Lögberg - 18.07.1946, Side 3
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLI, 1946
3
“SVO HLEYPUR
ÆSKAN UNGA”
,Eg var a kirkjujgingi í Minne-
ota-bæ, í suðvesturhluta Miijne-
sota-ríkis. Um kl. 5 síðdegis,
laugardaginn, 29. júní barst mér
þangað. alt í einu, hraðskeyti frá
Langruth í Manitoba. í því var
eg beðinn að ikoma norður og
jarðsyngja ungan mann, að nafni
Clifford Thompson. Þetta kom
til mín eins og reiðarslag. Undir
þessháttar frétt, um hann, var
eg á engan hátt búinn. Þetta
hlýtur að hafa orsakast af slysi,
datt mér í hug.
Þesi ungi maður var frændi
minn. Afi hans, Brynjólfur
Johnson, sem andaðist á Stony
Hill í vetur, og eg vorum syst-
kinasynir. Foreldrar Cliffords
eru þau hjónin, Helgi og Hlíf
(dóttir Brynjólfs) Thompson, og
búa þau rétt við Langruth-bæ.
Þau eiga stóra fjölskyldu, og
var Clifford elzta barn þeirra.
Hann dafnaði vel bæði andlega
og líkamlega, var kappsamur við
vinnu. Fyrir fjórum árum
fermdi eg hann í Langruth. Hann
lauk miðskólanámi með góðum
vitnisburði, og hafði sterkan hug
á því að leita sér æðri mentun-
ar. í því augnamiði fékk hann
sér vinnu og innvann sér fé til
áframhalcLs. Síðastliðinn vetur
stundaði hann nám við United
College í Winnipeg, leysti það
verk vel af hendi, og að því
búnu fékk hann vinnu í Langruth
bygðinni, til þess að geta staðið
stra-um af næsta árs námi.
Þegar hraðskeytið kom til mín,
ákvað eg að fara, og tók þegar
að búa undir það. Fljótt fékk
eg hjálp góðra manna í Minne-
ota til að fá nauðsynlegar upp-
lýsingar og að komast þangað
sem eg gæti náð í bíl er færi norð-
ur á bóginn. Það tókst allt á-
gætlega, og næsta morgun, sunn-
udag, var eg kominn til Winni-
peg. Komst eg þá fljótt í tal-
símasamband við Mrs. B. Bjarn-
arson, sem vinnur afar mikið
hjúkrunarstarf í Langruth bygð-
inni. Var því ráðstafað, að jarð-
að yrði á þriðjudaginn, 2. júlí.
Eg fékk ennfremur að vita þá,
að dauðsfallið orsakaðist ekki af
slysi. Á mánudaginn fórum við
konan mín með ferðabíl til
Langruth.
Fullu nafni hét þessi sveinn
Helgi Clifford Thompson. Hann
var ekki fullra 18 ára er hann
lézt. Síðdegis á fimtudag varð
honum ilt, er hann var við vinnu
sína. Fór hann heim þangað sem
hann dvaldi, og fanst honum
hann vera eitthvað betri, en það
var aðeins um stundarsakir.
Næsta dag var farið með hann
heim til foreldra hans. Jafnvel
þá var ekki búizt við neinu al-
varlegu; en þá tók honum brátt
að versna. Var þá sent eftir Mrs.
Bjarnarson, því læknir er ekki í
Langruth. Hún afréð þegar í
stað að flytja hann í bíl sínum(
eins fljótt og auðið var, til Port-
age la Prairie, þar sem næg er
læknishjálp og sjúkrahús. Lækn-
irinn, sem skoðaði hann þar, sá
fljótt, að enginn mannlegur
kraftur gat hjálpað. Æð hafði
slitnað. Hann dó á laugardags-
nóttina, tiltölulega skömmu eftir
miðnætti, 29. júní, svo sem hálf-
um öðrum sólarhring eftir að
hann veiktist. Og foreldrar hans
vissu ekki til, að hann hefði
nokkurn tíma verið óhraustur.
“Æ, hve getur undra fljótt yfir
skygt hin dimma nótt.”
Kveðjumálin voru flutt í Is-
lenzku lútersku kirkjunni í
Langruth. Kirkjan alskipuð
fólki. Söngflokkurinn var þar
með fylktu liði. Sungið var og
talað bæði á íslenzku og ensku.
