Lögberg


Lögberg - 24.04.1947, Qupperneq 2

Lögberg - 24.04.1947, Qupperneq 2
2 JjÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRIL, 1947 Fábjáni er stærðfræðissnillingur BELGISKI UNDRAPILTURINN OSKAR VERAEGE Foreldrax Oskars Veraege vissu, að hann var and- lega vanþroska og fóru með hann fil sálsjúkdóma- sérfræðings, sem hraðaði sér með hann á fund frægs sfærðfræðings. Belgiskir stjörnufræðingar voru kvaddir á fund og kom þeim saman um, að hann væri andlega vanheill, en gáfu honum viður- kenningarskjal fyrir undragáfur. Hinir lærðu stjörnufræðingar við konunglega stjörnuturninn í Brussel urðu fyrir miklum vonbrigðum, þegar Prófessor Fernand Charles, hinn mikilhæfi stærðfræðingur leiddi belgískan ungling, að nafni Oskar Veraege, inn í fundarherbergið. “Þessi unglingur er yfirnáittúrlegur — hann er töframaður í hugareikningi”, hafði prófessorinn sagt þeim af mikilli áfergju áður um daginn. “Þið ættuð að koma saman og prófa hann sjálfir.” Fábjáninn reikningsfróði. Þegar þeir nú litu á þennan 20 ára pilt, voru stjömufræðing- amir vantrúaðir og hugðu sig blekkta. Fyrir utan það, að hann leit ekki út fyrir að vera neitt undrabarn, sýndi hann greinileg einkenni andlegrar vanheilsu. Orðaforði hans var ekki nema örfá barnaleg orð. Hann virtist lifa í sínum eigin þögla heimi, en skelti upp úr með bjánalegum hlátri öðru hvoru, að því er virt- ist án nokkurrar ástæðu. Stjörnufræðingarnir leiddu piltinn upp að reikningstöflu og réttu honum krítarmola með þeim ásetningi að ljúka þessu prófi sem fyrst. Þeir báðu hann að hefja 259 upp í þriðja veldi. Það birti yfir svip Oskars eins og barni, sem hefir verið gefinn poki með marglitum brjóstsykri. Eftir um það bil tveggja sekúnda bið hagræddi hann krítinni klaufalega milli fingra sér og krotaði töluna: 17373979. Vís- indamennirnir, er þarna vom saman komnir, urðu meira en lítið forviða. Þeim datt í hug, að hann hefði fest sér nokkrar tölur í minni, því að það væri eina leiðin fyrir slíkan fábjána til að geta komið með rétt svar á svo skömmum tíma. Næsta dæmi var öllu erfiðara. “Viljið þér gera svo vel að reikna út tvo í áftatugasta og níunda veldi, Monsieur Veraege”, hljóð- aði ósk þeirra Pilturinn hóf þunna höndina aftur upp að töflunni og skrif- aðitöluna 608930272883777846205 939712. — Hann þurfti aðeins tvær sekúndur til umhugsunar. 1 næstu fjórar klukkustundir hélt Oskar áfram að leysa fyrir þá hin flóknustu viðfangsefni án sjáanlegrar fyrirhafnar. — Þeir rannsökuðu blöðin, sem hann hafði haft með sér og fundu, að þau vom útkrotuð af tugum rétt reiknaðra dæma. Betri en reiknivél. Einn af prófurunum ritaði síð- ar um þennan unga töframann á þessa leið: “Fullkömnasta reikni- vél gæti ekki unnið eins hratt og hugur þessa pilts. Sex og sjö veldi er barnaleikur fyrir hann. Hann hefir ef til vill sínar eigin aðferðir til að leysa úr reiknings- þrautum, en til allrar óhamingju er orðaforði hans svo takmark- aður, að hann getur ekki útskýrt þær. Fundur þessi leiddi það af sér, að