Lögberg - 09.08.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 09.08.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 9. ÁGÚST, 1945 5 ÁHUGAMÁL LVCNNA R itstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Kona tekur sæti í brezka ráðuneytinu Rt. Hon. Ellen Wilkinson % Frá því var skýrt hér í blað- inu í vikunni, sem leið, að 23 konur hefðu hlotið sæti í brezka þinginu við hinar almennu kosn- ingar, sem fram fóru á Englandi í öndverðum júlí mánuði síðast- liðnum; aldrei áður í sögu brezku þjóðarinnar hefir jafn fjölmenn fylking kvenna verið kosin á þing í Bretlandi; 19 af þessum konum telast til verkamanna- flokksins, sem nú er tekinn við völdum undir forustu Clements Attlee. Kona sú, sem hér getur um og myndin er af, er Miss Ellen Wilkinson. Hún hefir nú verið skipuð í hið mikilvæga og ábyrgðarmikla menntamálaráð- herraembætti. Miss Wilkinson gaf sig um hríð að kennslustörfum en brátt hneigðist hugur hennar að því að bæta kjör verkalýðsins; gerð- ist hún á unga aldri eldheitur félagi í samtökum verkamanna og skipulagði félagsskap þeirra manna og kvenna, sem við mat- vöruverzlanir störfuðu; kom hún í framkvæmd margvíslegum um- bótum varðandi kaupgald og vinnuskilyrði þessarar stéttar. Hún fékk brátt orð á sig fyrir skipulagningar hæfileika, ein- urð og réttdæmi í málum. Miss Wilkinson hefir all-langan þing- feril að baki; hún hefir aldrei tapað kosningu frá því er hún fyrst bauð sig fram, fyrir því nær 20 árum. Miss Wilkinson var ein af fulltrúunum, er sæti átti á öryggisstefnu sameinuðu þjóð- anna í San Francisco, og er það út af fyrir sig, ásamt mörgu fleiru, sönnun þess, hve mikils trausts hún nýtur hjá þjóð sinni. Miss Wilkinson er 53 ára að aldri, rauðhærð og dálítið frekn- ótt; hún er gædd sjaldgæfu vinnu þreki og þegar hún flytur þing- ræðu, hlustar allur þingheimur án tillits til flokka. Hún er rót- tæk í skoðunum og trúir því eins og nýju neti að í áttina til vinstri verði brezka þjóðin að skyggnast eftir framtíðar vel- ferð sinni og lífshamingju. Þarfnastu matreiðslbókar? Ef þú þarfnast matreiðslu- bókar, ættir þú að útvega þér matreiðslubókina, sem gefin er út af kvenfélagi Fyrslfa lúterska safnaðar í Winnipeg. Mörgum er kunnugt um mat- reiðslubók þessa og hún er orð- in talsvert útbreydd, en ekki þó eins víð|á eins og hún á skilið. Þær húsmæður, sem nota þessa bók, vilja ekki án hennar vera. Allar uppskriftir í bók- inni eru þaulreyndar. Þær eru frá kvenfélagskonunum og öðr- um íslenzkum konum víðsvegar frá — konum, sem þekktar eru fyrir kunnáttu sína í matargerð og framleiðslu. Hver kona hefir sennilega sent sína uppáhalds uppskrift. Ef einhver vinstúlka þín er í þann veginn að giftast og taka að sér húsmóðurstörf og þig langar til þess að gleðja hana. væri til- valið að gefa henni þessa bók. Eg var nýlega í “shower” og ein af gjöfunum, sem hin til- vonandi brúður fékk var mat- reiðslubókin. Gefandinn hafði látið binda hana með fallegum olíudúk, sem skreyttur var rauð- um berjamyndum. Allir dáðust að þessari fallegu og gagnlegu gjöf. Eg ætla að leyfa mér að gefa ykkur eina uppskrift úr bók- inni, sem sýnishorn