Lögberg - 24.04.1947, Side 7
LÖGBERG, FIMTUDAGINN 24. APRÍL, 1947
7
L'ACADEMIE FRANCAISE
FRÆGASTA MENNINGAR STOFNUN EVRÓPU
Franska Akademíið er ein af
elzfu menningarsíofnunum
veraldarinnar og meðiimir
hennar eru kallaðir "hinir
ódauðlegu."
L’Academie Francaise, fræg-
asta og kunnasta stofnun and-
legs lífs í Frakklandi, hélt eigi
alls fyrir löngu fyrsta fund sinn
frá því fyrir styriöldina, eftir
fimm ára hvíld. En þessi stofn-
un hafði átt meira en þrjú hundr-
uð ára frægðarferil að baki sér,
eða alt frá dögum Lúðvíks XIII.
Þessi stofnun mun vera hin
elzta sinnar tegundar í veröld-
inni og hefir orðið fyrirmynd
fjölda svipaðra stofnana í ýms-
um löndum heims. Sænska aka-
demíið, sem stofnað var löngu
síðar og sem telur '18 meðlimi
(De aderton er stofnunin oft köll-
uð) er til dæmis sniðið eftir
franska akademíinu.
Academie Francaise byrjaði
smátt. Það bvrjaði sem einskon-
ar klúbbur rithöfunda og manna,
sem áhuga höfðu fyrir bókment-
um, og hófust fundir þess kring-
um 1629, heima hjá einum með-
limanna. Þeir lásu þar og ræddu
rit einhvers félagans, gagnrýndu
hver annan og gáfu góð ráð, og
röbbuðu um daginn og veginn.
I^etta var alt mjög laust í bönd-
unum og lítið skipulag á félags-
skapnum, enda var ekki tilgang-
urinn að koma upp neinni fastri
stofnun eða láta til sín taka út á
við. Þeir vildu þvert á móti halda
félagsskapnum leyndum, svo að
meðlimirnir gætu talað óþving-
að.
Tæplega hefði Academie
Francaise nokkurntíma orðið úr
þessu ef Richelieu kardináli, hinn
voldugi kanslari Frakklands,
hefði ekki komist að félagsskapn-
um .fyrir lausmælgi eins með-
limsins. En ríkisstjórn Frakk-
lands á tímum Lúðvíks XIII.
vildi hefja ríkið til vegs og virð-
ingar á sem flestan hátt, og einn
þáttur þess var sá, að eignast
fræga bókmentastofnun, sem
ríkið ætti sinn hlut áð. Richelieu
bauð því 9 af félagsmönnunum
að breyta einkafélagi þeirra í
akademí, enda væru lög þess og
reglur staðfest af ríkinu, en hins-
vegar fengi félagið ákveðin
verkefni af opinberri hálfu.
Þetta náði fram að ganga á
næstu tveimur árum.
Félagatalan var fyrst aukin
úpp í tólf, síðan í 28 og loks í 40
“hina 40 ódauðlegu.” 1 janúar-
febrúar 1635 fékk félagið viður-
kenningu konungs og kanslara
°g stofnskrá þess gefin út. Aka-
demíið er því sem næst 312 ára
gamalt um þessar mundir og það
löng og merk saga andlegrar
uienningar í Frakklandi, sem
gerst hefir innan vébanda þess—
stjórnmálaþróun frá hátindi
franska einveldisins á tímum
Lúðvíks XIII. og XIV. um
frönsku byltinguna, Napoleon,
annað keisaradæmið, tvær
heimsstyrjaldir og versta her-
málaósigur, sem Frakkar hafa
nokkurntíma beðið — fram til
líðandi stúndar. í bókmentaleg-
um skilningi geymir akademíið
fjölbreytta sögu, alt frá frægðar-
tíma klassisku bókmentanna
frönsku fram til mesta skálds
“existentialismans”, Jean-Paul
Sartre.
