Lögberg - 05.12.1946, Blaðsíða 1

Lögberg - 05.12.1946, Blaðsíða 1
f A Complele Cleaning Insiituiion 59. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 5. DESEMBER, 1946 NÚMER 48 Vinnur sér til frægðar á ný Miss Alda Pálsson Þessi yfirlætislausa og óvenju vel gefna stúlka, dóttir Jónasar píanókennara Pálssonar og frú Emilíu Pálsson, í New West- minster, B.C., ihefir enn á ný unnið sér frægð og Iframa fyrir framúrskarandi hljómleika gáf- ur og lærdóm. Vér höfum fengið eftirfarandi uipplýsingar viðVíkjandi náms- ferli þessarar stú'lku, frá því að hún hóf nám sitt við Toronto Conservatory of Music: » Alda byrjaði þar nám sitt í október 1943, og næsta febrúar mánuð það iár voru henni veitt há námsverðilaun af háskólanum. Við uppsögn skólans það ár spil- aði hún mikið og erfitt hljóm- verk og var þá iaðstoðuð af kenn- ara sínum, Lubka Kolessa. Haustið eftir innritaðist hún aftur við háskólann, og hafði þá hlotið “the Hazól Ireland Eaton” námsstyrkinn, þann hæsta náans- styrk, sem háskólann á yfir að ráða, fyrir píanóspil. Næsta sumar var henni veitt háskóla- stigið: L.T.C.M., og þar að auki gul'l-medalía, sem gefin var fyr- ir hœstu einkunn í Canada. Svo var það ári seinna að henni voru veitt hljómlistar-verðlaun og niámsstyrkur við “The Con- servatory Senior School,” sem stjórnað er af Dr. Arnold Walter, og nú síðast, fjórði námsstyrk- urinn, sem útskýrist af eftirfar- andi bréfi: “Dear Miss Pálsson,— I have the pleasure of an- nouncing that you have been awarded a Senior Sehool Tui- tion ScholarShip to the amount of $250.00 and a Maintenance Seholarship of $200.00. Very sincerely youfs, ARNOLD WALTER, Director, Senior School, Toronto Sonservatory of Music. V Nýlega hefir Miss Pálsson efnt til 'hljómleika á eftirfarandi stöð um: Ottawa, Toronto, Guelph og Hamilton, og auk þess spilað f jór um sinnum yfir C.B.C. útvarps- kerfið. ALVARLEG VERÐHÆKKUN Síðan verkfallið í linkolanám- um Bandaríkjanna 'hófst, en í því táka þátt um 400 þúsundir námu- manna, hefir verð lífsnauðsynja sunnan landamæranna farið í- skyggilega hækkandi, au'k þess, sem svörtu markaðirnir hafa jafnt og þétt fært út kvíar; svo er að sjá sem stjórnarvöldin fái ekki xönd við reist, og standi ráð- þrota gagnvart hinni síhækkandi verðbólgu, sem sýnist hafa hel- tékið' þjóðina; atvinnuleysi fer stöðugt vaxandi, og stafar það að miklu leyti frá kolaverkfall- inu, sem grípur djúpt inn í at- vinnulíf þjóðarinnar í heild; hin- ar miklu stáismiðjur Víðsvegar um Bandaríkin, afkasta ekki nema litlum hluta af algengri framleiðslu vegna kolaskoHs, en járnibrautarfélög og bílaverk- smiðjur hafa (hiliðstæða sögu að segja; stjórnin héfir fyrirskipað myékvanir með það fyrir aug- um, að spara eldsneyti, og sum- staðar er mælt að Skólum sé lok- að vegna þess, að ekki sé hægt að hita iþá upp; og nú, er sáðast fréttist, er staðhæft að nokkuð á annað hundrað þúsund verka- manna í ýmsum greinum iðnað- arins, hafi mist atvinnu sína, vegna þeirra vandræða, sem