stærðfræðingarnir, sem áður höfðu verið svo tortryggilegir, færðu Oskari Veraege skil- merkilegt viðurkenningarskjal, þar sem segir á einum stað: “Osk- ar Veraege er undravert fyrir- brigði. Hann mun eiga eftir að öðlast heimsfrægð.” Þessar óvenjulegu gáfur Osk- ars Veraege voru ókunnar, þar til foreldrar hans fóm með hann til frægs geðveikralæknis í febrú- ar 1943. Gæti hinn góði læknir gefið ráð, spurðu þau, sem gerði þenna 17 ára son þeirra andlega heilan sem aðra drengi á hans reki. Geðvedkralæknirinn úrskurð- aði með sjálfum sér, jafnvel áður en hann hafði lokið rannsókn sinni, að drengurinn væri “greinilegur fábjáni.” Oskar hafði ekki einu sinni öðlast nægan orðaforða til að svara auðveldutsu spurningum um sjálfan sig. Fram að þessu var ekki vitað um neitt óvenjulegt í líísfenli drengsins. Hann er sonur búð- arþjóns, fæddur 16. apríl 1926, í Belgíu. — Þegar hann var átta ára gamall varð hann svo alvar- lega óstyrkur, að skólastjórnin óskaði eftir, að hann hætti að sækja skólann. Það sem eftir var bernsku hans og æsku var hann þrár og feiminn og sýndi engan áhuga fyrir íþróttum eða leikj- um, eins og aðrir unglingar. Safnar almanökum. Oskar hafði lært að lesa og skrifa tölustafi, þó að hann kynni ekki að lesa að öðru leyti. Eitt atriði kom lækninum þó til að halda, að hann hefði ekki greint sjúkdóminn rétt. Faðir- inn skýrði frá því, að Oskar ætti eitt áhugamál, að safna alman- ökum. “Venjulega lætur hann eins og hann tilheyri ekki þessum heimi” sagði faðirinn, “en þegar eg færi honum almanak, lifnar hann all- ur við, skoðar dagsetningarnar og krotar tölur yfir þær á alla vegu. Það eru ekki forsíðumar, sem vekja áhuga hans, heldur tölustafirnir. Þegar læknirinn prófaði stærð- fræðilega hæfileika sjúklings síns varð hann meira forviða en nokkru sinni fyr á öllum starfs- ferli sínum. Hann sá, að þessi unglingur hafði undraverða hæfileika til hugareiknings. Hann gat naumast trúað sín- um eigin athugunum og ók því með hinn unga Veraege í flýti til háskólans í Brussel, til að leita álits vinar síns, Prófessors Fern- ard Charles, sem er frægur stærðfræðingur. Eftir að Pró- fessor Charles hafði spurt dreng- inn í einn eða tvo klukkutíma var hann orðinn svo hrifinn af þessum belgíska unglingi, að hann kallaði stjörnufræðingana við konunglega stjörnuturninn saman eins og fyr er frá sagt. Þögull og feiminn. “Fyrir fáum dögum”, segir | Guy Montfort í Ce Soir í París, “fór eg til Genhal, lítillar borgar í Belgíu, þar sem Oskar býr í litl- um kofa með foreldrum sínum. Við tal mitt við þenna sálsjúka snilling var eitthvað hið skemti- legasta, sem eg hefi átt um dag- ana, þó að samtal okkar hafi ver- ið takmarkað við örfá orð.” “Eg fann Oskar sitjandi úti í horni í eldhúsinu og sneri hann baki að mér. Hafði hann andlitið falið í höndum sér. Þegar eg heilsaði honum stóð hann fljótt upp, tók í höndina á mér og sett- ist svo aftur án þess að mæla orð af vörum. Hann gaf mér ekki gaum frekar, fyr en eg lagði fyrir hann fyrstu