Lögberg - 24.04.1947, Blaðsíða 6
6
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL, 1947
(Ensk saga)
HVER VAR
ERFINGINN?
G. E. EYFORD, þýddi
\_________' ________
Æstur af hugsunum sínum tók hann
svo fast í öxl hennar, að hún hljóðaði
af tilkenningu. Hann kipti strax að sér
hendinni, og beygði höfuð sitt næstum
í auðmýkt.
“Dora, fyrirgefðu mér!” sagði hann
í brotnum róm. Þú sérð hve þetta geng-
ur nærri mér — geturðu ekki gert þér
í hugarlund hve stór sú hætta er, sem
og vil frelsa þig frá? Lofaðu mér því
sem eg bað þig um, þinnar sjálfrar
vegna — já, og hans líka.”
“Hans vegna!” huldraði hún.
“Já, hans vegna,” svaraði hann, og
eldur brann úr augum hans. “Láttu
hann bara reyna aftur að ná þér, þá
held eg ekki hendi minni aftur. Eg gerði
það einu sinni — eg vildi, að eg hefði
ekki gert það! Eg segi, lofaðu, hans
vegna, að þú skulir ekki tala við hann!”
Náföl og skjálfandi mætti Dora hans
alvarlega og hótandi augnaráði.
“Faðir minn, hvað er það, sem veld-
ur því að þú hatar hann svona mikið?”
spurði hún.
Hann hikaði við sem snöggvast, til
þess að fá meira vald yfir sér, og svo
sagði hann:
“Eg get ekki, eg vil ekki segja þér
meira en þetta. Ættingjar hans hafa
eyðilagt líf mitt og þitt, eyðilagt það
svoleiðis, að á því verður aldrei bót ráð-
in. Aldrei! Eg bíð eftir loforði þínu.”
Hún stóð upp hnuggin og skjálfandi.
“Eg lofa því,” sagði hún.
Nichols dró léttara andann við að
heyra hana segja þetta.
“Gott,” sagði hann; “eg má þá
treysta því.”
“Já, þú getur reitt þig á mig,” sagði
hún lágt; svo gekk hún þvert yfir gólfið
og fór upp í herbergi sitt.
10. Kafli.
Fred Hamilton vissi ekki að George
fylgdi á eftir sér, enda var honum alveg
sama um það; hann fór inn í gistihúsið
og upp í sitt herbergi. í drykkjustofunni,
sem hann varð að ganga í gegnum, sátu
margir gestir, sem heilsuðu honum
kurteislega, en sögðu ekkert fyr en
hann var kominn fram hjá þeim.
“Mr. Fred Hamilton er laglegur
maður,” sagði veitingamaðurinn. “Tók-
uð þið eftir andliti hans, er hann gekk
hérna í gegn? Eg er hræddur um, að
gamli Squire-inn sé dauður. Minna
vegna má hann hvíla í friði; eg er ekki
maður, sem tala illa um dána menn.”
Það virtist að allir, sem inni voru,
væru veitingamanninum sammála, sem
gerði hann örari, svo hann hélt talinu
áfram; fyrst gætti hann þó að því, að
dyrunum, sem láu út í ganginn, væri vel
og tryggilega læst. Því næst leit hann á
lítinn hrokkin-skinnaðan mann, sem
stóð í einu horninu, og vermdi sig við
ofninn, hann var í svörtum, slitnum föt-
um, það mátti ímynda sér að hann væri
skrifari hjá einhverjum lögmanni, og
það var hann líka.
“Já, það er nú víst alt búið, Mr.
Groff,” sagði veitingamaðurinn og hóst-
aði. “Eg hefi verið að hugsa um hver
mundi verða næsti Squire.”
Gamli skrifarinn leit augunum upp,
undir sinni skjallahvítu krúnu, og hristi
höfuðið og brosti. í háttum sínum var
hann býsna líkur húsbónda sínum,
Lester lögmanni, og hann var ætíð í
miklu áliti meðal gestanna, sem voru
vanir að heimsækja Bee veitingahúsið.
“Ja-ha!” sagði hann; “ó-jú, það sézt
með tíð og tíma, Mr. Black,” og sneri
sér að veitingamanninum.