frá kolaverkfallinu stafa. KJÖRINN FORSETI manna, er Mr. Lewis ræður yfir, voru einnig fundin sek um samn- ingsroff við stjórnina og verða að líkindum dæmd í allháa fésekt; kodaverkfallið hefir þegar bakað amerísku þjóðinni geisilegt tjón og lamað stórkostlega iðnaðarlíf hennar. Mr. Lincoln Johnson Nýlega heffir Mr. Lincoln John- son verið kosinn forseti Fyrsta lúterska safnaðar; hann hefir um langt skeið tekið heilladrjúgan Iþátt í safnaðarstarfinu. og nýtur hvarvetna mikilla vinsælda og trausts. Sjónvarp í skólurn— Fræðslustjóri New York borg- ar hetfir nýlega skýrt frá því að sjónvarpi verði komið fyrir í 72 bamaskólum í New York næstu 5 árum. Með sjónvarpi verða þá kendar allar náms- greinar, alt frá grasafræði að leikfimi. Ný bók hér á Bókin í næstu viku kemur bókamarkaðinn ný bók. heitir “Dagshríðar spor”, og er eftir hina alkunnu og vinsælu skáldkonu Guðrúnu H. Finnsdótt ur, er andaðist hér á síðastliðnu vori. I bokinni eru allar sögur Guðrúnar, sem ekki eru prentað ar í “Hillingalönd,” er gefin var út á Íslanidi árið 1938. Óþarfi er að lýsa innihaldi þessarar bókar. Allir, sem fylgdust með verkum þessarar merku, látnu skáld- konu luku upp einum munni um ágæti þeirra. Bókin er í sama broti og með sama blaðsíðuffjölda og “Hillingálönd.” Eftirlifandi eiginmaður bókarhöf., Gísli Jóns- son, hefir búið hana undir prent- un og séð um útgáfuna, sem er hin smékklegasta. Sjá auglýs ingu á þessu blaði. íslendingadagsnefnd á Kyrrahafsströnd Forseti: Steffán Eymundsson, Vancouver, B.C. Vara-tforseti: Andrew Daniel- son, Blaine, Wash. Ritari: Oscar Howardson, Van- couver, B.C. Vara-ritari: Séra A. E. Krist- jánsson, Blaine, Wash. Féhirðir: Jacob Westtford Belilingham, Wash. Þessir hér að ofan voru kosnir i Islendingadagsnefnd fyrir næsta ár. Fundur var haldinn á skrifstoíu Andrew Danielson í Blaine, 24. þ. m.; fulltrúar sóttu fundinn frá Bellingham, Van- couver, B.C. og Blaine. Hér er, eins ög áður hefir verið getið, fastur félagsskapur, um íslend- ingadaginn við Friðarbogann. Með þessu sem hér er sagt, er ábyggilegt að íslendingadagur verður haldinn hér næsta ár. —A. D. Frá Blaine, Wash. Kæri ritstjóri: — Þann 5. þ. m. var Leo C. Good- man, sonur Munda (Guðmund' ar) Goodman og konu hans Sig ríðar (Sjá Almanak O. S. Th. 1941.—M.J.B.) kosinn þingmað- ur frá Béllingham, WaSh. á ríkis- þing. Einnig var Sig. (Sigurður) Hjaltalín kosinn bæjarráðsfull- trúi Bellingham-borgar. Þýkir mér vert að um þetta sé getið: sökum þess, að þegar Islending- ur nýtur trausts innlendra sam- félagsbræðra, þá er það vottur virðingar, sem haldbeztur er — að menn séu mest metnir þar sem þeir eru bezt þektir. Leo er lög- fræðingur útskrifaður frá Uni versity of Washington. Vinsamlegast, Andrew Danielspn mikla gildi, sem þessi ferð Karla- kórsins heffði ffyrir aukna þekk- ingu amerísku þjóðarinnar á list- rænni, íslenzkri menningu, jafn- hliða því, sem hún treysti bræðra- og fóstbræðra-böndin ís- lenzku, austan hafs og