Lögberg - 13.12.1945, Page 4
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINM 13. DESEMBER, 1945
JACKUELINE
ejtir
MADAME THERISE BENTZON
Hún þyrfti að láta skera af sér hárið; það
fanst henni hart að þola, en hún var reiðubúin
að fórna því. Hún vildi leggja á sig hvað sem
væri, ef það gæti leitt til þess, að valda sorg
og söknuði, þeim vanþakklátu persónum, sem
hún vildi ekki nefna. Með hugann bundinn
við þessar hugsanir, sem vissulega áttu lítið
sameiginlegt við tilfinningar þeirra, sem í ein-
lægni leitast við að fyrirgefa þeim, sem hafa
gjört á hluta þeirra; Jackueline hélt áfram að
ímynda sér að hún væri Benedictu nunna,
ufftiir hinum sefandi áhrifum þess umhverfis,
sem hún var í. Hún misskildi áhrif líkamlegr'ar
veiklunar, er hún var veik og þráði að deyja.
Slík tilfinning stafaði af tómleika í sál hennar,
sem henni fanst að allur alheimurinn megnaði
ekki að fylla, en það var bara stundar tómleiki,
eins og á sér stað hjá barni, er það missir fyrstu
tönnina. Xessar tennur detta úr við fyrstu
áreynzlu, en náttúran setur strax aðrar í stað-
inn, sem endast miklu betur; en börnin gráta
þegar þær eru drpgnar út, og hugsa að þær
squ svo fastar. Þaukenna kanské til, kanské
ekki eins mikið ag þau ímynda sér að þau geri.
“Madamoiselle!” sagði Modest, og lagði hend-
ina á öxl Jackueline.
“Mér leið ósköp vel hérna,” sagði Jackueline,
og andvarpaði. “Veistu það Modest,” sagði hún
er þær voru komnar út úr dyrunum, “að ég
er þegar full ráðin í því að verða nunna.
Hvernig lýzt þér á það?”
“Guð forði þér frá því!” sagði gamla hjúkr-
unar konan, forviða.
“Lífið er svo hlífðarlaust.” svaraði Jackue-
line,
“Að minsta kosti ekki fyrir þig, það væri
synd að segja það.”
“Ó, Modest, við vitum svo lítið um hinn virki-
lega sannleika — við sjáum og skynjum aðeins
hið ytra yfirborð, þess sem er. Heldurðu ekki
að hvítt línband yfir ennið, mundi fara mér
vel? Það mundi gera mig líka heilagri Ther-
esu.”
“Og hvað væri svo sem gott við það að
líkjast heilagri Theresu, þegar enginn dáist
að því eða segði þér það?” sagði Modest. “Þú
værir þá bara fríð og falleg fyrir þig eina. Þú
sæir ekki fríðleik þinn, því þér yrði ekki leyft
að hafa spegil. Bara talaðu um það við föður
þinn; við mundum fljótt heyra hvað hann segði
um slíkt tiltæki.”
M. de Nailles, sem var á heimleið frá þing-
húsinu, var að'fara yfir Pont de la Concord
rétt í því að Jackueline bar þar að á heimleið
frá klaustrinu; hún hljóp til hans og náði í
hendina á honum. Þau gengu saman heim og
skeggræddu um alla hluti á leiðinni. Baron-
inn, sem var mildur maður að eðlisfari, fann
til þes með sjálfum sér að hann hefði verið of
strangur undanfarandi við róttur sína. Þegar
hann hugsaði um hvað skeð hafði; hversu mik-
ið að Madame de Naillis reiddist útaf myndinni,
fanst honum það hefði verið ástæðulaust og
óþarft. Jackueline var einmitt á þeim aldri,
þegar ungum stúlkum er hætt við að vera
veikar fyrir og óstiltar; þau höfðu beitt rang-
látlega við hana, sem var svo tilfinninga næm.
Konan hans leit alveg eins á þetta mál, hún
viðurkendi að hún hefði verið of bráð.
