Lögberg - 28.11.1946, Qupperneq 4
4
LÖGBERG, FIMTUDAGLNN 28. NÓVEMBER, 1946
T
--------logfaerg--------------------
GeíiC öt hvern fimtudag af
THE COLUMBIA PRESS, LIMITED
695 í 'argent Ave., Winnipeg, Manitoba
Utanáskrift ritstjórans:
EDITOR LÖGBERG
195 Sarg-ent Ave., Winnipeg, Man.
Rltstjóri: EINAR P. JÓNSSON
Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram
The ■'Lögberg” is printed and published by
The Columbia Press, Limited, 695 Sargent
Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada.
Authorized as Second Class Mail,
Post Office Dept., Ottawa.
PHONE 21 804
Bergmál, sem aldrei deyr
Sönn menning mælist eftir því, sem
mennirnir hugsa fegurst og bezt, því í
slíkum hugsunum speglast öll þau af-
rek þeirra, sem orðið hafa fegurst og
bezt í aðbúð og umhverfi vor mann-
anna.-----
Maður varð þess víða var á íslandi
í sumar, sem leið, hverju ástfóstri ís-
lenzka þjóðin hafði tekið við Karlakór
Reykjavíkur, eigi aðeins íbúar höfuð-
staðarins, heldur og engu síður fólkið
út á landsbygðinni; allir höfðu það á
vitund, að mikið stæði til þar sem í að-
sigi var söngför flokksins til Vesturálf-
unnar; gagnvart þessu æfintýri var
þjóðin eins og opið sár; hún var undur
viðkvæm fyrir því hvernig tiltækist um
söngförina, sem túlka átti nú í fyrsta
sinn á vestrænum vettvangi skáldskap
hennar í tónum; hún vissi líka að flokk-
urinn myndi syngja fyrir oss Vestmenn
af íslenzkri ætt, og henni var ant um að
hann túlkaði alla þá ástúð, sem nú ríkir
á íslandi í garð Vestur-íslendinga; hann
flutti oss í unaðslegum söng sínum þetta
bróðurlega hugarfar, og viðdvöl hans,
þótt ekki yrði löng á þessum slóðum,
skildi eftir í sálum vorum bergmál,
sem aldrei deyr.
í söng Karlakórs Reykjavíkur end-
urspeglast fegurstu eðliskostirnir í ís-
lenzkri þjóðarsál, næmleiki heitrar
hrifningar og þróttur hins norræna
anda. —
í nýkomnu bréfi til ritstjórans frá
cand. theol. Pétri Sigurgeirssyni, Sig-
urðssonar biskups, er fagurlega lýst því
erindi, eða þeim kveðjum, sem honum
skilst, að söngflokkurinn hafi átt að
flytja oss Vestmönnum frá stofnþjóð
vorri; og vegna þess hve táknræn og
markvfss ummæli þessa góðvinar vors
eru, tökum vér oss það bessaleyfi, að
endurbirta þau hér í blaðinu, lesendum
til hollrar glöggvunar, en ummælin eru
á þessa leið:
“Eg veit, að þið munið hafa mikla
ánægju af því að heyra Karlakórinn,
sem þegar mun hafa sungið, er þið fáið
þetta bréf. Hann ber kveðju okkar allra
hér í söng sínum. Hann er sem fulltrúi
alls þess bezta, er hljómar í sálum
okkar heima. í söng kórsins vildum
við, að þið heyrðuð fyrirbæn okkar fyrir
íslendingum vestan hafsins, gleðisöng
okkar yfir trygð ykkar, sigursöng yfir
því sem áunnist hefir í lífsbaráttunni.
Við vildum að þið heyrðuð bergmálið af
nið fossanna og briminu við klettana í
tónunum “Brennið þið vitar”, og við
vildum að þið fynduð andvarann leika
um vangann í hinum fínu og veiku tón-
um lagsins: “Nú andar suðrið sælu vind-
um þýðum.-’ Og bæn okkar ber kórinn
til ykkar í laginu Kyrie og Ave Maria, en
af því laginu, er eg hvað hrifnastur,
því að það lag feykir burt skuggum, en
ber hið skæra ljós inn í sálu mína.” —
Söng- og sigurför Karlakórs Reykja-
víkur um Bandaríki Norður-Ameríku og
heimsókn hans til North Dakota og Win-
nipeg, að eigi séu fleiri staðir tilgreindir,
þar sem íslendingar vestan hafs eru bú-
settir, mun jafnan talin verða til meiri
háttar menningarlegra viðburða í nú-
tímasögu íslendinga beggja vegna hins
breiða hafs, og tengja órofaböndum
sameiginleg menningarverðmæti; verð-
mæti, sem svo voru slungin dýrum og
vígðum þáttum, að þau veittu þjóðinni
kjark til þess að lifa af Svartadauða og
Hungurvöku, og sungu hana að lokum
frjálsa.
