Lögberg - 01.11.1945, Blaðsíða 5

Lögberg - 01.11.1945, Blaðsíða 5
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 1. NÓVEMBER 1945 11 H IM ll rVCNNA. Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON Á ferð til Selkirk Ekki er það venjulega talið neitt sögulegt þó maður þurfi að bregða sér frá Winnipeg ofan til Selkirk. Maður nær sér í sæti á strætisvagninum, fararstjórinn kemur og innheimtir fargjaldið, vagninn leggur af stað austur og svo norður aðalstræti borgar- innar. Við horfum á umferðina byggingarnar, sem við höf- um margoft séð áður; hagræðum okkur í sætinu; lokum e. t. v. augunum og reynum að láta okkur ekki leiðast þessa klukku- stundar ferð. Þegar við erum að nálgast Sel- kirk verður okkur litið út um gluggann til hægri og komum auga á hinar einkennilegu bygg- ingar og virki — Lower Fort Garry. Hugurinn er bundinn við nútímann og fyrsta hugsunin er: ekki væri nú mikil vörn í þessu nú; ekki þyrfti nerna eina nú- tíma sprengju til þess að jafna við jörðu þessa varnargarða og þessi virki. Og nú flýgur hugurinn meir en hundrað ár aftur í tímann. Við höfum raunar verið að ferð- ast, þessa síðustu klukkustund, um mjög söguríka staði, án þess að gera okkur grein fyrir því. Canada er ungt land og á ekki langa sögu að baki. Hér er því ekki um eins marga söguríka staði og sögulegar menjar að ræða eins og í Evrópu. Rauðar- ár dalurinn er eirin söguríkasti staður Canada, hér hófst fyrst landnám í Vesturlandinu. Við þessa hugsun hverfur af okkur deyfðardrunginn og við förum að rifja upp fyrir okkar það, sem við höfum lesið um Lower Fort Garry. Það var byrj- að að byggja það árið 1830 í stjórnartíð Governor Simpson. Púðurgeymsluhúsið var fyrsta byggingin, sem reist var; þá var kalksteininum, sem Manitoba fylki er svo auðugt af, í fyrsta sinn notaður sem byggingarefni. í þá daga var ekki eins fljót- legt að byggja eins og nú. Það tók átta til níu ár að fullgjöra virkið. I fyrstu átti að nota þess- ar byggingar fyrir skrifstofur Hudsons Bay félagsins og einnig sem stjórnarsæti. En brátt kom í ljós að þægilegra væri að hafa stjórnarsætið í Upper Fort Garry þar sem Assinaboine áin fellur í Rauðána og þar varð byrjun Winnipeg þorgar. Lower Fort Garry er líkt því, sem það var fyrir hundrað árum síðan; það var talið sterkasta virkið, sem byggt var af Hudson Bay félag- inu í Vesturlandinu. Nú ökum við inn í Selkirk bæ og nafnið minnir okkur á hið hugsjónaríka göfugmenni, Thomas Douglas, Earl of Selkirk. Hann varði fé sínu og kröftum til þe^s að reyna að bæta hag hinna bágstöddu landa sinna og fyrir hans atbeina stofnuðu þeir hér í Rauðárdalnum hina fyrstu nýlendu í Vesturlandinu, árið 1812. Fyrsti landnema hópurinn sigldi frá Hebrides 28. júlí, árið 1811. Ferðin lá til Hudson flóans, upp Nelson ána, suður Winnipeg vatn, til Rauðárdalsins. Þangað komust landnemarnir 3. ágúst 1812, eða einu ári og 35 dögum eftir að þeir lögðu af stað frá ættjörð sinni. Við, sem eigum nú- tíma farartækjum að venjast, getum varla gert okkur í hugar- lund þá örðugleika, sem þetta ferðafólk hafði