Lögberg - 07.03.1946, Page 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGINN, 7. MARZ, 1946
*---------Hogberg-------------------*
Gefið út hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 Sargent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EUITOR LOGBERG
605 Sargent Ave., Winnipeg, Man.
Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The "Líögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avei ue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
PHONE 21 804
Þeir óánægðu
Sá órói í mannsáliuni, sem stafar
frá umbótaþrá, er sjálfsagður og hollur;
hann örvar menn til sterkari átaka og
nytjaverka, í stað þeirrar jórturværðar,
er heltekur vitundarkerfi hinna, sem
sætta sig við Status Quo, eða að alt
hjakki í sama farinu.
“Það er svo bágt að standa í stað,
því mönnunum munar
annaðhvort aftur á bak,
ellegar nokkuð á leið.”
Sumir menn eru óánægðir við alt og
alla og hafa alt á hornum sér; séu þeir
spurðir hverju slíkt sæti, verður svarið
jafnan hikandi og þokukent; það sýn-
ist skipta minstu þó menn þessir hafi
í rauninni alt, sem hendi þarf til að taka;
þeir eru stútfullir af dutlungum og svip-
sýru eins fyrir því; þeir úthúða stjórnar-
farinu heima fyrir, en lofsyngja eitt-
hvert annað stjórnarfar langt í burtu,
og sem þeir bera nauðalítið skynbragð
á; þeir skilja ekki, eða vilja ekki skilja
sérkosti hins brezka stjórnarfars, er
skipar virðuleik einstaklingsins í önd-
vegi; þeir halda a^ Rússinn sé þess einn
megnugur, að skapa himnaríki á þess-
ari jörð, og eru þó næsta ófróðir um það,
hvernig til hagi þar í landi, sem vonlegt
er; þetta er ekki sagt á nokkurn hátt
til að draga úr þeim framförum, sem
skapast hafa á Rússlandi frá því á tím-
um rauðu byltingarinnar, því þær eru
gagnmerkar um margt; á hinn bóginn
er það sýnt, að um lýðræði í Rússlandi,
í sama skilningi og vestrænar þjóðir búa
við, er naumast að ræða; þar er í raun-
inni einungis einn stjórnmálaflokkur,
kommúnistaflokkurinn; og þó kosning-
ar fari fram í landinu, eins og nýlega
varð raun á, bera þær lýðræðisfyrir-
komulaginu slælegt vitni, því þenna eina
flokk verða allir að kjósa, er á annað
borð leggja það á sig að koma á kjör-
stað. Rússland er hernaðareinveldi,
þar sem þegnarnir verða að lúta boði og
banni eins einasta valdmanns með
gaddakylfu í hendi; vera má að þetta
eigi við, eða jafnvel fullnægi slafneskri
þjóðarsál; en engu að síður er slíkt í
beinni mótsögn við lífskoðanir vest-
rænna og norrænna manna, er jafnan
setja helgi persónuleikans ofar litdaufri _
hópsál. —
Einn þeirra manna, er sæti áttu á
fundi sameinuðu þjóðanna í London
fyrir hönd Canadastjórnar, var Mr.
Stanley Knowles, C.C.F. þingmaður
fyrir Mið-Winnipeg kjördæmið hið
nyrðra; eftir að áminstum fundi var
frestað, sennilega fram í maí, brá Mr.
Knowles sér til Rússlands til þess að
kynnast með eigiir augum lífsvið-
horfi rússnesku þjóðarinnar; hann lét
vel af ýmsu, er fyrir augu og eyru bar;
eftir að Mr. Knowles kom til London úr
áminstri Rússlandsför, rekst hann á
fréttaritara, Richardson að nafni, er
spurði hann hvernig Rússinn, auðsjá-
anlega í menningarlegum efnum, mæld-
is á móts við Breta og Bandaríkjamenn.
Mr. Knowles svaraði á þessa leið:
“Rússneska þjóðin stendur okkur
enn að baki.”