af því að hún hefir margt gott að geyma. Hafið þið tekið eftir því hvað margir karlmenn eru sólgnir í skyr? Ef skyr er einhver stað- ar til sölu, og þeir komast að því, þá selst það óðara upp. Þrátt fyrir þetta, hygg eg að húsfreyj- ur yfirleitt búi sjaldan til skyr á heimilum síunm; þó er skyr talinn hinn hollasti matur. Eg hélt að ástæðan fyrir þessu væri sú, að það væri sérstaklega vanda samt að búa til skyr, að eigin- lega væri einhver leyndardóm- ur í sambandi við skyrgerð, sem aðeins fáar konur skildu. En svo var það einn dag, þegar eg var að blaða í matreiðslubókinni að eg fann fyrirsögn um það hvern- ig ætti að búa til skyr. Eg ákvað að leggja út í að reyna þetta og mér til undrunar heppnaðist tilraunin ágætlega. Og hér fylgir uppskriftin, ef ykkur skyldi langa til að reyna þetta líka. Skyr. Sjóðhitið 4 potta af nýmjólk, kælið þar til mjólkin er volg. Hrærið saman tvær matskeiðar af þétta (skyri) og % bolla af mjólk. Hrærið þessu út í volga mjólkina. Bætið í 12 dropum af hleypir (rennet) og hrærið vel. Geymið á hlýum stað í sólar- hring. Látið á síu og þegar mys- an er síin af því er skyrið hrært vel og borðað með rjóma út á. Þétti. 2 egg. Vi bolli súr rjómi. 1 matskeið sykur. Þeytið eggin vel; bætið í súra rjómanum og sykrinum og þeyt- ið. Þetta er notað fyrir þétta þegar skyr er ekki við hendina. Varastu að hafa mjólkina of heita þegar þú lætur hleyþir- inn og þéttan í hana, því þá verð- ur skyrið grófgert. í bókinni eru uppskriftir af fleiri fágætum íslenzkum rétt- um, sem margir hafa mætur á. Þar er mysuostur, lifrarpylsa, kæfa og rúllupylsa, pönnukök- ur o. s. frv. En meginið af bókinni fjallar vitaskuld um hérlenda rétti. Ef ykkur langar til að eignast þessa ágætu matreiðslubók, skulið þið senda pantanir ykkar til Mrs. E. W. Perry, 723 Warsaw Ave., eða til Mrs. E. S. Feldsted 525 Dominion St., Winnipeg. Verð bókarinnar er $1.00. Burð- ^rgald 5c. Flugfargjaldið frá Reykjavík til New York $90 Viðtal við Thor Solberg, sem fyrstur flaug norðurleiðina, frá Ameríku til Norðurlanda. Eftir ÍVAR GUÐMUNDSSON New York í maí. Það verður sennilega ekki langt þangað til að flugfar- gjaldið milli Reykjavíkur og New York verður eitthvað í kringum 585 krónur, eða 90 dollarar (fargjaldið er nú 315 upp í 608 dollarar). — Fram og til baka verður fargjaldið tvö- föld sú upphæð, að frádregnum 10%, ef farmiði er keyptur báð- ar leiðir. Þessar upplýsingar hefi eg frá Thor Solberg. en hann er forstajóri eins þeirra amer- ísku flugfélaga, sem sótt hafa um leyfi til að fljúga farþegum og farangri frá Ameríku til Evrópu, með viðkomu á Islandi. Thor Solberg er Islendingum vel kunnur, því hann var fyrsti flugmaðurinn, sem flaug norður leiðina, frá Ameríku til Norður- landa, með viðkomu í Grænlandi og á íslandi. — Það var sumarið 1935. Síðan hefir Solberg unnið sleitulaust að því áhugamáli sínu að koma á föstum flugferðum til Norðurlanda frá Ameríku til Norðurlanda og frá Norðurlönd- um til Ameríku. Ófriðurinn hefir dregið úr framkvæmdum einstaklinga i þessum efnum. En nú er Solberg forstjóri flugfélagsins U. S. Midnight Sun Airline Inc., sem er