Lögberg - 28.06.1945, Blaðsíða 8
8
Úr borg og bygð
íslendingadagsnefnd, sem heit-
ir Félag íslendinga í Vancouver,
B.C., Bellingham, Pt. Roberts, og
Blaine, Wash., og er nú að undir-
búa skemtiskrá fyrir þjóðminn-
ingarhátíðina, við Friðarbogann
29. júlí í sumar, og verður hún
send íslenzku blöðunum til birt-
ingar bráðlega. Aðal ræðumaður
verður próf. Sveinbjörn Johnson
frá Chicago, einnig flytur próf.
Johnson fyrirlestur við Kennara-
skólann í Bellingham, við há-
skólann í Vancouver, B.C. og við
háskóla Washington ríkis í
Seattle, og hafa Seattle íslend-
ingar framkvæmdir um það í
Seattle.
•
Sunnudaginn 10. júní fór fram
gifting í kirkju Glenboro safnað-
ar þar sem ungfrú Verna Frede-
rickson, dóttir Mr. Friðriks
Fredericksonar kaupmanns og
konu hans Þóru Sigurðardóttur,
gekk að eiga flugmanninn How-
ard Moore Wilton, son þeirra
Mr. og Mrs. A. H. Wilton í
Glenboro. Faðir brúðgumans er
hveitikaupmaður fyrir korn-
verzlun bænda í Glenboro og ná-
grenni. Brúðguminn er einn af
þeim flugmönnum, sem borið
hafa gæfu til þess að koma heim
eftir að hafa lokið sínu ákveðna
starfsflugi í Evrópu stríðinu.
Ríkmannleg veizla var að gift-
ingunni lokinni, setin í samkomu
sal kirkjunnar, þar sem ættingj-
ar og vinir nutu myndarskapar
og risnu foreldra brúðarinnar,
samkvæmt íslenzkum erfðum
og höfðingslund. Hin ungu hjón
fóru brúðkaupsför vestur til
Banff og annarra fegurra staða,
en er þau koma heim mun brúð-
guminn gjörast hveitikaupmað-
ur fyrir kdrnkaupfélag bænda
hér í Manitoba. Séra E. H. Fáfnis
gifti.
Þann 30. maí 1945, voru gefin
saman á heimili brúðarinnar þau
Björg Elizabet Hallgrímsson og
Henri Joseph Grenier. Brúðurin
er dóttir þeirra hjónanna Þor-
steins og Valgerðar Hallgríms-
son, sem búa stórbúi í norðvest-
anverðri Brúarbygðinni. Brúð-
guminn er af frönskum ættum
og landnemi frá St. Albert, Al-
berta. Hann er starfsmaður í
fótgönguliðssveit Canada hersins
og sem stendur er settur í Win-
nipeg. Að giftingunni afstaðinni
sátu ættingjar og vinir afar mynd
arlega brúðkaupsveizlu, þar sem
ekkert skorti á íslenzka risnu og
myndarskap.
Hin ungu hjón tóku sér brúð-
kaupsferð austur, en að henni
endaðri mun framtíðarheimili
þeirra vera í Winnipeg. Séra E.
H. Fáfnis gifti.
•
Laugardaginn 16. júní s. 1.
voru gift í kirkjunni í Glenboro,
þau ungfrú Constance Elizabeth
Hallgrímson og Orbery Charles
McGiffin. Brúðurin er dóttir
þeirra hjónanna Hallgríms B.
Hallgrímssonar óðalsbónda er
býr nokkrar mílur norður af
Glenboro og konu hans Láru.
Brúðguminn er sonur þeirra Mr.
og Mrs. O. McGiffin ^Dankastjóra
í Ashern, Man. Á heimili þeirra
Mr. og Mrs. H. Freeman í Glen-
boro var svo brúðkaupsveizlan
haldin. Skorti þar ekkert á risnu
og íslenzka gestrisni, því vinar-
heimilið og myndarskapur Hall-
grímssons hjónanna, sem til
veizlunnar buðu er alkunn meðal
fólksins í sveitinni. Að veizlunni
afstaðinni tóku ungu hjónin sér
skemtiför austur í land, en er
heim kemur setjast þau að í
Warren, Man. þar sem brúð-
guminn vinnur. Séra E. H.
Fáfnis gifti.
