Lögberg - 07.03.1946, Síða 1

Lögberg - 07.03.1946, Síða 1
/ PHONE 21374 A Complete Cleaning Institution 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 7. MARZ, 1946 NÚMER 10 iiiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiin^ lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllli FRÁ FYRRl DÖGUM (Lesið á Frónsmóti 26. febr. 1946) islendingur Heiðraður Thórarinn V. Johnson Nýlega birtist frétt í dagblöð- unum um það, að enn annar Is- lendingur hafði verið heiðraður af konungi Bretlands. Hann er Squadron Leader Thorarinn V. 0 Johnson, frá Minnewakan, Man., yngsti sonur þeirra hjóna Sig- urðar sál. Johnson og Guðrún- ar sál. Vigfúsdóttur konu hans. Hann var fæddur á Minnewakan, 25. marz 1907, og ólst þar upp og gekk þar á barnaskóla. En há- skólagöngu sína hlaut hann alla héi» í Winnipeg, og útskrifaðist með B.A. gráðu. Auk þess stundaði hann nám í verkfræði og efnafræði á háskólanum. Mr. Johnson innritaðist í flugherinn í ágúst mánuði, 1941, og ári seinna, í nóvember 1942, fór hann til Englands og var þar úr því, þar til að innrásin mikla var gerð á Frakkland í júní 1944. Þá fór hann með deild sinni til Frakklands og kom víða við á meginlandi Evrópu. Þegar hann innritaðist í flug- herinn og náði fullnaðarprófi sínu var hann gerður að Flying f Officer. En eftir að hann hafði dvalið á Englandi um nokkurn tíma, hlaut hann viðurkenningu fyrir sérstaka hæfileika sem hann sýndi, og var gerður að Squadron Leader. Hann kom heim s.l. oktober og fékk lausn úr flughernum. En svo um nýárið var hans minst í nýársskeytum frá konunginum fyrir hans ágætu framkomu í flughernum * *og honum var sent heillaóskaskeyti frá flugmála- ráðherra Canadastjórnar í til- efni af þeim heiðri. Þannig bæt- ist enn annar íslendingur við í tölu þeirra sem á einn eða ann- an hátt hafa hlotið heiður og við- urkenningu fyrir að skara fram- úr og standa vel í stöðu sinni. Mr. Johnson er seztur að iiér í Winnipeg og býr í Bell Rose Apts., á Wolseley Avenue. Hann er kvæntur Eileen Ayliffe. VERÐUR FYRIR BÍL OG BÍÐUR BANA Sú harmafregn barst hingað yfir útvarpið á sunnudaginn, að Methúsalem J. Thorarinson byggingameistari héðan úr borg, hefði orðið fyrir bíl í Vancouver þá um daginn og látist á sjúkra- húsi af völdum meiðsla tveimur klukkustundum síðar. Mr. Thor- ^rinson var í skemtiferð vestur við haf, ásamt Skúla Benjamins- syni. Mr. Thorarinson var frá- hær eljumaður, sem bygt hafði ^nikið stórhýra í þessari borg; auk ekkju sinnar, Sigríðar, og eins sonar, lætur hann eftir sig ivaer systur og tvo bræður. LÆTUR TIL SÍN TAKA Síðastliðinn fimtudag flutti utanríkisráðh. Bandaríkjanna, Mr. Byrnes, útvarpsræðu í New York, er vakti alþjóðaathygli vegna þeirrar hreinskilni, er hún var mótuð af. Mr. Byrnes kvaðst ekki geta komið auga á eina ein- ustu réttlætanlega ástæðu fyrir því, að til ófriðar drægi á ný milli stórveldanna, þótt alvarlegs ágreinings yrði vart meðal sam- einuðu þjóðanna eins og enn horfði við; málaleitanir varðandi alheimsfrið væru í rauninni enn á byrjunarstigi, og þótt nokkurra agnúa yrði vart, væri ástæðu- laust með öllu að örvænta um giftusamlegan árangur. Á hinn bóginn kvaðst Mr. Byrnes vilja láta það skiljast, að það væri ófrávíkjanleg stefna Bandaríkjastjórnar, að láta á- sælni hvergi viðgangast, hvort sem hennar yrði vart hjá smáum eða voldugum þjóðum. Banda- ríkin gerðu ekki tilkall til land- aukninga. í nokkurri mynd, og þau krefðust jafnframt hins sama af öllum öðrum þjóðum. Vantraustsyfirlýsing feld C.C.F.