Lögberg - 13.12.1945, Blaðsíða 6
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 13. DESEMBER, 1945
lögberg
QeflC út hvern fimtudag aí
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáakrlft ritstjórana:
EDITOR LÖGBERG,
695 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Editor: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið — Borgist fyrirfram
The "Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent Avenue
Winnipeg, Manitoba
PHONE 21 804
---------<f
llllllllllllllllllll!llllll!lllllllllllllll!lllll!!!l!!!llllll{|||ll!llllllllllllll!!!llllll!lllllllllllll!llllllll!!!!!lll!lllllllllllllllllllllll!llllll!!lllllllllllllllllllll!llinitl
Ur ríki bókmenntanna
wniiiii!iniiinou:miiiin)mii!!iíH;"i!'''iioiii'i!ii!iiiiiiin{Miii'ii'':ii!ii!miiini'i[i[r!Hf|ii!ir"i!in;!iiiiinnm]mnin!i]ii)iiniii!iwmniiimiiitBni
I.
Sveinn E. Björnsson: Á heiðarbrún,
kvæði, Viking Press Limited, 1945.
Það er nú liðinn rúmur aldarfjórðungur
síðan Sveinn E. Björnsson læknir frá Hróalds-
stöðum í Vopnafirði, kvaddi sér ljóðs á vett-
vangi vestur-íslenzkra skálda; hann fór hóf-
lega af stað, og kvæði hans iétu ekki mikið yfir
sér; franpan af veittist höfundi harla torsótt að
yrkja; fyrstu kvæði hans voru fremur stirð, og
skorti til muna þá kliðmýkt, er hin síðari kvæði
hans búa yfir í allverulegum mæli.
Þetta er fyrsta heildarsafnið af kvæðum
Sveins læknis, og bókin einkum sérstæð vegna
þess, hve mikið hún hefir að geyma af tækifæris
kvæðum, en þau eru þar í miklum meiri hluta;
mörg þessara kvæða eru vel gerð og drengileg,
þótt af beri “Föðurminning,” eða ljóðið sem
helgað er minningu • föður skáldsins, Eiríks
Björnssonar, og mun það, að öllu athuguðu, vera
bezta kvæðið í bókinni, en tvö fyrstu erindin
eru á þessa leið:
Varst þú vorbarni
vegarstjarna.
Leiddir þú löngum
lítilmagna.
Grandvar þú gekkst
á guðsvegum,
í orði og athöfn,
ást og trú.
Hljóð er nú þín hvíla
sem heilög jörð.
Hnígur sviphrein sól
um sumarkveld.
Vakna vafurlogar
um vesturhvel;
Koss Kveldröðuls:
Hann er kveðja þín.
í undirvitund Sveins skálds ómar viðkvæmur
strengur sanneinlægrar trúar og kemur þetta
glögt fram í þeim ljóðum sem hann kveður um
jólin.
í Jólavísum, bls. 67, er meðal annars þetta
erindi:
Og eitt er víst, þó ár í höfin renni
og eldar grandi vorri frjóu jörð.
Þó eignir manna og bygðir allar brenni
á bænalífið sína þakkargjörð.
Annað kvæði, helgað jólunum, bls. 72, er
sviphreint. og frumlega orkt; í því eru eftir
greind erindi:
Sjá snjókornin falla í foldarskaut!
Þau fjúka um stundar bil.
Þannig er æfin sem augnablik
í aldanna djúpa hyl.
En augnablikið á útsýn þá,
sem öldunum stærri var.
og snjókornsins máttur ei fyrirferst
þó fjöllin sigi í mar.
Aí brimróti aldanna sviphrein sól
nú svífur um dapran hug
er ylríkir geislar frá geimsins hæð
grípa sitt vængjaflug.
Þótt ísköld sé foldin og fenni í skjól
er fögnuður inst í sál,
því konungur lífsins kennir þar
um kærleik og friðarmál.
Sveinn skáld er sterk-norrænn í anda;
hann ber djúpa lotningu fyrir íslenzkum menn-
ingarerfðum, og ann Islandi hugástum; kemur
þetta víða fram í ljóðum hans á fagurlegan
hátt; má í rauninni svo segja, að ástin til ís-
lands sé tvinnuð inn í skapgerð hans; enda
benda mörg kvæðin ljóslega til þess, hve tíð- .
hugsað honum verður heim; og heim ætti hann
að fara, þó ekki væri nema snögga ferð; það
mundi afla honum fjölbreyttari yrkisefna.
