Lögberg - 07.03.1946, Side 3

Lögberg - 07.03.1946, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINiN 7. MARZ, 1946 3 má hins bezta af honum í því efni bæði um efnisval og allan frágang. Mrs. P. S. Pálsson hefir aftur í ár annast söfnun auglýs- inga í ritið, með miklum dugnaði og ágætum árangri. Með þakk- læti skal þess getið, að Þjóð- ræknisfélagið á Islandi hefir sem undanfarin ár, pantað 750 ein- tök ar fitinu til útbýtingar meðal félagsmanna sinna, og er upplag þess því aftur með allra stærsta móti. Ásamt “Icelandic Canadian Club” átti félagið einnig hlut að útgáfu fyrirlestrasafnsins Ice- land's Thousand Years, er út kom undir ritstjórn prófessor Skúla Johnson, og fór ágætlega á þeirri tilhögun, því að félögin höfðu átt samvinnu um fræðslunáms- skeið þar sem fyrirlestrarnir voru haldnir, og fólk út stjórnarnefnd- inni flutt marga þeirra. Hefir erindasafn þetta fengið ágæta dóma, og er talið hið þarfasta rit; vil eg því eindregið hvetja deildir félagsins til þess að stuðla se mmest að útbreiðslu þess, því að það á sérstakt erindi til æsku- lýðs vors. Þá er nýútkomið 3. bindi Sögu tslendinga í Vesturheimi eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, mikið rit og merkilegt, þrungið að fróð- leik og vel samið. Vil eg minna félagsfólk vort og deildir á það, að rit þetta heldur áfram að koma út undir nafni félagsins, þó að sérstök nefnd áhugamanna á út- gáfunni annist hana að öllu leyti. Má ekki minna vera, en félag vort stuðli af frekasta mætti að útbreiðslu sögunnar, enda var tilboð nefndar þeirrar, er.stend- ur straum af útgáfunni, sam- þykt af stjórnarnefnd vorri með því skilyrði, að félagið “geri sitt ítrasta til þess að selja og út- breiða bókina í samvinnu við uefndina.” Agnesar-sjóðurinn. Eins og þegar er kunnugt, hóf Þjóðræknisfélagið fyrir stuttu síðan almenna fjársöfnun í náms- sjóð til styrktar hinni óvenjulega gáfuðu listakonu, Agnesi Sig- urdsson píanó-leikara, til þess að gera henni fært að stunda fram- haldsnám í New York. Hafa þeir vara-forseti, féhirðir og skjala- vörður þetta mál með höndum af hálfu félagsins, og hafa undir- tektir almennings þegar orðið góðar. Er félagið þakklátt fyrir það. En betur má þó, ef duga skal, því að hér er um langt og kostnaðarsamt nám að ræða. Eigi getur heldur fegurra eða þarfara þjóðræknisverk en það, að styðja þá á framsóknarbrautinni í list sinni, sem jafn líklegir eru til þess að auka á hróður vorn og settþjóðar vorrar eins og þessi glæsilega listakona er. önnur mál Auk milliþinganefnda þeirra, sem þegar voru taldar, munu eftirfarandi nefndir leggja fram skýrslur sínar: minjasafns-nefnd, tormaður Bergþór E. Johnson; Leifs Eiríkssonar myndastyttu- nefnd, formaður Ásmundur P. Jóhannsson; húsábyggingar- nefnd, formaður séra Halldór E. Johnson; og nefnd, er annast söfnun sögugagna og þjóðlegs fróðleiks, formaður séra Sigurð- or Ólafsson. Venju samkvæmt verða einnig lagðar fram prent- aðar skýrslur féhirðis, fjármála- ritara og skjalavarðar, og nægir að vísa til þeirra um fjármál fé- iagsins. Niðurlagsorð. Á þinginu í fyrra tók eg endur- kosningu í forsetaembættið fyrir emdregnar áskoranir úr mörg- urn áttum, en setti jafnframt það skilyrði, að eg yrði eigi í kjöri aftur 1 ár. Sú ákvörðun mín stendur óbreytt, og biðst eg einnig undan að taka annað sæti 1 stjórnarnefndinni að þessu sjnni. Vona eg, að enginn mis- s hji þá afstöðu mína, því að hún er hvorki sprottin af minkandi áhuga á þjóðræknismálunum, né heldur af vanþakklæti til yðar, sem hvað eftir annað hafið sýnt