-liðar í Manitobaþinginu báru nýlega fram í þinginu van- traustsyfirlýsingu á hendur samvinnustjórn Mr. Garsons, út úr hinum og þessum smáatrið- um, sem engan veginn var auð- velt að átta sig á; eitt og annað, sem þessi þingmannahópur núði stjórninni um nasir var þess eðlis, að ekki var unt að halda henni ábyrgri fyrir því, svo sem stífninni á Ottawafundinum, er þar rak upp trjónu; ráðherrar Sléttufylkjanna verða að minsta kosti ekki réttilega sakaðir um slíka þrákelkni, og þá allra sízt Mr. Garson; að alvarleg húsekla eigi sér stað í landinu, verður vitanlega ekki um deilt; en sé það rétt að áfellast stjórnir í því sambandi, verður það miklu fremur sambandsstjórn en stjórnir hinna einstöku fylkja, er ábyrgðina ber á slíku ásigkomu- lagi. Áminst vantraustsyfirlýsing var feld með 36 atkvæðum gegn 11. Svo fór um sjóferð þá. Curling Kappar Eins og vitað er, gekk Curling flokkur Leo Johnson sigrandi af hólmi í nýlega afstaðinni Curl- ing-samkeppni í þesari borg, og vann þá kappatitil Manitoba fylkis; því næst átti flokkurinn að spreyta sig í Saskatoon, og stendur samkepnin yfir alla vik- una. Er síðast fréttist, hafði Johnson-flokkurinn þrjá vinn- inga. Öll fylkin taka þátt í sam- kepninni. ALT í BÁLI Það er síður en svo að ástand- ið í Egiftalandi sé að breytast til hins betra, nema síður sé. Stú- dentar hafa hleypt af stað einu uppþotinu af öðru, er valdið hafa alvarlegum blóðsúthellingum; um hundrað manns hafa beðið bana, en hátt á fimta hundrað verið fluttir á sjúkrahús vegna limlestinga og sára. Kjörin forseti Mrs. B. S. Benson Á nýlega afstöðnum ársfundi Jóns Sigurðs$onar félagsins, var Mrs. B. S. Benson, bókhaldari Columbia Press Ltd., kjörin til forseta í stað Mrs. J. B. Skapta- son, er þá lét af því starfi eftir langa og dygga þjónustu. Mrs. Benson er mikilhæf kona og á- hugasöm mjög um velferð þeirra stofnana eða samfélagssamtaka, er hún tekur sér fyrir hendur að styðja. Njósnarstarfsemin Síðastliðinn mánudag var það gert lýðum Ijóst, að fjórar per- sónur voru formlega sakaðar um að hafa veitt sendifulltrúa Rússa í Ottawa, óleyfilegar upplýsing- ar varðandi hernaðarleg leynd- armál canadisku þjóðarinnar i sambandi við atómsprengjuna, uranium og Radar; persónur þessar hafa nú komið fyrir rétt, og eru nöfn þeirra sem segir: Mrs. Emma Wolkin, er játaði á sig sök; Capt. Gordon Lunan; Ed- ward Mazerall, og Kathleen Mary Willsher; alt gengdi fólk þetta mikilvægum trúnaðarstöð- um í þjónustu sambandsstjórnar- innar; þess er vænst, að frekari upplýsingar varðandi þetta máí, verði gerðar heyrum kunnar á næstunni. Or borg og bygð Mr. Laugi Thorvardson frá Cavalier, N. Dak., kom til borg- arinnar á mánudagskvöldið, ár samt Freeman Levy og systuj: hans, Mrs. Jón Axdal. Mr. Levý er að leita sér lækninga. Mr. Thorvardson, Mrs. Axdal og Mr. J. J. Thorvardson, fóru suður á miðvikudaginn. * Icelandic Canadian Evening Schoól— Mr. J. J. Bildfell flytur fyrir- lestur, “Hannes Hafstein and the Realist Poets,” í neðri sal Fyrstu lútersku kirkju, þriðjudagskveld- ið 12. mar£ kl. 8 e. h. — íslenzku kenslan hefst kl. 9. Aðgangur fyrir þá, sem ekki eru innritað- ir, 25c. ♦ Gefið í byggingarsjóð Banda- lag lúterskra kvenna: Kristján