við að etja. Milli Winnipeg og Selkirk eða þeirra staða, sem þessar borgir eru nú á, hefðum við orðið að fara á bát eftir Rauðánni. Alt þetta flaug í huga okkar um leið og við stigum af strætis- vagninum. Ef við kynnum okk- ur ýtarlega sögu þessa merki- lega og litbrigðaríka landnáms, munu, á næstu ferð okkar til Selkirk, svífa fyrir hugarsjónum okkar myndir frá löngu liðnum tímum, sem munu gera ferðina skemtilega og fróðlega. Merkileg starfsemi í dálkum þessum hafa birst við og við og eru að birtast rit- gerðir eftir Kristínu Josephson í Watertown, South Dakota; þessi sérkennilega og gáfaða ágætiskona fluttist af Islandi ár- ið 1876 og er nú 84 ára að aldri; það mun næsta fátítt að kona á hennar aldri sinni daglegum rit- störfum eins og þessi áminsta kona gerir og er það einn glæsi- legur vottur þess hve íslenzkum landnemum í þessari álfu var rithneigðin í blóð borin. Um þessar mundir birtast í kvennadálkum Lögbergs nokkr- ar æskuminningar Kristínar í Watertown; það er ekki einasta að þær beri vitni sjaldgæfu stál- minni þessarar aldurhnignu konu, heldur andar frá þeim slíkri göfugmensku og hreinleik í hugsun, að slíkt minnir á ís- lenzka berglind. Ekki er mér kunnugt um það hve rnargar íslenzkar landnáms- konur, sem enn eru á lífi hafa skrifað endurminningar sínar, en vegna þbss sögulega gildis, sem slík skrásetning hefir í för með sér væri æskilegt að öllu, sem þannig hefir verið gengið frá, yrði haldið til haga; kvennadálk- um Lögbergs yrði það ósegjan- legt ánægjuefni að geta birt sem mestan fróðleik slíkrar tegund- ar. Æskuminningar Eftir Kristínu í Watertown. Filipía, hin nýja kona Hall- gríms á Hámundarstöðum, syst- urdóttir Ingibjargar var einnig mesta myndarkona og góð- kvendi. Nýtísku kona var hún og breytti mörgu á heimilinu til batnaðar. Þótti móður minni og hinum yngri vinnukonum vænt um þessa nýju húsmóðir, sem leiddi inn á heimilið marga fram- fara strauma. Hafðí fólk hennar búið á Akureyri og lært margt viðvíkjandi smekklegum fata- saum, matreiðslu og húshaldi. Fékk nú heimilið á sig nýjan blæ af smekkvísi. Eg var á þriðja og fjórða ári og man eftir mörgu á Hámundar- stöðum. Mér þótti gaman að koma niður í Litlu Hámundar- staði; það var örskamt milli bæjanna; þar var lítil stúlka og lékum við okkur saman. Þar bjó Jón, bróðir Hallgríms á Stóru Hámundarstóðum. Kona hans hét Þuríður, greind og lipur kona. Þau áttu tvo sonu, Krist- ján og Jón, efnilegustu menn. Minnir mig að faðir minn og Kristján hefðu bréfaskipti fyrstu árin eftir að við komum vestur. Mun sonur Kristján hafa komið til þessa lands; vel ritfær mað- ur. Fanst okkur mömmu að við finna ljúfmensku Kristjáns í greinum hans. Eitt sinn var það að mamma og pabbi tóku mig með sér fram í leguskipið “Ströndina”, sem var eign Krossa-bræðra og lá þar á sundinu. “Ströndin” hafði nú farið tvo túra þetta vor, og lítið aflað og formaðurinn, Þor- valdur á Krossum var ekki á- nægður með það úthald. I Á þeim tíma var trúað á á- heitingar, sem kallað var. Maður hafði einhverja hjartnæma og réttmæta ósk í huga