Nú hefir íslenzka þjóðin formlega
skipað sér í fylkingu sameinuðu þjóð-
anna, og verið viðtaka veitt á þeim
vettvangi með mikilli hrifningu, eins og
ræða Thors sendiherra og þar að lút-
andi bréfaviðskifti bera svo glögg merki
um.
ísland verður aldrei vopnað stór-
veldi, en þyí fegurra skyldi hlutverk þess
í þágu sannrar siðmenningar og hollra
nytjaverka; það á að verða “dálítið
fyrirmyndar-ríki,” að beztu manna yfir-
sýn. —
Vér Vestmenn erum hluthafar í
öllu því, sem fegurst hefir verið hugsað,
og fegurst verður hugsað á íslandi, svo
fremi, að vér eigi gerumst sekir um
svefngöngur, eða sættum oss við það,
að fljóta sofandi að feigðarósi; vér höf-
um hlustað á raddir íslands, og fundið
til þeirrar ósegjanlegu ástúðar og þess
hyldýpis fegurðar, er þær búa yfir, og nú
geymum vér í endurminningunni það
bergmál, sem aldrei deyr, eða að minsta
kosti ætti ekki að deyja; bergmál vakn-
andi og alfrjálsrar þjóðsálar, sem vér
erum óaðskiljanlegur hluti af.
Kirkjuþingið í Cleveland
Eftir séra Rúnólf Marteinsson.
Við vorum komnir í gistihús í Cleve-
land.
Næsti dagur var laugardagurinn,
5. okt. Þann dag átti að hefjast þingið.
Fyrst var þá að finna þingstaðinn. Það
var auðgjört. Þingið var haldið í aðal
samkomusal borgarinnar, þeim hluta
hans sem mætti nefna sönghöll. Þessi
staður var örskamt frá húsinu þar, sem
við gistum. í þessum söngsal voru allir
starfsfundir þingsins haldnir. Upphafs-
guðsþjónusta þess hófst kl. 10 árdegis
þennan laugardag. Frá guðsþjónustum
þingsins hefi eg sagt í Sameiningunni,
og óska eg ekki að endurtaka það sem
eg sagði þar. Aðeins vil eg geta þess, að
upphafsguðsþjónustan var tilkomu-
mikil, hátignarfull, og máttug, og hjart-
að í henni var altarissakramentið.
Kl. 2 síðdegis setti forseti þingið,
og rakleiðis voru fundarstörf hafin. '
Fjórir íslendingar voru í salnum.
Hvernig stóð á ferðum þeirra þangað?
Ekki var þetta íslenzkt þjóðræknisþing
og ekki heldur þing íslenzka lúterska
kirkjufélagsins. Hver hefir stefnt þeim
þangað ? Eiga þeir heima í þessu móti ?
Hvaða rétt hafa þeir til að sitja á þingi
United Lutheran Church? Því verður
auðveldlega svarað, hefir í raun og veru
nú þegar verið svarað í þessari ritgjörð.
Þessir menn voru kosnir af íslenzka
lúterska kirkjufélaginu til þess að vera
fulltrúar þess á þinginu. Hvaða rétt
hafði það til að kjósa? Þann rétt fékk
kirkjufélag vort, þegar það gjörðist
meðlimur í þessum félagsskap. Sam-
kvæmt grundvallurlögum hans, hefir
það rétt til að senda þessa tölu fulltrúa,
og lÆfir haft síðan það gjörðist, á þingi
United Lutheran Church í Omaha í Ne-
braska-ríki árið 1940, meðlimur þess
félagsskapar.
En hvernig félagsskapur er þetta
sem við nú tilheyrum? Ofurlítið finst
mér eg þurfi að líta til baka til þess að
gjöra þetta ljóst. Fyrstu lúterskir
menn, sem til þessa meginlands komu,
voru fáir menn í hóp þeirra Hollend-
inga, sem komu til New York árið 1913,
sem þeir nefndu Nýju Amsterdam. Næst
komu Svíarnir til Delaware árið 1638.
