Lögberg - 18.07.1946, Blaðsíða 4

Lögberg - 18.07.1946, Blaðsíða 4
4 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 18. JÚLÍ, 1946 --------Hogberg--------------------- GefltS út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 Largent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrift ritstjórans: EDITOR LÖGBERG 595 Sargent Ave., Winnipeg, Man. Ri tstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The •'Lögberg" is printed and published by The Columbia Press, Limited, 695 Sargent .Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada. Authorized as Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Dardanelles spursmálið einu sinni enn Dardanelles-sundið, eða sundin hafa verið bitbein á meðal manna, nærri eins lengi og sögur fara af. Tyrkir ráða yfir sundinu nú, en Rúss- ar vilja ná yfirráðum yfir því. Það er ekki einasta að sundið sé frægt í söng og er það ein af lífæðum verslunarviðskift- anna; að minsta kosti hvað Rússlands Svartahafs siglingar snertir, því þær eiga hvergi útleið til hafs nema í gegn- um það sund. í rauninni eru sundin tvö; annað þeirra sem ber nafnið Bosporus, og liggur á milli Svartahafsins og Marmara sjúvarins er grunnt og hvergi breiðara en tvær mílur á átján mílna svæði. Við enda Bosporus-sundsins er hin víð- kunna höfn Gullna Hornið (The Golden Horn), en við höfn þá stendur borgin Istanbul, sem forðum hét Byzantium, síðar Constantínópel og var lengi höfuð- borg Tyrkja. Þó þeir nú hafi gjört Ankara, sem liggur langt inni í landi, að höfuðborg sinni, er Istanbul samt ein af þýðingarmestu borgum Tyrklands frá verzlunarlegu og hermálalegu sjónar- miði. Hitt er Dardanelles-sundið, og ligg- ur það úr Marmarasjónum og inn í Agean arm Miðjarðarhafsins Það sund er rúmar fjörutíu mílur á lengd og er Evrópa annars vegar við það, en Asía hins vegar. Meðfram þessum sundum báðum getur að líta vígi, yfirgefna og hálfhrunda kastala og þorp með rauðum húsþökum. í fornöld voru sund þessi kölluð ' Hellespont og ekki langt í burtu frá þeim stóð hin söguríka Tróju-borg og þarna við Hellespont gjörðist ástarsaga í íornöld, sem lifað hefir æ síðan, og lifa mun til daganna enda. Lender frá Abydos feldi ást til hof- gyðjunnar Hero hinnar fögru frá Sestos. Foreldrar Hero fyrirbuðu þeim að hittast eða talast við, svo þau komu sér saman um að hann skyldi synda yfir Helles- pont á nóttunum, og að Hero skyldi láta ljós loga við gluggann í turni sínum, hon- um til leiðbeiningar. Þetta gekk alt að óskum, þar til nótt eina í hvössu veðri að ljósið í turninum sloknaði og Lender druknaði í Hellespont. Um morguninn, þegar Hero frétti um drukknun ásthuga síns, gekk hún í sjóinn og fvrirfór sér. En það er ekki um fornsögn þessa söguríka héraðs, sem nú er að ræða, heldur aðstæðurnar, eins og þær nú eru. Að loknu fyrra alheimsstríðinu voru um- ráðin yfir Dardanelles fengin í hendur alþjóðanefnd, með þeim fyrirvara þó, að ekki mætti vígbúa þau; og öllum þjóðum skyldi frjálst að sigla um sund- in, hvort heldur um