Aldrei hefir Mr. Knowles, svo vitað
sé, verið borinn á brýn kali í garð rúss-
nesku ráðstjórnarríkjanna. —
Þingræðið er fjöregg lýðræðisins;
veikist virðing hins fyrnefnda, missa
rætur hins síðarnefnda safa sinn. —
Naumast verður um það deilt, að í
þessu fagra landi, hafi líðan fólks verið
betri um allmörg undanfarin ár, en með
flestum öðrum þjóðum heims, nema ef
vera skyldi á íslandi; óskynsamlegrar
og ósanngjarnar óánægju, hefði því í
rauninni ekki átt að hafa orðið vart, en
þó var þessu ekki að heilsa; þeir óá-
nægðu hristu höfuð sín eins fyrir því.—
Canadiska þjóðin er eina þjóðin í
heimi, sem með viturlegri löggjöf þá er
síðasta heimsstyrjöld brauzt út, kom í
veg fyrir skaðlega verðþenslu, og skap-
aði með því slíkt jafnvægi innan vé-
banda þjóðfélagsins, að segja má, að
þrátt fyrir hin risafengnu stríðsátök,
héldist lifnaðarhættir þjóðarinnar og
efnaleg afkoma hennar, að mestu leyti
normal. Og hvað var þá óánægjuefnið,
er öllu var á botninn hvolft? Minti það
ekki á orð skáldsins:
“Reykur, bóla, vindaský.”—
Öll óánægja verður að grundvallast
í styrkum rökum, en ekki á fálmandi
sálsýki.
Avarp
við setningu 27. ársþings Þjóðræknis-
félags íslendinga í Vesturheimi, 25. feb.
1946, fluít af sendifulltrúa íslands,
Ingólfi lækni Gíslasyni. —
Herra forseti, kæru landar—
Eg er kominn um langan veg, og
það gleður mig að fá tækifæri til að
heilsa ykkur, og eg þakka ykkur inni-
lega fyrir þann sóma og vináttu, er þið
sýnduð okkur hjónunum með því að
bjóða okkur á þessa virðulegu sam-
komu.
Eg freistast til að segja ykkur hvað
mér datt í hug áðan þegar forsetinn var
að kynna okkur—það var svo sem ekk-
ert ljótt; það var ein bænin úr Faðirvor-
inu: Leið oss ekki í freistni. Eg hafði
altaf farið lauslega yfir þessa bæn, því
mér fanst að til slíks mundi alls ekki
koma, en ekkert var það annað en góð-
semi, kærleikur, og máske glettur
skáldaguðsins, sem komu honum til að
segja sumt lofið um okkur—lofið, sem
hafði ekki nógu trausta undirbyggingu.
En eg er ekkert betri; eg freistaðist
til að hálf þykja vænt um þetta, og
þakka öll hin fögru lofsyrði, þótt sum
væru óverðskulduð. En aðallega er eg
hingað kominn til þess að flytja ykkur
kærar kveðjur og hamingjuóskir að
heiman, frá íslandi, frá ríkisstjórninni,
frá Þjóðræknisfélagi íslendinga, frá
sendiherra íslands í Washington, og
frá íslenzku þjóðinni í heild.
Mig hafði ekki dreymt um að það
ætti fyrir mér að liggja að ferðast um
þessar slóðir, en forlögin hafa nú hagað
þessu svona. Það gleður okkur mikið,
landa ykkar heima, að vita til þess að
þið hafið svo öflugan og öruggan áhuga
á því að viðhalda þjóðerni og tungu
ættjarðarinnar.
Ek sagði af ásettu ráði: “Vita til
þess,” vegna þess að sundið eða víkin
á milli vinanna er svo breið, og sain-
göngur lengi vel svo erfiðar, að fæstir
okkar gátu litið þessa grein þjóðarmeið-
sins og landnám ykkar eigin augum.