mér traust og sóma. Ein af höfuð ástæðunum til þessarar ákvörð- unar minnar er sú, að eg hefi undanfarin ár, vegna félags- starfsins, orðið að leggja á hill- una ritstörf um íslenzk efni, sem mér ber að vinna, og þá sérstak- lega að ljúka við að rita minn hluta af sögu íslenzkra nútíðar- bókmenta á ensku, sem dr. Stefán Einarsson og eg erum að vinna að í sameiningu, en Alþingi ís- lands hefir veitt fé til útgáfunn- ar. Væri það því ódrengskapur að láta það verk lengur óunnið, að ótöldum mörgum öðrum rit- störfum, sem eg hefi lofað *-að vinna á næstunni, svo sem end- urskoðuð útgáfa af þýðingasafn- inu Icelandic Lyrics. Hitt þarf eg vart að taka fram, að eg er jafn fasttrúaður og eg hefi altaf verið á nauðsyn og gildi þjóðræknisstarfsemi vorr- ar í landi hér og reiðubúinn að leggja félagi voru og málum þess lið í ræðu og riti, eða með öðrum hætti, eftir því sem ástæður mín- ar leyfa. Með tilliti til ofangreindrar á- kvörðunar minnar, vil eg þá þakka innilega öllum þeim, sem átt hafa sæti í stjórnarnefndinni í forsetatíð minni, fyrir ágæta og ánægjulega samvinnu, enn- fremur ritstjóra tímarits félags- ins, forsetum og öðrum embættis- mönnum deilda þess og sam- bandsdeilda, ritstjórum vestur- íslenzku vikublaðanna, sendi- herra Islands í Washington, aðal- ræðismanni þess í New York, ræðismönn muþess í Chicago og Winnipeg og stjórnarnefnd Þjóð- ræknisfélagsins á íslandi. Öllum þessum aðilum á félagið og eg sem forseti þess undanfarin sex ár mikla skuld að gjalda. Það á einnig sérstaklega við um for- seta íslands, herra Svein Björns- son, heiðursverndara félags vors, og ríkisstjórnir íslands á um- ræddu tímabili sem sýnt hafa oss frábæra góðvild og mikinn sóma, svo sem með því að senda biskup Islands sem fulltrúa á aldarfjórðungs-afmæli félags vors og bjóða fulltrúa af vorri hálfu á lýðveldishátíðina. Loks þakka eg félagsfólki voru í heild sinni hjartanlega fyrir alla til- trúna sem það hefir sýnt mér, og hin mörgu uppörvunarorð í bréfum og samtölum, sem verið hafa mér byr undir vængi í starf- inu og óræk sönnun þess, hve málstaður vor á víðtækar og djúpar rætur í hugum fólks vors. Þó sjálfsagt sé að horfast hrein- skilningslega í augu við þá erfið- leika, sem vér eigum vig að strída í félagsmálum vorum, og þar er um margt á brattan ag sækja, fæ eg eigi annað séð, er eg lít yfir starfið undanfarin ár og horfi fram á við, en að þessi starfsemi geti enn átt langt líf fyrir höndum, ef að henni er unnið af einlægni, áhuga, sam- huga og fornsýni. Það eru hinir traustu hornsteinar allrar farsæl- llegrar og varanlegrar félags- starfsemi. Hinn mikilhæfi og spakvitri forseti Bandaríkjanna, Franklin D. Roosevelt, komst svo að orði í einni af hinum frægu hvatning- arræðum sínum til þjóðar sinn- ar á stríðsárunum, að það eina, sem menn þyrftu að hræðast væri óttinn sjálfur. Það er sama hugs- unin og fram kemur í kvæði hins snjalla skálds vors Hannesar Hafstein, sem einnig var bjart- sýnn og brattsækinn leiðtogi þjóðar sinnar: Öllum hafís verri er hjartans ís, sém heltekur skyldunnar þor. Ef grípur hann þjóð, þá er, glöt- unin vís, þá gagnar ei sól né vor. Vörumst að láta þann klaka spenna helgreipar sínar um hjartarætur vorar, draga oss kjark úr brjósti og orku úr taug- um. “Trúin flytur fjöll,” stendur skrifað. Trúin á málstaðinn flyt- Gullbrúðkaup Það var glatt á hjalla á heim- ili þeirra Thorvaldar og Halldóru Sveinsson í Hvarfi, í Viðirnes- bygð, í Nýja Islandi, sunnudag- inn 20. janúar s.l. Þrátt fyrir vont veður og ó- færar brautir þyrptust bygðar- búar þangað heim, til að minn- ast 50 ára giftingar afmælis hjónanna. Herra Helgi Johnson hafði for- ustuna á hendi—og óskaði þeim, fyrir hönd allra bygðarbúa, til lukku og blessunar á þessum heiðursdegi þeirra— og þakkaði þeim samveru liðnu áranna.