru af ýmsu tagi, eins og víðast hvai gerist hér í B.C., en fæstir eru þó íslendingar, því að ekki veit eg til að hér séu fleiri en sjö mannslíf af íslenzku bergi brotn- ir. Er það ekki undarlegt að svo fáir landar séu hér í fjalladölun- um, og dásamlegu veðurblíðunni sem hér er. Já, líttu yfir bæinn, frá sjónarhólnum yfir bænum. Þarna sérðu báðar Tomson árn- ar, og sjáðu, þær koma saman rétt fyrir miðjum bænum, nú í stór vexti, eftir hitann, sem hef- ur verið hér í heila viku. Það er varla von að jöklar þoli þann hita, 75—95 gráður í skugganum. Líttu á norðurbæinn og löngu brúna yfir North Tomson ána. Sjáðu fallega norðurbæinn, sem telur 3000 manns, allt eru það smáhýsi, og íbúðir, nema ein búð og pósthúsið. Sjáðu gripa- hjörðina, sem rekin er norður í gegn um bæinn, alt Herdford kýr og kálfar. Sjáðu ávaxta tré- in við nálega hvert hús, og sjáðu Indíánaþorpið, fyrir austan Tom- son ána, fast við Paul Mountain, þar meðfram liggur góð akbraut sem var viljanum voldugra, hafði knúið hann til að fljúga ofan. Tresor stóð kyrr, hopaði lítið eitt aftur á bak. Það sýndist eins og hann lyti líka því sama valdi. Eg varð hrifinn og flýtti mér að kalla á hundinn — og fór leiðar minnar með helgri lotn- ingu í huga mínum. Já, hlæið ekki! Eg bar sannar- lega lotningu fyrir þessum litla hetjufugli og fyrir kærleiksverki hans. Eg fann, að kærleikurinn sigr- ar bæði dauðann og dauðans angist. Kærleikurinn einn er viðhald alls lífs. Orðasafn. grátittlingur — sparrow dýraveiðar — hunting, shooting aldingarður — orchard læddist — sneaked, stole gætilega — cautiously trjágöng — avenue af trees úfið fiður — ruffled feathers ráðalaus — puzzled, helpless vígahug — in a hunting mood hugrekki — courage örvænting — despair hlífðarskjöldur — shieldxof defence angist — anguish, terror fórnaði — sacrificed voðaleg ófreskja — terrible monster óhultur — safe voldugra — more powerful lotning — reverence kærleiksverk — deed of love til Paul Lake, hvar fólkið baðar sig í sólskini og veiðir silung á öngla, sólkskin segi eg, já, bless- aður vertu. Eg er núbúinn að vera hér síðan 18. apríl í vor, og það hefur altaf verið sólskin,' nema svo sem 3 daga, og ekki rignt nema tvisvar, og það lítið í hvort skipti, og hiti vanaleg- ast 40—50 gróður á morgnana, og 65—75 gráður á daginn, nema þessa s. 1. viku, þá var hitinn, 85—95 gráður. Já, við vorum við Paul Lake, sjáðu Pine tréin í brekkunum, 100 feta há, og smækka svo aftur, og efst á toppum þessara fjalla eru líka Pine tré. Komdu svo með mér til Rineriton Vatnsins, er hér ekki fagurt, líðandi halli að vatninu, iðgræn brekkan með strjálum hrikaháum trjám, og inn á milli trjánna eru snotrir sumarbústaðir bygðir úr bjálk- um. Sjáðu bátana á vatninu seytján að tölu, þeir eru að draga silung. Og líttu á, hann er alveg eins og íslenzkur urriði, og rauður á fiskin eins og meyjar varir. Sjáðu til, þarna er gripa- hjörð Indíánanna, og má þar sjá afbragðs kynblendinga, svarta, gráa, rauða, bröndótta og húf- ótta. Mér er sagt að Indíánar hér séu góðir vinnumenn hjá' öðrum, þeir eru líka ólíkir okk- ar Indíánum að vallarsýn, stutt- ír, þéttir, og kringluleitir. Heima hjá sjálfum sér, munu þeir þó slá slöku við, eða svo líta þeirra heimili út, hafa þeir þó góða að- stöðu hér, á sléttum völlum, undir Paul Montain