Ólafson, Winnipeg, $10.00; Mrs. L. Preece, Sr., $3.00; Rev. og Mrs. R. Marteinsson, $5.00; Mr. August Johnson, Win* nipegosis, $15.00, í minningu um ástkæra eiginkonu. Ólöfu Sig- urveigu Johnson, d. í Winnipeg, 27. janúar 1946. Meðtekið með þakklæti og samúð, Hólmfríður Daníelson, 869 Garfield St., Winnipeg, Man. NÝR FORSETI Séra Valdimar J. Eylands Síðasta starfsdag þjóðræknis- þingsins, var séra Valdimar J. Eylands kosinn forseti Þjóð- ræknisfélagsins í stað Dr. Beck, er eftir sex ára dygga og ágæta forustu baðst undan endurkosn- ingu; hinn nýi forseti er ágæt- um hæfileikum gæddur og sann- íslenzkur í húð og hár. Aðrir embættismenn félagsins eru þessir: Séra Philip M. Pétursson/ vara-forseti; Séra H. E. Johnson, ritari; Jón Ásgeirson, vara-ritari; G. L. Jóhannson, féhirðir; Séra E. H. Fáfnis, vara-féh.; Guðmann Levy, fjármájarit. Arni G. Eggertson, aðstoðar fjármálarit.; Ólafur Péturson, skjalavörður. Endurskoðendur — Steindór Jakobsson og J. Th. Beck. Til heiðursfélaga voru kjörnir Jðhn C. West, séra Albert Krist- jánsson og prófessor Ásmundur Guðmundsson. Gefið í blómsveigasjóð kven- félagsins “Björk”, Lundar, $5.00; frá Mrs. Ingveldi Johannesson, í minningu um hjartkæran son, Kristján J. Mýrdal, dáinn 10. jan. 1946 í Chicago, 111. og $5.00 frá Mr. og Mrs. Sigurdur Mýrdal, Lundar, í minningu um kæran frænda, Kristján J. Mýrdal. Mrs. G. Einarsson, (skrifari). + Rollicking St. Patrick’s Day Party — The Icelandic Canadian Club promises you an evening even gayer and giddier than St. Valentine’s if you’ll come to their St. Patrick’s Day Party in The Federated Church Parlors on Sargent and Banning at 8.17 p.m., Saturday, March 9th. Wilfred Baldwin will be there as guest entertainer. You be there too so you don’t miss the fun. * Heimilisiðnaðarfélagið heldur næsta fund á miðvikudagskvöld- ið 13. marz að heimili Mrs. Albert Wathne, 700 Banning St.; fund- urinn byrjar kl. 8 e. h. + The Icelandic Canadian Club will hold a general meeting in the Federated Church Parlors, Banning St., on Wednesday Evening, March 20th at 8.15 p.m. All members and prospective members are urged to be on hand, as the evening promises to be most interesting. The Club has been fortunate in securing Capt. Niel Bardal as guest speaker. Musical entertainment will be supplied by Mr. Jerry Bardal. Invitation is extended to all returned men and women. Proceedings will commence 8.30 sharp. Refreshments will be served. Þó eg virði og fylgi í flestu friðar stefnu seinni daga; hugurinn oft á rökkur ráfi reika vill um gamla haga. Lifa enn í löngu minni leifarnar af fornum glóðum. Beztu árum æsku minnar eyddi eg á þessum slóðum. Nýi tíminn hafnað hefir hetjuljóði og kappa sögum. Nú er afrek einskis metið ef það skeði fyr á dögum. Æskulýðsins augu sœrir eldri daga frægðar myndin. _ Nú er gulli ættararfsins útvarpað í galsa vindinn. Hér var alt með öðru móti ástandið á landnáms tiðum. Flestir mátu yndi að eiga einhvern þátt í deilum stríðum. Eitt mun landnámssagan sanna sé hún nákvæmt færð í letur; aldrei hafa á öðrum tímum unglingarnir rifist betur. Telja mátti tápi mergjað trúboðið, í æsku minni. Minna hugsað um að öðlast alsælu með hógværðinni. Ef menn þreyttust á að beita andans mýkri glímutökum, voru svartir synda þrjótar sannfærðir, með hnefa rökum. Þá sveif andi orku og dáða yfir sveitum “Goodtemplara.” Létu