Lögberg - 13.12.1945, Síða 1
PHONE 21374
»**ÍSsM
.nd íW
Complete
Cleaning
Institution
PHONE 21374
\\\UW
LoU1'1'
,ð,ere ' A Complete
Cleaning
Institution
58. ARGANGUR
WINNIPEG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945
NÚMER 50
GUÐMUNDUR DANÍELSSON:
Menn —
Vér fylktum voru liði,
vér hófum mikið stríð. —
Vér berjumst fyrir fj-iði
og frelsi um alla tíð.
1 morgun var messa sungin,
um miðaftan soðið stál.
1 kvöld var svo sprengjan sprungin.
Hvar sprakk hún? — I vorri sál! —
Vér létum heiminn hverfa
í helvítis bál og reyk.
Og þú átt öskuna að erfa,
ástin mín, grönn og veik.
Vit okkar reyndist grunnt — grunnt.
Hvað — gráthljóð í bjöllunum? —
Látum oss biðja: — Trunt — trunt
og tröllin í fjöllunum! —
Réttarhöldin
í Nurenberg
Tiltölulega fáyrtar fréttir hafa
fram að þessu borist af réttar-
höldunum yfir Nazista foringj-
unum þýzku í Nurenberg. er Mr.
Jackson, dómari í hæztarétti
Bandaríkjanna hefir með hönd-
um.
Eins og þegar er vitað, telja
allir sakborningarnir sig, tuttugu
og tveir að tölu, hreina og sak-
lausa engla, er ekkert annað hafi
áðhafst en það, sem skyldan við
föðurlandið bauð.
í fyrradag voru sýndar kvik-
myndir af þessum legátum í saln-
um þar, sem réttarhöldin fóru
fram, að flestum þeirra viðstödd-
um; sáust þeir á myndunum í
glæsilegum einkennisbúningum.
Einhvern veginn fór það svo, að
Hermann Goering virtist ekki
allskostar ánægður með útlit
sitt á myndinni; rak hann þá upp
kaldhæðnishlátur, og komst svo
að orði:
“Þið hefðuð átt að sjá mig í
allri minni raunverulegu dýrð á
hátindi frægðar minnar 1939.”
Ekki alt með feldu
Á nýafstöðn^ín C.C.F. fundi í
Winnipeg, var S. J. Farmer end-
urkosinn foringi og framsögu-
maður flokks síns í fylkisþing-
inu í Manitoba; þetta var í eðli
sínu sjálfsagt, þar sem hann hef-
ir nú um langt skeið haft flokks-
forustuna á hendi, en þrátt fyr-
ir þetta, sýnist enn ekki alt með
feldu í herbúðum C.C.F.-liða.
Berry Richards, sá, er endurkos-
inn var í Pas-kjördæmi sem ó-
háður C.C.F. stuðningsmaður,
var nú þveginn af allri synd, og
formlega tekinn inn í flokkinn
á ný. En öðru máli var að gegna
með Dr. Johnson frá Brandon,
sem ekki náði kosningu; hann
fann ekki neina náð í augum
flokksbræðra sinna, heldur verð-
ur framvegis í pólitískum skiln-
ingi, að liggja úti á klakanum;
nú hafa þessir tveir menn gefið
út í sameiningu yfirlýsingu þess
efnis, að þeir séu enn óánægðir
með margt í orðum og athöfn-
um C.C.F. höfðingjanna, svo
sem hina þrálátu andúð þeirra
gegn rússnesku ráðstjrnarríkj-
unum.
Valdimar Björnsson
sjóliðsforingi komion
hingað
Valdimar Björnsson sjóliðs-
foringi er kominn hingað til bæj-
arins og mun dvelja hér á landi
um hríð. Þegar hann fór vestur
í frí í sumar, fréttist, að hann
myndi verða sendur til Norður-
landa, en einhver töf verður á
því, að hann fari þangað og mun
hann taka við hinum fýrri blaða-
fulltrúastörfum sínum hér á
landi.
Hinir fjölmörgu vinir og kunn-
ingjar Valdimars hér á landi
munu fagna því, að fá tækifæri
til að sjá hann aftur.
—Mbl. 20. okt.
KAUPA FISK A SPÁNI
Bretar hafa ákveðið að kaupa
næstum alla fiskframleiðslu
Spénar. Er hér aðallega um
sardínur að ræða, og eru farmar
af þeim á leiðinni til Bretlands.