“Já,” hafði hún sagt, hreinskilningslega, “Eg
er öfundsjúk; ég sækist eftir öllu fyrir mig
sjálfa. Eg viðurkenni að eg reiddist þegar sú
hugsun greip mig að Jackueline væri rétt í
þann veginn að brjótast undan yfirráðum mín-
um, og það særði mig þegar eg komst að því
hún gat þagað yfir leyndarmáli — þegar eg var
svo viss um að hún segði mér allt sem henni
við kom. Eg viðurkenni að eg hegðaði mér
heimskulega. En hvað getum við gert? Hvor-
ugt okkar getur farið og beðið hana fyrirgefn-
ingar?”
“Auðvitað ekki,” sagði M. de Nailles, “allt
sem við getum gert, er að sýna henni meiri
hluttekningu og nærgætni, framvegis; og með
þínu samþykki skal eg láta meira eftir henni,
en hingað til.”
“Þú hefur mitt samþykki, góði minn, eg sam-
þykki hvað sem þú vilt gera fyrir hana.”
Hjónin höfðu átt þetta samtal sín á milli, án
þess Jackueline hefði minstu hugmynd um
það, svo nú, er M. de Nailles hélt í hendina á
henni á heimleiðinni, byrjaði hann, eins og
hann hafði ætlað sér, á því að tala um að gera
eitthvað fyrir hana. . “Þú ert hálf guggin enn-
þá,” byrjaði hann að segja, “en góð sjóböð
mundu vera þér mjög holl. Mundi þér líka að
fara til einhverra sjóbaðstöðva í næsta mán-
uði?”
“Já, pabbi, það mundi mér líka.”
“Það er eins og þú sért ekki meir en svo viss
um það. I fyrsta lagi, hvert viltu fara? Eg
held mömmu þinni líki bezt Houlgate.”
“Við skulum fara eftir því sem hún vill,”
sagði Jackueline, fremur kuldalega.
“En þú, litla dóttir mín, hvaða staður mundi
þér líka bezt?” Hvað heldurðu um Tréport?”
“Mér líkar Tréport miklu betur vegna þess
að þar erum við svo nærri Madame d’ Argy.”
Jackueline hafði hallað sér að Madame d’
Argy, síðan hún komst í þessa erfiðleika, því
hún hafði verið einka vinkona móður hennar,
sem nú var fyrir löngu flestum gleymd. Að-
setur Madame d’ Argy, sem var kallað Lizer-
olles, var bara tvær mílur frá Tréport, á ynd-
ælum stað við veginn til St. Valéry.
“Það er einmitt rétti staðurinn!” sagði M. de
Nailles. “Fred verður í mánuð heima hjá
móðir sinni á Lizerolles. Þú getur riðið út með
honum. Hann á að fara í langa sjóferð til
fjarlægra landa, og þetta eru frídagarnir hans.”
“Eg kann ekki að ríða á hesti,” sagði Jackue-
line, í undirokunar málrómi.
“Læknirinn heldur að það sé gott fyrir þig,
og þú hefur nógan tíma til að taka nokkrar
æfingar í því. Jomfrú Schult getur farið með
þér svo sem tíu sinnum á reiðkennsluskólann,
og eg skal fara með þér í fyrst skiftið,” sagði
faðir hennar. “í dag förum við til Blackferns
og pöntum reiðföt! — Ertu ekki ánægð með
þetta?’r
Við þetta, eins og hún hefði verið snert með
undra vendi, hvarf þunglyndis og óánægju-
svipurinn afandliti hennar, og augun urðu fjör-
leg og lifandi. Hún færði öllum Dorisar stúik-
um, sem voru virði nafnsins síns, heim sanninn
um það, að sú tvöfalda ánægja sem góð reið-
menska veitir er, fyrst að hafa vel valinn og
vel sniðinn búning, og annað, að hafa tæki til
að láta Sem flesta sjá hve vel hún liti út í ný-
móðins reiðbúningi.
“Eigum við að fara til Blackfern’s núna?”
spurði hún.
“Já, undir eins, ef þú vilt.”