Á 18 öldinni komu þjóðverjar, á hinni 19
komu Norðmenn, Svíar, Danir, íslend-
ingar, Finnar, og fleiri. Að undanteknum
Hollendingunum, sem voru mjög fáir,
stofnuðu allir þessir flokkar lúterskt
kirkjustarf innan sinna þjóðernislegu
takmarka. Svo kom að því, að söfnuðir
sameinuðust í kirkufélög. Fyrsta lúter-
ska kirkjufélagið í Ameríku var Minist-
erium of Pennsylvanias stofnað 1748.
Á 19. öldinni, þegar nokkur lútersk
kirkjufélög höfðu verið stofnuð, var
myndað kirkjufélagasamband, sem
nefnt var General Synod^ Það stjórn-
arfyrirkomulag líkist því, sem ræður
bæði í Bandaríkjunum og Canada. I
Canada eru 9 fylki, sem hvert um sig
hefir löggjafarþing, framkvæmdarstjórn
og fylkisstjórn. Svo sameinast öll fylk-
in í sambandsstjórn með löggjafar-
valdi, framkvæmdarvaldi og landstjóra
eða konungi. Stjórnarskrá ákveður
hvernig skifta skuli valdinu milli fylkj-
anna og sambandsstjórnarinnar. Þó
nöfnin séu dálítið önnur í Bandaríkj-
unum, er fyrirkomulagið hið sama.
United Lutheran Church er slíkt sam-
bandsfélag. Einstaklingar ganga í
söfnuði, söfnuðir ganga í kirkjufélag, og
kirkjufélög ganga í sambandsfélög eða
allsherjarfélög, eða kirkjufélagssam-
band. Þegar kirkjufélag vort gekk í
þetta sambandsfélag varð einhverjum
að orði, að nú væri sól þess
sigin til viðar, það væri í
raun og veru ekki lengur
að sögn, að þröngva svo
til. Sambandsfélagið átti,
kosti kirkjufélags vors, að
það fengi engu að ráða. Eln-
hverntíma var það stað-
hæft í Vancouver og sett í
blöð vor, að United Luth-
eran Church tæki af oss öll
ráð í sambandi við fé gam-
almennaheimilis vors. Það
er mál komið, að sannleik-
urinn sé sagður í þessu
máli, svo fólk vort viti hið
sanna og rétta: United
Lutheran Church hefir
aldrei haft nein afskifti af
fjármálum Betels né held-
ur nokkru öðru viðvíkjandi
þessari stofnun vorri.
Eðlilega vill United Luth-
eran Church hafa hönd í
bagga með fjárveitingar
.sínar. Hún hefir reglur í
starfi sínu, sem fara verð-
ur eftir. Sérstaklega kem-
ur þetta til greina í sam-
bandi við trúboðsstarf vort.
Þar fer fram sameiginlegt
starf fylkis og sambands-
stjórnar, svo eg noti cana-
diska líkingu. En í flestum
málum kirkjufélags vors
höfum vér sömu sjálfstjórn
og vér höfðum meðan vér
vorum einstætt kirkjufélag.
Þessu kirkjufélaga-sam-
bandi tilheyra 32 kirkjufé-
lög. Kirkjufélag vort er eitt
þeirra. Fullorðnir meðlim-
ir í þeim öllum eru um 1,-
800,000. Sum þessi kirkju-
félög eru mikið stærri en
kirkjufélag vort og sum
minni, en sérhver erindreki,
hvort sem hann kemur frá
stóru eða litlu félagi, hefir
sama rétt og hver annar
erindreki. Á þessu þingi
áttu sæti 284 prestar og 278
leikmenn, en 4 þeirra síðari
komu ekki á þing og var
því tala leikmanna 274, en
samtals erindrekar á þingi
558. í þetta sinn átti ein
kona sæti á þingi, hin fyrsta
kona, sem hefir verið er-
indreki á þingi þessa fé-
lagsskapar.
