Lögberg


Lögberg - 28.11.1946, Qupperneq 2

Lögberg - 28.11.1946, Qupperneq 2
2 LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER, 1946 Eg tek undir óskir yðar, herra borgarstjóri, um að sambandið milli lands yðar og íslands megi rflast og vil nota iþetta kær- komna tækifæri. til þess að flytja þjóð yðar þakkir okkar Islend- inga hér heima, fvrir það, hversu vel hefir verið búið að þeim löndum vorum. sem búsett- ir eru í Canada, og hver trúnaður þeim hefir verið sýndur þar. Virðingarfyllst, Bjami Benediktsson. SKIFTAST Á KVEÐJUM Þegai' Grettir L. Jóhannsson ræðismaður fór í heimboðið til íslands í sumar, hafði hann með sér eftirfarandi kveðju frá borg- arstjóranum í Winnipeg, Mr. Garnet Coulter, til hr. Bjarna Bene- dikótssonar borgarstjóra í Reykjavík, og kom með gagnkvæmt svar frá honum vestur; báðum þessum kveðjum, sem hér fara á eftir, skilaði ræðismaðurinn formlega á skrifstofum hvors borg- erstjórans um sig.—Ritstj. MAYOR’S OFFICE, WINNIPEG, CANADA May 16th, 1946 His Worship Mayor Bjarni Benedi'ktsson, Reykjavik, Iceland. Dear Mr. Mayor: — Mr. G. L. Johannson, Consul od: Iceland in this City, has informec me of the projected visit of him- self and his charming wife, to the Homeland. This visit gives me most wettcome opportunity of extending to you personally, anc through you to the City Council of Reykjavik, and indeed to the whole of the people of Iceland the greetings and good wishes of our Winnipeg people. This spirit behind these greetings is substantial and sincere. As you perhaps know many of the Icelandic people came to Winnipeg and to parts of Mani- toba adjacent to this City, in the early days when the Province of Manitoba and this City were still in the pioneer pæriod of growth. These Icelandic pioneers took their full part in the de- velopment of the City and Pro vince, of which attl of us here are very proud indeed. From time to time the Icelandic element in our Winnipeg population has been augmented until now citi zens of Icelandic origin form most important part of the social economic and cultural life of Winnipeg. The basic ethnic element here was Anglo-Saxon, and the peo- ple of Icelandic origin have fittec well into our social structure which of course is not surprising in view of the common ancestry and the mutuality of moratts ideals and conception of freedom They have grown completely into the life of this community and have developed for the bene- fit of this country many men who occupy important places in our judiciary, our governing bodies, and in our educationa and professional life. I give to you, Mr. Mayor, my warmest greetings, and also give, through you to the Ice- landic people, my hopes that the intimate relation which has been built up between Iceland anc this párt of Canada may be main- tained and increased. Sincerely. yours, (Signed) Garnet Coulter, Mayor. BORGARST J ÓRINN f REYKJAVÍK Reykjavík, 24. sept., ’46. Herra Garnet Coulter, borgarstjóri í Winnipeg. Kæri borgarstjóri! Ræðismaður fslands í Winni- peg, herra Grettir L. Jóhannson, hefir fengið mér hið vinsamlega bréf yðar, dags. 18. maí síðastl., eins og hefir kveðjan verið birt hér opinberlega. Vér íslendingar höfum jafnan með óblandinni ánægju fylgst með því, hversu landar vorir í Vesturheimi hafa reynst þar nýt- ir borgarar, og þá fyrst og fremst þar, sem þeir eru flestir saman komnir, í Manitoba, einkum þó í Winnipeg. Ræðismannshjónin hafa ein- mitt nú um nokkurt skeið, ásamt tveimur öðrum Winnipeg hjón- um, af íslenzku bergi brotnu, verið gestir íslenzku heimaþjóð- arinnar, í því skyni að þakka þeim og