Lögberg - 13.12.1945, Síða 3

Lögberg - 13.12.1945, Síða 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945 5 4HL6AH/ÍL rVENNA Ritstjóri: INGIBJÖRG JÓNSSON JÓLAGJAFIR Nærföt og sokkar. Jólin nálgast óðum og nú eru margir farnir að hugsa til þess að kaupa jólagjafir til þess að gleðja vini sína. Ekki er ráð nema í tíma sé tekið; margar konur hafa undanfarnar vikur lagt leið sína margoft í búðirnar til þess að leita að ýmsum hlutum, sem þær hafa langað til þess að gefa börn- um sínum og vinum, en nú virð- ist vera mikil ekla á mörgu því, sem venjulega er gefið á jólun- um. Eina konu veit eg um, sem leitaði í mörgum búðum eftir fallegri skyrtu til þess að gefa manninum sínum, en árangurs- laust, og karlmanna sokkar feng- ust ekki held,ur. Það er undir hendingu komið hvort hægt er að fá kvennsokka; konur eru farnar að taka uppá því að standa í hópum í langan tíma við búðarborðið þar sem sokkar eru seldir í stærri verzlununum, í þeirri von að eitthvað af sokk- um verði til boðs ef þær bíða nógu lengi, og svo ef að sokkar fást verða svo mikil þrengslin og miklar stympingarnar að maður þakkar sínum sæla að komast óskaddaður út úr þvög- unni. Einnig er mikil ekla á nærfötum úr gerfisilki, að maður tali ekki um ullar nærföt. Byrgðir af barnafötum eru einnig næsta takmarkaðar. Súkkulaðis ekla. Á dögunum gekk eg framhjá verzlun einni og þar var biðröð af fólki fyrir utan. Eg spurði hverju þetta sætti, og var mér sagt að þar væri súkkulaði á boðstólum. Hugsaði eg mér nú gott til glóðarinnar að fá mér kassa af súkkulaði, og slóst í hópinn, en þegar til minna kasta kom, var ekki eftir einn einasti moli, og eg dauðsá eftir að hafa eytt tímanum í að standa þarna í kuldanum með rautt nef og kaldar fætur, og hét því að gera slíkt ekki aftur. Þurkukaupin. Einn dag voru þurkur auglýst- ar til sölu í einni stóru verzlun- inni. Mér datt nú í hug að eg skyldi vera til staðar, þegar búð- in opnaðist næsta morgun, og ná í tvær þurkur. Eg kom þang- að tíu mínútum áður en búðin opnaðist og þá var þar kominn hópur kvenna, sem stóðu í for- dyrunum og altaf bættust fleiri við. Þegar bjallan hringdi, tóku þær undir sig stökk og hlupu alt hvað fætur toguðu upp stig- ana og inn í lyfturnar. Það var hálf skringileg sjón að sjá konur, ungar og gamlar, feitar og magr- ar, háar og stuttar, þreyta þarna kapphlaup til þess að ná í nokkr- ar þurkur. Þegar upp kom, tók ekki betra við; þar gat að líta slíkan troðning og sviftingar að engu líkar var, en hér væri verið að heyja bardaga. Mér fanst það nú illa sæma þeim, sem telja sig komna af norrænum víking- um, að hopa á hæl; eg tróð mér því inn að borðinu og náði í eina þurku og komst aftur út úr þrönginni ómeidd, en hattur- inn á mér var kominn aftur á hnakka. í mesta granleysi, lagði eg þurkuna á borð, sem þar var rétt hjá mér, meðan eg var að opna budduna til þess að ná í andvirðið, og hvað skeður? Þeg- ar eg lít aftur á borðið, er þurkan horfin og eg sé stóra, feita kerl- ingu, sigla sigrihrósandi í burt með hana. Ekki leyzt mér á að fara að togast á um þurkuna við hana, og allar hinar þurkurnar voru selidar; eg fór því heim við svo búið og svona fór með sjó- ferð þá. Og þannig er það með margt fleira, sem mann langar til að kaupa. Sennilega geta konur út- vegað sér flestar þessar vörur, sem hér hefir verið minst á, ef þær hafa þolinmæði, tíma og skap til þess að ganga í búðir dag eftir