væri að ræða á friðar- eða ófriðar-tímum. Fyrirkomu lag þetta eða samningur hélst þar til árið 1936, að skuggar frá herundirbún- ingi Hitlers fóru að fylia menn óhug og kvíða, þá fóru Tyrkir þess á leit við þá, sem undirrituðu samninginn viðvíkjandi Dardanelles í Lausanne, að þeir fengju að víggirða Dardanelles-sundin, og varð það að samkomulagi á fundi í Montreux að nefndin sem stjórnað hafði sundun- um skyldi afhenda umsjón þeirra í hend- ur Tyrkja. En þegar leyfi það var veitt, var það tilskilið að Rússar hefðu frjáls og full not af sundunum, ef til ófriðar kæmi. Þessi samningmv sem gjörður var í Montreux 1936, er enn í gildi, og hafa Tyrkir haldið hann, að því er samherja snertir, þó þeir auðvitað víggirtu sund- in rammlega, sem þó hafði enga þýðingu eftir að Þjóðverjar tóku Krít og komu þangað með loftflota sinn, því ekki eitt Dardanelles- sögur heldur einasta skip gat farið um sundin á með- an Þjóðverjar sátu á Krít og loftfloti þeirra sveimaði yfir sundiínum. Þessu geta Rússar auðvitað ekki gleymt. Þeir geta ekki gleymt, að á meðan þannig stóð voru þeir lokaðir inni með korn frá Úkraníu, olíu frá Kákasus og timbur frá Danube og gátu hvergi komið því út frá sér til markaðar. Fyrir þessar ástæður og fleiri er varla að furða sig á þó Rússar vilji hafa hönd í bagga þegar um framtíðar ráð- stafanir Dardanelles-sundanna er að ræða, enda hafa leiðtogar þeirra þegar farið fram á að Montreux samningurinn sé endurskoðaður, en að því hefir lítill gaumur verið gefinn enn, að undantekn- um Bandaríkjunum, sem hafa tilkynt, að þau séú hlynt breytingum á Montreux sáttmálanum. Hverjar þær breytingar eru, er enn ekki kunnugt og það er held- ur ekki kunnugt hverjar kröfur Rússa eru í sambandi við Dardanelles spurs- málið. En menn telja víst, að þeir muni krefjast réttar til að vígbúa og ráða yfir svæðum meðfram Dardanelles sundinu og fullra yfiráða á Kors og Ardahn fylkj- unum sem nú heyra Tyrkjum til. Kras- fylkið liggur að Trans-Cakasus hérað- inu að norð-austan, er rúmar sjö þús- und fermílur að stærð og telur 200 þús- und íbúa. Fylki þetta heyrði Rússum til þar til árið 1821 að það komst undir yfir- ráð Tyrkja. Arhahn-fylkið tilheyrði Armeníu fyr- ir 1878, en það ár var það gefið Rússum, sem héldu því í 43 ár, eða þar til 1921, að Tyrkir náðu haldi á því aftur. Ólgan út af Dardanelles er að byrja á ný; ómögulegt er að segja, eða sjá hvernig eða hvenær að henni muni lægja. Fróðleg álaðarsaga Eftir prófessor Richard Beck Þættir úr sögu Möðrudals á Efra- Fjalli. Eftir Halldór Stefánsson. Útgefandi: Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri, 1943. Einn af þeim stöðum, sem mér eru sérstaklega minnisstæðir úr íslandsferð minni fyrir tveim árum síðan, er Möðru- dalur á Fjöllum, eins og hann er oft nefndur, enda var eg frábærlega hepp- inn með ferðaveður á þeim söguríku og svipmiklu slóðum og naut því til fulls hins víðáttumikla útsýnis og þeirrar fjölbreyttu og tilkomumiklu náttúrufeg- urðar, sem þar blasir við augum á heið- um