Mér er í barnsminni frostveturinn mikli
á íslandi. Eg var fæddur og uppalinn í
litlum sveitabæ í afskektum dal á Norð-
urlandi. Það var seinni part þessa vetr-
ar, þykk fönn hafði hulið jörðina marga
mánuði, það var fóðurskortur fyrir fé-
naðinn og eg var að tálga börk af litlum
hríslum, sem höggnar höfðu verið þar
sem til þeirra náðist í landareigninni.
Þennan börk og fínustu greinarnar átti
svo að gefa fénu til að seðja hungur
þess. Þá komu gestir, náið frændfólk
okkar—föðursystir mín, með barnahóp-
inn sinn; þau voru að kveðja, því þau
ætluðu til Ameríku. Eg fór að gráta, því
eg sá eftir þessu vinafólki okkar og
leiksystkinum; það lagðist í mig að eg
mundi aldrei sjá þau aftur, enda fór það
svo. En þegar eg fór að hugsa um það,
við hve mikla erfiðleika við áttum að
stríða, t.d. hve mér var kalt á fingrun-
um við að byrkja ungu fallegu hríslurn-
ar, þá fanst mér eðlilegt að þessir vinir
mínir flyttu sig þangað sem lífskjörin
yrðu máske betri og hægra að vinna
sér brauð. Mér varð það brátt ljóst að
það var frelsisþráin,, sem olli því að for-
feður vorir.fluttu sig til íslands og sett-
ust þar að,og að enn var það frelsisþrá-
in, sem hvatti til þessa nýja skrefs, var
driffjöðrin í þessum nýju fólksflutning-
um enn lengra vestur á bóginn, til Vín-
lands hins Góða, sem landi okkar Leifur
heppni hafði fundið fyrir 900 árum. En
raunar var það ekki samskonar frelsi.
Höfðingjarnir gömlu flýðu stjórnarfars-
legt ófrelsi, en nú var það fátækt fólk—
að vísu göfugt og gott en kúgað af als-
konar óáran, sem flúði hið efnahagslega
ófrelsi — vildi reyna að komast þangað
sem það gæti komist úr kröggunum,
fengið betra tækifæri til að sjá sér og
sínum borgið í lífsbaráttunni, og beitt
kröftum sínum haganlegar.
Við heyrðum axarhöggin þegar
landnemarnir nýju voru að fella stóru
trén á bökkum Winnipegvatns, og því
miður heyrðum við stundum fyrstu árin
lágar stunur og andvörp þegar bólan,
aðrir sjúkdómar og erfiðleik-
ar mœddu á þessum frænd-
um okkar, og við hrygð-
umst innilega yfir því, en svo
fór smátt og smátt að glaðna
yfir okkur þegar góðu fréttirnar
fóru að koma, fréttirnar um
það að þessi nýja grein fór að
blómgast og vekja traust og að-
dáun sambýlismannanna í nýja
landinu. Þið megið trúa því að
við glöddumst innilega yfir
hverjum unnum sigri; ef stúdent
skaraði framúr í einhverri grein,
listamaður fékk góða dóma,
stjórnmálamaður varð þingmað-
ur eða ráðherra, læknir eða prest-
ur unnu stórvirki, bóndi varð
sveitarhöfðingi—nei, það er ó-
mögulegt að telja upp alla sig-
urvinningana, en Fjallkonan er
ykkur þakklát fyrir að þið hafið
glatt hana og gert henni sóma.
Þegar eg hugsa betur um, virð-
ist mér fleiri drög hafa legið til
vesturflutningsins en fátækt og
óblíð veðrátta. Landið heima
var fremur hrjóstrugt, íbúarnir
höfðu öld eftir öld lifað á jörð-
inni án þess að gjalda henni
nokkuð teljandi í staðinn—nokk-
urskonar rányrkja, eitthvað sem
minti á hirðingjalíf. Tæki voru
engin til að bæta jörðina, og á-
burður mjög af skornum skamti.