“Þú meinar líklega Blackfern? Reiðbúningur
Yvonne kom frá Blackfern’s!” Yvonne d’Etaples
var í augum Jackueline hin skrautlegasta stáss
mey, sem hún þekkti. Hjarta hennar sló ljett-
ara, þegar hún hugsaði til þess hve Belle og
Dolly mundu öfunda sig þegar hún segði þeim:
“Eg hef fengið fagran grænan reiðbúning, alveg
eins og Yvonne’s.” Hún, miklu fremur dans-
aði en gekk, á leiðinni með föður sínum til
Blackfern’s. Reiðbúningur var svo miklu fall-
egri en síður kjóll.
Stundu síðar voru þau komin í reiðbúninga
búðina. í stórum biðsal voru alslags mismun-
andi búningar til sýnis, auk þess voru margar
ungar stúlkur sem gengu í prosessíu fram og
aftur um salinn, klæddar alslags mismunandi
búningum, sem var verið að sýna til þess að
sem mest bæri á prýði og skrauti þesara bún-
inga. Jackueline gat ekki varist að brosa er
hún horfði á allar þessar veiðibrellur sem þarna
voru hafðar í frammi til þess að ná í kaupendur.
Yfirmaðurinn í þessari skraddarabúð, lét þau
bíða lengi, svo þeim gæfist sem bezt tækifæri
að horfa á og dæma um búningana sem þessar
sýningar stúlkur voru í.
Þar var allt hugsanlegt fyrir kvennfólk, sem
ætlaði til baðstaðanna við sjóinn. Hvítir ermín
kragar, fóðraðir með hvítu silki-flaueli; kvenn-
treyjur í líkingu við sjóliðsforingja einkennis-
búning, með samsvarandi húfur — “Þessi bún-
ingur ætti að geðjast Fred,” sagði Jackueline,
hlæjandi. Meðan þau biðu þar, valdi M. de
Nailles tvo bú^iingai, engu síðuir fáséða an
búningar Mademoiselle d’Elaples. Það gladdi
Jackueline þeim mun meir, því hún hélt að
stjúpu sinni mundi ekki líka þeir. Loksins kom
stór maður fram í biðsalinn; það var yfir-
skraddar-inn; hann hafði mikið alskegg, skreytt
og fágað eftir nýjustu tízku, hann hneigði sig
djúpt, að sið lista eða stjórnmálamanna. Hann
tók mál af Jackueline, með þeirri nákvæmni
og hátíðlegri alvöru, eins og hann væri að gera
eitthvert svo alvarlegt verk, sem heill og ham-
ingja þjóðarinnar stæði á, svo sagði hann fáein
orð við skrifarann sinn og hvarf svo, Svo var
Jackueline sagt að koma þangað á sama tíma
og sama dag, að viku liðinni, til að máta á sér
búningana.
Viku seinna kom Jackueline eins og henni
var sagt, hún var látin sitja á tré hesti, sem
var notaður við mátun slíkra búninga, svo hún
gæti sem bezt dæmt um það sjálf, hvort þeir
féllu vel að brjóstinu, og hvergi sæist hrukka
á þeim. Búningurinn féll þétt að hennar, ekki
ennþá fullþroska líkama, en* sem yfirskradd-
arinn staðhæfði að færi eins vel og Guð sjálfur
hefði gert það. Hann .var vanur að segja við-
skiftavinum sínum að brúka sérstakt lífstykki
um mjaðmirnar úr teygjanlegu efni, en bæði
sökum aldurs Jackueline og fagurrar líkams-
byggingar, væri það ónauðsynlegt. í fáum orð-
um sagt, búningarnir voru svo vel gerðir og
féllu svo að öllum vöðvum, eins og skinnið á
þeim. Þegar Jackueline var komin í þennan
búning fanst henni eins og hún væri ber, þó
þessi búningur væri hneptur alveg upp í háls.
Hún var búin að æfa sig syo á tréhestinum og
venja sig á að sitja í þeim stellingum, sem bezt
þótti við eiga, hún hélt olnbogunum hæfilega til
baka, öxlunum niður, brjóstinu fram, hægri
fætinum innan við söðulklakkinn og með vinstri
fætinum stóð hún í ístaðinu. Hún hafði meira
yndi af þessum reiðæfingum á ímynduðum hesti,
en hún hafði nokkurntíma síðar, á hinum beztu
gæðingum; hún sá sig í gríðar stórum spegli er
hún var að æfa sig, og var himinlifandi af fögn-
uði yfir hve vel hún liti út.