Vestur-fslendingunum ........... yfirleitt þann þátt, sem þeir hafa sonar: Bmnn er ur ^lastorku átt í framfara og menningarstarf- semi sinna nýju heimkynna, jafn- framt því að viðhalda nánum menningartengslum við heima- landið. Hátíðahöld Þann 7. þ. m. var mikið um dýrðir í Rússlandi, því þá var há- tíðlegt haldið tuttugasta og ní- unda afmætti rauðu byltingar- innar svonefndu; mest kvað að hátíðalhöldunum í höfuðborg rússnesku ráðstjórnarríkjanna en nokkrum undrum þótti það sæta, að Stalin forsætisráðherra kom þar hvergi við sögu; aðalræð- una flutti í Moskva, Govoro marskálkur, sá er gat sér ódauð- 'legt frægðarorð vegna hinnar ó- viðjafnanlegu varnar iússnesku herjanna undir forustu hans í Leningrad; í ræðu sinni komst hann meðal annars þannig gð orði: “Rússneska þjóðin er stað- ráðin í því, að helga krafta sína varanlegum, tryggum og demó- kratíískum friði.” Jarðsaga ísiands og íslenzkt þjóðarhlutverk Jarðsaga íslands verður enn- þé eftirtektarverðari, ef gert er ráð fyrir því, að kenningin um mannkynshlutverk íslenzku þjóð- arinnar sé rétt. Því að það virð- ast engar horfur á, að hið foma norræna mál og sumt í norrænu hugarfari sem þvi er tengt, hefði getað varðveitzt, ef ísland hefði ekki verið til. En hinsvegar virð- ist það hafa staðið nokkuð tæpt, að svo gæti orðið. Eldgos ein hin mestu, sem á síðari áratugamiljónum hafa orðið á þessum hnetti, höfðu bygt upp megmland feiknavítt, sem náði frá Grænlandi alt til Bret- landseyja Hinum miklu gosum linti og lauk, og blágrýtismegin- landið mikla brast í sundur, eyddist og sökk að mestu í sjó. Virðist um alílangan tíma helst hafa verið horfur á því, að ekki yrði annað eftir af þessu víða meginlandi, en nokkrar lítils- Jiáttar eyjaþyrpingar hér og hvar úthafinu En eftir langa hvíld, sótti þó hitiim í undirdjúpunum aftur á, og aftur fór að gjósa, að vísu aðeins á örlitlu svæði mið- að við það sem áður hafði ver- ið, en þó svo, að Island varð tii á þessum stað norðurhafsins, þar sem að öðrum kosti mundu að- hafa verið nokkrar smá- eyjar, þar sem ekki hefði getað skapast íslenzk þjóð og íslenzk jjóðarmenning. Og sjálfur staðurirm sem þetta gerðist á, er einnig mjög eftir- tektaverður. Hefði eyland þetta orðið nonkkru norðar, mundi :>að hafa verið með öllu óbyggi- egt, eða a, m. k. óhæft til þess að þar hefði getað orðið menning- arþjóð slák sem íslendingar urðu. En hefði það verið nokkru til muna sunnar, þá mundu ekki hafa orðið þessar fjórar dýr- mætu sjálfstæðisaldir, Það er óhætt að segja„ að snilldarorð Jónasar Halflgrííms- MINNINGARORÐ Jóhanna Sigurlín Thordarson 1857—1946 aergkastali frjálsri þjóð,” geta átt við landið alt, og ekki ein- göngu alþingisstaðinn. mai. Helgi Pjeturss —Fálkinn. Sunnudaginn 11. ágúst s. 1. lézt ekkjan, Jóhanna S. Thord- arson, eftir tiltölulega stutt veik- indakast. Hún dó á heimili sínu Dg elzta sonar síns Ágústar, í húsinu sem eiginmaður hennar bygði árið 1884 á heimilisréttar- landi þeirra skamt suður af Svold í Pembina County, N. Dakota. Hún var fædd að Skálanesi í Seyðisfirði, fyrsta dag desem- ber 1857, og þar ólst hún upp. Hún var því 88 ára og rúmlega 8 mánaða að aldri þegar “kaliið kom.” Foreldrar hennar voru Frið- björn Guðmundson og kona hans Guðrún Jónsdóttir. Árið 1883 giftist hún Jóhann- esi Thordarsyni, ættuðum úr Mý- vatnssveit. Það sama ár fluttu þau til Ameríku. Fyrsta heim- ili þeirra hjóna hér í landi var ná- lægt Gardar, N. Dak., en ári síð- ar fluttu þau á heimilisréttarlaiid sitt, skamt suður frá Svold í Pembina County, N. Dakota. Það á vel við hér að minnaét þess að Jóhannes Thórdarson var á yngri áfum sínum