Lögberg - 09.08.1945, Blaðsíða 1
PHONE 21374
ha^eT íp\jO * A Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21374
uni°tA
^under^*’^ S*
A Coiu>«lete
Cleantng
Institution
58. ÁRGANGUR
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945
NÚMER 32
Freklega fjögur þúsund manns
sóttu íslendingadaginp á Gimli
Avarp
Mr. G. F. Jónassonar, forseta
Islendingadagsins á Gimli,
6. ágúst 1945.
Háttvirta Fjallkona!
Heiðursgestir!
Gullaf mælisbörn!
Virðulega samkoma!
f nafni nefndarinnar, sem veit-
ir þessari samkomu forstöðu, og
starfað hefir svo einhuga, vel og
lengi að undirbúningi hennar,
leyfi eg mér að bjóða ykkur öll
hjartanlega velkomin hingað.
Um leið vil eg láta þá ósk og
von í ljósi, nefndarinnar og sjálfs
tnín vegna, að dagurinn megi
verða ykkur ánægjulegur, og að
skemmtiskráin reynist að dómi
ykkar vel valin, skemmtileg og
fögur.
Þetta er fimmtugasti og sjötti
íslendingadagurinn, sem haldinn
er hér í Manitoba. fslendinga-
dagurinn er fyrir löngu orðinn
ein aðalhátíð ársjns meðal Vest-
ur-íslendinga. Fólk hlakkar til
hennar löngu áður en hún fer
fram, sækir hana víðsvegar að
' fremur en dæmi eru til um
nokkra aðra samkomu, og talar
um hana löngu eftir að hún er
liðin hjá. Á þessum samkomum
er jafnan það bezta boðið, sem
völ er á til skemmtunar hvað
snertir söng, íþróttir, ljóðskáld
og ræðumenn. Á^þessum sam-
komum er jafnan slegið á flesta
strengi, sem ómað geta í sál
íslendingsins; hér mætast gamlir
vinir og rifja upp kunningskap
sinn, og hér rayndast ný vináttu-
bönd með ýmsum, sem ekki
þekktust áður.
Nefndin finnur til þeirrar á-
byrgðar, sem á henni hvílir við
undirbúning slíkrar höfuðsam-
komu Íslendinga. Hún hefir þá
líka gjört sitt ítrasta til að vanda
allan aðbúnað. Skemmtiskráin er
ekki löng, í samanburði við það,
sem oft hefir áður verið, en hún
er að okkar dómi vel valin, fjöl-
breytt og smekkleg, enda skipuð
úrvalsfólki í ýmsum greinum.
Þá eykur það á samkvæmis-
fögnuð okkar hve umhverfið hér
er fagurt, og ríkt af sögulegum
minningum. Á þessu ári eru 70
ár liðin síðan íslendingar fyrst
settust hér að, og ávalt síðan
hefir þessi sveit yerið ein af
helztu byggðum fólks okkar hér
í landi.
Frá því að við komum saman
hér síðast til íslendingadags-
halds, hefir margt borið við í
sögu heimsins sem snertir okk-
ur alla, sem Vestur-íslendinga,
og sem borgara þeirra ríkja, sem
byggja þessa heimsálfu. Þá geys-
aði stríð, sem enginn þorði um
að spá hvenær það mundi enda,
en nú er því lokið í Evrópu, og
við höfum fyllstu ástæðu til að
vona að því verði brátt lokið í
Asíu. Baráttan fyrir réttlæti og
sjálfstæði hefir verið farsællega
til lykt? leidd, með frækilegri og
djarfri framgöngu hinna ungu
manna og kvenna, sem barist
hafa og starfað í fjarlægum lönd-
um. Sumt að þessu fólki er nú
aftur komið heim. Þá, sem hér
kunna að vera staddir, og heim
eru komnir úr herþjónustu, bjóð-
um við sérstaklega velkomna.
Gleðiefnið mesta nú í dag, og
alla daga er einmitt þetta: Það
er að birta á ný yfir heiminum,
og við ölum þá von að innan
skamms verði varanlegur friður
fenginn með öllum þjöðum.
Gleðjumst því saman á góðum
degi. Verið öll hjartanlega vel-
komin!
VINNUR KOSNINGU
Á mánudaginn var King for-
sætisráðherra kosinn á þing fyr-
ir Glengarry kjördæmið í Ont.,
með geisilegu afli atkvæða um-
fram gagnsækjanda sinn, Dr.
Manahen.
