Lögberg - 06.03.1947, Blaðsíða 1

Lögberg - 06.03.1947, Blaðsíða 1
PHONE 21 374 W'SgTs A Complele Cleaníng Inslitulion 60. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMTUDAGINN 6. MARZ, 1947 NÚMER 10 AÐAL EMBÆTTISMENN ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGSINS I ÁR ♦ ♦ Séra Valdimar J. Eylands forseti Séra Philip M. Pétursson vara-forseti G. L. Johannson féhirðir Séra H. E. Johnson skrifari UNTO MY OWN I shall return to shifting clouds Abpve the snow-clad planes. To south winds gathering in crowds T he longed for vernal raines. I shall return to meadow grass Inspired by the dew. To swallows holding their gay mass Where sweetest berries grew. I shapp return to ripened fruit Upon the autumn bough. The winding thread-bare, old, oak root, That veined the garden’s brow. With sun-warmed mirth my heart is flown When winged upon a prayer, And I return unto my own Part of my soul is there. FREDA M. McDONALD. Kjörnir heiðursfélagar þjóðræknisfélagsins Sigurður Þórðarson Dr. Helgi P. Briem Dr. Richard Beck söngstjóri STóRAUKNAR tekjur Hon. Stuart S. Garson, forsæt- ^sráðherra Manitobafylkis, sem jafnfram gegnir fjármálaráð- herra embætti, lagði fram í þing- iou síðastiliðinn fimtudag efna- hagsskýrslu fylkisins yfir fjár- hagsárið, sem endaði þann 30. aPríl 1946, og kom það þó í ljós, aÓ tekjuafgangur varð hærri en nokkru sinni fyr, og nam $4,700,- 000. Hinir venjulegu tekjustofn- ^ gáfu af sér $24,185,797, en út- gj'öldin námu $19,461,321. Hmsetning stjórnarvínsölunn- ar hljóp upp á $20,207,473, en hreinn ágóði nam $6,101,383. A- Tengiskaup á áminstu fjárhags- arT jöfnuðu sig upp með $28.00 á ]hvert einasta og eitt mannsbarn innan vébanda fylkisins. Síðan 1. maí 1940, hafa skuldir fylkisins lækkað um $21,277,831. Eins og nú horfir við, eru lík- Ur a> að fjárveitingar til menta- mala, heilbrigðismála og vega- bóta, verði auknar að miMum rnun. ♦ ♦ ♦ VINÁTTUSAMNINGUR Síðastliðinn þriðjudag undir- skrifuðu utanríkisráðherrar Hreta og Frakka vináttusamning milli þjóða sinna. er í sér felur varnarsamband milli beggja þjóða, er til framkvæmda komi, bjóðverjar ráðist á aðra hvora þeirra eða báðar; samningur Pessi er bundinn við fimmtíu ára tímabil. SYKURSKAMTUR AUKINN Fregnir frá Ottawa þann 27. febrúar síðastliðinn láta þess getið, að víst megi telja, að syk- urskamtur í Canada verði hækk- aður í aprílmánuði næstkomandi, er nemi 15 af hundraði; nokkrar líkur munu standa til, að hækk- unin verði eitthvað meiri um það, er árinu lýkur. ♦ ♦ ♦ MARKAÐUR FYRIR HVEITI ‘ Verzlunarmálaráðherra sam- bandsstjórnar, Hon. James Mac- Kinnon, hefir lýst yfir jþví í þing- inu, að stjórnin hafi trygt bænd- um Vesturlandsins árlegan mark- að fyrir 310,000,000 mæla hveitis fram á árið 1950. ♦ ♦ ♦ EKKI MYRKUR í MÁLI Fyrrum forsætisráðíh. Breta, Winston Churchill, flutti í fyrri viku ræðu á flokksþingi íhalds- manna, þar sem hann veittist þunglega að Attlee-stjórninni fyrir fálm hennar í utanríkis- málunum og bar henni það á brýn, að ráðstafanir hennar flestar hverjar, miðuðu hvorki meira né minna, en að upþlausn brezka veldisins. Indland væri að skilja við krúnuna og hið sama mætti í rauninni segja um Burma; énnfremur hefði stjórn- in sannað aliþjóð manna úrræða- leysi sitt með því, að leggja með öllu árar í bát varðandi lausn Palestínudeilunnar og grípa til þess örþrifaráðs, að vísa málinu til öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. ETNA í ALGLEYMINGI Nýlega hefir eldfjaliið Etna á Sikiley brugðið blundi og spúð eldi og eimyrju yfir vingjarnleg nágrannaþorp; en þaðan hefir fólk flúið hrönnum saman út í óvissu og einstæðingsskap; sum þessara þorpa hafa nálega verið jöfnuð við jörðu, en víða orðið meiri og minni spell, þótt eigi hafi kveðið jafn ramt að; hafa gýgar miklir opnast í fjallinu og þaðan hafa streymt elfir miklar glóandi hraunleðju; enn er eigi séð fyrir endann á þessum óvina- fagnaði, er sorfið hefir hart -að þúsundum Sikileyjarbúa. ♦ ♦ ♦ ICELANDIC CANADIAN CLUB Hélt samkomu 24. Febrúar í Lutersku kirkjunni í sambandi við þjóðræknisþingið, var hún prýðilega sótt enda til hennar vandað. Kór fjörutíu ungmenna frá Daniel Mclntyre skólanum söng þætti úr Mikado, undir undir stjorn Miss Lola Smith. Var reglulega ánægjulegt að hlusta á hinar skæru ungu radd- ir. Nokkur íslenzk ungmenni eru í þessum kór. Erlingur Eggert- son var einn af einsöngvurum kórsins og tókst vel, hann hefir djúpa en þýða rödd. Miss Alma Walberg skemti með fiðluspih og var að stoðuð af Miss Miriaam Dickert. Aðalatriðið á skemtiskránni var ræða er Capt. Carl J. Free- man frá Fargo, N.D. flutti. Hafði hann dvalið um skeið á Islandi með Bandaríkjahernum þar. Sagði hann frá ymsu fróðlegu og skemtilgu þaðan. Þar að auik sýndi hann undurfagrar litmynd- ir af landslagi Islands er hann hafði sjálfir tekið. Mf. HalOson form. Icelandic Canadian Olub, stjórnaði sam- komunni. AFMÆLISSAMKOMA BETEL A mánudagskvöldið var fór fram í Fyrstu lútersku kirkju hin árlega afmælissamkoma Betel, er hið eldra kvenfélag safnaðar- ins venju samkvæmt, stofnaði til; samkoman var ágætlega sótt og að öllu hin ánægjulegasta. Mr. J. J. Swanson, féhirðir Betel- nefndar hafði samkomustjórn með höndum og fórst það prýði- lega. Langveigamesti liður skemtiskrárinnar var ræða um ísland og íslandsförina frá því í sumar, sem leið, er frú Lalah Johannson flutti; var ræðan hin fegursta að málfari, og fjallaði að miklu leyti um margbreyti- 'iega náttúrufegurð Islands, línur og liti, er víða skiptast á undur- samlegan hátt og valda heillandi töfrum; frúin, sem er einkar list- ræn, bar landi og þjóð söguna ‘hið bezta; mikla hrifningu vakti einsöngur Erlings Eggertsonar og fiðluspil Mrs. Irene Thorolf- son; með einsöng skemti Miss Ingibjörg Bjarnason með aðstoð Mrs. Jónínu Matthíasson, en nokkrar ungar stúlkur skemtu með kórsöng. og Miss E. Johnson aðstoðaði með píanó undirspili. SKEMTILEGT ÚTVARP Undanfarna mánuði hafa As- sociated Commercial Travellers gengist fyrir þvi, að samkomur væru haldnar í sveitum fylkis- ins til arðs fyrir T. B. Mobile Units eða berklaskoðunartæki. Þessum skemtisamkomum er venjulega útvarpað á laugardög- um frá CJOB stöðinni. Fyrir tveimur vikum var einni slíkri samkomu útvarpað frá Gimli og voru flestir þátttakendur ung- menni af íslenzkum ættum. Lítil stúlka frá Riverton, Fern Hallson flutti kvæði á íslenzku, Góða nótt, eftir Guttorm J. Gutt- ormsson, og var regluleg unun að hlusta á hana. Þá var píanó sóló, Gladys Sölvason; vocal duet, Doreen Payne og Lou De Carr; vocal solos, Jon Sigurgeir- son og Harvey Renauld. Lorna Stefansson frá Gimli, 8 ára að aldri, söng Brahms Lullaby. Auk þessara skemtiatriða spilaði H. Kristjansson’s Orchestra frá Gimli og Dr. Schribner flutti ræðu. 1 lok marz-mánaðar verður samkoma haldin í Winnipeg og munu þá Lorna Stefansson frá Gimli og Gladys Sigurdson frá Riverton, koma aftur fram á skemtiskrá. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦ FRÓNSMÓTIÐ Skemtun sú, er deildin “Frón” efndi til í Fyrstu lútersku kirkju í sambandi við Þjóðræknisþing- ið, var afar vel sótt, og til fyrir- myndar um margt; hinn nýi for- seti deildarinnar, prófessor T. J. Oleson. eyddi engum tíma í ó- þarfa mælgi, heldur gekk beint til verks varðandi hin einstöku atriði skemtiskrárinnar; ræða Valdimars Björnsonar var ein- stök í sinni röð og flutt af kyngi- magnaðri mælsku; enda verða naumast sikiptar skoðanir um það, að V@ldimar sé einn hinn allra snjallasti ræðumaður, sem nú er uppi með Vestur-lslend- ingum. Karlakór Islendinga í Winni- peg, undir forustu Sigurbjörns Sigurðssonar, hefir aldrei á sinni ♦ ♦♦♦♦♦♦ löngu starfsævi sungið í heild sinni eins vel og nú; samæfing radda hálistræn og víða óvið- jafnanlega fögur; flokkurinn varð sjálfum sér, söngstjóra og íslendingum 1 heild til stórsóma. Elmer Nordal einsöngvari Karlakórsins, hreif hina mörgu samkomugesti með sinni látlausu en karlmannlegu rödd, einkum þó í laginu “Góða veizlu gjöra skal.” Páll S. Pálsson sfcemti með sniðugu, frumortu kvæði, Harold J. Lupton lék organsóló en Gunnar Erlendsson aðstoðaði Karlakórinn með píanó undir- spili. ísilendingamót Fróns er orðin ein allra vinsælasta þjóðræknis- hátíðin meðal Vestur-íslendinga; hátíð, sem allir sann-þjóðræknir íslendingar jafnan hlakka til. Æalarinn Eftir PÁLMA Eg er nú gamáll maður, sem lifði lengi á jörð, eg lítið á af gulli, og smáa búskaps hjörð; en sál mín hefir lifað við einverunnar auð, og út við lœkinn hérna, eg mala korn í brauð. Og þögull oft eg starði’ á litla lœkinn hér, því lífsins myndir sannar, hann endurspeglar mér; hann rœður drauma mína, og gefur úrskurð glatt, og gátur mínar allar hann þýðir rétt og satt. — En þegar eg var ungur, eg eitt sinn spurði hann: hvort ætti’ hann sjálfur drauma — hvort vissi’ hann hvert hann rann? Mér fanst hann eiga djúpa og söngva-ríka sál, og svar hans barst mér hiklaust.—Eg skildi hans dular-mál: “Mitt eðli fíylgir lögum — og leið mín lögmál er, því lít eg ei til baka, né spyr um hvert eg fer; mín upptök þekki eg ekki — þau himingeimur gaf — en golan er að hvísla að mér um óþekt haf ” Eg þóttist hafa vitað með vissu hvert hann rann, eg vita þóttist líka, hvar upptök sín hann fann, en nú stóð eg í vafa, — því “óþekt haf” var haf, og himinn var djúpur, sem læknum byrjun gaf. En hver var eg þá sjálfur, og hver var stefna mín? og hvaðan hafði eg komið? — það varð mér dular sýn. — Eg sætti mig að lokum við lœkjarstrauminn hér, og lít því ei til baka, né spyr um hvert eg fer. Því eins og lítill dropi í lífsins lækjar-draum, við lögin sem að ráða, eg flýt í tímans straum. og ef að gott eg geri, — það var i spil mín spáð, — því spyr eg ekki um verðlaun frá guðdómlegri náð. Og þó eg rambi og slagi og reki mig stundum á, því réði eg ekki sjálfur, að betur ei eg sá. Mitt hold til jarðar hnígur, því hold mér jörðin gaf, í hafið leitar andinn, — því Guð er lífsins haf! Minn hugur er þvi glaður er hátt við kvöm eg syng, því hveiti^ sem hún malar, á annan verkahring; og komið, líkt mér sjálfum, ei veit sinn stefnu stig, en straumwrinn og kvörnin — við lífið jafnar sig. *

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.