Eg benti með nokkrum orðum
á hinn unga Samúel, sem “óx og
þroskaðist og varð æ þekkari,
bæði Drotni og mönnum.” Hinn
tingi Clifford var foreldrum sín-
um til hinnar mestu gleði og,
■eftir því sem þroskinn færðist
yfir hann, þeim til vaxandi að-
stoðar. Hann kynti sig vel, hvar
sem hann var, sem fallegur; góð-
ur, sannur drengur. Hann óx til
manndóms í samræmi við til-
gang og vilja Guðs. Hann var
kristinn, ungur maður.
Ungur guðfræðanemi er starf-
andi í sumar í Langruth og
grendinni, fyrir United Chureh
of Canada, að nafni Murray
Pippy. Hann er að læra ís-
lenzku, hefir fengið tilsögn hjá
Dr. P. H. T. Thorlaksson og hjá
kennurum á skóla Icelandic Can-
adian Club. Hann tók þátt í
iþessari útfararathöfn, talaði um
ódauðleika sannfæringu krist-
inna manna, og sagði nokkuð
frá þesum unga manni, eins og
hann hafði kynst honum á Uni-
ted College síðastliðinn vetur,
talaði um hina kyrlátu, viðkunn-
anlegu framkomu hans, sem
vakti traust og velvild.
Síðasta útfarar athöfnin fór
fram í grafreit safnaðarins aust-
ur á Big Point, þar sem leifar
sumra ættmenna hins látna hvíla.
Eftir útförina, buðu þau hjón-
in, Mr. og Mrs. B. Bjarnarson,
foreldrum og öðrum skyldmenn-
um hins látna heim til sín. Þar
voru( meðal annara, móður-
amma sveinsins, Mrs. Margrét
Johnson og þfjú af móðursyst-
kinum hans, Pálína, Rósa og
Hjalti, einnig skyldmenni föður
hans sem voru svo nálægt að
þau gótu komið. Föður-amma
hans, Mrs. Anna Thomson, er
vestur í Vancouver. Örlæti og
kærleikur orsökuðu þetta mót,
andi lotningar og gæða hvíldi yf-
ir því.
Sár harmur er kveðinn að for-
eldrum, systkinum, og öðrum
ástvinum imga mannsins. Það
var sárt að missa hann svo ung-
an; átakanlegt, hvað þetta var
sviplegt; grátlegt, að honum
skyldi vera svift burt, er hann
var svo dásamlega að búa sig
undir nytsamt æfistarf; en það
leika engir skuggar um hann
eða endurminningarnar um
hann. Þar er alt bjart, vonrikt,
fagurt, umvafið birtu frá Guði.
“Hvort sem vér lifum eða deyj-
um erum vér Drottins.” Hinn
sanni mælikvarði æfinnar er ekki
að sjálfsögðu árafjöldi, heldur
miklu fremur eðli og eiginleikar,
aðstaðá til lífsins og hans sem er
“vegurinn( sannleikurinn og
lífið.” “Svo hleypur æskan unga”,
því lögmáli verðum við að lúta;
en við getum af hjarta þakkað
Guði fyrir fagra æsku honum
helgaða, jafnvel þó kallið komi
í árroða hins jameska lífs. Hvíli
allar endurminningar um hann í
árroða Drottins.
Rúnólfur Marteinsson.
DÁNARFREGN.
Hinn 9. yfirstandandi mánað-
ar lézt Mrs. Sigurveig Friðfinns-
dóttir Benediktsson, að heimili
dóttur sinnar, Mrs. W. J. Mc-
Gaugan, 204 Victoria Crescent,
St. Vital.
Hún hafði átt við þunga van-
heilsu að stríða hin síðustu ár.
Sigurveig sál. var fædd í Langa-
dal í Húnavatnssýslu, 31. des.
1865. Til þessa lands kom hún
árið 1905, ásamt manni sínum,
Jóni Benediktssyni, og 3. börn-
um. Þau hafa lengst af búið í
St. Charles, og um langt skeið
að Lundar, Man. Hin látna lætur
eftir sig, auk eiginmannsins, 3
böm, áðujrnefndla M(rs. W. J.
McGougan, Mrs . Sveinsson, til
heimilis að Marquette( Man., og
Árna, er heima á í St. James, og
hjá honum dvelur nú hinn aldr-
aði faðir. Ennfremur lætur hin
látna eftir sig 15. barnabörn.
Hún var jörðuð frá útfararstófu
Bardals, að fjölmenni viðstöddu.
Séra Valdimar J. Eylands
flutti kveðjuorð. ý
Dr. Gerlach segist hafa átt
að hindra skilnað (slands
og Danmerkur!