og Mount Peter. Og hérna, sjáðu kinda- hjörðina, sem þarna fer, fram- hjá húsinu okkar, ekki færri en 500 fjár, og þrír menn ríðandi og þrír hundar. Þetta getur maður séð oft, bæði gripa- og sauða- hjarðir, reknar á nýtt haglendi. Ekki svo að skilja að þetta muni ekki sjást austan fjallanna, því að fátt jafnast á við frjómagn sléttunnar okkar austurfrá, ef hún hefði sömu veðurskilyrði og hér er. Fjöllin í sjálfu sér, eru bara fjöll, og aðallega fyrir aug- að, því að horaður yrði sá er lengi sæti á þeim, samanber Nokkrum klukkutímum eftir að brezkar hersveitir lentu á Ramree eyju í janúar síðastliðnum,- sóttu hermenn úr tuttug- asta og sjötta indverkskahernum fram á eynni. Flotinn hélt uppi skothríð á óvinina, meðan brezkar hersveitir sóttu fram í áttina til Kyaukpyu og flugvallarins. Myndin sýnir menn úr tuttugasta og sjötta indverska hernum vera að koma skriðdreka á réttan kjöl. kvæðið eftir Guttorm, “Atlantic” Mér er nú sagt að þetta hér séu ekki beint fjöll, — ekki á móti fjöllunum nær ströndinni, en þau eru nógu há fyrir mig, og græn og falleg eru þau á vorin, og björgulegri, svo sem hagbeit fyrir fé og fjallageitur, og fjalla- fé, og sagt er mér að bændur úti í dölunum hafi nóg kjöt þannig, að skjóta fjall hrúta og Moose- dýr, og svo má sumstaðar fá nóg hunang frá viltum huriangs- flugum. Þétta hefur mér nú verið sagt, en um sönnur á því veit eg ekki. í öllum löndum er pottur brot- inn, segir máltækið, og svo mun vera hér. Sumum finst of heitt hér í júlí og ágúst, og of þurka samt. Við t. d. sjáum skúri yfir fjöllunum, og eins heyrir maður í útvarpinu, að stöðugt rigni í Vnacouver, og á meðan er hér sól og hiti. Hér er líka Rattle snaikes, sem sumir hræðast, en eg held að þær séu ekki ótta- legar, nema ef stigið er á þær eða þá ertar. Einn sunnudag ók- ■um við út, að sjá tæringarhælið,’ sem er hér 12 mílur norður í dalnum, staðurinn heitir Trans- mall, þar eru miklar og fagrar byggingar, og stendur hælið und- ir fjalli, og fast við North Tom- son ána. Á leiðinni þangað drap tengdasonur minn eina þessa slöngu, en svo vildi til að slanga þessi skreið yfir veginn, og eg sem aldrei hafði séð skordýr þetta, langaði til að skoða það, rétt í þessu kemur maður þar að, með krókstaf í hendi, og er mesta óðagot á honum, og hróp- ar, ef það er Rattle sniake, þá drepið þið hann, eg borga $5.00 til höfuðs henni. Eins og eg hefi sagt nú þegar, drap Lourence tengdasonur minn slönguna og fékk fimm dali fyrir, okkur fanst nú þetta létt teknir peningar, og atvikið bara “sport”. Maður þessi kvaðst verða að halda slöngum út frá aldina farminum, af því að sumt verka- fólkið væri svo hrætt við slöng- ur. Hann sagðist hafa borgað þessa upphæð fyrir að drepa 'slöngur á sínum farmi í 8 ár, og þetta væri fjórða slangan, sem harr.n hefði bdrgað fytrir, svo ekki er að sjá að slöngur þessar séu mjög margar, en þær halda sig uppi í fjöllum og þar er þeirra helgi reitur, þar sem sólin skín heitast. Þessi slanga, sem eg var að tala um, var bara lítið kvik- indi, og hringaði sig ekki upp til að bíta, en stórar þótti mér tennurnar í henni, svo litlu kvikindi. Já, eg vil geta þess, að hér koma háir herrar á sumr- in, bæði frá Bandaríkjunum og Canada, til að fiska, og viðra sig uppi í fjöllunum. Eftir kort- inu að dæma, þá eru hér 