I þessar rúmar þrjár aldir ha
frönsk áhrif á andlegt líf Evrój
verið mikil. Stundum hafa þ;
verið ráðandi, stundum lítilvæ
sri, en aldrei núll. v
Eftir að akademíið hafði fen
ið stofnskrá sína voru því fal
ákveðin viðfangsefni til úrlaus
ar. Aðalverkefnið var — og er
að vera á verði um franska tung
Akademíið átti að gera frönskui
agurt. ljóst og lipurt tæki hug
únarinnar, svo að franskt andrí
engi að njóta sín, frjálst af þei
viðjum, sem ófullkomin tunga
leggur hugann í. Þessu takmarki
átti að ná með því að gefa út ýms
undirstöðurit. Orðabók, mál-
fræði, mælskufræði og brag-
fræði. Margur mundi nú halda,
að það hefði unnist á stuttum
tírna að koma þessu í framvæmd
en í rauninni hefir Akademíið
ekki gert þétta nema að nokkru
leyti á undanförnum 300 árum.
Fyrsta útgáfan af orðabókinni
kom,út 1694, áttunda útgáfan var
fullgerð 1935. Og árið 1932 kom
f y r s t a útgáfan af málfræði
Akademísins. En enginn veit
hvenær hinar tvær bækurnar
koma. Það verður ekki gert í
fljótu bragði að “kortleggja”
heilt tungumál. Vandinn verður
sérstaklega mikill þegar hlut-
verkið er ekki aðeins að skrá-
setja heldur einnig að hafa áhrif
á þróun tungunnar, gera hana al-
gilda og búa hana öllum þeim
kostum, sem grískan og latínan
höfðu á sínum frægðartíma, og
gera hana hæfa til þess að hafa
sama hlutverkið í nútímanum,
sem grískan og latínan höfðu í
fornöld.
Þegar litið er til baka yfir sögu
Akademísins verður ekki annað
sagt en það hafi starfað vel að
hlutverki sínu, eftir ástæðum.
Frönks tunga hefir orðið lipur
svo af ber, hentugt tæki hugsun-
inni, og hefir haft mikil áhrif
utan Frakklands. Sem tunga
stjórnmála og vísinda hefir
franskan oft verið mestu ráðandi,
og það hlutverk er ekki ennþá á
enda, þótt áhrifanna gæti minna
nú en áður, eftir að önnur mál
hafa komist í fyrirrám.
Við stjórnarbyltinguna miklu
varð Akademíið fyrir miklum
hnekki. Það var leyst upp 1793
ásamt öðrum vísinda- og menn-
ingarstofnunum, en árið III
(1796) var það endurskipulagt
sem deild í hinu nýstofnaða In-
stitut de France, en sú stofnun
nær nú yfir franska vísindafé-
lagið og þrjú önnur akademí.
Þau eiga sameiginlega byggingu
í París. Napoleon breytti skipu
lagi Institut de France, en sú
breyting snerti ekki Academie
Francaise, sem fékk sitt gamla
nafn aftur. En í rauninni er það
aðeins nafnið og verkefnin, sem
mynda samhengið milli þess sem
var og er fyrir byltinguna. Aka-
demíið er alveg ópólitískt. Það
viðurkendi fyrsta keisaradæmið
og konungdæmi Lúðvíks Filipps,
en veitti Napoleon III. neikvæða
andstöðu, og enginn stjórnmála-
maður frá hans tíma fékk inn-
göngu í hóp “hinna ódauðlegu.”
Það er vert að athuga hvort
Akademíið, sem hefir haft svo
merkilega forustustöðu í franskri
menningu, hefir haft alla fremstu
andans menn Frakklands innan
vébanda sinna. Það kann ekki að
þykja merkilegt, að af hinum
fyxstu 40 meðlimum þess eru
varla nema tíu, sem nefndir eru
í bókmentasögunni. Hitt er
merkilegra að ýmsir frægustu
rithöfundar og menningarfröm-
uðir þjóðarinnar hafa aldrei
verið í Akademíinu. Meðal
þeirra má nefna Descartes, Male-
branche og Pascal. En furðuleg-
ast kann ef til vill að þykja, að
frægasti leikritahöfundur Frakka
fyr og síðar, Moliere, var ekki
meðlimur. Hann var nefnilega
leikari jafnframt, og leikarar
voru ekki í hávegum hafði í þá
daga. En Akademíið hefir bætt
fyrir þetta eftir mætti með því
að setja upp brjóstmynd af
Moliere í fundarsal sínum með
þessari áritun: “Rien ne manque
á sa gloire, il manque a la notre.”
