Lögberg - 06.03.1947, Blaðsíða 4

Lögberg - 06.03.1947, Blaðsíða 4
LÖGBERG. FIMTUDAGLNN 6. MARZ, 1947 logbtrg G«fi8 út hvern fimtudag af THE COLUMBIA PRESS, LIMITED 695 í'argent Ave., Winnipeg, Manitoba Utanáskrlft ritstjúrans: EDITOR LOGBERG 595 Sargent Ave., Wlnnipeg, Man. Ritstjóri: EINAR P. JÓNSSON Verð $3.00 um árið—Borgist fyrirfram The "Lögbergr” is printed and published by The Columbia Press, Limíted, 695 Sargent Avenue, Winnipeg, Manitoba, Canada Authorized £is Second Class Mail, Post Office Dept., Ottawa. PHONE 21 804 Minningabrot úr Íslandstörinni 1 946 Eftir EINAR P. JÓNSSON Hið fyrsta verk okkar á gistihúsi þeirra Blönduósbúa var vitanlega það, að taka mundlaug; gestgjafinn, sem er ísfirzkur að ætt, vísaði okur til ágætra herbergja, húsið var ágætlega hitað, og því auðsætt á öllu, að næturdvölin yrði ákjósanleg; margt var þarna saman komið gesta víðsvegar að af landinu; þar hittum við meðal annars Hallgrím Friðriksson Hallgrímssonar fyrrum prests í Argyle, en síðar dómprófasts í Reykjavík; kona hans, sem með honum var í förinni, er systir Ólafs Thors for- sætisráðherra og Thor Thors sendi herra íslands í Washington; ennfremur hittum við þarna Finn Jónsson dóms- málaráðherra og frú hans; þau voru að eyða hveitibrauðsdögunum og komu frá Akureyri þar sem dómsmálaráðherrann var nýbúinn að leggja hornstein að mikilli sjúkrahússbyggingu, sem nú er unnið að af kappi miklu; allsstaðar var verið að byggja og allsstaðar, hvar sem leið manns lá, v«rð vart mikils áhuga og fjörugs athafnalífs; en um þetta geta þeir einir dæmt, sem sjá með eigin aug- um og ferðast ekki í svefni. Að afloknum liúffengum kvöldverði hvíldum við okkur um hríð, og þess var heldur ekki vanþörf, og það því fremur, ,sem vitað var, að við áttum að sitja heimboð á heimili læknishjónanna þar í bænum seinna um kvöldið. Héraðslæknirinn í Blönduósi er Páll Kolka; hann er Húnvetningur £>g það er kona hans líka; hann er fyndinn maður í viðtali, hann sagðist altaf kalla Pál postula nafna sinn, og hélt að hið sama mætti þá gilda um mig, þó eg væri tví- nefndur. Páll læknir er merkilegt og frumlegt ljóðskáld; eg hafði lesið eftir hann allstóra ljóðabók, sem mér féll vel, og nú sagði hann mér að önnur slík væri í uppsiglingu; hann lét okkur heyra um kvöldið margt nýrra og smellinna lausavísna og lék á alls oddi; það var engu líkara en maður væri kominn á fjöllistasafn, er komið var inn úr dyr- unum á heimili þessara sérstæðu lækn- ishjóna; veggir allir skreyttir fögrum málverkum, en gólfteppi öll hafði lækn- isfrúin sjálf ofið, ásamt útsaunauðum borðdúkum og smáteppunj, sem höfð voru inn á milli málverkanna að veggja- prýði; mér varð einkum starsýnt á stórt málverk, er hékk á vesturvegg gesta- stofunnar; það var eftir Jóhannes Kjar- val; eg spurði Pál lækni hvað málverk þetta táknaði eða hvaða nafn það bæri; Hann sagðist hafa gefið málverkinu sjálfur nafn og kallaði það, ef mig minn- ir rétt, Álfabrúðkaup; þetta var eitt skáldlegasta og tilkomumesta málverk- ið, sem eg sá á íslandi. Læknishjónin á Blönduósi eru sér- stæð um margt; þau eru, hvort á sínu sviði, alt af að skapa, hann ljóðin, en húsfreyjan hannyrðirnar. Páll læknir á mikið og vandað bókasafn og er eink- ar vel að sér í fornum fræðum; hann er áhugasamur um mannfélagsmál og læt- ur mikið til sín tala á þeim vettvangi. í áminstu kvöldboði læknishjónanna hittum við mann, sem mikið hefir komið við samtíðarsögu íslendinga; var sá