spuminguna.” “Eg hafði heyrt, að Oskar gæti sagt nákvæmlega til um vikudag hvers dags, liðins eða ókomins. Eg var ákveðinn í að prófa hann í þessu og spurði því: “Hvaða dagur var 21. maí 1940?” “Þriðjudagur,” svaraði hann án þess að hika. “Og 26. janúar 1920?” “Mánudagur.” “En hvað um nýársdag árið 2000?” “Laugardagur,” flýtti hann sér að segja, næstum því um leið og eg sleppti orðinu að því er virt- ist sneyptur vegna fyrra sein- lætis síns. Útreikningurinn tók hann nákvæmlega eina og hálfa sekúndu. . “Til að leggja reglulegan próf- stein á hæfileika þessa unga Belga, fór eg að spyrja hann um dagsetningu páska hvers árs. Eins og allir vita, eru páskar fyrsta sunnudag eftir nýtt tungl og færast alt á milli 13. marz og 25 apríl. Þrátt fyrir hina aug- ljósu erfiðleika var Oskar ekki nema 30 sekúndur að segja til um dagsetningu páska 1921, sem 27. marz og á 10 sekúndum reiknaði ■hann út, að páskana 1956 ber upp á 18. apríl. Einhverrar dular- fullrar ástæðu vegna virtust páskarnir 1653 erfiðari viðfangs, því það tók hann 90 sekúndur að finna út, að þeir voru 13. apríl.” Þar sem sérfræðingar þurfa að minsta kosti hálfa klukkustund til að leysa viðfangsefni, sem þessi, má segja, að þessi ungi Belgi sé óskiljanlegur leyndar- dómur. Það er áreiðanlegt, að hann getur ekki haft nógu sterkt minni til að muna kvartil tungls- ins gegnum allar aldimar. Lík fyrirbrigði. Læknar munu benda á, að til- felli svipuð Oskars Veraege, hafa komið fyrir áður. Menn eins og Colborn, Maginelle og Henry Moudeux voru allir, hver á sín- um tíma, víðfrægir sem töfra- menn á sviði stærðfræðinnar. Einnig er sagt frá því í annálum, að einu sinni hafi lifað tveir 'hirðingjar, sem gátu gert krafta- verk með tölum. í dag nýtur Fransmaðurinn Maurice Dagbert heimsfrægðar, vegna þess að hann getur reikn- að út kvaðratrætur og margfald- að lengstu tölur á sama tíma og hann leikur á fiðlu sína. Jafnvel í samanburði við töfra- menn á stærðfræðisviðinu er Oskar talinn skara fram úr. Hin brennandi fíkn hans í að leika sér að tölum er svo sterk, að hugur hans vinnur úr hverri tölu, sem hann sér, hvort sem það er bifreiðanúmer eða núrner á vátryggingarskírteini. Hann leggur þær saman, margfaldar þær og deilir og margfaldar þær með sjálfum þeim, ef svo ber undir. “Mér hefir verið sagt,” segir Guy Montfort enn fremur, “að Oskar Veraege muni bráðlega koma til París, og verður hann þá vdndlega skoðaður. Tekin verður Röntgen-mynd af heila hans og sérfræðingar í sálsýki munu reyna að bæta andlega vanheilsu hans. Auk þess munu þeir leitast við að læra það kerfi, sem hann notar við útreikninga sína.” Það sem vísindamenn og fræði- menn munu sennilega ekki geta komist að, er á hvern hátt hin órannsakanlega náttúra gat sameinað ofurmenni á stærð- fræðisviði og andlegan aumingja í einum og sama Oskari Veraege. —Mbl. 26. marz. Þegar aluminium var fyrst uppgötvað þótti það mjög dýr- mætur málmur. Meira að segja svo dýrmætur, að í veizlum við frönsku hirðina borðuðu þau Napoleon