Mr. Black leit í kringum sig og kink-
aði kolli, eins og hann skildi hvað skrif-
arinn meinti og vildi segja með látbragði
sínu: “Já, þú ert slunginn náungi, Mr.
Groff; þú situr þarna og veist nátturlega
allt um hverjir verða erfingjarnir, en
segir ekkert um það.”
“Gæti ég ráðið, þá veit ég vel, hver
að ég vildi að yrði erfingin,” sagði sveit-
arskrifarinn og benti upp í þakið; hann
meinti Fred Hamilton, sem var í her-
bergi yfir veitinga stofunni, og sem þeir
heyrðu, að var að ganga um gólf þar
uppi.
“Við erum búnir að fá nóg að kenna
á Lamont familíunni,” sagði malarinn,
en einn af tilheyrendunum gaf honum
strax vísbendingu með augunum.
“Engin nöfn hér — engin nöfn. Við
erum hér á opinberum stað, og ég held
að það sé best, að hver gæti sjálfs síns:
og eg held að sé bezt að skifta sér ekki af
öðrum.”
“Já, gamli herramaðurinn gerði það
að minsta kosti,” sagði malarinn, sem
ekki átti gott með að halda sér saman,
“hann skifti sér ekki af öðrum, aldrei
rétti hann nágrönnum sínum hjálpar-
hendi. Ekki hefi eg fengið eitt einasta
eyrisvirði í inntekt frá Wood Castle, síð-
an eg man eftir mér. Er nokkur maður
hér inni í stofunni, sem getur sagt, að’
hann hafi mist nokkuð við það, þó gamli
Squire Arthur hrykki upp af?”
Það var þögn, sem talaði sjálf fyrir
sig, og malarinn brosti; allir voru með
sjálfum sér sammála honum.
“En hélt hann áfram. “verði Mr.
George Lamonte herra hér á Wood
Castle, þá er óvíst að betra taki við.”
“George Lamonte er þó fínn maður,”
sagðí skraddarinn, sem sat hinumegin
við borðið.
“Það er til korn, sem malast svo fínt
að hinn minsti vindblær feykir því burtu,
en það fær enginn gott brauð úr því,
kunningi. Nei, ungi maðurinn, sem er
hérna uppi yfir okkur, er úr alt öðru
efni. Það væru góðar nýjungar, ef við
heyrðum, að Mr. Fred Hamilton væri
erfinginn.”
Sveitarskrifarinn ræskti sig. “En,”
sagði hann með íbyggilegu brosi, “ef
alt sem við höfum heyrt um hann, er
satt, þá er hann sæmilega vilt grein af
sama trénu,” stamaði hann út úr sér.
Malarinn kinkaði kolli, sem merkti,
að honum væri kunnugt um það.
“Fólk segir að hann sé óstýrilátur,”
sagði hann, og tók út úr sér reykjar-
pípuna,” það er enginn efi á því; hann
hefir altaí verið það. Eg man eftir hon-
um sem dálitlum hnokka, þegar hann
kom heim í skólafríjunum. Hann var
þá vanur að koma ofan að myllunni og
reyna að fiska urriðana mína; hann var
þá ekki hærri en borðið hérna; en hann
var fallegur lítill drengur. EJinu sinni
náði eg honum og sagði honum blátt
áfram, að annaðhvort skyldi eg berja
hann eða klaga hann fyrir föðurbróður
hans; eg segi, við vorum altaf vön hér að
kalla gamla Squire föðurbróöur hans.
“Það er eins og það á að vera,” sagði
hann, “bíddu þangað til eg er búinn að
ná þessum fisk í land, og þá skulum við
jafna þessi mál á millum okkar, eins og
prúðmenni,” sagði hann,
“Heldur prúðmenni!” og malarinn
hló að því hve vel hann mundi þetta.
“í annað sinn kom eg að honum í á-
vaxtahúsinu mínu.
“Mr. Fred,” sagði eg, “hefirðu ekki
nóg epli á Wood Castle, þarftu að koma
hingað til að stela eplum frá mér?”