Með lélegum tækjum varð að
reita saman strá og strá út um
mýrar og sund, höggva skógana
til eldiviðar og jafnvel skepnu-
fóðurs, og dreifa búfénaðinum
um víðlenda haga til að leita sér
fæðu.' Sumum ahafnamönnum
fanst því of þröngt um sig, þótt
annars -væri vítt til veggja. Þeir
vildu fá nýja bújörð og rýma
um leið fyrir hinum; þeir vildu
komast þangað sem tækni væri
á hærra stigi og auðveldara að
reka búskap á myndarlegri hátt,
rækta jörðina, sá—og uppskera
svo samkvæmt því; þeir vildu
halda réttlátan rekning við frjó-
moldina, vildu fá að halda próf
í karlmensku sinni, og til allrar
hamingju stóðust þeir prófið og
sýndu að íslenzki kynþátturinn
stóð ekki öðrum þjóðflokkum að
baki.
Þið vitið, kæru tilheyrendur,
hve við erum fáir og smáir heim-
afyrir og skiljið hve eðlilegt það
er að okkur þykir vænt um að
greinarnar hér í Ameríku sýna
svo mikla trygð og áhuga fyrir
því að viðhalda sambandinu við
stofninn; okkur finst að við vera
stærri og sterkari þegar þið eruð
með okkur, við metum mikils
ritverk ykkar í bundnu og ó-
bundnu máli og fögnum því þeg-
ar gestir kojna að vestan til að
segja fréttir og auka þekkingu
og hlýhug. Má í því sambandi
geta þess að fulltrúi ykkar á lýð-
veldishátíðinni, Dr. Richard
Beck, var mikill aufúsu gestur,
okkur til gagns og gleði, og ykkur
til sóma. Gamla máltækið segir:
“Svo fyrnast ástir sem fundir.”
Móti slíku verður hægra að ham-
la eftir því sem samgöngur batna
og nú er sú leið farin á miíli
mjalta, sem áður tók 1—2 mán-
uði. Má því búast við fjölþættari
viðskiftum og meiri samgöngum
í framtíðinni.
Afar ykkar og ömmur gætu
sagt ykkur frá því hve mikilli
gleði það olli í sveitabæunum í
langa íslenzka dalnum þegar gest
bar að garði á kvöldvökunni;
stúlkurnar stöðvuðu rokkhjólið,
piltarnir lögðu frá sér kambana
og sögulesarinn eða kvæðamað-
urinn lokaði bókinni, gestinum
var fagnað og veittur beini og
svo varð hann að svara spurn-
ingum, segja fréttir, skila kveðj-
um og máske bréfum og blöðum.
Þið minnist þess að þá voru engir
vegir milli bæja nema troðning-
ar eftir hesta, sem voru einu
samgöngutækin, sárfáar og smá-
ar brýr yfir ár og læki, vagnar
voru ekki til, járnbrautarlest hef-
ur aldrei sést þar, bíía og flug-
vélar hafði engan dreymt um
og því síður um síma og útvarp
og fréttablöð voru mjög sjald-
séð. En nú er öðru máli að gegna,
brýr komnar á flestar ár, sæmi-
legir vegir hafa verið bygðir um
flestar sveitir landsins, er tengja
þær saman og svo aukaspottar
út frá þeim heim að flestum bæj-
unum. Auðvitað er þessum
brautum í mörgu ábótavant, en
það stendur til bóta og nú þjóta
bílarnir eftir aðalvegunum alt
sumarið og sumstaðar mikinn
part verarins. Sími tengir líka
saman sveitirnar og greinar hans
ná heim á fjölda bæja. Útvarps-
tœki eru komin á flest heimili
og svo fá menn vikublöðin og
‘jafnvel dagblöðin með póstinum.