atorku maður hinn mesti til vinnu og smiður góður. í viðskiptum var hann hreinn og áreiðanlegur, fróður um margt og minnugur með afbrigðum. Þau hjón, Jóhannes og Jó- hanna, eignuðust níu böm. Fjög- ur þeirra dóu á undan móður sinni. Þau voru: Hilda Sigríður, Margrét Ingibjörg, Hilda Sig- rún og Mrs. Guðrún McMurchie Þau sem á lífi eru: ÓHna Eirík son, ekkja eftir Eirík Eiríksson búsett skamt frá Gardar; Lárus kvæntur Jóhönnu Sturlaugson skólakennara, búlsettur nálægt Svold; Sigurður, bóndi skamt fró Backoo, N. D., giftur Sigríði Dalsted; Victor, búsettur nálægt Backoo, kvæntur Rósu Dalsted, og H. A. Thórdarson sem nú býr, eins og áður var getið um, landeign þeirri sem foreldrar hans höfðu svo lengi búið á. H. Ágúst (Gústi) missti konu sína (Önnu Johnson, kennara) fyrir löngu og frá þeim tíma hafði Jóhanna sál gengið hans tveim- ur sonum í móðurstað, að eins miklu leyti sem henni var mögu legt. Líka syrgja sína góðu ömmu 18 barnabörn og nokkur barnaJbamaböm. Einnig lifa hana systir, Mrs, J. H. Norman í Winnipeg og nafna; stjúpsystir, Mrs. Thór- anna Einarson í Árborg, Man.; stjúpbróðir, Ásmundur Aust- mann í Árborg, og bróðir, Sigur- björn Eastman (Barney), bú- settur skamt frá Akra, N. Dak. Eiginmann sinn misti Jflhanna árið 1934, þó 86 ára gamlan Hann hafði verið bttindur síð- ustu fimm árin af æfi sinni og rúmfastur hér um bil tvö ár. Það vakti athygli oð aðdáun allra sem til þekktu hvað þessi þrekmikla og ástúðlega kona hjúkraði manni sinum með svo dæmalausri umhyggjusemi og vandvirkni allan þann langa tíma sem hann var blindur og þjóður af veikindum. Þegar að því kom að hún sjálf þurfti hjálp ag hjúkrun þá var ynndælt að sjá hvað dóttirin, tengdadætumar, synir hennar og önnur skyldmenni sýndu mikla ástúð og umhyggjusemi, vöktu tifl skiftis yfir henni nótt og dag og gjörðu alt sem hægt var til að hjálpa. “Jóhanna systir,” eins og sá er þetta ritar, æfinlega nefndi hana, var ein af hinum Islenzku ágætis- konum þessarar byggðar. Lítil tækifæri hafði hún til lærdóms, samt gat hún lesið og skrifað Is- lenzku og hafði mikla ánægju af. Einnig fékk hún góða tilsögn í kristnum fræðum, og þó lær- dómurinn væri mjög takmark- aður, þá samt var hún svo lán- söm að eignast menntun þá sem gjörði það mögulegt að hugur hennar, hjarta og hönd voru æfinlega samtaka í að gleðja, styrkja og hjálpa. Jóhanna var glaðlynd, góðlynd og góðgjörðarsöm kona, og var gott að koma á heimilið ávalt, því þau hjónin með b|rnum sínum áttu það sameiginlegt að vera gestrisin og taka á móti gestum sínum sérlega vel; þegar eitt- hvað amaði að heima fyrir hjúkr- aði hún og hjálpaði af alúð, um- hyggjusemi og kæreik. Hún starfaði í kirkju sinni og kvenfélagi af einlægni og áhuga þegar kraftar og tækifæri gáf- ust tH. Einnig lét hún sig varða önnur velferðarmál byggðar sinnar. Þó má segja að heim- ilið hafi verið hennar aðal starf- svið. Þar lagði hún fyrst og fremst fram krafta sína til að- hlynningar og velferðar fjöl- skyldunni, með umhyggju og ást til eiginmanns og barna. Og þar fórst henni alt vel og mynd- arlega eins og líka út á við. Útförin fór fram frá heimil- inu nálægt Svold og Hallson kirkju, fimtudaginn, 15. ágúst Séra Egill H. Fáfnis jarðsöng. Hinn stóri hópur ættingja og vina sem fylgdi henni til grafar, útfararræðan skýra og góða, hin mörgu og fögru blóm á kistunni og víðsvegar um kirkjuna, einn- ig minningargjafir og s|ngurinn ynndæli, alt bar ótvíræðan vott að hin látna hafði eignast um auðæfi þau er hún mest þráði í þessu lífi: hlýhug og virðing allra þeirra er hana þektu. Hún var lögð til hvíldar við hlið eiginmanns síns í