7. KAFLI.
Bláa bandið.
Ást, eins og önnur mannleg' veiklun, þarf
að vera meðhöndluð samkvæmt aldri og lundar-
lagi þess, sem líður. Madame de Nailles, sem
veitti nákvæma eftirtekt, sérstaklega því, sem
hana áhrærði að einhverju leyti; hún gerði alt
se mhún hélt að væri Jackueline til ánægju og
uppörfunar, og það svo þvingunarlaust og eðli-
lega, eins og enginn skuggi þeirrar misklíðar,
sem kom milli þeirra, væri lengur til, þó hún
væri með sjálfri sér orðin hrædd við Jackueline.
Ekki að hún óttaðist hana sem keppinaut.
Madame de Nailles veitti því eftirtekt hve
Jackueline var nú orðin köld og fráhrindandi í
umgengni við Marien, svo hún var viss um að
hún væri ekki að halda sér til fyrir honum.
Hún kom nú frjálst og einarðlega fram við hann,
þvert á móti því, sem hún hafði verið vön. En
það sem kom kynlegast fyrir Madame de Nailles
var hin skjóta breyting. Það var auðséð á öllu
að Jackueline hafði ekki framar neina adáun
á Marien, og ekki heldur fyrir stjúpmóur sinni
— hún, sem einu sinni hafði verið ebku litla
mamman hennar, sem hún hafði elskað svo
innilega, fann að hún leit nú á sig bara sem
stjúpu sína. Fraulein Schult mætti og sama
fálæti og kulda hiá Jackueline. Hvað gat þetta
meint? Hafði Jackueline komist að nokkru
leyndarmáli, sem hún gæti brúkað fyrir hættu-
legt vopn? Hún sagði stundum svo stjúpa
hennar og Marien heyrðu, með mikilli vor-
kunnsemi, er hún kysti föður sinn: ‘“Vesalings
pabbi!” sem altaf kom roða fram í kinnar
Madame de Nailles, stundum hafði hún gaman
af að segja svo tvíræð orð, sem æstu þann grun
og hræðslu, sem þegar var í hjarta stjúpu henn-
ar. “Eg er viss um,” hugsaði baronessan, “að
hún hefir komist að öllu. En, nei! Það er ó-
mögulegt. Hvernig get eg komist að hvað hún
veit?”
Hefnd Jackueline var fólgin í því að halda
stjúpu sinni í stöðugum efa. Hana grunaði og
það ekki að ástæðulausu, að Fraulein Schult,
væri sér óeinlæg, og hefi skilið hvað hún meinti
með því, sem hún spurði hana og sagði henni.
“Tilbeiðsla mín á afburðamanni — miklum
listamanni? Ó! Það er nú að engu orðið, síðan
eg komst að því að hans aðdáun tilheyrir rosk-
inni konu, bjartleitri og ljóshærðri. Eg bara
vorkenni honum.”
Jackueline vonaðist til að þessi grimdar-
fullu orð yrðu flutt — eins og líka var — til
stjúpu sinnar, og eins og búast mátti við, urðu
barónessunni ekki til hjartastyrkingar. MadanTe
de Nailles hefndi fyrir þessa móðgun með því
að láta sem hún heyrði hana ekki. Hún vissi
að sér var nauðsynlegt að vera mjög varfærin
í því hvernig hún breytti við þennan nýja óvin
sinn, sem hún varð að hafa á heimili sínu.
Stefna hennar — stefna, sem kringumstæðurnar
þrengdu henni til að taka upp — var fólgin í
eftirlæti og nákvæmri umhyggjusemi, svo
Jackueline varð þess brátt vör, að hún, sem
stóð, var frjáls, enda notaði hún sér tækifærið.
Hún fleygði sér nú, ef svo má að orði kveða,
af öllum sínum mætti út í gleði- og glaumlíf.