Haraldur Guðmundsson, um eitt skeið formaður Alþýðuflokksins og atvinnu- málaráðherra, gáfumaður mikill og mælskur vel; fundum okkar hafði ekki áður borið saman svo eg vissi; að honum stóðu gáfuættir í bæði kyn; faðir hans var séra Guðmundur Guðmundsson fyrrum prestur í Gufudal, en móðir Hild- ur Jónsdóttir frá Gautlöndum; eg hitti Harald seinna í Reykjavík, og var þá engu líkara en við hefðum þekst frá fornu fari. Það er ekki lítið varið í það fyrir til- tölulega lítið sjávarþorp eins og Blöndu- ós er, að eiga innan vébanda sinna slíka vökumenn sem þau Páll Kolka læknir og frú hans óneitanlega eru. Dvölin á heimili læknishjónanna verður okkur lengi minnisstæð, og eg gat ekki varist þeirri hugsun. hve ósegj- anlega auðugri við Vestmenn værum, ef við ættum, þó ekki væri riema fáein heimili, þar sem listræn verðmæti væri í slíkum hávegum höfð og raun var á um læknisheimilið á Blönduósi. Grettir ræðismaður var alveg eins og heima hjá sér, er í Húnavatnssýsluna kom; hann hafði komiö þangað nokkr- um sinnum áður og á þangað rót sína að rekja; foreldri hans bæði, Ásmundur P. Jóhannsson og Sigríður Jónasdóttir, voru fædd og uppalin í Miðfirðinum, og þar er Grettir frændmargur; á leiðinni til baka frá Akureyri, ætlaði hann að heimsækja æskustöðvar foreldra sinna og frændur og vini; það var íhyglisvert, hve frú Lalah Johannson, sem er ame- rísk og sem aldrei hafði áður til íslands komið, var fljót að átta sig á örnefnum og ná réttuni framburði þeirra. Eg kom á Blönduós með strand- ferðaskipi vorið 1905, og átti þar að verða nokkurra klukkustunda viðdvöl vegna út- og uppskipunar; í ósnum var ill ólga og erfitt að komast í land; en þar naut eg við Hermanns Jónassonar fyrr- um skólastjóra á Hóhim í Hjaltadal, en síðar á Þingeyri, og komst með honum í land; eg var matþurfi og mér var vísað á dálítið veitingahús; það var víst stað- urinn, sem Hannes skáld Blöndal, sem alllengi dvaldi vestan hafs, en fór alfari heim, kallaði sællar minningar “Hotel nothing at all”. Eftir langa armæðu fék eg víst á endanum eitthvað í svang- inn. Hermann þarfnaðist einhvers ann- ars en eg, og það fékk hann greiðlega í ríkum mæli; en nú var vistin á gest- gjafahúsinu á Blönduósi að öllu hin full- komnasta, og alúð húsráðenda að sama skapi. Á Skagaströnd er að rísa upp skipu- lagt kauptún, ásamt hraðfrystihúsi og bræðslustöð; nefnist þetta nýja kauptún Höfðakaupstaður; að skipulagningu þess vann einkum tlörður Bjarnason arkitekt, Jónssonar frá Galtafelli; okk- ur langaði mikið til að sjá þenna nýtízku kaupstað, en feitgum ekki komið því við; þar er miklu betri lendingarstaður en á Blönduósi, og mun því mega gera ráð fyrir, að í framtíðinni verði vörum, sem til Blönduóss eiga að fara, skipað upp í Höfðakaupstað og fluttar þaðan í stór- um vörubílum, eins og nú tíðkast svo víða á íslandi, eins og t. d. í Vík í Mýr- dal.----- EJftir nýjan næturfrið og ágætan morgunverð, kvöddum við Blönduós; við urðum að hafa hraðan við, því um mið- aftansleytið áttum við að koma til Akur- eyrar og sitja um kvöldið veizlu á Lauga- landi hjá séra Benjamín Kristjánssyni, og hans ágætu frú. Jónínu; þau hjón eru vinmörg meðal íslendinga vestan hafs. Húnavatnssýslan er víða fögur og búsældarleg, þótt mest fyndist mér til um Þingið, og þær blikmyndir, sem eg sá af Vatnsdalnum; framfarir í búnaði eru víða ábærilegar, þótt enn gæti víða fornfélegra býla; nú vorum við á ferð um Langadalinn, og brátt runnu bíl- arnir