sumardegi. Hló mér sú fagra mynd íslenzkrar fjalladýrðar í sumarljóma aftur við hug- skotssjónum, þegar. eg fór að lesa Þætti úr sögu Möðrudals á Efra-Fjalli eftir Halldór Stefánsson forstjóra og fyrv. alþingismann, en það er ein af hinum mörgu staðalýsingum og staðasögum, sem út hafa komið á íslandi á síðari ár- um. Eru slíkar bæl^ur góðra gjalda verðar, ekki sízt, þegar jafn fræðimann- lega er með efnið farið eins og hér er gert, því að frásögnin er bæði skipuleg glögg, og skemtileg aflestrar. Sem einkunnarorð og inngang að sögu staðarins hefir höfundur valið hið snildarlega kvæði Jóns Magnússonar um Möðrudal, sem menn verða að vísu að lesa í heild sinni til þess að njóta þess fyllilega, en þó gefa eftirfarandi erindi nokrka hugmynd um það, með hverjum ágætum töfrum náttúrufegurðarinnar er þar lýst: Gengur um grundir gróðurangan þrungin ást og yndi. Klappar á kinnar kossamjúkur blær af bláfjöllum. Yfir fríða fjallaþyrping horfir Herðubreið, hamrabeltuð, himinljómuð, sindruð sólarmistrum. Dreymdi hana daga dýrðarríka fyrr eh fólk vissi. Ófu morgnar meginbjartir gull í grænum hlíðum.. Greru sóleyjar sumarglaðar, drifnar dögg og geislum. Brosti Herðubreið blómi hverju eins og ástrík móðir. Síðan hefst aðalefni rits- ins með lýsingu á staðnum sjálfum, legu hans, upphafi bygðarinnar, munnmælum varðandi hann, landa- merkjum, gróðurfari og landkostum, en Möðrudal- ur hefir, eins og höfundur dregur réttilega athygli að, “frá öndverðu verið talinn á meðal höfuðbóla í ís- lenzkri bygðarsögu”, og Ijafnframt, Vegna afstöðu sinnar. á krossgötum milli landsfjórðunga og héraða, verið mikilvægur hlekkur í samgöngunum um landið. Útsýn og náttúrufegurð Möðrudal lýsir höfundur þessum orðum, og er þar ekkert ofmælt: “Útsýni frá Möðrudal er alt í senn, mikil, fögur, stórfengleg og tignarleg. Hin mikla öræfavíðátta og myndgnótt fær vald á huga og geðblæ. Öræfanna andi á hér sannarlega ríki og völd, — ekki harðstjórnar- völd, heldur mild og töfr- andi. Mesta prýði útsýnis- ins erHerðubreið (1660 m.) —Gömul vísa lýsir töfrum Möðrudals og Heröubreið- ar á þessa leið: Frjálst er hér í fjallasal, fagurt er í Möðrudal: Gnæfir hátt við himintjald Herðubreið með hvítan fald. — höfingleg og dökk á brún.— Öræfanna drottning dýr mót dalnum fagra brosir hýr. I óbundnu máli hefir Herðubreið verið svo -lýst, að hún væri, að sjá frá Möðrudal, eins og kona í bláum möttli. Þar af mun vera dregið nafnið.” Þá er rakin saga Möðru- dalskirkju, og síðan taldir ábúendur á staðnum, prest- ar og bændur, fram á þenn- an dag. Er það meginhluti bókarinnar, og mikið á honum að græða, því að höfundur hefir þar dregið saman margvíslegan fróð- leik, ættfærslur, mannlýs- ingar á búskaparháttum. Mun ýmsum í hópi eldra fólksins hér vestra þykja gaman af að kynnast því, hvernig nú er búið í Möðru- dal, en þar búa nú hjónin Jón A. Stefánsson og Þór- unn Vilhjálmsdóttir, hin mestu merkishjón, annáluð fyrir gestrisni og greiða- semi. í bréfi, sem Jón skrifaði höfundi umraéddrar