dag, standa í biðröðum og ryðja sér inn að búðarborðum, þótt ekki séu miklar byrgðir, nú sem stendur, af ýmsum vör- um, er langt frá því að við líð- um skort. Ef við berum kjör okkar saman við ástand fólks í Evrópu löndunum, þá má segja að við búum við alsnægtir. Blöð, tímarit og bækur V estur-íslend inga Lestrarfýsn íslendinga. Það er engin ástæða til þess að við ættum að ergja okkur með því að leita að jólagjöfum, sem eru lítt fáanlegar. Væri ekki heillaráð að gefa vinum sínum, í þetta skifti blöð, tímarit eða bækur. Það er fyrirhafnarlítið að ná í slíkar gjafir og þær myndu verða vel þegnar. Islendingar hafa lengi bókelsk- ir verið. Engar gjafir eru vin- sælli á íslandi en bækur. Flestar bækur, sem þar eru gefnar út, koma á markaðinn rétt fyrir jólin, til þess að gefa fólki kost á að kaupa þær til jólagjafa. Engin þjóð gefur út tiltölulega, eins mikið af bókum og blöðum, eins og íslenzka þjóðin. Bóka- skápurinn skipar heiðurssess á heimilunum. Islendingi, sem kæmi inn í heimili, þar sem ekki væru bækur, og blöð, myndi finnast hann vera kominn í eyðimörk, jafnvel þótt þar væri gnægð matar og drykkjar, falleg húsgögn og öll nútíma þægindi. Ekkert var hinum fátæku ís- lenzku vesturförum dýrmætara heldur en bókakoffortin, sem þeir fluttu með sér frá gamla landinu; þeir trúðu því fastlega að “blindur er bóklaus maður.” Þeim íslending er illa í ætt skotið, sem ekki hefur ánægju af lestri , og fagnar því að fá eitt- hvað nýtt til að lesa á jólunum. íslenzku vikublöðin. Ef einhver vina þinna fær ekki Lögberg eða Heimskringlu, gætir þú ekki valið honum betri gjöf heldur en að láta senda hon- um blaðið; hann myndi ekki ein- ungis minnast þín með þakklæti þegar hann fær stóra, vandaða jólablaðið, heldur og einnig í hverri viku, þegar blaðið kemur og færir honum fréttir af Is- lendingum víðsvegar, auk margs- konar fróðleiks. Ef að sonur þinn eða dóttir þín búa í fjarlægð frá íslendingum, ættir þú að sendá þeim annaðhvort blaðið, eða bæði blöðin. Oft hefi eg heyrt ungt íslenzkt fólk segja eitthvað á þessa leið: “Eg verð að kaupa íslenzkt blað til þess að geta fylgst með því, sem er að gerast í hinum íslenzka heimi.” “Eg fagna því þegar ís- lenzka blaðið mitt kemur; þegar eg les það, þá er eins og eg sé komin heim.” “Eg les altaf ís- lenzka blaðið til þess að gleyma ekki íslenzkunni.” Islenzku vikublöðin vestanhafs, hafa nú komið út í nærfelt 60 ár og eiga vaxandi vinsældum að fagna. Tímaritin. Tímarit Þjóðræknisfélagsins er talið eitt af þeim beztu tíma- ritum, sem gefin eru út á ís- lenzku beggja megin hafsins. Önnur tímarit, sem teljast mega til þjóðræknisrita er Almanakið, sem er nú yfir 50 ára gamalt og Icelandic-Canadian Magazine, sem er sérstaklega ætlað fólki, sem ekki nýtur sín á íslenzku, en öll þessi rit eiga erindi inn á hvert einasta islenzkt heimili. Stormur er fjölritaður og gefinn út af þjóðræknisdeildinni Esjan. Kirkjumálin hafa jafnan verið Vestur-jíislqndíingum hugstæðí, þeir gefa því út tiltölulega mörg rit trúarlegs efnis. Sameiningin hefir nú runnið 60 ára skeiðið. Önnur slík rit eru: Árdís; Braut- in; Stjarnan og Parish Messen- ger. Öll ofannefnd rit eru svo furðu- ulega ódýr, að fólk gæti sent þau til vina sinna, með viðeigandi áritun í stað þess að senda jóla- kort, og myndu móttakendur hafa ólíkt meiri ánægju og gagn of þeim. Bækur. Það er eftirtektarvert að Vest- ur-íslendingar hafa gefið út fleiri bækur á þessu ári, heldur en í mörg undanfarin ár. Er það gleðilegur vottur þess að rithneigðin, sem Islendingum er í blóð borin er alls ekki að dofna hér í þjóðasambýlinu. Mér er kunnugt um níu nýjar bækur og bæklinga á þessu ári og má það heita vel gjört af jafn fámennu þjóðarbroti sem V.