enga að sér hœða, albúnir til svaðilfara. Bitrum öxum ámur klufu; ölið létu í hálminn renna. Það fanst mörgum þyrstum sálum þrefalt verra en galdra brenna. Þá var okkur emigröntum, unglingum í vaðmálsfötum, vissara að halda hópinn hér á þessum frjálsu götum. Innlendinga orð og hnefar enga miskun vildu sýna. Marga á eg enn í minni orustu, á Ross og Nena. Enskum virtust ærnar sakir okkar trygð við þjóðarsiði; skinnsokkar með bláum böndum, brók og treyja, forn í sniði. Altaf kom þó æðið mesta yfir þá, að vinna skaða, þegar við úr vasa drógum vetlingana, tví-þumlaða. Móti þeirra hnefahöggum harðknúðum, og leifturskjótum við, sem enga aðferð kunnum oftast stóðum völtum fótum. Eg sem oftast undi betur aftarlega í fylkingunni, við að eggja lúið liðið, lá í roti einu sinni. Vœri aðeins um að ræða einvígi, að gefnum sökum. Þá var, held eg, happasœlast hryggspenna, með undirtökum. Þegar hnúar hrygginn mörðu hikaði margur drembinn glanninn. Svo voru kné að kviði drifin kröftug til að sansa manninn. Illa sœmdi að eg gleymdi œskudaga leiksystrunum. Þeim sem mig að stóru starfi studdur framar öllum vonum. Kendu orð sem enskinn bitu ef eg þóttist standa hreykinn. Drógu út úr orustunni aftur á bak, ef hart var leikinn. Þakka eg gleði æskuára; áflogin og margan hnekkinn. Krýndar sveigum silfurhára seztar nú á ömmu-bekkinn. Kenni þær sínum barnabörnum brögð og manndáð forfeðranna. Vermi þær bæði úti og inni eldar góðu minninganna. — Efar nokkur að við hlóðum undirstöður þjóðrœkninni. Bárum hiklaust hennar merki, hopuðum ekki í framsókninni. Þó voru okkar einu launin ánœgjan.af þörfu verki. Glóðaraugu, arg og pústrar — engin kross né heiðursmerki. KRISTJÁN PÁLSSON. lll!!llllllllllllllll!liíiillií!llíu:,:,ilJiilílilíii, lillllllllllllllllllllllllltlllllllllllllllll Jllll!ll!!llllllll!llllllllll!llí!i:ili:illll iill!ll!llllllll!lllll!IIIIIUl!t!!!l!IIHIIII __________________________________________________________llllllllllllllllilllllllll!lllllllllllilllllllllllll!llllllll!llllllllllllllllillll!ll!l!llilllliiliiillllliilllllíllilillllllllltliil!i!ill!lllllllllllllllllllll!!!lllllllllllilll!l!lllllllill!ll!!!llllll!l lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllillllllllllllllíllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllliillilllllllliilllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll SUMARDRAUMUR Eg þrái sólbjartan sumardag, og söngva fuglanna í dalnum heima, við fossana að hlusta á fallandans lag, sjá fjallalækina hvíslandi streyma. Þar brosandi sólgeislar berast um dalinn og blómanna litskrúð þúsundfalda. Friðurinn einkennir f jallasalinn falinn í bládjúpi himintjalda. Heiðgolan frjáls eins og hugur manns háfjallabúunum svalar. Fegurðarauðlegð míns ættarlands, óskamál hjartans talar. Heillandi óma eg heyri stundum hljóma sem bergmál frá íslands dölum, þótt skógarnir ylmi með skuggsælum lundum og skrautið ljómi í glæstum sölum. í fjarlægð eg hlústa á það fagnaðarlag, um föðurlandið er mig að dreyma. Eg þrái sólbjartan sumardag og söngva fuglanna í dalnum heima. ÁSA FRÁ ÁSUM. UUljjiJUUUiUJjUiUUfUUtllllUilUUUIItUUIimiiUlll!UliUiU!lUniltMlllll!lillllllUlllU!illUlUl!llli:i!IllllflUt!UIIII!liU!IUHllltili!IIU!Umi!tflat miltli!IIIJlllll|[||«lllllllll!IIIIIIIIIIIIIIIIWIII!llllllllllllllllll1ffl

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.