bókar í ársbyrjun 1940, lýsir hann búskajmum í Möðrudal meðal annars á þessa leið: “Nú eru hér 700 kindur, 40 hestar, 14 nautgripir og 30 geitur. Heyfengur var í haust 1200 hestar. Um aldamótin voru hér litlar engjar, mest melengi, lítið eitt mýrengi. í sumar var heyskapurinn allur grashey, ekektr melhey og hefði mátt heyja aðra 1200 hesta.” Möðrudalsbygðin hefir sveipast æfintýrablæ í hug- um almennings og margar þjóðsagnir myndast um hana, eins og algengt er um sérstæða staði og fjarri meginbygðum. í lokakafla bókarinnar eru skráðar ó- prentáðar sagnir um Möðrudal, sem til hefir náðst, og einnig tekið upp hið snjalla kvæði “Klerkur- inn í Möðrudal” eftir Stefán frá Hvítadal. Þá fylgir skrá yfir prentaðar sagnir uní Alþingiskosningar, 30. júní 1946. Þingmenn kjömir— Alþýðuflokkurinn, 11911 , at- kvæði, 9 þingmenn: Gilfi Þ. Gíslason, Reykjavík. Emil Jónsson, Hafnarfirði. Finnur Jónsson, ísafirði. Ásgeir Ásgeirsson, V.-Isafjarð- arsýslu. Landskjörnir Sigurður Ólafsson, Reykjavík. Guðmundur I. Guðmundsson, Gullbringu og Kjósarsýslu. Stefán Jóh. Stefánsson, Eyja- fjarðarsýslu. Hannibal Valdimarsson, N.-Isa- fjarðarsýslu. Barði Guðmundsson, Seyðis- firði. Framsóknarflokkurinn, 15072 atkvæði, 13 þingmenn: Bjarni Ásgeirsson, Mýrarsýslu. Hermann Jónasson, Stranda- sýslu. Skúli Guðmundsson, V.-Húna- vatnssýslu. Bernhard Stefánsson, Eyja- fjarðarsýslu. Jónas Jónsson, S.-Þingeyjar- sýslu. Bjöm Kristjánsson, N.-Þing- eyjarsýslu. Stein-grímur Steinjþórsson, Skagafjarðarsýslu. Halldór Ásgrímsson, N.-Múla- sýslu. Páll Sophanfasson, N.-Múla- sýslu. Ingvar Pálmasón, S.-Múla- sýslu. Páll Þorsteinsson, A.-Skafta- fellssýslu. Helgi Jónasson, Rangárvallar- sýslu. Jörundur Brynjólfsson, Árnes- sýslu. Kommúnistaflokkurinn, 13049 atkvæði, 10 þingmenn: Einar Olgeirsson, Reikjavík. Sigfús Sigurhjartarson, Reykj- avík. Sigurður Guðnason, Reykja- vík. Áki Jakohsson, Siglufjörður. Lúðvík Jósefsson, S.-Múla- sýslu. • Landskjórnir Katrín Thoroddsen, Reykjavík. Brynjólfur Bjamason, Vest- mannaeyjum. Steingrímur Aðalsteinsson, Akureyri. Hermann Guðmundsson, Hafn- arfirði. Ásmundur Sigurðsson, A.- Skaftafellssýslu. Sj álfstæðisf lokkurinn, 26428 atkvæði, 20 þingmenn: Pétur Magnússon, Reykjavík. Hallgrímur Benediktsson, Reykjavík. Sigurður Kristjánsson, Reykj- avík. Jóhann Hafsteinn, Reykjavík. Ólafur Thors, Gullbringu og Kjósarsýslu. Pétur Ottesen, Borgarfjarðar- sýslu. Gunnar Thoroddsen, Snæ- fellsnessýslu. Þorstein Thorsteinsson, Dala- sýslu. Gísli Jónsson, Barðastranda- sýslu. Sigurður Bjamason, N.-ísa- fjarðarsýslu. staðinn, ábúendatal, ör- nefnaskrá og heimildaskrá. Elykur það á gildi bókar- innar, sem er vel gerð og snotur að ytra frágangi. Margir af Möðrudalsætt fluttust til Vesturheims, og á því heill hópur fólks í landi hér þangað ættir að rekja . Minnist eg þessara af hinni eldri kynslóð: Jóns Metúsalemssonar, land- námsmanns í íslenzku bygðunum við Manitoba- vatn; Guðmundar Stefáns- sonar, bróður söguhöfund- ar alþýðuskólakennara í Minneota; og frú Soffíu. konu Jóns J. Bíldfell í Win- nipeg. Jón Pálmason, A.