í hlaðið á Æsustöðum: þar býr séra Gunnar Árnason Jónssonar prests frá Skútustöðum; móðir Gunnars var Auð- ur, systir þeirra séra Ásmundar Gísla sonar fyrrum prests á Hálsi í Fnjóska- dal, Ingólfs læknis, er heimsótti oss Vestmenn í fyrra, og Garðars stórkaup- manns í New York. Séra Gunnar var við heyannir á túni, er okkur bar að garði; hann bauð okkur samstundis til stofu og kynti okkur konu sinni, sem er fögur ásýndum og híbýlaprúð; hún er dóttir séra Stefáns heitins frá Auðkúlu af síðara hjónabandi, en hálfsystir þeirra séra Björns, sem nú er prestur þar, og séra Eiríks á Torfastöðum í Biskupstungum. Séra Gunnar er lands- kunnur rithöfundur fyrir ljóð sín og smásögur, er sumar hafa birst í Eim- reiðinni; hann á afarmikið bókasafn, þar á meðal fyrstu útgáfuna af Guð- brandarbiblíu; hann sýndi okkur marga merka hluti, þar á meðal teikningu og eiginhandarrit eftir Sölva Helgason; eigi gátum við þegið góðgerðir, það er að segja mat eða drykk á prestsheim- ilinu, því bílarnir voru teknir að flauta, enda var ástúð prestshjónanna flestum góðgerðum betri; viðdvölin var stutt, en endurminningin um hana geymist þeim mun skýrar í huga; og nú lögðu bílarnir undir sig eina míluna eftir aðra við vax- andi hraða, brátt var ekið fram hjá Bólstaðarhlíð og lagt upp á Vatnsskarð; veg- urinn yfir skarðið var greið- fær og áður en okkur varði vorum við komin á norður- brúnina; bílarnir stað- næmdust, við gengum upp á hnjúk nokkurn og sung- um fullum hálsi, “Skín við sólu Skagafjörður, skrauti búinn fagurgjörður.” Hvílík dýrðarsjón! Tinda- stóll, Mælifellshnjúkur, Hólmurinn og Hegranesið, en í fljótandi tíbrá, grilti við hafsbrún Sauðárkrók og Drangey; landið alt, eins langt og augað eygði, bað- að í flogagulli og sólskini; við áttum erfitt með að slíta okkur frá þessari undrafegurð, en jafnskjótt og bílstjórarnir og Pétur kandídat Sigurgeirsson gáfu merki, var ekki um annað að gera en hypja sig; innan nokkurra mínútna vorum við komin að Víði- mýri; þar er lítil, gömul torfkirkja, en vingjamleg engu að síður; þar flutti Pétur kandídat stutta, en undurf agra prédikun; eg var organistinn og lét syngja “Faðir andanna” og “Ó, Guð vors lands.”Kirkju- gestir vorum við að vestan, ásamt bílstjórum okkar; eg fann til þe^s á þessum stað, hvað það í rauninni skiftir undur litlu máli, hvort Drotni allsherjar eru færð- ar þakkir í hreysi eða höll. Nú lá leið niður að Hér- aðsvötnum og yfir þau far- ið á brú skamt frá Flugu- mýri; síðan var ekið inn Blönduhlíðina og áð stund- arkorn á hlaðinu á Mikla- bæ; prestur staðarins, séra Lárus Árnason, bauð okk- ur velkomin og vildi fyrir hvern mun, að við þægjum greiða, en slíku var ekki til að dreifa vegna tíma- skorts; við komum seinna að Miklabæ, og verður þá frekar skýrt frá því, sem fyrir augu og eyru bar; senn var ekið fram hjá Silfrastöðum og Kotunum báðum og haldið þaðan inn í tvísýnan gljúfraveg; þá hafði kollega minn, Stefán ritstjóri, sem annars var jafnaðarlegast fremur fá- máll, orð á því„ að hann óttaðist um að vegurinn lægi til undirdjúpanna; ferðin gekk engu að síður eins og í sögu yfir gljúfra- veginn og öxnadalsheiðina, og eigi staðnæmst fyr en í Bakkaseli, þar sem við fengum kaffi og ýmislegt góðgæti; nú var haldið út hinn grösuga og fangvíða Öxnadal; við báðum bfl- stjórnara að staðnæmast gagnvart Hrauni, þar sem Jónas Hallgrímsson fædd- ist, og þar sungum við minningarljóð Hannesar Hafsteins um Jónas: HVÍTFISKUR Hann