Ávarp Fjalkonnar
Flutt af frú Ólínu Pálsson að
Gimli, Man., 6. ágúst 1945.
Heiðruðu Islands synir og dæt-
ur: v
Á þessari hátíðar-stund flyt eg
yður innilegar árnaðaróskir vorr
ar ástkæru móður, Fjallkonunn-
ar.
Ekki er þó svo að skilja, að
árnaðaróskir hennar séu bundn-
ar við aðeins einn dag ársins.
Hitt mun sanni nær, að hún
vaki yfir velferð yðar alla daga.
Frá þeim tíma er þér settuð
segl og tókuð yður far til annar-
ar heimsálfu hefir hún glaðst
yfir gengi yðar, syrgt óhöpp yð-
ar og minst yðar í hinum hljóðu
bænum sínum. Þær bænir hafa
stigið til hásætis hins eilífa anda,
“sem í öllu og alstaðar býr”, og
verið endurgoldnar í ríkum
mæli.
Fjallkonan hefir horft tárvot-
um augum yfir höfin, þangað
sem niðjar hennar hafa barist
gegn órétti og undirokun. Þér
hafið ekki farið varhluta þeirra
sorga sem sú þátttaka hefir haft
í för með sér. Sárin eru mörg
og sorgirnar þungar. — En þér
hafið enn á ný fært öllum þjóð-
um heim sanninn um það, að
þér metið frelsis-hugsjónir og
bræðralag framar öllu, — jafn-
vel lífinu sjálfu.
En nú eru skýjarof í lofti.
Þrautum og þjáningum hins
ógurlega stríðs hefir verið létt
af nokkrum hluta heimsins. Hin
göfuga og friðelskandi móðir yð-
ar gleðst yfir þeim þáttaskift-
um. Nú verða færri synir henn-
ar og dætur herguðinum að bráð.
Möglunarlaust hefir hún kvatt
þessi stórhuga og manndóms-
ríku börn sín, og borið harm
sinn með stillingu, og þannig
staðfest hin fögru orð skáldsins:
“Þó að margt hafi breytzt síðan
byggð var reist,
geta börnin þó treyst sinni ís-
lenzku móður.
Hennar auðmjúka dygð, hennar
eilífa tryggð
eru íslenzku byggðanna helgasti
gróður.
Hennar fórn, hennar ást, hennai'
afl til að þjást
skal í annálum sjást, verða kyn-
stofnsins hróður.
Oft mælir hún fátt, talar frið-
andi lágt.
Hinn fórnandi máttur er hljóð-
ur.”
Fjallkonan fagnar hinum dýr-
keypta friði og samgleðst öllum;
þjóðum, sem sjálfstæði sitt hafa
öðlast. Þeim þjóðum, sem enn
eiga í stríði við öfl stigamensku
og undirokunar, réttir hún hönd
sína með fullu trausti, að einnig
þar verði skamt að bíða að sól
frelsis og friðar fái að skína í
heiði.
I hjartaslögum yðar í dag,
heyri eg, kæru íslendingar, und-
irspil við hendingarnar úr Há-
tíðarljóðunum frá 1930:
“Við börn þín, ísland, blessum
þig í dag.
Með bæn og söngvum hjörtun
eiða vinna.
Hver minning andar lífi í okkar
lag”
Verið þess ætíð minnug að þér
eigið göfuga og góða móðir. Fjar-
lægðin dregur ekki úr móður-
ástinni Virðing við arf yðar og
ræktarsemi við minningar feðra
og mæðra, gerir yður betri menn
og konur, sannari og nýtari borg-
ara þess lands sem þér alið ald-
ur hjá, og skylduræknari fóstur-
börn.
í dag dvelja hugir yðar
“heima”. — Heima á æskustöðv-
unum, þar sem þér lékuð yður
sem börn, og þar sem feður yðar
og mæður gáfu yður fyrstu heil-
ræði lífsins. Öllum þeim sem
lærðu þau heilræði og breyttu
eftir þeim, hetfir vegnað vel,
hvaða land sem þeir bygðu, því
að í þeim var falin speki mann-
réttinda, bræðralags og friðar.
Þessa lífsskoðun fluttuð þér með
yður vestur um hið breiða haf,
og hafið nú gróðursett þau fræ
í hjörtum barna yðar, svo að
þeim mun einnig vegna vel, —
og hugir þeirra og hjörtu “bera
síns heimalands mót”.