-íslendingar eru. Engin til- raun mun gerð hér til að rit- dæma þessar bækur; hér er að- eins vakin athygli á því að þarna er um margt að velja til jóla- gjafa. Margt ungt fólk hefur nú mikinn áhuga fyrir því að læra íslenzku. Því myndi koma vel að fá Icelandic, Grammar, Texts, Glossary eftir Dr. Stefán Einars- son. Þá held eg að ljóðavinum þætti vænt um að eignast Á Heiðarbrún eftir Dr. S. E. Björnsson, og bæklingana, 50 ára minningar um skáldskap Borgfirðinga eftir P. S. Pálsson, og A Sheaf of Verses eftir Dr. Richard Beck. Islendingar hafa frá upphafi vega haft miklar mætur á sagna fróðleik. Sem kunnugt er, rit- uðu forn-íslendingar ekki ein- ungis sína eigin sögu, heldur og sögu Noregs og margra annara landa. Þjóðir þessara landa hafa orðið að sækja í íslenzkar fornbókmenntir ýmsan fróðleik, sem þar er varðveittur, varðandi þeirra eigin fornsögu. Það hefði verið óeðlilegt ef afkomendur söguþjóðarinnar hér í álfu, hefðu ekki leitast við að rita sögu síns nýja landnáms í þessu landi, enda er nú komið út þriðja bindi af Sögu íslendinga í Vesturheimi eftir sagnfræðinginn og skáldið Þorstein Þ. Þorsteinsson. Um hana fer próf. Watson Kirkcon- nell þessum orðum: “Þetta þýð- ingarmikla verk, sem herra Þor- steinsson hefir tekið sér fyrir hendur, er í miklu stærri stíl en nokkuð (samskonar), sem önn- ur þjóðfélög, nýlega sezt að hér í Canada, hafa ráðist í; stíllinn og allur frágangur sómir höfundi, sem er samtímis vel þektur sem skáld og sagnfræðingur.” , Síðasta bindið fjallar um sögu Nýja íslands; ættu þessar bæk- ur að prýða bókahillur hvers ein- asta íslenzks heimilis; hinir ís- lenzku frumherjar í þessu landi eiga það skilið, að við munum afrek þeirra. Aðra bók hefir þessi mikilvirki höfundur látið frá sér fara á þessu ári, en það er Björninn úr Bjarmalandi, hugleiðingar um Stalin og Sovíet ríkin. Enskar bækur um íslenzk efni. I bókinni, Lutherans in Can- ada, eftir séra V. J. Eylands, er rakin saga lútersku kirkjunnar í Canada og þá jafnframt saga íslenzku lútersku kirkjunnar hé.r Fjöldi mynda eru í þessari bók og væri hún tilvalin sem gjöf, bæði handa okkar íslenzku og enskumælandi vinum. Tvær bækur eru alveg ný-út- komnar, sem fjalla um sögu og bókmentir ættþjóðar okkar: Ice- land and the Icelanders, eftir Dr. Helga P. Briem; prýdd fjölda fagurra litmynda. Hin bókin er Iceland’s Thousand Years, safn fyrirlestra um sögu íslands og bókmentir, sem fluttir voru síð- astliðinn vetur í Icelandic Cana- dian School. Próf. Skúli Johnson hefir undirbúið þessa bók til prentunar. Okkur er það áhugamál, að samborgarar okkar viti einhver deili á fortíð okkar og ættþjóð; við ættum því að kappkosta um það, að þessar bækur komist í hendur sem flestra vina okkar, sem eru enskumælandi, engu síður en til íslendinga. Mikið úrval. Að endingu leyfi eg mér að minna fólk á, að völ er á mörg- um fleiri bókum, heldur en þeim sem hér hafa verið nefndar, sem gefnar hafa verið út eftir íslendinga á seinni árum. Nefni eg nokkrar hér, sem eg man eftir í svipinn: Icelandic Poems and Stories, by Dr. Richard Beck. Sólheimar, eftir Einar P. Jóns- son, (gefin