50 stöðuvötn, stór og smá, í dölun- um umhverfis Kamloops, og öll gefa þau silung. Ókanagan dalur inn er um 60 mílur hér suðaust- ur, og þar nálægt ætla eg mér að leita fiskjar næsta sunnudag. Og næsta mánudag, ætla eg mér að ganga að kosningaborðinu og styðja minn flokk til sigurs og valda. Þá verður þú herra rit- stjóri orðinn þreyttur og sifjaður eftir alt kosningabraskið, og ef- laust ófær til að lesa þetta ó- merkilega tilskrif frá mér. Þinn einlægur. Kristján Ólafsson, frá Hábæ. Fróðlegar bœkur •m Hugannir, eftir Guðmund Finnbogason. ísafoldarprentsmiðja 1943. Úr býgðum Borgarfjarðar, eftir Kristleif Þorsteinsson Isafoldarprentsmiðja 1944. Snemma á þessu vori sýndi ísafoldarprentsmiðja mér þann sóma, að senda mér ofangreind- ar bækur, báðar í prýðilegu bandi. Eg þakka fyrir það. Huganir Dr. Guðmundar Finn- bogasonar innihalda þrjátíu rit- gerðir höfundar auk formála. Einnig ritskrá G. F., eftir Finn Sigmundsson. Margar af ritgerð- um þessum hafa komið út hér í vestur-íslenzku blöðunum, sum- ar ekki, svo eg viti; en áreiðan- lega hefir margur ánægju af að lesa Dr. G. F., bæði að fornu og nýju jafnvel þó maður hafi les- ið það áður, líka það, sem mað- ur kann að einhverju leyti að sjá í öðru ljósi en hann. Dr. G. F. átti viðfeðminn sjóndeildar- hring, feikn af fróðleik, ljósþrá. Hann vill sækja ljós sannleik- ans í allar áttir. Honum tekst að leiða geisla inn á ýms, jafn- vel óvenjuleg svið og óvíða verð- ur maður fyrir vonbrigðum. Skáldskaparhneigð höfundar og fræðimennska, haldast í hendur í mörgum þessum ritgerðum og gera lesturinn aðlaðandi. Menn- ina athugar hann bæði með dýpt hugsana og samúð. Þessar ritgerðir ryfjuðu upp fyrir mér minningar um Dr. Guðmund Finnbogason sjálfan eins og eg sá hann og heyrði, í fyrsta og síðasta sinn hér 1 Leslie, vorið 1916, er hann heim- sótti okkur hér vestra á vegum íslenzka lúterska kirkjufélagsins, en það fékk hann hingað vest- ur, sem tilraun til viðhalds ís- lenzku þjóðerni. Það var uppi fjöður og fit á okkur öllum hér um slóðir, þeim er uppaldir voru á íslandi, er við heyrðum um komu hans. Og við urðum ekki fyrir neinum vonbrigðum. Alt andrúmsloft samkomusalsins, þetta kvöld, virtist sérstaklega ilmandi ís- lenzkt. Öll framkoma lærða mannsins frá íslandi var drengi- leg og hispurslaus. Eg tók eftir því, að hann rétti bróðurlega hendi, hverjum þeim, sem hann var kyntur fyrir. “Landið mitt er lítið land, en það er fallegt Húsabyggingar? CITY HYDRO LJÓSA OG ORKUSAMBOND fáanleg á öllum stöðum í Winnipegborg. Símið 848 124 vegna frekari upplýsinga. CITY HYDRO ER YÐAR EIGN — NOTIÐ ÞAÐ! land”, heyrði eg hann segja við tvo roskna bændur, sem hann átti tal við niður í salnum. Tvent man eg úr ræðu hans upp á pall- inum, auk nokkurra gamanyrða og ýmislegs er fjallaði beint um erindi hans. Það er þetta: “Hvort Hallgerður, Guðrún Ósvifurs- dóttir, Berbþóra eða nokkrar aðrar konur, góðar konur eða vondar konur, kæmu hér inn í kvöld þá gætu þær skilið mál okkar hér.” I öðru sambandi nefndi hann “Meistarann”. “Hann er trúmaður”, sagði eg við grannkonu mína, er við stóð- um upp. “Því brá fyrir hjá honum,” svaraði hún. Mér gengur mikið betur að átta mig á sumum ritgerðunum í Huganir af því eg sá og heyrði Kofund þeirra, þessa einu kvöld- stund á samkomunni hér í Leslie. Eg