Eg veit að grunntónn allra
hugsana yðar í dag, er hinn sami
sem “Fjallaskáldið” forðum
fléttaði inn í sitt ódauðlega
kvæði:
“Blessi þig drottinn um aldur og
æfi,
eflist þinn hróður og vaxi þitt
ráð,
norður við heimskaut í sval-
köldum sævi,
svellkrýnda, eldþrungna minn-
inga láð.”.
Kærar kveðjur og þakkir
Við erum nýkomin “vestur á
strönd”, og erum nú snöggvast
stödd í sólskininu í Seattle, hjá
ættingjum og vinum. Héðan ligg
ur svo leiðin brátt til starfs-
stöðvanna í Vancouver, B.C., þar
verður og líka ættingjum og vin-
um að mæta.
Ferðin að heiman virtist með
köflum dálítið ströng. En hins-
vegar voru þó dýrmætir þættir í
ferðinni, sem ættingjar og vinir
í Winnipeg, Glenboro. Bottineau
Upham, Granville, Ray og Shelby
veittu okkur af mikilli ástúð.
En það var eins og bíllinn okkar
gamli vildi hreint ekki frá Norð-
ur Dakota fara, og var hann því
á tímabili óþjáll mjög. En þegar
búið var að knýja hann yfir
landamæri Norður Dakota ríkis,
varð hann aftur þjáll og hlýð-
inn.
Nú hvarflar hugur okkar til
baka. Hann hvarflar til presta-
kallsins góða, sem nú er alt í
einu í mikiHi fjarlægð. Hugur-
'inn hvarflar til vinanna og ætt-
ingjanna kæru, bæði í presta-
kallinu og utan þess. — Við er-
um að hugsa um það hvort við
höfum nokkurn tíma fullskilið
það hvað vinsemd, ástúð, kær-
leiksþel og höfðingleg risna eru.
Ef við höfum ekki skilið það
áður, hljótum við að skilja það
nú. Kveðjusamkomurnar, ræð-
urnar, kvæðin, söngvarnir, hlýju
handtökin, kærleiksþrungnu ósk-
irnar, gjafirnar stóru og höfðing-
legu frá félögum og einstakling-
um, urðu óhjákvæmilega til að
vekja hið dýpsta þakklæti í
hjörtum okkar. — Við þökkum
ykkur öllum með hrærðum til-
finningum og einlægum hug.
Jafnvel í hinu undursamlega
orðavali þessa hina litbrigðaríka
og andlega íslenzka máls, finn-
um við naumast nógu sterk orð
til að þakka ykkur fyrir alt og
alt, eins vel og ber að gjöra.
Guð blessi ykkur öll og ann-
ist ávalt.
Margrét og Haraldur Sigmar, og
fjölskylda.
Það verður naumast annað
með sanni sagt, en veðraguðinn
reyndist hliðhollur hátíðahald-
inu á Gimli síðastliðinn mánu-
dag; undanfarna daga höfðu
skiptst á stormar og steypiregn,
en þenna dag ríkti frá morgni
til kvelds einmuna blíða.
Naumast verða deildar mein-
ingar um það, að þetta nýaf-
staðna hátíðarhald í skemtigarði
Gimlibæjar, væri eitt hið allra
fjölsóttasta; heldur var það og
um alt hið virðulegasta og eftir-
minnilegasta; skemtiskrá var
fjölþætt og hæfilega löng, og átti
forseti hátíðarinnar, Mr. G. 51.
Jónasson, lofsverðan þátt í því,
hve greiðlega tókst til um fram-
gang skemmtiskrárinnar; sjálf-
ur flutti hann það stutta, en
prýðilega samda ávarp, sem birt
er á öðrum stað hér í blaðinu.
Fjallkona hátíðahaldsins, frú
Ólína Pálsson, mælti fram af
mikilli prýði hið faguryrta ávarp
sitt. Séra Valdimar J. Eylands
ávarpaði þingheim af hálfu
Þjóðræknisfélagsins, með þeirri
rögg, sem honum er lagin, og
skilaði kveðju frá forseta þess,
Dr. Richard Beck.
Um aðalræðurnar var það að
segja, að þær voru hvor annari
betri, og fluttar, sem þá, er best
getur; en höfundar þeirra og
flutningsmenn, voru, eins og
auglýst var, þeir Pétur Sigur-
geirsson, cand. theol., er mælti
fyrir minni íslands, og Dr. P.