út á íslandi). Hunangsflugur, eftir Guttorm Guttormsson. Úr útlegð, eftir Jónas Stefáns- son frá Kaldbak. Ferðahugleiðingar, eftir Soff- anias Thorkelsson. lceland, the First American Republic, og Ultima Thule, eftir Vilhjálm Stefánsson. Fræðirit Halldórs Hermanns- sonar um íslenzkar bókmentir og sögu. Vonast eg nú til að þessar bendingar komi einhverjum vel, þegar hann fer að hugsa til þess að velja jólagjafirnar. * Agúst G. Polson (Frh. af bls. 4) Mrs. Polson heimili hjá þeim. Börn þeirra eru Elizabeth Sue og Paulina Fjóla. 10. Fjóla Alexandra er gift Arthur Goodman, og eiga þau heima í Winnipeg. 11. Jóhann Konráð er kvæntur Florence McCarthy og búa þau einnig í Winnipeg. Ennfremur ólu þau Polsons hjónin upp bróðurdóttur Ágústs, að nafni Florence. Hún er dótt- ir þeirra hjónanna Snæbjarnar og Guðrúnar Polson, er búa í Vancouver, B.C. Systkini Ágústs, 6 alls, voru þessi: ( 1. Jóhanna Helga, er dó í Win- nipeg árið 1880: 2. Pálína Margrét, er giftist Alfred Avery, en dó í Arcola, Sask., árið 1942; 3. Ásta, er dó á Islandi; 4. Ágúst, er dó fjögra ára á íslandi; 5. Jóhann, er kom til Canada á undan föður sínum, var lengi í Winnipeg, en dó 1912; 6. Snæbjörn í Vancouver. Starfskona hjá þeim Polsons hjónum um langt skeið var Mar- grét Gísladóttir. Ein 10 ár vann hún með köflum á heimili þeirra, fyrst á Gimli og síðar í Winni- peg, en 13 síðustu ár æfinnar var hún algjörlega hjá þeim. Sterkar ræktartaugar knýttu hana við þetta heimili, enda var trygð hennar og hjálpsemi við þennan vinahóp mikils metin. Mr. Polson fylgdi Kristi og kirkju hans. Þegar þau hjónin settust að í nágrenni við Gimli árið 1901, gengu þau fljótlega í söfnuð og fygdu honum með trú- mensku, áhuga og dugnaði í starfi meðan þau áttu þar heim- ili. I Winnipeg tilheyrðu þau Fyrsta lúterska söfnuði. Hann sótti kirkju reglulega og lét sér ant um framgang kristindóms- ins eftir því sem honum var unt. Börn þeirra sóttu sunnudaga- skóla og kirkju, voru öll fermd, og hafa verið öflugar stoðir í kristilegu starfi. Kristindómur- inn var honum áhugamál og hjartans mál. Hlutskifti hans var gott og langt hjónaband: full 56 ár. Samfyl^din, sem hann þar veitti og naut, var í alla staði yndisleg. Heimilið var mannmargt, fjöl- skyldan stór, verkefni þess mik- ið. Að koma til manns svo mörg- um börnum var stórvægilegt verk; en samvinnan var góð, vel farið með efni, og margar hend- ur unnu létt verk. Hann var góður samverkamaður konu sinnar, góður faðir og heimilis- faðir. Lund hans var létt og hann flutti sólskin glaðværðar og gæða inn á heimilið. Öllum þar þótti vænt um hann, og mik- ið var hans saknað þegar syngj- andi gamansama röddin hans heyrðist þar ekki framar. Frá því hann var 15 ára gam- all drengur og þangað til hann varð fyrir slysinu, er leiddi hann til bana, þá 79 ára að aldri, m. ö. orðum 64 ár, var hann lang lengstan hluta allra þessara ára, starfsmaður fyrir aðra. Það mun vera óvanalega langur tími. Samband hans við húsbændur hans var einstaklega gott. Hann var skyldurækinn og hæfur starfsmaður, hugsaði vel um hag þeirra, sem hann vann fyrir, og bar til þeirra vinarþel. Hann var frábærlega stundvís í vinnu, fanst sjálfsagt að vera kominn þangað á undan umsömdum tíma. Að láta sig nokkurn tíma vanta í vinnu fanst honum ó- hugsanlegt, ef nokkur möguleiki var á því að komast þangað. Starf fyrir aðra má skoða sem æfi-sérfræði hans. Honum auðn- aðist að nú