Ráðherrafundur
Svo hefir skipast til að utan-
ríkisráðherrar Bretlands, Rúss-
lands og Bandaríkjanna, eigi með
sér fund í Moskva, er hefjist
þann 15. yfirstandandi mánaðar;
megin verkefni fundarins er
sagt að vera það, að taka ákvarð-
anir varðandi atómsprengjuna,
og reyna að útiloka þann háska
sem notkun hennar óhjákvæmi-
lega yrði samfara í þeim styrj-
öldum sem háðar kynnu að verða
í framtíðinni.
Bretland, Canada og Banda-
ríkin, hafa eins og vitað er, rætt
þetta mikla vandamál á fundi í
Washington, sem haldinn var 1
nóvembermánuði síðastliðnum,
og varð sú skoðun þar ríkjandi,
að hinn “óttalegi leyndardómur”
atómsprengjunnar hlyti í eðli
sínu að verða sameign allra sam-
einuðu þjóðanna, og undir eftir-
liti hins væntanlega, nýja þjóða-
bandalags. Ganga má út frá því
sem gefnu að fleiri mál en það,
sem að atómsprengjunni lýtur,
verði tekin til yfirvegunar á á-
minstum fundi fulltrúa hinna
þriggja stórvelda.
Sendiuefnd
Frá Ottawa hafa nýverið borist
þær fregnir, að sambandsstjórn
hafi ákveðið að senda nefnd
manna til London upp úr hátjíð-
unum með það fyrir augum, að
hefja á ný við brezk stjórnar-
völd málaleitanir um verzlunar-
samninga milli Canada og Bret-
lands, og reyna að koma því til
leiðar, að brezka stjórnin hætti
við það auglýsta áform sitt, að
takmarka til muna vörukaup
héðan úr landi.
VAKAÐ YFIR VELLI
i.
Austrið roðnar, geislaglæður
gulli skýrri fylla skörð;
fuglar hefja söngva sína
silfurdaggir blika á jörð.
Tekur á rás um haga hjörðin,
hesturinn í túnfót stelst,
undir vesturhliðar lxamri
hnípinn óttaskuggi felst.
Yfir bæ sem bœn til himins
blárra reykja strókur hefst.
Húsfreyjan er árla uppi,
ýmsra starfa skyldan krefst,
Lífið vaknar úti og inni,
önnin grípur hverja hönd,
þegar yfir austurfjöllin
ársól gullin lyftir rönd.
II.
Fyrir nyrzta nesi dýfir
náttsól roðin brún í sœ;
skín af fegurð fjallahringur,
friður er yfir hverjum bæ,
sefur undir örmum fjalla
unaðssæl hin forna bygð,
út að sól x geislagára
glitrar unnin fagurskygð.
Ár og síð í faðmlög falla
fyrir utan Skagatá
léttar slwður Ijósrar þoku
leggjast yfir athöfn þá.
Vökusveinn á velli hvikur
vætir silfur döggvum fót,
brott úr auga strýkur stýru,
starir degi og framtíð mót.
P. Guðmundsson.
Horfinn heim
ymm —— f--—r—rr......"""imiiqp
Guðmundur Daníelsson
Rétt áður en Guðmundur skáld
Daníelsson frá Guttormshaga
steig á skipsfjöl í -Halifax á leið
til fósturjarðar sinnar, skrifaði
hann ritstjóra þessa blaðs, og
sendi honum þrjú nýsamin
kvæði, og skal slíkt að makleik-
um þakkað.
Guðmundur Daníelsson er eigi
aðeins merkur skáldsagna höf-
undur; hann er líka frumlegt
ljóðskáld, eins og kvæði hans,
þau, er Lögberg hefir birt, bera
svo ljóst vitni um; kvæði hans,
mörg hver, eru djúpúðug og
blóðrík; hann fer ekki troðnar
almenningsgötur, hann siglir
sinn eigin sjó, og hefir í ýmiss-
um tilfellum skapað alveg nýtt
ljóðform; með þessu hefir hann
stækkað landnám íslenzkrar
ljóðagerðar.
í áminstu bréfi til ritstjóra
Lögbergs, hét Guðmundur skáld
blaðinu því, að senda því öðru
hvoru fréttapistla að heiman, og
má nærri geta hvort slíkt ve+Si
eigi lesendum til drjúgs fagnað-
arauka.
Lögberg árnar skáldinu góðs
brautargengis og heillar heim-
komu.