(Ekkert skortir á frægð hans, en
hann vantar á frægð okkar).
Annars er það algengt að fræg-
ir menn verði utangarðs hjá Aka-
demíinu. Stofnun sem þessi hlýt-
ur í eðli sínu að verða nokkuð
afturhaldssöm, og kýs sér tæp-
lega menn, sem prédika byltingar
á stjómmála- eða bókmentasvið-
inu. En stundum hafa þó verið
þeir tímar, að í Akademíinu
voru öll andans stórmenni þjóð-
arinnar, svo sem á síðari hluta
17. aldar. Síðustu 50 árin hafa
einnig flestir þeir, sem hátt ber á,
verið meðlimir.
En hv.erjir geta fengið inn-
göngu? I fyrsta lagi eru það rit-
höfundarnir. Nálega allir beztu
rithöfundar Frakka verða nú
meðlimir fyr eða síðar. En ekki
eru neinar fastar reglur um þau
skilyrði, sem menn verða að upp-
fylla, og oft hafa þeir verið kjörn-
ir meðlimir, sem getið hafa sér
orðstír í stjórnmálum, listum,
vísindum eða hernaði. Þó eru
þessir menn að jafnaði ríthöf-
undar jafnframt. Sem dæmi frá
síðari árum má nefna stjóm-
málamennina Clecenceau, Poin-
caré, Barthou, marskálkana
Lyautey, Foch, Joffre og Petain
og Weygand hershöfðingja.
Meðlimirnir eiga jafnan að
vera 40. Þegar einn deyr skal
sæti hans skipað á stuttum fresti.
Ýmsar aðferðir hafa verið notað-
ar við val nýrra meðlima. Nú er
tilhögunin þannig, að sá, sem
telur sig hæfan snýr sér bréf-
lega til ritara Akademisins og
heimsækir síðan alla meðlimina,
til þess að tala máli sínu við þá.
Meðlimimir eru flestir gamlir
menn — samtals eru þessir 40 um
3000 ára og verða því breytingar
á hverju ári.
Venjulega eru það margir, sem
fá atkvæði við fyrstu atkvæða-
greiðslurnar, en til þess að verða
kjörinn þarf einfaldan meiri-
hluta. Atkvæðagreiðslurnar
verða því nær altaf fleiri en ein
og stundum margar, unz með-
limur er löglega kosinn. ’
Þegar maður hefir verið kjör-
inn meðlimur — það eru ein-
göngu karlmenn, sem fá inn-
göngu — fer hann að jafnaði í
heimsókn til ríkisforsetans ásamt
stjórn Akademísins. Það er það
eina, sem enn eimir eftir af frá
þeim tíma að “sólkonungurinn”
Lúðvík XIV. var vemdari stofn-
unarinnar, því að þá var það
skylda nýs meðlims að fara til
konungsins og þakka fyrir sig.
Það er ekki aðeins heiður að
vera kosinn meðlimur Akademís-
ins, heldur fylgja því einnig
nokkrar tekjur, en fremur rýrar
þó. Áður en frankinn féll fengu
meðlimir 1500 franka á ári. Auk
þess var nokkur upphæð greidd
þeim, sem komu á fundina og
tóku þátt í orðabókarstarfinu. En
þessi laun eru þó aðaltekjur
margra meðlimanna. Ritari Aka-
demísins, sem er kosinn æfilangt,
■hefir óekypis bústað í stofnun-
inni og 6,000 franka árslaun.