Talsvert er í bók þessari af smellnum lausa-
vísum, og nægir í því efni, að benda á eftirfar-
andi vísu, bls. 81:
Fyrir gjafir gleymskunnar
góða stjórn má prísa,
er upp úr hafi heimskunnar
hundaþúfur rísa.
í kvæðinu Island, bls. 7, farast skáldinu
þannig orð:
Fjarst í austri er þín mæra mynd,
er miðnætursól um fjallatind
vefur þig ástarörmum.
Eilífðin sjálf þar á sinn draum,
er opnast þín blóm við ljóssins straum
með krystalla tár á hvörmum.
Naumast verður sagt, að í áminstri bók
Sveins læknis, sé margt um veruleg tilþrifa-
kvæði; en engu að síður er innan spjalda henn-
ar að finna all mörg fáguð og ljóðræn kvæði,
sem búa yfir drengilegum og fögrum hugsunum,
er minna á Ijóðlínur Guttorms um Káinn:
“Það er merkur, mætur heill
maður á bak við kvæðin.”
Um ytri frágang bókarinnar má ekki tæp-
ara standa, að hann geti talist samboðinn ljóð-
unum; og þótt pappírinn sé viðimandi, þá er
innhefting slík, að naumast er unnt að blaða
í bókinni nema einu sinni, án þess hún gliðni
öll í sundur; óþarflega mikið er af prentvillum
í bók þessari, og það sumum meinlegum, svo
sem í vísunni “Undir áhrifum.” En þar verður
fyrir lesendunum meinleg hornskekkja:
• “Ef þú hefðir sjálfa sjón
ég held þú gætir staðið.”
Fyrri ljóðlínan á auðsæilega að vera: “Ef
þú hefðir hálfa sjón,” o.s.fr.
Ágæt mynd af höfundi fylgir bókinni.
Áminst ljóðabók er 231 blaðsíða að stærð,
að meðtöldu efnisyfirliti; hún kostar í kápu
$2.50, og fæst á skrifstofu Viking Press Ltd.,
Sargent og Banning, eða í Björnsson’s Book-
store, 702 Sargent Avenue.—
II.
HELGI P. BRIEM:
Iceland and the Icelanders. Litmyndir eftir
Vigfús Sigurgeirsson. Útgefandi John Francis
McKenna Company, Maplewood, New Jersey.
Með samningu þessarar bókar hefir Dr.
Helgi P. Breim unnið hið þarfasta þjóðræknis-
verk, því naumast getur betri þjóðrækni en þá,
að fræða erlendar þjóðir um ísland, þjóðina,
sem landið byggir og þau menningarlegu sér-
kenni, sem með henni hafa skapast frá önd-
verðri landnámstíð. Bók þessi, sem er 96 blað-
síður að stærð í stóru broti, prentuð með stóru
og glæsilegu letri, og skreytt fjölda óvenjufag-
urra litmynda af landslagi og sögustöðum, hefir
til brunns að bera glögt, en samanþjappað menn-
ingarsögulegt yfirlit yfir þróun íslenzku þjóðar-
innar frá fornri tíð til vorra daga; en þótt víða sé,
vegna takmarkaðs rúms í ekki stærri bók, að-
eins stiklað á steinum, sýnist þetta hvergi koma
að sök, né trufla samhengið, þó æskilegt hefði
verið, að bókmenntum þjóðarinnar hefði verið
gerð nokkru ítarlegri skil; á hinn bóginn skal
það þó að verðugu metið hve drepið er á margt
í andlegu og efnahagslegu lífi Islendinga, er
skjótt nær föstum tökum á lesandanum; upp-
runa þjóðarihnar er skilmerkilega lýst, sem og
atvinnuháttum, hennar, vísindaiðkunum, mál-
aralist og söngmennt, ásamt nokkrum dráttum,
er að bókmentunum lúta, bæði að fornu og
nýju; alt er þetta íslendingum sjálfum kunnugt,
enda er bókin auðsjáanlega, einkum og sér í
lagi, ætluð enskumælandi lýð til lesturs, og á
þeim vettvangi myndi hún koma að ómetanlegu
gagni, fengi hún verskuldaða útbreiðslu; en nú
vill svo illa til, að slíks er naumast að vænta, að
minsta kosti ekki fyrst um sinr), vegna þess, að
því er höfundinum segist frá í bréfi til ritstjóra
Lögbergs, að íslenzku bókaverzlanirnar keyptu
allt upplagið, að frátöldum þeim eintökum, er
hann sendi vinum sínum í jólagjöf; vonandi
verður þess ekki langt að bíða, að þessi gagn-
merka bók verði endurprentuð, og komi að
þeim notum, sem henni frá hendi höfundarins
voru ætluð; hún myndi verða æskulýð vorum í
þessu landi kærkomin, og vekja hann til með-
vitundar um uppruna sinn og ætt, en slíks var
jafnan full þörf, auk þess sem eldra fólkið
myndi jafnframt njóta ánægju af því, að hvíla
hugann við línur og liti þeirra fögru mynda af
af ættjörð þess, er bókina prýða; þær eru marg-
ar af þeim stöðum, sem það elskaði.