III. og drotning hans af aluminium-diskum, en aðrir urðu að láta sér nægja gull- og silfurdiska. Kennarinn: — Jæja, Hans minn, geturðu sagt mér, hvers vegna við vitum að jörðin er hnöttótt? Hans: — Já, það er sagt frá því í landafræðinni. Jónína Sigurrós Jónsdóttir Arason 1866 — 1946 “pú Ijósum skrýdda logahvelfing bldat hví Ijómar pú svo skœrt fyrir auga manns ? Ó, sýnir þú í himingeimnum háa í hátign alla vegsemd skaparans? Nei, langt í frá, en aðeins ímynd smáa og undra lítið skin af Ijósi hans. Sú prýði, sem á himins dúk er dregin, er daufur skuggi af Ijósinu’ hinum megin” Þetta vers úr “Biblíuljóðum” Valdimars Briem túlkar réttilega það djúpstæða traust og þá ó- hagganlegu trú, sem hélt ljósi vonarinnar lifandi í brjóstum frumbyggjanna í gegnum alt þeirra erfiði, stríð, basl og fá- tækt. Eitt fyrsta verkefni þeirra var að koma skipulagi ,á kristi- lega félagsskapi sín á meðal, til að halda við ‘þeirri trú, sem hefir fært íslenzku þjóðinni það heild- artáp, sem hún er svo víðþekt fyrir. Hin einlæga Krists trú hefir auðvitað, á öllum öldum og alstaðar, þar sem hún hefir verið iðkuð, þroskað göfgi manns Moldhaugum í Kræklingahlíð í Glæsibæjarsókn í Eyjafjarðar- sýslu, þar sem hún ólst upp. For- eldrar hennar voru þau Jón Kristján Jónsson, húnvetnskur að ætt, og Rósa Míkaelsdóttir, Árnasonar skálds á Skútum á Þelamörk í Eyjafjarðarsýslu. Með móður sinni og systur, Margréti, er giftist Þórði Isfjörð, en nú dáinn, kom Jónína sál. til Winnipeg árið 1888 og þar átti hún heima í rúm 20 ár. 1891 giftist hún Árna Níels Kristjáns- syni, Jónssonar, frá Geitareyjum á Breiðafirði. Mann sinn misti hún árið 1906. Jónína stóð nú eftir ein með 5 börn í ómegð. Þau hjónin eignuðust 8 börn, 3 drengi og 5 stúlkur. Þrjú böm- in dóu í æsku. Árni heitinn var jarðaður 5 nóv. og dóttir þeirra Rósbjörg Árný fæddist næsta dag; hún dó eftir 3 mánuði. Þetta ♦ -f JÓNÍNA SIGURRÓS ARASON F. 1866 — D. 1946. (Kveðja frá dætrum hennar) Milda, ljúfa móðurhöndin þín, Hún mat það fyrst að hlynna að okkar þörfum, En hirti minna um þreytusárin sín, Er sviðu undan lífsins þungu störfum. En létti byrði og mýkti allskyns mein. Ó, móðurástin lýsti sér þar hrein. Það náði lengra en okkar aðeins til, þú alira vildir þrautir reyna að græða, Og rík þú varst af hreinum hjartans yl, En hryggðist við að líta sárin blæða Dýr og fuglar áttu athvarf þar sem örlát hönd og meðlíðan þín var » Nú hvíldar nýtur þreytta höndin þín, Og þrauta stundin sára burtu liðin. Döpruðum augum, aftur sólin skín, þú öðlast hefur varanlega friðinn. Vertu sæl! Þitt höfuð hvíldu rótt. Hjartans, kæra móðir. Góða nótt. L. B. M. sálarinnar og framleitt allar há- fleygustu hugsjónir mannlegs lífs, og það var traustið á algóð- um skapara og föður alls rétt- lætis, sem styrkti og hughreysti þessa merkiskonu á öllum stund- um. Jónína var fædd 7. júlí 1866, að var mjög örðugt tímabil fyrir móðurina. Árið 1912 flutti Jónína til Gimli með börn sín. Hér varð hún fyrir þeim mikla söknuði að missa son