Hann hugsaði sig um sem snöggvast
svo leit hann stórum augum á mig og
sagði rólega, með mikillætis látbragði:
Forboðinn ávöxtur er bragðbeztur, Mr.
Small. Þú getur tekið epli í staðinn fyrir
þessi, í ávaxtagarðinum á Wood Castle.
Eg gef þér leyfi til þess.
“Hvað gat maður gert við slíkan
dreng? Reiðast honum! Hann vissi ekki
hvað það var, að vera reiður. Þið munið
sumir eftir brúnu merinni, sem gamli
presturinn átti?” Flestir þeirra, sem
þar voru nikkuðu því til samþykkis.
“Nú, jæja, Mr. Fred heyrði okkur
einu sinni tala um það illhryssi, hann
beið ekki boðanna, en fór strax til
prestsins, og spurði hann hvort hann
vildi lofa sér að ríða á þessari hrekkj-
óttu ótemju. Gamli presturinn sagði
auðvitað nei. Nokkrum kvöldum seinna
brýtur þessi ungi ofurhugi upp hesthús-
ið og tekur merina út. lagði hnakk á
hana og reið svo um allar tryssur á
henni. Eg var seint í myllunni það kvöld,
og heyrði hann koma í fartinni eins og
gufuskip upp að myllunni, Mr. Fred sat
á baki hennar, allur flaxandi. bæði föt
og hár, skellihlæjandi, eins og þetta væri
hin bezta skemtun, sem hann hefði not-
ið í heiminum. Eg hafði naumast tíma
til að hlaupa upp að gyrðingunni við
svínastíuna, hann kom þangað í brús-
andi fartinni og stefndi beint á gyrð-
inguna. Hann öskraði hátt og baðaði út
höndunum, því á sama augnabliki hafði
rækarls merin hent honum af sér. Eg
gekk til hans, hann lá þar með brotinn
handlegg og alblóðugt andlitið. Samt
hló hann að mér og uppástóð að eg
hefði fælt merina.
“En um slagsmál! Það leið ekki svo‘
ein einasta vika, án þess hann kæmi til
mín í mylluna, hruflaður og blóðugur í
andlitinu; konan mín varð þá að þvo
blóðið af honum, og reyna að græða
hruflurnar, eða gera við þær, svo sem
minst bæri á þeim. Þegar svo stóð á
fyrir honum, vildi hann aldrei fara heim
til Wood Castle; það var æfinlega ein-
hver stífni milli Freds og gamla manns-
ins; gamli maðurinn kallaði Fred altaf
“villigöltinn”; eg hefi heyrt að þeir kalli
hann það líka í London; og þó var hann
allsstaðar velkominn hvar sem hann
var. Margar nætur hefir hann legið uppi
á mylluloftinu, eftir sínar mörgu brellur,
og það er ekki svo sjaldan að eg hefi séð
gamla manninn koma til að sækja hann
og fara heim með hann; gamli maður-
inn hafði þá altaf hestasvipu í hend-
inni.”
“Það er sagt að hann hafði eytt öll-
um þeim peningum, sem honum tilféllu,
í býlífi í London,” sagði sveitarskrif-
arinn.
“Já — kanske,” greip malarinn fram
í; “ef með orðinu býlífi er meint örlæti,
þá getur það staðist; hann gat aldrei
haldið á peningum þegar hann var
drengur, hann gaf hverjum betlara með-
an hann hafði nokkuð í vasanum. Eg
drekk heilsuminni hins nýja Squire —
svo framarlega það verði Mr. Fred,” og
malarinn hóf upp glas sitt og drakk það
út í einum teig.
í veitingastofunni sátu þeir og reyktu
og röbbuðu um eitt og annað; en uppi á
loftinu gekk Fred Hamilton um gólf í
herbergi sínu. Aldrei fyr á æfinni hafði
hann verið í svo órólegu skapi. Hann
var í hrærðum hug út af fráfalli Squire
Arthurs, sem bar svo brátt að, það kom
honum algjörlega að óvörum; hann
hafði ekki heyrt um að hann væri veikur,
fyr en á síðasta augnablikinu. Nú mint-
ist hann allra þeirra mörgu velgjörn-
inga, sem gamli maðurinn hafði gert
fyrir hann, og um fram alt annað —
hinna fáu en hátíðlegu orða sem hann
hafði heyrt hann segja, er hann var rétt
að dauða kominn.