Að bók þessari er íslenzku þjóðinni mikill
menningargróði, og hún stendur í stórri þakkar-
skuld við Dr. Helga fyrir að hafa búið hana
svona vel úr garði.
ÁGÚST G. POLSON
MINNINGARORÐ
Á uppvaxtarárum mínum í
Winnipeg, veitti eg eftirtekt ung-
um manni, sem mér fanst óvana-
lega nettur í allri framkomu.
Hann var svo einstaklega smekk-
lega og fallega búinn, og yfir
höfuð var öll hans persóna að-
laðandi. Á þessum fyrstu árum
kyntist eg honum ekki persónu-
lega, en eg vissi hver hann var
og man vel eftir föður hans. Þessi
ungi maður var Ágúst Polson.
Seinna lágu leiðir okkar saman
á Gimli, þegar eg var þar prest-
ur.
Ágúst var fæddur í Austur-
görðum í Þingeyjarsýslu, 29. dag
júní-mánaðar, árið 1855. For-
eldrar hans vpru þau hjónin
Gunnar Pálsson og Jóhanna
Ingjaldsdóttir prests Reykjalín.
Bræður Gunnars voru: Jóhann,
faðir Páls Jóhannssonar (Col.
Paul Johnson), sem um eitt skeið
var þingmaður í Norður-Dakota.
Jón, faðir Sigríðar heitinn-
ar, konu Þorsteins Thórarinsson-
ar, er lengi var verzlunarmaður
í Winnipeg; Guðmundur, og Sig-
mundur á Ljósastöðum í Skaga-
firði; Margrét í Austara-Landi í
Þingeyjarsýslu var systir þeirra.
Móðir Jóhönnu var Helga, al-
systir Erlendar Gottskálkssonar
í Garði í Kelduhverfi, er var
faðir Jóns Eldons, sem um tíma
var ritstjóri Heimskringlu í Win-
nipeg.
Ágúst ólst upp með foreldr-
um sínum. Árið 1879 flutti fjöl-
skyldan vestur um haf, tók sér
bólfestu í Nýja Islandi, settist að
á landi, sem nefnt var Brautar-
holt í svonefndri Víðinesbygð,
ekki langt frá þar sem nú er
Husavick pósthús og-járnbraut-
arstöð. Um veturinn naut hann
kenslu hjá frú Láru, konu séra
Jóns Bjarnasonar, sem þá var
prestur í Nýja íslandi og átti
heima á Gimli. Næsta vor var
Ágúst fermdur af honum.
Seinna þetta sama vor, fluttu
hjónin og börnin til Winnipeg og
þar var heimili þeirra mörg ár.
Fljótt fór Ágúst að vinna. Fyrsta
sumarið í Winnipeg, og tvö næstu
sumrin, vann hann á gufuskip-
um, sem gengu eftir Rauðá.
Hvar var þá tækifæri til ment-
unar fyrir þessa íslenzku ungl-
inga? Allir voru fátækir, og
drengir og stúlkur urðu að fará
í vinnu eins fljótt og auðið var.