sér; þá var heitið ef óskin fengi framgang, að gera góðverk. Oft var heitið á fátæka kirkju eða mann, sem hafði við böl að stríða eða sak- laust barn eða þarflegt fyrirtæki. Þetta rættist vanalega; óskin varð uppfylt og góðverkið (gjöf- in) var gjörð og blessaðist. Eg held að góðviljinn einn hafi stað- ið bak við þetta en engin sér- plægni. Þorvaldur formaður, sem var góðkunningi pabba, segir nú við okkur. “Eg ælta að heita á litlu stúlkuna hana Kristínu. Ef við öflum betur í þessum túr, skal eg gefa henni smáskilding.” Svo lagði “Ströndin” í túrinn og eftir þrjár vikur kom skipið til baka, svo hlaðið að meifa gat ekki í það komist, og skreið inn á höfnina undir seglum. Fólk, sem vissi um áheitið, þótti þetta merkilegt. Nokkru seinna var mér lofað til kirkju einn sunnudag. Á heim- leiðinni kömum við að Krossum og þáðum góðgerðir af heilafiski, sem skipið hafði líka komið með, og æðaregg norðan frá Laxa- mýri, því Snjólaug, kona Sigur- jóns á Laxamýri var dóttir hjón- anna á Krossum. Sigurlaug, kona Þorvaldar yngra, bauð okkur svo fram í stofu. Þau gáfu mér tvær spesí- ur á fallegum diski. Þá varð mér að orði: “Ósköp er diskurinn fallegur! Skelfing er peningur- inn stór!” “Þetta er áheitið,” segir Þorvaldur, þú verður lukku stúlka.” Þegar eg kom heim, sagði eg fólkinu ferðasögu mína — “hvað kirkjan er falleg og presturinn stóð í ósköp fallegri tunnu!” — Hinir gömlu prédikunar stólar voru háir og víðir líka, ekkert ólíkir tunnu í laginu. Þegar eg var fimm ára, fluttu foreldrar mínir frá Hámundar- stöðum og að Hálsi í Svarfaðar- dal, sem er næsti bær vestur af Hámundarstöðum, en löng bæj- arleið, því mikill höfði eða háls, sem bærinn dregur nafnið af, að- skilur sveitirnar, Árskógsströnd að austan en Svarfaðardal að vestan. Norðan undir hálsi þess- um, niður við sjóinn er nú hinn fagri kaupstaður, Dalvík, sem öllum lýst svo vel á. Faðir minn var 35 ára að aldri, er hann fór frá Hámundarstöð- um; fanst honum ætíð síðan að hann hvergi eiga heima nema þar. Frh. Rannsóknir hafa leitt i ljós að egg geymast betur ef þau eru látin standa á mjórri endanum. Minniát BETEL í erfðaskrám yðar f Brúðkaup Þriðjudaginn 23. þ. m., kl. 8 að kvöldinu, voru þau Robert Hickman Cole frá Ottawa, og Sylvia Ragnheiður Marteinsson, frá Transcona, Man., gefin sam- an í hjónaband af séra Rúnólfi Marteinssyni, náfrænda brúðar- innar, í Fyrstu lútersku kirkju. Brúðguminn er læknir í hemum en brúðurin er lærð hjúkrunar- kona. Faðir brúðarinnar, Mr. Ernest H. Marteinsson, leiddi brúðina að altari. Mr. Clark Bruce Miller aðstoðaði brúðgum ann, og Mrs. Violet Helga Robert son aðstoðaði brúðina. Miss Snjó laug Sigurðson var organisti og Mrs. Pearl Johnson söng ein- söng. Mr. Clifford Marteinsson og Mr. Chris Adamsson leiddu til altaris. Að hjónavígslunni afstaðinni var haldið til Transcona, og set- in yndisleg veizla á heimili for- eldra brúðarinnar, en þau eru Mr. E. H. og Mrs. Ingibjörg Marteinsson. Þar voru foreldrar brúðgumans, Mr. og Mrs. R. H. W. Cole frá Ottawa og hópur annara vina, um 50 manns. Séra Rúnólfur