En hvernig atvikaðist
það, að vér gjörðumst með-
limir í þessu félagasam-
bandi? Fyrir löngu síðan
var því hreyft, meðal vor,
að vér ættum að tengjast
félagsböndum við einhverja
stærri lúterska heild á
þessu meginlandi. Svipuð
tilfinning hefir átt heima í
flestum hópum lúterskra
manna í Bandaríkjunum og
Canada. Þeim hefir fundist
að þessi sundurliðun væri
lútersku kirkjunni hér, að
einhverju l^yti, til tjóns, og
að fallegt væri að því að
vinna, að allar deildir henn-
ar, í þessum löndum, sam-
einuðust í eina öfluga
kirkju, sem með þeirri sam-
eining fengi aukinn styrk
til að boða Krist. í síðustu
tíð hafa sumir verið að
hugsa um tvær kirkjur:
Bandaríkjakirkju og Cana-
diska kirkju. Þessi hugsun
og’ von hefir vermt sum
hjörtu einnig meðal vor ís-
lendinga. En í hópi vorum
töldu margir sig mótfallna
þessari hugsun. Fjöldi var
hræddur um, að með samn-
ing við önnur kirkjufélög,
værum vér að stofna ís-
lenzku þjóðerni voru í
hættu. íslendingar voru
einnig mjög hræddir við á-
lögur frá því kirkjufélagi,
sem vér tengdumst. Fátt
þykir oss verra en skyldu-
skattar, og þó greiðum vér
möglunarlítið þjóðfélags-
skatta vora í þessu landi;
en í kirkjunni vildu þeir
ekkert hafa með svoleiðis
tilhögun. Og þó þarf nú
ekki nema ofurlítið af heil-
brigðu Ijósi skynseminnar
til að sjá, að einnig kirkjan
hefir fjármál með höndum.
í fleétum tilfellum er hún
bundin ákveðnum útgjöld-
um og hefir því fulla þörf á
ákveðnum tekjum. Eg sé
ekki hvernig menn fara að
mótmæla þessu.
Menn þæfðu þetta mál
ár eftir ár og ekkert varð
af framkvæmdum. Fyrir
einhverja rás viðburðanna
komst skrið á þessa hugs-
un árið 1939. Má vera, að
einn þátturinn í því hafi
verið þörfin á styrk í trú-
boðsmálum vorum. Hvað
sem því líður, var það sam-
þykt á kirkjuþingi voru það
ár, að leggja málið fyrir
söfnuðina til úrslita. Þar
fékk það nægan styrk til
samþykta, og komst því
inngangan í framkvæmd.
Hvernig hefir svo þetta
félag reynst oss, þessi 6 ár
sem við höfum tilheyrt því?
Hafa gömlu mótbárurnar
fengið byr undir báða
vængi í reynslunni? Hefir
af þessu sambandi voru
við það orsakast tortíming
þeirrar ræktarsemi, er vér
höfðum við íslenzkar erfð-
ir? Þegar vér lítum yfir
þessa 6 ára sögu hljótum
vér að segja: Þetta kirkju-
félag hefir styrkt trúboðs-
starf ríflega, það hefir
hjálpað sumum söfnuðum
vorum til að eignast prests-
setur, það hefir borgað
fyrir auglýsingar í kirkju-
blaði voru, “Sameining-
unni”, og það hefir einnig
veitt oss styrk til að gefa
út blað vort, “Our Parish
Messenger.” Það hefir ekki
talið til skuldar hjá oss eftir
lok fjárhagsárs vors, þó vér
höfum ekki að fullu greitt
hluta vorn af útgjöldum fé-
lagsins. Það hefir látið oss
í friði með þann íslenzka
vermireit, sem vér áttum
og eigum enn. Það hefir
ekki einu sinni neytt oss
inn á neinar afturhaldsleið-
ir í trúmálastefnu, sem
sumir voru hræddir um í
upphafi. Það tók við oss
með grundvallarlögum vor-
um óbreyttum; og ekki lít-
ur út fyrir að nein mótbára
hafi komið gegn því. Vér
höfum í þessu sambandi
verið algjörlega óáreittir
með trúmálastefnu vora.
Eftir því sem eg sam-
vizkusamlegast veit, höfum
vér haft mikið gott af þessu
sambandi, og ekkert annað
en gott.
Og vér hefðum getað
haft meira gott af þessum
félagsskap, en vér höfum
haft, ef vér, prestar og leik-
menn, hefðum betur fært
oss í nyt það, sem þetta
kirkjufélag hefir að bjóða,
betur notað blöð þau og
bækur, sem félag þetta gef-
ur, og lagt meiri rækt við
að kynna oss og nota hinar
mörgu ágætu starfsað-
ferðir þeirra manna.
Með þessu er eg á engan
hátt að segja, að eg sam-
þykki alt, sem gjörst hefir
í félagsskap þessum. Eg er
ekki samþykkur öllu því,
sem gjörst hefir í kirkju-
félagi voru. Vér erum
frjálsir og sjálfstæðir
menn. Sönn samvinna út-
heimtir á engan hátt það,
að maður gleypi við öllu, en
hugsi ekki neitt.