— Afhenti hann Gullbrúðkaups- hjónunum $60.00 í peningum, gjöf frá bygðarbúum. Notuðu börn þeirra einnig tækifærið að minnast ástríkra foreldra, og gáfu þeim sinn gullhringinn hvoru. Svo voru ræður haldnar og söngvar silngnir. Þessir tóku til máls: Mr. og Mrs. Skapti Arason, Þorsteinn Johnson, Arn- ór Hólm, Andrés og Eddi Thor- steinsson, Mrs. J. Sigurdsson, Mrs. Helgi Johnson. Einnig var lesið frumort kvæði, eftir skáld- ið Þ. Þ. Þ., ort fyrir tækifærið. Að lokum báru konur bygðar- innar fram rausnarlegar veit- ingar. Gullbrúðkaupshjónin þökkuðu fyrir sig, og báðu bygðarfólki allra heilla. Héldu svo allir heim til. sín glaðir og ánægðir. ur hann fram til sigurs, því að hún heldur vakandi eldi áhug- ans. í þeirri trú kveð eg yður til starfa á þessu 27. þingi Þjóð- ræknisfélags íslendinga í Vestur- heimi og bið um líftrú og eld- móð oss til handa í kröftugum og tímabærum orðum skáldsins, sem eg vitnaði til áðan: Þrengdu þér gegnum lands og þjóðar lund, lífga hið veika, efl og bæt hið sterka, lát alt sem dáðlaust sefur bregða blund, til bjartra, góðra, drengilegra verka. Jón Vídalín og Oddur Sigurðsson Litlir voru þeir vinir Oddur lögm. Sigurðsson og biskup sem Þorvaldur Sveinsson og kona hans Halldóra Albertsdóttir frá Steinstöðum í Víðirnesbygð hafa ávaxtað sitt pund með afbrygð- um vel, þessi 50 ár, sem þau hafa búið í bygðinni.— Á tímabili var Thorvaldur að- al forustumaður í félagsmálum bygðarinnar. Hann sat í skóla- ráði og var safnaðarförseti í mörg ár—Einnig aðal ræðumað- ur og samkomustjóri. Hjónaband þeirra Thorvalds og Halldóru hefir verið og er fyrirmyndar hjónaband. Sökum heilsubilunar, gat Hall- dóra ekki unnið mikið að félags- málum, en hún skildi fullkom- lega skyldu kristinnar eigin- konu og móður. Hún innrætti börnum sínum sannkristið hug- arfar og gerði heimilið að sælu- reit fjölskyldunnar. Svo mikill kærleikur og • samræmi var á milli hjónann^, foreldra og barna, að fá dæmi eru slík. Börn þeirra Thorvaldar og Halldóru eru: Elín—Tók kenn- arapróf og kendi 10 ár víðsvegar í Manitoba. Gift Kristjáni Sig- urdssyni, Sandy Hook. Lilja Valdína—Kendi í Nýja íslandi. Gift Valdimar Sveinssyni, Camp Morton. Pétur Skúli — Giftur Jóhönnu Skaftfeld, Sandy Hook. Albert Valtýr—Giftur Marin Stanley, Húsavick. Anna Soffia —Gift Skafta Anderson, Sandy Hook. Theodora Thorsteina — Gift Sigurði Martin, Husavick. Einar Emil—Ógiftur, heima. Kunnugur. sjá má af því, að eitt sumar er Jón hélt ræðu, að sagt er, á Al- þingi, vildi Oddur ekki brjóta svo mikinn odd af oflæti sínu að hlusta á hann, heldur sendi þjón sinn, og bað hann segja sér úr ræðunni. Sú ræða er orðlögð er hann hélt þá . En er sumum þótti nóg um, ætluðu þeir að ganga út. Hafði þá biskup tekið dæmi að Dathau og þeim félög- um, og skipaði jörðinni að svelgja þá óguðlegu, er ekki eirðu því að heyra orð hans. Fanst þeim þá jörðin skjálfa og settust niður. En er ræðunni var lokið, fór þjónn Odds til hans féll á kné og las honum ræð- unna upp úr sér. Þá hafði Oddi orðið þetta að orði: “Mikill and- skotans kjaftur er á honum Jóni.” GULLBRÚÐKAUPVÍSUR 18. jan., 1896—18. jan., 1946 til Þorvaldar Sveinssonar bónda að Hvarfi í Víðirnesbygð í Nýja íslandi, og konu hans Halldóru Guðrúnar Albertsdóttur Þiðriks- sonar frá Steinsstöðum