Lögberg - 02.08.1945, Blaðsíða 2

Lögberg - 02.08.1945, Blaðsíða 2
18 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 2. ÁGÚST 1945 ÁHIJGAMÁL IWENNÁ Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON íslendingadagurinn á Gimli Frá því að við munum eftir okkur, hlökkuðum við til að mega fara á íslendingadaginn og enn hlökkum við til þess. Dag- urinn er orðinn hátíðardagur í huga manns, á borð við afmæl- isdaginn, jólin og aðra hátíða- daga. Þegar við vorum lítil þá hlökkuðum við til að fara langa ferð, þangað sem hátíðin var haldin, fara kannske með nesti og borða undir trjánum í skemti garðinum, þetta fanst manni af- ar ævintýralegt; taka þátt í kapphlaupunum, og hljóta e. t. v. verðlaun, það var nú dýrð- legt. Svo var fullorðna fólkið svo sérstaklega örlátt þennan dag; altaf var einhver að bjóða manni upp á ísrjóma og annað góðgæti; eða einhver fékk manni nokkur cent og sagði: “Farðu og keyptu þér eitthvað sælgæti”. Ef til vill var þetta oft ráð full- orðna fólksins til þess að losna við okkur dálitla stund, svo það hefði næði til þess að hlusta á það, sem fram fór á skemti- skránni. Já, Islendingadagurinn var okkur krökkunum mikill hátíðardagur. Svo þegar við stálpuðumst, urðu tilhlökkunarefnin önnur. “Skyldi hún verða þar?” “En hvað hann dansar dásamlega vel?” “Hver skyldi vinna verð- launadansinn?” Yfir deginum hvíldi dreym- andi rómantískur blær og hvað við vorum hrifin af söngnum. Og svo urðum við alt í einu fullorðin og tilgangur hátíðar- innar varð okkur ljósari. Við vorum þarna saman komin vegna þess að við vorum af íslenzkum uppruna. Við vorum þarna til þess að minnast alls þess, sem fagurt er og göfugt í sögu ís- lenzku þjóðarinnar. Við vildum muna það, svo að við yrðum sjálf betra og göfugra fólk. Og nú hlustuðum við með athygli á kvæðin og ræðurnar og dáð- umst að því, sem vel var sagt og ættjarðarsöngvamir fundu hljómgrunn í sálum okkaf. Og þennan dag reyndum við öll að tala íslenzku, jafnvel þótt við kynnum málið ekki vel, því þessi dagur var helgaður okkar íslenzku minningum. Og þessar minningar fléttuðust inn í fram- tíðardrauma okkar í þessu landi — okkar landi, Canada. Svo þegar skemtiskráin var búin fór maður að heilsa upp á gamla kunningja, fólk sem mað- ur hafði e. t. v. *aldrei tækifæri að sjá nema á þessum eina degi, Islendingadeginum, því þangað kemur fólk úr öllum áttum og sumt lengst að. Og nú heyrði maður allstaðar: “Nei, komdu blessaður og sæll. Nú er langt síðan við höfum sést.” “Heyrðu, er þetta virkilega þú, Hildur mín?” “Þetta er nú sonur minn, hvernig lýst þér á hann?^’ “Komið krakk- ar og heilsið upp á hann Sigga frænda ykkar.” “Hvað það er gaman að sjá þig Rúna, þú lítur út eins og kornung stúlka.” o. s. frv. Og þannig leið dagurinn að kvöldi og loks fórum við heim, þreytt en ánægð, en dagurinn lifði í minningum okkar Næsta mánudag. 