Meðlimir hafa einkennisbún-
ing, sem þeir fá ókeypis. Þetta
eru baldýruð kjólföt úr dökk-
grænum dúk, tvíhomahattur og
korði. Þegar tyllidagar eru hjá
stofnuninni og allir meðlimirnir
— flestir gamlir gráskeggir —
mæta í hátíðabúningum, þykir
það merkileg sjón.
Fundir eru haldnir á hverjum
fimtudegi kl. 15. Þeir eru opin-
berir, en venjulega koma fáir á-
heyrendur þangað, enda er það
orðabókarendurskoðunin, sem
oftast er starfað að. En þegar
verðlaunaúthlutun fer fram —
Akademíið úthlutar heiðurslaun-
um á hverju ári — eða þegar nýr
meðlimur er kosinn, koma altaf
margir.
Jafnaðarlega mæta fæstir
meðlimirnir í einkennisbúningi,
en við þessi tækifæri eru forseti
stofnunarinnar, kanslari og rit-
ari ávalt einkennisbúnir. Þeir
setjast á pallinn og síðaij kemur
þangað nýkosni meðlimurinn í
búningi sínum og tveir “skírn-
arvottar” hans og fimm aðrir,
sem allir verða að vera í ein-
kennisbúningi Þessir gestir setj-
ast á fremsta bekk. Forsetinn
Frá í$lendingum
í Norður Kaliíorníu
(Úr fréttakörfu
séra S. O. Thorlaksonar)
Sunnudaginn þann 23. marz
s.l., lézt á Saint Francis sjúkra-
húsinu í San Francisco, Guð-
bjartur (Gus) Guðmundsson, er
legið hafði þar af völdum hjarta-
sjúkdóms síðan í októbermánuði;
hann var jarðsunginn af séra S.
O. Thorlakson og lagður til
hinstu hvíldar í Cypress Lawn
Memorial Park í San Francisco.
Guðbjartur var fæddur á
Hamri á Barðaströnd þann 8.
júní 1873. Foreldrar hans voru
Guðmundur Jónsson og Guð-
björg Bjarnadóttir; hann mun
hafa fluzt vestur um haf um
aldamótin, ásamt bróður sínum,
sem brátt hvarf heim aftur. Guð-
bjartur átti heima nokkur ár í
Vancouver, en fluttist þaðan til
San Francisco og þar dvaldi hann
síðustu þrjátíu árin; hann vann
við hleðslu og afferming skipa,
og þótti jafnan góður og ábyggi-
legur verkmaður; hann var ekki
vinmargur, en vinfastur sem þá
er bezt getur; meðal elztu og
tryggustu vina Guðbjartar, voru
þau Sigfús og Soffía Brynjólfs-
son. ,
Þau séra Oktavíus og frú hafa
selt heimili sitt að 258 Stanford
Avenue, og er nú hið nýja heim-
ilisfang þeirra 1152 Laurel Street,
Berkeley 6, California.
Frú Karolína Thorlakson, sem
legið hefir í beinbroti, eins og frá
var skýrt áður í fréttapistlunum
úr þessu bygðarlagi, er nú á á-
gætum batavegi, og hefir rík
samúð streymt til hennar og
fjölskyldu hennar víðsvegar að.
Af gestum, sem verið hafa hér
í heimsókn, eú ekki voru til-
greindir í síðasta fréttabréfi, ber
að nefna Mr. og Mrs. Leo Mel-
sted og son þeirra Kenneth frá
Wynyard, Sask., sem komu til
Santa Rosa í heimsókn til skyld-
menna sinna; ennfremur Mr. og
Mrs. John Hannesson frá Akra,
N.D., í heimsókn til Mr. og Mrs.
Joe Hannesson í Albany; Mrs.
Pauline (Thorlakson) Sigurdsson
frá Morden, Manitoba, kom í
heimsókn til systkina sinna, Mrs.
Grace Johnson og Walter Thor-
lakssonar í Oakland; hún er nú
farin til Chicagö í heimsókn til
dóttur sinnár og systur. John
og Björg eru hér enn.