vestan. Þórhallur Ásgeirsson, farar- stjóri flokksins, hélt stutta og snjalla ræðu — þar sem hann þakkaði góðar móttökur íslend- inganna í Norður-Dakota. Eins og allar gleðistundir, sunnudagurinn 17. nóvember, leið fljótt. Kl. 8 um kvöldið yfir- gaf Karlakór Reykjaví’kur Grand Forks og hélt áfram söngför sinni norður á bóginn, áleiðis til Canada. Ása frá Ásum. First Lutheran Church Board of Trustees for 1947— President — Mr. Lincoln G. Johnson. Vice-President — Mr. Walter Allison. Secretary — Mr. Albert Wathne. Treasurer—Mr. Njall O. Bardal. Envelope Secretary — Mr. Guð- mundur P. Goodman. Ohoir Waiden — Mr. Sidney L. Bowley. Publicity — Mr. Norman Berg- man. Property Committee — Mr. Arni Arnason, Mr. Edwin F. Steph- enson, Mr. Olafur V. Olafson. Board of Deacons for 1947— Ghairman — Mr. Arni G. Eggert- son, K.C. Secretary — Miss Rannveig Bar- dal. Treasurer — Mr. Fred Bjarnason. Committee Convenor — Mrs. G. K. Stephenson. Mrs. H. G. Henrikson, Mrs. F. Thordarson Mr. H. Hannesson, Mrs. C. Olafson, Mrs. G. Magnusson, Mr. Edward Eggertson. 4FUNDINN SEKUR UM LÍTILSVIRÐINGU Jóhn L. Lewis, foringi kola- nlámumanna samtakanna í Bandaríkjunum, hefir verið fundinn sekur um lítilsvirðingu fyrir réttinum, en dómur yfir hionum hafði enn eigi verið kveðinn upp, er blaðið fór í pressuna; samtök þeirra námu- KARLAKÓR REYKJAVÍK- UR í GRAND FORKS Sunnudaginn 17. nóv. var há- tíðisdagur fyrir Islendingana í Grand Forks. Lengi hafði verið h’lakkað til komu hinna góðu gesta, Karlakórs Reykjavífcur. Enda urðu þar engin vonbrigði Karlakórinn kom ffrá Cavalier til Grand Forks, eftir hádegið á sunnudaginn og tók Próffessor Richard Beck þá heim til sín þar sem frú Beok hafði hádegisverð reiðuibúinn fyrir þá alla. Heimili Dr. Beck er þannig að öllum Is- lendingum er þangað koma finst þeir vera íkomnir heim. Ekki eru það einungis íslenzku málverkin, er Skreyta þar stoffuveggina, sem gera þetta að verkum, heldur miklu frekar framkoma beggja hjónanna, sem eru mjög vel sam- valin og sýna myndarskap ís- lenzkrar gestrisni og vinahug í hvívetna. Var samaæti þetta hið prýðilegasta. Áður en farið var á söngstaðinm afhenti fararstjór- inn hjómunum minnispening þann sem gerður hafði verið í tiléfni aff 20 ára afmæli Karla- kórsins, sem heiðursgjöf fyrir frábæra aðstoð þeirra við komu kórsins og móttökur, og starf Dr. Becks í þágu íslands. Frá húsi dr. Beeks fór Karlákórinn til samkomuhússins “Central High School Auditorium.” Voru þar yffir 1600 álheyremdur. Vakti söngurinn, undir stjórn hins framúrskarandi söngstjóra Sig- urðar Þórðarsonar, afar-mikla hrifningu, jafnt hjá erlendum sem Islendingum. Einsöngvur' unum, Stefáni Islandi og Guð- mundi Jónssyni, var tekið með mikiilli aðdáun. Allur söngurinn var ffagur, þrunginn þjálfuðu lífsmagni tilkomumikilla söng- krafta. Hafa margir látið þá skoðun í ljósi að þar sem Karla kór Reykjavíkur var, hafi á ferð verið bezti söngtflokkur, sem komið hefir ti’l Grand Forks. Að aflokinni söngskemtuninni var