Ásmundur Guðmundsson próf.
í guðfræði við háskóla íslands,
flytur erindi um ísland og ís-
lenzka þjóðmenning í lútersku
kirkjunni á Gimli á mánudags-
Messuboð
Fyrsta lúterska kirkja
Séra Valdimar J. Eylands.
Sími 29 017.
Guðsþjónustur á sunnudögum.
Kl. 11 f. h. á ensku.
Kl. 12.15 sunnudagaskóli.
Kl. 7 e. h. á íslenzku.
Söngæfingar:
Yngri söngflokkurinn á fimtu-
dögum kl. 8.
Eldri söngflokkurinn á föstu-
dögum kl. 8.
•
Guðsþjónustur við Churchbridge
í júlí-mánuði.
í Winnipegosis þann 1., þann
8. ensk messa í Concordiakirkju.
Þann 15. í Lögbergssöfnuði kl.
2 e. h. Þann 22. í Þingvallakirkju.
Þann 29. í Concordia kirkju.
S. S. C.
•
Séra B. Theo. Sigurðsson flyt-
ur íslenzka guðsþjónustu á Lang-
ruth, sunnudaginn 1. júlí 1945
kl. 2. e. h.
•
Lúterska kirkjan í Selkirk.
Sunnudaginn 1. júlí.
Ensk messa kl. 11 árdegis.
Islenzk messa kl. 7 síðd.
Síðustu messur fyrir sumar-
fríið.
Allir velkommr.
S. Ólafsson.
•
Prestakall Norður Nýja íslands.
1. júlí — Geysir, messa kl.
8.30 e. h.
8. júlí — Árborg, ferming og
altarisganga. kl. 2 e. h.
B. A. Bjarnason.
•
Gimli prestakall.
Sunnudaginn 1. júlí.
Árnes, kl. 2 e. h., íslenzk messa.
Gimli, kl. 7 e. h. íslenzk messa.
Skúli Sigurgeirson.
•
Prestakall Norður-Dakota.
Sunnudaginn 1. júlí.
Innsetning séra E. H. Fáfnis í
prestsembætti.
Ensk messa og altarisganga í
Vídalíns kirkju kl. 11 f. h. Is-
lenzk messa í eldri Garðar kirkju
kl. 2.30 e. h. Guðsþjónusta að
Mountain kl. 8 e. h.
H. Sigmar.
kvöldið þann 2. júlí næstkom-
andi, kl. 8.30.
Ásmundur er einn af mætustu
mönnum íslenzku þjóðarinnar,
þrunginn af áhuga og mælskur
vel.
•
Roskin kona vill fá eitt stórt
herbergi eða tvö smáherbergi
fyrir Light Housekeeping í hlýju
og kyrlátu einkaheimili. Sími
89 128.
•
Warrant Officer Bragi Thor-
grímsson, sonur frú Sigrúnar
Thorgrímsson hér í borginni,
kom heim heill á húfi síðastlið-
inn laugardag, eftir tuttugu og
eins mánaðar herþjónustu aust-
an hafs.
Mr. og Mrs. Thor Kjartansson
frá Amarauth, komu til borgar-
innar í fyrri viku; var Mrs. Kjart
ansson að leita sér læknishjálp-
ar.
•
Mrs. O. J. Pederson frá Park
River, N.-Dak., dvelur í borginni
þessa dagana; er hún dóttir
Moritzar heitins Halldórssonar,
er margir hinna eldri íslendinga
munu lengi minnast.
•
Mrs. C. O. L. Chiswell varð
fyrir því slysi að detta og hand-
leggsbrotna, ásamt öðrum meiðsl
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 28. JÚNÍ, 1945
um. Hún er á General Hospital
og þætti vænt um að kunningjar
litu inn til sín.
•
Auk kirkjufélagsforsetans Dr.
Haraldar Sigmar og frúar frá
Mountain, sátu kirkjuþing úr
Dakotabyggðunum þau Mr. og
Mrs. Freeman Einarsson og Mr.
og Mrs. S. A. Björnson.
•
Þessi ungmenni voru fermd af
séra Guðm. P. Johnson, í lút.
kirkjunni í Blaine, Wash. á
Hvítasunnudaginn 20. maí s. 1.
Norma Helen Benedictson.
Donna Fjelsted.