mælti fyrir skál brúð- arinnar, en brúðguminn svaraði. Mr. Miller las upp nokkur ham- ingjuóska bréf. Morguninn eftir lögðu brúð- hjónin af stað vestur til Calgary í Alberta-fylki, þar sem brúð- guminn hefir, um hríð, starf fyr- ir herinn. DREGUR SIG I HLÉ Blaðið News Chronicle, sem gefið er út í London, lét þess getið þann 31. október, s. 1., að Mr. Churchill iriyndi í náinni framtíð láta af forustu íhalds- flokksins og leggja niður þing- mensku, til þess að geta varið öllum sínum tíma til ritstarfa. SKÖMTUN SKÓFATNAÐAR Frá Washington er símað í dag, að skömtun skófatnaðar í Banda- ríkjunum hafi verið létt af, með því að framleiðslan á þessu sviði sé nú nokkurn veginn komin í sitt fyrra horf. Á LEIÐ TIL WASHINGTON Þeir Clement Attlee forsætis- ráðíherra Breta, og Mr. King forsætisráðherra í Canada, hafa að því er nýjustu fregnir herma, ákveðið að koma til fundar við Truman forseta í Washington til þess að ræða ýmis vandamál, þar á meðal um framtíðargæzlu leyndardóma atómusprengjunn- ar. VIÐSJÁR. Á eynni Java eru viðsjár mikl- ar þessa dagana, og illvígar skærur háðar þar annað veifið; er á eynni öflugur flokkur svo- nefndra sjálfstæðismanna, er losa vilja eyjarskeggja með öllu undan ýfirráðum Hollendinga, en hollenzk stjómarvöld taka ekki slíku með þegjandi þögn. yOU'RE GOING TO /V\EET A TALL, CtARK VICTORY BOND SALESMAN / s |[I!III!IIIIIIIIIII!!IIIIIIIIIIIIIIII!!III!I!IIIIII!II!!!!!IIIIIIIIIIII!!1IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIII!I!!I'IIIIIIIIII!!II Canada og Bandaríkja menn af íslenzkum átofni, er fórnuðu lífi í heimsátyrjöldinni frá 1939 EiilllllllllllllHlllllllllllllllillllllllllillllllllllllllilllllllllillllllHllllllllllllHlllillliillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllí Innir af hendi fórnina miklu í bréfi til móður Ingva heit- ins, komst Lt. Cdr. Bell, meðal annars þannig að orði: Ingvi Sveinn Erickson Hinn ungi og glæsilegi maður, sem hér um getur, og lífi fórn- aði fyrir þjóð og land í hinni nýlega afstöðnu heimsstyrjöld, Ingvi Sveinn Erickson, var fædd- ur þann 17. apríl 1923, sonur þeirra ágætishjónanna Ingva Eiríkssonar flutningamanns og Herdísar konu hans í Árborg, sem hvarvetna njóta ástsældar og trausts hvar, sem leið þeirra liggur. Ingvi heitinn lauk mið- skólanámi í Árborg, en útskrifað- ist nokkuru síðar af Success verzlunarskólanum í Winnipeg; hann var bráðgáfaður piltur, og bjó yfir ríkri þrá til æðri mennta. Ingvi Sveinn innritaðist í sjó- herinn í nóvember mánuði 1942; var hann við æfingar einungis tvö kvöld í viku, en starfaði jafnframt reglubundið ^ið bún- aðardeild Manitoba háskólans; í febrúar 1943, var hann kvaddur til reglubundinna heræfinga; tók hann þá að leggja stund á sím- ritun, og lauk með heiðri fulln- aðarprófi í þeirri fræðigrein; dvaldi hann um hríð í Toronto, og St. Hyacinthe í Quebec; það- an réðst hann á canadisku her- snekkjuna “Albemi” sem símrit- ari, og fór vítt um höf; hann var á ferð með gæzlu skipalesta milli ýmissa staða, og kom meðal annars við í Bermuda, Boston og New Foundland, og