ihaldin samkoma fyrir kór- inn, sem íslendingar í Granc Forks stóðu að. Höfðu íslenzku konurnar unnið að veitingum fyrir mannsöffnuðinn. Voru þar samankomnir flest allir Islend ingar, sem húsettir eru í Grand Forks og nágrenni — sumir jafn vel lengra að. Til þess að skemta fólkinu söng kórinn nokkur ís- lenzk þjóðlög og endaði með þvff að syngja þjóðsönginn “Ó Guð vors lands.” Var Vestur-íslend- ingum sérstakt fagnaðaretfni í að heyra það lag sungið af þessum myndarlega hóp íslenzkra manna, sem gæddir eru hæfi- leika sönglistarinnar í svo rík- um mæli. Það minnti á hreysti og freilsi norrænna víkinga, en snerti um leið hreinustu og helg- ustu tilfinning hvers einstakl- ings — föðurlandsástina. Dr. Beck, sem hafði samkomustjórn með höndum, ávarpaði karla- feórinn, fyrir hönd Islendinga í Grand Forks, þakkaði kórnum fyrir komuna og vék að hinu ÆTTBRÆÐRUM FAGNAÐ Flutt í samsæti til heiðurs Karlakór Reykjavíkur, að Garðar, Norður Dakota, 15. nóvember 1946. Komið heilir, góðu gestir! Gleðin hefir völd. Hafið brúast hróðurhöndum, bjart er þetta kvöld. Ættarland í himinhljómum hingað flytjið þið, bjarkaþyt og. brimsins raddir, blíðan lóuklið. Djúpt í ykkar tónatöfrum titrar “íslands lag”; hjartasláttur heillar þjóðar hljómar þar í brag. Minninganna eldar ólga okkur glatt í sál; ástarraddir æskudaga andans kynda bál. i Söngvabræður, þúsund þakkir! Þessi ljúfa stund geymir okkur gull í sjóði. glæðir vor í lund. Farið heilir! Heilsið öllum heima okkur frá. Brúum áfram bróðurhöndum breiðan, djúpan sjá. RICHARD BECK. -f -f MINNI VESTUR-ISLENDINGA Flutt í kveðjusamsæti Þjóðræknisfélagsins 19. sept. s.l. fyrir vestur-íslenzku gestina, sem hingað var boðið af Þjóðræknisfélaginu og ríkisstjórn íslands. Við fögnum ykkur, góðu gestir, í gleðisólar björtum lund. Af hjartans yl á heilla stund við hyllum ykkur vlnir bestir. Með þrá í blóði þungra undirstrauma, við þrýstum hönd á landi bernskudrauma, þar minningar við eigum öll og elskum borgir, dali þess og fjöll. í trú á landsins líf og gróður skal lim þess prýða álfur tvær. Þar sem hið unga ísland grær og ættir tengja son við móður, við sögu og kvæði sömu andanslinda skal safna þrótt, og hjartans trygðir binda. í málsins dýra og mjúka hreim hver minning þér úr fjarlægð bendir heim. Sem hugann gróðurgeislar ylja, við göfug kynni auðgast þjóð. Við sömu tungu, sögu og ljóð er sælt hvers annars bros að skilja. Og saman landar hópinn höldum, þó höfin skilji breið með djúpum öldum. Já, finnum óskaleiðir bjarmabands við bláan himinn okkar draumalands. Við kveðjum ykkur, kæru vinir, sú kveðja fylgi ykkur heim. Og lifið heil um grund og geim við gæfusól, — og allir hinir. Og sínum börnum ísland aldrei gleymi, sem ortu nafn þess stórt í Vesturheimi — með orku og snilli, dygð og dáð — um daga alla blessist þeirra ráð. KJARTAN ÓLAFSSON. ' —Lesbók Mbl. 11 okt., 1946. •f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f-f

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.