Hún hélt að hún væri nú laus við alla tilfinn-
ingasemi, alla sína æfi. Hún ætlaði að vera hag-
sýn og ákveðin, lítil Parísar-stúlka, én þó í
“hringiðunni.” Hún hafði margar fyrirmyndir
fyrir sér, sem hún ætlaði að líkjast. Bertha,
Helen og Claire Wermant, voru ágætar sem
fyrirmyndir í slíku. Þessar þrjár stássmeyjar
þá í Tréport, undir umsjón kenslukonu, sem
lét þær gera alt, sem þær vildu, nema' að þær
urðu að vera undirgefnar föður sínum, sem
kom þangað á hverju laugardagskvöldi, til að
líta eftir þeim og skamma þær. Þær höfðu kom-
ist í kynningu við þrjár amerískar stúlkur, sem
voru kallaðar “þær vökru,” og Jackueline
komst brátt í hóp þessara kátu meyja.
Æfingin, sem byrjuð- var á tréhestinum,
var nú fullkomnuð á sjávarströndinni.
Stúlkurnar, sem hún nú var með, voru tíu
talsins, hreinir og beinir fjandans óþektarangar,
sem með hárið flaksandi í vindinum, og með
húfuna rétt yfir öðru eyranu, mynduðu sinn
bað-félagsskap með drengjum sér líkum. Þær
voru kallaðar “bláa bandið“ af einhvers konar
einkennisbúning, sem þær höfðu tekið upp. Vér
tölum af yfirlögðu ráði um þær sem stráka en
ekki sem stúlkur, því álit þeirra og hegðun var
að öllu lík ófyrirleitnum strákum, þó allar
kynnu að gefa undir fótinn, eins og æfðar
flennur. Meðlimir bláa bandsins bjuggu hver
nærri annari, við sjóinn í húsum og höllum,
sem voru svo bygð, að neðri hæðin var svo að
segja öll úr gleri, svo til að sjá var eins og sjór-
inn endurspeglaðist í herbergjunum, eins og
alt, sem inni var, lá opið fyrir öllum, sem fram
hjá gengu, eins og það væri úti á strætinu.
Ekkert var út af fyrir sig (private); hvorki mál-
tíðir né heimsóknir gesta, vera þeirra né burt-
för. Auðvitað voru þeir sem bjuggu í þessum
glerhúsum sjaldan heima, því tímanum var eytt
við allslags leiki, böð og útreiðar; þegar fjara
var fór allur hópurinn ofan á sandinn til að
leita og grafa upp skeljar, leggja fiskinet og
dansa á votum sandinum. Á útreiðartúrum
sínum var hópurinn vanur að stanza og hvíla
sig í hinu fagra landslagi hjá Lizerolles.
Á Lizerolle tók Madame d’Argy á móti
þeim, sem var svo himinlifandi glöð yfir því,
að sonur sinn nyti svo mikillar saklausrar
skemtunar með þeim, sem var í miðjum hópi
þessara hálfvöxnu stúlkna, eins og ungur hani
á meðal hæna. Fredric d’Argy, ungur sjóliðs-
foringi, sem var heima hjá móður sinni að njóta
frídaga sinna, áður hann færi í langa sjóferð.
En hve oft, löngu síðar, er hann í dauðakyrð
og þögn, gekk um á efsta þilfari skipsins Flora,
langt frá öllum tækifærum til að daðra við
nokkra stúlku, minntist hann þessara ungu
stúlkna, sumar voru dökkar yfirlitum, sumar
ljósar, sumar rjóðar — að hálfu stúlkur og að
hálfu börn, sem dáðu hann, skömmuðu hann
og stríddu honum, og sóttust eftir nærveru
hans, þegar ekki var um betra að velja, og
stríddu svo hver annari. Hvað hann hafði
skemt sér yndislega vel með þeim! Þær létu
hann ekki í friði eitt agunablik. Hann varð að
lyfta þeim upp í söðulinn, hjálpa þeim er þær
voru að klifra í kletta, stjórna sundtilraunum
þeirra, og dansa svo við þær allar í röð, og vera
gæslumaður þeirra, því hann var eldri en þær,
og var honum svo ekki trúað fyrir þeim? Slík
voða ábyrgð! Hafði ekki gæslumaðurinn jafn-
vel fundið til þess, og það helzt til oft, er hand-
leggur hans var utan um grant mitti, þegar
honum gafst tækifæri til, á riddaralegan hátt,
að veita henni þúsund smágreiða, og sjá sér
til ógleymanlegrar ununar ánægjusvipinn á
andliti hennar. Hann gerði alt sem í hans valdi
stóð til að þóknast þeim, og fanst þær allar
yndislegar, þó Jackueline væri ávalt sú, er hann
tók fram yfir hinar allar, nokkuð sem hún gat
vel merkt af feimni hans og fálæti þegar hann
var með henni. En hún virtist ekki veita aðdáun
hans neina eftirtekt, áleit hann og alt sem hann
gerði fyrir sig, sem nokkurs konar sjálfskyldu.