Péturs- safnaðargrafreit. Jóhanna Sigurlín Thórdarson reyndist trú og trúuð til æfiloka. Orð skáldsins túlka bezt hug vorn og þökk, til hennar: “Þeir þakka þér allir sem þú hefur leitt og þú hefur örmunum vafið og þá máist eitthvað, ef þar sézt ei neitt sem þú átt í hjörtunum grafið Og vertu nú sæl, það fer vel um þig nú, og vorgyðjan o’ná þig breiði, og sætt er það þreyttum að sofa eins og þú með sólskin á minning og leiði. (Þ. E.) Sigurbjöm Eastman. KIRKJUMÁLARÁÐHERRA: DÁNARFREGN öldungurinn Árni Á r n a s o n rumlega 83 ára gamall, andaðist á “Betel”, 12. þ.m., s.1. Hann var fæddur 18. apríl, 1863, á Espihóli í Eyjarfjarðarsysflu. Foreldrar hans voru þau merkishjóninn Árni Thorsteinson og Ingibjorg Sigurðardóttur. Kona Áma heit- inns, Johanna Thosteinsdóttir, dó árið 1932. Til Kanada kom hann fyrir 33 árum síðan, og að undan teknum 6% ári sem hann var í þessu fylki, hafði hann verið búsettur í grend við Leslie, Sask. Börninn sem lifa föður sinn eru: Rósmundur, að Leslie, Rósa, (Mrs. Halldorson), í Vancouver, Ragnheiður (Mrs. Goodman), í Gunworth, Sask., Bergthora ((Mrs. hTorarinson) á Action, Ont., Ingibjörg (Mrs. McWil- dam), í Montreal, Guðlaugur, í Toronto, Thorsteinn að St. Vital, Man. og Maria (Mrs. Guðlaug- 6on) á Akureyri. Ámi sál. gerðist vistmaður á 3etel, 20. aprífl, 1941. Vor fram- iðni vinur var jarðaður í I -Æslie, Sask. Sóknarpresturinn stjórnaði kveðjuathöfninni frá Betel, 12. þ. m. Starf kirkjunnar að leiða þjóðina Ritstjórn Kirkjublaðsins hejir ákveðið að birta öðru hvoru samtöl við ýmsa merkustu menn þjóðarinnar um viðhorf þeirra til kirkjunnar og þeirra mála, sem hún vill leiða fram til sigurs í þjóðlífi íslendinga. Vér höfum farið á fund nú- verandi kirkjumálaráðherra Emils Jónssonar í þessu skyni, og birtist hér samtal við hann. ♦ Á árunum 1911 till 1913 komu allmargir ungir drengir í Hafn- arfirði saman á hverju mánu- dagskvöldi í þremur herbergjum á Brekkugötu 7. Þá var séra Frið- rik Friðriksson æskulýðsleiðtogi að byrja þar sitt kristilega starf meðal ungra drengja í Hafnar- firði. Hinn mikli æskulýðsleiðtogi lét ekki á sér standa og safnaði saman öllum drengjum í Hafnar- firði, sem hann náði til. Brátt varð drengja'hópuTÍnn svo stór, að hann ætlaði alveg að sprengja utan af sér þessi þrjú herbergi í Brekkugötunni. “Þetta voru indælir drengir”, sagði séra Friðrik, ‘ög þessi, sem þú ert að minnast á var ljómandi drengur, prúður og eftirtektar- samur.” Hvað er nú um þennan dreng eftir einn þriðjung aldar? Uppi á annari hæð í Arnarhvoli situr hann í sæti kirkjumálaráðherra með æðsta úrskurðarvald í mál- um þjóðkirkjunnar á íslandi. Þessi maður er Emil Jónsson kirkjumólaráðherra, og fann eg hann að máli fyrir blaðið til þess að ræða um viðhorf hans til kirkjunnar. Vandi ungur komur sínar í kirkju. “Séra Friðrik var einn af mín- um fyrstu uppfræðurum”, sagði ráðherrann. “Man eg hvað okk- ur þótti gaman að koma á fund- ina til hans. Hann var bæði svo lifandi og fjörugur. Stundum kom hann blautur og uppfenntur til okkar gangandi frá Reykjavík, eins og þá tíðkaðist. Hann var ekki að fást urn það. þó að eitt- hvað væri að veðri.” Emil Jónsson er fæddur 27. okt. 1902 í Hafnarfirði. Foreldrai hans eru hjónin Jón Jónsson mrúrari og Sigurborg Sigurðar- dóttir. Faðir hans lézt fyrir nokkrum árum, en frú Sigurborg lifir mann sinn. Er hún nú um áttrætt og á heima í Hafnarfirði.. “Foreldrar mínir voru mjög kirkjurækin. Áttu þau kirkju- Pálssonar. Fór eg iðulega gang- sókn að Görðum til séra Jens andi með þeim út að Görðum til messu, en svo kom kirkjan í Hafnarfirði, og þar var eg fermd- ur af séra Árna Bjömssyni. Stúdent 16 ára Ellefu ára fór Emil í Flens- borgarskólann og var þar þang- að til hann var 14 ára. Þá fór hann ’í Mentaskólann í Reykja- vík og sat í fjórða bekk veturinn 1917 til 1918. Var það eini vetur- inn sem hann sat í Menntaskóla- num, því að fimmta og sjötta bekk las hann utan skóla á einum vetri. Stúdentsprófi lauk hann 16 ára gamaltt, og mun hann sennilega vera yngsti stúdent úr skóla. Varð hann stúdent árið 1919. Emil var ákveðinn að nema verkfræði. 