-Húnavatns- sýslu. Jón Sigurðsson, Skagafjarðar- sýslu. Garðar Þorsteinsson, Eyja- fjarðarsýslu. Sigurður Hlíðar, Akureyri. Lárus Jóhannesson, Seyðis- firði. Gísli Sveinsson, V.-Skaftafells- sýslu. Jóhann Jósefsson, Vestmanna- eyjum. Ingólfur Jónsson, Rangárvall- arsýslu. Eiríkur Einarsson, Árnessýslu. Landskjörinn: Bjarni Benediktsson, Reykja- vík. FRÉTTIR (Framh. frá bls. 1) er vaxtalaust í fimm fyrstu árin, svo 2% árlega þar eftir unz lán- ið er upp borgað. Þó er tekið fram í lánsamningnum, að ef uppskerubrestur eða önnur ó- höpp koma fyrir á Bretlandi þurfi vextir eða afborgun ekki að greiðast meðan á óhöppunum stendur. Enn fremur lofast Bretar til að ryðja úr vegi öllum sérstökum hömlum sem frá þeirra hálfu standa í vegi fyrir viðskiftum Bandaríkjamanna við þá og ljá lið sitt til Iþess að höft á alþjóða viðskiftum séu leyst sem mest, og sem hagkvæmleg- ast að föng eru á. ♦♦♦ Þegar að verðlagsskrá Banda- ríkjastjómarinnar dó út af 30. júní s.l. og öll verðlagshöft voru slitin, létu stóriðnaðarfélögin þar syðra, sem róið höfðu öllum árum að eyðilegging verðhaft- anna í ljósi að engin hætta væri á að vörur myndu hækka frá því sem áður var. Sögðu sum þeirra: “Verðhöftin hafa verið slitin og verð á öllum vörum er óhaggað hjá okkur.” — Fomans-Garr Co. “Við Jiöfum ekki breytt einum einasta verðlista.” — Fish Furni- ture Co., Chicago. “Það sem þið viljið að mennirnir gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra. Svo við segjum allir: Hækkið ekki ’húsaleiguna.” Félag fast- eignasala í Miami. “Við viljurn verða við óskum forsetans, og seljum vörur okkar á sama verði og áður.” — Emporium, San Francisco. “ísverð okkar er fros- ið enn.” ísfélag Detroit. Fyrstu þrjá dagana eftir að verðhöftin voru leyst, fóru vörur upp í verði um 10% að jafnaði! ♦♦♦ JOHN QUEEN LÁTINN Hann lézt að heimili sínu hér í Winnipeg síðastliðinn sunnu- dagsmorgun. A. M. Campbell, læknir kom heim til John Queen samkvæmt símkalli klukkan 4.30 að morgni suánudagsins og fann hann örendann. 7 John Queen hefir komið mik- ið við sögu Winnipegborgar og Manitobafylkis í iþau 40 ár sem hann átti hér heima. Hann var tilkomumikill maður að vallar- sýn, fríður maður og vel vaxinn og þróttmikill bæði andlega og líkamlega. John Queen kemur fyrst opin- >erlega við sögu Manitobafylkis í verkfallinu — eða þó öllu held- ur verkamanna upphlaupinu 1919. Fyrir þátttöku sína í því uppistandi var hann dæmdur 1 eins árs fanlegsisvist. En meðan á vist þeirri stóð, var hann kos- inn á fylkisþing í Norður-Winni- peg kjördæmdnu árið 1920. Var endurkosinn á þing 4 sinnum og var íeiðtogi verkamannaflokks á jingi og í héraði frá 1930. Hann var kosinn borgarstjóri Winnipeg borg 1935 og 1936. Hann var aftur kosinn borgarstjóri 1938 og 1939. John Queen var miklum ledð- togaihæfileikum gæddur. Var vel máli farinn, mannblendinn, greiðugur, samvinnuþýður og sáttfús.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.