Lögberg - 28.11.1946, Síða 6

Lögberg - 28.11.1946, Síða 6
G LÖGBERG, FIMTUDAGINN 28. NÓVEMBER, 1946 “Æ, segðu það ekki, Lilian. Skilurðu hvað hér er um að tefla? Manstu hvað pabbi sagði — að ef hann yrði nokkurn- tíma þess var, að önnurhvor okkar hefði nokkurntíma gert sig seka í nokkurri táldrægni, eða væri í nokkrum leyni- legum ástamálum, að þá ætlaði hann, þó það sundur merði hjarta hans, að reka þá seku burt frá sér, og sjá hana aldrei framar? Hugsaðu bara, kæra Lilian, hvernig það mundi verða fyrir mér að verða að hröklast burt frá Elm- wood, og frá allri þeirri prakt sem eg elska svo mikið, og verða að vera alla mína æfi í leiðindum og sorg, þar sem móðir okkar er. Heldurðu að eg gæti bofið fyrirlitningu Cumings lávarðar og lafði Ediths? Þú veizt hvernig faðir okkar er; heldurðu að hann mundi fyr- irgefa mér?” “Nei, það held eg hreint ekki,” svar- aði Lilian, hrygg í hug. “Og þetta er ekki alt,” hélt Beatrice fram. “Eg gæti borið reiði, fyrirlitningu og smán, en, Lilian, ef þetta leiðinlega leyndarmál kemst upp, elskar Markham jarl mig ekki framar Ef eg hefði sagt honum það strax, er hugsanlegt að hann hefði fyrirgefið mér. En nú kemst hann að því, að eg hafi logið að sér og táldreg- ið sig. Eg lifi það ekki af að missa hann — eg má ekki hugsa til þess. Vegna móður okkar og alls, sem okkur er kært, hjálpaðu mér, Lilian. Gerðu það fyrir mig, sem eg hefi beðið þig um!” “Ef eg geri það,” svaraði Lilian, “er það ekki nema fárra daga fró fyrir þig; það er engin hjálp í því, hann kemur hingað aftur.” “Eg skal, innan fárra daga, finna ráð til að losast alveg við hann,” svaraði Beatrice. “Það getur eitthvað komið fyrir, Lilian; forlögin geta eki verið mér svo grimm; þau geta ekki svift mig ást minni. Geti eg ekki losast við hann, skal eg strjúka burtu héðan. Eg vildi heldur þola hvað sem væri, heldur en að þurfa að sjá framan í föður minn og jarlinn. Segðu að þú viljir hjálpa mér vegna ást- ar minnar! Láttu mig ekki missa elsk- huga minn, Lilian!” “Eg vil hjálpa þér,” sagði Lilian; “en það er alveg andstætt mínum hugsun- arhætti, andstætt mínum skilningi á, hvað sé rétt, en eg get ekki neitað þér um það. Eg skal sjá manninn og fá hon- um bréf þitt. Lofaðu mér að gefa þér mitt bezta ráð. Þú getur ekki losnað við hann, og eg get ekki séð að þú hafir nokkur önnur úrræði, . . . þetta að flýja burtu, er ekki til að tala um — en að segja föður okkar og kærastanum þín- um alt eins og er. Alt annað er betra en lifa eins og þú gerir, með sverð hang- andi yfir höfði þér. Segðu þeim hrein- skilnislega frá því, og treystu á með- aumkun þeirra og hjartagæsku; að minsta kostí vinnurðu það, að fá frið í huga þinn og sál. Þeir mundu koma í veg fyrir, að hann píndi þig og plágaði framar.” “En eg get það ekki,” svaraði Bea- triee, og stundi þungt. “Lilian, veistu hvað Markham jarl er til mín? Eg þyldi ekki að bera reiði hans. Ef þú skyldir einhverntíma elska einhvern, þá get- urðu skilið þetta betur Hann er mér alt. Eg vildi heldur líða hvað sem væri, sorg og kvöl, já einnig dauðan sjálfan, heldur en sjá hann með kulda, snúa and- liti sínu frá mér.” Hún sfepti höndum Lilian, og féll