reiðubúið að hefja farþega og flutningaflug á áðurgreindri leið. Fái félag hans leyfi til að fljúga þessa leið, verður far- gjaldið eins og fyr segir, en það svarar til 3 centa (19% eyrir) á farþega fyrir hverja flogna mílu. — Þetta er okkar boð, sagði Thor Solberg, er eg hitti hann hér í New York á dögunum og félag vort getur hagnast á því, að selja farið við þessu verði. New York—Reykjavík á 9—10 klukkustundum. Thor Solberg er norskur mað- ur að ætt, en er nú bandarískur þegn. Aðaláhugamál hans hefir jafnan verið að koma á flug- ferðum milli Ameríku og Nor- egs. — En mér hefir ávalt verið ljóst, síðan eg fyrst fór að hugsa um þessi mál, segir hann, að sú leið liggur um ísland. Félag okkar hefir í hyggju, ef það fær umbeðið leyfi til farþegaflugs á þessari leið, að hafa þrjár flug- ferðir í viku, hvora leið, milli New York og Oslo, með viðkomu í Reykjavík. Ferðunum verður hagað á þá leið, að lagt verður af stað frá New York klukkan 7 að kvöldi, komið til Reykjavík- ur klukkan 5—6 næsta morgun (amerískur tími). Síðan yrði haldið áfram til Oslo og komið þangað kl. 2 e. h. Ekki í vafa um þýðingu íslands. Solberg er á sömu skoðun og aðrir sérfræðingar í Atlantshafs flugmálum, sem eg hefi rætt við. Hann er ekki í nokkrum vafa um, að ísland verður þýðingar- mikill áfangi á flugleiðinni milli Evrópu og Ameríku. — Þið skuluð búa ykur undir mikinn ferðamannastraum að ó- friðnum í Kyrrahafinu loknum. Okkar takmark er að gera flug- vélina að farartæki almennings, en ekki farartæki fyrir hina fáu, sem auðugir eru, sagði Solberg. Hvenær hægt myndi að hefja reglubundnar flugferðir um Is- land fyrir almenning, vissi Sol- berg ekki frekar en aðrir, en hann taldi, að það myndi verða mjög skömmu eftir að ófriðn- um lyki og jafnvel nú, þegar á þessu sumri, þar sem Evrópu- styrjöldinni er þegar lokið. Thor Solberg hefir í hyggju, að hefja eins fljótt og hann get- u|r flugferðiir til Noregs með sjúkragögn og annað, sem Norð- menn vanhagar mjög um. Mun hann þá fljúga um ísland, en býst ekki við að geta tekið far- þega að neinu ráði til að byrja með. Einn af brautryðjendum. Eins og getið var í upphafi er Thor Solberg brautryðjandi á sviði flugmála um Norður-Alt- antshaf. — Hann er nú maður rúmlega fimtugur. Hann var orðinn rúmlega þrítugur er hann kyntist Ronald Amundsen og fékk áhuga fyrir norðurleiðum. Það var 1925, þegar Amundsen var að undirbúa Norðurpólsflug sitt. — Sama ár fór Solberg til Bandaríkjanna og hóf að læra flug í þeim tilgangi að geta sjálf ur flogið norðurleiðina. Hann tók flugmannspróf í New York og 1931 gerðist hann amerískur bargari. 1930 keypti Solberg “Bell- anca” flugvél af sömu tegund, sem Clarance Chamberlain hafði flogið í frá Ameríku til Þýzkalands 1927. Solberg flaug þessari flugvél sinni víða um Ameríku, samtals um 1000 flug- tíma og altaf var hann að undir- búa sig undir flugið um orður- leiðina. 1932 keypti Solberg enn nýja flugvél, sem hann gerbreytti með það fyrir augum að fljúga henni til Noregs^ um Grænland og ís- land. En hann fór sér að engu óðslega, því hann er maður gæt- inn. — Hann ræddi við land- fræðinga, reynda flugmenn og pólfara og aflaði sér mikillar þekkingar á veðráttu og landa- fræði Grænlands og íslands. 