Frásögn Ragnars Stefánssonar,
majors í her Bandaríkjamanna
á íslandi, af viðtali við Dr. Ger-
lach suður á Þýzkalandi.
Ragnar hefur nú tekið við
yfirstjórn á upplýsingadeild
Bandaríkjahersins á IslandJ.
Blaðamenn áttu 24. apríl tal
við Ragnar Stefánsson major í
ameríska hernum. Ragnar er
Vestur-íslendingur og mörgum
kunnur. Hann tekur nú við
starfi því, er lýtur að upplýsinga
starfsemi hersins hér gagnvart
blöðum og útvarpi, en áður hafði
,það starf Howell V. Wálliam
höfuðsmaður, sem nú er á för-
um til Bandaríkjanna. Ragnar
sagði blaðamönnum frá ýmsu í
sambandi við starf sitt, meðal
annars frá viðtali, er hann átti
við Dr. Gerlach, fyrverandi ræð-
ismann Þjóðverja hér, en Ragn-
ar er nýkominn frá Þýzkalandi
þar sem hann var um skeið á veg-
um herstjórnarinnar, og átti þá
tal við Dr. Gerlach, sem er í
haldi hjá Bandaríkjamönnum í
Garmisch-Partenkirchen í Bay-
ern.
Blaðamenn spurðu Ragnar
margs og leysti hann greiðlega
úr öllum spurningum. Meðal
annars upplýsti Ragnar( að nú
myndu ekki vera nema um 100
Bandaríkjahermenn í Reykjavík,
en sennilega milli 1000. og 1500
á öllu* landinu, langflestir við
flugvöllinn í Keflavík. Sagði
Ragnar, að það þyrfti um 1000
manns til þess að starfrækja
flugvöllinn eins og nú væri, og
væru þá að sjálfsögðu með talið
allt starfslið, viðgerðarmenn
flugvéla, þjónustufólk í gisti-
húsi og alt það fólk,. sem þarf
við svo stóra flugstöð, enda væri
umferðin mikil.
En Ragnar er, eins og áður er
sagt, nýkominn frá Þýzkalandi,
þar sem hann meðal annars átti
tal við Dr. Gerlach, e!r var ræð-
ismaður hér í Reykjavík fyrir
stríð og var fluttur út af Bret-
um 10. maí 1940. Dr. Gerlach
var handtekinn í ágúst s. 1. í
Garmisch-Partenkirchen og er
þar nú í haldi. Hann hafði áður
verið í haldi á Bretlandi. Dr.
Gerlach neitar því, að hafa ver-
ið beint við njósnir riðinn hér
á landi, en hins vegar sagði hann
Ragnari, að hann hefði reynt að
hafa spurnir uppi um það, hvar
brezk skip væru á ferðinni, í
því skyni að greiða fyrir þýzkum
skipum, sem ætluðu til Noregs
nyrðri leiðina.
Dr. Gerlach. sagði einnig frá
því, að honum hefði verið fyrir-
skipað frá Berlin að reyna að
hindra eftir megni, að skilnaður
yrði milli Islands og Danmerkur,
en annars að skipta sér ekki af
innanlandsmálum íslands, það
væru mál, sem Renthe-Fink,
sem þá var sendiherra/þjóðverja
í Danmörku varðaði. Hins vegar
átti Dr. Gerlach, ef svo tækist
til, að sambandið rofnaði milli
íslands og Danmerkur, að reyna
að sjá um, að konungssambandið
héldist.
Ragnar Stefánsson sagði einn
ig að lögreglustjóri hefði komið
að máli við hann. Annars hefði
hann komið upplýsingum á fram-
færi til Þýzkalands um Juliane-
haab í Grænlandi og Washington
(þetta var fyrir stríð).
Dr. Gerlach var tekinn fastur
á Þýzkalandi fyir það, að hann
var einhvers konar “ heiðursfor-
ingi” háttsettur í SS-liðinu. Enn-
fremur upplýsti Dr. Gerlach, að
hann hefði samkvæmt skipun
Bohle, eins aðalleiðtoga nazista
utan Þýzkalands, haft það, verk-
efni með höndum að komast að
raun um, hverjir Þjóðverjar. hér.
búsettir væru “ábyggilegir”, eða
hlynntir nazistum.