ofan á gólfið og grét. Systir hennar laut ofan að henni og heyrði hana segja í aumkunarróm: “Elskan mín! elskan mín! Eg get ekki lifað án þín.” Hún hætti að gráta, og varð dálítið rólegri. “Þú getur ekki skilið. Lilian, hversu mikið eg hefi liðið. Fáeinir dagar í slíkri dauðans angist gera út af við mig, og þá verð eg laus við eftirsókn Alfred Hankins.” Lilian reyndi að hugga hana, og gera hana rólegri, en henni heppnaðist það ekki. “Hans tilsetti tími er kl. 9 í kvöld,” sagði hún, “en nú er kl. 6. Eg ætla að skrifa bréfið. Hann ætlar að vera við innganginn að trjálundinum. Eg vil haga því þannig, að þú verðir ekki burtu nema stutta stund. Þú færð honum bréfið, sem eg ætla að skrifa, þú talar við hann fyr- ir mig, segðu honum að eg sé veik og geti ekki séð hann. Heldurðu að þú verðir hrædd?” “Já,” svaraði Lilian í mildum róm, “en það hjálpar ekki; eg verð að hugsa um þig, en ekki mig.” “Þú þarft ekki að vera hrædd við hann,” sagði Beatrice. “Vesalings bján.- inn, eg gæti vorkent honum, ef eg hat- aði hann ekki. Lilian, eg skal þakka þér fyrir þetta, þegar þessum kvölum er létt af mér; núna get eg það ekki.” Hún skrifaði bara fáein orð, og sagð- ist vera veik, og ekki geta mætt honum; hann yrði að vera þolinmóður og bíða lengur. Hún fékk systur sinni bréfið. Sker- andi kvíði og óró greip Lilian, er hún sá hendur systur sinnar skjálfa og varirn- ar titra. “Eg hefi ekki beðið þig, Lilian, að halda þessu leyndarmáli mínu leyndu,” sagði hún í sárri angist. “Þess þarf ekki.” svaraði Lilian. Þennan dag borðuðu þau Sir Thomas Trottenham og kona hans kvöldverð á Elmwood, og klukkan var rétt að verða 9, er herrarnir komu frá borðinu inn í samkvæmissalinn. Kvöldið var svalt og eldur var kyntur á arninum. Sir Thomas settist við lítið borð og spilaði uppá- halds spilið sitt, Schak, við lafði E)dith, og Cuming lávarður spilaði við lafði Tottenham, en unga fólkið tók sér eitt- hvað annað fyrir hendur. “EJftir tuttugu ár,” sagði Mr. Dare við Lilian, leitum við ánægjunnar við spil; nú kjósum við heldur tunglskin og músík; þú syngur aldrei fyrir mig, Lilian; komdu hingað að píanóinu.” “Þú verður að afsaka mig,” sagði hún; “eg skal syngja fyrir þig eftir svo- litla stund.” Hún vissi að hin hræðilega stund, kl. 9, var að nálgast. Hann leit undrandi á hana; þetta var í fyrsta sinn sem hún hafði ekki orðið strax við bón hans. “Eíigum við fyrst að ljúka við frönsku söngvana?” spurði hann. Hún vissi, að ef hún settist við hlið- ina á honum, gæti hún ekki komist í burtu, svo hún neitaði honum um það líka. Hún roðnaði í andliti og leit niður fyrir sig. “Því líturðu svona út! Alveg eins og þú ætlaðir að hafast eitthvað ljótt að? E)r nokkurt leyndarmál á ferðum? Ertu orðin leið á mér? Eða á að halda ein- hvern leynifund um giftinguna?” “Það er nokkuð, sem eg þarf að gera strax,” svaraði hún. Findu lagið, sem þú vilt að eg syngi, eg skal koma strax aftur til þín?” Beatrice hafði heyrt samtal þeirra og þjáðist af ótta og kvíða, en þrátt fyr- ir það var hún fljót að átta sig á því hvað hún skyldi gera; hún bað Mr. Dare að syngja með sér og jarlinum þrísöng, eftir Mendelssohn. “Þú hefir svo skæra og