Jæja, þarna vorum vér
komnir fjórir íslendingar,
með fullan rét.t sem erind-
rekar á þessu mikla og
fjölmenna þingi, fimtánda
þingi United Lutheran
Church in America.
Klukkan 2 e. h. var það
sett af forseta, samkvæmt
sérstöku guðsþjónustu-
formi fyrir upphaf kirkju-
þinga, að viðbættum nokkr-
um ákvörðunum, sem nauð-
synlegar voru til að koma
þingstörfum á rekspöl.
Mr. Earnest P. Scott,
formaður móttökunefndar-
innar í Cleveland ávarpaði
þingið nokkrum orðum og
bauð það velkomið. Mr.
Julius Kovachy, dómari,
forseti kirknasambandsins
í Cleveland, flutti þinginu
mjög hlýlegt ávarp, bar
því kveðjur frá prestum
borgarinnar, og óskaði því
allra heilla. Þá flutti ávarp
E. Clyde Xander, sem þá
gegndi forsetastörfum í
U.L.C. kirkjufélaginu í
Ohio. Hann bauð þingið
velkomið til þessa ríkis og
flutti Jdví bróðurkveðju frá
forseta þess kirkjufélags,
Dr. Mylie, sem um þær
mundir lá veikur í sjúkra-
húsi. Þá kom fram Dale C.
Recker, prestur Fyrstu
ensk-lútersku kirkjunnar í
Cleveland og færði forset-
anum og þinginu, að gjöf,
hamar til notkunar í sam-
bandi við stjórn þingsins.
Hann var samsettur úr efni
frá þeim þremur kirkjum,
sem sá söfnuður hafði reist.
Var hamarinn þeginn með
þökkum, notaður á þessu
þingi, og svo geymdur með
öðrum slíkum hömrum,
sem félaginu hafa verið
gefnir.
Dr. Fry stýrði öllum
starfsfundum, stýrði frá-
bærlega vel. Hann er rögg-
samur, skýr í hugsun, rétt-
látur í úrskurðum, þekkir
fundarsköp út í æsar, er
fljótur að hugsa, er gagn-
orður í því sem hann ber
fram, laus við mælgi, og
leitast við að vera sann-
gjarn við alla.
Aðalatriði á dagskrá
þennan seinasta hluta
dags, voru skýrslur og
kosning embættismann-
anna þriggja, forseta, skrif-
ara og féhirðis.
Fyrst kom þá skýrsla
forseta. Vil eg minnast á
hana eins og hún stendur
prentuð í skýrslubókinni.
Ekki rakti hann sögu kirkju
félagsstarfanna árin tvö
síðan næsta þing á undan
kom saman. Ástæðan mun
vera sú, að hið víðtæka
starf þess birtist í skýrsl-
um hinna mörgu og um-
fangsmiklu milliþinga-
nefnda. í skýrslu sinni vel-
ur forsetinn sér sjónarhól
og lítur yfir stríð kristin-
dómsins í heiminum. Hann
sér hann í skelfingum styrj-
aldarinnar og sér hvernig
gullið kom hreint og ó-
mengað út úr þeim hreins-
unareldi; en hann sér einn-
ig kirkjuna, að stríðinu
loknu, vera of lina í sókn
sinni fyrir varðveizlu og út-
breiðslu þess dýrmæta
auðs, sem hún refir fengið
í hendur. Hann eggjar lög-
eggjan til fórnfúsra fram-
kvæmda meðal kirkjunnar
manna. Hann segir, að
“jötunn máttarins í kirkj-
unni, og engu síður í United
Lutheran Church, sé tæp-
ast farinn að rumskast.
Hann má til að rísa á fætur.
Þetta er hans dagur.”
“Nema að hann beiti lífs-
krafti sínum fljótt, setji
styrk í vöðva sína með
föstum og gleðiríkum á-
setningi til fórna, sterkari
en áður hefir sést á þessum
mannsaldri, er hætt við, að
hann komi of seint á vett-
vang nauðsynjanna til að
bjarga.” Svo bendir hann á
þarfirnar á kristinni ment-
un, himinhrópandi þörfina
á líkn í Norðurálfulöndun-
um, og svo þörfina á ár-
vekni og samvizkusemi í
starfi allra embættismanna
og starfsnefnda kirkjufé-
lagsins.
Skýrslur prentaðar í bók-
inni voru ekki lesnar í þing-
inu, nema þá aðeins stuttir
kaflar; en forsetinn ávarp-
(Frh. á hls. 8)