tók þátt í innrásinni í Normandy. Ingvi Sveinn Erickson lét líf sitt, er sffipi hans, Alberni, var sökt í Ermarsundi þ. 21. ágúst 1944. Skipið sökk á 19 sekúnd- um, og aðeins 31 manni varð bjargað af 90. Sonur yðar var úrvalsmaður, bæði ábyggilegur og frábærlega hæfur í störfum. Frá þeim tíma, er hann fyrst kom á skip mitt, vann hann ágætt verk, sem sím- ritari eða loftskeytamaður, og þannig leysti hann af hendi öll þau störf, sem honum voru fal- in; hann naut óviðjafnanlegra vinsælda meðal yfirboðara sinna engu síður en annara samstarfs- manna; hann annaðist um alla póstafgreiðslu á skipinu.” Þetta er fagur vitnisburður, og kemur öllum saman um það, er Ingva heitinn þekktu, að þar sé ekkert ofsagt. I einu hinna síðustu bréfa til foreldra sinna, lét þessi ungi sveinn þess getið, að er heim kæmi, hefði hann sterka löngun til þess, að hefja nám við Mani- toba háskólann, því eins og þeg- ar hefir sagt verið, stóð hugur hans til æðri mennta; þau sund. lokuðust með skjótum hætti á þessari jörð, þó ærin sé jafnan verkefnin “meira að starfa Guðs um geim”. Ingvi heitinn var með fágæt- um ástríkur foreldrum sínum og nærgætinn; náði þessi eðlisþátt- ur jafnframt engu síður til systra hans og annara ástmenna; hann var auðugur af kærleiks- hugsjónum, er mótuðu skýrt orð hans og athafnir. Auk foreldra sinna lætur Ingvi heitinn eftir sig þrjár systur, Emily Herdísi í Winnipeg, Ester Valdheiði Guðmundson í grend við Árborg, og Helgu í foreldra- húsum. Þann 10. desember s. 1., var haldin vegleg minningarathöfn yfir þenna Ijúfa, pnga mann, í lútersku kirkjunni í Árborg; var kirkjan fagúrlega blómum skrýdd frá félögum og einstakl- ingum innan vébanda byggðar- lagsins. Séra B. A. Bjarnason flutti minningarræðuna, en frú hans söng aðdáanlega “Á hend- ur fel þú honum,” auk þess sem söngflokkur safnaðarins söng nokkur fögur lög; yfir athöfn- inni hvíldi mildur blær, í fylzta samræmi við stutta, en fagra ævi sveinsins, sem verið var að minnast. Fagurt ljóð, ort af G. O. Ein- arssyni undir nafni hinna syrgj- andi foreldra, verður samferða þessum minningarorðum. INGVI SVEINN ERICKSON á Ort undir nafni foreldranna. Elsku barn með vors og ljóssins lund Lítill hnokki að raða gullum sínum Alt varð gull í þinni mjúku mund Og morgun skin í gleði brosum þínum Alt er þeim sem æskulöndin skoða Undrun tengt og dularfullum roða. Þú átt enn þá létt og lítil spor Við lækinn okkar kærust sem við höfum Þar er ennþá ástardraumur vor Um æsku þína geymdur skýrum stöfum Það er eins og ljóð á hugan litað sem liggur þar enn verður aldrei ritað. Skýlaus voru skólaárin þín Skylduræknin varpaði á þau ljóma Og engin betur geymdi gullin sín Og gangan þín varð ávalt þér til sóma Bækur þínar benda huga vorum Á barnæskunnar skin á þínum sporum. Skyldan kallar, vörn um land og lýð x Lyftist upp hver sigurvon úr hlaði Þannig mætast ennþá æska og stríð En æskumannsins fórn er stærstur skaði Tár þó falli og sár sé sonar missir Sigur dauðans minning þína kyssir. G. O. Einarsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.