Dr. Gerlach sagði einnig, að
hann hefði meðfram verið valinn
til strfans hér sem ræðismaður al:
því að hann var læknir og hefði
ÍSLENDINGADAGURINN
AÐ GIMLI, 5. ÁGÚST 1946
•
Fimtugasti og sjöundi þjóð-
minningardagur íslendinga í
Canada, verður haldinn að Gimli,
qann 5. ágúst næstkomandi (Civ-
ic holiday). Þar verður gaman
að vera, ekki síður en undanfar-
in ár. Margt verður þar til
skemtunar, eins og fólk fær að
sjá síðar í blöðunum og einnig
af auglýsingum um hátíðahald-
ið.
Að þessu sinni vil eg aðeins
geta eins atriðis, sem á skemti-
skránni verður og gleði mun
veita gestum þeim, sem hátíða-
haldið sækja, að Gimli í næsta
mánuði. Það er söngvarinn góði,
Gqðmundur Jónsson, sem nú
dvelur í Los Angeles, Califor-
nía. Íslendingadagsnefndin hef-
ir boðið honum að vera gest sinn
á hátíðinni. Hefir hann vinsam-
le£a þegið það boð og kemur
hingað til Winnipeg 1. eða 2.
ágúst, til að sýngja fyrir okkur
á hátíðinni.
Guðmundur er með öllu ó-
þekktur Íslendingum í Canada.
En við höfum fylgst nokkuð með
frægðarferli hans, sem er'glæsi-
legur, og mun engum efa bundið,
að fólk verður ekki fyrir von-
brygðum að heyra hann á ís-
lendingadaginn. Mr. Skúli
Bjarnason í Los Angeles, skrif-
aði grein um Guðmund í Lög-
berg 1944. Segir hann þai meðal
annars:
“Guðmundur Jónsson er fædd-
ur í Reykjavík, 10. maí 1920.
Hann er sonur Jóns Þorvaldsonar
kaupmanns og Halldóru Guð-
mundsdóttur. Hann er fríður og
föngulegur. Hefir verið skáti
frá barnæsku og ferðast víða um
lönd. Hann lærði söng, í tvö ár,
hjá Pétri Jónssyni söngmanni í
Reykjavík. Að undanförnu hefir
hann stundað nám hjá The Sam-
oiloff Bel Canty Studios and
Opera Academy in Los Angeles,
við ágætan orðstýr.” Hann hefir
yndislega fagra og magniþrungna
baritone rödd, blæfagra og
sterka. Skúli, sem oft hefir
heyrt hann syngja, kallar hann
“Caruso Reykjavíkur.” Ekki
spillir það heldur til, að hann
hefir verið valinn til að vera ein-
söngvari Karlakórs Reykjavík-
ur, á ferð hans um Bandaríkin
og Canada á næsta hausti. Það
gleður okkur, að eiga von á
þessum góða gesti til okkar að
skemta Islendingum þann 5.
ágúst næstkomandi. Eg vona, að
hann verði ekki fyrir vonbrygð-
um er hann heimsækir okkur.
Eg veit, að enginn verður fyrir
vonbrygðum, að hlusta á hann.
D. Björnsson.
ætlað að kynna sér áhrif skamm-
degisins á berkla í höfði. Enn-
fremur átti hann að greiða fyrir
þýzkum vísindamönnum um eld-
fjallarannsóknir hér á landi.
Margt fleira sagði Ragnar
Stefánsson blaðamönnum frá
þessum hlutum, sem ekki er rúm
til að rekja hér.
Ragnar Stefánsson er fæddur
hér á Islandi, á Seyðisfirði, 13.
marz 1909. Hann fór barmmgur
vestur um haf og hefir búið þar
síðan. Hann er samt hinn bezti
Íslendingur, talar málið lýtalaust
eins og öllum er kunnugt, sem
þekkja hann, hefir oft sungið í
úttvarp hér og er vinmargur.
Fyrirrennari hans, Williams
höfuðsmaður, sem nú er á förum
héðan, eins og fyrr greinir, hefir
dvalið hér í rúm tvö ár. Er hann
doktor í stjórnfræði við Univer-
sity of California í Berkeley.
Hann ber Íslandi og íslendingum
vel söguna, þykir vænt um land
og þjóð. Hann er kvæntur ís-
lenzkri konu( Guðbjörgu Theó-
dórsdóttur, héðan úr Reykjavík.
Hún er fyrir nokkru farin vest-
ur um haf.