1 því skyni sigldi hann til Danmerkur á verkfræðihá- skólann þar. Frá 1919 til 1925 var lann við verkfræðinám, og að oknu námi var hann verkfræð- ingur í Odense á Fjóni í eitt ár. Mikilvæg trúnaðarstörf. Árið 1926 kom Emil Jónsson aftur upp til íslands, og þá ráðinn verkfræðingur Hafnarfjarðar. Það starf hafði hann á hendi til 1930, en þá var hann kjörinn bæjarstjóri Hafnarfjarðar. 1937 v a r ð Emil vitamálastjóri og gengdi hann því embætti þang- að tifl hann varð ráðherra Al- þýðuflokksins haustið 1944. Al- þingismaður .hefir Emil verið frá 1934. Hlutverk kirkjunnar. Eg spurði ráðherrann, hvert hann áliti einkum vera 'hlutverk íslenzku kirkjunnar eins og nú stœðu sakir. Andartak leit ráð- herrann þögull út um gluggann við skrifborðið, og sagði síðan: “Eg tel starf kirkj unnar vera mikilvægt, og það ekki sózt á þeim támum, sem nú standa yfir. Það sama hefir átt sér stað, eins og eftir Síðasta stríð, að upp- lausn í hugum manna kemur í kjölfar stríðsáranna. Eg tel, að þjóðinni myndi ekki vedta af miklu og öflugu starfi í þeim anda, sem kirkjan starf- ar. Hér á eg einnig við hin tím- anlegu mannúðarmál, sem kirkjan vill vinna að og lætur til sín taka. Kirkjan byggir á þeim grundvelli, sem þjóðin á að sameinast á. Starf kirkjunnar er að leiða þjóðina.” Mikil ánægja af starfinu. Við fórum að tala um hans eigið starf sem kirkjumálaráð- herra, og kvaðst ráðherrann játa það, að hann væri ekki nægi- lega fróður í málum kirkjunnar, enda hefði starf hans verið all- mikið á öðrum vettvangi. Svo bætti hann við: “En eg hefi mikla ánægju af því að starfa að framgangi þeirra mála, sem eg hefi með höndum sem kirkjumálaráðherra. Eg tel starf mitt að miklu leyti felast í því, að bæta starfsskilyrði prest- anna í landinu. En um leið og aðstæður prestanna batna, eru gerðar meiri kröfur í starfi þeirra.” Vitamálastjórinn Það kann að virðast untdarlegt í fljótu bragði, að verkfræðing- urinn og vitamálastjórinn Emil Jónsson skyldi alt í einu verða æðsti ráðamaður Þjóðkirkjunn- ar á Islandi. En við nánari at- hugun og með hfliðsjón á því sam- bandi, sem er milli fiíkis og kirkju, er þetta ekkert einkenni- legt. Emil Jónsson skilur vel, að það er mikil þörf á vitum til þess að láta leiðarljós hins innra manns er hvílir á opiniberun Guðs, lýsa þjóðinni, og hann sér, að kirkj- an er þar máttarstólpmn. Þess vegna er hann kirkjumálaráð- herra. Þannig kom mér ráðherr- ann fyrir sjónir, er eg gekk af fundi hans. Emil Jónsson er kvæntur frú Guðfinnu Sigurðardóttur, hinni ágætustu konu, sem er systir séra Ingvars á Desjarmýri. Eiga þau sex böm: Ragnar, sem er stúdent og stundar framhalds- nám í Svíþjóð, Jón, Sigurð, Birgi, Viliborgu og Guðrúnu, sem eru í gagnfræða- og barnaskólanum. Heimili náðherrans er á Kirkju- vegi 7, Hafnarfirði. P. —Kirkjubl. júlí, 1946. Hugsað fram! Látitu hreinsa öll fötin, sem þú þarft að láta heins í haust — NÚNA . . . Ágætisverk Hagnýttu þér tækifærið til spamaðar með því að vitja fata þinna í búðina sem næst þér er. Búðir okkar eru nú opnar frá kl. 8 f. h. til kl. 7 e. h. Perth’s 888 SARGENT AVE.

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.