6. ágúst, höld- um við enn einu sinni íslend- ingadag á Gimli. Eins og undan- farin ár mun fólk úr flestum ís- % lenzkum byggðum sækja hátíð- ina frá Winnipeg, Nýja íslandi, byggðunum við Manitoba vatn, Vatnabyggðum, Argyle, Dakota og jafnvel New York, Enn, sem fyr, munu börnin hlakka til að koma þangað. Unga fólkið mun skemta sér betur en í mörg undanfarin ár, því nú eru margir ungu mannanna komnir heim aftur, eftir langa fjarveru, og mun það sitja sér- stakan fagnaðarblæ á hátíðina. Eins og auglýsingin á öðrum stað í blaðinu gefur til kynna. hefir verið vandað mjög til skemtiskrárinnar. Það er ekki oft á æfinni, sem manni gefst tækifæri að hlusta á aðra eins söngkonu eins og frú María Markan Östlund er. Nú er hún ásamt manni sínum komin alla leið frá New York til þess að skemta okkur á Islendingadag- inn með sínum yndisfagra söng. Karlakór íslendinga í Winnipeg, sem hefir veitt okkur svo marg- ar ánægjustundir, syngur þar líka. Þar verða og ágætir ræðu- menn og skáld. Þar verða skemt- anir við hæfi allra yngri og eldri. Þangað skulum við því oll leggja leið okkar næstkom- andi mánudag. Við komum þang að í hátíðaskapi því dagurinn mun verða merkur og minni- stæður. 23 konur kosnar á þing í nýafstöðnum kosningum á Bretlandi voru 83 konur í kjöri og 23 voru kosnar á þing. Óvíst er um 3 konur, sem sóttu í kjör- dæmunum, þar sem atkvæða talning hefir ekki enn farið fram. 21 af þessum konum tilheyra verkamannaflokknum og unn.i þær 10 ný sæti fyrir flokk sinn; ein, Viscountess Davidson, er Conservative og önnur, Lady Megan Lloyd George, er Liberal. Ýngsti þingmaðurinn á næsta aingi í neðri málstofu Breta er kona; hún heitir Mrs. Barbara Gould og er 33 ára gömul. Ráðuneytið er ekki fullskipað ennþá. Margir telja líklegt að tvær konur verði skipaðar í ráðuneytið. Önnur er Miss Ellen Wilkinson; hún var ein af brezku fulltrúunum á San Francisco stefnunni og hin er Dr. Edith Summerskill. Þessi mikla þátttaka kvenna á Bretlandi í stjórnmálum hlýt- ur að vera konum yfirleitt fagn- aðarefni. Konur munu vitanlega aldrei taka eins víðtækan og virkan þátt í opinberum málum eins og karlmenn, vegna þess að mestur hluti þeirra er bundinn mikinn tíma ævinnar við móður starfið. En þegar þær hafa haft tíma og tækifæri til þess að gefa sig að pólitískum málum, hafa þær sýnt að þær hafa hæfi- leika til þess að beyta sér fyrir þeim málum, engu síður en karl- menn. í neðri málstofu brezka þings- ins eru 640 þingmenn. Hinar fáu konur, sem sitið hafa á þingi hingað til, hafa jafnan látið nokk uð til sín taka, og er líklegt þeg- ar þær eru orðnar 23 að áhrifa þeirra munu gæta talsvert og er eg ekki í efa um það að þau áhrif munu verða þjóðinni holl. MARÍA SIGURÐSON 1854—1945 María Sigurðson ... Sá er ei liðirin, sem innvaf- inn er í æfiþátt lifandi vina. St. G. St. Þann 3. júní s. 1. andaðist að heimili dóttur sinnar, Mrs. E. Shulmier, Blaine, Wash., ekkjan María Sigurðson, rúmlega 90 ára. Hún hafði fengið slag, og legið veik aðeins nokkra daga. Útförin var í Blaine, 7. júní. María sáL var fædd 25. nóv. 1854, á Ingjaldsstöðum í Bárðar- dal, Suður-Þingeyjarsýslu á ís- landi. Foreldrar hennar voru þau hjónin Sigurður Eiríksson og Guðrún Erlendsdóttir, bónda á Rauðá, Sturlusonar. Sigurður var bróðir Önnu móður Finns prófessors Jónssonar og Klemens ar sýslumanns. — Móðir Guðrún ar Erlendsdóttur, var Anna Sigurðardóttir frá Gautlöndum, systir Jóns