Þann 9. janúar s.l. fæddist
þeim hjónum Dr. og Mrs. M. M.
Farkas í Pittsburgh, Pa., mey-
barn, er gefið var nafnið Deb-
orah Lea. Mrs. Farkas er Pearl
tilkynnir síðan kjörið og heldur
ræðu fyrir nýliðanum.
Venjan var sú, að í þessari
ræðu ætti að vera sem mest af
sneiðum og ónotum til nýliðans,
auðvitað alt borið fram með
franskri fyndni og kurteisi, og
því var inntakan ekki eintómt
gaman fyrir þann, sem í hlut átti.
Nú er ræðan hi-nsvegar einskonar
ævisögubrot hins nýkjörna og
einkum talið fram það, sem hann
hefir unnið sér til ágætis. Síðan
heldur nýi maðurinn ræðu, sem
aðallega snýst um fyrirrennara
nýliðans, einskonar akademisk
útfararræða. Þessar ræður eru
raktar ítarlega í blöðunum og
birtar í heilu lagi í tímaritunum,
enda vel til þeirra vandað, eins
og gefur að skilja.
Forseti er kosinn til þriggja
mánaða í senn og stýrir hann
fundunum. Kanslarinn er kosinn
á sama hátt. En störfin hvíla
langmest á ritaranum. Núver-
andi ritari Akademísins er hinn
frægi rithöfundur Georges Du-
hamel.
L’Academie Francaise er bæði
gamalt og nýtt. Sumum gömlu
siðunum er haldið, en þeir hafa
mist gildi sitt. Stofnunin hefir
fylgst með tímanum og hefir
enn málmennirfguna efst á
stefnuskrá sinni.
—Fálkinn.
Oddstad, dóttir Dr. og Mrs. A.
F. Oddstad.
Þann 8. marz s.l., safnaðist
saman um tuttugu manns á
heimili þeirra Mr. og Mrs. Thor
Blöndal í Oakland, til þess að
bjóða velkomna hingað Siggu
Benonys, er dvaldi á íslandi í
sumar, sem leið, og var þar glatt
á hjalla. Mr. McLeod stýrði
mannfagnaði þessum og flutti
aðal ræðuna; Mrs. Steinunni
Loptson frá Churchbridge, Sask.,
sem er móðir Mrs. Geo. Brown,
var einnig fagnað við þetta tæki-
færi; var þetta hennar fyrsta
heimsókn hingað, og óskuðu
margir, að dvöl hennar yrði
lengri; en nú er Mrs. Loptson
komin heim aftur til Saskatche-
wan.
Þann 13. marz fæddist þeim
Mr. og Mrs. S. O. Thorlakson, Jr.,
í Berkeley meybarn, er gefið var
nafnið Freda Brooks, og líður
móður og barni hið bezta.
Þann 9. marz var skírður í St.
Mark’s lútersku kirkjunni í San
Francisco, Michael Lorne
Christopherson, sonur Mr. og
Mrs. K. I. Christopherson, 186
Ralston Street, San Francisco,
og Stefani Anne Christopherson,
dóttir Mr. og Mrs. C. L. Christo-
pherson, 226 Gonzales Drive í
sömu borg; skírnarveizla var
haldin að heimili Mr. og Mrs. K.
L. Christopherson, afa og ömmu
litlu stúlkunnar.
Stúdentum frá Islandi, sem
dvalið hafa við nám hér um
slóðir, fer nú óðum fækkandi, og
mun það ekki ofmælt, að sú “ný-
lenda” sé nú orðin næsta fáliðuð;
einu sinni voru hér um þrjátíu
stúdentar að heiman.