Dagblöðin sem koma út í
Reykjavík á morgnana eru lesin
víða um land á kvöldin þann tíma
ársins sem samgöngur eru nokk-
urnveginn greiðar, og nú eru
flugvélarnar farnar að svífa yfir
landið með póst og farþega þegar
veður leyfir. Hverjum og ein-
um hlýtur að skiljast að allar
þessar framkvæmdir og fram-
farir hafa valdið stórfeldum
breytingum á lifnaðarháttum og
líðan manna, ásamt batnandi
efnahag, og ekki má gleyma því
að tíðarfarið hefur verið að mun
mildara, veturnir snjóminni og
sumurin stundum sólríkari, síð-
asta aldarfjórðunginn, meira að
segja talað um að rjúpunni og
jafnvel síldinni þyki fullheitt, og
þessir dýrmætu og okkur kæru
dýraflokkar hvarfli stundum frá
þess vegna.
Það eru nú liðnir nokkrir ára-
tugir síðan íslendingar hættu að
mestu að flytja sig búferlum
vestur um haf. Þeir sem ekki
una sveitalífinu flytja inn í sjáv-
arþorpin eða kaupstaðina. 1
þorpunum stunda þeir sjávar-
útveg, smá iðnað, verzlun, bíl-
keyrslu um þorpið og út um
sveitirnar, og reka sumir smábú-
skap og jarðrækt sér til hagræðis.
1 Reykjavík eru allar þessar at-
vinnugreinar stundaðar nema-
búskapurinn. Þar lifir nú rúm-
ur þriðjungur þjóðarinnar, eða
um 45 þúsundir manna, og það
hefur verið svo síðustu árin að
höfuðstaðurinn hefur tekið á
móti allri fólksfjölguninni, sem
orðið hefur í landinur sem sé
15—16 hundruð manns. á ári.
Myndast þar því 4—5 hundruð
ný heimili árlega. Fólkinu þykja
lífsþægindin meiri þar en í sveit-
unum—því rafmagnið.unnið úr
krafti fossanna, sér fyrir ljósum,
suðu, vélarekstri og fjölmörgu
öðru—jafnvel hita að nokkru
leyti. En heita vatnið úr iðrum
jarðar er leitt í stórum pípum til
borgarinnar og um hana alla og
sér það fyrir upphitun að mestu.
Fjöldi þorpa ag sveitabæja njóta
nú svipaðra hlunninda, að minsta
kosti hvað rafmagnið snertir og
notkun heita vatnsins er líka að
færast í vöxt bæði til ijpphitunar
og svo hefur verið bygður fjöldi
gróðurhúsa, sem hituð eru með
iveravatni, og eru þar ræktuð
alskonar aldini — tomatar, agur-
kur, melónur, vínber og jafnvel
bananar. Þar að auki ýmiskonar
grænmeti og blóm. Þið vitis að
landið okkar hefur efnast mikið
síðustu árin og má nú heita vel-
stœtt. Auðvitað er það áhugamál
allra góðra manna að halda nú í
horfinu, reyna að ávaxta vel
pundið. í því skyni hefur stjórn
og þing tekið þá stefnu að kaupa
til landsins sem mest af atvinnu-
tækjum, svo sem fiskiskipum og
landvinnuvélum, t.d. eiga 30 nýj-
ir togarar að koma heim í við-
bót við flotann á þessu og næsta
ári og mikið af mótorskipum er
keypt frá Svíþjóð og þó verið að
^míða mörg í landinu. Það lítur
því út fyrir að sjávarútvegur-
inn aukist mikið á næstunni, og
að vélar verði keyptar til að hag-
nýta betur allan fiskúrgang svo
ekkert spillist. Síldarverksmiðj-
ur eru nú orðnar 10 eða 12 og alt-
af verið að fjölga þeim, svo ef
síldin kemur, sem hún oftast .
gerir á sumrin, þá verður nú :
farið að taka vel á móti henni.