sinn, Eðvald Elert, 20 ára gamlan. Börnin, sem lifa móður sína eru: Victoria Dolores, í Winni' peg; Mrs. Paulina Elinborg Einarsson, nú einnig til heimihs í Winnipeg; Gavrós Katrín, (Mrs- E. Anderson), búsett milu fyrh sunnan Gimli, og Aðalheiður Magdalena, (Mrs J. Bjarnason), á Gimli. Árið 1922 giftist Jónína, Egg' erti Ólafi Arasyni, sem var um langt skeið vitavörður á Georg®5 Island, en sambúð þeirra varð ei löng því Eggert andaðist 2 ár- um síðan. Þó að lífskjör þessarar göfugu konu og góðu móður hafi verið mjög þröng á ómegðartímabib barna hennar og þó að hún hefð1 mætt mörgum sorgaráföllum a lífsleiðinni, þá samt geymó1 Jónína í hjarta sínu bjartsýn1 lífsins til æfiloka. Hún var að" eins 12 ára gömul þegar hún for að ganga út í vinnu. Eftir fr®' fall fyrri manns hennar varð hun ein ábyrgðarfull fyrir vellíða11 fjölskyldunnar, því á þeim tíma var ekki um að tala neum stjórnarstyrk fyrir ekkju og börn þeirra; en vegna hennar fram ur skarandi eljusemi auðnaðisi þessari skylduræknu móður a hafa börn sín hjá sér og að ala þau upp sjálf, í umhverfi hins blíða móðurfaðms. Það má sérstaklega minnast a hvað Jónínu þótti mikið varið 1 blóm og hvað hún var góð við skepnur. Henni var margt ve géfið, bæði til munns og handa- Jónína var merkilega berdreym' in og þessi dularfulli hæfileih1 hafði náð hjá henni óvanalegu þroskastigi. Hún var sterktrúuð og stóð andlega í föstum grund' velli. Þau 34 ár, sem hún átti heima á Gimli, studdi hún kirkju. sína eftir beztu getu og var starf' andi þjónn í þarfir kristindomS' ins meðan líkamlegur þróttui leyfði. Stuttu ' áður en húu kvaddi þetta líf, meðtók hún hi heilaga kvöldmáltíðar sakra' menti Drottins vors sér til tru- arstyrkingar og eflingar í öUu góðu. Jónína var heilhuguð ug velviljuð og þeir, sem þektu hana bezt stóðu næst henni. \ Hún var veik í tvö ár og alveg rúmföst síðasta árið: allan þem1' an tíma var Jónína til heimil15 hjá dóttur sinni og téngdasyu1’ Aðalheiði og Joe, þar sem húh naut kærleiksríkrar umönnunar- Jónina var jarðsungin af séra Skúla Sigurgeirssyni frá lútersku kirkjunni á Gimli, 13. marz, l94v- Margir voru vinirnir, sem fylgúu hennar jarðnesku leifum grafar. S. S. FRANK DENNER Fyrsta viðskiftaárs afmæli Hr. Denner og hr. Lyons færa öllum vinum og viðskiftanautum sínum þakkir fyrir góð viðskifti, og velvild sér sýnda á þessu fyrsta viðskiftaári þeirra og HAROLD LYONS Tilkynna að þeir hafa nú Vísindalega tempraða geymsluskápa fyrir Kalda - GRAVÖRU GEYMSLU - Kalda Kuldastigið í geymsluskápunum er hið sama bæði nótt og dag, sem er viðurkent að vera það hagkvæcasta loftstig, til að geyma loðfatnaði, sem þekt er. Viðgerðir — Loðfatnaði breytt og ný loðföt sniðin og saumuð eftir máli Símið 96 251 og við sækjum loðíöt yðar 314 TIME BUILDING FURRIERS Símið 96 251 og við sækjum loðíöl yðar PORTAGE and HARGRAVE

x

Lögberg

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögberg
https://timarit.is/publication/132

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.