lifir í nálega hverju vatni í Norður-Ameriku, en hvergi annarsstaðar á hnetti vor- um. Hann er tannlaus og verður því ag gleypa fæðu sína, smásíli og öðu. Samt er hann feitur fiskur, með lítinn haus og maga, en drifhvítur á hold, stórgert hreistur þekur allan skrokkinn, sem er mjög auðvelt að skafa af roðinu, sem er þunt með fituhúð undir; hann er mjög bragðgóður, og eftiD sótt fæða, því hann er einnig saðsöm og heilnæm fæða, og ætíð í háu verði, sér- staklega, ef hann er feitur og vel hvítur, sem fer eftir því hvað vötnin eru góð, sem hann lifir í. Mestallur hvítfiskur, sem veið- ist í Vestur-Canada, er seldur í stórborgir ^Bandaríkjanna, því þeir bjóða hærra vrð fyrir hann en Canadamenn. Síðan fyrst að íslendingar fóru að veiða hvítfisk á Winnipeg vatni, hafa þeir venjulega feng- ið afarlágt verð fyrir veiði sína, svo að mörg fyrstu árin, var fiskurinn ekki einu sinni vigtað ur, heldur aðeins talinn upp úr bátunum og borgað 2—3 cent hver, og mun þó hafa vegið nær 3 pund til jafnaðar. Þetta hefir svo komist í vana, að láta fá- ein félög ráða verði á fiski öllum í Vestur-Canada, án þess fiski- menn hafi látið sig það miklu skifta. Næstliðin mörg ár hafa bátar verið sendir frá Chicago kringum alt Michigan-vatn til að sækja hvítfiskinn daglega, og borgað 65 cent fyrir pundið verstöðvunum, og fiskimenn því grætt góða peninga, en hér við Winnipegvatn hefir verið borgað fyrir hvítfiskinn á sama tíma 6— 18 cent pundið í verstöðvum, og þó er hvergi til betri fiskur en í Winnipegvatni, og fiskimenn fá' tækir. Á Stóra Slave vatni var fisk- að 2% miljón pund af hvítfiski og silung næstliðið sumar, sem var seldur fyrir 60 cent pundið í Chicago og St. Paúl. Dodd; Þórðarson, garpurinn ó ‘Gimli, var þar formaður á bát og seldi þessu eina félagi, sem hafði út- gerð á því vatni, afla sinn, en kaupverðið þar var 3% cent hvítfiskur en 5 cent pundið í silungi! Er stjórn vorri óviðkomandi alt þetta rán? Eða eru fiskimenn “Þar sem háir hólar hálfan dalinn fylla.” Frú Ragnhildur Ásgeirs- dóttir, las fyrstu vísuna úr hinu þjóðkunna kvæði Jónasar: “Ástarstjarna yfir hraun- dranga skín á bak við ský.” Yið fundum til þess, að við vorum á heilögum stað, því þar sem miklir menn og góðir fæðast, eru allir staðir heilagir; við horfð- um seinna heim að Bægisá, þar sem hinn mikli skáld- frömuður, séra Jón Þor- láksson ól aldur sinn, og innti meðal annars af hendi það kraftaverk, að snúa Paradísarmissi Miltons á íslenzku; nú var ekið um Kræklingahlíðina, farið yfir Glerá og numið staðar við hið veglega gistihús Kaup- félags Eyfirðinga, þar sem okkur var fyrirbúinn dval- arstaður; við gistihúsið biðu okkar gamlir vinir, þeir séra Friðrik Rafnar vígslubiskup, Gunnlaugur Tryggvi Jónsson, fyrrum ritstjóri Heimskringlu, Jó- hann Thorarensen, Björg- vin Guðmundsson tón- skáld. Séra Friðrik bauð okkur velkomin til höfuð- borgar Norðurlands; við hröðuðum okkur til her- bergja til þess að þvo af okkur ferðarykið, en innan hálfrar stundar var ekið inn að hinu forna höfuðbóli Laugalandi, og þar setin margmenn og dýrleg veizla hjá séra Benjamíni Krist- jánssyni og hans virðulegu frú; við fundum brátt að við vorum komin í vina- hendur, því þau séra Benja- mín og frú eru í hópi hinna allra kærustu vina okkar hjónanna á íslandi, enda sveif þar yfir vötnunum andi ástúðar og fangvíðrar risnu; við fundum að við vorum komin að heiman og heim; liðið var allmjög á nótt, er við komum til gisti- hússins