1934 keypti Solberg enn eina flugvél, “Löning Airyacht”, setti í hana stóra benzíngeyma til langflugs. Hann nefndi flugvél sína Leiv Eiríksson, því hann ætlaði að fljúga sömu leið og Leifur Eiríksson, hinn heppni hafði farið, er hann fann Ame- ríku. Solberk lagði af stað frá Floyd Bennet flugvelli 18. júlí 1935. — í fylgd með honum var loftskeytamaðurinn Paul Oscan van. Þeir félagar flugu til Can- ada og komu við í Grænlandi og þremur stöðum á íslandi, Bíldudal, Reykjavík og Horna- firði. — Síðan héldu þeir til Færeyja og loks þaðan til Berg- en og Oslo og lentu þar 18. ágúst, réttum mánuði eftir að þeir höfðu lagt af stað frá Ame- ríku. Ætlaði að hefja flugferðir 1940. Eftir flug sitt 1935 dvaldi Sol- berg nokkur ár í Noregi og var þar umboðsmaður fyrir amerísk flugfélög. — Enn fremur setti hann á stofn flugmannaskóla í Bergen. Árið 1940 hafði hann ákveðið, að hefja fastar póst- flugferðir frá Bergen um Reykja vík, til Bandaríkjanna. Það sama ár fór hann til Banda ríkjanna til kaupa á tækjum til póstflugsins. — Gekk sú ferð að óskum þar til hann var á heim- leiðinni aftur til Noregs. Skipið er hann var með átti skammt eftir ófarið til hafnar í Noregi, er Þjóðverjar gerðu innrás í landið. Skipið sneri við til Ameríku. Solberg opnaði þá skrifstofu í Radio City í New York og hóf verslun með flug- vélahluta. Hann vann í nánu sambandi við norska flugherinn og keypti inn fyrir flugsveitir Norðmanna, sem bækistöðvar höfðu í Canada, á íslandi og í Englandi. Stofnar flugskóla. Árið 1941 keypti Thcr Sol- berg um 400 ekrur lands í Hunt erdonhéraði New Jersey, skamt frá New York. Þar kom hann upp nýtýzku flugvelli og hóf þar flugskóla. Heitir völlur þessi Solberg-Hunterdon flugvöllur- inn. 75 flugvélar höfðu bæki- stöð á flugvellinum um þetta leyti. Solberg hefir kent rúmlega 1000 flugmönnum ameríska flug hersins að fljúga síðan ófriður- inn braust út. Nú hefir Solberg_í huga að af- henda kunningja sínum og starfs manni flugskólann, en stjórna sjálfur flugfélaginu U. S. Mid- night Sun Airline Inc. Minnist íslandsferðarinnar með ánægju. Thor Solberg minnist íslands- ferðar sinnar 1935 með ánægju og spyr um líðan margra manna, sem hann hitti á ferð sinni. “Eg (Frh. á bls. 8) LOOKING TO THE FUTURE . . . LIFE INSURANCE _ AND PENSION PLANS THE MONARCH LIFE ASSURANCE CO. > Manitoba Representatives: K. N. S. FRIDFINNSON BARNEY EGILSON Arborg Gimli Servicinfl a Wide Clientele of Icelandic Canadians FIRÐSÍMAGJÖLD ERU LÆGRI FRÁ Nákvæmlega jafn fljótt og símaverksmiðjunum verður breytt til friðariðju. — SÍMAUMSÓKN- IR VERÐA AFGREIDDAR 1 ÞEIRRI RÖÐ, SEM ÞÆR BERAST. Eins og til hagar, verða símalagnir mögulegar, þar sem símanotendur flytja sig, eða hætta við símann, eða fyrir aðrar sérstakar ástæður (um- sókn varðandi stríðsiðju, skipar fyrirrúm). Við vitum að þetta eru kaldar staðreyndir fyrir þá, sem vilja síma STRAX, en treystum því að þið auðsýnið biðiund þegar ástæður eru kunnar. 6 E. H. TIL 4.30 F. H. *\

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.