í sömu bygð, frá börnum þeirra hjóna. Faðir, þakkir þér þelhlý kveðja ber fyrir gleði og gæfuarfinn bezta. Móðir, þökk sé þér, þú gafst ylinn mér: Kærleiks andann, konung heimsins mesta. Hér sveif íslenzk önd yfir skógarströnd, Vatnið minti á Skagafjörðinn fríða; kvað við móðurmál, minning geymdi sál milli fjalls og fjöru, dals og hlíða. Fenna flestra spor, fyrnist landnámsvor, ísland vestra gerist grátt í vöngum; samt er eftir enn aldnar konur, menn, sem að dvelja í huga heima löngum. Ykkar ævistarf æ skal minna á Hvarf, unz að gerast glæður landnáms kaldar. Blessun bjó í hag brúðkaups langa dag ristan gullnum rúnum hálfrar aldar. Ykkur — öllum þeim, er um Vesturheim dagsverk hafa heiðri feðra unnið, þakkar þjóð vor mest því hún skilur bezt: gott var band í gömlu plöggin spunnið. Þ. Þ. Þ. Business and Professional Cards DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Slmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Slmi 61 023 Talslmi 95 826 Heimilis 53 893 Dr. S. J. Jóhannesson DR. K. J. AUSTMANN Sérfrœöingur i augna, eyrna, nef 215 RUBY STREET og kverka sjúkdómum. 704 McARTHUR BUILDING (Beint suður af Banning) Cor. Portage & Main Talslmi 30 877 Stofutlmi 4.30 — 6.30 Laugardögum 2 — 4 Viðtalstlmi 3—5 eftir hádegi DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur í augna, eyma, nef og hálssjúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk. Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. l*hones: Office 26 — Res. 230 EYOLFSON’S DRUG PARIv RIVER, N. DAK. íslcnzkur lyfsali Fólk getur pantað meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur líkkistur og annast um út- farir. Allur fltbúnaður sá bezti. Ennfremur selur hann ailskonar minnisvarða og legsteina. Skrifstofu talsími 27 324 Heimilis talsimi 26 444 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG Haldor Haldorson DR. J. A. HILLSMAN byggingameistari • Surgeon Cor. Broadway and Edmonton Winnipeg, Canada 308 MEDICAL ARTS BLDG Slmi 93 055 Phone 97 329 INSURE your Property with HOME SECURITIES Limited 468 MAIN STREET Leo E. Johnson, A.I.I.A. Mgr. Phones: Bus. 23 377 Res. 39 433 Dr. Charles R. Oke Tannlæknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING • 283 PORTAGE AVE. ' Winnipeg, Man. TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Distributors of FRESH AND FROZEN FISH Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla 1 heildsölu með nýjan og frosinn fisk. 303 OWENA STREET Skrifst.slmi 26 355 Heima 65 462 Legsteinar, sem skara fram úr. Úrvals blágrýti og Manitoba marmari. Skrifiö eftir veröskrá Gillis Quarries, Limited 1400 SPRUCE ST. SÍMI 28 893 Winnipeg, Man. J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Út- vega peningalán og eldsábyrgð. bifreiðaábyrgð, o. s. frv. PHONE 97 538 Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson Lögfrœöingar 209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Slmi 98 291 Blóm stundvlslega afgreidd THE ROSERY, LTD. Stofnað 1905 427 PORTAGE AVE., WINNIPEG Slmi 97 466 VJ HAGBORG u n FUEL CO. n • Dial 21 331 NaFlí) 21 331 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDSON Your patronage will be appreciated Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance V CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Dlrector LOMBARD BLDG., WINNIPEG Wholesale Distributors of Fresh J. Davidson, Representative and Frozen Fish. Phone 97 291 311 CHAMBERS STREET Office Ph. 26 328 Res. Ph. 73 917

x

Lögberg

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.