Agnes Sigrún Horgdal.
Elva Doreen Guðjónsson.
Muriel Virginia Gullickson.
Harald Allen Horgdal.
Roland Arthur Montoure.
Wayne Auriel Johnson.
Kirkjan var vel skipuð fólki,
einnig ágætur söngflokkur og 45
gengu til altaris.
Prýðileg söngskemtun
Að kvöldi þess 7. yfirstand-
andi mánaðar, efndi söngflokk-
ur sambandssafnaðar til söng-
skemtunar í kirkju sinni hér í.
borginni við ágæta aðsókn, og
verður ekki annað réttilega sagt,
en söngurinn yfir höfuð tækist
hið bezta; kórlögin voru hin
fegurstu, og raddblöndun ágæt;
r.aut flokkurinn mikilvægs stuðn
ings af hálfu þeirra frú Elmu
Gíslason og frú Lilju Thorvald-
son, sem báðar eru raddstyrkar
söngkonur, og ráða yfir næmri
túlkun tóna; létu þær til sín
heyra í einsöng og tvísöng, er
hlustendur að makleikum dáðu
mjög.
Miss Thora Ásgeirsson lék
nokkur lög á slaghörpu við mikla
hrifningú af hálfu hlustenda.
Gunnar Erlendsson stjórnaði
söngflokknum með glöggum
skilningi og góðri rögg.
Kaupendur á íslandi
Þeir, sem eru eða vilja ger-
ast kaupendur Lögbergs á
íslandi snúi sér til hr. Björns
Guðmundssonar, Reynimel
52, Reykjavík. Hann er gjald-
keri í Grænmetisverzlun
ríkisins.
Ferð Skallagríms á konungsfund
(Egilssaga 25. kapítuli)
Þögult var í þengils ranni,
þungar brýr á hverjum manni,
því að Haralds þegnar mundu,
Þórólfs hersis æfi-kvöld.
Mörgum hafði sár þar sviðið,
sverð hans beit á konungsliðið;
upp frá þeirri Styrjar stundu,
stóð hans kyni ei boðin gjöld.
Grímur sjálfur, yfir alla,
íturvaxinn reisti skalla,
þó með honum væru valdir
vænstu menn úr búa sveit.
Honum framar, flestra í gildi,
flytja mál hans Ölver skyldi.
Oft eru vegir andans faldir,
,enginn málalokin veit.
Ávarp hóf þá Ölver hnúfa,
íturmennið spaka, ljúfa,
vinsemd bæði og virðing hætti,
var í orðum hiklaus þó:
“Grími bæta bróður skyldi,
best það sæmdi konungs gildi.”
' , Undir flestra andardrætti
efasemda bylgja sló.
Stundum verður böl til bóta.
byrgð er útsýn vegamóta;
þó að hamli skúrar skini,
skapadómi ei ráða má.
Dularfult, þar hulin hendi,
hallar þil með rúmum bendi:
Fáir mundu af Kvöls-Úlfs kyni,
konungs hylli og bótum ná.
Hilmir mælti: “Héðan bera
heiður skaltu’ og þjónn minn vera;
veg þinn skal til hefðar hefja,
holl ef reynast mér þín störf.” —
Grími þyngdust bróður bætur,
blóð til skyldu’ á djúpar rætur.
Aldar sögu örlög vefja
augnabliks í svörin djörf:
“Þórólfs er eg ekki maki,
upp þó störf-hans með þér taki;
honum sessinn sæmdi fagur,
síst eg verður honum er;
þótt hann dveldi á þínum vegi, .
þinni hylli náði’ hann eigi.
Get því til að hirðmanns hagur,
hæfi ei betur sjálfum mér.”
Líkt og glóð í blóði brenni,
buðlungs roðnar kinn og enni,
Gríms því undir skygðum skalla
skildi hann sína eigin lund.
Ekki dugði eftirlætið,
ekkert nema konungssætið
mundi, er Hildar geirar gjalla,
gilda fyrir bróðurs und. —
Byrjar sögu Borgfirðinga,
blóðið þeirra Hrafnistinga;
lundarfarið landans góða,
lék þar skák við konunginn.
Óbætt Þórólfs und þó blæði, —
eftt er víst að konungs bræði
leidd þar var til láns og gróða
landi voru — þetta sinn.