á Akureyri eftir unaðslega og ógleyman- ega samfundi á hinu glæsi- ega heimili prestshjón- anna á Laugalandi. —Framh. sofandi? Varla mundu hveiti- bændur líða ikaupmönnum að taka mörg cent af hverju pundi af korni sínu, og það kostar ekk- ert meira að byggja frystihús til að geyma fisk í, heldur en hveiti- Wlöðu. Nýlega var einhver mann- garmur að rita í Heims’kringlu, undir fölsku flaggi, nefnilega þóttist vera fis'kimaður, en var að bera í bætifláka fyrir aum- ingja Gyðingana, sem ginna fiskinn út úr veiðimönnunum, á hraklegan hátt, og segir að félög- in hafi borgað 1—2 cent pundið hærra en eg segi í fréttagrein héðan í vetur. Nú fór eg að spyrja eftir þessu, þá kemur upp að þau fóru að borga fLskimönn- um ofurlítinn “bonus” núna í vetur, rúmlega 1 cent á pundið, af því að fiskimenn eru famir að hugsa um að selja fiskinn sinn sjálfir, og taka 50 cent fyrir pundið af honym eða meira. Þessi náungi, sem rausar í Kringlu, segir, að stundum hafi “félögin” borgað 40 cent fyrir pundið af hvítfiski á vetrum, en fer þar í gegnum sjálfan sig, því það einmift sannar hvað hægt er að borga fyrir góðan hvítfisk, snda fær enginn keypt pund af honum í Chicago fyrir minna en 75 cent til $1.00. Ritað á Gimrii 20. febrúar, 1947. S. Baldvinsson. Minningarorð Stefán Björnsson andaðist að iheimili sínu í Sélkirk, þann 14. febrúar, eftir stutta rúmlegu, en lasleika, er vaxandi fór síðustu mánuði. Stefán var fæddur i Steinárgerði í Svartárdal í Húna- vatnssýslu 20. sept., 1860, sonur Björns Guðmundssonar bónda þar, en fóstraður upp af Stefáni föðurbróður sínum og Önnu Jónsdóttur konu hans á Ingveld- arstöðum á Reykjaströnd í Skagafjarðarsýslu. Hann kvænt- ist ungur, árið 1884, Kristínu Árnadóttur hreppstjóra á Meiða- Vtöðum í Garði, í Gullbringu- sýslu, en síðar að Innra-Hólmi í Kjósarsýslu. Þau fluttu til Can- ada 1886, og settust að hin fyrstu ár í Árnesbygð í Nýja Islandi, en 1890 fluttu þau til Selkirk og bjuggu þar ávalt síðan. Kristín lézt 1944; þessi eru bfern þeirrai Árni, B.A., heima. Stefán, læknir, látinn 1934. Bjarni, heima. Sólveig (Mrs. Howard Haw- ken), Miami, Man. Barnaböm eru 7 á lífi. Á heimi Björnsons hjónanna ólst upp um hríð frændi hans Hrólfur Eggertson, nú til heim- ilis í Winnipeg. Systkini hins látna manns voru Mrs. Guðrún Kelly, búsett um langa hríð í Selkirk, og Guðmundur trésmíða meistari, merkisfó'lk, bæði látin fyrir allmörgum árum. Stefán var starfsmaður mikill á fyrri árum; hér í landi stund- aði hann aðallega húsasmíði. Hann var ábyggilegur maður og drengur hinn bezti, einarður í lund og nokkuð einrænn; hann lék aldrei feluleik með skoðanir sínar eða afstöðu, en hélt fast á skoðun sinni, hver sem í hlut átti, ef til vill var hann stundum misskilinn vegna þess. Hann og kona hans voru í hópi frumsafnaðarfólks hér, og störf- uðu lengi í Selkirk-söfnuði og styrktu hann, og unnu honum æfilangt. Stefán var gæfumaður því hann átti góða konu og vel gefin og mannvænleg börn. Sorg lífs og sælu þess, meðlæti jafnt sem mótlæti, bar hann með karl- mannlegri lund, sem kunni hvorki að fcvarta né biðja sér griða, af hálfu manna. Synir hans önnuðust um sinn aldraða föður eftir beztu getu, með kær- leika og umhyggjusemi. Útför hans fór fram þann 18. febr.; frá sóknarkirkju hans var hann borinn til grafar af son- uim sínum og frændum. Vertu sæll hugarstyrki og tryggi Islendingur! S. Ólafsson.

x

Lögberg

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.