fagra söngrödd,” sagði hún ísmeygi- lega. “Mín skæra og fagra söngrödd er til þinnar þjónustu,” sagði hann og brosti. “Lilian er mjög slæm við mig í kvöld.” Þau gengu að hljóðfærinu, þar sem jarlinn stóð og beið þeirra. Lilian leit á úrið sitt, það vantaði 3 mínútur í 9. Hún fór út úr salnum, og ímyndaði sér að enginn hefði veitt því eftirtekt; Lewis Dare sá þegar hún fór. Það er hreint ómögulegt að lýsa hversu óbærilegt, já, hreint og beint hversu viðbjóðslegt þetta hlutverk var, sem hún hafði tekist á hendur. Hún hefði viljað gefa mikið til þess að vera laus við það. Hún, sem aldrei hafði átt nein dularmál, hún sem aldrei hafði sagt ósatt orð, og óttaðist öll svik og óheið- arlegheit, að hún skyldi nú flækjast inn í slík leynileg ástamál. Að hún þyrfti að stelast út úr húsi föður síns seint á kvöldi, til að mæta ókunnum manni, og tala máli systur sinnar við hann! Hugs- unin um það gjörði hana hrædda; en sorg systur hennar og biðjandi málróm- ur, komin frá sundurkrömdu hjarta, kom henni til þess. Lilian hraðaði sér upp í sitt herbergi. Hún lagði yfir sig stórt, svart sjal, og vafði því utan um sig, til að hylja sinn skrautlega kvöldbúning. Svo tók hún bréfið og gekk ofan stiga, sem lá út að blómagarðinum. Kvöldið var dimt, og mikið skýjafar í loftinu, og stinnings-vindur, sem beygði toppa trjánna. Lilian hafði aldrei áður verið ein úti svo seint á kvöldi, enda barðist hjartað í brjósti hennar af hræðslu. Hún gekk í gegnum garðinn, þar sem haustblómin voru farin að visna; hún sá ljósbirtuna frá gluggum húSsins, en hliðið að trjálundinum var í skugga. Hún óttaðist kyrðina og myrkr- ið, og þó hélt hún hiklaust áfram. Hann var þar við hliðið, stór maður í ferða- kápu. Er hún gekk þvert yfir götuna; hann kom á móti henni og sagði með málróm, sem hún gleymdi aldrei: “Beatrice, þá kemurðu loksins!” “Það er ekki Beatrice,” sagði Lilian og hörfaði til baka undan hans útréttu örmum, “það er Lilian Cuming. Systir mín er veik og sendir þér þetta,” og rétti honum bréfið. 36. Kafli. Alfred Hankins tók við bréfinu og las það við lítið vasaljós, sem hann hafði með sér. Honum féll blótsyrði af vör- um, er hann sá, að Beatrice hafði gabb- að sig. Þegar ský dró frá tunglinu, sá Lilian hann betur. Hann var hár vexti með frítt og góðmannlegt andlit, sól- brent og brúnleitt, eftir veru hans í hita- beltinu, brún augu, sem lýstu djúpri til- finningu og sorg; varir hans báru vott um stranga alvöru og fasta ákvörðun. Hann leit ekki út sem herramennirnir sem hún var vön að sjá á Elmwood, en hann var kurteis, og virðulegur ásýnd- um. Þegar hann heyrði nafn hennar, tók hann af sér hattinn og stóð ber- höfðaður meðan hann talaði við hana. “Bíða!” sagði hann. “Æ, á eg að bíða lengur? Segðu systur þinni, að eg sé búinn að bíða svo lengi, að biðin sé hreint og beint að tæra upp líf mitt.” “Hún er í sannleika veik,” sagði Lilian; “eg er afarhrædd um heilsu hennar. Reiðstu mér ekki þó eg segi þér, að hún er veik af angist og ótta.” “Sendi hún þig til að afsaka sig?” spurði hann dræmt, “það hefir enga þýð- ingu; systir þín hefir lofast til að verða konan mín, og eg ætla að sjá hana.” “Þú verður þó