Hann var svo sem ekkert til hennar, hann
gat ekki komið til greina; hvað var hann svo
sem annað en félagi og leikbróðir?
Fred var ánægður með hve kunnuglega hún
fram við hann — kunnugleiki, sem ef hann hefði
vitað það, var af einlægni sprottin. Hann var í
sjöunda himni af ánægju þessar tvær vikur, og
á því stutta tímabili barst honum meir af þurk-
uðum blómum, slaufum og hálsbindum, en alla
æfina eftir það. Amerísku stúlkunum þótti svo
gaman að gefa eitthvað til minja um sig — en
svo dró skugga fyrir þessa hamingjusól hans.
Hann var nú ekki lengur sá eini. Raoul, bróðir
þeirra Wermant systranna, kom nú til Tréport.
Hann var spjátrungur og yfirlætissamur og
barst mikið á. Hann var klæddur samkvæmt
hinum nýjasta Parísar móð. Ungu stúlkurnar
hópuðu sig saman í fjörunni er hann fór til að
baða sig í sjónum, og horfðu hugfangnar á hann.
Þeim fanst er hann talaði við þær, að glensyrði
hans væru svo skemtileg, og svo indælt hvernig
hann hélt utan um þær, er hann dansaði við
þær, og bar þær í faðmi sér eins og verðlauna-
gripi, svo þær varla snertu gólfið.
Fred fanst að ruddaleg og gamaldags glens-
yrði hans bæru vott um litla siðfágun. Hann
hló að hans auðvirðilega glensi, og langaði til
að slá hann, eftir að hann sá hann dansa við
Jackueline. En hann var neyddur til að viður-
kenna þá almennu aðdáun, sem stúlkurnar
höfðu á þessum manni, sem hann áleit rudda-
legan.
Raoul Wermant dvaldi ekki lengi í Trépot.
Hann hafði bara komið til að sjá systur sínar, er
hann var á leið til Dieppe, þar sem hann bjóst
við að mæta Leah Skip, leikkonu f rá Nou-
veautes. Ef hann léti hana bíða eftir sér í
nokkra daga, var það af því að hann vildi ó-
gjarna skilja við hina laglegu madame de Vil-
legry, sem bjó nálægt vinkonu sinni Madame
de Nailles, sem nú var við baðstaðina til að
hressa sig eftir veturinn. Þar eð svona stóð á,
var þýðingarlaust fyrir ungu stúlkurnar í bláa
bandinu að reyna til að hæna hann að sér. Það
hatur, sem Fred bar í huga sínum til hans,
mildaðist ofurlítið við sundurlausar þunglyndis
vísur, sem hann hafði ort, og geymdi undir
hálmdínunni í rúminu sínu á skipinu. Það er
ekkert óvanalegt að sjóliðar sameini ást sína til
sjávarins við ást á skáldskap og ljóðum. Vísur
Freds voru svo sem ekkert snildarverk, en þær
voru sorgar og harmaljóð. Vesalings Fred jafn-
aði þeim saman í vísum sínum, Raoul Wermat
og Faust, og sjálfum sér við Siebel.
Móðir hans kom óvörum að honum eitt
kvöld, er hann sat og grét yfir þessum harma
og ásta vísum sínum. Hún hafði orðið þess vör,
að hann sat uppi langt fram á nætur, því hún
hafði séð ljós í glugganum hjá honum, löngu
eftir að aðrir voru farnir að sofa.