er viss um að mörgum mundi verða bæði gagn og ánægja að lesa ritgerðir Dr. Guðmundar Finnbogasonar í téðri bók hans. Hin bókin, Úr bygðum Borg- arfjarðar, eftir Kristleif Þor- steinsson, er einnig eftir þektan rithöfund. Sé eg í íslandsblöðum að Kristleifur er talinn “einhver athafnasamasti fræðimaðurinn í alþýðustétt þeirra er nú lifa”. Svo sem kunnugt er hér, hafa mörg fróðleiks og fréttabréf komið frá þessum höfundi, til vestur-íslenzku blaðanna um all- mörg undanfarin ár. Veit eg af mörgum, sem hafa lesið þau bréf með athygli og fögnuði yfir því, að hafa fengið svo greinagóðar fréttir “að heiman”. Persónulega hefi eg ekki sint mikið um lestur þessara frétta- bréfa af því þau voru af slóðum mér ókunnum, en þegar eg sá umrædda bók, þá knúði hún mig til lesturs. Þessi bók Kristleifs Þorsteinssonar, er hin mesta ger- semi bæði að fróðleik og fram- setningu. Mér virðist hver lína bera vott um einlægni höfundar, að segja rétt frá, því bókin er skrifuð í stranglega sögulegu ljósi. Jafnvel fyrir mann eins og mig, sem aldrei hefi komið til Borgarfjarðar, er bókin bæði upplýsandi og skemtileg. Mynd af höfundi er fyrst í bókinni, eins og hann er nú. Er það vel til fallið. Bæði er gaman að sjá myndir þeirra er rita, svo er höfundur fjórði maður frá séra Snorra á Húsafelli, en við hann kannast margir. Hefir .maður heyrt talað um aflraunir hans og er mynd af aflraunasteinunum líka í bókinni. Nú er það í sjálfu sér vitanlega engin meðmæli fyr- ir kennimann þó hann sé líkam- lega sterkur, þó lengst af munu börn þessarar jarðar dá líkam- legt atgervi, en lesi maður þessa bók með athygli, þá sér maður að þetta fólk, sem hér um ræðir hefir átt andlegan mátt og göfug- mensku í stórum stíl, svo sem og margt annara manna og kvenna, sem sagt er frá í þessari bók. Eitt merki þess að ræktarsemin heldur áfram, er það að sonur höfundarins tekur sér fyrir hend ur að safna saman ritverkum föður síns og stuðlar að því að þau komist á framfæri í heild. “Það er fleira ætt en feitt kjöt”, segir málshátturinn. Það er líka fleira ekta en gullið eitt. Margar myndir eru í bókinni, bæði af mönnum og stöðum, all- ar gerðar af mikilli vandvirkni I frásögn höfundar er að finna mikinn kærleika til umhverfis þess er bar hann. sem og til sam-. ferðamannanna og lífsins í heild. Lýsingar hans af öllu þessu, eru bæði skýrar og viðfeldnar. Mál- ið er einkar fallegt, þróttmikið og látlaust. Meðal annars fróð- leiks eru ættir nokkuð raktar, mun einhverujm verða ánægja að, að lesa um, að með þeim tengslum nær höfundur alla leið til Eggerts Ólafssonar og brúð- kaupsveizlu hans og þess máls er sá merki maður flutti þar. Bygt er þar á sögu nánustu ætt- menna höfundar en einn þeirra var í veizlunni. Eg skil ekki annað en að fjöldi manna hér vestra, einkum vita- skuld fullorðna fólkið, hafi stór- mikla ánægju af að lesa þessa bók. Og mér finnst að allir Borg- firðingar hljóti að vilja ekki ein- ungis lesa hana, heldur og eiga hana líka. Svo getur vel orðið um fleiri. Með öllum heillaóskum til hins mikilsvirta, aldraða höfundar og endurteknu þakklæti til þeirra er sendu mér þessi rit, enda eg svo þessar línur. Leslie, Sask., í júní 1945. Rannveig K. G. Sigbjörnsson. Brezkir hermenn i frumskógum Burma.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.