að minsta kosti að bíða þangað til hún samþykkir það,” svaraði hún, og hennar rlóega og tign- arlega framkoma hafði meiri áhrif á hann, en orðin, sem hún sagði, er hún horfði alvarlega framan í hann. Þetta er ekki ljótt andlit, hugsaði hún; í því var ekkert merki grimdar né harðn- eskju. Hún las út úr andliti hans svo ástríðuþrungna ást, að hún hrökk við. Hann leit ekki út eins og einhver, sem vildi í hefndarskyni og af illum vilja, gera systur hennar óhamingjusama alla hennar æfi. Það glæddist von í brjósti hennar er hún sá andlitssvip hans. Hún einsetti sér að reyna til að fá hann til að frígefa Beatrice, fá hann til að gleyma hinu barnalega og heimksulega loforði hennar — hennar barnslegu yfir- sjón. “Systir mín er fjarska vansæl,” sagði hún, og herti upp hugann — “svo vansæl að eg held hún afberi ekki meira. Það mundi drepa hana eða gera hana brjálaða.” “Já, það drepur mig,” sagði hann. “Þú lítur ekki út fyrir að vera grimm- ur maður, Mr. Hankins,” hélt Lilian á- fram. “Þú hefir fallegt og göfugmann- legt andlit — eg hefi traust á þér. Gefðu systur mína fría. Hún var hugsunarlaus unglingur, er hún gaf þér þetta loforð. Ef hún yrði neydd til að halda það, gerði það hana að vansælum aumingja alla hennar æfi. Vertu svo göfuglyndur að gefa hana lausa frá þessu loforði.” “Bað hún þig að biðja mig um það?” spurði hann. “Nei,” svaraði hún; “en veistu hvað það muni kosta hana að halda það? Faðir hennar fyrirgefur henni aldrei. Hún verður að fara burt af heimili sínu, frá systur sinni og vinum — frá öllu, sem hún elskar og ann. Þú getur ímynd- að þér, hvort hún muni nokkurntíma kæra sig um þig framar, þar sem þú hefir valdið henni svo afskaplegri ó- gæfu.” “Eg get ekki gert við því,” sagði hann með hægð; “hún lofaði mér að hún skyldi verða konan mín, Miss Cuming; eg vitna til Guðs um að eg segi það satt, og eg hefi treyst á og lifað fyrir hennar orð. Þú veizt ekki hvað sterk og einlæg ást meinar. Eg elskaði hana af öllum mætti sálar minnar, — eg verð að sjá hana, eg fæ engan frið annars.” Það komu tár í augu hans og hann stundi þungt. “Eg ætla mér ekki að gera henni neitt ilt, en eg verð 'að sjá hana,” sagði hann. “Einu sinni, bara einu sinni, lá hennar fríða andlit við brjóst mitt — þetta fagra guðdómlega andlit við brjóst mitt — þetta fagra guðdómlega andlit! Engin móðir getur þráð meir að sjá barn sitt aftur, en eg hefi þráð að sjá hana. Láttu hana koma til mín, Miss Lilian; lofaðu mér að fá að krjúpa við fætur hennar, eins og eg hefi gert áður; ef hún vísar mér burt frá sér, þá verður það dauði minn; en hún getur það ekki. Það er ekki til nokkur kona í heiminum, sem mundi vísa svo sterkri og einlægri ást frá sér, eins og minni!” “Þú getur ekki skilið . . .” hélt hann áfram. “Það eru nú meir en tvö ár síð- an eg fór burt frá henni; dag og nótt hefir andlit hennar verið sem geisli fyr- ir augum mínum, eg hefi í sannleika sagt lifað á ást minni; það er líf mitt — alt mitt. Missi eg hana, er úti um mig.” “Þó systir mín hafi ást á þér,” sagði Llian ofur vingjarnlega — því orð hans gengu henni til hjarta — “þá vildi Cum- ing lávarður ekki leyfa henni að halda slíkt loforð, sem