H. T. Thorlákson, er mintist
Canada; voru báðar ræðurnar
hinar frumlegustu og þrungnar
eldlegum áhuga; ræðu Péturs er
að finna í Lögbergi þessa viku,
en ræða Dr. Thorlákson’s mun
birt verða í næstu viku; um
kvæðin er það að segja, að þau
voru drjúgum betri en almennt/
gerist við hliðstæð tækifæri.
Karlakór íslehdinga í Winni-
Canada
Minni flutt á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst 1945.
Nú Ijósgyðjan sendir frá austrinu enn
sitt árblik til vestursins kæra,
þar enn byggja landnámið íslenzkir menn,
sem einhuga lofgjörð þér fœra,
Canada friðhelga, frjálsborna grund,
Frónsbúans athvarf á reynslunnar stund.
fslenzkra landnema ástmey þú varst
á örlagaríkustu stundum;
er ómálga börnin á örmum þú barst
við órofa trygð við þig bundum.
Nú gefum við fegnir, ef framtíðin þín
vill fáeina stuðla í Ijóðmælin sín.
Þann arf, sem við fluttum af íslenzkri grund
og ávalt var drýgstur á metum,
nú helga þér viljum í vöku og blund
og vinna þér alt, sem við getum;
því íslendings móðlr þú verður og varst
og Vínland hið góða það nafn, sem þú barst.
Og djarfleg og ákveðv dáðirðu þá
drengi, sem hug áttu ai berjast.
Þú kaust ekki styrjöld, en omst þó ei hjá
að krefjast þíns réttar, að vcÁ'ist:
Því legg nú í friðarins sáttmalasjóð
þann sigur er vanst fyrir líf þitt og blóð.
Og fegurstu hugsjón, er framtíðin A
fullkomna í sigrinum gjörðu;
er stórþjóðir veráldar stefnumót há
og stofnsetja “Friðinn á jörðu”.
Gefðu henni Canada hug þinn og hönd
frá Hellulands ósum að Kyrráhafs strönd.
nrv
J- Preece jan 46
Winnipeg Ave.
S. E. Björnson.
mrmmúmwtrn
(Frh. á bls. 8)
Ísland
Minni flutt á íslendingadeginum á Gimli, 6. ágúst 1945
Vér hyllum þig, ísland, þú útsævar storð,
með unga og fámenna þjóð.
Vér dáum þinn manndóm og drengskaparorð,
dáðríkar hetjur og Ijóð.
Af afrekum þínum engu skal gleymt
úr annálum, sögum né brag.
Því lýðrœðið forna úr helju er heimt,
þinn himinn er bjartur í dag.
Þú kjörlandið fræga hins kynstóra lýðs,
sem kostgnœgð í skauti þér fann,
er efldi til friðar en æskti ekki stríðs
sín óðöl án styrjaldar vann.
Hvort sveitin þar blasti með sund eða fjörð
við sjónum hins norræna manns,
Þá var þessi frjóva og friðsæla jörð
framtíðar draumlandið Jians.
Þó feðurnir tryðu á megin oc mátt,
var rtiannlundin göfug oq heið
og fjöllin þeim bentu í himininn hátt
og hollvættir sóru þeim eið.
En svalviðrið gnúði um sœfarans stafn
og sýldi um strendur og ver.
Þá hlaxistu ísland þitt örlaga nafn,
sem aldirnar helguðu þér
Á “Lögbergi helga” er himinn þinn blár
og heimur þinn bjartur og frjáls,
þar drottinn þér blessi um aldir og ár.
hiná algildu lífsspeki Njáls.
Vér gleðjumst er íslenzkir afburðamenn,
yngjast á norrœnum hlyn.
í sagnlist á Snorri sér arfþega enn
og Egill sitt Hrafnistu kyn.
Frá vestrænum Brávöllum, búandans þar,
þér berast hans andvökuljóð.
Hann hróður þinn, ættjörð, tii útlanda bar,
í öndverðri fylkingu stóð.
Þó landamir flyttust um höf eða heim,
ei hugurinn jarðbundinn var,
þeir senda þér laufblöð frá legstöðum þeim
sem liggja (út) við Sandy Bar.
Ó, fjallkonan unga, þú feðranna mold
þitt frelsisorð skjöldur þinn ber.
Þó rætur þú eigir í erlendri fold
á œtternið samleið meS þér.
Því hvar sem (að) hjartað helgar þitt mál
vér hnýtum þér lárviðarkrans.
Þitt gildi er eilíft íslenzkri sáJ
og óðál hins göfuga manns.
Gunnbjörn Stefánsson.