því ástandi, sem er svo ákjósanlegt en er oft svo mikill skortur á bæði í liðinni tíð og nútíð: samvinnu þess, sem verk veitir og verk þiggur. Hann hafði ánægju af starfi sínu og er , það eitt þeirra afla, sem héldu við ungdómsfjöri, góðri heilsu, og lífsgleði hans. Eðlilega ávann hann sér traust og velvild þeirra, sem hann starfaði fyrir og með. Við erum samferðamenn: kunningjar okkar, samverka- menn, skólasystkin, þeir sem maður á skifti við, þeir sem maður hittir á mannamótum, ást- vinir vorir ásamt mörgum öðr- um, og við. Hvernig samferða- maður var Ágúst Polson? Vinur hans, Sveinn Oddsson, hefir sagt frá því atriði. Treysti eg mér ekki til að gjöra það betur og set hér því nokuð eftir hann: “Ágúst heitinn var gaman- samur gleðimaður, sem ánægja var að vera með og kynnast, orð- heppinn í viðræðum og fjörugur í tali, sagði prýðilega sögur, en einkum þó skrítlur, og er hon- um tókst upp var mörgum dill- að. Samt var hann alvörugefinn og talaði aldrei um alvörumál nema í fullri alvöru og, mér liggur við að segja, lotningu. Einnig var hann fús að bera virðing fyrir annara skoðunum flestum mönnum fremur, þeirra er eg hefi kynst. “Hann unni kirkju sinni, landi og þjóðerni. Hann var, í tveim orðum sagt, sannur Islendingur. “Og nú, er eg í síðasta sinn segi góða nótt, gamli vinur minn, með þökk fyrir samverustund- irnar, glaðværðina og trygðina í minn garð, alt frá því fyrsta er fundum okkar bar saman og fram til þíns dánardægurs, minn- ist eg þess er þú trúðir svo bjarg- fastlega, að fyrir hverjum einum lægi að vakna upp ungur ein- hvern daginn með eilífð glaða kringum sig, og vona eg, að sú fagra hugsun rætist á oss öll- um.” Hann var einstaklega góður samferðamaður. “Upp til þín, sem öllum hefir eilíft búið hjálparráð.” Upp til hins eilíflega hreina og fagra, leitar önd kristins manns, upp til himnaföðurins, sem er uppspretta allra gæða, bendir Jesús Kristur oss. Upp til þeirra hæða mændi vinur vor. Þangað beinist sálarsjón trúaðra ástvina og sér hann “í eilífa ljósinu Guði hjá.” “Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp eg líta má. Guðs míns ástarbirtu bjarta bæði fæ eg að reyna og sjá; hrygðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur frá.” R. M. NÝ ERU ÖRYGGIS TRYGGINGAR GENGIN í LÖG GILDI! Eigið þér bíl? Sé svo, vitið þér þá, að ef einhver er drepinn eða meidd- ur í slysi, eða eignatjón fer yfir $25, getið þér verið svipt ökuleyfi fyrir mánuði eða jafnvel ár? Og falli dómur yður á hendur vegna bílslyss, er ekki hægt að endurnýja skrásetning bíls eða ökuleyfi, fyr en fullar bætur hafa verið greiddar, eða samið um afborg- anir, og sannanir fengnar fyrir fiárhags- legu öryggi af yðar hálfu. 9 Þetta er yðar eigið áhættuspil, nema þér njótið verndar með Pub- lic Liability og Property Damage tryggingu; eða þér hafið lagt fram fullnægjandi veð; eða þér hafið lagt inn hjá fylkisféhirði peninga eða tryggingarskírteini, er nema $11,000. Þessi nýju lög þröngva yður ekki til fjárhagslegrar öryggisábyrgðar. En án hennar eigið þér á hættu, ef þér bein- línis eða óbeinlínis verðið viðriðnir bíl- slys, að sæta þungum afleiðingum. Getið þér átt annað eins á hættu? Auðskilinn bœklingur um áminst efni fœst ókeypis hjá öllum bílastöðvum í Manitoba, eða hjá Motor Vehicle Branch, Revenue Building, Winnipeg. MOTOR VEHICLE BRANCH - PROVINCE OF MANITOBA

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.