hún hefir gefið þér.” “Hún vissi ekkert um Cuming lávarð þegar hún gaf það,” svaraði hann; “og eg ekki heldur. Hún var svo elskulegur unglingur, sem þráði að komast í burt eins og fugl úr búri. Eg lofaði henni frelsi, hún lofaði mér ást sinni. Hvar var Cuming lávarður þá? Henni var borgið hjá mér. Eg elskdði hana. Eg var umhyggjusamari um hana en faðir hennar var; hann gerði ekkert fyrir hana.” “E)n nú er það alt öðruvísi en þá var,” sagði Lilian. “En eg get ekki breyzt.” sagði hann. “Þó forlögin hefðu gert mig að konungi, heldurðu að það hefði breytt ást minni á systur þinni? Er hjarta mannsins bara leikfang? Get eg endurkallað ást mína? Hún hefir valdið mér nægrar sorgar.” Lilian vissi ekki hvað hún átti að segja, um svo innilega ást; hennar veika tilraun til að tala máli systur sinnar var árangurslaus. Hún vorkendi bæði hon- um og systur sinni. “Eg er viss um að þú ert göfuglynd- ur maður,” sagði hún eftir litla þögn. “Einlæg, göfug ást, er aldrei sjálfselsk. Systir mín gæti aldrei orðið hamingju- söm með þér; gefðu henni því eftir lof- orð sitt. E)f þú þvingar hana, eða reynir til að þvinga hana til að halda þetta ó- hugsaða loforð, þá geturðu hugsað þér hvaða andstygð hún hefði á þér. Eln ef þú sýnir það göfuglyndi að leysa hana frá þessu loforði, þá minnist hún þín æfinlega með aðdáun og virðingu,” “EHskar hún mig ekki?” spurði hann í sorgarróm. “Nei,” svaraði Lilian með viðkvæmni, “það er betra fyrir þig að vita sann- leikann í þessu máli. Hún elskar þig ekki — og elskar þig aldrei hér eftir.” “Eg trúi því ekki,” sagði hann; “eg trúi því ekki nema að eg heyri hana sjálfa segja það! Elskar mig ekki! Guð komi til! Veistu að þú ert að tala um þá stúlku, sem lofaðist til að verða kon- an mín? Ef hún segir það sama við mig, þá verð eg að trúa því.” “Hún ætlaði að segja þér það,” sagði Lilian, “og þú mátt ekki ásaka hana fyr- ir það. Komdu aftur þegar hún er orðin frísk.” “Nei,” svaraði hann. “Eg er búinn að bíða nógu lengi. Eg er kominn hing- að til að mæta henni; og eg sver það, að eg fer ekki fyr en eg er búinn að tala við hana.” Hann tók vasabókina sína og skrif- aði með blýanti nokkur orð á blað, reif það úr og lét í umslagið, sem hafði ver- ið utan um bréfið frá Beatrice. “Fáðu systur þinni þetta,” sagði hann í viðkvæmum róm,” og eg þakka þér, Miss Lilian, fyrir að þú komst. Þú hefir frítt og hreinskilnislegt andlit, en gerðu þér það aldrei að leik að sundur- merja hjarta nokkurs manns, til að hafa gaman af því.” “Eg vildi óska að eg gæti sagt eitt- hvað, sem gæti hughreyst þig,” sagði hún. Hann rétti henni hendina, og hún tók í hans útréttu hendi. “Vertu sæl, Miss Lilian, og guð blessi þig fyrir samhygð þína og hluttekning.” “Vertu sæll,” sagði hún, og horfði á þjáningardrættina í hans karlmannlega andliti, sem hún átti aldrei að sjá fram- ar. Nú huldist himininn aftur dimmum skýjum. Hankins gekjc hratt ofan eftir götunni; Lilian hraðaði sér í gegnum blómagarðinn. Svo birti aftur, og ský dró frá tunglinu, en þau höfðu ekki heyrt rið hða hróp Mr. Lewis Dare, er sjalið féll af herðum Lilian.

x

Lögberg

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.