Pálmi.
SambandsÞing Kvatt S. A. Friid . . .
til Funda (Framh. af bls. 4)
King forsætisráðhérra hefir
lýst yfir því, að sambandsþing
verði kvatt til funda þann 23.
ágúst næstkomandi; liggur fyrir
þinginu meðal annars afgreiðsla
nýrra fjárlaga; þess er vænst, að
um það er þing kemur saman,
hafi Mr. King verið kosinn gagn-
sóknarlaust í einhverju Ontario
kjördæminu, og þá væntanlega
í Ottawa East.
ætti hver þjóð að meta að verð-
leikum.
Frúin lýsti þeirri vinsemd, sem
sér hefði verið sýnd hér á landi,
en sem enginn gæti skilið að
óreyndu hvers virði sér hefði
verið. Á hinum erfiðu hernáms-
árum hefði þráfaldlega reynt á
þrekið og taugarnar, en nú væri
hörmungunum af létt og það
giftusamlega í lokin.
Annað stórmál, sem þingið að
sjálfsögðu tekur til meðferðar
verður öryggissáttmálinn, eða
grundvallar ákvæðin á nýju
þjóðabandalagi, sem San Fran-
cisco-stefnan nú hefir afgreitt
með samhljóða atkvæðum 50
þjóða; mun naumast þurfa að-
draga í efa, að sambandsþing
fylki sér einhuga um framgang
þessa mikilvæga máls, er fram-
tíð alls mannkyns varðar.
HOME CARPET
CLEANERS
603 WALL ST„ WINNIPEG
Við hreinsum gðlfteppi yðar
svo þau ltta út eins og þegar
þau voru ný. — Ná aftur tétt-
leika sínum og áferðarprýði.
— Við gerum við Austurlanda-
gðlfteppi á fullkomnasta hátt.
Vörur vlðskiptamanna trygð-
ar að fullu. — Ábyggilegt
verk. Greið viðskiptl.
PHONE 33 955
Að lokinni ræðu Friid blaða-
fulltrúa, las frúin upp: “Island
ögrum skorið.”
Ambassador Beauty Salon
Nýtízku snyrtistofa
Allar tegundir af Permanents.
Islenzka töluð á staðnum.
257 KENNEDT STREET,
fyrir sunnan Portage
Sími »3 71*
S. H. Johnson, eigandi.
Ttw 9wm MamfasBturing Oo.
Manufaeturers ot
MWAN WHATMMR-BTRIP
Wlnnlpeg.
Halldér Methuaalems Ivaa
Bigandl
211 James Street Phene 12 (41
Parfnist ýér Hfsd’byrgOarT
Ef svo er sjáiO pá
F. BJARNASON
Umboðsmaður IMPERIAL LIFE
Phones 92 501, 35 264
Minniát
BETEL
í erfðaskrám yðaur
MOST
SUITS-COATS
DRESSES
"CELLOTONE” CLEANED
72c
CASH AND CARRY
FOR DRIVER PHONE 37 261
PERTH*S
888 SARGENT AVE.
ÁSMUNDUR P. JÓHANNSSON
sjötugur
SAMSÆTI
undir umsjón Þjóðræknisfélags íslendinga \
ROYAL ALEXANDRA HOTEL J
6. júlí, 1945. Klukkan 6.30 e. h.
Þeir, sem þátt vilja taka í þessu samsæti eru beðnir að v
gefa sig fram við undirritaða nefndarmenn fyrir 2. júlí £
Guðmann Levy, 689 Sargent Ave., sími 26 626
Á. G. Eggertson, K.C., 919 Palmerston, sími 36 230 ^
Ólafur Pétursson, 123 Home St., sími 33 226 #
Halldór M. Swan, 281 James St., sími 22 641
Ný ljóðabók
-f-M-
Nokkur eintök af “Sólheimum”, ljóðabók, sem ísafoldar-
prentsmiðja gaf út eftir Einar P. Jónsson rétt fyrir síðustu
jól er nú komin hingað vestur. — Bókin hefir hlotið góða
blaðadóma á Islandi; hún er prentuð á ágætan pappír og
kostar í bandi $5.00, póstfrítt.
A-M-
Pantanir ásamt andvirði, sendist til
Grettis L. Johannsonar, 910 Palmerston Ave., Winnipeg.