Aðalfundur félags
Vestur-lslendinga
Aðalfundur Vestur-íslendinga-
félagsins í Reykjavík var hald-
inn í gærkveldi. — í stjórn voru
kosnir:
Hálfdán Eiríksson, form., Þór-
arinn Gr. Víkingur, ritari, Guðni
Sigurðsson, gjaldkeri. — Vara-
formaður sr. Jakob Jónsson.
Staddur var á fundinum Emil
Guðmundsson frá Lundar, Mani-
toba. Verður hann nemandi í
guðfræðideild Háskólans í vet-
ur. Bauð biskupinn þenna nýja
guðfræðinema velkominn til
náms og dvalar hér. — Þá mint-
ist sr. Jakob Jónsson með mjög
hlýjum orðum, vestur-íslenzka
skáldsins hr. Magnúsar Bjarna-
sonar og konu hans, er nú eru
nýlátin, og bað alla að heiðra
minningu þeirra merkishjóna
með því að rísa úr sætum.
Fél. bárust kveðjur vestan um
haf frá Ragnari H. Ragnar,
Gretti Ásmundssyni og Ásmundi
P. Jóhannssyni.
Fundurinn var fjölmennur og
ánægjulegur og mikill starfs-
hugur og bjartsýni ríkti meðal
félagsmanna.
—Morgunbl. 26. okt.
Vilja fá meira
Eftir alllangt þóf milli ame-
rískra og brezkra stjórnarvalda,
varð það að ráði, að Bandaríkja-
stjórn lánaði Bretum 4 biljónir
dollara. Mörg brezk blöð eru ó-
flnægð með upphæðina, og krefj-
ast þess að fá meira, jafnvel
miklu meira.
Bandaríkin segjast hafa meira
en nóg með peninga sína að gera
heimafyrir.
0r borg og bygð
í fyrri viku voru staddir hér í
borginni frá Islandi, þeir Jó-
hannes Snorrason flugmáður og
Gunnar Jónsson flugvélavirki;
komu þeir hingað til lands til
þess að festa kaup í tveimur
tuttugu og tveggja farþega
Catalína-flugvélum fyrir Flug-
félag íslands. Jóhannes er fyrsti
íslenzki flugmaðurinn að heim-
an, er lauk prófi við flugskóla
Konnie Jóhannessonar; hann er
kvæntur vestur-íslenzkri konu,
Alice Halldórsson frá Riverton,
og skrapp þangað norður í heim-
sókn til tengdaforeldra sinna,
þeirra Mr. og Mrs. Herbert Hall-
dórsson.
Þeir Jóhannes og Gunnar fóru
héðan á sunnudagskvöldið á leið
til Islands, og mun sá fyrnefndi
væntanlegur hingað síðari hluta
næsta mánaðar til að sækja aðra
hinna nýkeyptu flugvéla. '
+
Samkvæmi fyrir heimkomna
hermgnn
Jón Sigurðsson félagið með
aðstoð Icelandic Canadian Club
er að stofna til gleðimóts til þess
að bjóða velkomna heim úr her-
þjónustu alla þá, sem af íslenzku
bergi eru brotnir. Samkvæmið
fer fram í Marlborough Hotel
15 janúar n.k. Fyrst verður
kveldverður og svo dans og spil
á eftir.
Félögin biðja aðstandendur
allra, sem hafa verið í herþjón-
ustu og búast við að verða stadd-
ir í Winnipeg þetta áminsta
kvöld, að senda nöfn þeirra og
núverandi heimilisfang til Mrs.
J. B. Skaptason, 378 Maryland
St., fyrir desember lok, svo tími
gefist til þess að senda þeim
boðsbréf og fá svar í tæka tíð.
Það er mjög áríðandi að fólk
verði við þessari bón sem fyrst
svo unt sé að gera unga fólkinu
okkar heimkomuna ánægjulega
með öllu móti.
+
Ritstjóra Lögbergs barst síðast-
liðinn mánudag bréf frá upplýs-
ingastjóra Reconstruction ráðu-
neytinu í Ottawa, þar sem hon-
um var boðið að koma til Ottawa
og sitja þar blaðamannafund
undir forustu vara-ráðherra á-
minstrar stjórnardeildar, og
hlýða á ýmissa forvígismenn
canadisku þjflðarinnar, sem ný-
komnir eru úr Norðurálfuferð,
og frá mörgu hafa að segja varð-
andi ástandið í Þýzkalandi,
Belgíu, Hollandi og víðar. Fund-
urirtn verður á föstudaginn, en
vegna anna við undirbúning
jólablaðsins, treystist ritstjórinn
ekki til að taka þessu virðulega
boði.