Fyrir nokkru veittist okkur
svigrúm til þess að heimsækja
þær tíu eða ellefu íslenzkar fjöl-
skyldur, sem búsettar eru í
Sacramento. Hver veit nema við
höldum þar Íslendingadag í
sumar,
Nýlega heimsóttu okkur Mr.
og Mrs. Jakob Erlendsson frá
Hensel, N.D., komu þau aðallega
hingað í kynnisför til Mildred
Johnson í Oakland. Mrs. Erlend-
son stóð í stöðugum bréfavið-
skiftum við okkur hjónin allan
þann tíma, sem við dvöldum í
Japan, og fyrir það erum við
henni ósegjanlega þakklát.
Þó að borgarastyrjöldinni á
Spáni hafi ‘lokið í marzmánuði
1939, eru um 500,000 hermenn úr
hinum sigraða lýðveldisher enn-
þá í fangelsi, og fá þeir þar
“endur-fræðslu.”
“Þetta er meiri vitleysan, sem
maðurinn hefir skrifað.”
“Hvað er hann — blaðamað-
ur?”
“Nei — þingskrifari.”
-♦
Maður nokkur hélt óþarflega
langa ræðu. Hann hrópaði yfir
hina þreyttu á'heyrendur sína:
“Eg tel afkomendum okkar til
heilla ...”
Þá hrópaði einn af áheyrend-
unum: “Já, og ef þér flýtið yður
ekki, þá verða þeir komnir til
að hlusta á yður áður en varir.”
Nokkrir pottar,
Nokkrar pönnur
Nokkrir katlar í dag?
pér heyrðufi hring-iið í tin-
varningi löngu áður en
k&karinn kom; það voru
speryiandi augnablfk á dög-
um landnámsins; en þetta
er löngu liðið, og nú kem-
ur böðin sjálf til viðskipta-
vinanna; I stað þess að
hrlngli i pönnum, skrjáfar I
blaðsiðum. í stað vagna,
sem breitt var yfir, koma
lindir voldugra samtaka.
Og loks, þar sem gamli
farandsalinn leit yfir sjön-
deildarhringinn, og vörur
hans stöðu eða féllu á gildi
sinu, fylgir EATON'S á-
byrgð ölium vörum verzl-
unarinnar.
Vörur fullnægjandi
eða peningum skilað aftur
að inniföldum
flutningskostnaði
^T. EATON C».,.
WINNIPEQ CANADA
EATONS
* Innköllunarmenn LÖG6ERGS
Amaranth, Man B. G. Kjartanson
Akra, N. Dak
Backoo, N. Dakota. Árborg, Man K. N. S. Fridfinnson
Árnes, Man M. Einarsson
Baldur, Man. O. Anderson
Bfellingham, Wash Árni Símonarson
Blaine, Wash Árni Símonarson
Boston, Mass Palmi Sigurdson
384 Newbury St. Cavalier, N. Dak
Cypress River, Man. O. Anderson
Churchbridge, Sask S. S. Christopherson
Edinburg, N. Dak Páll B. Olafson
Elfros, Sask. Mrs. J. H. Goodmundson
Garðar, N. Dak Páll B. Olafson
Gerald, Sask C. Paulson
Geysir, Man. K. N. S. Friðfinnson
Gimli, Man. O. N. Kárdal
Glenboro, Man O. Anderson
Hallson, N. Dak. Páll B. Olafson
Hnausa, Man K. N. S. Fridfinnson
Husavick, Man O. N. Kárdal
Langruth, Man. John Valdimarson
Leslie, Sask Jón Ólafsson
Lundar, Man. Dan. Lindal
Mountain, N. Dak Páll B. Olafson
Point Roberts, Wash. S. J. Mýrdal
Riverton, Man K. N. S. Friðfinnson
Seattle, Wash J. J. Middal
6522 Dibble N.W., Seattle,'7, Wash.
Selkirk, Man. Mrs. V. Johnson
Tantallon, Sask J. Kr. Johnson
Vancouver, B.C. F. O. Lyngdal
5975 Sherbrooke St. Vancouver, B.C.
Víðir, Man K. N. S. Friðfinnson
Westbourne, Man. Jón Valdimarson
Winnipeg Beach, Man O. N. Kárdal