—(Alþbl. 25. apríl)
Business and Professional Cards
DR. A. V. JOHNSON Dentist 506 SOMERSET BUILDING Telephone 97 932 Home Telephone 202 398 DR. A. BLONDAL Physician and Surgeon 602 MEDICAL ARTS BLDG. Sfmi 93 996 Heimili: 108 CHATAWAY Sími 61 023
Talstmi 95 826 HeimiUs 53 893 DR. K. J. AUSTMANN SérfræOtngur i autrna, eyma, nef og kverka slúkdómum. 704 McARTHUR BUIDDING Cor. Portage & Main Stofutfmi: 2.00 til 5.00 e. h. nema á laugardögum. Dr. S. J. Jóhannesson 215 RUBY STREET (Beint suOur af Bannlng) Talsfmi 30 877 ViOtalsttmi 3—5 eftir hádegi
DR. ROBERT BLACK Sérfrœöingur i aupna, eyma, nef off hdlsajúkdómum. 416 MEDICAL ARTS BLDG. Graham and Kennedy St. Skrifstofusími 93 851 Heimasími 42 154 DR. E. JOHNSON 304 EVELINE STREET Selkirk, Man. Office hrs. 2.30—6 p.m. Phones: Office 26 — Res. 230
EYOLFSON’S DRUG PARK RIVER, N. DAK. íslenzkur lyfsali Fólk getur pantaö meðul og annað með pósti. Fljót afgreiðsla. Office Phone Res Phone 94 762 72 409 Dr. L. A. Sigurdson 116 MEDICAL ARTS BLDG. Office, Hours: 4 p.m.—6 p.m. and by appolntment
A. S. B A R D A L 848 SHERBROOK STREET Selur Ukkistur og annast um út- farir. Allur útbúnaCur sá bezti. Enníremur selur hann allskonar minnisvarCa og legrsteina. Skrifstofu talstmi 27 324 Heimills talsími 26 444 Drs. H. R. and H. W. TWEED Tannlœknar 406 TORONTO GEN. TRUSTS BUILDING Cor. Portage Ave. og Smith St. PHONE 96 952 WINNIPEG
V Phone 31 400 Electrical AppUances and Radio Service Furniture and Repairs Morrison ’ Electric 674 SARGENT AVE. DR. J. A. HILLSMAN Surgeon 308 MEDICAL ARTS BLDG Phone 97 329
PEINCEÍÍ MESSENGER SERVICE VÍO flytjum kistur og töskur, húsgögn úr smœrri tbúOum, og húsmuni af öllu tœi. 58 ALBERT ST. — WINNIPEG Stmi 25 888 C. A. Johnson, Mgr. Dr. Charles R. Oke Tannlasknir For Appointments Phone 94 908 Office Hours 9—6 404 TORONTO GEN. TRU8TS BUILDING 283 PORTAGE AVE. Winnipeg, Man.
TELEPHONE 94 358 H. J. PALMASON and Company Chartered Accountants 1101 McARTHUR BUILDING Winnipeg, Canada SARGENT TAXI • PHONE 34 555 For Quick Reliable Servicc
Phone 49 469 Radio Service Specialists ELECTRONIC LABS. H. THORKELSON, Prop. The most up-to-date Sound Equipment System. 130 OSBORNE ST., WINNIPEG J. J. SWANSON & CO. LIMITED 308 AVENUE BLDG WPG. Fasteignasalar. Leigja hús. Ot- vega peningalán og eldsábyrgC. bifreiöaábyrgC, o. s. frv. PHONE 97 538
G. F. Jonasson, Pres. & Man. Dir. Keystone Fisheries Limited 404 SCOTT BLOCK SlMI 95 227 Wholesale Dlstributors of FRESH AND FROZEN FISH Andrews, Andrews, Thorvaldson and Eggertson LðgfrœOingar .\209BANK OF NOVA SCOTIA BG. Portage og Garry St. Sfmi 98 291
Manitoba Fisheries WINNIPEG, MAN. T. Bercovitch, framkv.stj. Verzla t heildsölu meO nýjan og frosinn flsk. 303 OWENA STREET Skrifst.stmi 25 355 Heima 65 402
U HAGBORG U n FUEL CO. n • Dlal 21 331 r£Fíl) 21 331 GUNDRY PYMORE Limited British Quality Fish Netting 60 VICTORIA ST., WINNIPEG Phone 98 211 Manager T. R. THORVALDBON Your patronage wili be apprecl&ted
Argue Brothers Ltd. Real Estate, Financial, Insurance LOMBARD BLDG., WINNIPEG J. Davldson, Representative Phone 97 291 CANADIAN FISH PRODUCERS, LTD. J. H. PAOE, Managing Direator Wholesale Distributors of Fríah and Frozen Flslh. 311 CHAMBERS STREEJT Office Ph. 26 328 Ree. Ph. 73 917