Það er þessum fyrstu íslending-
um í Manitoba til heiðurs, að
þeir höfðu sjálfir samtök með
það, að veita börnum tilsögn.
Þetta var tilfellið bæði í Nýja ís-
landi og í Winnipeg. Til þess að
hjálpa unglingum þeim, sem ekki
áttu kost á að njóta alþýðuskól-
anna, stofnuðu íslendingar í
Winnipeg námsskeið nokkurn
tíma vetrarins. Sumir þeirra, er
kendu í þessum skóla voru:
Magnús Paulson; Stefán Paulson,
er síðar fór til Chicago; Guð-
mundur (Björnsson) Anderson,
er síðar fór til Vancouver;
Christian Johnson frá Héðins-
höfða og fleiri. Ágúst færði sér
vel í nyt þá tilsögn, sem þessi
skóli veitti, enda mun það satt,
að alla sína æfi var hann að læra.
Eftir að Ágúst hætti þessari
sumarvinnu á skipum, fékk hann
búðarvinnu. Var hann við þess
háttar starf mörg ár. Þrjú ár
vann hann hjá Sanderson nokkr-
um, er sá um og seldi það sem
þurfti til að mála og pappíra
hús; 4 ár hjá Jobin & Marrin, er
starfræktu matvöruverzlun; 11
ár hjá öðrum matsala, C. D.
Anderson; og ’ý ár hjá Robert
Wyatt, járnvörukaupm. Vetur-
inn ý885-86 veiktist faðir Ágústs,
og fékk hann aldrei fulla heilsu
eftir það. Varð Ágúst þá fyrir-
vinna heimilisins, en á þvf voru
þá, auk foreldra Ágústs og hans
sjálfs, Snæbjörn, yngsti bróðir
hans og 7 ára gömul stúlka, Fjóla,
dóttir Pálínu systur hans. Er
hún var fullorðin, giftist hún
Sæmundi Sæmundssyni.
Þegar Ágúst var rétt að segja
23 ára gamall, hinn 3. dag júní-
mánaðar, árið 1888, giftist hann
Elísabetu Þuríði Gísladóttur. Var
hún dóttir Gísla Konráðs Eiríks-
sonar og Elísabetar Þuríðar Jóns-
dóttur. Séra Jón Bjarnason fram-
kvæmdi hjónavígsluna. Tóku
ungu hjónin að sér heimili það,
sem Ágúst hafði séð um. Héldu
þau áfram að vera í Winnipeg til
ársins 1901.
1 Nýja íslandi bjuggu þau frá
1901 til 1919. Nokkurn hluta þess
tíma bjuggu þau á landi skamt
fyrir vestan Gimli-bæ; en síðar
fluttu þau inn í bæinn. Á þess-
um árum vann Mr. Polson hjá
ýmsum: J. G. Christie; H. P.
Ter^esen, járnvörukaupmanni;
Sigiirdson-Thorvaldson, verzlun-
armönnum; og Hrólfi Sigurdson,
kaupmanni að Árnes, Man. For-
eldrar Mr. Polsons héldu áfram
að hafa heimili hjá honum og
Mrs. Polson, nema það að síð-
asta ár æfinnar var faðir hans á
heimili í Portage la Prairie,
þurfti meiri umönnun en unt var
að veita honum heima. Þar
andaðist hann árið 1903; en móð-
ir hans dó hjá þeim fjórum ár-
um síðar.
Árið 1919 fluttu þau aftur til
Winnipeg. Fékk hann fljótt
vinnu hjá Marshall-Wells félag-
inu, járnvörukaupmönnum, og
vann hann þar þangað til hann
var 65 ára. Hafði hann þá náð
aldurstakmarki elli-hvíldar, en
með aðstoð góðra manna fékk
hann að halda áfram vinnu hjá
International Laboratories, sem
er undir umsjón sama félagsins,
og þar vann hann, að heita mátti
það sem eftir var æfi.
Á þessu Winnipeg tímabili áttu
þau 20 ár heima að 118 Emily
Street; en það hús var síðasta
heimili séra Jóns Bjarnasonar.
Þaðan fluttu þau með tengda-
syni og dóttur, Paul og Línu
Goodman, að 652 Golding St.