J
*
Ræðismannsskrifstofunni hef-
ir borist bréf frá utanríkisráðu-
neyti íslands þar sem skýrt er
frá því, að við skifti á dánarbúi
Oddnýjar S. Sverrisson hafi Sara
Þórðardóttir, sem mun vera bú-
sett í Ameríku, og Anna Þórð-
ardóttir, sem er dáin, en var bú-
sett í Winnipeg, hlotið arf. Er
ræðismannsskrifstofan beðin að
leita upplýsinga um heimilisföng
Söru Þórðardóttur og barna
önnu Þórðardóttur, svo hægt sé
að greiða þeim arfshluti þeirra.
Er því ofangreint fólk beðið að
snúa sér til ræðismanns Islands
í Winnipeg, Grettis L. Johann-
son, 910 Palmerston Avenue.
Ræðismannsskrifstofa íslands
í Winnipeg.
Söngvari að kveðja
Birgir Halldórsson
Birgir Halldórsson, sem hér hefir
dvalið í sumar og ferðast all-
víða um land og efnt til söng-
skemmtana, er senn á förum.
Mun hann halda kveðjuhljóm-
leika í Gamla Bíó í kvöld.
Birgir hefir áður haldið tvær
söngskemmtanir hér í Reykja-
vík, og á ferðalagi sínu um land-
ið söng hann einnig við hina á-
gætustu aðsókn. Meðal annars
skrifuðu tónskáldin Björgvin
Guðmundsson og Áskell Snorra-
son um hann í Akureyrarblöðin
og báru mikið lof á frammistöðu
hans.
Birgir hefir stundað söngnám
í New York í hálft þriðja ár.
Gat hann sér fljótlega góðan
orðstír meðal kennara sinna, og
í þennan skóla ætlar hann til
framhaldsnáms er hann kemur
vestu'r. Jlafnlframt námi sínu
gerir hann sér vonir um að fá
starf við útvarpsstöð í New
York — verða þar fastur söngv-
ari. Hefir Birgir oft komið
fram opinberlega, meðal annars
í óuerettunni “Oklahoma,” er
synd var í New York átta sinnum
í viku í tvö ár, og þar áður í
óperettu, sem nefnist “Vaga-
bond King.”
Á ferð sinni um Vestur- og
Norðurland söng Birgir meðal
annars lög eftir vestur-íslenzka
tónskáldið Steingrím Hall. En
á söngskránni í kvöld eru ein-
göngu lög, sem hann hefir eigi
sungið áður í íslandsferð sinni.
Þar á meðal eru þýzk og frönsk
lög og ný lög eftir Helga Pálsson,
Björgvin Guðmundsson og Hall-
grím Helgason. Við erlendu lög-
in öll eru íslenzkir textar.
Tónlistarfélagið hefir gert
ítrekaðar tilraunir til þess að fá
Birgir til þess að syngja og leika
í óperettu þeirri, sem það hyggst
að sýna í Reykjavík í vetur. En
söngvarinn hefir ekki fengizt til
þess að fresta vesturför sinni.
Hins vegar ráðgerir hann að
koma aftur heim til gamla
landsins þegar betur hentar hon-
um og eiga hér þá lengri dvöl.
Hafa honum líkað mætavel kynn-
in af löndunum hérna megin At-
lantshafsins og vill gjarna, að
þau geti orðið meiri.
Birgir Halldórsson er Reyk-
víkingur að uppruna, en fór átta
ára gamall vestur um haf með
móður sinni. Dvaldi hann síðan
í Kanada, unz hann hóf söng-
nám sitt í New York fyrir þrem
árum. Tíminn, 15. okt.
Að veigum
í gær varð eg aftur ungur,
fann eldinn læsast um blóð,
hjarta mitt hrifið af gleði
og huga minn upprisuljóð.
Veigarnar gneistuðu og glumdu
og glóðin um æðarnar rann;
hver vöðvi varð æsku-efldur
og áhuginn forni brann.
Og drottinn frestaði dómum,
og dauðinn slíðraði Ijá.
Hvað munar drottinn um daginn
og dauðann um fölnandi strá?
P. G.
1'iiwSwiÍY/ IVVftvivfliWiwMMSrfSéMnihiSvfavftV/'
wwwwwmwmmm"