Aftur og aftur komu þau orð fram
í huga hans; hann mintist einnig, án
nokkurrar umhugsunar um peninga, að
dáni maðurinn hafði sagt, að hann hefði
munað eftir honum í erfðaskránni sinni;
hann mundi líka, að hinn deyjandi mað-
ur hafði verið að tala um, á dularfullan
hátt, að stærsti hluti auðsins skyldi
þó ganga til einhvers annars, því hann
vildi gera það sem rétt væri.
Hvað meinti Georges náföla og ótta-
slegna andlit, og hinar eftirgrenslan-
legu og alvarlegu spurningar gamla lög-
mannsins. Og svo ennþá dularfyllra var
látæði og framferði George þá um kvöld-
ið — með lukt í hendinni, leitandi út á
þjóðveginum að einhverjum skjölum,
sem hann hafði týnt? Hvað voru þessi
skjöl um, er hann réðist á Fred, eins og
vitlaus maður? Fred Hamilton hafði,
eins og lesaranum er kunhugt um, ekki
skarpa dómgreind á slíku. Hann gat
ekki samrýmt þetta hvað við annað;
hann gat ekki komið þessum ólíku við-
burðum saman, svo að þeir mynduðu
nokkra skiljanlega heild.
Það var alt saman leyndardómur
fyrir hann, og því meir sem hann hugs-
aði um það, því dularfyllra varð það
fyrir honum. Það tekur æfðan fant, að
skilja fant, það þarf þjóf til að skilja og
handsama þjóf. Fred, sem var hvorugt,
var ómögulegt að átta sig á né skilja
George Lamonte.
Að Fred hataði hann, eða réttara
sagt gat ekki liðið hann. var ekki nema
eðlilegt, en ef einhver hefði sagt hon-
um að George hefði stolið erfðaskránni,
þá hefði hann áreiðanlega ekki getað
trúað því. Hann mundi segja við sjálfan
sig, “nei, það er ómögulegt, nei, ekkert
svo svívirðilegt getur George aðhafst.”
Auk þessara síðustu viðburða á
Wood Castle, hafði hann nokkuð annað
að hugsa um. Hann gat ekki strítt á
móti því, að hugur hans hvarf til Syl-
vester skógarins, og þess sem þar hafði
komið fyrir hann.
Honum fanst svo ótrúlega langt síð-
an hann var þar. Og Dora, þessi indæla
stúlka, sem hanrí hafði mætt þar, talað
við og kyst á héndina á henni! Hann
gat ekki gleymt þessari laglegu mynd,
en hvernig sem það var, eins og bland-
aðist hún ósjálfrátt inn í hugsunina um
George kríthvíta andlit, og hinn dána
mann, en hugsunin um hana var þó
sterkari en alt annað í huga hans, og
hann sá hana í huga sínum, þar sem
hún lá í grasinu við fætur hans.
Og svo var það umhverfi, sem þessi
fallega stúlka átti heima í! Þessi mikil-
hæfi faðir í erfiðismanna búningi, sem
talaði mál hálærðra manna. Hverslags
dul lá ekki yfir þessum fámenna hóp,
sem hafði falið sig inni í þessum stóra
skógi, og lifað þar alyeg eins og utan við
heiminn?
Fred vissi hvorki upp né niður í
þessu; hann gat ekki gert sér grein fyrir
ástæðunum, sem voru þessu valdandi.
Það var virkilega eitthvað mjög
undarlegt við það! Það voru liðnir þrír
dagar síðan hann fór frá London, og nú
var hann alt í einu kominn inn í æfin-
týri og dularmál.
En það var eitt, sem hann var fast-
ákveðinn í. Hann vildi halda loforð sitt,
eða réttara sagt hótun sína. Hann ætl-
aði, hvað sem öllu öðru liði. að heim-
sækja Sylvester-skóg, sjá hina fögru
Doru aftur, hverju sem hann kynni að
verða fyrir af hennar skapfreka föður.