alþingismanns. — María ólst upp hjá foreldrum sínum til 16 ára aldurs. Þá dó faðir hennar, og hún fór að heim- an til að vinna fyrir sér. Árið 1877 giftist hún Hirti Sigurðs- syni, og þau byrjuðu búskap sinn í Mjóadal. Foreldrar Hjart- ar voru Sigurður Hallgrímsson og Málfríður Marteinsdóttir, frá Kálfaströnd við Mývatn. Þau Hjörtur og María fluttu til Ameríku árið 1883, með tvær ungar dætur, og móður Hjart- ar, sem var ekkja. Fyrsta land- nám þeirra var í Argyle nýlend- unni. Þar bjuggu þau í 27 ár. Saga þeirra ára er saga land- nemanna hvar sem þeir settust að á þessu tímabili, og hefur svo oft verið endurtekið. Næsti áfangi þessara góðu hjóna var vestur á Kyrrahafsströnd árið 1911. Þar höfðu sezt að tvær elztu dæturnar, sem komu með þeim frá Islandi. Nú var að nýju reist bú, í öðrum stíl, og við betri skilyrði en áður. Hjörtur dó árið 1919. Þá flutti María til barna sinna, sem önnuðust hana ,af mestu alúð tíl hins síðasta. Börn hennar voru sex — einn sonur, Óskar, do fyrir nokkrum árum. Eftir- lifandi eru Mrs. Sigrún Runólf- son í Seattle, Mrs. Málmfríður Shulmier, Blaine, Sigurður, Sask., Canada, Mrs. Kristín Lín- dal í St. Helens, Oregon, og Mrs. Hólmfríður Lindal, í Portland, Oregon. Barnabörnin eru 9, og barnabarnabörnin 4. Einn bróð- ir Maríu sál., Björn Dalman, býr í Riverton, Man. María sál. var greind kona og gætin og ágætlega vel verki farin. Heimili hennar var ætíð með gestrisnis brag, og veitti hjálp og aðstoð bæði einstakl- ingum og öllum góðum félags- legum samtökum. Þess minnast allir, sem voru henni samferða á hennar löngu vegferð hér, hver stilling og öryggi einkendi hana hvað sem að höndum bar. Hún hélt sér vel að öllu leyti, og hafði áhuga fyrir því, sem var að gerast á þessum örlaga- ríku tímum, fram til þess síð- asta. Börn hennar og vinir nær og fjær minnast hennar með ástuð og þakklæti fyrir langa og nýta æfi. — Þakka samvistir í sorg og gleði. Þakka lausn og líkn lífsins drottni. Jakobína Johnson, Seattle, Wash. Hann: — Hvað mundirðu segja ef eg kysti þig? Hún: — Eg mundi ekkert geta sagt á meðan. — Munduð þér kalla á hjálp ef eg reyndi að kyssa yður? — Getið þér ekki kysst hjálp- arlaust. Innilegar hátíðakveðjur! / Starfsfólk og stjórnendur CENTRAL DAIRIES LIMITED 121 Salter Street, Winnipeg. Sími 57 237 E. A. ÍSFELD, forstjóri. Hugheilar árnaðaróskir til íslendinga á Þjóð- minningardegi þeirra á Gimli, 6. ágúst 1945 og þökk jyrir góð og vinsamleg viðskipti <KCrXi(K=>0 JACK ST. JOHN 894 SARGENT AVE, WINNIPEG SÍMI 33110 Reykháfarnir hans Kelly Sveinssonar fá víðtækari og meiri viðurkenningu, með hverjum líðandi degi. Þeir eru varanlegir, fallegir og hin uruggasta eldsvörn. SELKIRK METAL PRODUCTS LIMITED 868 ARLINGTON ST. WINNIPEG, MAN. SIMI 23 471 * Peggy’s Catering Service is designed to make your social obligations a pleasure to yourself as well as your guests. PRACTICAL AND ECONOMICAL Peqqus Pantrq 942 Portage Avenue <3P] inue J Phone 33 060 Innilegar hamingjuóskir til Islendinga Á ÞJÓÐMINNINGARDEGI ÞEIRRA Á GIMLI 1945 Canada Bread Company Limited mwmmmwMj'AtmmmmjmMJwmwmmmwmM mjm

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.