Þar var síðasta heimili hans. Þau
hjónin bjuggu þar við hina beztu
aðbúð. “Enginn sonur,” segir
Mrs. Polson, “hefði getað verið
þeim betri en Mr. Goodman var,”
enda hafði allur ástvinahópurinn
þeirra hinn sama anda að geyma,
og lét þeim í té alla þá hjálpsemi
og ástúð, sem unt var að veita.
Mikinn hluta æfinnar naut
Ágúst góðrar heilsu, enda kom
sér það vel fyrir mann, sem var
stöðugt í vinnu. Á síðari árum
fór nokkuð að bera á hjartabilun,
og varð hann því að fara varlega
Svo bar slys að hendi. Hinn 29.
dag ágústmánaðar í fyrra, 1944,
er hann var við vinnu sína hjá
Marshall-Wells félaginu, varð
hann fyrir því óhappi, “að hurð
fauk opin og hitti hann svo ó-
þyrmilega að hann kastaðist út
af palli, er hann stóð á, og henti
honum 5 fet til jarðar. Kom
hann svo hart niður, að hann
mjaðmarbrotnaði.” Var hann
tafarlaust fluttur á almenna
sjúkrahúsið í borginni. Var hann
þar nokkurn tíma, kom svo heim
og var þar tvær vikur, en svo
var ekki um neitt annað að gjöra
en fara aftur á sjúkrahúsið.
Hjúkrun fékk hann ágæta, bæði
á sjúkrahúsinu og eins heima.
Báðar þær dætur hans, sem eru
hjúkrunarkonur, þær Mrs. B.
Bjarnarson og Mrs. B. M. Paul-
son, tóku þátt í hjúkruninni
heima, og allir ástvinirnir, sem
áttu þess kost, liðsintu á allan
þann hátt, sem unt var. Sömu-
leiðis gjörðu læknarnir, sem
stunduðu hann, sér far um að
veita honum alla þá hjálp, sem
varð veitt. Hann var þakklátur
fyrir alla hjálp og vinsemd, og
glaður í anda, þrátt fyrir það
sem hann leið; en að hinu eina
dró: hann andaðist laugardag-
inn 14. október. •
Útförin fór fram miðvikudag-
inn 18. okt. og var fjölmenn.
Kveðjumálin flutti sóknarprest-
ur hans, séra Valdimar J. Ey-
lands í Fyrstu lútersku kirkju,
en síðasta athöfnin var fram-
kvæmd í Brookside-grafreit. Þar
hvíla hinar jarðnesku leifar, en
andinn hjá Guði, sem gaf hann.
Þau hjónin, Ágúst og Elísabet,
eignuðust 11 börn
1. Elzt þeirra er Jóhanna, gift
Frank Ward; bjuggu þau lengi
að Erinview, Man., en eiga nú
heim í Winnipeg. Dóttir þeirra,
Leona Jean, er gift Bruce Moore,
og eiga þau einnig heima í Win-
nipeg. Önnur börn Wards-hjón-
anna eru Shirley og Archibald
Frank.
2. Elísabet Hazeltine er gift
Birni Bjarnarsyni, kaupmanni
að Langruth, Man. Dóttir þeirra
er Inez Bonnie.
3. Archibald Jón Polson, var í
fyrra veraldar-stríðinu og dó i
sjúkrahúsi á Englandi.
4. Florence Nightingale var
gift Birni M. Paulson, lögmanni
og sveitarskrifara í Bifröst-sveit,
að Árborg, en hann er nýlega
dáinn. Dóttir þeirra er Elísabet
Ólöf.
5. Margrét er gift Valdimar
Bjarnarsyni, bónda og útvegs-
manni að Langruth, Man. Börn
þeirra eru Isobel June og Valdi-
mar Wallace.
6. Agústa Sigríður Björg er
gift Dr. John M. Jackson, lækni
í Essondale í British Columbia.
Sonur þeirra er Robert Wyatt.
7. Robert Wyatt Polson er
kvæntur Ólöfu Egilson, og búa
þau að Lake Francis, Man., og
starfrækja þar verzlun. Sonur
þeirra er Robert Ólafur.
8. Drengur, er dó svo ungur,
að hann náði ekki skírn.
9. Lína Byron er gift Paul
Goodman, í Winnipeg, og hefir
(Frh. á bls. 5)