Fyrst ætlaði hann að fara þangað næsta
morgun, en svo fór hann að hugsa um,
að það mundi vera bezt að bíða þess
að jarðarförin færi fram. “Nei,” sagði
hann við sjálfan sig, er hann var kominn
á fremsta hlunn með að fara strax til
baka, “nei, eg ætla að vera hérna þar
til búið er að jarða hann, og svo—”
En þrátt fyrir að hann var þreyttur,
liðu þó margir tímar þar til hann gat
farið að sofa, og í draumi hvarf hugur
hans til Sylvester-skógar. Var það ást;
ást frá fyrsta augnabliki er hann sá
hana? Hann hefði getað verið sá fyrsti
til að hlæja að slíku; en það er eftir-
tektarvert, að þrátt fyrir sitt taumlausa
líf, þó hann hefði orðið snortinn af ást,
þá hafði hann aldrei orðið eins hrifinn
af ást til neinnar eins og þessarar
stúlku í Sylvester skógi Aldrei áður
hafði slíkt raskað svefnró hans, aldrei
áður hafði nokkur stúlka þrengt sér inn
í drauma hans.
Hann hvikaði ekki frá ákvörðun
sinni. Hann var fimm daga í gistihúsinu,
það voru víst leiðinlegustu dagarnir,
sem hann hafði lifað, og síðar mintist
hann þeirra með hryllingi. Á hverjum
degi þar til jarðarförin fór fram, var
hann rétt kominn að því að fara til Lon-
don, en hann hafði lofað Leyster lög-
manni, að hann skyldi vera til staðar
þar í gistihúsinu, ef hann þyrfti að finna
hann, þessvegna vildi hann ekki fara
þaðan.
Strax fyrsta daginn fékk hann miða
með breiðum sorgarborða í kring frá
George, hann bað hann á hinn allra
auðmjúkasta hátt, að koma til Wood
Castle; en hann skrifaði honum aftur
og þakkaði heimboðið. Mr. Leyster
hafði og boðið honum heim til sín, en
hann afþakkaði einnig það hemboð.
Hann vildi vera einn út af fyrir sig til
þess í næði að geta hugsað um og yfir-
vegað það, sem fyrir sig hafði komið í
Sylvester-skógi, og geta í ímynduninni
verið í rólegheitum hjá hinni yndislegu,
ungu stúlku.
Hvern morgun gekk hann út að ánni
sem rann þar skamt frá, til að baða sig,
og gekk svo í kring í nágrenninu, talaði
fáein orð við þá, sem hann mætti, og
gaf börnunum, sem hann mætti smá-
peninga. Stundum kom það fyrir að
hann fór inn í eitt eða annað af þessum
litlu bændahreysum, sem voru þar í
kring, til að tala við fólkið, sem þekti
hann frá bernskuárum hans, en mest
allan tímann hélt hann sig í herbergi
sínu.
Hvar sem hann fór, var honum veitt
mikil eftirtekt; og næstum allir virtust
hafa áhuga fyrir honum. Á kvöldin sátu
hinir vanalegu gestir saman í veitinga-
stofunni í gistihúsinu, og undruðu sig
yfir því að Fred skyldi ekki vera á Wood
Castle, ekki einu sinni koma þangað,
ef hann skyldi svo vera erfinginn.
Loksins kom jarðarfarardagurinn —
kaldur og rakasamur; það var sem
haustið væri að boða komu sína. Fred
klæddi sig sorgarbúningi og fór til Wood
Castle, í fyrsta sinni síðan honum lenti
saman við George. Er hann kom inn í
forstofuna, mætti mann gömlum
skorpnum manni í svörtum fötum; það
var skrifari Mr. Leysters lögmanns,
sem horfði forvitnislega og íbyggilega á
hann. Frek lauk upp hurðinni að lestrar-
salnum og gekk inn.
Mr. Leyster, sem stóð við borð á
miðju gólfinu, leit upp og horfði fram
undan sér, með sínu gegnumsmjúgandi
augnaráði. Fred heilsaði honum og leit
í kringum sig, eins og hann væri að
skygnast eftir einhverjum