Þetta er alt mikilsvert því að
langmestur hluti útflutningsvöru
okkar eru sjáfarafurðir. En hitt
er ekki síður gleðiefni, ef skrið-
ur kemst á landbúnaðinn. Landið
er stórt og að mestu óunnið. Móa-
og mýraflákar liggja alstaðar og
brosa við sólu nákvæmlega eins
á sig komnar og þær voru er
guð gekk frá þeim í fyrstu, og
svo bullar sjóðandi vatn upp úr
jörðinni við næsta leiti og freið-
andi foss sveiflar sér fram af
klettinum uppi í hálsinum og
raular sama lagið og hann söng
fyrir landnámsmennina í gamla
daga. Mýrin heldur að alt sé í
lagi því hún þekkir pálinn og
rekuna og veit að það eru ekki
hættuleg verkfæri, en hugsast
getur að henni bregði í brún
þegar hún sér stóru Amerísku
skurðgröfurnar koma æðandi í
hælunum á allskonar dráttarvél-
um og plógbáknum, þá getur
farið af þeim brosið í svip meðan
á operationunum stendur, en svo
fara þær vonandi að brosa aftur
þegar þær eru grónar sára sinna
og skarta með alskonar gróðri.
Það gæti líka hugsast að hverum
og fossum kæmi það ónotalega
þegar þeir verða alt í einu heftir
og beislaðir; þá er eg hræddur
um að skvaldrið í hverunum og
söngur fossins breytist, en við-
búið er að þessa verði ekki langt
að bíða ef mannafli fæst til fram-
kvæmda, en það verður máske
hæpið vegna þess hve mikið þarf
að byggja af hafnarmannvirkj-
um og húsum.
Jæja, kæru tilheyrendur, eg
má ekki þreyta ykkur, en eitt-
hvað varð eg að segja ykkur í
fréttum, úr því að eg varð gestur
ykkar hér, en svo &r mér ljúft að
skila líka bréfum og boðsending-
um, sem að eg veit að yður eru
kærkomnar:
Þið vitið að þjóðræknisfélagið
heima hefur allan hug á því að
færast í aukana og að landið vill
halda sem nánustu sambandi við
öll sín börn og barnabörn. Sést
það, meðal annars, á því að
Rauðikross íslands sendi, strax
og stríðinu lauk, duglegan mann
suður um alla Evrópu til að ná í
og liðsinna fólki, sem af ísl. bergi
var brotið.
Mér er sagt að þau munu vera
færri þorpin og borgirnar hér í
Norður-Ameríku, sem ekki hýsa
fleira eða færra af löndum okk-
ar, meðal annars hafa hermenn-
irnir kvongast íslenzkum kon-
um og flutt þær og börnin þeirra
vestur um haf. Það fer að verða
mikið starf fyrir félögin hér og
heima að gefa þessu öllu gætur
og máske rétta hjálparhönd ef
á liggur.
Það er stöðug von okkar allra
að sambandið milli greinanná,
sem vaxið hafa út frá ísl. þjóðar-
meiðnum viðhaldist og eflist.
Eg óska þessu félagi margra
góðra og blessunarríkra lífdaga
og bið því, og öilum Vestur-ís-
lendingum, allra heilla.
Er hún dóttir ykkar búin að
læra að tala?
Það er nú líklega, nú erum við
að reyna að kenna henni að
þegja.
*
Jæja, Kalli minn, hvenær sást
þú fyrst dagsins ljós?
Fyrir tveim árum.
En þú ert þó meira en tveggja
ára?
Já, en jeg flutti ekki í bæinn
fyr en jeg var fimm ára.
+
Afinn: — Hver er vinsælast-
ur af skólabræðrum þínum?
Nonni: — Síðasta missiri var
það hann Siggi, hann smitaði
okkur öll af mislingum.
+
Góð kona gaf Tomma litla
appelsínu. — Hvað segir þú við
svona góða konu, sem gefur þjer
appelsínu? sagði móðir hans.
Tommi: — Skrældu hana.